Dagur - 22.05.1962, Blaðsíða 2

Dagur - 22.05.1962, Blaðsíða 2
2 t Anganiýr og Valgarður Ferðaáætlun sumarið 1962 9.—10. júní: Öskjuferð. Lagt verður af stað frá Akur- eyri laugardaginn 9. júní kl. 9. Ekið í Herðubreiðarlindir og upp að Öskjuhrauni og gerð til- raun til að komast í Ö.skju. Ef tími vinnst til á bakaleiðinni, verður ekið niður með Jökulsa á Fjöllum að vestau og komið við hjá Dettifossi, Hólmatung- um, Hljóðaklettum og í Ásbyrgi. 16.—17. júní: Öskjuferð. Tilhögun hin sama og i næstu ferð á undan. 7.—15. júlí: Vestfjarðaferð. Lagt af stað frá Akureyri kl. 2 síðdegis laugardaginn 7. júlí. Ekið sem leið liggur til Breiða- íjarðar og reynt að eyða einum clegi úti í Brei<5afjarðareyjum. Gengið á Látrabjarg. Ekið til ísafjarðar og helztu staðir skoð- aðii á þeirri leið. 9.—19. ágúst: Suðurlandsferð. Lagt af stað frá Akureyri fimmtudaginn 9. ágúst kl. 2 síð- degis. Ekið um Hólafjall og gist í Laugafelli fyrstu nóttina. Síð- an ekið suður Sprengisand suð- ur á land, austur að Lómagnúp, - Fundur B-listans (Framhald af bls. 5.) máls. Hann sagðist stnndnni vera spurður að |n í, hvers vegna hann væri Framsóknarmaður. Því sagð- ist hann svara þannig: Það er af því að óg cr samvinnumaður, og rædtfi síffan starfsemi samvinnu- hreyfingarinnar og lieilladrjúg á- hrif þcirrar stefnu bæffi hér á landi og erlendis. Samvinnuhréyf- ingin er jjað afl í veröldinni, sem mestu gófftt getur komiff til leiff- ar, sagði ræffumaffur. Hann sagff- ist vilja h'sa sérstakri ánægju yfir því,' aff Framsóknarílokkurinn nyti trausts vaxandi fjölda ungs fólks í bænum. Hann sagðist aldrei hafa vitað eins marga Sjálfstæffismenn og nú lýsa vfir óánægju sinni og áhuga- leysí. Aljjýftubandalagifi hlyti aff eiga erfitt uppdráttar aff þessu sinni, og á Alþýfíuflokkinn væri lítiff minnzt manna á milli, en Framsóknarflokkurinu ætti öflugu liffi, á aff skipa, cins og þessi ftinfl ur .og ræffur maiina bæri vitni unr. Aff lokum flutti fundarstjórinn, fngvar Gíslason, stutta tæffu um leiff og hann sagffi funclinum slit- ifí. Hami jiakkaffi ræffumönnum öllum, kvaff þá hafa flutt mál sitt af sanngirni og réttsýni, drengilegum baráttulnig og sig- urvilja. Þá þakkaffí hann ágæta fundarsókn og góffar undirtektir viff ræffur manna. Þaff liefur mikiff gildi, sagði fngvar, aff Eramspknarflokktirinn fái traust og atikiff fylgi í þessunt bæjarstjórnarkosningum, þyí aff hvert atkvæfíi, sem honum er greitt, er andmæli gegn jjcirri .stjórnarstefnu, sem mi cr rekin. En. vissulega er j>ó mikilsverðast iiff jressar kosningar, aff Fram- sóknarflokkurinn hefur í kjöri dugmjkla og hæfa menn, sem vissa er lyrir, aff munu leggja sitt af mörktim, til farsællar stjórnar á málefnum bæjarfélagsins, sagði Jngvar Gíslason aff lokum. þaðan vestur til Reykjavíkur. Á heimleiðinni farið u mÞingvelli, upp með Geysi, Gullfossi, um Hvítárnes, Kerlingarfjöll, Kjöl, Hveravelli, Auðkúluheiði og komið niður í Langadal í Húna- vatnssýslu. 1.—3. september: Öskjuferð, Þessi ferð er farin fyrst og fremst fyrir Siglfirðinga, Ólafs- firðinga og Hríseyingaö Öðrum heimil þátttaka eftir því sem farartæki eru til. Burtferðar- tími miðast við kimu Drangs til Akureyrar, en ferðaáætlun ann- ars svipuð og i fyrstu ferð. 8.—10. september: Öskjuferð. Tilhögun öll hin sama og í næstu ferð á undan. Auk þessa er ein Öskjuferð á- ætluð frá Sauðárkróki, en tími hennar er ekki ákveðinn og verðúr því auglýstur síðar. Umfram jjessa áætlun tökum við að okkur hóperðir eftir pöntunum og bílakosti. Á ferðalögum, sem við skipu- leggjum, sjáum við farþegum okkar fyrir heitu kaffi í tjald- stöðum, bæði kvölds og morgna. Molasykur fylgir með, annað ekki. Ætlast er til, að rpenn hafi með sér hitabrúsa, til að ylla með heitu kaffi að morgninum og hafa það til dagsins. Að öðru leyti verða menn að sjá sér sjálfir fyrir nesti. Við reynum að sjá þeim fyrir tjaldplássi, sem erfitt eiga með að útvega sér tjöld, en svefn- poka og vindsængur verða menn sjálfir að leggja sér til. Ætlast er til að farþegar verði hjálplegir við að hlaða farangri á bílana og reisa- og fella tjöld. Þeim, sem ferðast með okkur og hafa komið með póstbátnum Dtang til Akureyrar, en eiga ó- hægt með gistingu í bænum, verður séð fyrir tjaldplássi á Akureyri. í síðasta lagi hálftíma fyrir auglýstan burtfarartíma þarf allur farangur að vera kominn á burtfararstað, vegna þess að það tekur a. m. k. hálftíma að hlaða honum á bílana. Á Akur- eyri leggjum við af stað frá af- greiðslu Drangs við höfnina. Við áskilju ntokkur rétt til að breyta meðfylgjandi áætlun okkar, ef ástæðurnar krefjast þess, en allar slíkar bíeytingar verða auglýstár í vik-ublaðinu Degi. Auglýsta' feiig förúm’ við þó ekki með færri en 10 menn. Þeir, sem kunna rð hafa keypt farseðla í slíkar ferðir, fá þá endurgreidda á afgr. Drangs. Við sinnum óskum og þörfum farþega okkar eftír því sem nokkur kost er, en í staðinn krefjumst við þess, að farþegar sýni hvervetna kurteisi og reglusemi. Öllu rusli og úrgangi skal safnað saman og grafið á matmálstímum. Engu, svo sem bréfum, flöskum og niðursuðu- dósum, má henda á víðavangi, hvorki í byggð né á öræfum. í Öskjuferðum verða menn að vera vel skóaðir, vegna þess að ganga þarf æðilangt til að kom- ast upp að eldstöðvunum, og það eru ýmist snjófannir eða hr.aun, sem ganga þarf eftir. — Menn ættu líka almennt að hafa með sér skjólfatnað á ferðalög- um, því að oft er svalt til fjalla, sérstaklega um síðsumarnætur. Minnist þ.ess, að „Enginn er í góðu veðri of vel að heiman bú- inn“. Sólgarði, 14. maí 1962. Angantýr Hjörvar Hjálmarsson. Valgarður Snæbjörnsson. SKÍÐAMÓT í HLÍÐARFJALLI AKUREYRARMÓT í stórsvigi fór fram í Hlíðarfjalli kl. 11 f.h. sunnudaginn 13. maí sl. á svip- uðum slóðum og íslandsmótið. Veður var ágætt, sól og sunnan gola og 6 stiga hiti. Nægur snjór er ennþá í fjallinu og ekkert því til fyrirstöðu að halda þar skíða- mót fram eftir sumri. Nú standa yfir próf í flestum skólum, og var því minni þátttaka en skyldi, því að margir skíða- mannanna eru einmitt í ein- hverjum skólannna. Urslit urðu sem hér segir: A-flokkur. Brautarlengd 750 m. Fallhæð 350 m. Hlið 30. Bragi Hjartarson, Þór 67.2 Sigtr. Sigtryggss., K. A. úr leik Aðeins þessir tveir voru þátt- takendur. B-flokkur. Brautarlengd 725 m. Fallhæð 335 m. Hlið 28. ívar Sigmundsson, K. A. 63.1 Magnús Ingólfsson, K. A. 64.8 Guðmundur Tulinius, K. A. 67.8 C-flokkur. Brautarlengd 710 m. Fallhæð 320 m. Hlið 26. Reynir Brynjólfsson, Þór 61.6 Þórarinn Jónsson, Þór 62.7 Sig. Jakobsson, K. A. úr leik. Allir flokkar fóru sömu braut, en hún var stytt yrir B. og C. flokk. Halldór Ólafsson lagði braut- ina. Keppendur hefðu mátt vera fleiri (voru samtals 8) og sömu Sýslufundur Eyjafjarðarsýslu SÝSLUFUNDUR Eyjafjarðar- sýslu var haldinn dagana 7. til 12. maí síðastliðinn. Sýslufundurinn lýsti einhuga fylgi sínu við kröfur Norðlend- inga og Austfirðinga um, að næsta stórvirkjun til raforku verði reist við Jökulsá á Fjöll- um. Eftirtaldir hreppar fengu heimild til lántöku til bygginga vega: Svarfaðardalshreppur kr. 75000, Árskógshreppur 70000 og Glæsibæjarhreppur 30000. Heilbrigðisnefnd lagði fram á- lit sitt út af skýrslum um lækn- ingar hunda, og segir þar: í mörg ár varð ekki vart orma í hundum, þar til á árinu 1960 að eitt tilfelli kom fyrir og á síðast- liðnu ári 2. — Heilbrigðisnefnd brýnir fyrir mönnum, að gæta varúðar þarna, og verður aldrei ofbrýnt fyrir mönnum að koma hundum sínum til lækninga og að lækningar séu vel fram- kvæmdar. Til vega var veitt: Til afborg- ana fyrri ára lána kr. 71471. Til viðhalds vega 275500. Til menntamála voru veittar kr. 68000 og til heilbrigðismála 62000. Þá gerði sýslunefndin, að til- lögu sjávarútvegsnefndar, svo- hljóðandi samþykkt: 1. grein: — Innan takmarka Eyjafjarðarsýslu skal svartbak- ur vera réttdræpur hverjum, sem er og skal honum útrýmt með skotum. Þar sem æðarvarp er eða í grennd við það, má þó ekki skjóta nema með leyfi og í samráði við jarðarábúanda. 2. grein. — Skylt er hverjum jarðarábúanda, að eyða öllum svartbakseggjum og ungum á landi ábýlisjarðar sinnar, eða öðrum þeim löndum, sem hann hefur umráð yfir, eins og kostur er. Hreppsnefnd skal hafa eftir- lit með, að menn geri skyldu sína í þessu efni og sé um van- rækslu að ræða,lætur hún fram- kvæma eyðinguna á kostnað þess, er hana vanrækti. 3. grein. — Sérhver hrepps- nefnd sýslunnar er skylt að hlutast til um eyðingu svart- baks í hreppunum, og ráða þær í því skyni skotmenn eftir þörf- um. 4. grein. Fyrir hvern skotinn svartbak greiðir oddviti úr sveitarsjóði kr. 12.00. Skal skot- rnaður sýna, hægri væng fugls- ins til sönnunar fyrir að hann hafi drepið fuglinn, en oddviti brennir eða eyðileggur vængina þegar er hann hefur greitt skot- mannslaun. 5. grein. — Oddviti sendir sýslumanni tvíritaða skrá um, hver áramót um tölu þeirra fugla, er skotlaun hafa verið greidd fyrir, en sýslumaður end- urgreiðir hluta sýslusjóðs af skotmannslaunum og innheimt- ir þann hluta, sem greiðist úr ríkissjóði. 6. grein. — Brot gegn sam- þykkt þessari varða sektum til sveitarsjóðs samkvæmt lögum nr. 66, 23. júní 1936, sbr. 1. nr. 14, 31. marz 1962. CONRAD PINEUS, sænskur uinsjónarmaður og listsafnari. Pineus átti systurson, sem eftir langt iðjuleysi hafði hlotið fasta stöðu í Gtutaborg. En áður en hann færi þangað kom hann að máli við frænda sinn og kvaðst ekki ætla til Gautaborg- ar að svo stöddu, heldur fara í ferðalag til Afríku. „Nú, og þú ert þó búinn að fá fasta stöðu í Gautaborg,“ sagði .Pineus-. „Já, að vísu, en hún verður alltaf til,“ svaraði ungi maður- inn. Þá sagði Pineus: „Hefurðu þá kannske heyrt einhverjar ískyggilegar fréttir um að Af- ríka muni hverfa af yfirborði jarðar á næstunni?“ leiðis áhorfendur (þeir voru samtals 3). Sama dag, kl. 2 e. h. hófst svo keppni í Hermannsmótinu svo- kallaða, en það er svigkeppni, sem er opin fyrir alla flokka og hafa því allir jafna möguleika, því allir fara í sömu braut. Urslit urðu sem hér segir: Samanl. Guðm. Tulinius, K. A. 87.9 Þórarinn Jónsson, Þór 89.8 Reynir Brynjólfsson, Þór 91.9 Magnús Ingólfsson, K. A. 99.0 ívar Sigmundsson, K. A. 101.8 Sig. Jakobsson, K. A. 105.2 Sigtr. Sigtryggss., K.A. úr leik Bragi Hjartarson, Þór úr leik Brautarlengd var 400 m. Fall- hæð 120 m. Hlið 35. Flokkaskipting er aldrei í Her mannsmótinu, heldur fara allir í sömu braut, og hafa sömu möguleika. Halldór Ólafsson lagði brautina, en Skíðaráð Ak- ureyrar sá um mótið, sem fór vel fram. - Tími ferðalaga ... (Framhald af bls. 8) og gerist og gengur. Finnst mönnum veðrið þá oftast nokk- uð gott og það er engin smá- ræðis búbót að eignast slíkan hugsunarhátt. Verður nú þessu rabbi áð ljúka. Bið ég menn að virða vill- ur til vorkunnar, sem hætt er við að með hafi slæðzt. Sumir sakna þess auðvitað, að ekki hefur verið minnzt á þá staði og þær leiðir, sem þeim eru kunn- astar og þykir mest til koma. Við slíku verður ekki gert, því að vandi er að velja og af svo mörgu að taka, að ótæmandi má telja. Ég hef til dæmis sleppt svæð- inu umhverfis Kleifarvatn, sem sízt var þó ástæða til og Botns- súlum og öðru umhverfi Þing- valla og ótal mörgum fleiri svæðum og stöðum, sem í engu eru þó síðri þeim sem getið hef- ur verið. Aðeins nokkra staði og leiðir varð að nefna. Og til- gangurinn, hver er hann? Fyrst og fremst að benda á ýmislegt utan alfaravegar, sem ávinning- ur gæti verið að kynnast, en kann þó að fara fram hjá þorra manna. Og þá ekki sízt til að stuðla að því, að fólk leiti síður langt yfir skammt, en til þess hættir okkur vafalaust allt of oft.“ OSCAR WILDE, enskur rithöfundur. Á ferðalagi um Ameríku var Wilde sýnt líkneski Washing- tons, fyrsta Bandaríkjaforseta. „Hann var í -sannleika mikil- menni,“ sagði leiðsögumaður- inn. „Aldrei kom ósatt orð út af vörum hans.“ „Jæja. Hann hef- ur líklega mælt fram um nefið eins og allir aðrir Ameeríku- menn,“ svaraði Wilde.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.