Dagur - 13.04.1962, Blaðsíða 4
4
5
STOFNAÐ TIL VANDRÆÐA
FYRIR þrem mánuðum ritaði Alþýðu-
samband íslands ríkisstjórninni bréf þess
efnis, að það hefði gengið frá ákveðnum
tillögum um kjaramál verkafólks og ósk-
aði viðræðna um þær við ríkisstjórnina.
Eftir þriggja vikna bið hófust þessár um-
ræður. Lokasvar sitt gaf ríkisstjórnin
fyrir nokkrum dögiun. Af því svari þyk-
ir sýnt, enda opinberlega yfir lýst af
hálfu Alþýðusambandsins eða miðstjórn
þess, að viðræðum sé lokið, vegná end-
anlegs svars ríkisstjórnarinnar.
Meginatriði úr kröfum Alþýðusam-
bandsins, sem settar voru fram, sem um-
umræðugrundvöllur og fjölluðu um
kjarabætur án beinna kauphækkana, svo
sem ríkisstjórnin hefur stundum talið sig
fúsa að veita, eru þessar helztar:
Að allir útlánsvextir lækki til jafns
við það, sem þeir voru í árslok 1959 og
vaxtalækkunin til atvinnuveganna geti
komið fram í hækkuðum launum.
Söluskattur og tollar verði fclldir nið-
ur á öllum nauðsynjavörum, en hert á
skattaeftirlitinu.
Aðflutningsgjöld og vátryggingargjöld
verði lækkuð til þess að unnt sé að lækka
vöruverð tilsvarandi.
Tryggt verði samningsfrelsi verkalýðs-
félaganna.
Átta stunda vinnudagur verði lögfest-
ur í þeim atvinnugreinum, sem fært þyk-
ir og yfirvinna takmörkuð, og allt án
kjaraskerðingar.
Ennfremur var krafist, að ríkisstjórnin
tryggði varanleik kjarabótanna, sem
samkomulag kynni að nást um. Fram cr
tekið, að þessar kröfur, ef framkvæmdar
yrðu, væru metnar til jafns við beinar
kauphækkanir.
Fyrir fáum dögum barst svo svar rík-
isstjórnarinnar. Þar er kjarabótum án
kauphækkana algerlega hafnað. Hins
vegar segir ríkisstjórnin að hún muni
mæla með beinum kauphækkunum
hinna lægst launuðu verkamanna við
samtök atvinnurekenda.
Vonir þær, sem Alþýðusambandið
hafði gert sér um einhverjar þær úrbæt-
ur í kjaramálum verkalýðsins í formi
kjarabóta án kauphækkana, af hálfu rík-
isstjórnarinnar, eru þar með að engu
orðnar. Ríkisstjómin hafði þó, a. m. k. í
áróðri blaða sinna er yfir stóðu kosning-
ar í verkalýðsfélögum í vetur, sagt, að
beinlínis væri kosið um kjarabætur án
kauphækkana. En þetta hafa verið blekk-
ingar einar, sem nú er fram komið eins
glögglega og verða má. Ekki er annað
sýnna en að framundan séu hörð átök
um kaupgjaldsmálin, sem leitt geta til
stórfelldra vandræða fyrr en varir. Rík-
isstjórnin hcfur lokað öðrum leiðum til
kjarabóta en verkfallsbaráttunni, og ber
að harma það gæfuleysi. Hinar gífurlegu
kjaraskerðingar undanfarið munu hafa
átt að draga viðnámsþrótt úr verkalýðs-
hreyfingunni, en ekki er líklegt að henni
sé þorrinn þróttur, ef marka má yfirlýs-
ingar hennar.
Kennarar, sem hafa vel skipulögðum
samtökum á að skipa, hafa nú þcgar
beygt ríkisstjórnina og fengið kauphækk-
un, sem nemur um 11%. Þá hefur stjórn-
in einnig látið undan kröfum starfs-
manna ríkis og bæja og viðurkennt samn-
ingsrétt þeirra um kaup og kjör, í stað
einhliða launalaga.
________________________________________J
Ekki
kl
veiaur sa...
Greinargerð frá Útgerðarfélagi Akareyringa h.f.
Vínið er hvorki vont né gott.
En það hefur verið misnotað
ægilegar en flest ef ekki allt
annað. Það hefur eyðilagt gáfur,
hæfileika, atgervi, manndóm,
lífslán og hamingju þúsund-
anna.
Það er því augljóst ógæfuspor
að greiða fyrir samfundum sak-
lausra æskumanna og Bakkus-
ar, en gæfumerki að torvelda þá
samfundi. — Hvað þá að eitra
fyrir æskuna eins og rottur og
tófur.
Mæður og feður, eiginkcnur
og unnustur, systur og bræður,
synir og dætur hafa horft á nán-
■ustu ástvini sína og ættingja
sogast niður í myrka drekking-
arhylji Bakkusar, án þess
nokkrum vörnum væri við kom-
ið. Þess vegna hefur áfengis-
flóðið líka verið fyrirlitið og
hatað, það hefur verið bann-
sungið oa því hefur verið for-
mælt í trylltri angist og ör-
væntingu af heilum herskörum
um heim allan.
Þar sem áfengisbrugg og
sprúttsala fer fram, verður stað-
urinn lítill griðastaður, þangað
dragast vástraumar úr öllum
áttum, en hinn hugljúfi ham-
ingjublær fyrirfinnst þar ekki.
Hér er orsakalögmálið að verki,
óhagganlegt og allsráðandi.
í viðkynningu minni og við-
skiptum við drykkjumenn, hef-
ur mér birzt nýr, ótrúlegur
heimur, þar sem alefling and-
ans og örbyrgð hans skipta
sköpum, þar sem myrkur og
þjáning annars vegar, en ljós og
sigurvissa hins vegar, takast á.
Þegar drykkjutízkan er orðin
að drykkjuæði, þar sem ekki að-
eins tugum manna heldur
hundruðum lendir saman í eina
bendu, eina kös, á hátíðisdög-
um, er málið orðið alvarlegt,
svo að eitthvað verður að gera.
Hér er um að ræða svo stór-
kostlegt verkefni og vandamál,
að allir verða að leggjast á eitt
og taka höndum saman, ef raun-
verulegur árangur á að nást.
Það er ekkert gamanmál þetta,
að „sálin er orðin á eftir“ í þró-
uninni. Kynslóð, sem hefur
skapað sér svo fullkomin vís-
indi, fullkomna tækni og full-
komna skipulagningu, sem raun
ber vitni um, verður einnig að
skapa sér fullkomna sál, ef allt
á ekki að farast, því að eftir
höfðinu dansa limirnir.
Við verðum að horfast í augu
við staðreyndirnar eins og þær
eru, án þess að æðrast eða for-
dæma. í þjóðfélagi okkar er
meira en nóg af háværum að-
finnslum, allt of lítið af sam-
stæðri, verðmætri uppbyggingu.
Margt hörmulegt hefur gerzt og
er að gerast í þessum efnum. En
það verður ekki endurbætt eða
uppbyggt með fyrirlitningu,
ótta eða hörðum ádeilum, held-
ur með samúð og skilningi í
Ijósi beztu vitundar — og að-
stoð þeirra göfgu andlegu afla,
sem við höfum sambönd við.
Lagabálkar, reglugerðir og
stefnuskrár eru óhjákvæmileg
leiðarmerki og farvegir til þess
að halda mannlífinu í eðlilegum
skorðum, en fyrirmælin „þú
skalt“ og „þú skalt ekki“, duga
lítt til þess að byggja upp sterka
skapgerð, heilbrigt hugarfar og
göfugt hjartalag, í þeim efnum
verður að viðhafa allt aðrar að-
ferðir.
Jóhannes Óli Sæmundsson,
námstjóri, skrifar skörulega
grein í „Dag“ 21. marz sl. um á-
fengisvandamálin. Leggur hann
áherzlu á, að fullkomin áfengis-
löggjöf og drengileg fram-
kvæmd hennar, samfara ýtar-
legri fræðslu um skaðsemi of-
drykkjunnar séu ófrávíkjanleg
skilyrði fyrir farsæld þjóðfé-
lagsins, en uppeldi æskunnar sé
þó aðalatriði málsins.
Mig langar að fara nokkrum
orðum um þennan megin
kjarna.
M.aðurinn verður skilyrðis-
laust að hverfa til sjálfs sín,
iimiiumi.
immmmi
Eftir
Olaf Tryggvason
ANNAR HLUTI
immmm
immmmi
rækta sinn innri mann, allir
sem einn og einn sem allir. —
Beita sínum góðu, duldu and-
legu kröftum gegn þeim nei-
kvæðu öflum, sem naga og
skerða rætur hins mikla lífs-
meiðs. Hasla sér völl á vett-
vangi hinnar innhverfu sjálfs-
rannsóknar, sem sameinar ger-
hygli skynseminnar og innsæi
trúarinnar. Fullkomin meðvit-
und um þennan andlega heim
er líka ákjósanlegasta skilyrði
þess að viturleg löggjöf og
drengileg framkvæmd hennar
fái fullkomlega notið sín. Nú er
það tímabil sögunnar að nálg-
ast, að hver einn einstaklingur
verður sjálfur að uppgötva þær
bylgjulengdir hinum megin við
hnefaréttinn og ofbeldishneigð-
ina, þar sem stærstu málin
verða auðveldlegast til lykta
leidd, ef kynslóðin, sem heild
æskir þess. „Hér á andleg og
hagræn nauðsyn tímans sam-
leið.“
Vertu sjálfum þér sannur og
öðrum trúr, eru voldug orð,
frjó og þýðingarrík á okkar
harðhentu, viðsjálu tímum. —
Kenningin um lögmál orsaka og
afleiðinga er byggð á þeim ó-
hagganlega sannleika, að í
reyndinni er hver einstaklingur
sinnar eigin gæfu smiður, hann
dæmir sjálfan sig, launar sér og
refsar. Tvö grundvallaratriði
blasa við hverjum æskumanni,
hverju barni, sem skynheimur-
inn hefur fangað. Þrár hans,
óskadraumar og langanir ann-
ars vegar og hins vegar þær að-
ferðir, sem hann hyggst beita
til þess að fá óskir sínar upp-
fylltar, og þá leitar hann þeirra
aðstæðna skilyrða og aðferða,
sem samræmast bezt þeim hug-
arheimi, sem í upphafi mótaði
vitund hans og markaði stefnu
hans.
Einvera, kyrrð, þögn og til-
beiðsla er tvímælalaust sú að-
staða, — þau lífsskilyrði, sem
bezt hentar þeirri þroskavið-
leitni, sem hér er drepið á. Það
á að kenna hverju einasta barni
að lifa í einveru og þögn —
njóta sín í einverunni, skynja —
greina eilífðareðli sitt í þögn-
inni og uppsprettu lífs síns. Ef
þetta er ekki gert, nær einstakl-
ingurinn aldrei þeim eðlilega
andlega þroska í þessari jarð-
vist, sem hann hefur skilyrði til.
Þögnin — hugkyrrðin er það til-
beiðsluform, sem gefur átaka-
hæfni heilbrigðri bernsku og
æsku mest rými og hagnýtir
andlegt atgervi hennar bezt. Þá
koma þær andlegu eðlis-eigind-
ir í ljós, sem hafa verið duldar
til þessa, ekki fengið tækifæri
til að þroskast.
Trúarbrögðin hafa lengi fjall-
mannsins, þennan eilífðarneista,
að um þennan innsta kjama
misjafnlega skilmerkilega og
misjafnlega viturlega þó. En nú
er svo komið, að nokkrir nú-
tíma sálfræðingar og sálkönnuð-
ir hallast að því, að innsta eðli
allra manna sé eitthvað dýr-
mætt„ heilt og varanlegt. Að ég
— vitundin, innsta sjálfið, sé
sameiginlegt með öllum mönn-
um og sé innsti kjarni hins
sanna bræðralags þeirra. Þessi
vitund sé eilífðareðlis, óbreyt-
anleg og heil. Innst í myrkviði
mannlegs persónuleika - í und-
irdjúpum meðvitundarlífsins er
þessi eilífi andi falinn.
Drykkjutízkan á fyrst og
fremst rætur sínar að rekja til
innra ósjálfstæði. Maðurinn er
óeðlilega og undarlega háður
umhverfi sínu sí og æ, jafnvel
þræll þess. Einlæg sjálfsrann-
sókn — hugkyrrð og hugstjórn,
er auðveldasta leiðin og árang-
ursríkasta aðferðin til þess að
ráða bót á þessu ósjálfstæði.
Það er helgasta skylda hverrar
móður og fyrsta boðorð lífsins,
að beina vitund barnsins og
anda þess að uppsprettu lífs
þess. Tæknin hefur vaxið mönn-
um svo í augum síðastliðna
hálfa öld, að hugir manna hafa
fjarlægst — jafnvel glatað and-
legri uppsprettu sinni, sem
liðnar kynslóðir höfðu lifandi
sambönd við.
Nokkrar mínútur á degi
hverjum kvelds og morgna, sem
helgaðar væi’u hugkyrrð, hug-
stjórn, hugleiðslu og bæn, allt í
anda Krists, myndu skapa
heilla hugarfar, ný lífsviðhorf.
Sjálfstæði bernsku og æsku
taka hærri stefnu, frelsisþráin
verður önnur, koma fram í
nýju vali, verðmætara mati á
möguleikum lífsins — öllum
verðmætum þess.
Reynslan hefu rsýnt, að sam-
stæðir hversdagsmenn hafa
náð góðum árangri í þessum
efnum. Fertugir — jafnvel
fimmtugir menn, sem verið
höfðu ofdrykkjumenn í tugi
ára, hafa reist sig við á fáum
dögum, með þeim aðferðum og
aðgerðum, sem hér er talað um.
Myndi þá ekki léttara að forða
æskumönnum frá helvegum of-
drykkjunnar, ef allir þessir
möguleikar væru fullkomlega
nýttir? Ég held ekkert ævintýri
sé meira heillandi en að leiða
barnið sitt inn í þessi hugsjóna-
lönd, eða verða vini sínum sam-
ferða þangað.
Leitaðu að sjálfum þér og þú
munt finna sjálfan þig. Og þú
munt þekkja sjálfan sig eins og
þú ert í ljósi þíns eilífa eðlis.
Glæddu innra sjálfstæði og
innri frið í einveru og þögn. Það
er boðorð tímans, sem fer í
hönd. Með vaxandi hraða mun
áhugi þinn beinast frá því að
sýnast til þess að vera.
Fjöldi kennara, presta, lækna,
löggæzlumanna, templara og
skáta, — en allt eru þetta leið-
sögumenn — varðmenn á veg-
um úti, — hafa unnið afbragðs-
starf í þágu þessara mála, sömu-
leiðis fjöldi heimila og þjóð-
kunnur kristilegur félagsskap-
ur. Samvinna allra þessara að-
ila þarf að aukast verulega. —
Starfsemi templara og skáta
þyrfti að verða miklu yfirgrips-
meiri en hún er nú, því að eng-
inn efi er á því, TÖ þessi frjálsu
félagssamtök gera ómetanlegt
gagn. (Framhald.)
LEIÐRÉTTING. f fyrri grein
stendur: hremma sál sína. Á að
vera: hremma bráð sína.
MEÐ því að vér höfum orðið
þess áskynja, að allmikið er
rætt manna á milli hér í bæn-
um um sérsamninga við togara-
sjómenn hér á Akureyri og í
þeim umræðum hefur víða gætt
nokkurs misskilnings, þá telj-
um vér ástæðu til þess að greina
frá því, sem gerzt hefur í sam-
bandi við tilraunir til slíkra sér-
samninga.
Á stjórnarfundi í Ú. A. hinn
21. marz sl. var gerð eftirfarandi
bókun:
„Jóhannes Jósefsson óskar
bókað að hann telji rétt að
reyndir séu samningar við Sjó-
mannafélag Akureyrar, ef bæj-
arstj. Akureyrar vildi tryggja,
að skipin kæmust út að fengn-
um slíkum samningum.“
Hinn 23. marz komu fram til-
mæli í bæjarráði, sem hnigu
mjög í sömu átt og ofangreind
bókun. Voru þau tilmæli borin
fram af Jóni Ingimarssyni.
Þá var á stjórnarfundi í Ú. A.
hinn 26. marz gerð bókun, sem
samdægurs var send Sjómanna-
félagi Akureyrar í efti.'farandi
bréfi:
Akureyri, 26. marz 1962.
Sjómannafélag Akureyrar,
hr. form. Tryggvi Helgason,
Akureyri.
Með því að fram hafa komið
raddir, bæði innan stjórnar Ú.A.
hf. og í bæjarráði, um það að
reyna hér á Akureyri sérsamn-
inga í yfirstandandi kjaradeilu
togarasjómanna, var eftirfar-
andi bókun gerð á fundi stjórn-
ar Ú.A. hf. í dag:
„í sambandi við bókun síðasta
stjórnarfundar, annars liðs, var
rætt um möguleika til sérsamn-
inga við Sjómannafélag Akur-
eyrar.
Tryggvi Helgason, sem er for-
maður Sjómannafélagsins var
ekki mættur á síðasta fundi, en
þar var ákveðið að leita eftir því
hjá honum, hvort félagið væri
til viðræðna um sérsamninga.
Var Tryggvi nú spurður að
því, hvert álit hans væri á þess-
um möguleikum. Taldi hann, að
Lögfræði-hnútur
Lífið sjálft leggur stundum
lögfræðingum og dómurum í
hendur allerfiða hnúta til
lausnar, og kemur sér þá illa að
geta ekki beitt aðferð Alexand-
ers og höggvið á hnútinn.
Síðastliðið haust fóru tveir
kunningjar saman á elg-veiðar
í Noregi. Höfðu þeir keypt leyfi
til að skjóta aðeins einn elg. —
Þeir urðu aðskila í skóginum og
skutu sinn elginn hvor, svo að
segja samtímis, án þess að vita
hvor af öðrum. — Hvorn þeirra
ber nú að kæra? Því sannarlega
hafa þeir skotið einum elg of
mikið!
Lögreglufulltrúinn í Gjörvík-
ur-umdæmi hefur úrskurðað á
þennan hátt: Málinu verður að
vísa frá!
eins og sakir stæðu, væru þessir
möguleikar ekki fyrir hendi, en
í kvöld yrði fundur haldinn í
Sjómannafélagi Akureyrar, og
þar mundi mál þetta tekið fyrir.
■ Að þessu svari fengnu lítur
meiri hluti stjórnarinnar svo á,
að fáist ekki jákvætt svar frá
þeim fundi í kvöld, sé ekki
grundvöllur fyrir umræðum um
sérsamninga að svo stöddu."
Eins og bókunin gefur tilefni
til, væntum vér heiðraðs cvars
yðar að loknum fundi þeim, sem
þar um getur.
Virðingarfyllst,
pr. pr. Útgerðarfél. Ak. h.f.
sign.: Gísli Konráðsson.
Daginn eftir, eða 27. marz,
barzt Ú.A. eftii-farandi bréf frá
Sjómannafélaginu:
Akureyri, 27. marz 1962.
Útgerðarfél. Akureyringa hf.,
Akureyri.
Sem svar við bréfi yðar, dags.
26. þ. m., samþykkti Sjómanna-
félag Akureyrar á fundi sínum
í gær eftirfarandi ályktun með
öllum atkvæðum gegn einu:
„Út af bréfi frá stjórn Útgerð-
arfélags Akureyringa hf., dags.
í dag, um möguleika fyrir sér-
samningum um kjör skipverja á
togurunum, samþykkir fundur-
inn eftirfarandi ályktun:
„Útgei-ðarfélag Akureyringa
hf. er meðlimur í stéttarfélagi
togaraeigenda (F.Í.B.) og hefur
þar af leiðandi falið því að fara
með samningamál sín um kjor
togarasjómanna, og á nú eins og
áður fulltrúa í samninganefnd
F.Í.B. Sjómannafélag Akureyr-
ar hefur því ekki átt þess kost
að semja við Ú.A. um kjör tog-
arasjómanna nema í einu tilfelli,
1950, um kjör við karfaveiðar
til vinnslu í verksmiðju, en það
voru engir samningar til þá,
enda ekki kaupdeila yfirstand-
andi, er þeir samningar voru
gerðir.
Sjómannafélag Akureyrar hef-
ur undanfarin 12 ár tekið þátt
að sínu leyti í samningum um
kjör háseta, kyndara og mat-
sveina, með öðrum stéttarfélög-
um sjómanna, sem aðild eiga að
þeim samningum. Sjómannafé-
lögin hafa nú eins og áður und-
irbúið samningana sameigin-
lega, tekið þátt í samningaum-
leitunum í 6—7 mánuði — ár-
angurslaust, og nú síðast, þegar
ekki var annars kostur til að fá
kjör togarasjómanna bætt, hafa
félögin, að undangenginni alls-
herjaratkvæðagreiðslu, tekið
sameiginlega ákvörðun um
vinnustöðvun, og einnig falið
sáttasemjara ríkisins að taka að
sér að leita sátta í deilunni. Mál-
ið er því nú í hans höndum, svo
sem lög mæla fyrir.
Að þessu athuguðu og einnig
því, að stjórn Útgerðarfélagsins
hefur ekki fyrr, á þeim tíma,
sem liðinn er síðan samningun-
um var sagt upp og óskað var
nýrra samninga (sem er nær tvö
og hálft ár), rætt um möguleika
fyrir samningum hér, telur
fundurinn ekki fært að hverfa
nú frá þátttöku í sameiginlegum
samningum með áðurgreindum
stéttarfélögum sjómanna, jem
aðild eiga að togarakjarasamn-
ingum.
Telji sjórn Útgerðarfélags Ak-
ureyringa hf. sér hins vegar
fært að gera ákveðið tilboð um
kjarabætur á togurunum mun
slíkt tilboð verða tekið til af-
greiðslu svo sem efni standa
til.“
Virðingarfyllst,
F.h. Sjómannafél. Akureyrar,
sign.: Tryggvi Helgason,
form.
Af þessu bréfi Sjómannafé-
lagsins varð það ráðið, að félag-
ið sæi sér ekki fært að gera til-
raunir til samninga og varð því
ekki af frekari aðgerðum.
Er þess að vænta, að Akur-
eyringar geti af þessum upplýs-
ingum fengið rétta hugmynd
um það, sem gerzt hefur í mál-
inu, og þar með sé eytt öllum
misskilningi í sambandi við það.
Akureyri, 6. apríl 1962.
pr. pr. Útgerðarfél. Ak. h.f.
Gísli Konráðsson.
Andrés Pétursson.
......."""■ JÓNAS JÓNSSON FRÁ HRIFLU:......
Mikill er lisfaauður Islendinga
NÝLEGA sýndi íslenzka ríkis-
stjórnin allmörg listaverk í Dan-
mörku. Var þar margt eftirtekt-
arverðra mynda, bæði sígildra
og atómverka. Ekki voru á þess-
ari sýningu nein verk eftir þrjá
kunnustu listamenn þjóðarinn-
ar: Einar Jónsson, Gunnlaug
Blöndal og Ríkharð Jónsson.
Víða er þessara þriggja manna
þó getið hér heima, þegar vanda
skal til myndagerðar. Hér skal
minnst með fáum orðum eins
þeirra, Ríkharðs Jónssonar.
Verk hans skipta nú hundruð-
um í söfnum og á heimilum
víða um land. Mörg verk hans
eru steypt í brons á almanna-
færi, þar sem alþjóð kynnist
þeim og metur gildi þeirra ára-
tug eftir áratug. Einn af bezt
menntuðu og víðförulustu
sendimönnum íslendinga í öðr-
um löndum hefur látið svo um
mælt, að Ríkharður og frægur
listamaður Júgóslavíu, muni
vera snjöllustu mannamynda-
mótarar í álfunni. Um Ríkharð
má segja, að margir leiti til
hans. Hér verða nefndir tveir
staðir, þar sem verka hans
munu lengi getið. Fyrst er
Sögusalur Þingeyinga. Hitt er
Háskóli íslands. Sögusalur
Þingeyinga er sérstakt óg nokk-
uð óvenjulegt fyrirtæki, bundið
við einstakt hérað. Hins vegar
sýna verk Ríkharðar, á vegum
Háskólans, varanlégt fylgi hans
og traust margra rpanna við
sömu stofnun i þessum efnum
samfellt fjóra áratugi. í safninu
á Laugum munu nú vera full-
gerðar eða í smíðpm. þrjátíu
myndir af nafnkennduni Þing-
eyingum eftir miðja nítjándu
öld. Þar eru myndir af fjöl-
breyttu leiðtogaliði: Skáldum,
stofnendum Kaupfélags Þing-
eyinga og Sambandsins, sýslu-
mönnum Þingeyinga, samvinnu-
forkólfum, og brautryðjendum í
fjárrækt, iðnaði og fleiri at-
vinnugreinum. í fylkingu skáld-
anna hefst sagan með mynd
Ríkharðar af Bólu-Hjálmari,
sem verður á margan hátt for-
ustuskip í þessum flota. Hjálm-
ar er elztur af sveitaskáldum
héraðsins og öndvegiskappi í
skáldmennt þjóðarinnar.
Margra landskunnra manna
getur í heiðursfylkingu Háskól-
ans, sem lengi munu njóta
VILDI BJARGA.
NÝLEGA átti blaðið tal við mik
inn sígarettureykingamann og
hafnaði hann nú sígarettu en
tók pípu úr vasa sínum.
Hann sagði eftirfarandi: Það
var þannig, að 6 ára strákur,
sem ég á, tók upp á því að fela
fyrir mér sígarettupakka og jafn
vel eyðileggja þá. Eg brást reið
ur við, en ég varð meira en lítið
hissa, þegar drengurinn gaf eft-
irfarandi skýringu: Þú færð
krabba, pabbi minn, ef þú reyk
ir sígarettur. Drengurinn var
ekki hrekkjóttur, heldur var
hann að reyna að bjarga föður
sínum. Þá keypti faðirinn pípu
og tók í alvöru að leggja hlust-
irnar við ábendingum lækn-
anna.
Sígarettureykingar og krabba
mein í lungum var nýlega til
umræðu í brezka þinginu.
Komu þar m. a. fram tillögur
um að gera miklu meiri verð-
mun á píputóbaki og sígarett-
um en nú er, til að minnka
notkun þess síðarnefnda.
Læknaskýrsla, sem lögð vir
fram við þetta tækifæri, þy cir
sterkasta rökstudd árás, sem
fram hefur komið gegn sígar-
ettureykingum, og hefur vakið
heimsathygli
Mikið verðhrun varð í kaup-
höll Lundúna á hlutabréfum í
tóbaksiðnaðinum.
Ekki er of snemmt að taka til
athugunar að gera einhverjar
róttækar ráðstafanir ’ gegn síg-
arettureykingum, á grundvelli
læknavísindanna. Mætti vel
hugsa sér að verðlækkun á reyk
tóbaki eða hækkað verð á síg-
arettum, eða hvort tveggja,
gæti borið mikinn árangur, á-
samt opinberum og almennum
áróðri. Við ættum að taka dreng
inn, sem bjarga vildi föður sín-
um, okkur til fyrirmyndar. □
FERTUG HÚSMÓÐIR.
FALLEGT BÝLI.
ÞEIR, sem aka þjóðveginn, þar
sem hann beygir norður Kinn,
skammt austan við Ljósavatn,
taka eftir bæ á hól einum stutt
ofan viðveginn. Það er nýbýlið
Borgartún, sem hefur verið að
rísa upp á nokkrum árum. —
Byggingarnar hafa lagt undir
sig hólinn, en ræktarlönd
stækkað ört. Þar býr Arnór
Benediktsson frá Barnafelli og
María Indriðadóttir frá Skógum
í Fnjóskadal, kona hans. Bónd-
inn er bílstjóri, sem margir
þekkja og mörgum hefur lið-
sinnt í sinni grein. En húsfreyja
hefur þá annazt börn og bú. —
Nágrannarnir hafa oft séð hana
aka dráttarvélinni, einnig gefa
fénu á garðann og annazt lamb-
fé á vorin.
Ef til vill er saga Boi'gartúns
ekki sérlega merkileg umfram
annarra nýbýla. En gjarnan
mætti sú saga skipa meiri virð-
ingarsess í opinberum frétta-
flutningi en venja er. Söguna
um nýbýlið skilja of fáir og
kunna hana því ekki. Hið opin-
bera býr þann veg að nýbýling-
um að furðu gegnir, að nokkur
maður leggi í það ævintýr að
ganga veg landnemans, enda er
það þrekvirki.
Hinn 23. marz sl. átti húsfreyj-
an í Borgartúni fertugsafmæli
og komu af því tilefni margir
gestir til þeirra hjóna og dvöldu
þar í góðum fagnaði fram eftir
nóttu. Þetta nýja heimili sýndi
höfðingsskap við þessa gesta-
móttöku, enda er konan ættuð
frá Skógum í Fnjóskadal.
Borgartúnshjónin hafa bund-
ið sér stóran bagga, en svo er
að sjá, sem hann sé þeim ekki
of þungur, og að nýbýlastofnun
þeirra ætli að takast með ágæt-
um og er það meira en um
marga verður sagt á þessum
vettvangi. Atorka þeirra og for-
sjálni sýnir, þrátt fyrir allt, að
það er hægt að hefja landnám á
íslandi, stofna til nýrra jarða
og heimila í sveitum landsins.
J.
KÓPURINN^GRÆTUR.
EINS OG fyrr segir, eru marg-
ir selkópar á Akureyráfpolli í
vetur, og hafa margif gaman af
þeim, enda eru þeir gæfir.
Fyrir nokkrum dögum fóru
unglingar með baréfli ínn á
Leirur á kópaveiðar. Lágsjávað
var og kópur einn langt frá sjó.
Drengirnir réðust á hann, en
kópurinn flúði. Barst leikurinn
út eftir sandinum. Allt í einu
sneri kópurinn við, horfði sak-
leysislegum augum á kvalara
sína og grét sáran. Þetta vakti
þó ekki nægilega meðaumkun
drengjanna, sem loks gengu af
honum dauðum. Þetta var Ijótt
verk, of ljótt fyrir sæmileg ung
menni, og hafi þeir skömm fyrir.
Þetta má ekki koma fyrir aftur.
frægðar í liinum velgerðu and-
litsmyndum Ríkharðs Jónsson-
ar. Skulu þá fyrst nefndir fimm
rektorar Háskólans:
Guðm. Magnússon, læknir,
Guðmundur Hannesson, læknir,
Alexandey Jóhannesson, pró-
fessor, Lárus H. Bjarnason, pró-
fessor, Þorkell Jóhannesson,
prófessor.
Þá koma: Guðmundur Björns-
son, landlæknir, Guðjón Samú-
elsson, prófessor, bygginga-
meistari Háskólans, Jón Sig-
urðsson, forseti, stórt brjóstlíkn-
eski í forhöll Háskólans. Stofn-
unin er við hann kennd, Bene-
dikt Þórarinsson, mikill stuðn-
ingsmaður bókasafns Háskól-
ans, Þorvaldur Thoroddsen,
prófessor, Finnur Jónsson, pró-
fessor, stuðningsmaður Háskóla-
bókasafnsins, dr. Charcot,
franskur landkönnunarmaður,
fórst hér við land.
Þá koma tveir heiðursdoktor-
ar Háskólans: Ríkharð Beck og
Stefán Einarsson, báðir prófess-
orar í Vesturheimi.
Þá gerði Ríkharður dánar-
mynd af Einari skáldi Bene-
diktsasyni að beiðni Háskóla-
stjórnarinnar.
Hér er getið örfárra af verk-
um Ríðharðs Jónssonar. Margir
snjallir nútímamálarar voru
ekki beðnir um myndir á
dönsku sýninguna. Listaauður
fslendinga er svo mikil, að af
þeim birgðum má fylla marga
sali. □
LAUSNIN FUNDIN
ÍHALDINU gekk vel að koma
bæði sjávarútvegi og landbún-
aði landsmanna á kreppustig,
þótt það bryti ögn í bága við
fögur loforð og fyrirheit.
„Viðreisnin“ lagði dauða hönd
á þessa atvinnuvegi, svo að ríkið
varð að hlaupa undir bagga,
einkum á þann veg, að lausa-
skuldum var breytt í löng lán
með aðstoð bankanna.
Lánasjóðir landbúnaðarins
ei'u tómir orðnir og gengisfell-
ingartap þeirra ekki bætt. En
íhaldið fann ráð til að leysa
lánaþörfina! Lagður skal skatt-
ur á alla landbúnaðarWam-
leiðslu, hann settur í sjóð, sem
síðan lánar bændum! Þannig er
aðstoð þjóðfélagsins, eftir að
„viðreisnar“-aðgerðirnar eru
búnar að setja helfjötra á
bændastéttina.
Hvers vegna ekki að leysa
lánaþörf húsbyggjenda á sama
hátt: Taka hluta af kaupi þeirra
með lögum, búa til sjóð og lána
þeim aftur!
LEIÐRÉTTING
GUNNAR GUÐMUNDSSON
og Helga Kristjánsdóttir, starfs-
’ fólk á Gefjun, hlutu ekki silfur-
merki SÍS, eins og áður var
sagt. Þórir Björnsson, Gefjun,
hefur 27 ára starfstíma, en ekki
24 ára, eins og ranghermt var í
sama blaði. Leiðréttist þetta hér
með.