Dagur - 28.02.1962, Blaðsíða 2

Dagur - 28.02.1962, Blaðsíða 2
2 Húsnæðismál Gagnfræðaskólans (Framhald af bls. 1) ingu Oddeyrarskólans og snúa sér að því búnu eða jafnvel jafnframt að viðbyggingu við núverandi gagnfræðaskóla. Bæjarstjóri skýrði einnig mál in frá sjónarmiði bæjarins og lagð ríka áherzlu á að fundur- inn gerði ákveðnar ályktanir um stefnuna í byggingamálum skólanna, svo að frnmkvæmdir gætu gengið óihikað. Skólastjóri G. A. útskýrði húsnæðisvandamál skóla síns og lagði áherzlu á, að hafizt yrði sem fyrst 'handa um að bæta húsakost skólans. Studdi hann mál sitt með sameiginlegu áliti kennarafundar í Gagnfræðask., sem útbýtt var meðal fundar- manna. Ýmsir fleiri tóku til máls og voru allskiptar skoðanir um, hvaða leiðir væru heppilegast- ar til þess að leysa aðkallandi þörf gagnfræðastigsins fyrir aukið húsnæði, t. d. töldu þeir Bragi Sigurjónsson, Jón Sólnes og Jón Þorvaldsson að skynsam legra væri að hefja þegar und- irbúning að nýjum gagnfræða- skóla en stækka hinn gamla, en Stefán Reykjalín og Brynjólfur Sveinsson tóku undir þá skoð- un fræðslumálastjóra, að ráð- legast væri að bæta fyrst úr húsnæðisvandræðunum með viðbyggingu við gagnfræðaskól skólabyggingu þá, sem nú stend ur. Tóku þeir Þórarinn Björns- son og Jón Ingimarsson í sama streng, en sá síðarnefndi vildi þó einnig að undirbúningur nýs gagnfræðaskóla yrði hafður í huga. Þegar hér var komið, viku bæjarráðsmenn, skólnstjórar bamaskólanna, fræðslumála- stjóri og húsameistari af fundi, en fræðsluráð hélt áfram störf- um. Bi-agi Sigurjónsson lagði fram eftii'farandi tillögu: „Fræðsluráð leggur til við bæjarstjórn Akureyrar, að þeg- ar verði horfið að byggingu nýs gagnfræðaskólahúss, væntan- lega í Glei’áihverfi, og húsa- meistara í’íkisins falið gð gera teikningu þar af, en nauðsyn- legra leyfa alþingis leitað til, að þegar framlögð fjárveiting þess - Kröfur bænda (Framhald af bls. 1) var á almennum bændafundi 11. nóv. s.l. Auk þess gerði fundurinn eft irfarandi kröfur: 1. a. Frumbýlingum og ný- býlamönnum vei’ði tryggð stór- aukin og hagkvæm lán til bú- stofnunar og framkvæmda. 2. b. Tollar af landbúnaðar- vélum og byggingarefni, til land búnaðarframkvæmda, verði af- numdii’. 3. c. Stofnaður vei'ði bú- stofnslánasjóður, er veiti löng og hagkvæm lán til langs tíma, til bústofnunai’. F. h. Búnaðarsambands Suð- ur-Þingeyinga, Ilermóður Guðmundsson. til gagnfræðaskóla á Akureyri gangi til nefndrar nýskólabygg ingar.“ Tillaga þessi var felld með 2 atkvæðum gegn 1. Þá lagði formaður fræðslu- ráðs fram eftii’farandi tillögu: „Fræðslui'áð samþykkir að leggja til við bæjarstjói-n, að húsameistara ríkisins verði í samráði við byggingafulltrúa bæjarins og skólastjóra G. A. falið að endui'skoða framkom- inn tillöguuppdi'átt að við- byggingu við G. A. miðað við, að skólinn vei'ði 600 nemenda skóli (miðað við einsetningu), enda verði því fé, sem þegar hefur vei’ið áætlað til gagn- fræðeskólabyggingar varið. til þessarar framkvæmdar." Tillaga þessi var samþykkt með 2 samhljóða atkvæðum. Fórmaður fræðsluráðs er Brynjól’fur Sveinsson. Á BÆJARSTJÓRNARFUNDI í gær var leitað eftir afbrigðum á fundarsköpum til að taka fundargerðina til afgreiðslu og er það afbrigði var veitt, b.nr Jón B. Rögnvaldsson fi'am til- lögu um að henni yrði vísað til bæjarráðs á þeim forsendum, að bæjai'fulltrúar væru óvið- búnir að ta’ka afstöðu í málinu og var' tillagan samþj’kkt. Gagnfi-æðaskólakennai'ai', sem hafá mikinn hug á að bætt verði úr húsnæðisvandræðum skólans, fjölmenntu á áheyr- endabekki og ui'ðu, að því er blaðið frétti, fyrir vonbrigðum með þessa hægfara afgreiðslu málsins. Telja kennai'arnir bæj arfullti-úa lítið fylgjast með sín um fyrri gei'ðum, þar sem bæj- ai'stjórn hefur tvívegis á óbein- an bátt samþykkt viðbyggingu við' skólann með því að veita fjárframlcg til hennar. □ — Frá Sauðárkróki (Framhald af bls. 8) af einhverjar skemmdir. Á ein- um stað féll skriða niður á veg. Að morgni sunnudags var allur nýfallinri snjór horfinn og kom- ið kyrrt veður og frost. Þannig hefur veðráttan verið umhleyp-’ ingasöm um langt skeið. Unglingaskákmót Ungmenna- sambands Skagafjarðar var háð á Sauðárkróki 18. febrúar. Að- eins tvö félög tóku þátt í mót- inu, Umf. Grettir og Umf. Tinda stóll. Keppt var í fjögurra manna sveitum. Leikar fóru þannig, að Umf. Tindastóll hlaut 3% vinning, en Umf. Grettir Vz vinning. Keppt var um silfurbúin tafl- kóng, sem Kaupfélag Skag- firðinga gaf til þessarar keppni. Hlaut Umf. Tindastóll þennan grip nú til fullrar eignar. Hafði félagið unnið hann í þau þrjú skipti, sem keppt hefur verið um hanri. Undanfarin tvö ár hafa þessi sömu félög skilið jöfn að vinn- ingatölu, en er keppt hefur ver ið til úrslita milli þeirra, hefur Tindastóll í bæði skiptin borið sigur af hólmi. G. I. Almennur æskulýðs- dagur á sunnudaginn FYRSTI sunnulagur í marz hef ur verið valinn scm almennur æskulýðsdagur kirkjunnar. — Verður þá messað í kirkjum sérstaklega fyrir æskufólk. Hef ur æskulýðsfulltrúinn, séra Ó1 afur Skúlason haft samband við presta landsins og útbúið messu form, sem notað verður. Er þar lögð áherzla á að fólkið taki mikinn þátt í flutningi messunn ar og sálmasöng. Á æskulýðsdaginn verður al- menn fjái'söfnun með merkja- sölu og frjálsum framlögum safnaðai'fólks við guðsþjónust- urnar. Söfnunin rennur að mestu til sumarbúðanna, sem verið er að undirbúa byggingu á við Vestmannsvatn í Aðaldal og í Skálholti. Á að byggja sum arbúðaskálann í Aðaldal í sum ar. Oskað er eftir, að skólastjór- ar og kennarar komi með skóla æskuna í kirkju þennan dag, og á nokkrum stöðum hafa nem- endur gengið í einni fylkingu frá skóla til kirkju, lÆskulýðsmessa verður í út- varpinu kl. 11 f. h. og messar þar séra Ólafur Skúlason, en víðast munu guðsþjónustur fara fram kl. e. h. út um landið. Æskufólk, sækið messurnar á sunnudaginn. Gangan í kirkj- una markar ykkar gæfuspor. (Frétt frá Æ. S. K. í Hólastifti) LÆKNISSKOÐUN VERKAFÓLKS EINS OG AUGLÝST hefur verið af hálfu Iðju, félags verk- smiðjufólks, er svo ákveðið í samningum milli aðila, að læknisskoðun á starfsfólki verk smiðjanna skuli árlega fara fram í febrúarmánuði. Á þessu hefur orðið nokkur misbrestur, og hafur læknisskoðun dregizt víða til vors, og í einstökum tilfellum hefur hún alls ekki verið framkvæmd. Bera vinnu- veitendur því við, að þeir fái ekki lækna 4il ’ áð» framkvæma þessa umræddu skoðun. Séu upplýsingar vinnuveitenda rétt ar virðist afstaða lækna í bæn- um vægast sagt furðuleg. Iðja hefur ái'lega lagt á það ríka áherzlu, að þessu samnings- ákvæði yrði framfylgt undan- bragðalaust, þar sem félagið telur rriikið öryggi í því fyrir iðnverkafólkið, að þessi læknis- skoðun sé framkvæmd af vand- virkni og trúmennsku, og eins hitt, að allt nýtt verkafólk, sem tekur til starfa á verksmiðjum, það framvísi berklaskoðunar- vottorði. Frá þessu verður ekki hvikað. Nú er mér það ljóst, að ekki fæst hagstæð lausn á þessu máli nema takizt góð samvinna milli lækna og vinnuveitenda, vil eg því leyfa mér í allri vin- semd, að beina þeim tilmælum til allra lækna í bænum, að þeir geri sitt til að samvinna takist í þessu efni. Jón Ingimarsson. TAPAÐ Svartur kvenhanzki með loðfóðri tapaðist í mið- bænum nýlega. Vinsam- legast skilist á afgr. Dags. SPARKSLEÐI, merktur Örn, tapaður. — Finnandi vinsamlega láti vita í síma 2268. TAPAÐ Karlmannsarnrbandsúr tapað í bænnm. Finnandi góðfúslega skili því á Bif- röst. Fundarlaun. TAPAÐ Dömu-armbandsúr úr stáli með keðju tapaðist í janúar í bænum. Finn- andi vinsamlega láti vita í síma 1116. Fundarlaun. HERRABUXUR töpuðust í bænum á mánudaginn. Finnandi vinsamlega láti vita í síma 2323. TAPAÐ Karlmannsarmbandsúr (Kulm) tapaðist í bænum á mánudagskvöldið. Tilkynnið í síma 2290. ýbK-V'H-:-:’ BIFVELAVIRKI óskast nu þegar. — Um framtrðarstarf getur ver- ið að ræða. Þorsteinn Marinósson, Litla-Árskógssandi VIL KAUPA: Riðstraums-dynamó, 220 volta. IV2 til 3 ja kw. Steingr. G. Guðmundss., sími 1123, Akureyri. MUNIÐ SPILAKVÖLD skemmtiklúlrbs Léttis í Alþýðuhúsinu fostu- dagskvöldið 2. marz kl. 8.30. Alltaf ljör lijá I.étti. Skemrrttinefndin. Sætaferðir í Hlíðarfjall kl. 10, 11 og 13 frá Ferðaskrifs tofunni. BRAGI GLEYMIR.. Ritstjóri Alþýðumannsins á Akureyri gaf síðasta tölublað sitt út — á 80 ára afmæli samvinnuhreyfingarinnar á ís- landi og 60 ára afmæli Sam- bands ísl. samvinnufélaga. En þót-t áhugi hans sé töluverður á samvinnumálum ,gleymdi hann afmælinu, en mundi hinsvegar eftir að setja smáklausu sem nefnist: „Hnekkir fyrir sam- vinnureksturinn.11 TIL SÖLU: Tveggja herbergja íbiið á góðum stað í bænum. Td sýnis milli kl. 5 og 7 eftir hádegi. Guðm. Ásgeirsson, Hamarsstíg 4. HERBERGI TIL LEIGU. Uppl. í síma 2684. ÍBÚÐ ÓSKAST sem fyrst. Tvö til þrjú herbergi og eklhús. Uppl. í síma 1397. ÍBÚÐ TIL SÖLU, fjögurra herbergj.a, við Hamarsstíg. Uppl. í síma 2370 eftir kl. 5 síðd. Réttur áskilinn til að taka hvaða tilboði sem er. ÍBÚÐ ÓSKAST 2 herbergi og eldhús. Jón M. Jónsson, klæðskeri, sími 1599. ÍBÚÐ TIL SÖLU Miðhæð hússins Hafnar- stræti 35 er til sölu ef við- nnandi boð fæst. Upplýs- ingar á staðnnm kl. 8—9 eftir hádegi. Kristján Jónsson. TIL SÖLU: Tveir armstólar sem nýir. Tækifærisverð. Uppl. í Eyrarvegi 3. BARNAVAGN TIL SÖLU. Uppl. í síma 2584. STEIN-ERIKSEN- SKÍÐI til sölu. Uppl. í síma 2091. TIL SÖLU Ford-Junior. F.ngin út- borgun. Uppl. gefur Hjörtur Gíslason. BÍLASKIPTI Vil láta jeppa í skiptum fyrir góðan 6 manna fólksbíl. Þórir Jóhannsson, Strandgötu 35. TIL SÖLU: Vel með farinn JEPPI, árgerð 1955, með stálhúsi og s\'ampsætum. Uppl. í síma 1981. VOLKS W AGEN BÍLL, árgerð 1955, tií sölu. Uppl. í síma 2164 milii kl. 6 og 7 e. h.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.