Dagur - 13.04.1962, Blaðsíða 7

Dagur - 13.04.1962, Blaðsíða 7
1. ferS, 6. maí; Gönguferð á Kerlingu. 2. ferð, 20. maí: Gönguferð á Strýtu. 3. ferð, 23.—24. júní: Um Reykjaheiði að Þeistareyjum og áfram í Mývatnssveit. 4. ferð, 28. júní til 1. júlí: Um Suður-Dali og kring um Snæ- fellsnes. Heim um Steinadals- heiði. 5. ferð, 24. júní: Austurdalur í- Skagafirði. 6. ferð, 1. júlí: Hraunsvatn í Öxnadal. (Gönguférð.) 7. ferð, 6.—8. júlí: Um Mý- vatnssveit í Hólmatungur og Hljóðakletta. Heim kringum Tjörnes. 8. ferð, 15. júlí: Hólafjall. 9. ferð, 17,—26. júlí: Ferð um Suðurland. Þórsmörk, Land- mannalaugar og fleira. Kaldi- dalur farinn í annarri hvorri leiðinnL 10. ferð, 22. júlí: Bárðardalur um Sellönd í Mývatnssveit. 11. ferð, 29. júlí: Villingadalur 1 Eyjafirðí. 12. ferð, 3.—6. ágúst: Arnar- fell hið mikla. Gist eina nótt í Laugafelli og tvær við Þjórsá. Komið í Jökuldal. Ekið heim um Bárðárdal. 13. ferð, 25.—26. ágúst: Flat- eyjardalur. í Herðubreiðarlindir og að Öskju verður farið um hverja helgi í júlí og ágúst, ef næg þátttaka verður. Ferðanefndina skipa: Björg Ólafsdóttir, formaður, Ingihjörg Björnsdóttir, Hólmfríður Ólafs- dóttir, Halldór Ólafsson og Jón Samúelsson. Néfndin verður með starfsemi sína á skrifstofu félagsins í Skipagötu 12 eins og var í fyrra. Verður nánar auglýst um það í blöðum bæjarins þegar þar að kemur. Nefndin áskilur sér rétt til að breyta tilhögun einstakra ferða, eftir því sem kringumstæður mæla með hverju sinni. Sjóslysasöfnunin 1962: U. M. F. Árroðinn kr. 1000.00, Elfa kr. 100.00, Birna og Guðrún kr. 500, N. N. kr. 50.00, E. A. 9 kr. 100, Anna Björnsdóttir kr. 100:00. Martin G. Förstemann AKUREYRI á von á góðum gesti um páskana. — Þá heldur prófessor Förstemann, organ- meistarinn frægi, tónleika í Ak- ureyrarkirkju. Hann leikur á hið dásamlega orgel kirkjunnar á páskadag og þriðjudaginn 24. apríl, og mun mönnum gefast tækifæri að kynnast miklum listamanni, sem, þótt blindur sé, er organleikari af guðs náð. — Förstemann mun leika stórbrot- in verk hinna mestu meistara á þessum tónleikum, meðal ann- arra verka „Bach, fantasíuna“ eftir Bax Reger, C-dúr, „Toceöt- una, Adagióið og fúguna“ og „Passacaglíuna í C-moll“ eftir Bach. Förstemann varð blindur fjögurra ára gamall. En þess verður ekki vart, er hann leikur á orgelið, að hann hafi ekki fulla sjón. Kona hans, sem einnig er org- anleikari, er hans góði föru- nautur, sem aðstoðar hann við að „registera“ orgelið er hann leikur. Hún er honum ómetan- leg stoð. En sjálfur er hann hinn mesti meistari orgelsins, og vildi ég með þessum fáu orð- um vekja athygli Akureyringa á komu hans þangað. — Gefst hér gott tækifæri að hlusta á einn mesta snilling orgelsins túlka verk meistaranna á bið stór- kostlega orgel Akureyrarkirkju. PáU ísólfsson. - Skíðamót íslands (Framhald af bls. 1) Hlíðarfjall á meðan íslandsmót- ið stendur yfir. í Skíðahótelinu verður heitur matur framreidd- ur kl. 11.30 til 2 og kaffi mun fást á öllum tímum dags, heitar pylsur, gosdrykkir o. fl. Óhætt mun að fullyrða, að það mun gleðja marga bæjar- búa, er þeir leggja leið sína upp í Hlíðarfjall næstu daga, að sjá hið dásamlega skíðaland og njóta þess, ennfremur að sjá, hve Skíðahótelið er að verða myndarlegur staður. En Akur- eyringar verða að gera meira en að fara í bílum upp í Skíða- hótel og kaupa pylsur. Þeir þurfa að sækjá þaiigað „drengi skap og þor“. < , • ‘ Alvara lífsins Ófeigsstöðum, 5. marz. Tíðarfar er hið versta og vegir að tepp- ast og þegar tepptir. Sunnan til í Kinn er enn ófært, einnig í Reykjadal og til Mývatnssveit- ar. Inflúenzan er ekki komin í sveitirnar, nema í Laugar. Vonazt er til, að hey verði nóg, þótt sumarið væri illt og veturinn gjafafrekur. Féð hefur staðið inni frá 23. nóvember. Segja má, að ýmiss konar harð- indi steðji að, svo að menn verða að taka alla hluti með fyllstu alvöru. En það er nú andsk.... hart að þurfa þess í stuttu lífi, sem manni er gef- Arngrímur Eiðsson banaði tófu nýlega, en ofurlítið hefur orðið vart við þann varg undan- farið. r-i AKUREYRARKIRKJA. Mess- að verður næstk. sunnudag kl. 10.30. Ferming. — Sálmar: 372, 594, 590, 648, 591. — B.S. AK.PRESTAKALL. Mánud. 16. apríl kl. 8.30 verður altaris- ganga í Akureyrarkirkju. B.S. — Skírdagur: Messa í Akur- eyrarkirkju kl. 10.30 f. h. — Ferming. Sálmar: 645, 590, 594, 648, 591. P. S. — Föstud. langi: Messað í Ak.kirkju kl. 2 e.h. Sálmar: 156, 159, 174, 484. — Kl. 8.30 e.h. verður alt- arisganga. P. S. — Messa í barnaskólanum Glerárhverfi kl. 2 e. h. Sálmar: 166, 156, 174, 159. B. S. — Páskadagur: Messað í Ak.kirkju kl. 2 e. h. Sálmar: 176,: 187,186,179, B.S. — f Lögmannshlíð kl. 2 e. h. Sálmar: 176, 187, 182, 186. — Strætisvagn fer úr Glerár- hverfi kl. 1.30. P. S. — Annan í páskum: Messa í Ak.kirkju kl. 10.30 f.h. Ferming. Sálmar: 318, 590, 594, 648, 591. P. S. í ORGELSJÓÐ Ak.kirkju kr. 200.00 frá Ó. S. — Beztu þakk- ir. P. S. SJÓSLYSASÖFNUNIN. N. N. kn 700.00; Stefán kr. 200.00; R. S. kr. 100.00; P. S. kr. 150.00. — Beztu þakkir. Birg- ir Snæbjörnsson. SKRIFSTOFA FRAMSÓKN- ARFLOKKSINS (Goðafoss) er opin alla virka. daga. frá kl. 1—7 e.h. — Framsóknarmenn í bæ og héraði! Munið að líta inn á skrifstofuna. IIJÁLPRÆÐISHERINN. Kapt. Lathi með 14 unglinga- strengja-hljóðfæraleikara frá Siglufirði kemur í heimsókn og tekur þátt í eftirfarandi samkomum: Skírdag kL 5 e.h. Fjölskyldusamkoma; kl. 8.30. e.h. Getsemanesamkoma. — Föstud. langa kl. 8.30 e.h. Sam koma. Börnin frá Siglufirði sýna „Krossinn“. — Allir velkomnir. TIL SÖjLU: Rafha-þvottapottur (100 1.). Tækifærisverð. Til sýnis í Raffagnadeifd K.E.A. BARNARÚM með dýnu, til sö!u. Uppl. í síina 2778. TIL SÖLU: Volkswagen 1959. Skipti á ódýrari bíl koma til greina. Gunnar Loftsson, sími 1912. í BÚ Ð Ung, barnlaus hjón óska að taka tveggja herbergja íbúð á leigu. Kaup koma til gTeina. Uppl. veittar í Grænugötu 8, uppi, frá kl. 4 á daginn. FRÁ AMTSBÓKASAFNINU. Safnið verður lokað frá mið- vikudegi 18. apríl til mánu- dags 23. apríl að báðum dög- um meðtöldum. Utlán hefjast aftur þriðjudaginn 24. apríl næstkomandi. BARNASKÓLI AKUREYRAR. heldur ársskemmtun sína nú um næstk. helgi. Sýningar verða kl. 4 og kl. 8 á laugar- dag 14. apríl og kl. 3 og kl. 8 á sunnudag 15. apríl. Sýning- arnar kL 4 og kl. 3 eru eink- um ætlaðar börnum. Ágóðinn rennur í Ferðasjóð skólanna. FRA LEIKSKÓLANUM IÐA- VELLI. — Hægt er að bæta nokkrum börnum 2.—5. ára við í leikskólann. Hann starf- ar áfram í sumar eins og und- anfarin sumur. Upplýsingar í síma 1849. — Stjórnin. SKÍÖALANÐSGANGAN. Síð- ustu forvöð að ljúka Lands- göngunni í dag (laugard.) kl. 3—5 frá íþróttahúsinu eða á hlaupabraut íþróttavallarins og á sunnudag kL 10—12 á sömu stöðum og við íþrótta- húsið kl. 2—5. Oftar verður ekki gengið í bænum. MÓTTEKIÐ frá konu, sem ekki vill láta nafns síns getið, tvær minningagjafir til Félags van- gefinna kr. 5000.00 hvor. — Beztu þakkir fyrir þessar rausnarlegu gjafir. — Jóhann Þorkelsson. ORGELHLJÓMLEIKAR verða í Akureyrarkirkju á páska- dagskvöld. Þar leikur hinn blindi snillingur prófessor Förstemann, og aftur á þriðjudagskvöldið hinn 24. apríl. Prófessor Förstemann er kennari margra hinna yngri orgelleikara, sem þegar hafa getið sér gott orð í þess- ari grein. INGÓLFUR PALSSON, fyrrum bóndi á Uppsölum í Önguls- staðahreppi, nú starfsmaður Plasteinangrunar hf. á Akur- eyri, varð sextugur í gær. — Blaðið árnar honum allra heilla. þættir úr SÖGU ÞJÓÐAR- INNAR. Flutt verður á al- mennum fundi þriðjudaginn ;.j-' 17. apríl kl. 20.30 í Alþýðu- húsinu á vegum Menningar- og friðarsamtaka ísl. kvenna, samfelld dagskrá tekin saman af Bjarna frá Hofteigi: Lang- ferð inn í myrkrið. Fjórar gerðir af RAKVÉLUM LORDSON, sem hefur fimm kamba PHIHPS, tvær gerðir O X F O R D, með henni getur maður rakað sig, hvar sem er og hvenær sem er. VÉLA- OG RAFTÆKJASALAN H.F. Sími 1253 — Akureyri. ÞURRKUÐ EPLI oýkomin Momento HRÍSGRJÓN i pk. (kálfsoðia) Smith’s HRÍSGRJÓN úpk. Smith’s GULAR RAUNIR i pk. Smith’s GRÆNAR BAUNIR í pk. Pama HRÍSMJÖL i pk. White Rose PERLUGRJÓN i pk. Allar teg. af ÞURRKUÐUM ÁVÖXTUM JAFFA APPELSÍNUR DELECIOUS EPLI CÍTRONI R koma um helgina . . NÝLENDUVÖRUDEiLD OG ÚTIBÚIN Þökkum innilega auðsýnda samúð og aðstoð við jarðarför ÖNNU BALDVINSDÓTTUR, Sólvöllura 8, Akureyri. Páll Jónatansson, Gestur Pálsson. Móó'ir mín og tengdamóðir ARNFRÍÐUR SIGURÐARDÓTTIR andaðist í Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri miðviku- daginn 11. apríl. — Jarðaiförin fer fram frá Akureyr- arkirkju miðvikudaginn 18. apríl kl. 1.30 e. h. Sigurður Haxaldsson, Sveinbjörg Pétursdóttir.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.