Dagur - 05.01.1962, Page 8

Dagur - 05.01.1962, Page 8
8 •< t Vilja Akureyringar verða fyrslir? ÁRIÐ 1959 byggðu Danir fyrsta vélfrysta skautavöllinn. Reynsl' an varð svo góð, að skjótt voru fleiri byggðir. Nú eru 10 slikir vellir í hinum ýmsu borgum Danmerkur og Svíar hafa þegar byggt 50 skautavelli af svipaðri gerð. Fréttir berma, að allir þessir skautavellir hafi, að ein- um undanskildum, skilað góðri afkomu vegna ágætrar aðsókn- ar. í þessum löndum er nú fyr- irhugað að halda áfram á þess- ari braut og í miklu. stærri stíl en verið hefur. Þessir skauta- vellir eru þannig gerðir, að vatnið er vélfryst, og þarf þá að sjálfsögðu bæði frystivélar og hæfilega þétt net af frystirörum í vellinum sjálfum. Mjög víða eru vélfrystu skautasvellin gerð á venjuleg- um íþróttavöllum og notast þá sú aðstaða, sem þar er fyrir hendi, svo sem áhorfendasvæði, böð, búningsklefar og fleira. íþróttasvæðið er þar með starf- rækt allt árið, á sumrin fyrir knattspyrnu, og fleiri knattleiki og frjálsar íþróttir, en á veturna fyrir skautaíþróttina. Þetta virðist vera mjög haganlegt, þar sem einhver iþróttaaðstaða er þegar fyrir hendi. Á Akureyri hefur skauta- íþióttin verið stunduð óslitið síðasta aldai'fjórðung og með góðum árangri, að því er telja verður. En þó hefur bæjarfé- lagið lítið lagt af mörkum til þessarar íþróttagreinar. En skautaiþróttin á svo sterk ítök í bæjarbúum, að hin síðari ár, eftir að bærinn og ÍBA fóru að halda opnu æfinga svæði í kaupstaðnum, hefur enginn skemmtistaður eða nokkur annar staður hlotið ná- lægt því eins rnikla aðsókn og skautasvellið. Þetta er stað- reynd, sem bæði gefur auga leið og ætti að knýja menn til umhugsunar um möguleika fyr- ir stöðugu æfingasvæði. En þeir möguleikar eru ekki til án þess að nota tæknina, fara að dæmi nágrannaþjóðanna og byggja vélfryst skautasvell. Samkvæmt upplýsingum, sem íþróttafulltrúi ríkisins hef- ur aflað sér, kostar vélfrystur skautavöllur, 30x00 metrar, eða 1800 fermetrar, um hálfa aðra millj. ísl. króna, þ. e.: Véla- hús, frystivélar og frystikerfi. Hvar staðsetning væri heppi- legust, verður ekki fullyrt, en hér er þó fyrir hendi töluvert góð aðstaða á íþróttasvæði bæj- arins, hvað snertir áhorfenda- Aðalfundur Framsókn- arfélags Akureyrar 8. janúar næstk. Framsóknarfélag Akureyrar hcldur aðalfund n.k. mánudag, 8. janúar, kl. 9 e. h. að Hótel KEA. Tekin verða fyrir venju- leg áðalfundarstörf og önnur mál. Félagsmönnum v^rður til- kynnt nánar um fundinn í skriflegu fundarboði. □ svæði, búningsherbergi o. fl. nauðsynlegt. En skeð getur að frystihús bæjarins séu aflögu- fær að vetrinum og gætu annast frystingu skautavallar, ef stað- setning væri við það miðuð. Akureyringar búa vel að suridfólki og ber að fagna þeim árangri, sem þar hefur náðst og er til sóma. Knattspyrnumenn hafa einnig fengið mikla lausn sinna mála með hinum ágæta íþróttavelli, þótt enn vanti æf- ingarvelli o. fl. Skíðafólki verður búin betri aðstaða í Hlíð arfjalli en annars staðar þekk- izt hér á landi, ef allt fer sem áætlað er í þvi efni. En skauta- íþróttin hefur lítils notið, sem sambærilegt má telja. Hér þarf úr að bæta, og bærinn hefur nokkra ástæðu til að hugleiða, hvort ihann telji sér fært að byggja fyrsta vélfi-ysta skauta- völlinn á íslandi, ekki aðeins vegna framúrskarandi frammi- REYKJAHVERFI er víst minnsta sveit í Suður-Þingeyj- arsýslu, enda eru íbúar þess tæpast eins montnir og aðrir Þingeyingar. Þó eru þeir tölu- vert upp með sér af því, að þeir Árni Sigurpálsson. telja sig nú eiga elztu rjúpna- skyttu landsins og-kannski þótt víðar væri Jeitað. Hin aldna rjúpr.askytta heitir Árni Sigurpálsson og á heima í Skógum. Hann er að verða 84 óra. Árni er ekki stór maður, en knár er hann og kvikur á fæti, og fáir myndu trúa því, sem sæju hann, að hann væri svo gamall, sem raun er á. Til marks um léttleika hans er það, að hann fór í fjárleit á síðastliðnu hausti, fann eina kind og hljóphana uppi. í vetur gekk Árni til rjúpna og var ekki fengminni en þeir, sem voru á léttasta skeiði, enda enginn við- vaningur í starfinu, því að hann hefur farið með byssu í 72 ár. Þess má þó geta, að fyrstu rjúp- una skaut hann 8 ára gamall, en þá með aðstoð föður síns. En 12 ára gamall gekk hann til rjúpna og var þá farinn að valda byssur.ni sæmilega. Árni hefur veitt fleira en stöðu skautamanna hér á Ak- ureyri um fjölda ára, og ekki fyrir þá, heldur fyrir æsku þessa bæjar, sem tilfinnanlega vantar verkefni, sem í senn eykur hreysti og vinnur gegn sjoppu-„menningu“, bíó- „menningu“, göturápi, sóðaleg- um dansskemmtunum, óhófs- neyzlu áfengis og ógætilegri meðferð fjármuna. Kostnaðarhliðin ætti ekki að vaxa Akureyringum mjög í aug um. Vélfrystur skautavöllur kostár ekki meira en t. d. pípu- orgelið, og aðeins brot af brennivínskaupum bæjarbúa. Hann kostar ekki nema rúml. tveggja ára tekjur bæjarsjóðs af brennivínssölunni í bænum. En bæjarstjórn á enn eftir að upp- fylla opinbera yfirlýsingu um meðferð þeirra tekna. Það væri bænum mikill sómi að verða fyrstur íslenzkra bæja að vélfrysta skautasvell. rjúpur, því að 15 ára gamall var hann kjörinn refaskytta sveitar sinnar, eftir að hafa unnið sér það til frægðar að skjóta illvígan bitvarg, sem margir höfðu gengið frá að vinna. En það frægðarskot varð Árna efirminnilegt, því að byssan veitti honum rothögg um leið og hann hleypti af. Hún var gamall framhlaðningur og skot- ið mjög sterkt og búið að geymast um of í byssunni. En gæfan var Árna hliðstæð eins og oftar, því að hann raknaði jafngóður úr rotinu, en refurinn aldrei, því að hann var stein- dauður. Refaskyttustarfinu hélt Árni í 52 ár og fórst svo vel úr hendi að til þess þótti hann jafnan sjálfkjörinn á meðan hann gaf þess kost. Árni er sannkall- aður veiðimaður og hefur skotið flestar þær skepnur, fleygar og ófleygar, sem lög leyfa. Vinsæll maður er Árni og fylgja honum hvárvetna góðar óskir sveitunga og vina. Og þótt hann sé roskinn orðinn að árum, sjást þess enn engin merki að hann sé búinn að leggja byssuna til hliðar. Reykhverfingur. Ljóðskáld hlutu styrk DAGINN FYRIR gamlaársdag var veitt hin árlega styrkveiting úr Rithöfundasjóði Rikisútvarps ins. Fór styrkveitingin fram við athöfn í Þjóðminjasafninu og til kynnti dr. Kristján Eldjárn þjóðminjavörður um veiting- una, en hann er formaður sjóð- stjórnar. Að þessu sinni fengu styrk- inn þeir Jón úr Vör og Matt- hías Jóhannessen fyrir ljóða- gerð sína. Hlutu þeir hvor 15 þúsund kr. Síðan sjóðurinn var stofnaður árið 1956 hafa alls átta skáld og ritihöfundar hlotið styrki. □ Elzta rjúpnaskylfa landsins Haukur Ingimarsson og Karl Steingrímsson. (Ljósmynd: E. D.) FYRIR NOKKRUM ÁRUM þótti dansleikur ekki vel undir- búinn, án þess að fá Hauk og Kalla til að leika fyrir dansin- um. Og enn spila þessir þekktu harmonikuleikarar á Akureyri fyrir dansi, einkanlega hjá hin- um ýmsu félögum, sem efna til innanfélagsdansleikja. í gær hitti blaðið þessa menn að máli sem snöggvast og lagði fyrir þá nokkrar spurningar. Þeir eru báðir 34 ára gamlir. Haukur Ingimarsson vinnur hjá Rafveitu Akureyrar en Karl Steingrímsson er vörubílstjóri á Stefni, og saman hafa þeir spil- að um 15 ára skeið, en nú eru hljómsveitirnar að leysa þessa menn af hólmi. Þykir ykkur gaman að spila fyrir dansi? Þeir svara spurningunni ját- andi. En það er þó mjög mis- munandi. Stundum er fólk kátt og skemmtir sér vel. Þá er létt að spila og ánægjulegt. En það er þreytandi að spila fyrsta hálftímann eða meira áður en nokkur stígur út á dansgólfið. En þótt oftast sé gaman að spila, er meira gaman að dansa, eða svo þótti okkur, sérstaklega á (Framhald á bls. 2.) Fréffabréf úr ReykdæSahreppi Laugum 22. desember. — Veðr- áttan var góð framan af vetri, eða allt þar til í aprílbyrjun, en þá‘ gerði snjóalög allmikil, sem ollu verulegum samgönguei'fið- leikum. Maímánuður var óvenju hlýr, en júní að samg skapi kaldur. Komu þá nokkrar frostnætur, sem telja verður óvenjulegt. Heyskapartíð í júlí og ágúst var erfið, úrkomur rniklar og þurrkar sérstaklega stopulir, því að mjög sjaldan leið svo dagur til kvölds, að ekki rigndi eitthvað. Þurrkflæs- ur komu helzt um 20. ágúst og svo aftur um mánaðarmót ágúst—september. Haustveðrátta var úrkomu- söm en fremur mild, allt þar til norðanáhlaupið gerði við lok nóvember. Nú, seinni hluta desembermánaðar, hefur tíð verið mild, og mikið leyst af snjó þeim, sem kom í nofðán- veðrinu. Horfur eru því á, að veður muni verða betri og sam- göngur greiðari nú um þessi jól en nokkur undanfarin ár. Full- víst er nú um fjárskaða, sem nokkru nema á 4 bæjum i norð- anhríðinni um síðastliðin mán- aðarmót. 5—10 kindur munu hafa farizt á hverjum þessara bæja: Einarsstöðum, Fljóts- bakka, Hólkoti og Ljótsstöðum. Byggingarframkvæmdir: Tvö íbúðaihús hafa verið byggð á árinu. Annað í Árhvammi í Laxárdal og hitt skammt vestan við Laugaskóla. , Þurrheyshlöður hafa engar verið byggðar, en með meira móti byggt af peningshúsum. Fjós og fjáihús byggð í Glaum- bæ og stækkuð fjós og fjárhús um helming í Grundargili, ný- býli frá þeirri jörð. Fjárhús byggð á Brún, fjós á Halldórs- stöðum í Reykjadal, stækkað fjós á Fljótsbakka, verkfæra- geymsla byggð í Lautum og vot heysturn á Kárhóli, én annar stækkaður. Þá er þess einnig að geta, að lokið var við eldhús og borð- stofu í viðbyggingu Laugaskóla fyrir Landsmót UMFÍ í sumar og nemendaíbúðir voru full- búnar í haust, áður en skólinn tók til starfa. í heild má segja, að byggingarframkvæmdir hafi verið vel í meðallagi á þessu ári. Merkur viðburður í sögu hreppsins er, að 7 jarðir með alls 14 heimili fengu rafmagn frá Laxárvirkjun seint í nóv- ember. , Leiðréttist hér með missögn í fyrri frétt um þetta, þar sem aðeins voru taldar 6 jarðir. Mætti þó raunar telja þær 11, ef talin eru öll nýbýli, sem skipt hefur verið úr eldri jörð- um og sérstök nöfn bera. (Framhald á bls. 2)

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.