Dagur


Dagur - 05.01.1962, Qupperneq 4

Dagur - 05.01.1962, Qupperneq 4
4 ^..r'.1 :. 1........irr.n-"-r" Daguk VÖNDURINN 0G LÍFSLEIÐINN ÞRÁTT FYRIR ríka einstaklingshyggju, er langt síðan þau sannindi urðu allílcst- um Ijós, að flestar meiri háttar framfarir byggjast á samvinnu margra einstakl- inga, og að án félagshyggju- og félags- málastarfsemi byggju íslendingar enn í moldarhúsum, bændumir slægju karg- aim með orfi og Ijá og sjómenn notuðu árar í stað véla. Hér á Akureyri veit enginn tölu félaga og það gæti jafnvel staðið óþægilega í mörgum einstaklingum að svara þeirri spurningu, í hve mörgum og hvaða fé- lögum þeir sjálfir væru. Vera má, að skyldurnar við-hin mörgu félög, séu eitt- hvað þokukcnndar og starfskraftarnir dreifðir urn of á félagsmálasviðinu. Samt sem áður sanna mörg undur og stór- merki framfaranna mátt hinna mörgu þegar þeir leggjast á eitt, og að hver sæmilegur maður getur rétt hjálparhönd mörgum þörfunt málum. Nú eru uppi miklar umræður um þau vandamál, sem þéttbýli, stuttur vinnu- dagur, mikil peningaráð og bráður þroski ungmenna skapar. Vandamál þessi lýsa sér meðal annars í óhóflegri meðferð fjármuna, drykkjuskap og siðleysi. En ennþá hefur ckki verið fyllt í hið tóma rúm, sem er í lífi flcstra unglinga á ein- hverju árabili og einkennist af lífs- leiða, ímynduðu tilgangsleysi og jafnvel ábcrandi uppreisnarhug. — Þá eru unglingarnir að slíta af sér fjöl- skylduböndin, en eiga oftast eftir að bindast öðrum böndum, sem gefa lífi þeirra markmið. Unglingarnir eru orðnir fleygir, en vita ekki ennþá hvert fljúga skal. Þeir sitja enn að nægtarborði for- eldranna, svo að hin eðlilega sjálfsbjarg- arhvöt hinna ungu drengja og tclpna er lítt þroskuð. Og verkefni, er svari til vaxandi lífsorku og lífsþorsta, vantar. Samkvæmt gamalli og nýrri reynslu eru uppcldisvandamál naumast talin til erfiðleika í sveitum, og gildir það jafnt hér á landi, sem í öðrmn löndum. Þar haldast í hendur lífræn ábyrgðarstörf allra á heimilunum, sem ekki er hægt að skjótast undan. Það er ekki hægt að svíkja moldina eða búpeninginn í við- skiptum. Eins og nú er ástatt hér, í höf- uðstað Norðurlands, vantar unglingana áhugamál og verkefni. — Þau verður samfélagið að skapa, eins og annars stað- ar í þéttbýli. Svo er að sjá, sem kvik- myndahús, sjoppur og danshús séu hinir föstu og vinsælustu staðir og víst skortir þar ekki áðsókn. Stofnanir og frjáls félagssamtök, svo sem kirkja og stúkur, skátafélög og íþróttafélög, reyna að laða unga fólkið til sín. Án þess að gera lítið úr starfi þessara síðasttöldu að- ila, — síður en svo, — liggur hitt ljóst fyrir hver betur má í þessari samkeppni, og við svo búið má ekki standa. Vöndurinn talar skýrast mál og ein- hverjar refsingar eru sjálfsagt réttlætan- legar. En hvorki er vöndurinn hand- Ieiðsla né fyrirmynd, en hvort tveggja vantar nú. Eins og félagshyggjan lyfti at- vinnuháttunum frá karganum og árinni á sambærilegt stig nágrannaþjóðanna í þessum atvinnugreinum, verður einnig með samstilltum átökum að mæta vanda þéttbýliserfiðleikanna með nýjum við- fangsefnum fyrir æskuna. □ v-------------------------------- ÞAÐ HEFUR lengi verið venja að staldra við um áramót, horfa yfir farinn veg og líta einnig til framtíðarinnar og þeirra dásemda og jafnframt örðugleika, sem bíða kunna. Áramótin eru líka tími skuldaskila í bókstaflegri merk- ingu, og sæiir eru þeir, sem þá geta full skil gert. Hið fyrsta, sem okkur ber að hafa í huga við þessi áramót, er þakklæti fyrir mikinn gróður jarðar og fengsæl mið, og að eng- in stórkostleg áföll af hendi nátt- úruaflanna, sem oft hafa leikið þjóðina grátt í formi elds, ísa og drepsótta, hafa þjakað okkur á ár- inu. Hinar fornti dygðir og sú þrek- menning, sem íslendingar hafa ldotið í arf bæði í bókmenntum og eldskírn hinna óblíðu lífsskil- yrða, liafa bætt nýju ári við siigu okkar sem íullvalda þjóðar. En arfur feðranna er okkur þó sem ætíð vandmeðfarinn. Því veldur „Islands óhamingja“, harðæri og drepsóttir, einkum á nítjándu öld, að hér á landi búa nú nálægt 180 þúsundir aðeins, en ekki 150 þús- undir manna, eins og vera ætti samkvæmt cðlilegri fólksfjölgun. En erlendis búa um 60 þúsundir manna af fslenzku bergi brotnir. Mesti auður íslendinga er Iand- ið sjálft, sem er aðeins numið að litlu leyti ennþá, eftir meira en 1000 ára búsetu. Miðað við land- þrengsli margra annarra þjóða og hina gífurlegu fólksfjölgun víða úm heim og ört vaxandi þörf fyrir aukna fæðu, mega ísle'nding- ar blessa land sitt, en verða þá einnig að hugleiða, að ekki verð- ur til lengdar þolað að ræktanlegt og byggilegt land, eins og hér er, sé ónotað. En auk þessa fylgist jafnan að ræktun lands og sam- búð fólks við náttúruna, og hins vegar menning og manndómur. Þær þ jóðir, sem viðurkenna þetta ekki í verki en láta sjónarmið mcrgðar af malbiksfólki ráða, eru glataðar, svo sem reynslan hefur talað skýrustu máli um og sagan staðfestir. Með þetta í Iiuga og þá stað- reynd, að ekki hefur í annan tíma verið þrcngt svo að bændastétt landsins en nú er, ber dökkan skugga á framtíðina. Og sú stefna í þjóðfélagsmálum að gera fólki ókleift að hefja búskap og allar aðrar atvinnugreinar auðfærari, er bæði röng stefna og hættuleg. Af innlendum stjórnmálavið- burðum bera margir vott um hina nýju stjórnmálastefnu, sem upp liefur verið tekin. En þeir bera þess líka vott, margir þeirra, að sumum liinum fornu dygðum hef- ur verið varpað fyrir borð, og er þar átt við orð og yfirlýsingar heilla stjórnmálaflokka, sem ckki er reynt að efna. í stað þess að ganga á undan með góðu eftir- dæmi, hafa stjórnmálaflokkar svikið gefin heit, brotið lýðræðis- venjur og fært heiðarlega stjórn- málabaráttu á tæpustu nöf, svo að ekki sé meira sagt. Hin stjórn- málalega spilling sýkir allt við- skiptalíf þjóðarinnar, eyðileggur virðingu þegnanna fyrir Alþingi og ríkisstjórn og fyrir heiðarleg- um samskiptum manna í milli. Glöggt dæmi um siðleysi þeirrar ríkisstjórnar, sem nú situr, er þáttur hennar í lndhelgismálinu. Allir flokksmenn hennar á Al- þingi börðu sér á brjóst í síðustu alþingiskosninum og lýstu því yfir, að þeir stæðu, einn sem allir og allir senr einn, fast á rétti ís- lendinga og myndu aldrei liopa frá gefnum yfirlýsingum og lof- orðitm sínum og flokka sinna. Og stjórnarflokkarnir fengu mörg atkvæði út á þessi fallegu orð, líka margra þeirra, sem enn voru ekki búnir að gleyma andstöðu bæði Sjálfstæðisllokksins og Alþýðu- flokksins í þessu máli 1958, þegar vinstri stjórnin tók rögg á sig og færði út landhelgina í tólf niílur, sem öllum er minnisstætt. Síðar hlevpti ríkisstjórn þessara tveggja flokka Bretum inn í landhelgina til þriggja ára og batt hendur ís- lendinga um alla framtíð til lrek- ari einhliða útfærslu. Nú hafa þeir einnig í hyggju að lileypa ís- lenzkum togurum inn á bátamið- in. — Utfærsla íiskveiðitakmarkanna var lífsnSuðsvn og sigur þegar unninn, þegar íslenzka stjórnin hljóp úr varðstöðu sinni með alla þingmenn flokka sinna á hælun- um, en Bretar færðu sig inn á friðuðu svæðin. í sambandi við íiskveiðar hafa ísleiidingar ekki yfirburðaaðstöðu til veiða nema á grunnmiðum. Á hinum íjarlægari miðu.m hafa þeir enga sérstöðu nema óhófleg- an útgerðarkostnað. En á báta- miðunum geta erlendir menn ekki keppt. En skammsýn stjórnarvöld geta eyðilegt hinn ágæta árangur af útfærslunni með því að veita VIÐ útlendum og innlendum togurum ránveiðirétt upp við strendur landsins. Varðstaða íhaldsins í þessu liöf- uðmáli sjávarútvegsins brást hrap- allega. Flótti þess var smán fyrir íslendinga, bæði út á við og inn á við. Hin aukna fiskgengd norðan við land og austan, er þökkuð er landhelginni lrá 1958, er að gjör- breyta atvinnuháttum sjávarþorpa vegna vetrarútgerðar þar og mik- illar sumarveiði. Þessi þróun cr nú í hættu vegna óviturlegra að- gerða ráðandi manna hér á landi. Því er ekki að leyna, að Sjálf- stæðisflokkurinn, sem betur á við að nefna sínu rétta íhaldsnafni nú, hefur unnið stjórnmálasigra. Þannig tókst honutn að kokgleypa heílan stjórnmálaflokk, Alþýðu- flokkinn, og liefur ekki orðið fyrjr teljandi meltingartruflunum. — Stefnuýtrár þessara flokka voru svo líkar fyrir síðustu kosningar, að ekki mátti á rnilli sjá. En til þess að setja ekki þánn stjórn- málaflokkinn hjá, sem gleyptur var, má minna á, að formaður hans lýsti því hátíðlega ylir, svo og öll hjörðin á eftir, að dýrtíðin skyldi stöðvuð Jtegar í stað. Ef það mistækist, væri stjórnarsamstarfið þegar rofið og þetta skilyrði væri ófrávíkjanlegt. En Alþýðuflokkur- inn og Emil Jónsson slitu ekki stjórnarsamstarfinu, Jtótt dýrtíðin hafi síðan aukizt meira en dæmi eru til á síðari árum, en ráfa enn í rökkvuðum kviði íhaldsins og hefur hvorki sézt á þeim haus né sporður, nema ef telja mætti einn ræðumann Alþýðuflokksins í út- varpsumræðum, sem harmaði, hve kröfum aljrýðufólks á íslandi á liðnu sumri hefði verið mætt af mikilli linkind. Alþýðuflokkurinn hefur ckki einasta afvopnað sjálf- an sig í baráttunni fyrir bættum kjörum hinna láglaunuðu manna og kvenna á íslandi, hcldur er hann líka að hjálpa íhaldinu til að koma á íhaldsþjóðfélagi, sem Jregar liefur sýnt á sér bæði horn og klaufir ójafnaðar í skiptingu Jrjóðarleknanna, Jrannig að Jteir ríku verða ríkari á kostnað hinna fátækari. Ekki er hægt að skilja svo við afglöp stjórnarflokkanna, að ekki sé minnzt á loforð Jreirra um bætt lífskjör öllum lil handa. Það var ekki lítið loforð heldur- beint stefnuskráratriði í síðustu kosn- ingum og jafnvel gefin út bók um það o. fl., prentuð á kostnað ríkisins og send á livert heimili í landinu (bók Jressi, „Viðreisn" kostaði urn 300.000 kr., og var kostnaður greiddur úr ríkissjóði). Þetta loforð var efnt á Jiann veg, að lífskjörin versnuðu stórkost- lega, svo stórkostlega, að enginn á- byrgur maður ltefur fengizt til að reikna út, hvernig fjölskylda get- ur lifað af verkamannslaunum. íhaldið gerði að vísu tilraun til þess, og við athugun kom J)á í ljós, að til Jtess Jruríti verkamað- urinn að vinna mun lengur á degi hverjum en refsifangar Rússa í Síberíu. Ekki minntist forsætis- ráðherra í útvarpsræðu og ára- mótagrein á slíka sníámuni sem lífskjaraskerðingu vinnandi fólks, Skuldir ríkissjóðs hafa stórauk- izt, Jrótt lofað væri að hætta lán- tökum erlendis. Fjárlög ríkisins liafa liækkað um helming síðan vinstri stjórnin lét af völdum, og gjaldeyrisstaðan er vcrri en hún var ])á. Vaxtaokrið hefur leikið atvinnuvegina og einstaklingana grátt, þótt stjórnin liafi heykzt á því að nokkru. Verklegar fram- kvæmdir á vegum hins opinbera eru minni en áður í hlutfalli við heildarútgjöld rikissjóðs. Hinar frægu 59 sparnaðartillögur fjár- málaráðherra og manna hans runnu út í sandinn, og er lítt á þær minnzt, enda voru þær lýð- skrum eitt og Jjó í blygðunarlaus- ara lagi. í kaupgjalds- og kjara- málum vitna stjórnarsinnar af- dráttarlaust til Jjcss, að allir at- vinnuvegir séu að komast í J>rot og'Jjoli ekki kauphækbanir. Þann ig dæma J)eir áhrif „viðreisnarinn- ar“. Hins vegar rembast J)eir enn- J)á við að lýsa hinum góðu og battiandi horfum, Jtegar samdrátt- arstefna Jreirra hafi komizt á hærra stig. Sannleikurinn er sá, að íslendingum hentar ekkertvcrr en samdráttar- og kreppustefna, svo ntargt er hér ógert og svo miklir eru möguleikarnir, ef þeir eru notaðir. í ræðu og áramótagrein forsæt- isráðhcrra er ekki vikið að því ÁRAMÓT en síðar munu nokkur atriði úr grein þessari verða tekin til með- ierðar. Þegar verkalýðsfélögin undu ekki lengur kjaraskerðingunni og kröfðust liækkáðra launa, J)ar cð kaup hækkaði ekki í samræmi við verðlag eins og áðurog fengu 12% kauphækkun á síðasta sumri, ])á framdi stjórnin enn eitt glappa- skot og lækkaði gengið um rúm 13%, og var það önnur gengisfell- ingin á 16 mánuðum. 1 sambandi við þennan verknað gaf stjórnin út bráðabirgðalög í stað J)ess að kalla AlJ)ingi saman. Með því móti kom hún í veg fyrir það erfiða verk sumra verkalýðsleið- toga innan stjórnarflokkanna, er búnir voru að berjast fyrir kaup- hækkunum innan verkalýðshreýf- ingarinnar, en hefðu átt örðugt með að greiða atkvæði með geng- isbreytingunni, senr var bcint kauprán og hefndarráðstöfun gegn fólkinu. Ríkisstjórnin getur með engu móti varið J)ær aðgerð- ir með rökum og gerir tæplega nokkra tilraun til þcss lengur. Oll Jressi atriði, sem nú liafa verið nefnd, eru ekki til þess fall- in að auka virðingu á heiðarleika stjórnmálamanna. Flver sú ríkis- stjórn, sem ekki getur eða vill framkvæma yfirlýsta stefnu sína 1 Jrýðingarmestu málefnum, á nú J)egar í stað að segja af sér og fela öðrum stjórnartaumana. En hvernig hal'a atvinnuvegirn- ir gengið undir hinni einlitu og einráðu íhaldsstjórn? — Það er skemmst að segja, að útvegurinn Jrurfti kreppulánaaðstoðar við eftir stuttan tíma. Fyrir hann var ])ó „viðreisnin" fyrst og frentst gerð. Sama er að segja um land- búnaðinn, að hann kemst ekki af hjálparlaust, og er J)að J)ó viður- kennt af öllum stjórnmálaleiðtog- um, J)ótt aðgerðir liafi dregizt. höfuðverkéfni, sem stjórnarflokk- arnir löfuðu skilyrðislaust fyrir valdatöku sína, að bæta lífskjör almennings. í ræðu sinni, sem var hin ísmeygilegasta, boðaði hanti breytingu á dómsmálum landsins. Koma ætti upp almenningsdóm- stólum. En ahnenningsdómstólar eru stundum scttir á laggirnar um eða eftir uppreisnir, og mun setja ltroll að ntörgum við orðið eitt. Það réttarfarskerfi, sem hér er og cr svipað og í nágrannalöndun- um, virðist vanta mikið að áliti Bjarna, og hann virðist ekki bera mikið traust til dómstólanna í landi okkar. Vel getur það verið, að treysta Jturl'i íslenzka dómstóla og íslenzkt réttarfar, en einna ó- líklegasti maður til Jreirra hluta er nefndur ræðumaður. Eftirtektarvert var ])að, að Bjarni vildi ekki útvarpsumræður um landsmál, ef til vill minnugur liinna sfðustu. Scgir ])ær sýndar- mennsku. Hér er J)ví til að svara, að almenningur á heimtingu á að stjórnendur standi opinberlega fyrir máli sínu í áheyrn alþjóðar. Hins vegar ættu stjórnendur að temja sér rökræður í stað skamma á þeim vettvangi. Forsætisráðherra sagði, að gjald cvrisstaðan væri betri en í fyrra. En liann gleymdi að geta þess um leið, að m. a. J)ess vegna var síð- ari gengisíellingin óþörf. Forsætis ráðherra ságði, í sanibandi við laúnamál, að kakan stækkaði ekki, ])ótt hún væri skorin í sundur, }). e. þjóðartekjurnar yrðu ekki meiri, J)ótt heimtað væri hærra kaup. Þetta voru nú engin vís- indi, en ckki cr trúlegt, að Jrorri einstaklinganna sætti sig við minnkandi hlut, á meðan útvaldir fá sinn skammt stækkaðan. Þá hótaði forsætisráðherra J)ví alveg berlega, að kauphækkunum yrði svarað nteð einhverjum þeim 5 Þórunn Stefánsdótfir íhaldsbrögðum, sem Jjjóðin hefur nii fengið smjörþefinn af um skeið. Þessi liótun var að vísu í sæmilegum umbúðum, en tvímæla laus engu að síður. En ])essi nýárs gjöf var gefandanum lík, J)að mátti hún þö eiga, og að því leyti við hæfi, hversu sem þiggjéndur bregðast við. Árið 1958 var kaupmáttur laun- anna mestur hér á landi. Þá var Bjarni Benediktsson í stjórnar- andstöðu. Þá þótti honum og flokki hans of illa borguð vinnan í landinu og studdi kaupkröfur. Þá var Jrví haldið fram að atvinnu vegirnir þyldu ekki hærra kaup. Nú stjórnar Sjálfstæðisflokkurinn og sjálfur forsætisráðherra tilkynn ir, að kauphækkunum verði sant- stundis mætt með viðeigandi ráð- stiilunum. Ekkcrt er trúlegra en að hugur fylgi máli, sbr. hefndar- ráðstafanir ríkisstjórnarinnar í sumar. Atvinna hefur yfirleitt verið góð á liðnu ári. Sums staðar norð- anlands hefur verið uppgripaafli á minni þilfarsbátum og trillum. Síldaraflinn í suntar var helmingi meiri en áður, miðað við mörg undanfarin ár. Verðmæti ])ess afla er um 600 millj. kr. Síldarvertíðin í vetur er óvenjuleg og færir hún mikla fjármuni í þjóðarbúið. Margar greinar iðnaðarins hafa gengið mjög sæntilega, og erlend eftirspurn gefur vonir um að út- flutningur geti ltafizt mjög fljót- lega í allstórum stíl. Þau tíðindi gerðust, að varnar- liðið í Keflavík fékk leyfi ís- lenzkra stjórnarvalda til að stækka sjónvarpsstöð sína. Mun hún eftir þá stækkun geta náð til helmings þjóðarinnr. Hermanna- sjónvarpið á að verða hinn mikli uppalandi framtíðarinnar. Og í 10 þús. króna sjónvarpstækjum Jheimilanna á að festa sparifé landsmanna, m. a. það fé, sent með valdböði cr sogið út úr inn- lánsdeildum og sparisjóðum úti á landi. Með þessu ráðherraleyfi hefur íslenzka ríkisstjórnin boðið heim öflugustu áróðurstækni, sem enn liefur vcrið fundin upp og sættir sig við að erlendir menn fjalli um. Slíkt er fullkomið hneyksli og siðleysi. Um leið og okkur bcr að fagna því, að atvinnuvegirnir liafa skil- að góðum hlut á liðnu ári, er rétt að minnast Jress, hve J)eir voru efldir og auknir á nteðan vinstri stjórnin sat að völdum. Dæmi um J)að er bátaflotinn, sent aflan- um skilaði á land, og síldarverk- smiðjurnar á Austurlandi, sem í- haldið kallaði pólitíska fjárfest- inu og mótmælti. Því miður hefur víða orðið samdráttur í verklegunt fram- kvæmdum síðustu 2—3 árin. í lieilum sýslum hefur ekkert íbúð- arhús verið bvggt. Jarðræktarfram kvæmdir eru minni en áður. í- búðarbyggingar á Norðurlandi hafa einnig dregizt saman í kaup stöðum, svo að til vandræða mun leiða, ef að svo heldur fram, sem horfir. Þrátt fyrir allt ])etta er engin á- stæða til svartsýni eða vonlevsis. Fólkið á ennj)á kosningarréttinn og mun nota hann. Ríkisstjórnir koma og fara, og eitthvað gott verður um jxer sagt, hverra flokka sent þær eru. En mcð {)ví að í- haldsstefna er stefna samdráttar á hún ekki við hér á landi og hæf- ir ekki dugmiklu og framfara- sinnuðu fólki í lítt numdu landi. Samanburður f járlaga í SÍfOASTA tölublaði Dags var gerð- ur nokkur samanburður á fjárlögum rikisins síðustu ár. I’ar var ín. a. vitnað í ræðu Sigurvins Einarssonar alþingisinanns. En þar sheddist inn villa. Rétt er greinin svona: Við þriðju umraðu fjárlaganna sl. mánudag, skýrði Sigurvin Einars- son alþingismaður frá fjárvcitingum til nýbygginga vega, lnúa og hafna 1958— 62, og eru þá vega- og brúar- framlög af benzínskatti meðtalin öll árin. Sigurvin F.inarssyni telst til, að fjárvcitingar Jressar hafi, sainkvæmt fjárlögum 1958 nuinið 5.27r/,c a£ heildarupphæð fjárlaganna. Eölur þa-r, sem hér fara á eftir og teknar eru úr ra'ðu Sigurvins, sýna [)ar upp- hæðir (taldar í hundruðum þús.), sem veittar voru til framkvæmda 1959— 62 og tii samanburðar þa'r upphæðir, sem þurft hefði að veita til Jress að halda hlutfalli ársins 1958, svo og [)á upphað, sent á vantar hvert ár til ]> l*ss að 5 .21'/„ af niðurstöðuuppha’ð 1 járlaga sé til þessara framkvæmda veitt. . Fjárveiting 5.27% Vantar millj. lllillj. millj. 1959 . 51.7 60.4 8.7 1960 . 61.5 79.2 17.7' 1961 . 62.0 83.7 21.8 1962 . 62.4 92.3 29.4 VETUR í BÆ Eg veit hvað svöngum vetur er. Þú veizt það máskc líka. J. H. Fyrir nokkrum dögum her- nam Vetur konungur landið á all hrikalegan hátt, að minnsta kosti ef miðað er við flest und- anfarin ár um áratuga skeið. Við herhlaupið beitti hann eink um að þessu sinni tveim af skæðustu liðsoddum sínum: Stormi og Fönn. Frosta hafði hann í bakhönd og skyldi hon- um, ef til vill, seinna beitt, svo sem algengt er. f þessu áhlaupi urðu margir fyrir miklu eignatjóni og erfið- leikum. Og flestir landsmenn og óteljandi málleysingar — eink- um á Norður- og Austurlandi — hafa sætt meiri og minni óþægindum í þessari hrotu, sem enn er ekki til lykta leidd. Harðast hafa þó orðið úti blessaðir litlu vinirnir okkar, hinir fögru og skemmtilegu smáfuglar, sem á góðviðrisdög- um vorsins og sumarsins hafa þrásinnis hrifið hug okkar og lyft honum til hæða • langtum meira en mikið af þeirri tónlist, sem hellt er yfir okkur í tíma og ótíma mikinn hluta sólar- hringsins og þjóðin er látin greiða ærna peninga fyrir. Þess ir smælingjar eiga þess ekki kost í óveðrum vetrarins — eins og við mennirnir — að leita skjóls í húsum inni og eyða þar meiri hluta sólanhringsins, mettaðir og á mjúkum beði. Heldur verða þeir að þola ógnir óveðursins undir beru lofti all- an sólarhringinn, oft dag eftir dag. Geta þeir, sem legið hafa úti á köldum nóttum og þjáðst af kulda, bezt skilið hve löng skammdegisnóttin verður þess- um smælingjum, þótt ekki bæt- ist við hungurkvalir, sem fæstir munu enn — sem betur fer — þekkja svo, að þeir geti gert sér hugmynd urn ógnir þeirra. Nú hefur Vetur konungur steypt klakabrynju yfir landið og bannað smáfuglunum allar bjargir. Og nú leita þeir í neyð sinni á náðir okkar mannanna þúsundum saman. Undanfarna daga hafa að minnsta kosti 200 snjótittlingar heimsótt okkur Fædd 18. niarz 1879. Dáin 22. desenibcr 1961. FÖSTUDAGINN 22. desember síð- astliðinn andaðist Þórunn Stefáns- dóttir á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri. Jarðarför hennar fór fram frá Akureyrarkirkju 3. janúar. Þórunn Stefánsdóttir var fædd á Desjarmýri í Borgarlirði eystra 18. niarz 1879. Foreldrar hennar voru sr. Stefán Pétursson, prestur að Desjarntýri og síðar að Hjalta- stað og Ragnhildur Björg Metii- salemsdóttir Jónssonar írá Möðru dal. Séra Stefán og Ragnhildur eignuðust fjórtán börn, tvö dóu í æsku, en tólf náðu lullorðins- aldri og góðum Jtroska. l'Test, ef ekki öll, eru J)jóðkunn fyrir gáfur, gjörvuleik og starfshæfni. Þórunn missti föður sinn í bernsku, fluttist })á þegar eða árið 1888 til Halldórs Benediktssonar og Arnbjargar Sigfúsdóttur á Skriðuklaustri og ólst J)ar upp. Var lieimili J)eirra hóna örðlagt fyrir rausn og myndarskap. Ung fór Þórunn í kvennaskóla á Akur- eyri og útskrifaðist J)aðan 1898, og frá hússtjórnarskóla í Reykja- vík útskrifaðist hún árið 1900. Ár- ið 1907—08 dvaldist lnin í Kaup- mannahöfn við hannyrða- og vefn um hádegisbil dag hvern. Og nú reynir á gestrisni okkar Akur- eyringa og annarra, er þessa örbjarga gesti ber að garði. Eg þykist þess fullviss, að Akureyringar séu engir eftir- bátar annarra að gestrisni, og að flestir muni vilja víkja ein- hverja af vesalings litlu fugl- unum. Að þeir ekki gera það, nema ef til vill fáir, mun stafa af athugaleysi þeirra. Til þess að víst sé að vel sé tekið á móti þessum litlu gest- um, finnst mér að réttast væri að skipuleggja móttökurnar hér í bænum. Treysti eg konun- um bezt til að annast það, og vil skora á þær að beita sér fyrir því. Er hugmynd mín sú, að þær fái börn sín, fleiri eða færri, til að mynda samtök, helzt í hverri götu bæjarins. Safni síð- an saman brauðleifum og ýms- um matarúrgangi — sem þrest- irnir eta — en kaupi fuglafóður handa tittlingunum. Verði síðan valinn staður, sem næst miðju samtakavæðisins, og börnin færi síðan fuglunum fæðuna eftir settum reglum, sinn dag- inn hvert. Bezt er að gefa þröstunum sér, .þeir eta ekki fuglafóðrið. En brauðskorpurnar þarf að mylja svo smátt, að þeir geti hæglega gleypt molana. Snjó- tittlingunum má líka gefa brauð rúylsnu. Ef konurnar vildu nú sinna þessu og jafnframt útlista og skýra fyrir börnum sínum þrautir og erfiðleika litlu, vængjuðu vinanna okkar — leitast við að vekja hjá þeim samúð og góðvild til þeirra, er erfiðast eiga í lífsbaráttunni, mundu þær vinna hið þarfasta verk. Yrðu slíkar kenndir vakt- ar í brjóstum barnanna núna fyrir jólin, mundu þær verða þeim margfalt dýrmætari jóla- gjöf og betra veganesti á lífs- leiðinni en hinir dýru munir sem fólk keppist við að kaupa og gefa börnum sínum, senni- lega J)ó flest — því miður — án þess að skýra nógu vel fyrir þeim mikilvægi jólahátíðarinn- ar, sem gjafirnar eru bundnar við. Minnist að lokum orða meist- aðarnám. Þar hlaut hún viður- kenningu og verðlaun fyrir prýði- lega frammistöðu. Hún var vefn- aðarkennari við kvennaskóla í Reykjavík 1908—09, urhferðakenn ari í matreiðslu 1909—11 og ráðs- kona við Eiðaskóla 1911—14. Fór til Vesturheims 1914 og stundaði saumaatvinnu, kom lieim 1922. Eftir ])Ctta var heimili hennar lengst af í Reykjavík, fáein ár á Austurlandi, en tvö og hállt síðast liðin ár hér á Akureyri hjá bróð- urdóttur hennar. Hún kaus að dveljast síðustu stundirnar hér á Akureyri. Atti ljúfar minnihgar frá skóladvöl sinni í æsku og ósk- aði að hvíla í sama kirkjugarði pg hennar elskulega móðir. Þórunn Stelánsdóttir var mikil atgerviskona, en Iét að sama skapi lítið yl'ir sér. Ekki festi hún 'ráðá- hag sinn. Hún yar prýðilega greind og ágætlega verki 'farin. Hún var stórbrotin í lund, en liófsöm og hógvær og svo dul í skapi, að hún sagði fáum eða eng- um hug sinn allan. Fastlynd var hún og trygglynd, sannur vinur vina sinna, en óvin átti hún eng- an. Minnug var hún og margfróð. — Gott var að dveljast í návist hennar. arans, sem sagði: „Það, sem þér gerið einum af mínum minnstu, bræðrum, það hafið þér einnig mér gert. — Gamall útilegukarl. Eins og grein þessi ber með sér, er hún skrifuð fyrir nokkru síðan. En hún er þó í fullu gildi og verð fyllstu eftirtektar, þótt birting hennar hafi dregizt. □ Skautafélag Ak. 25 ára (Framhald af bls. 1) Gunnar Thorarensen, Eggert Steinsen, Seindór Steindórsson, járfnsmiður, Geir Jónsson, Jón D. Ármannsson, Þorvaldur Snæ björnsson, Björn Baldursson, Hjalti Þorsteinsson og Ingólfur Ármannsson. Núverandi stjórn skipa: Jón D. Ármannsson, Skjöldur Jónsson, Björn Bald- ursson, Ágúst Karlsson og Örn Indriðason. Félaginu bádust heillaskeyti og góðr gjafir. Kristján Geir- muridsson og frú gáfu tvo fagi’a verðlaunabikara til keppni í listhlaupi karla og kvenna og fylgdi reglugerð, staðfest af ÍSÍ. Knattspyrnufélag Akur- eyrar og íþróttabandalag Ak. gáfu einnig verðlaunagripi til keppni. Á þessum timamótum Skauta félags Akureyrar kom J)að glöggt fram, að mikill áhugi er fyrir byggingu vélfrysts skautavallar. Hófið að Bjargi fór vel fram og var hið ánægjulegasta. Því stjórnaði Jón D. Ármannsson. Dagui’ árnar Skautafélagi Akureyrar allra heilla. □ - Bátakjarásanmingar (Framhald af bls. 1) fram á að skiptiprósentan hækki úr 31,5% í 36% og á dragnótaveiðum úr 37% í 40%. Ekkert hefur heyrzt af hinum fyrsta fundi. □ Ég, seni skrifa Jæssar fáu línur, sat stundum inni hjá henni í rökkrinu á kvöldin og rabbaði við hana unt liðna daga. Beiiuli cg þá til hennar spurningum við og við, lnin hatði aðallega orðið. Sagði hún mér þá ýmislegt frá skólaveru sinni í Kaupmannahöfn og dvöl sinni í Ameríku, einnig nokkuð frá fyrstu árunum í Rvík, eftir að hún kom að vestan. ÖIl var frásögn hennar litrík en hóf- söm, því hún var glöggskyggn og mildur dómari, sem mannvinum er títt.. Hún haíði ákveðnar skoð- anir á mönnum og málefnum og lét engan blekkja sig. Duldist mér J)á ekki, hve eðlisfar hennar var ágætt, hve góður nemandi hún var, hve lífið hafði reynzt henni farsæll skóli, gert hana milda og vitra. Um tvo samtiðarmenn sína talaði Þórunn at nteiri virðingu og aðdáun en aðra. Það voru þeir próíessor Haraldur Níelsson og Jón Stefártsson, bróðir hennar. Þórunn var trúkona í orðsins eig- inlegustu merkingu. Trúin var henni ekki aðeins huglægur, af- stæður hæfileiki, heldur miklu fremur raunsær óbrigðult sann- leiki. Þess vegna var' sérá Harald- ur ekki aðeins venjulegur baráttu nraður frá sjónarmiði hennar, heldur liugsjónahetja, postuli fagnaðarerindisins, kærleikans og sannleikans. ITún fylgdist vel mcð þeim andlegu straumunr, sem gustuðu um höfuðstað landsins á öðrum og Jrriðja áratug aldarinn- ar. Skilningur hennar var vökull með baráttu leiðtogans og samúð- in með honum rík. Jón, bróðir Þórunnar, var at- kvæða gáfumaður, glæsimenni liið mesta, hugprúður og lrjartahlýr. ITann dó í Ameríku 1932, Doktor Stefán Einarsson minntist lians eftirminnilega í Oðni. Þar segir prófessorinn meðal annars: „En þótt lröfuð Jóns væri gott, þá er mér grunur á, að hjartað hafi vcr- ið ennþá betra.“ Svo heitt unni Þórunn þessmn ágæta bróður, að minningin um hann lýsti henni á allri vegferð hennar. Eins og áður er sagt, andaðist Þórunn ’á Fjórðurigssjúkrahúsinu á Akureyri. Hjúkrunarkona deild- arinnar, sent annaðist hana, lét svo um rnælt við frænku hennar, að Þórunn væri góður sjúklingur. Þannig var eðli hennar. Hún vildi aldrei láta hafa mikið fyrir sér, var hetja í hverri raun, var ljúfara að gefa en þiggja. Hins vegar var hvert blítt orð og hlýtt handtak blóm á götu hennar, eins og flestra, sem einir fara langan veg. Það eru mikil sannindi falin í Jressum vísuorðum Einars Bene- diktssonar: „Maðurinn einn cr ei nema hálfur, með öðrum er liann meiri en hann sjálíur. i Þórunn sagði mér, að starfslið sjúkrahúSsins væri blítt og gott fólk Og gott að vera þar. Það er því miður ekki allra lán að geta kvátt J>á veröld, sem var, og heils- að hinni, sem við tekur, með ljós í auga og bros og Jxikk á vör. Hér með flyt ég læknum sjúkra- hússins, hjúkrunarkonum og öðru starfsíiði þcss svo og Pétri Jóns- syni. heimilislækni okkar, hinztu kveðju hennar og hjartans J)ökk. En Þórunn var meira en góður sjúklingur. Hún var góð kona og höfðinglynd, góður borgari og góður vinur, nieðal Jreirra beztu, sem ég.lief eignazt og átt. Hún var dugmikil kona, og rétti mörgum hjálparhönd, sem })ess Jrurftu með. Þórunn Stefánsdóttir átti góða heimvon. Sú heimvon er okkur, vinum hennar, sem Jrekktunt hana bezt, hvort tveggja í senn, ljós- gjafi líðandi stundar og veruleiki hins eilífa lífs. Við kveðjum hana með virð- ingu í hljóðri ])ökk og blessum minningu liennar. Ólafur Tryggvason. ,

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.