Dagur - 21.02.1962, Síða 4

Dagur - 21.02.1962, Síða 4
4 5 f....................1........—---------------------------------------------------- 1,1 11 ’i Tungur Ivær ÞAÐ VAKTI töluverða athygli og umtal á Akureyri hvcrsu hinir ýmsu. fulltrúar í bæjarstjórn og bæjarráði brugðust við lóðarumsókn verkalýðsfélaganna, er þau nú hyggjast reisa sér félagsheimili. lióð- in, sem hau sóttu um, er á óskipulögðu svæði sunnan Strandgötu og vestan Gler árgötu og virðist mjög álitlcg. En ósam- þykktir skipulagsuppdrættir yfir þetta svæði gera allir ráð fyrir stórhýsi þar, sem sé höfn og hafnarmannvirkjum óvið- komandi. Fulltrúar Framsóknarmanna lýstu yf- ir fylgi sínu við beiðni verkalýðsfélag- anna á bæjarstjórnarfundi 6. febrúar sl., og töldu ekki hægt með neinum rökum að synja félöguniun um beztu fáanlegu byggingarlóð. Þessi afstaða var bæði tví- mælalaus og viturleg og munu bæjarbú- ar yfirleitt geta fallizt á hana. En sér- hyggjusjónarmið íhaldsins létu ekki Icngi bíða eftir sér. Á nefndum bæjarstjórnarfundi var til laga Jóns G. Sólnes um að neita þegar í stað umsókn verkalýðsfélaganna felld með 5 atkvæðum Framsóknarmanna og kommúnista. En með neitunartillögumii greiddu atkvæði Jón G. Sólnes, Gunnar Kristjánsson og Bragi Sigurjónsson. Aðr ir fulltrúar, Gísli Jónsson, Ámi Jónsson og Jón Þorvaldsson greiddu ekki at- kvæði. Þessi atkvæðagreiðsla er hin at- hyglisverðasta og tekur af öll tvímæli um „verkalýðsvináttu“ íhaldsins. Jafnvel tillaga kommúnista um að skipulagningu á téðu svæði yrði hraðað eftir föngiun, fékk aðeins fylgi flutningsmanna og Framsóknarmanna. Á móti grciddi Jón Þorvaldsson einn atkvæði (ekki þrír eins og áður var ranglega hermt) og mun það hafa átt að gefa hinn almenna vilja í- haldsfulltrúanna í skyn og Jón notaður til að kveða upp úr með það, en hinir sátu hjá. Bæjarstjórnarfundur þessi var, eins og áður segir, haldinn 6. febrúar, en þann 9. febrúar, eða þrem dögum síðar, segir ihaldsblaðið þessi eftirtektarverðu orð: „Enginn bæjarfulltrúi Sjálfstæðis- flokksins hefur nokkru sinni lagzt gegn því, að verkalýðsfélögin fengju lóð undir starfsemi sína“. Þessi orð sína hina algengu baráttuað- ferð og blygðunarlausu málsmeðferð í- haldsms. Þeir bæjarfulltrúar, sem ekki fylgjast vel með bæjarmálunum, áttu sem sagt að trúa á vinsamlega afstöðu í- haldsins, þótt hið gagnstæða væri skjal- fest í fundargerðiun bæjarins. Þegar Dagur benti á hvemig málum væri kom- ið og sýndi fram á loddaraleik íhaldsins, dró „fslendingur“ snarlega í land og hljóp frá fyrri fullyrðingum sínum á heldur vandræðalegan hátt, enda ekki á þeim stætt gegn skjalföstum heimildiun. Þótt íhaldið hafi ekki borið gæfu til að byggja sína „sjálfstæðishöll“, sem þeir kalla svo, á fullkomlega löglegan hátt og settu hana niður i fljótfæmi á heldur verri stað en verkalýðsfélögin óska nú eftir að fá, er það naumast sómasamlegt af stjómmálafélagi, sem m. a. kemiir sig við „hina frjálsu samkeppni“, að bregða fæti fyrir félagsheimilisbyggingu ann- arra aðila. Og auðvitað er það óafsakan- legt með öllu hjá hinum tveim tungum íhaldsins, að tala sitt með hvorri. V____________________________________> VAXANDI ÁHUGI FYRIR FISKELDI Fyrsta fiskiræktarstöðin stofnsett í Kollafirði. - Viðtal við Þór Guðjónsson, veiðimálastjóra 111111 n 1111111111 ■ 111 ■ 111111 ii 111 ■ 111111 ■ n i ■ ■ i m ■ ■ 11 • 1111 • ii in 11 ■ ■ i • 111 ■ m ■ i ii • n 111 ■ 1111 Þegar liunangsflugan dansar Tilbúnir fiskréttir frá íslandi NOKKRUM SINNUM hefur verið á það drepið hér í blað- inu, hve miklir möguleikar væru fyrir hendi hér á landi í fiskeldi og fiskrækt, bæði í ám, vötnum og sjó. Hér var á ferð- inni Þór Guðjónsson, veiðimála stjóri fyrir nokkram dögum og greip blaðið þá tækifærið og beindi til hans nokkrum spum- ingum, sem hann svaraði góð- fúslega. Nú er fyrsta fiskeldisstöðin tekin til starfa? Já, ríkið keypti jörðina Kolla fjörð á Kjalarnesi, og þar var í sumar byrjað á framkvæmdum við „Tilraunaeldisstöð ríkisins“, eins og það er kallað. Þar eru hin ákjósanlegustu skilyrði, og fyrsta áfanga er þegar lokið og stöðin er tekin til starfa. Hver eru aðalverkefni stöðv- arinnar? Þau eru í stuttu máli þau, að efla og styðja fiskrækt og fisk- eldi hér á landi, bæði með leið- beiningum og með því að reka slíka stöð til þess að bændur og aðrir hafi einhvern stað að leita til er þá vantar ungfisk til að setja í veiðiárnar í landinu. En eins og flestum er kunnugt má eflaust auka mjög gegnd laxa og annarra laxfiska í ám og vötnum mjög víða í landinu og gera ýmsar ár að góðum veiðiám, sem ekki hafa verið það til þessa. Við gerum til— raunir með klak og eldi í fersku vatni, sjóblöndu og sjó, og mun urri reyna nýjar tegundir og nýjar fiskræktaraðferðir og kynbætur, og auk leiðbeininga- starfsins munum við einnig framleiða neyzlufisk í stöðinni, til sölu á erlendum markaði. Viltu segja mér hvað þegar er búið að gera í Kollafirði? Við byrjuðum á því að taka hlöðuna í Kollafirði og breyta henni í klakhús og fjárhúsin verða notuð sem eldishús. Tek- in voru 900 þús. laxahrogn og fengin á ýmsum stöðum, svo sem í Elliðaárrí, Leirvogsá og fleiri laxám. Einnig vúru búnir til eldiskassar og seyðaskurðir. í vor þarf svo að búa til eldis- tjarnir fyrir öll seyðin. Er heitt vatn á staðnum? Já, og. við mynura, nota það til að styfcta ••yaxtartímann, eftir því sem reynslan gefur • bend- ingar um, ennfremur-, er auð- velt að ná sjó til íblöndunar hinu ferska vatni. Hve stór laxaseyði er hent- Þór Guðjónsson, veiðimálastjóri ugast að nota til að sleppa í árnar? Það fer alltaf í vöxt að ala seyðin nokkuð lengi áður en þeim er sleppt og nota helzt gönguseyði, en með því er átt við seyði af þeirri stærð, er þau hafa náð, um það bil er þau ganga úr fersku vatni í sjó, við náttúrleg skilyrði. En þau eru þá venjulega 3—4 ára gömul. í eldisstöð ná seyðin þessari stærð mun fyrr. Bóndi, sem kaupir þau til að setja í veiðiá, veit, að seyði þessi hverfa mjög fljótt úr ánni, en það er nóg að þau séu þar nokkra daga áður en þau ganga í sjó. Þau koma aftur upp í þessa á, þótt hún hafi ekki fóstrað þau nema fáa daga. Yfir 90 af hverjum 100 löxum, sem koma aftur, rata í rétta á. Með þeim hætti, að sleppa aðeins seyðum af göngustærð í árnar, er tryggt að mun stærri hluti kemur aft- ur sem verðmikjir nytjafiskar. Með því móti er líka hægt að gera mjög næringarsnauðar og ýmislega gallaðar ár að góðum veiðiám, þar sem komizt er hjá uppeldi fisksins í ánni. Og að sjálfsögðu má auka veiði með skynsamlegu uppeldi í flestum veiðiám. Hér við land er laxveiðin bönnuð í sjó, og ættum við því að fá stærri hundraðshluta af gönguseyðum heim aftur, en t. d. Norðmenn, sem veiða' langmestan hlutann í sjónum, bæði af laxi og sil- ungi. Hvað um framtíðina í Kolla- firði? í vor þurfum við að byggja margar eldistjarnir og halda á- fram uppbyggingu á staðnum, í samræmi við staðhættina, sem að mörgu leyti eru sérstakir og heppilegir. í framtíðinni á stöð- in að standa á eigin fótum og sinna því tvíþætta hlutverki, að vera til leiðbeiningar almenn- ingi og hafa laxfiskseyði til sölu, ennfremur að framleiða góða út flutningsvöru til fjárhagslegs á- vinnings. Alla verkfræðilega ‘. vinnu fyrir stöðina annast Guð-8 mundur Gunnarsson Jónssonar® fyrrverandi spítalaráðsmanns frá Akureyri. Blaðið þakkar Þór Guðjóns- syni fyrir upplýsingarnar og vonar að geta síðar sagt mark- verð tíðindi frá fyrstu tilrauna- eldisstöðinni hér á landi. Sennilegt er, að í kjölfar stöðvarinnar í Kollafirði muni fleiri á eftir koma og að það verði mjög til eflingar fiskrækt inni hér á landi. Bæði í Evrópu og Bandaríkjunum hefur fisk- eldi lengi verið stundað og náðst undraverður árangur. í Bandaríkjunum voru 587 eldis- stöðvar árið 1958, og 20 milljón ir stangveiðimanna stunduðu veiði í fersku vatni þar í landi. Árið 1955 veiddu Bandaríkja- menn 70.000 tonn af laxi. Veiðimálastjóri flutti fróðleg erindi og sýndi litskuggamyndir frá fiskeldisstöðvum í Banda- ríkjunum og frá hinni nýju stöð í Kollafirði hjá félögum hér í bæ. Kyrrahafslaxinn, en af hon- um eru 5 tegundir, hefur verið Fiskcldisstöð ríltisins í Kollafirði. Hin fyrsta sinna r tegimdar í landinu og eflir fiskirækt og fiskeldi. kynbættur vestra og í því efni náðst hinn ótrúlegasti árangur. Allar þessar tegundir deyja, að hrygningu lokinni. Þess vegna eru hinar minni laxár fullar af dauðum laxi eftir hrygningar- tímann. Tilraun var gei-ð með það, að fjarlægja dauða laxinn, en þá fór Jaxagengdin hrað- minnkandi. Hér máfcti ekki rjúfa lögmál náttúrunnarr Við vesturströnd Ameríkii er ógrynni af laxi veitt í sjó, um það leyti er hann er að búa sig undir hina síðustu ferð sína — upp í árnar til að hrygna og deyja. En veiðin í ánum er líka mikils virði bæði sem sport og einnig sem hver önnur fisk- veiði sem atvinna. Veiðisvæðin í ánum hafa á síðari árum verið skert mjög vegna virkjana. Hið opinbera hefur því talið sér skylt að bæta það upp að nokkru með stofnun eldis- og rannsóknarstöðva, sem veitt hafa hinar merkustu upplýsing- ar um laxfiska yfirleitt — og þessar stöðvar hafa leitt í ljós óliemju mögulcika í laxfiska- rækt við hin ólíkustu skilyrði. Kyrrahafslaxinn, sem víða er alinn í fiskiræktarstöðvunum vestra, við sjó eða laxgengar ár í göngustærð, kemur aftur, næstum því hver einasti fiskur, sem á annað borð lifir af hætt- ur hafsins. Hann þræðir ána, sem bar hann til sjávar, eða rennuna, sem lá beint úr fiski- ræktarstöðinni í sjóinn, og hafn ar í gömlu þrónni sinni, þar sem hann var alinn upp. En þá er æfi hans líka lokið. Valdir eru úr ættfeður og ættmæður næstu kynslóðar, tekin úr þeim hrogn og svil og sett í klakhús- in. f Columbiafljót rennur ár- spræna, sem eldisstöð var reist við, til að bæta upp veiðitap í fljótinu af völdum virkjunar. Fjörutíu þúsund laxar komu upp í stöðina úr fyrsta „partí- inu“. En stöðvar þessar gefa þó miklu meiri möguleika en þá, sem staðbundnir eru. Það er hægt, með góðum árangri að flytja gönguseyði frá þeim í aðr ar ár, sem eru algerlega óhæfar til að fæða lax eða laxfisk á náttúrulegan hátt. Seyðin ganga til sjávar eftir fáa eða marga daga, en hvort heldur sem er, er þessi á orðin fóstra þeirra og þangað stefnir laxinn, stór og feitur, er hann að síðustu leitar til landsins í sína hinztu för. Með þessu móti ætti að vera hægt að gera næstum hvaða lax genga á sem er, að veiðiá — einnig hér á landi, með tilkomu eldisstöðva og almennrar fræðslu um þessa nýju búgrein. Og með kynbótum hefur tek- izt að stytta vaxtartíma kóngs- laxins um 2 ár og auka frjósemi hans. Atlantshafslaxinn, sem geng- ur í íslenzku árnar, er á ýmsan hátt frábrugðinn frændum sín- um í Kyrrahafi. En öll laxveiði (Framhald á bls. 7) DÝRIN geta ekki talað á sama hátt og mennirnir, en þau koma þó ýmsum boðum sín á milli með hljóðmerkjum. En þau geta einnig tjáð sig á annan hátt. - Býflugan getur sagt„frá, hvar _ fæðu sé að finpa. Það hafa nátt- - úrufræðingar rannsakað og komist að merkilegri niður- stöðu. Þegar hunangsflugan finnur mikið af hunangsríkum blóm- um, hraðar hún sér heim í bý- kúpuna og segir frá fundi sín- um skýrt og skilmerkilega, þótt ekki sé það á mannamáli. Fréttirnar segir hún í dansi, sem hún by-rjar á um leið og hún kemur heim. Dansinn er reglulegur, en í stað þess að dansa í hring myndar dansinn oft 8-lagaða slóð. Dansinn er með fettum og brettum, eins og hjá mannfólkinu. En hvað er flugan að segja? Ef hún fer 40 snúninga á mínútu, eru hun- angsblómin í 100 m. fjarlægð. Ef snúningarnir eru 24, eru blómin í 500 metra fjarlægð. En í hvaða stefnu þá? Það segir flugan einnig. Ef dregin er lína, langsum eftir tölu- stafnum átta — sem flugan myndaði — og lína þessi ligg- ur í stefnu á sólina, er blómin að finna í þeirri átt —þ. e., lín- an bendir á fundarstaðinn. En náttúrufræðingar hafa ekki fundið það út, hvort bý- flugan segi hvaða hunangsteg- und sé um að ræða í hvert sinn. Þess þarf heldur ekki, því að venjulega eru fætur hinnar fundvísu, dansandi flugu, löðr- andi í hunangi. Ekki vita náttúrufræðingar hvox-t hér er um meðfæddan hæfileika að ræða, eða hver kynslóðin kenni þeirri næstu. Hvort heldur sem ei', þjóta allir af stað þegar býfluga kemur heim -og segir frá nýjum hun- angsblómum. □ LEÐURBLAKAN LENGI VAR MÖNNUM það mikil í'áðgáta, hvemig leður- -blakan gæti án árekstra flogið um vandfarin svæði í svarta myrkri. En þetta litla og vængj aða dýr sefur á daginn á af- viknum stöðum á þann hátt, að hengja sjálft sig upp á öðrum fætinum og láta höfuðið hanga. Flughæfni leðurblökunnar byggist ekki á skarpri sjón, því að sjónin er einmitt mjög döp- ur, bæði í birtu og í myi'kri. Það var því von, að torskilið þætti hversu þessi dýr bæru sig um árekstralaust í svarta myrkri í skógum og á öðrum stöðum, sem fullir eru af tor- færum sjóndapuri'i skepnu. Það var ekki fyrr en radarinn var fundinn upp, að ljós í'ann upp fyi'ir mönnum um það, hversu leðurblakan færi að á ferðum sínum. Radarinn gefur frá sér hljóð- bylgjui', sem fastir hlutir end- ui'kasta eins og eins konar bei'gmál, sem mælitæki taka síðan á móti. Þegar leðurblakan flýgur um, gefur hún sjálf fx’á sér hljóð með hái'i'i tiðni, sem manneyr- að gi-einir ekki. En þetta hljóð endurkastast frá hverjum hlut og það heyrir leðuiblakan og hagar sér samkvæmt því, ósjálfrátt. Heyrnin og vængirnir vinna svo vel saman, að hvei'gi skeik- ar, jafnvel þótt snúrur séu strengdar „þvei-s og krus“ á flugleiðinni. Það hefur oft verið prófað. Og þessa hæfileika notar leðui'blakan líka til að fá vís- bendingu um bráðina, eins og fiskimaður leitar góðra miða með hinum nýju fiskileitr- ai-tækjum. □ UNDANFARIÐ haía licyrzt uni það raddir, að Islendingum beri að framleiða hér heima þá til- búnu rétti, senr íslenzku verksmiðj urnar í Bandaríkjunum og á Blét' landi framleiða úr fiskblokkun- um. Yíirleitt hefur andáð köldu til þessara verksmiðja og sölusam- tökin v.erið sökuð um það, að hafa lagt í miklar fjárfestingar að van- hugsuðu máli. Verksmiðjurnar eru auk þess sagðar liggja með ó- hóílega miklar birgðir fisks, og tefji það mjög l'úllnaðargreiðslu til íslenzku framleiðendanna. Fáir munu gera sér grein fyrír þvf, að nær óyfirstíganlegir örðugíeikar standa í vegi fyrir því, að slík verksmiðja geti risið á íslandi og framleitt vöru, sem sé samkeppnis fær við slíkan varning framleidd- an í útlandinu. Ekki þýddi að drita slíkum verksmiðjum um allt Æðarblikinn er skrétinn Kvennakaupið hækkaði 1. jan. EFTIR ÓSK Félags- verzlunar- og skrifstofufólks, Akureyri, heíur Launajafnaðarnefnd, samkvæmt ákvæðum laga nr. 60 1961, ákveð- ið hækkun á mánaðarkaupi kvenna, samkvænn kjarasamningi dags. 4. júnf 1961, sem liér segir: 3. gr. A. IV. fl. a. Byrjunarl hækka úr kr. 3615.00, um kr. 118.33, í kr. 3733.33. Eftir 1 ár úr kr. 3830.00, um kr. 113.33, í kr. 3943.33. Eftir tvö ár úr. kr. 4045.00, um kr. 128.33, í kr. 4173.33. Eftir 3 ár úr kr. 4255.00, um kr. 145.83, í kr. 4400.83. Eftir 4 ár úr kr. 4480.00, um kr. 154.17, í kr. 4634.17. 3. gr. A. IV. fl. c. Eftir 3 ár úr kr. 3880.00, um kr. 15.83, í kr. 3895.83. Eftir 4 ár úr kr. 3880.00, um kr. 66.67, í kr. 3946.67. 3. gr. B. V. fl. a.. Byrjunarlaun hækka úr kr. 3760.00, um kr. 103.33, í kr. 3863.33. Eftir 1 ár úr kr. 3925.00, um kr. 138.33, í kr. 4063.33. Eftir 2 ár úr kr. 4090.00, um kr. 152.50, í kr. 4242.50. 3. gr. B. V. fl. b. Byrjunarlaun hækka úr kr. 3260.00, um kr. 65.00, í kr. 3325.00. Eftir 1 ár úr kr. 3470.00, um kr. 95.83, í kr. 3565.83. Eftir 2 ár úr kr. 3760.00, um kr. 102.50, í kr. 3862.50. Á kaup þetta greiðist álag vegna eftirvinnu, næturvinnu og helgi- dagavinnu samkvæmt samning- um. Kauphækkun þessi kemur til framkvæmda frá og með 1. jan. 1962. ÆÐARBLIKINN er einstak- lega fagur fugl og vitur er hann líka. í eyju einni á Breiðafirði verpti æðarkolla mörg ár í gluggasillu á gömlum torfbæ. Maki hennar var oftast nálæg- ur. En seint þótti honum fai’ið á fætur á bænum þeim, og tók þá til sinna í'áða. Klukkan ná- kvæmlega 6 á hverjum morgni bankaði hann með nefinu í gluggarúðuna hjá hreiðrinu og lét ekki af að banka fyrr en ein- hver kom út. En þá bauð æðar- blikinn góðan dag. Versti óvinur æðai'fuglsins er svartbakurinn. í sumar verptu nokkrar æðarkollur í jaðri flugbrautarinnar við Akureyri, á litlum grastóm, sem þar eru að myndast, og eitt og eitt hreiður fannst annai-s staðar ná lægt ósum Eyjafjarðarár. Þegar farið var að skjóta svartbakinn á þessum slóðum hreyfði æðai'fuglinn sig ekki hið minnsta, og var það skotmanni undrunarefni. Við eitt skotið féll særður svartbakur til jai'ðar nálægt æðarhreiðri. Kollan fór ekki af eggjunum, en blikinn réðst þegar á svartbakinn og rann ekki af honum vígamóðm-inn fyrr en skotmaður gekk af hinum sameiginlega óvini dauð um. ; • □ Iðnnemar í landiriu eru átján hundruð UM SÍÐUSTU áramót voru 1800 iðnnemar með staðfestan námssamning í landinu. Hafði þeim fjölgað um 190 á árinu. Af iðnnemum voru 1047 við nám í 40 iðngreinum í Reykjavík. Þessar upplýsingár -koma fram í skýi-slu Iðnfræðsluráðs. Segir í skýrslunni að sam- kvæmt fenginni reynslu megi gera ráð fyrir að 100—200 náms samningar, sem gerðir hafi vér- ið á árinu 1961, hafí1 verið ókomnir til staðfestingar, senni lega nær 200. — Samkvæmt því mætti áætla tölu iðrihéma nú 2000 í 41 iðngrein. Éftir iðn- greinum er nemendafjöldinn mestur í húsasmíði, 334, næst er vélvirkjun 271, rafmagnsiðn 163 og bifvélavirkjun 156. □ AÐ VITA EÐA VITA EKKI. Jón bóndi skrifar: Grétar Fells, hinn spaki rit- höfundur sagði einhvers staðar á þá leið, að dómar manna um málefni ættu að vera af háttvísi og gætni fram bornir, og þann- ig mundu margir vilja mæla. En svo kann ýmsum að detta í hug: Hvernig á að þekkja það, þegar að flestir ljúga? Viss, tímabundin og takmörkuð menntun á að geta verið nokk- ur trygging fyrir dómum manna um málefni, sem þeir hafa áhuga á. En þeir eru þó fjölda margir, sem áhuga hafa á sama málefni og reyna að mynda sér um það. skoðun, en fengið hinanr ólíkustu niður- stöður. Þá má segja um bók- menntir og listir og önnur fag- urfræðileg efni, að skoðanir og dómar manna hljóta að vera misjafnii', enda er sú raunin. Þar verður margur að skírskota til brjóstvitsins og helgaðra venja. Og þar er oft ekki gott ' um að rökræða. Þeir, sem hafa fjaðurskúf einhverrar sénnennt unar, kalla skoðanir ómennt- aðra manna stundum sleggju- dóma og velja þeir jafnvel verri nöfn. En margt annað kemur til þegar menn kveða upp dóma sína. Það er auðvitað „siðleysi kunningsskaparins“, sem marg- ir dómar eru sprottnir af, svo sem sumar lofgreinar um léleg- ar bækur. Og hvernig er ástatt þar, sem deilt er listamanna- launum og verðlaunum fyrir ljóð, sem jafnvel er deilt um, hvort séu ljóð eða alls ekki ljóð, þótt þar kunni samt sem áður að finnast skáldskapur. En þeir sem valdið hafa, kunna flestir að tala svo, að á það sé hlustað. Og nú er það ekki orðið áhættu laust að vitna til sönnunargagna máli sínu til stuðnings, ef fund- ið er að rituðu máli eða ljóðum. Því að höfundur getur krafizt fjárhæða fyrir ef vitnað er í kvæðiskorn eftir hann. Stephan G. sagði 1904: Eg er ánægður, ljóðagerð er elzt og bezt allra dísanna og verður til enda veraldar. Jón Leifs sagði 2. apríl 1959: Við, sem ei'um að skapa eilíf verðmæti, eigum við ekki að fá neitt? En kannski verður að hampa honum fyrir að vitna til skáldlegra ummæla. Kannski verður honum að fjár- munum þegar hann sjálfur vitnar til höfuðtónskálda allra tíma, til að fá eitthvað sam- bærilegt við sínar eigin tón- smíðar. Hvað fengu þeir snill- ingar fyrir sköpun listaverka, sem stundum dóu í kröm og kvöl, en lifa þó eilíflega? Verða annars nokkur eilíf verðmæti til vegna listamannalauna? □ land líkt og gert hefur verið með frystihúsin. Eigi verksmiðjan að vera hagkvæm, verður liún að vera stór og geta hagnýtt þá tækni sem fels't í rándýrum vélum og mjög sjálfvirkum. Segjum svo, að við reisum hana í einhverjum stór- um útvegsbæ. Þá yrði að flytja liráefni írá öðrum frystihúsum að henni, og allir vita, live dýrt það er. Ekki er eingöngu notaður tisk- ur í fiskistöiiglana (fish sticks) og fiskisneiðarnar (steaks), lieldur er 35—40% af þyngdinni svokölluð brauðmylsna (breading), og hana yrði að flytja irin eða allavegá hrá-' el'nið í hana. Einnig yrði að flýtja in feitina, sem steikt yrði í, og umbúðirnar, sem eru mjög dýrar og aðeins framleiddar í fullkonm- usu premtsmiðjum erlendis. Á þess ar vörur Jiyrftf að greiða tvöfalda tolla, þ. e. inn hér og svo aftur úti, þótt búast megi við því, að tollaeftirgjöf fengist hér. Að lok- um kæmi svo verulegur tollur á vöruna fullunna, Jiegar hún yrði ílutt á markaðinn. Það hljómar vel á mannamót- um að slá Jiví fram, að liér eigi að fullvinna fiskinn, en Jiví mið- ur eru á Jiví þeir agnúar, sem eigi verða sneiddir af með orðunum einum saman. Sjálfsagt er Jió að stefna að fullnaðarvinnslu Jieirra afurða, sem ekki þarfnast erlends hráefnis með, svo sem hrogna, og liefur Sambandið gert áætlanir í Jxá áttina, t. d. með byggingu reykhússins í Hafnarfirði. Sjávarafurða de ild SIS. Áttatíu ára afmæli. .. (Framhald af bls. 1) af félagssvæðinu eða til útlanda eins og auður einsatklinga, og eru því ávallt til hagsældar á þeim stað, sem til þeirra var stofnað. Á alþjóðavettvangi hafa úr- ræði samvinnustefnunnar mjög borið á góma í sambandi við að stoð við þær þjóðir, sem ‘ enri búa við hungur og vankunn- óttu. Samvinnufélögin eru talin bera skjótastan árangur á þess- um stöðum til hagsbóta fyrir al menning. Þar, sem víða annars staðar, hafa kaupfélög reynzt aflgjafi hamingjunnar. Hér á landi er samvinnuhreyfí ingin hlutfallslega öflugri en í flestum öðrum löndum. Hún á eflaust sinn þátt í því, að fleiri fslendingar eru sjálfstæðir at- vinnurekendur og eiga þak yfir höfuð sitt, en næstu nágrannar okkar, miðað við fólksfjölda. Og hún er án efa tryggasta leiðin til bættra lífskjara í landi okk- ar, sé henni stjórnað af djörf- ung og af fulh’i ábyrgð, hér eft ir, sem hingað til. □ Fréttir úr nágrenninu (Framhald af bls. 8) hafnarbætur fyrir augum. Þar er aðstaða að ýmsu leyti góð, en óráðið er ennþá, hvort lagt verður þar í framkvæmdir. Á Hauganesi þarf að gera töluverðar endurbætur, vegna skemmdanna í norðan ofviðrinu í vetur, en þær urðu miklu meiri þar, en áætlað var í fyrstu. □

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.