Dagur - 28.02.1962, Blaðsíða 5

Dagur - 28.02.1962, Blaðsíða 5
4 5 Nýr formaður A NÝAFSTÖÐNUM aðalfundi miðstjóm ar Framsóknarflokksins, sem haldinn var í Reykjavík, urðu þau tíðindi, að Her- mann Jónasson, fyrrverandi forsætis- ráðherra og formaður flokksins um langt skeið, lét af formannsstörfum,, en í hans stað var kosinn Eysteinn Jónsson, for- maður þingflokksins og ritari Framsókn- arflokksins. Helgi Bergs verkfræðingur og framkvæmdastjóri Iðnaðardeildar SÍS var kjörinn ritari flokksins í stað Ey- steins, en gjaldkeri Sigurjón Guðmmids- son eins og áður. Þessi mannaskipti hafa vakið hið furðulegasta umtal og blaðaskrif hjá and stæðingunum, þar sem ýmiskonar hug- arfóstm* og ófétislegar getsakir eru fram borin, í stað þess að segja rétt frá. Hermann Jónasson sagði m. a. í eftir- farandi í áhrifamikilli og snjallri yfirlits- ræðu um stjórnmálaviðhorfið í landinu: „Það má aldrei verða stöðnun í flokkn um. Þar þarf að verða, eins og í öðru, sem á að vera lífvænlegt, stöðug þróun eftir aðstæðum. Þetta gildir um málefni og þetta gildir um menn. Enda koma ný málefni gjarnar, og nýjar og þróttmiklar baráttuaðferðir við hæfi samtíðarinnar frekast með nýjum og ungum mönnum. Þess vegna þarf flokkurinn alltaf að yngja sjálfan sig. Þetta hefur Framsókn- . arflokkurinn gert, enda á hann mikið mannval ungra manna og efnilegra. Út frá þessari hugsun, út frá þeirri sann- færingu, að hún sé rétt, hef ég alltaf með sjálfum mér verið staðráðinn í að hættá flokksformennsku áður en ég yrði mjög gamall. Nú er ég ráðinn í að biðjast undan end urkosningu. Það þarf engan sjónleik í kringum formannaskiptin. Eg þarf ekki einu sinni að nefna eftirmann minn. Þið munuð finna hann án þess. Svo eðlilega kemur þessi þróun af sjálfu sér.“ ' Nú þegar og ekki síður þegar fram líða stundir, mun forystustarf Hermanns Jónassonar verða talið eitt hið glæsileg- asta í stjórnmálasögu landsins og á.við- skilnaðinn ber engan skugga. Það er sjaldgæft og óendanlega mikilvægt fyrir hvaða stjórnmálaflokk sem er, þegar for- mannaskipti Verða með svo drengilegum hætti — og eigi blandaður sársauka tog- streitunnar mn metorð og völd. Og það er einmitt þetta, sem ýmsum andstæð- ingum gengur illa að skilja. En ef menn hafa það í huga, að Framsóknarflokkur- inn hefur mótað forystumennina, skiptir það ekki meginmáli hver heldur um stjórnartauma hverju sinni. Öðru máli gegnir um tækifærissinnaða stjórnmála- foringja, sem oft reyna að mynda um sig harðsnúna flokka undir þekktum flokks nöfnmn, og að því er virðist í mjög breytilegum tilgangi, svo sem stjórnmála sagan sýnir svo áþreifanlega og glögg dæmi eru um nú á allra síðustu tímimi. Formannaskiptunum hjá Framsóknar- flokknum hefm* réttilega verið þannig lýst, að þau tákni ekki fremur stefnu- breytingu en þegar einn réttir öðrum keflið í boðhlaupssveit. Aðalfmidur miðstjórnar Framsóknar- flokksins var vel sóttur og hinn ánægju- •legasti í hvívetna. Ahrifa hans mun mjög gæta í hinni hörðu baráttu, sem fram- midan er í sambandi við bæjarstjórnar- kosnmgamar í vor. V-----------------------------------J I Þorkell Valdemar Ollesen, vélseljari I ÞAÐ VAR sumorið 1920 að faðir minn kom hingað heim úr Reykjavíkurferð. I för með honum þd var fimmtán ára piltur úr Reykjavík, Þorkell Valdemar Ottesen. Þetta kom mér á óvart, og ég var bæði hissa og glaður, því að þótt aldurinn væri ekki hár, þá höfðum við brasað margt saman mörgum árum áður. 'Kunningsskapurinn hófst árið 1913 hjá afgreiðslu dag- blaðsins „Vísis" í Reykjavík. Hjá afgreiðslunni var stór hópur ungra sveina, sem allir ætluðu að selja Vísi, og einn sá minnsti var Keli Ottesen. Eins og gengur, varð hark nokkurt í hópnum, og af því að Keli var hugprúður í bezta lagi, en styrkurinn ekki í sam- ræmi við hugprýðina, þá varð hann illa úti í áflogunum, en ég tók þá að mér að rétta hlut hans enda fjórum árum eldri. Sumarið 1914 vorum við báðir í sveit á sama bænum, hann mjólkurpóstur, ég smali, og gafst þá enn tækifæri til góðra samskipta, einkum þó þegar við „vöktum yfir vell- inum" saman, sem þá var siður. Og nú var Keli kominn norður til Akureyrar í þeim tilgangi að nema prentverk. Hvorugan okkar hefur víst grunað þá, að úr því yrði 40 ára samstarf. I þessu langa samstarfi hafa auðvitað verið bæði skin og skúrir. Og auðvitað hafði Þorkell Ottesen sína galla, eins og aðrir dauðlegir menn. En skinin eru svo yfirgnæf- andi. að skúrirnar gleymdust jafnharðan. Og þegar ég nú í huganum lít yfir farinn veg, þá sé ég ekkert annað en eilíft, bless- að sólskin. Þorkell Valdemar Ottesen var fæddur í Kaupmannahöfn 8. janúar 1905. Foreldrar hans voru Þorkell Valdemar Otte- sen, kaupmaður í Reykjavík og síðar Vestmannaeyjum, Oddsson Stefáns, Valdemars- sonar í Ofanleiti Ottesen og Elín Jónsdóttir bónda að Báruhaugseyri Guðmunds- sonar, en Elín var systir Val- gerðar í Miðdal, móður Guð- mundar Einarssonar listmál- ara og myndhöggvara frá Miðdal. Þorkell var frekar lágur maður vexti, en þrekvaxinn og fitnaði nokkuð með aldrin- um. Hann var fríður sýnum, greindur í bezta lagi og ágæt- ur verkmaður. Vinnuþrekið var ótrúlegt. Margan daginn vann hann frá klukkan átta á morgnana til klukkan ellefu á kvöldin, og stóð þá upp frá vélinni jafnglaður og hress eins og þegar hann settist við hana um morguninn. Heilsuhraust- ur var hann með afbrigðum, svo að ég minnist þe’ss varla, að hann hafi nokkurn dag legið sjúkur í þessi 40 ár. Og þá daga mátti telja á fingrum sér, sem hann mætti ekki á réttum tíma til vinnu. Þorkell var maður gleðinn- ar í svo ríkum mæli, að stund- um réði hann sér ekki. Gleði hans var saklaus og góð, en aldrei illkvittin. Þess vegna átti hann aldrei neinn óvild- armann meðal starfsfélag- anna í öll þessi 40 ár, eða ekki veit ég til þess. Haustið 1960 veiktist Þor- kell alvarlega, lamaðist al- gjörlega vinstra megin, svo að enginn hugði honum líf í byrjun, eða að minnsta kosti datt engum í hug, að hann kæmist til heilsu og vinnu á nýjan leik. En hugprýðin, sem aldrei brást, ag bjartsýnin, sem aldr- ei bilaði, komu honum ótrú- lega fljótt á fætur aftur, og innan tíðar til vinnu, fyrst hálfan daginn, en fljótlega varð úr því fullur vinnudagur og vel það. Frá Því að Þorkell hóf vinnu á ný eftir veikindin, komst sá siður á, að Geir tók hann með í bílinn í vinnu á morgn- ana og flutti hann heim að kvöldi. Mánudagsmorguninn 19. þ. m. var ekkert öðruvísi en aðrir morgnar. Þorkell sté upp í bílinn, glaður og hress að vanda. Jú, reyndar var þessi morg- unn að því leyti öðruvísi en aðrir morgnar, að nú settist annar farþegi og ósýnilegur einnig í bílinn, — engill dauð- ans. En hann var miskunnsam- ur. Á miðri leið, í miðri setn- ingu og með bros á vör hné þessi stríðsmaður gleðinnar og góði drengur í valinn. Og nú ert þú, gamli vinur, lagður af stað í þá ferð, sem enginn veit hvé löng verður né hvenær tekur enda. En í vegarnesti hefur þú þinn eigin glaða og falslausa innri mann og blessunaróskir okkar, a 11 r a starfsfélaga þinna. S. O. B. £iiMiiiiimmiiiHiiiiiimtÍ!imiiiiiiiiiiiiimiiíim)iiiii* | GAMLAR VOGIR | GAMLAR VOGIR liggja í flest um frystihúsum. Hafið þið nokk urn tíma skoðað þær? Flestar eru ónothæfar vegna ryðs. Með litlum tilkostnaði má laga þess- ar vogir og gera sem nýjar. Hreinsið þær og skiptið um þau stykki, sem ónýt eru. Þá hafið þið vog, sem getur enzt ykkur í nokkur ár, sé hún hirt og um hana hugsað. Ný vog kostar nú 8—9 þús. kr. Búsáhaldalager S.Í.S. (Jón Þór) hefur pantað allmikið af varahlutum í vog- irnar og eru þeir væntanlegir á næstunni. Þá munu umboðs- menn eiga eitthvað af varahlut- um. Ef þið lendið í vandræðum við viðgerðirnar, ættuð þið að hafa samband við Guðbjörn Guðlaugsson í Sjávarafurða- deildinni eða tala við hann, þeg ar hann er á ferð hjá ykkur. (Sjávarafurðadeild SÍS) Þorkell V. Ottesen við setjaravélina. Ályktanir miðstjórnar Framsóknarfl. MIÐSTJÓRN Framsóknar- flokksins telur ekki fært fyrir jafn litla þjóð og íslendinga, sem býr í stóru landi mikilla, ó- notaðra möguleika að gangast undir samstjórn í einu eða öðru formi í veigamiklum þátt- um atvinnu- og efnahagsmála með háþróuðum iðnaðarstór- veldum í Efnahagsbandalagi Evrópu. Álítur miðstjórnin nú þegar ljóst, að full aðild íslend- inga að Efnahagsbandalaginu komi ekki til gréina. Miðstjórnin telur á hinn bóg- inn mikla nauðsyn, að íslend- ingar geti aukið viðskiptaleg og menningarleg samskipti við þjóðir Vestur-Evrópu og leggur því áherzlu á, að gaumgæfilega sé athugað, hvort sú leið henti ekki íslendingum að tengjast Efnahagsbandalaginu með sér- stökum samningum um gagn- kvæm réttindi í tolla- og við- skiptamálum. Miðstjórnin lýsir yfir því, að hún telur það meðal grundvall- aratriða í þessu máli, að útlend- ingum verði ekki veittur neinn réttur til afnota af íslenzkri fisk veiðilandhelgi og ennfremur, að það verði hverju sinni á valdi ísléndinga sjálfra, bvort og þá með hvaða skilyrðum erlendum aðilum yrði leyft að reka at- vinnu, eiga eignir eða leita sér atvinnu á íslandi. Bendir mið- stjórnin á, að í þessum efnum getur aldrei orðið um raunveru lega gagnkvæm réttindi að ræða, Miðstjórnin telur brýna nauð syn bera til þess, að hvert skref, sem stigið er í þessum málum, sé gaumgæfilega athug- að, þar sem hér er um að ræða ákvarðanir, sem geta varðað alla framtíð. Ennfremur að leit- azt verði við að ná sem víðtæk- ustu samkomulagi innanlands um meðferð málsins og allar að gerðir, og telur ófært að lítill meirihluti þings og þjóðar taki bindandi ákvarðanir um þessi efni. Lýsir miðstjórnin því áliti sínu, að flokksstjórnin hafi far- ið rétt að í sumar, þegar hún beitti sér fyrir því við ríkis- stjórnina, að fram færi sameig- inleg athugun málsins strax á fyrsta stigi þess hér á landi. Miðstjórnin telur rétt að bíða átekta unz betur skýrast við- horfin, og nota tímann til að rannsaka sem nánast, hverjar afleiðingar hugsanlegar ákvarð anir í málinu myndu hafa fyrir atvinnuvegi íslendinga, efnahag og þjóðlíf allt. Aðalfundur miðstjórnar Fram sóknarflokksins í febrúar 1962 ályktar eftirfarandi: I. Miðstjórn Framsóknarflokks- ins lítur svo á, að samsteypu- stjórn Sjálfstæðisflokksins og Alþýðuflokksins, sem telja má að staðið hafi síðustu þrjú ár, hafi með stefnu sinni og ráð- stöfunum ýmiskonar, raskað grundvelli þeirrar sigursælu framfarabaráttu, sem þióðin hafði skipað sér til og háð á síð- ustu áratugum. II. Stjórnarflokkarnir vilja hins vegar umfram allt umhverfa sögunni þannig með áróðri sín- um, að því verði trúað, að þeir hafi tekið við þjóðarbúinu í rústum í árslokin 1958 og reyna samdrátt framkvæmda með þvingunarráðstöfunum í efna- hagsmálum, stórfellda dýrtíð með því að afsaka gerðir sínar og kjaraskerðingu hjá almenn- ingi. Allir vita, sem með málunum hafa fylgzt, að í árslok 1958 var mikill greiðsluafgangur hjá rík issjóði. Gjaldeyrisstaðan hjá bönkunum jákvæð og hafði batnað verulega á árinu, og heildarskuldir þjóðarinnar mun minni erlendis þá en í árslok 1961, framleiðslan mikil, upp- bygging atvinnuveganna í hröð um vexti. Atvinnulíf með meiri blóma en nokkru sinni áður til sjávar og sveita um allt land. Landhelgin var færð út í 12 mílur og betri aflabrögð þar með tryggð við strendur lands- ins. Gerðar margháttaðar ráð- stafanir til að útvega meira af nýjum atvinnutækjum. Búið að undirbúa hóflega lánsfjáröflun erlendis vegna aðkallandi, heil- brigðra framfara. Mikill og heil brigður athafnahugur risinn hjá almenningi. Lífskjör og afkoma fólks allt önnur og betri en nú. in,- Það olli á hinn bóginn stjórn- arslitum 1958, að ógerlegt reynd ist með öllu að fá samkomulag um, að fallið yrði frá víxlverk- un vísitölunnar að vissu marki. Að óbreyttu því fyrirkomulagi var velmegunin í hættu vegna fyrirsjáanlegrar og stórfelldrar dýrtíðarsveiflu á næsta leiti. Hægt var að koma í veg fyrir þessa hættu með því skv. til- lögu Framsóknarmanna að láta ekki vísitöluskrúfuna verka að fullu og halda kaupmætti launa eins og hann var í október 1958, því kaupmátturinn var — og er — það sem meginmáli skiptir. En samstarfsmennirnir skildu ekki sinn vitjunartíma. IV. Með kjördæmabyltingunni 1959 undirbjuggu stjómarflokk arnir — með aðstoð Alþýðu- bandalagsins — aðstöðu sína til þeirrar stefnubreytingar, sem þeir hafa ástundað í stjórn landsins síðan, og einkennist m. a. af því: að leita jafnvægis í viðskiptum út á við með því að draga einhliða úr neyzlu og framkvæmdum almennings með aukinni dýrtíð (gengis- lækkanir tvisvar, söluskattar neyzlutollar o. s. frv.), en halda kaupgjaldi og afurðaverði niðri og gera erfiðara að ná í fjár- magn til framkvæmda og fram leiðslu (frysting sparifjár, vaxtahækkun, samdráttur af- urðalána, stytting fjárfestingar lána o. s. frv.). Gagnvart nauðsynjamálum landsbyggðarinnar hefur ríkt sérstakt tómlæti, samfara spari- fjárflutningi þaðan með yald- boði, afsali réttinda í landhelg- ismálinu, minnkandi stuðningi ríkisins við uppbyggingu land- búnaðar og sjávarútvegs. Þessi stefna hefur reynzt auðmjúk gagnvart erlendu valdi, en harðdræg heima fyrir, og þó hlutdræg, af því að hún hyllir sjónarmið afturhalds „hinna gömlu og góðu daga“, og vill endurheimta þá daga með þjóðfélag ríkra og fátækra. Hún stórhækkar álögur með neyzlusköttum í formi sölu- skatta, en lækkar tolla á lúxus- vörum — og lamar framleiðslu mátt þjóðarinnar. Þegar verkamenn og vinnu- veitendur sömdu um hóflega og sanngjarna kauphækkun, greip ríkisstjórnin tækifærið til að fella á ný gengi íslenzkrar krónu, án efnahagslegra raka, til þess að drýgja álögur sínar og láta launþegasamtökin kenna á valdi sínu. Kaupmáttur launa er nú miklu minni en hann var 1958 og engin dæmi úr framfarasögu síðustu áratuga um slíkan aftur kipp. Til dæmis um þá dýrtíð, sem þjakar framkvæmdalífið, er: 1) 360 rúmmetra íbúð kostar nú á annað hundrað þús. kr. meira en í október 1958. 2) Vei*ð helztu landbúnaðar- véla hefur hér um bil tvöfald- azt síðan haustið 1958. 3) Byggingarkostnaður skipa og báta hefur á sama tíma ‘hækk að um 70—100%. V. Þau þrjú ár, sem stjórn Sjálf stæðisflokksins og Alþýðu- flokksins hefur setið að völdum, hefur stjórnarfarið lagzt á fram tak almennings sem lamandi hönd. Á móti samdrættinum af völdum stjórnarstefnunnar hef ur enn sem komið er verkað til mikilla áhrifa skriður sá, er kominn var á framfarir, þegar stjórn þessi hófst, svo og góð- æri frá náttúrunnar hendi. Fisk göngur, vegna útfærslu land- helginnar, hafa verið meiri en sögur fara af áður, og veiði- tækni fullkomnari. Ræktun síð ustu framtaksáranna hefur ver- ið að koma í not í sveitunum, einnig bústofnsuppeldi frá þeim árum og tækjaöflun. í sjávar- byggðum búa menn sömuleiðis að þeirri uppbyggingu, sem orð in var, áður en stefnunni var breytt. Hins vegar er nú ástandið orðið þannig, að nýrri kynslóð er gert illkleift að koma fótum undir sig við framleiðslu eða reisa sér íbúðir og þegar svo er komið, er alvarleg hætta í að- sigi og afturför þegar komin til sögunnar. VI. Eigi íslenzka þjóðin að geta orðið langlíf í landi sínu og dafn að, neytt krafta sinna og unað hag sínum, verður hún hið fyrsta að brjóta af sér fjötra þeirrar aftuiihalds- og samdrátt arstefnu, sem nú er fylgt af stjórnarvöldum landsins. Þjóðin þarf með festu og djörfung að gæta hagsmuna (Framhald á bls. 7) Ingólfur GuSmundsson KVEÐJA Fæddur 23. júlí 1897. Dáinn 13. febrúar 1962. „Fótspor dauðans fljótt er stigið.“ Þessar Ijóðlínur komu mér í hug, er ég frétti lát vinar míns, Ingólfs. Hann hafði að vísu leg ið í sjúkrahúsi nokkuð undan- farið, og heimsótti ég hann þar fyrir stuttu og virtist hann þá talsvert hress. En eigi hafði hann dvalið lengi heima, þá nýkominn af sjúkrahúsinu, er hann varð bi'áðkvaddur. Ingólfur var fæddur 23. júlí 1897 hér á Akureyri. Foreldrar hans voru Guðmundur Jórisson Seyðfjörð, ættaður af Seyðis- firði, og Guðbjörg S. Steingríms dóttir, ættuð úr Svarfaðardal og voru synir þeirra þrír, er upp komust, Jón, lézt árið 1921, Ingólfur, sem hér um greinir, og Steingrímur, sem. bú- settur er hér í bæ. Guð- mundur, faðir þeirra, var einna-; fyrstur til að hefja smásíldv-eið--■< ar í lagnet hér á Eyjafirði ogu voru þeir Jón og Ipgólfur" með honum við þær ■ veið- •• ar og fleiri skyld störf yfir vet-- ■ urinn og oft var veitt upp um'' ís á firðinum en Ingólfur-var hraustmenni og beit því lítf á hann. Einnig var Ingólfur riökk ur sumur á síldveiðum á skip- um fyrir Norðurlandi. Á fjórða áratug var hann starísmaður við Frystihús KEA á Oddeyr- artanga og reyndist ihann þar trúr verkmaður, enda hjálpsam ur hvar sem hann kom því við, AUMINGJA ÞORRATUNGLIÐ ÉG LEIT út um gluggann klukkan liðlega 7 í morgun og varð litið upp til Súlna að vanda. Þegar þær eru bjartar og hreinar að morgni, lyftist hugur minn og verður einnig bjartur og hreinn. Og nú bar þær við himin, ofurlítið velktar á barmi eftir hlýviðrið. En hvað var þetta á hátoppi þeirra? Höfðu þær stungið fjöður í hatt sinn til fegurðarauka? Bleikgrár bjarmi og ólöguleg ur varpaði daufum blæ í ’há- topp Súlnaí eins og kveikt hefði þar verið dauft Ijós. Var farið að loga uppúr Súlum? Ég horfði forviða á þetta stundarkorn. Smámsaman varð mér ljóst, að þetta var efri hluti Þorratungls- ins í síðasta kv., vesalings bleik ur og þreytulegur hálfmáni. Og nú hvarí hann niður á bak við Súlur! — Var hann að fela sig! Ég hafði aldrei séð hann svona lágt á lofti! Nú kom hann útundan fjalls- öxlinni og lækkaði enn flugið, unz hann hvarf niður í Glei'ár- lalinn! — Þetta var mér nýstár leg sjón. — Aumingja landflótta förumaður! — Er það nokkur furða, þótt hann feli sig um hríð í friðsælum Glerárdal á flóttanum undan geimtíkum og eldvörpum úr austri og vestri! — En vertu viss: Dýrt mun hann selja frelsi sitt, áður en lýkur! ... .Að þremur dögum liðn- um er Þorratunglið lægst á lofti. Og þá áræðir Góutunglið að gægjast upp að fjallabaki! v. NYTT KEN SIN GTON-HNE YKSLI Fyrir nokkrum árum var stol ið í Englandi steini, sem kennd ur var við Kensington í Skot- landi, það var krýningarsteinn brezka þjóðhöfðingjans, sem geymdur var í Westminster Abbey. Skotar telja sig rétta eigendur að þessum steini og voru því hlynntir, að steinninn kæmist til síns föðurlands, og létu stela honum að verðinum viðstöddum. Nú hefur verið stolið á Akur- eyri, höfuðborg Norðurlands, steini, er ekki gefur eftir hin- um skozka. Þessi steinn var ekki krýningarsteinn, heldur verndargripur fyrir húsið Laxa gata 3 B og búendur þess. Þessi steinn átti merkilega sögu eins og sá skozki, hann var að upp- runa af Mollhaugahálsi, og er frekari skýring óþörf. Sigfús EMasson hefur gert Hálsinn ódauðlegan með snilld- arkvæði er inniheldur svo sem: Manstu á Moldhaugahálsi er meyjuna vildi ég kyssa o. s. frv. Það síðasta, sem vitað er um steininn, er að hann sást á sín- um stað kl. 21.30 að kvöldi þess 22. febrúar á árinu 1962, og var þá andspænis framhjóli á bif- reiðinni A 407. Á sama tíma var mikið um að vera í fyrrverandi kirkju Aðventista á Laxagötu 5 í borginni. Eftir hvarf steinsins, sneri ég mér til lögreglunnar í borginni, en að mínu áliti voru undir- tektir ekki sem æskilegastar. Mér var tjáð, að vera kynni að ég yrði fundinn sekur fyrir að hafa steininn þama. En eftir að hafa kynnt mér samþykktir borgarinnar undanfarin 43 ár, þá var ég ekki fús til að viður- kenna að gripdeildir og yfir- gangur hvers konar gæti sam- rýmzt þeim. Eg sný mér því til alheimslögreglunnar Interpol, enda þótt að hennar starf sé að- allega við eiturlyf. Líka var ég þýfgaður um hvort ég væri réttur eigandi að steininum, og taldi ég mig vera það. Verður svo beðið eftir árangri af nið- urstöðum þessara rannsókna og geta þau ekki orðið nema é einn veg, fullkomin uppreisn, af að rísa og ljóstra upp. E. J. svo viðbrugðið var. Ingólfur hélt dagbækur frá unga aldri og skráði hann jafrian þar sín hugð arefni m. a. um síldar- og fisk- afla og það sem gerðist í kring- um hann, enda athugull og vel gefinn. Fiskifræðingur einn frétti um þetta starf Ingólfs og fékk lánaðar bækur hans og kvað fiskifræðingurinn þetta um þann fróðleik er hann vant- aði um fiskveiðar hér innfjarðar og hlaut hann viðurkenningu fyrir. Ingólfur kvæntist eftirlifandi eiginkonu sinni, Ingibjörgu Hall dórsdóttur, árið 1925 og bjuggu þau allan sinn búskap að Strand götu 25 b hér í bæ. Þau eign- uðust tvær dætur, Margréti og Sigurlaugu. Einnig ólu þau upp, sem sína dóttur, Ástu, systur- dóttur Ingibjargar. Irigólfur var mikill trúmaður og fylgdist vel með allri kristilegri starfsemi hér í bænum. Ég, sem rita þessi fáu orð, átti því láni að fagna að vinna með Ingólfi um nokkurra ára skeið, og var gott með honum að vera, jafn drenglyndum og gætnum manni sem hann var og mun ég ætíð minnast hans sem bezta drengs og ágæts vin- ar. Hið snögga fráfall hans var mér því sár harmur, svo óvænt sem það kom. Að síðustu votta ég konu hans og ættingjum mína beztu samúð. Þér, vinur, færi ég mínar beztu þakkir fyrir samveru- stundirnar, vináttuna og tryggð ina og allt gott á liðnum dögum. Friður Guðs sé með þér. Þorsteinn Hallfreðsson. HAPPDRÆTTI KFUM EFTIRTALIN nr., útdregin á skrifstofu bæjarfógeta fimmtu- daginn 15. febrúar, hlutu vinn- ing: Nr. 1000: Kvikmyndatöku- vél. — Nr. 977: Hárþurrka. — Nr. 510: Flugfar til Oslo (báðar leiðir). Allir miðar seldust, og þakka félögin velvild og góðar viðtök- ur. Vinningsmiðar hafa komið fram. (Birt án ábyrgðar).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.