Dagur - 28.03.1962, Side 5

Dagur - 28.03.1962, Side 5
4 .....■.."""""-----------......—-.ii., Daguk „BÆTT GJALDEYRISSTAÐA“ VIÐ HÖFUM löngum búið við nokkra gjaldeyrisörðugleika, aðeins mismunandi mikla, allt írá þeim tíma að síðari heims- styrjöldin skolaði digrum gjaldeyrissjóð- um á fjörur landsmanna og þeim hafði verið eytt. En það gerðist svo áð segja samtímis. Vegna einhæfrar framleiðslu í landinu þarf fleira að kaupa frá öðruin löndum en annars staðar þekkist, og vegna þess hve langt við vorum á eftir í hvcrs kon- ar uppbyggingu, þurfti mikil átök að gera á skömmum tíma. Hvort tveggja heimtaði allan gjaldeyri og meira til. Gjaldcyrissjóðum var ekki safnað'. Hvort uppbyggingin var of ör, er erfitt að full- yrða nákvæmlega. Þó er tvennt alveg víst: Lífskjör manna urðu bæði jöfn og góð, og fyllilega sambærileg við flestar nágrannaþjóðirnar, og það var auðveld- ara að standa í skilum gagnvart erlend- um lánardrottnum þótt skuldir hefðu vaxið, en það var fyrir 10 árum síðan, svo ekki sé farið lengra aftur í tímann. Og liver vildi í raun og vcru ciga eftir að skapa þá uppbyggingu atvinnuveg- anna og þær alhliða framfarir, sem orðið höfðu á hinu öra þróunarskeiði fram til ársins 1958—1959, er þáttaskil urðu? Á hinu misheppnaða „viðreisnartíma- bili“ núverandi íhaldsstjórnar er mjög gumað síðustu vikurnar af yfirliti Seðla- bankans, sem birt var í blöðum og út- varpi og sýndi tölulega bætta gjaldeyr- isstöðu bankanna og var sctt fram ein- hliða og á skrumkenndan liátt eins og væri verið að auglýsa nýja tegund af sápu. Hagfræðideild Seðlabankans segir í Fjármálatíðindum, 3. hefti 1961, að í árslok 1958 (í lok vinstristjómartíma- bilsins) hafi hrein gjaldeyriseign bank amia verið 228 milljónir króna, miðáð við núverandi gengi. En um siðustu áramót var hrein gjaldeyriseign bank- anna 526 milljónir króna, eða nær 300 milljónum króna mcira. En Iausaskuld ir erlendis, sem einstökum mönnum var veitt að taka, en þekktust alls ekki áður, námu við síðustu áramót tæpurn 300 milljónmn króna. Lausaskuldirnar vega því upp á móti gjaldeyrisaukning unni og útkoman er sú, að í þessu efni hefur ekki orðið nein framför. Og jafnframt þessu hafa svo erlend lán til Iengri tíma verið tekin, svo mörg hundr uðum milljóna skiptir. „Gjaldeyrisstaðan var í rústum í Iok vinstristjórnartímabilsins“, segja stjórn- arblöðin, alveg blygðunarlaust, og hafa sagt undanfarin ár við hvert tækifæri. Gjaldeyrisstaðan nú er þó mjög lík og ekki betri, eins og að framan er sýnt, og þegar litið er á gjaldeyrisstöðu landsins í heild. Og auðvitað er það sú heildarnið urstaða, sem máli skiptir þegar talað er um gjaldeyrismálin. Skrumið í auglýsingu Seðlabankans, sem nú er mest á lofti haldið, fellur því um sjálft sig. Hið ískyggilegasta við fjármálastefn- una er að sjálfsögðu það, að þrátt fyrir hinn ahncnna samdrátt verklcgra fram- kvæmda, skuli gjaldeyrisstaðan ekki hafa batnað. Á næstu árum mun þessi sam- dráttur segja alvarlega til sín x minni framleiðsluaukningu, húsnæðisvandræð- um og fleiri einkennum ,viðreisnarinnar‘. v---------------------------------J FERÐ UM LANGANES Eins og áður getur hefur bónd inn hér á hendi vitavarðarstarf og veðurþjónustu. Er vitavarzl an erfið, því 12—15 km eru út að vitanum, og vegleysu að fara. Ekki er þó starf þetta hátt launað og mætti betur vera. Auk þessa hefur Björn svolít- inn búskap, 50 kindur og eina kú. Einnig hefur hann nokkrar tekjur af rekanum, en ekki er erfiðislaust að nytja hann, því alls staðar er sæbraLt og víðast björg, og því ekki hægt um vik um björgun trjáviðarins. Hér var mér mjög vel tekið, enda gestkomur hér fátíðar. Leggja fáir leið sína hér út nes ið, nema pósturinn, en hann kemur hingað vikulega. Daginn eftir var þægilegt veð ur, norðvestan gola og loft skýj að. Þennan dag ætlaði ég út á yzta odda nessins, sem kallast Fontur, þar út frá er vitinn. Þangað eru, eins og áður segir, 12—15 km eftir því hvort farið er beint eða með sjónum. Upp úr hádeginu lagði ég af stað. Þegar kemur út fyrir vík- ina, taka við björg með sjónum og eru þau óslitið kring nesið, allt suður að Skálum að aust- an. Mjög er hér grýtt yfir að líta, virðist það nánar eingöngu grátt grjót, en alls staðar leyn- ist ýmislegur smágróður innan um grjótið, fær hann þar skjól og hlýju. Þeir sem líta yfir þetta land í fljótheitum, mundu flest ir kalla það svo til gróðurlaust. Það mun því koma mörgum á óvart hvílík fjölbreytni í gróðri er þarna í raun og veru. Fyrir nokkrum árum var Helgi Jón- asson grasafræðingur frá Gvend arstöðum hér á ferð. Taldi hann sig hafa fundið milli 50 og 60 jurtategundir á nesinu utan við Skoruvík. Enda sagði Björn í Skoruvík og fleiri Langnesing- ar mér að fé, sem kæmist upp á að vera þarna, vildi ekki annars staðar vera. Nú hefur Björn girt yfir nesið austur að Skál-" um, og hefur fé sitt allt árið ut an við girðinguna, hefur hann haft 16—17 kg meðalvigt á dilk um og talar það áínu máli. Er ég var á leiðinni út að vit anum, fór að hvessa af norð- vestri og rífa upp þokubakka, og skellti þokunni yfir um það bil sem ég var að koma út að vitanum. Viti þessi var byggður sum- arið 1950, er hann úv stein- steypu, og var efnið flutt frá Skálum. Er hann þriðji vitinn í röðinni, sem þarna er byggð- ur. Fyrst var sett hér upp Ijós- ker 1907, en nokkrym árum seinna var byggður hér viti úr timbri, á járngrind, stóð hann þar til 1950, að þessi viti var byggður. Vitinn stendur nyrzt á nes- oddanum, er nesið þar mjög mjótt, varla yfir 200 m, og eru rúmlega 50 m há björg á þrjá vegu. Er þar fullt af bjargfugli. Eins og áður segir, var nú komin þoka, og gafst mér því ekki að njóta hins víða og fagra útsýnis, sem hér er í björtu veðri, ekki var þokan þó dimmri en það, að vel sá niður á sjóinn. Langanesröst lét nú ekkert á sér bæra, og gat ég alls ekki séð fyrir henni. Mun hafa staðið þannig á straumum og vindi í þetta sinn, annars er hún oft allúfin, eins og kunnugt er. Tveir bátar voru þarna skammt undan nesinu, virtust þeir vera á handfæraveiðum. Eftir að hafa stoppað hjá vit- anum ca. hálfa klukkustund og neytt nestis, sem ég hafði frá Skoruvík, lagði ég af stað aftur til baka inneftir, fór ég nú inn með nesinu að austanverðu, og var helzt ætlan mín að fara alla leið inn að Skálum, og svo það- an yfir að Skoruvík, því ég ætl aði að gista þar aftur næstu nótt. Þokuna hafði nú dimmt allmikið, en aftur á móti hafði kyrrt töluvert, og var veðrið því öllu betra. Sólskríkjan söng fullum hálsi, svo ég var bjart- sýnn á að þokunni mundi létta aftur er á daginn liði. Er ég hafði gengið um lVz ANNAR HLUTI kl.st., fóru bjargabrúnirnar að verða algrónar, og skömmu síð ar fóru að koma brekkuhöll og smá móar, allt gróið, var það ó- líkt land eða norðan á nesinu, þar sem allt var grýtt. Átti ég þó eftir að kynnast því betur, hver munur er á gróðurfari norðan.og austan á nesinu. Um þessar mundir fór að glaðna til aftur, og litlu síðar sá til sólar, rættist þannig spá sól- skríkjunnar, jafnvel fyrr en ég bjóst við. Eins og ég gat um áður, var ég að hugsa um að fara alla leið inn að Skálum. Nú þóttist ég sjá, að það mundi vera allmikill krókur, og með því að það var í leiðinni fyrir mig næsta dag, að koma þar við, þá hætti ég nú við það, og beygði af leið norð- HINN 26. febrúar síðastliðinn var til moldar borin Sigríður Guðbjörg Jóhannsdóttir, kona Jóhanns Steinssonar smiðs. Undiritaðan langar með nokkrum orðum að votta eftir- lifandi eiginmanni hennar, dætr um og ættingjum dýpstu sam- úð. Einnig vil ég fyrir hönd drengjaheimilisins við Ástjörn þakka henni þann mikla og góða skerf, sem hún lagði fram. Þótt þrek hennar og heilsa væri ekki mikil síðustu árin, þá var hún samt ávallt reiðubúin til að hjálpa. Hið mikla og kærleiks- ríka starf, er hún vann á meðal drengjanna mun ekki gleymast, og vil ég fyrir hönd þeirra mörgu drengja, sem nutu þjón ustu hennar, færa hjartans þakkir. ur yfir nesið, heim að Skoruvík. Á þeirri leið sá ég töluvert gró ið land, brekkuhöll og smá móa. Heim að Skoruvík kom ég kl. 7. Um kvöldið var veður fagurt og útsýnið til hafsins bjart og vítt. Morguninn eftir var skafheið ríkt veður og hélzt svo allan dag inn, var lítilsháttar gola öðru hvoru, en logn á milli, varð mjög heitt þegar kom fram á daginn. Kl. tæplega 12 kvaddi ég þetta góða fólk, sem hafði sýnt mér svo mikla gestrisni. Það býr hér mjög einangrað, á ein- um afskekktasta skika landsins og gegnir, við erfið skilyrði, þýðingarmiklu hlutverki í þágu menningar og öryggis. Hér eru hinar gömlu dyggðir, vinnu- semi, þrautseigja og nægjusemi enn í heiðri hafðar, og öllum kröfum stillt í hóf, nema þá helzt til sjálfs sín. Oft hlýtur hér að vera næsta einmanalegt á veturna, þegar norðan bylur- inn geisar og brimið svarrar við ströndina. Þá er hér fátt lifandi á ferð. Með vorinu kemur aftur líf og fjör, þá kemur krían og fjöldi annarra fugla, nóttin verð ur björt og dásamleg og töfrar hins víða útsýnis og ósnortnu náttúru ólýsanlegir. Lagði ég nú leið mína þvert yfir nesið austur að Skálum, því ætlunin var að fara til baka aftur inn nesið að austan. Veg- ur hefur verið ruddur milli bæj anna og fór ég eftir honum. Vestan vegarins liggur dalur, nokkuð breiður, þvert yfir nes Árið 1956 var hafizt handa um byggingu nýs húss að Ás- tjörn, og var Sigríður heitin þar mjög framarlega, t. d. vann hún mikið starf í sambandi við muna- og kaffisölu safnaðarins. Þótt það hefðu verið hennar eig in drengir, sem í hlut áttu, hefði hún ekki getað hugsað bet ur um þá. Skömmu áður en hún kvaddi þennan heim kom ég til hennar. Fann ég þá hversu margir þessara drengja voru henni kærir og eitt af því síð- asta sem hún sagði um þá var: „Blessaðir litlu vinirnir mínir.“ Það er því skarð í þann hóp, sem unni þessu heimili. Þá var ein ósk hennar sú, að ef einhverjir vildu minnast sín, þá minntust þeir Ástjarnar. Sjálf hafði Sigríður heitin stofn að sjóð, sem gegna skyldi sér- stöku hlutverki í sambandi við Ástjörn. Verða minningargjaf- ir, sem eftirleiðis kunna að ber ast, færðar í þennan sjóð. Og þannig mun ósk hennar verða að veruleika, og verður eflaust mörgum til blessunar. Sigríður heitin var mjög gest risin og ávallt tók hún gestum sínum vel. Eg vil persónulega þakka henni allt samstarf bæði í söfnuðinum og þó sérstaklega í sambandi við Ástjörn. Bogi Pélursson. <1111111111111111111111111111111111 tii m 1111111111111 iiiiiiuiiiik í Greinarhöfundur, Stefán Kr. \ | Vigfússon, er frá Lcirhöfn, | I en ekki Raufarhöfn, eins og i 1 sagt var í síðasta blaði. ið, heitir hann Vatnadalur. Er þar mýrlendi með tjörnum og smá vötnum og grösugt að sjá. Um það bil miðleiðis milli bæjanna, þar sem vegurinn ligg ur hæst, er dálítill grasi gróinn hóll með lágum tréki'ossi. Hér undir hvíla bein 11 Englend- inga, sem urðu úti hér á heið- inni, er af því þessi saga: Fyrir mörgum árum siðan, veit ekki nákvæmlega um tím- ann, strandaði að vetrarlagi ensk skúta norðarlega á nesinu, ca. V2 km sunnan við, þar sem vitinn stendur nú. Þarna er, svo sem fyrr segir, 50 m hátt bjarg. Tókst þó mönnunum að kom- ast upp eftir gjá eða rauf, sem þarna er í bjargið, og síðan heit ir Engelska gjá. Þótti það furðu gegna, því gjáin var talin ill kleif. Lögðu þeir nú leið sí.'a austur yfir nesið og inn með því að austan, en er þeim tók að lengja eftir því að finna manna byggð, lögðu þeir vestur á nes- ið, en þraut þá krafta og uvðu úti á þeim stað, þar sem nú hvíla þeir. Þannig er harmsaga þessara manna, sem hvíla hér, langt frá ættlandi sínu og aítt- fólki. Eftir um það bil 45 mínútna gang kom ég að Skálum. Á þess ari öld var hér á tímabili margt um manninn, er talið að þegar flest var, hafi verið hér 150— 200 manns búsettir, og mun fleira á sumrin. Byggð þessi myndaðist í sambandi við út- gerð sem hér reis upp, en þá var um árabil uppgripaafli við Langanes, einkum austanvert, og var því skammt að sækja á miðin frá Skálum, en veiðin stunduð á smábátum. En þegar bátar stækkuðu og urðu vél- knúnir, var hægt að sækja á miðin lengra til, en aðstaða ekki á Skálum fyrir stærri báta, nema þá með allmiklum aðgerð um. Lagðist þá verstöðin hér smátt og smátt niður, þangað til svo var komið nú fyrir nokkr- um árum, að staðurinn lagðist algerlega í auðn. Enn standa hér uppi tvö íbúðarhús, en hálf fallin hús og húsatættur eru um allt, auk margskonar annarra mannvirkja, sem tönn tímans er nú óðum að vinna á. | í LEIÐARA | SÍÐASTA tölublaðs, þar sem rætt er um einmenningskjör- dæmin í Noregi og vitnað í ræðu Bernharðs Stefánssonar á fundi ungra Framsóknarmanna, er ekki rétt eftir haft. Bernharð vitnaði til engilsaxnesku þjóð— anna í sambandi við einmenn- ingskjördæmin. Hins vegar benti hann á, að þótt hlutfalls- kosningar væru í Noregi, þá væri þar heimilt að hafa órað- aða framboðslista og kjósendum sjálfum ætlað að raða mönnun- um á kjördegi, og taldi Bern- harð þetta eftirbreytnisvert í hlutfallskosningum. Leiðréttist þetta hér með um leið og ræðu maðurinn er beðinn velvirðing ar á rangherminu. □ ________________________________f____ Sigríður Guðbjörg Jóhannsdóttir Fædd 19. nóv. 1894 - Dáin 19. febr. 1962 5 .......JÓNAS JÓNSSON FRÁ HRIFLU: .. GLEYMDAR SÖGUHETJUR MORGUNBLAÐSMENN urðu nokkuð miður sín hér á dögun- um, er þeir sáu þess merki, að ungir efnismenn í tveimur helztu menntaskólum landsins voru svo lítt færir í sögu þjóð- arinnar, að þeir báru engin kennsl á tvo þjóðfræga forustu menn hins forna íhaldsflokks, Jón Þorláksson ráðherra og Guðmund Björnsson landlækni. Þótti sennilegt, að tilvonandi borgarar væru hættir að stunda þjóðarsöguna með þeim áhuga, sem einkenndi þjóðlífið, þegar skrifuð voru hér á landi hin frægu fornrit, sem svo rnjög er rætt um nú á dögum. Ekki fór í þessu efni öllu bet ur á bæ Framsóknarmanna þeg ar liðsoddar kaupfélaganna vildu halda hátíðlegt afmæli Kaupfélags Þingeyinga og Sam bandsins. Voru þá að vísu birt ar nokkrar myndskreyttar rit- gerðir um leiðtoga kaupfélags- ins á Húsavík, K. E. A. á Akur eyri og S. í. S. í Reykjavík. Söguhetjuvalið var no"kkuð ein hliða, snerist nær eingöngu að minningum um þá menn, sem fara nú með völd í þessum fyrir tækjum, en lítið getið um fyrir rennara þeirra, sem stofnsett hafa þessi öldruðu og virðulegu samvinnufélög. Niður féll með öllu við þetta tækifæri að birta myndir af forstöðumönnum Kaupfélags Þingeyinga þegar það var stofnað, Jóni Sigurðs- syni á Gautlöndum, Pétri, syni hans, og Jakobi Hálfdánarsyni frá Grímsstöðum. Þá féll niður í aðalmálgagni samvinnumanna í Reykjavík að birta mynd af Hallgrími Kristinssyni, sem á þó alltaf nokkurt erindi í minn ingargreinar þegar getið er um K .E. A. á Akureyri og S. í. S. í Reykjavík, að vísu bætti Dag- ur á Akureyri nokkuð úr þess- ari vöntun og minntist Hall- gríms Kristinssonar, en að því er virtist án þess að um þetta hefði verið beðið af forstöðu- mönnum samvinnuhreyfingar- innar. Afmælisgreinar vel skrif aðar um afmæli þessara merku samvinnufyrirtækja hefði átt að geta verið hressandi söguþáttur í lífsbaráttu þjóðarinnar. Sögu- menningin hefur menntað þjóð ina og verið orkugjafi á erfið- um stundum í baráttu við ofur- efli á löngum og myrkum öld- um. Ef ástæða var til að minnast opinberlega og hátíðlega á sögu Kaupfélags Þingeyinga, Kaup- félags Eyfirðinga og Sambands- ins, þá varð að minnast með jafnmikilli gleði starfsafreka nú verandi forustumanna og braut ryðjenda fyrri áratuga. Þar standa margir menn saman að góðu verki, en á síðari árum er svo að sjá, að söguleg iðkun sé lítið látin ná nema til yfirstand andi tíma. Málgögn samvinnu- manna í Reykjavík eru oft myndskreytt og er þá ósjaldan haldið á lofti ágæti og hróðri þeirra húsdýra, sem talið er að hafi mesta þýðingu fyrir af- komu fólks í sveitum landsins. En stundum verður forgöngu- mönnum atvinnumálanna það á, að geta fullmikið og einhliða um framþróun gróðamálanna, en gleyma andanum. Fá ár eru liðin síðan myndar- legt samvinnufélag í góðri sveit á íslandi skipli eftir áramót fjörutíu og fjórum milljónum króna tekjum milli félags- manna. Var þessi fjárhæð öll talin andvirði seldrar búvöru. Vel hafði verið unnið að fram- leiðslustörfum í þessari byggð svo sem annars staðar á land- inu, en vissulega gat það skyggt nokkuð á gleði bænda, er þeir athuguðu, að nálega helmingur teknanna var fenginn sem bú- vöruuppbót í ofanálag á raun- verulegt söluvex'ð vörunnar. Ekki gátu sjómenn, verkamenn í bæjunum eða fastlaunaðir starfsmenn ríkis og bæja hafa lagt frarn þær tuttugu milljónir króna, sem mynduðu þessa upp bót á framleiðsluvörum bænd- anna í þessu héraði. Uppbótin öll kom frá útlöndum, ýmist sem lán eða gjafafé frá velvilj- aðri og athafnamikilli þjóð í fjar lægu landi. Þetta dæmi sýndi ljóslega að íslenzku þjóðinni dugir ekki að líta á skjótfengna sigra sína í peningabaráttu yf- irstandandi tíma eins og grund völl varanlegrar og traustrar fjárhagsafkomu i landinu. Ef ís lendingar litu til baka á spjöld sögunnar, er reynsla Snorra Sturlusonar bónda í Reykholti eftirminnileg, þegar meta skal varanlegt gildi fjárhagslegra og andlegra sigra í landinu. Snorri Sturluson var um langa stund auðugasti maður á íslandi og hinn valdamesti, því að hann var lengi forseti hins foma þjóð veldis og hafði margþætt héraðsvöld. Á þessum tíma átti Snorri mörg bú og stór. Nautahjarðir. hans á sumum bú unum voru stærri heldur en hjarðir nútíma bænda á íslenzk um stórbýlum. Um Snorra má segja, að hann var auðsæll í bezta lagi, enda mun hann hafa litið með nokkru yfirlæti á þau miklu veraldlegu gæði, sem bárust honum í hendur, en ekki var sú frægð og hamingja var- anleg. Ofundsjúkir samferða- menn, frændur, venslamenn og keppinautar unnu saman að því að svipta Snorra lífi og koma eignum hans úr höndum réttra erfingja. Nú mundi Snorra Sturlusonar lítið getið í þjóðar- sögunni fram yfir lítt merka of stopamenn sem voru honum samferða, ef ekki kæmi til greina andleg tómstundavinna hans. Var það starf mikið, þó að því væri lítt á lofti haldið, bæði meðan Snorri lifði og langa stund á eftir fráfall hans. En þegar þau mál voru öll sann gjarnlega athugað, kom í ljós, að Snorri var einna fremstur sinna samlanda um andlega af- burði, og hefur auk þess með einu af ritum sínum, Heims- kringlu, svo að segja stofnsett eitt af myndarlegustu menning arríkjum samtíðarinnar, konung dæmi Norðmanna. Vel veit ég að hinir snjöllu brautryðjendur samvinnumála í Þingeyjarsýslu og Eyjafirði munu hvíla í'ótt í gröfum sín- um, þó að verk þeirra séu van- metin og frægð þeirra lítt á loft haldið, af athafnamiklum fjár- málamönnum, sem halda áfram starfi þeirra. En ef hin andlega hlið þróunarmálanna verður lítt stunduð, getur svo farið, að möi'gum gildum nútíðarmönn- um sortni fyrir augum horfurn- ar í efnahags- og þjóðmálum yfirleitt, ef niður skyldi fella fyr irgreiðslur þær frá öðrum lönd um, sem átt hafa þátt í að skapa óvenjulegt fjáreyðslutímabil á íslandi á þeim aldarfimmtung sem liðinn er síðan ameríski her inn steig hér fæti á land vorið 1941. Vel mega nútíma leiðtog- ar samvinnumanna minnast þess, að afrek þeirra sem stofn- uðu Kaupfélag Þingeyinga, grózka Kaupfélags Eyfirðinga og Sam'bandsins undir stjórn Hallgríms Kristinssonar var jafnan tvíþætt. Annars vegar fjárhagsleg framsóknarbarátta 1 og drengilegt og bjartsýnt hug- sjónalíf um öll mannleg mál, hvar sem á var litið. Vel fer á, þegar íslenzkir sam vinnumenn minnast í sambandi við nýsköpun samvinnumála í Þingeyjarsýslu, Eyjafirði og Reykjavík þess atburðar, þegar auðmaðurinn Björn Kristjáns- son, kaupmaður í Reykjavík, réð}st með blygðunarlausri höi'ku á íslenzku samvinnufélög in 1922. Tilgangur Björns Krist jánssonar var að eyðileggja kaupfélögin fjárhagslega með því að reyna að svipta þau til— trú og trausti félagsmanna. Hall grímur Kristinsson hafði þá for ustu um félagsmál kaupfélag- anna og Sambandsins. Að hans tilhlutun voru lagðar fram töl- ur, sem sönnuðu fjárhagslegan styrk kaupfélaganna þó að hart væri í ári, en ekki þótti Hall- grími nóg að gert að beita tölu- valdinu, heldur kvaddi hann til starfa fimm óvenjulega vel rit- færa samvinnumenn til að skýra málstað kaupfélaganna líka með sögulegum og mann- legum rökum. Snerust vopnin í hendi hins auðuga kaupmanns, þannig að samvinnufélögin urðu styrkari og vinsælli eftir að þess ari orrahríð lauk, heldur en þeg ar sókn andstæðinganna byrj- aði með óvenjulegu yfirlæti. Mun svo jafnan fara þegar á reynir fyrir íslenzkum sam- vinnufélögum, að þau eiga í liði sínu marga þá höfunda, sem standa framarlega í röðum rit- færra manna, og geta 'breytt vörn í góðu máli í sókn gegn óhlífnum andstæðingum. Á- nægjulegt er að geta bent á, að um sama leyti og niður féll hin sjálfsagða skylduvinna núver- andi samvinnuleiðtoga í sam- bandi við afmæli Kaupfélags Þingeyinga og Sambanlsins, þá voru á sömu febrúardögunum birtar fjórar vakningargreinar um samvinnumál, sem báru mjög af því efni, sem hversdags lega er borið á borð í almenn- um umræðum um verzlun og viðskiptamál landsmanna. Jónas Þorbergsson fyrrum útvarps- stjóri ritaði þá á vegum sam- vinnutrygginga frábærlega snjalla ádrepu um hugsjónir og fjármál á framkvæmdum sam- vinnumanna. Sverrir Kristjáns- son sagnfræðingur ritaði á sjálf an afmælisdaginn í Þjóðviljann mjög snjallt yfirlit um fram- göngu Jakobs Hálfdánarsonar við stofnun Kaupfélags Þingey- inga. Væri raunar ástæða til að. leiðtogar samvinnumanna sæktu eftir leyfi höfundarins til I DAG — 22. marz 1962 — er Sveinn á Skeiði í Svarfaðardal áttræður að aldri. Eg man ekki til þess að hans hafi nokkurs staðar verið getið opinberlega, til eins eða neins, hingað til. Og þó hefur Sveinn á Skeiði verið á löngum starfsaldri einn af þörfustu mönnum sveitarinnar. Sveini á Skeiði hefur aldrei verið stefnt fyrir rétt, sakaður um hættulega glæfi'a eða önnur refsiverð afbrot. Hann hefur aldrei átt í brösum vegna hjú- skapar eða barnsfaðernismála. Hann hefur sem sé aldrei kvænzt og ekki verið við konu kenndur. Hann hefur ætið látið sér hægt um miklar lántökur og skuldasöfnun og hvorki hjá opinberum peningastofnunum eða einstökum mönnum. Ilann hefur aldrei sett búfénað sinn á „guð og gaddinn“. Vissl sem var að báðir geta brugðizt í sam bandi við hirðingu búfjár og forðagæzlu. Sveinn á Skeiði vissi að náttúru- og eðlislög ráða veðrum og fara sínu fram hvað sem tautar og raular og sigur mannsins í baráttunni við þau ópersónulegu ægivöld hlaut að vera fólginn í stöðugri gát og hviklausri forsjá, atorku og öðr um vitrænum manndyggðum. Sveinn á Skeiði hefur í engu verið ofnautnamaður, eða vana bundinn þræll viðsjálla hvata. Ekki á glæ kastað eða af hönd- um látið persónufrelsi sitt gegn auvirðisgjaldi. Hann er óskóla- genginn maður bæði til munns að birta þessa grein í tímariti eða blöðum þeirra. Enn bar það til, að Guðmundur Hagalín, skáld, birti í „Heima er bezt“, tímariti Prentverks Odds Björnssonar á Akux-eyri, glæsi- lega lýsingu á landnámi Alberts Finnbogasonar á eyðijöi'ð í Gi'ímsnesi. Er þar ágætlega sagt fi'á fjölhæfni og starfsoi'ku fjöl- skyldu, sem er að skapa glæsi- legt fyi'irmyndabú með andleg- um mætti og vélavinnu á gróð- ui'litlum móum í lítið byggði'i sveit. Mun svo flestum fara, bæði ungum og gömlum lesend um, að þeim hitnar um hjarta- rætur við þá sögu, sem þar er sögð. Síðast en ekki sízt skal þess getið, að einn af hinum heima- menntuðu nemendum Bene- dikts á Auðnum, Páll H. Jóns- (Framhald á bls. 7) og handa. En það eru einmitt mennirnir, er lengst hafa búið að því bezta í frumeðli sínu. Og sízt verið þeiri'i hættu undir- orpnii' að verða vábeiður og vandræðamenn eða siðfei'ðileg- ir öryi-kjai’. Sveinn á Skeiði er einn á lífi og yngstur 10 systkina. Foreldr ar þeirra voru þau hjónin Sig- urður Sigurðsson frá Hreiðars- staðakoti og Sigi'íður Jóhannes ardóttir. Þau bjuggu fyrst á Ski-öflustöðum, þá að Þoi'leifs- stöðurn og síðast og lengst að Auðnum. Sveinn ólst upp hjá foreldrum sínum. Vandist snemma við algeng störf ís- lenzkx-ar alþýðu bæði á sjó og landi. Varð brátt óséi'hlífinn og hið bezta liðtækui', svo og trúr sjálfum sér og öðrum. Fer það oftast saman. Og hjá foreldrum sínum vann Sveinn þar til þau lét uaf búskap. Hóf þá að búa á Auðnum Sigurhjörtur Sig- urðsson bróðir Sveins og þeiri'a systkina hans. Kona Sigui'hjart ar var Kristín Einai’sdóttir, vel gefin kona og merk, enda ætíð hin vinsælasta. Hvarflaði nú Sveinn úr foreldragarði. Gerð- ist vinnumaður um fáein ár en þó lengur lausamaðui'. Vann að landbúnaði á sumrum hér og þar sem kaupamaður og tré- smíði annað veifið. Lengst þess tíma held ég hann ætti þó heim ili á Auðnum og studdi Sigur- hjört bróður sinn í búsetunni er bæði gerðist bai'nmai'gur og heilsuveill. Liðu svo tímar. Árið 1921 setti Sveinn bú á Skeiði. Hafði keypt jörðina litlu fyrr og selt á leigu nokkurn hluta hennar. En að öðru leyti haft þar slægjur og heyöflun fyrir sjálfan sig. Réðust þá til bús með Sveini systur hans tvær, Sigríður og Stefanía. Kunnáttusamar um kvennavei'k og bjai'gfastar um í-eglusemi og ráðdeild svo og trúnað allan. Fylgdi þeim systkinum að Skeiði Sigui'hjörtur bi'óðir þeirra, er þá var orðinn fyrir nokkrum árum ekkjumaður og böi'n hans öll 6 að tölu. Þau (Framhald á bls. 7) Sveinn á Skeiði áflræður

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.