Dagur - 05.01.1962, Blaðsíða 2

Dagur - 05.01.1962, Blaðsíða 2
2 IJM JÓL OG ÁRAMÓT (Framhald af bls. 1) gerðarmálum, því að ráðgert er að allir bátarnir rói úr heima- höfn. Menn eru búnir að sœkja báta sína til Akureyrar, en þar voru þeir flestir, og Sœþór er þar enn, en fer að verða tilbú- inn til heimfarar. Bátarnir eru þessir: Sæþór, Guðbjörg, Þor- leifur Rögr.valdsson og Olafur Bekkur, sem var í siglingum og sennilega rær líka úr þeima- höfn. Auk þessara báta róa svo væntgnlega 6 bátar, sem eru 10—30 tonn á stærð. í vetur hefur verið góður afli þegar á sjó hefur gefið og eru menn bjartsýnir í því efni, ef tíð verið hagstæð. Allt að 200 manns hafa árlega farið héðan til Suðurlandshafna eftir áramót. Nú fara aðeins nokkrir menn. Áramótabrenna var vestur vi§ ósinn. Leikfélag staðarins hefitr haft 4 eða 5 sýningar á Kjarnorku og kvenhylli við ágæta aðsókn. Hér fór allt fram :með friði og spekt urn jól og áramót. Snjór er fremur lítill. Raufarhöfn. Tíðin var rysjótt þar til á gamlaársdag að gerði hláku og bh'ðskaparveöur. Snjólaust má heita, en ekki er þó bílfært til Húsavíkur. Fært er til Kópa- skers á bifreiðum. Flugvöllur- inn hefur verið lokaður. Mikið er nú um skipakomur. Síðasta Rússlandssíldin er farin. Finn- iandssíldin fer einhvern næsta dag, það sem ófarið er af henni. Hana taka Helgafell og Arnar- feli. Katla tekur fullfermi af síldarmjöli. Þrjár brennur voru hér og allmyndarlegar. Áramótadans- leikur var haldinn og fór vel fram. , Rétt fyrir jólin var farið í nokkra róðra og var aflinn ágætur, bæði þorskur og ýsa. En svo hefur jafnan verið í vet- ur, þegar á sjó hefur gefið. Rpðrana stunduðu 4 dekkbátar cg ein trilla. Húsavík. Brenna var á Stórhól og önnur á Húsavíkurtúni, en þangað fóru Völsungar í blysför og lúðrasveit lék við bálið undir stjórn Sigurðar Hallmarssonar. Þar var margt manna saman komið. Helgafell lá hér í höfn- inni ljósum prýtt. Þaðan, og víða í bænum, var flugeldum skotið. Engar óspektir urðu. Stefán Þór hefur verið leigð- ur suður, Smári, form. Sigurður Sigurðsson, og Pétur Jónsson, form. Pálmi Héoinsson, verða gei'ðir út á Suðurlandsvertíð. Allir aðrir bátar, stærri og’ minni, verða gerðir út hér heima. Þeir eru: Freyja, form. Haukur Sigurjónsson, Hrönn, form. Arngrímur Gíslason, Hagbarður, form. Þórarinn Vig- fússon, Andvari, form. Sigur- björn Sörensson, Fanney, form. Sigurbjöm Kristjánsson, Svan- ur, form. Ingvar Hólmgeirsson, Sæborg, form. Karl Aðalsteins- son, og Grímur, form. Þor- móður Kristjánsson. Svo sem sjá má af þessu, er heimaútgerðin á þessum árs- tíma að aukast stórkostlega og hefur það margar og vænlegar breytingar í för með sér fyrir kaupstaðinn. , Guiinarsstöðum. Um kl. 7 að kveldi hins 29. des. kviknað.i í húsi því er raf- vélar á Þóishöfn voru í. Þpð er einlyft stein-hús. Varðmaðurinn, Daníel Jónsson, var staddur í 'herbergi inn af vélarhúsinu og heyrði hvin framan úr salnum. Er hann leit fram fyrir stóð þar allt í björtu báli. Brauzt hann þá út um glugga og sakaði ekki. Slökkviliðið kom þegar á vett- vang. En vélarnar tvær, er þarna voru, eyðilögðust. Önnur þeirra var 80—90 kw. og hin 40 —50. Ea í skúi- rétt hjá var vara- rafstöð. Hún var nú tengd kerfinu og nægði til ljósa og til að tengja upphitunarkerfi, er rafmagni er háð. En þrjú dægur var rafmagnslaust á Þórshöfn. Rafmagnsveitur ríkisins, sem þessa stöð áttu, áttu vélar á Vopnafirði, sem nú komu í góðar þarfir. Þær voru fluttar til Þórshafnar og ganga nú og framleiða rafmagn fullum krafti. Um og fyrir hátíðirnar gengu í hjónaband: Sigríður Árnadótt ir, Rauðuskriðu í S.-Þing., og Kristinn Jóhannsson frá Hvammi, nú verzlunarmaður á Þórshöfn. Ennfremur María Jó- hannsdóttir, Hvammi, og Vigfús Guðbjörnsson, sama stað. Þá voru gefin saman í hjónaband Sign'ður Andrésdóttir, Þórs- höfn, og Aðalbjörn Aðalbjörns- son, Hvammi. Aðalbjörn er verkstæðisformaður á Þórshöfn. Við, hér eystra, heyrum mjög illa í útvarpi, sérstaklega á milli 7 og 10 síðdegis. Á gamlaárs- kvöld heyrðist nær ekkert fyrr en eftir kl. 10. Snjógrunnt er og vegir færir innan héraðsins. . tV.V.Vi /v(.' v 'j 3S Ofeigsstöðum. Flugfæri er bæði á jörðu og í lofti neðan til í héx'aði og bíl- fært er til Akureyrar, eftir góðri slóð, er lögð var í gær. Helga- fell liggur í Húsavíkurhöfn með 1000 tonn af hinum dýxmæta Kjarna frá Guíunesi. Kjarni á svo að biða hér næsta vors og taka þStt í vexti gróðursins á næsta sumri. Nú er merkur tími land- búnaðarins, er sauðfjárbúskap- inn snertir, og í baksýn eru gráar gærur á 70—80 krónur kílóið. En það er svo með lit á óorðnum gærum, að færri verða gráar en mpnn gjarnan vildu. En í hillingum blandast þær sólskininu og e. t. v. pelsklædd- um konum, sem eiga sinn þátt í voninni um réttan lit og gott verð á þessari framleiðslugrein. Ilaganes. Nú er gott veður. Snjór er minni en oft er í Fljótum. Til dæmis er bílfært í Stíflu, sem er fremur sjaldgæft á þessum tíma. Hér er mjög rólegt. Margt fólk kom heim um jólin, en er nú að tínast burtu aftur. Margir em í skóla og max'gt fólk fer nú líka suður á vetrar- vertíð. Búin eru of lítil til þess að þar séu næg verkefni fyrir alla ’heimamenn. Hermann Jónsson á Móum varð sjptugur 12. des. Þá var mannmargt þar. Hermann er hinn merkasti maður á marga lund, drengur góður og höfð- ingi. Kaup kvenna hækkar Eftir ósk Verkakvemxafélagsins Einingar á Akurcvri hefur I.auna- jafnað.arneínd, sanrkvæipt ákvæð- unr laga nr. 00 1961, ákveöið hækkun á kaupi kvenna, samkv. cftirfarandi: A. Almcnni samriingurinn (dags. 4.-8. júní 19.61). 4. gr. Tínrakaup kr. 19.89 ltækkar um kr. 0.48 í kr. 20.37. Timakaup kr. 18.21 lrækkar um kr. 0.76 í kr. 18.97. Tímakaup (ungl.stúlkur 14—16 ára) kr. 15.84 hækkar unr 0.40 í kr. 16.24. 11. Samningnr fclngsins við Fjörð- ungssjúkrahúsið dags. 22. agúst 1961. 1. gr. Fyrstu 6 mán. kr. 3250, hækkar uni kr. 205.23, í kr. 3455.23. Næstu 6 mán. kr. 3750, hækkar um kr. 121.90, 4 kr. 3871.90. Næstu 12 mán. kr. 385.0, hækkar um kr. 105.23, í kr. 3955.23. Eftir 2 ár kr. 3850, hækkar um kr. 142.58. í kr. 3992.58. Eftir 4 ár kr. 3950, hækkar um kr. 125.91 í kr. 4075.91. A kaup þetta greiðist álag vegna eftirvinnu, næturvinnu og helgidagavinnu samkvæmt samn- ingum. Kauphækkun þessi kemur til framkvæmda lrá og með 1. janú- ar 1962. Eftir ósk Iðju á Akureyri hcfur Launajafnaðarnefnd, samkvæmt ákvæðunt l.agá nr. 60 1961, ákveð- ið hækkun á kaupi kvenna, sam- .>.kvarn|it k jarasam,ningi .vijij SÍS og '•hEA dag-s. 19. okt, 196Íbton hér segir: þ r \ - Konttr eldri cn 17 ára: Fyrsta starfsár kr. 3168.00, liækk ar ttm kr. 175.00, í kr. 3343.00. Eflir 12 mán. kr. 3967.00, hækkar um kr. 18.0.00, í kr. 4147-00. Konur, cldri en 17 ára í sútun- arverksm. og ullarþvottastöð: Fyrsta starfsár kr. 3168.00, hækk ar um kr. 204.50, í kr. 3372.50. Eftir 12 mán. kr. 3967.00, hækk ar um kr. 210.33 í kr, 4177.33. Vefarar, eldri en 17 ára (kon- ur): Fyrsta starfsár kr. 339.0.00, liækk ar um kr. 129.00, í kr. 3519.00. Eltir 12 mán. kr. 4372.00, hækk ar um kr. 156.33, í kr. 4528.38. Konur eldri en 17 ára, í Mjólk- ursamlagi KEA: Éftir 12 mán. kr. 4214.00, hækk ar um kr. 245.50, í kr. 4459.50. Tímakaup kvcnna, kr. 19.84, hækkar um kr. 0.90, í kr. 20.74. Timakaup karla kr. 25.24. A kaup þetta greiðjst álag vegna eflirvinnu, nætiirtinnu og helgidagavinnu samkvæmt sainn- ingum. Kauphækkun þessi kemur til framkvæmda írá og með 1. jan. 1962. íf (Framhald af bls. 8) meðan við vorum yngri. Hvað takið þið fyrir kvöldið? Fyrstu árin fengum við fjór- um sinnum minna kaup en nú er, en samt var það betri boigun. , Hver er aðalmunur á dans- leikjum fyrr og nú? Til dæmis eru húsakynnin miklu betri nú, en fólkið skemmti sér samt betur áður, á því er augljós munur, hvernig sem á því stendur. Þá var oft dansað lengi. Og þá var stundum slegizt? Það kom nokkuð oft fyrjr, enda engin lögregla þá til að skakka leikinn. Og dyraverð- irnir höfðu oftast nóg annað að gera. Meira drukkið þá en nú? Það var allt öðruvísi. Fyrstu árin, sem við spiluðum saman, sást ekki vín á nokkrum kven- manni, og þannig varð það fram um 1950. Síðan er drykkju- skapur stúlkna meiri með ári - Fréttabréf ... (Framhald af bls. 8) Fyrirtæki það, sem annaðist lagnir innanhúss, heitir: Raf- tækjavinnustofa Árna og Gríms, Húsavík. Misi'itaðist heiti þess einnig í fyrri frétt. Fi'amkvæmdir í jarðrækt vo.ru með minna móti, ef frá er talið land það, sem brotið hefur verið til korni-æktar á Einax-s- stöðum. Engar nýlagningar vega hafa vex'ið í hreppnum á þessu ári, en nokkru fé varið til viðhalds sýsluvega, svo sem til ofaní- bui'ðai'. Félagslíf hefur verið með minna móti í hreppnum þetta ái'. Veldur þar sennilega nokkru um mikið starf við und- ii'búning Landsmóts UMFÍ að Laugum. Landsmótið er að sjálf sögðu höfuðviöburður ái'sins hér í sveit, en verður ekki gert að umræðuefni hér, svo mjög sem fréttir hafa bifzt Íil^jví. Ungmennafélag og kvenfélag stöi'fuðu nokkuð, en leikstarf- semi var engin. Skáksveit úr hreppnum tók þátt í keppni milli ungmennafélaga innan Héraðssambands Þingeyinga. Tvisvar mættu spilamenn úr Reykjadal stallbræðrum sínum úr Mývatnssveit til bridge- keppni. Fóru hinir síðai'nefndu með sigur af hólmi í bæði skipt- in. Karlakór Reykdæla starfaði um skeið seinni hluta vetrai'ins. íbúatala hreppsins, sam- kvæmt þjóðski'á 1. des. 1961, liggur ekki fyrir, en endanleg tala 1960 var 389. Tæplega verður um fólksfjölgun að ræða á yfii'standandi ári, þar sem nokkuð hefur flutzt burtu af fólki úr hreppnum. Tveir menn, heimilisfastir í hreppnum, létust ó árinu, Hall- grimur Þorbergsson, bóndi, Halldóx'sstöðum í Laxárdal, og Tómas Sigurgeii'sson í Glaum- bæ. □ hverju. Við spiluðum mikið í Sólgarði og FTeyvangi, fyrst eftir að hann tók til starfa, og fylgdumst með þessu, enda ekki hægt annað. En nú eru nokkur ár frá því að hljómsveitii'nar leystu okkur af við félags- heimilin og vitum við ekki hvernig það er síðan. En áður var eldra fólk á samkomum yf- irleitt, nú eru þetta flest börn og unglingar. Hvar hefur drykkja verið í mestum algleymingi? Því er ekki gott að svara. En 17. júní 1944 vorum við fengnir til að spila í Vúglaskógi, og fór- um við austur. En allt varð vit- laust og var húsinu lokað eftir klukkutíma. Við náðum til bæj- ai-ins til að taka þátt í dansinum á toi'ginu um kvöldið. En hafið þið sjálfir sloppið við hnjask? Já, já. Það vei-sta sem við lentum í var vestur í Miðfii'ði á skemmtun. Og þar ux'ðum við hræddastir um að lenda í átök- unum. Ballið var alveg mis- 'heppnað og sýslumaður lokaði. En fólkið heimtaði að við spil- uðum meira. Það gátum við ekki. Þá var okkur sýnt í tvo- heimana, og þegar við fórum,. dundi grjótið á bílnum, sem við vorum í. Annars er margs skemmtilegs að minnast og; hvarvetna hefur okkur verið’ ágætlega tekið. Við erum fólk- inu þakklátir fyrir marga ánægjustund og fyrir að hafa gei-t sér leik okkar að góðu. Blaðið þakkar harmoniku- leikurunum fyrir svörin. Haukur og Kalli hafa leikið: fyrir dansi um allt Norðurland og ei'u vinsælir. Þeir eiga mjög' góð hljóðfæri, ítalskar hnappa- harmonikur með sænsku gripi. Möi-gum mur.di þykja gaman. að heyra þá í útvai'pi og er þeii-ri ábendingu hér með: komið á framfæri, um leið og 15' ára starf í þágu skemmtanalífs- ins er þakkað. Q - Róleg áramót á Ak. (Framhald af bls. 1) unglingar drekki ekki vín á skemmtistöðum, sem vínveit- ingaleyfi hafa. Hér vii-'ðist vera æði stór gloppa í löggjöfma og lögreglusamþykktina. Á stöð- um þeim, sem vínveitingaleyfi hafa, eða fá hverju sinni, þarf aldui'stakmark samkomugesta að miöast við 21 áx-s aldur, alveg skilyrðislaust. Eða treystir séi' nokkur til þess í alvöru, að hafa ó slíkum stöðum efthlit með því hvei-jir kaupa og hverjir neyta? Flér í bæ er aðeins ein fólks- bifreiðastöð. Hún var ekki opin þegar samkomugestir þurftu heim til sín þessa nótt. En aldr- ei þai'f. fólk eins mikið á bif- reiðum að halda. Þetta er ekki eins æskileg þjónusta og stöðin getur veitt og þarf að veita. Athyglisvei't er það, að aldrei var aðstoðar slökkviliðs leitað um jól og áramót. Og engin slys munu hafa orðiið, svo að telj- andi séu. □

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.