Dagur - 22.05.1962, Blaðsíða 4
4
SVARTA SKÝIÐ,
SEM HVARF
ENN EIGA lanclsmenn mikið undir
sól og regni. Enn er það mikils vert
að kunna að lesa veðurspá úr skýja-
tari, og margir hlusta með athygli á
veðurfregnir útvarpsins. Það getur
farið illa fyrir þeim, sem hætta að
gá til veðurs.
í síðustu viku voru veðrabrigði
auðsæ, og þeir, sem litu til lofts, sáu
á himni svart ský. Það barst yfir bæ-
inn úr suðri, en leystist upp áður en
hagl hryti og af yrði óveður. En
óveðursský af þessu tagi hafa ]>rá-
sinnis valdið stórtjóni um land allt
og geta gert það enn.
Svarta skýið var vinnustöðvunin,
sem yfir bænum vofði.
Forsjármenn verkam.fél. hér, sem
nú telur á fimmta hundrað félags-
manna, auglýsti kauptaxta, sem átti
að koma í stað samningsgerðar. Sú
hækkun, sem þar var gert ráð fyrir,
var hófleg, en aðferðin óvenjuleg og
hafði í för með sér, að Akureyri var
í annað sinn gerð að brennipunkti
hinna viðkvæntu kaupgjaldsmála.
Meiri hluti bæjarráðs og stjóm
Vinnuveitendafélagsins ruku til og
mótmæltu taxtanum, og þannig
skapaðist „spenna“ sem gat leitt af
sér tnikil tíðindi og ill.
Trúnaðarmenn samvinnusamtak-
anna fóru sér að engu óðslega, en
litu raunsætt á málið og ákváðu að
beita sér þegar fyrir eðlilegri lausn
þess. Þeir létu hina óvenjulegu að-
ferð, taxtaauglýsinguna, liggja milli
hluta. Þeir gerðu sér strax grein fyr-
ir þvx, að samningsgrundvöllur var
fyrir hendi, og handvömm einni um
að kenna eða annarlegum sjónarmið-
um, ef til árekstra þyrfti að korna.
Tilraun Jakobs Fiímannssonar til
að leiða meiri hluta bæjarráðs fvrir
sjónir, hveinig taka bæii á þessu
máli, bar að vísu ekki árangur fyrst
í stað, sennilega vegna þess, að þar
var beðið eftir „Iínu“ að sunnan.
Eigi að síður höfðu samvinnumenn
forgöngu um það, að þegar var geng-
ið til samninga, málið leyst og slysi
afstýrt. Á meðan héldu verkamenn
áfram að vinna eins og ekkert hefði
í skorizt, og þegar búið var að semja,
kom taxtinn ekki til álita. Fyrir at-
beina samvinnumanna varð ekkert
skýfall að þessu sinni. Vinnuveit-
endafélagið hér féllst á, að þarna
væri rétt að farið og að ekki ætti að
taka mark á æsingaskrifum Morgun-
blaðsins syðra um, að hófleg kaup-
hækkun væri „áhlaup á hendur liinu
íslenzka þjóðfélagi" eins og þar var
komizt að orði.
Trúnaðaimenn samvinnuhreyfing
arinnar hér, hrósa sér ekki af því að
hafa „sigrað“ einn eða neinn í þessu
máli. Þeir telja sig hafa gert
skyldu sína gagnvart atvinnulífinu,
samtökum sínum og öllum almenn-
ingi í þessu byggðailagi, með því að
semja eins og gert var og á réttum
tíma. En sunnan fjalla er nú allra
veðra von. Hvort þar tekst að eyða
óveðursskýjum iit af deilum um
kaup og kjör verkamanna, eins og
hér var gert áður en til vinnustöðv-
ana eða annarra illra tíðinda dró,
skal ósagt látið.
Um vöxt Akureyrar og at-
ymnulirK
r
I
h
ænum
Eftir Arnþór Þorsteinsson
ALLIR flokkar hér á Akureyri,
sem hafa menn í framboði til
bæjarstjórnarkosninga þeirra,
sem fram fara 27. þ. m., eiga það
sameiginlegt að hafa birt stefnu-
skrár um það, sem þeir ætla að
gera fyrir bæinn okkar að lokn-
um kosningum. Um þetta er eigi
nema gott eitt að segja, því að
mjög er ánægjulegt að sjá og
heyra, að áhugi sé fyrir margs
konar framfaramálum er bæinn
varða. Á umliðnum árum hefur
margt verið vel gert af bæjar-
yfirvöldum liðins tíma, en þó er
það nú svo, að alltaf er samt
sem áður mikið ógert. Það verð-
ur að sjálfsögðu ávallt matsat-
riði, hvað sé mest aðkallandi, af
því sem enn er óframkvæmt, og
má vera, að þar sýnist sitt
hverjum. Það sem þó skiptir
megin máli, er að í bænum þríf-
ist heilbrigt atvinnulíf, fjöl-
breytt atvinnulíf, atvinnulíf,
sem útrýmir hvers konar at-
vinnuleysi og það mikið at-
vinnulíf, að það kalli á aukið
starfslið í bænum.
í ágætri og athyglisverðri
grein, er Gísli Guðmundsson,
alþingismaður, skrifar í Dag 16.
þ. m., sýnir hann með tölum, að
fjölgun í Akureyrarbæ er langt
undir meðalfjölgun þjóðarinnar,
árin 1950—1961, en árleg fjölg-
un þjóðarinnar hefur verið a. m.
k. 2% á þessu tímabili. — Sýnir
þessi athugun Gísla, að um
raunverulega fækkun íbúanna
er að ræða, þegar miðað er við
þjóðarfjölgunina. Ýmsar álykt-
anir virðist mega draga af þess-
ari athugun, en sú er sækir mest
á hugann virðist vera, að at-
vinnuskilyrðin hafi verið af of
skornum skammti, þannig að
eftirspurn eftir vaxandi vinnu-
afli hafi eigi verið fyrir hendi.
Gefur þessi athugun fullkomið
tilefni til nánari athugunar á at-
vinnulífi Akureyrarbæjar fyrr
og nú, og skal hér á eftir leitast
við að gera því máli nokkur
skil.
Eins og allir vita eru höfuð-
atvinnuvegir Akureyrarbæjar
iðnaður, útgerð og verzlun. —
Einnig er rekinn landbúnaður á
bæjarlandinu.
Á tímabilinu 1950—-1960 má
segja, að iðnaðurinn hafi þróazt
einna mest af hinum tilgreindu
atvinnugreinum.
Samband ísl. samvinnufélaga
rekur hér stærsta iðnaðinn, eða
eftirgreindar verksmiðjur:
Ullarverksmiðjuna Gefjun,
Skinnaverksmiðjuna Iðunni,
Fataverksmiðjuna Heklu,
Ullarþvottastöð SÍS,
Saumastofu Gefjunar.
Auk þess á Sambandið sam-
eiginlega með Kaupfélagi Ey-
firðinga:
Sápuverksmiðjuna Sjöfn og
Kaffibrennslu Akureyrar hf.
Þessar verksmiðjur framleiða,
eins og kunnugt er, fjölbreytt
úrval af dúkum, margs konar
garn, teppi, lopa, skófatnað
margs konar, sútuð skinn af
flestum gerðum, vinnufatnað,
prjónafatnað, tilbúinn fatnað
hvers konar, hreinlætisvörur,
málningu, brennt kaffi, og ull-
arþvottastöðin þvær um 85% af
allri ull landsmanna.
Ullarverksmiðjan Gefjun og
Fataverksmiðjan Hekla hafa
fyrir nokkrum árum hafið út-
flutning á framleiðsluvörum sín-
um og er jafnt og þétt unnið að
því að auka útflutninginn. Lík-
ur eru til að þær muni á þessu
ári flytja út nokkuð yfir 100
þúsund stykki af ullarteppum
og peysum fyrir ca. 30 millj. kr.
Báðar þessar verksmiðjur eru
um þessar mundir að færa út-
kvíarnar til aukinnar starfsemi
sinni og til þess að skapa mögu-
leika fyrir aukið starfslið við
framleiðsluna. Hekla er um
þessar mundir, eða eftir 1—2
mánuði, að ljúka við byggingu
nýrrar verksmiðju, ca. 3svar
sinnum stærri að flatarmáli en
það, sem hún hefur búið við til
þessa. Skapast þá nýir mögu-
leikar til aukningar framleiðsl-
unni, auk þess sem verksmiðjan
hefur fest kaup á stórvirkum
prjónavélum til að mæta vax-
andi framleiðsluþörf. Má hik-
laust binda miklar vonir við
framleiðslu Heklu í hinum nýju
húsakynnum verksmiðjunnar,
/og eðlilegt virðist að ætla, að á
komandi tímum geti hún aukið
starfslið sitt frá því sem er. —
Ullarverksmiðj an Gefjun hefur
einnig fest kaup á margs konar
ullarvinnsluvélum til viðbótar
og aukningar starfseminnar og
þau vélakaup, sem hér er um að
ræða, nema 5—7 milljónum kr.
Gera má ráð fyrir, þegar
verksmiðjan hefur fengið þess-
ar vélar, sem mun verða í júní
og júlí nk., að auka verði starfs-
lið verksmiðjunnar um 20—25
karla og konur frá því sem nú
er. Munu þá starfa í verksmiðj-
unni rúmlega 200 manns —
sennilega einum tug betur.
Takmark verksmiðjunnar er,
að öll ull landsmanna verði full-
unnin í landinu, og verðuf
stefnt að því marki á komandi
árum í fullu samræmi við eftir-
spurn á framleiðsluvörum henn-
ar. Þar sem öll þróun mála virð-
ist nú mun örari en til þessa,
má gera ráð fyrir, að á komandi
árum takist verksmiðjum SÍS
að stórauka starfslið verksmiðj-
anna, jafnvel tvöfalda það fyrr
en varir, og má því fastlega gera
ráð fyrir, að þær verði einn sá
aðilinn er mestu geti áorkað í
þá átt, að auka eftirspurnina
eftir vinnuafli í bænum.
Hlutafélög og einstaklingar
reka merkað iðnað í þessum bæ.
Má þar nefna:
Súkkulaðigerðina Lindu,
Undirfatagerðina Amaro og
Dúkaverksmiðjuna hf.
Allar þessar verksmiðjur hafa
vakið þjóðarathygli með fram-
leiðslu sinni. Súkkulaðigerðin
Linda hefur hafið nokkurn út-
flutning á framleiðsluvörum
sínum, og er vonandi, að fram-
hald verði á því, verksmiðjunni
og þjóðinni allri til heilla. —
Margs konar smærri iðnaður
hefur einnig risið hér upp, svo
sem efnagerðir, gosdrykkja-
Arnþór Þorsteinsson.
gerðir, töskugerðir o. fl. Margt í
þessum smærri iðnaði mætti ef-
laust bæta að mun frá því sem
er, en með verulega bættri
framleiðslu gæti þessi smáiðn-
aður átt þroskamöguleika og
sinn þátt í að auka atvinnulíf
bæjarins.
Mjólkuriðnaður KEA er eins
og allir vita landskunnur fyrir
gæði.
Útgerð frá Eyjafirði hefur á-
vallt verið merkur þáttur í at-
vinnulífi bæjarins. Fyrr á árum
var þessi útvegur mikið bund-
inn við síldveiðar, en færðist
eftir stríðið yfir í togveiðar á
stærri og smærri skipum. Und-
anfarin ár hefur aflatregða háð
útgerð togara héðan sem annars
staðar.
Togaraútgerðarfélagið hefur
komið héi' upp stórri vei'kunar-
stöð fyi’ir saltfisk og skreið og
einu stærsta og fullkomnasta
hraðfrystihúsi landsins. Þessi
útgerð hefur verið merkur þátt-
ur í atvinnulífi bæjarins, en
þegar þetta er ritað, er erfitt að
spá hver framvinda verður
þeirra mála eða að hve miklu
leyti bærinn fær atvinnulegan
styrk af togurunum, þótt þess
beri að vænta, að úr rætist.
Fyrr á árum var veiði togai'-
anna sterkur þáttur í fiskveið-
um þjóðarinnar og lyftistöng
framfara, efnalega og menning-
arlega. Telja því margir með
réttu, að togaraflotinn eða þeir
sem hann reka, eigi inni hjá
þjóðarbúinu, og að full sann-
girni mæli með því, að ríkis-
valdið hlaupi undir bagga nú,
þegar margþættir erfiðleikar
steðja að þessum útvegi. Verð-
ur fastlega að vona að ríkisvald-
ið skilji þá nauðsyn.
Minni skip en togararnir virð-
ast nú vera mestu aflaklær
þjóðarinnar og má vel taka til
athugunar, hvort eigi væri hægt
að auka slíka útgerð héðan frá
Akureyri til hagsbóta fyrir
frystihús Útgerðarfélagsins og
atvinnuaukningar í bænum al-
mennt.
Margt bendir til þess, að
trillubátaútvegur fari vaxandi
hér við fjörðinn á komandi tím-
um og gefi í ýmsum tilfellum
góða raun. Þarf að gefa þeirri
útgerð vaxandi gaum og bæta
aðstöðu hennar af bæjarfélags-
ins hálfu svo sem frekast er
kostur. Trillubátasmíði þarf að
halda hér áfram og aukast.
Skipasmíðar, í, vaxandi mæli,
virðast vera eitt af því sem
beint liggur fyrir, að ráðist
verði í án tafar. Vitað er, að
Kaupfél. Eyfirðinga hefur full-
an hug á að stækka og efla sína
tréskipasmíði frá því sem nú er,
og mun það hiklaust auka að
mun atvinnu við þann iðnað frá
því sem verið hefur.
Stálskipasmíði virðist eðlilegt
að framkvæma með samstilltum
aðgerðum þeirra vélsmiðja, sem
starfandi eru í bænum, en þar
kemur einnig til vinna trésmíða-
verkstæða o. fl. Ef breyta þarf
slippnum í sambandi við þetta,
virðist sjálfsagt að bæjarfélagið
eða hafnarsjóður hlaupi þar
undir bagga. Auk þess greiðir
ríkið styrk til dráttarbrauta,'
40% stofnkostnaðar.
Eðlilegt má telja, að erlendir
sérfræðingar í þessum efnum
yrðu fengnir til aðstoðar 1—2
fyrstu árin meðan verið er að
koma þessu á laggirnar, en úr
því á þetta að geta gengið líkt
og annar iðnaður, sem hér er
rekinn, til atvinnuaukningar og
gagns fyrir bæinn og þjóðina
alla.
f þessu sambandi við ég vitna
til ummæla skipasmiða og vél-
smiðjústjóra hér í bæ, sem ný-
lega birtist í Degi, en þar er um
menn að ræða, sem fullt skyn
bera á þessi mál.
Hér í bænum eru rekin mörg
húsgagnaverkstæði, sem fram-
leiða eftirsóttar vörur. Þessi
húsgagnaverkstæði vinna fyrst
og fremst fyrir innlendan mark-
að. Virðist eðlilegt, að þau starfi
áfram að þeirri framleiðslu, í
fullri samkeppni hvei't við ann-
að. Hins vegar mætti gera ráð
fyrir, að hægt væri með sam-
stilltu átaki allra þessara verk-
stæða að ná erlendum mörkuð-
um fyrir framleiðslu þeirra og
virðist eigi fráleitt að við leit
að erlendum mörkuðum og sölu
húsgagna til erlendra þjóða
væri sameiginlegui' félagsskap-
ur með þessum verkstæðum til
framleiðslu þeirra húsgagna,
sem hægt væri að selja erlendis
héðan.
Vitað.er, að Danir flytja hús-
gögn til Bandaríkjanna fyrir
tugi milljóna danskra króna ár-
lega, og er fráleitt að ætla, að
íslenzkir húsgagnasmiðir geti
eigi staðið dönskum starfs-
bræðrum sínum jafnfætis í
þessu tilliti. Húsgagnasmiðir
Akureyrarbæjar þurfa að sam-
einast í þessu átaki og láta öll
smærri sjónarmið hverfa fyrir
sameiginlegum hagsmunum.
Fyrir verzlun og iðnað þessa
bæjar væri ákaflega æskilegt,
að Akureyri yrði gerð að um-
skipunarhöfn fyrir Norður- og
Austui’land. Siglingar Eimskipa-
félagsins til Reykjavíkur með
allar vörur, er til landsins flytj-
ast, er að verða miðalda þjón-
usta, sem verður að bi'eytast.
Iðnaður og vei'zlun fær marg-
faldan kostnað á vöi'ur sínar
við flutning með bílum, flugvél-
um eða strandfei'ðaskipum, auk
tjónsins að bíða eftir vörum
hálfa og heila mánuði frá því að
þær hafna í Reykjavík. Virðist
umskipun varanna hér geta
greitt mjög úr þeirri flækju,
sem orðin er í sambandi við af-
greiðslu skipanna í Reykjavík-
ui'höfn, og flýtt fyrir að vörur
komist á ákvörðunai'stað hér
fyrir norðan og austan. — Þetta
mundi auk þess auka atvinnu
hér við höfnina og bæta þjón-
ustuna stórkostlega frá því sem
nú er.
Margar stoðir renna undir þá
skoðun manna, að Akureyri sé
tilvalinn ferðamannabær. í því
sambandi er gistihúsarekstur
bæjarins mikilsverður. En eins
og allir vita hefur það háð mjög
rekstri gistihúsanna hér, hversu
lítill ferðamannastraumur er
hér yfir vetrai'mánuðina. Hið
nýja skíðahótel, sem verið er að
reisa í Hlíðai'fjalli, virðist gefa
nokkrar vonir um, að laða megi
ferðamenn hingað að vetrinum.
Vix-ðist rétt stefna að gei-a það
hótel vel úr gai'ði, koma upp
skíðalyftum og öðru, sem væri
til yndisauka ferðamönnum, er
þangað kæmu. Yfir sumarmán.
hefur fei'ðamannastraumurinn
hingað ávallt verið vaxandi
og eftir því sem bezt er vitað
hafa ei'lendir fei'ðamenn komið
hingað í vaxandi mæli. Má fast-
lega gera ráð fyrir, að vaxandi
ferðamannasti'aumur hingað
geti orðið mei'kur þáttur í at-
hafnalífi bæjarins.
Þá vil ég alveg sérstaklega
undii'strika, að niðursuða hvei'S
konar sjávai-afurða, er mál, sem
gefa verður nánar gætur. Hér
hefur í smáum stíl vei'ið komið
upp verksmiðju til niðui'suðu,
og er það góðra gjalda vert.
Hins vegar má hiklaust ná
lengra á þessu sviði, bæði hvað
fjölbreytni og magn snertii'.
Virðist eigi óeðlilegt, að nokkur
athugun færi fi-am á því, hvort
unnt væi'i að styðjast að ein-
hvei-ju leyti við frystihús Út-
gerðai'félagsins í þessu sam-
bandi. Það má segja að öll nið-
ux'suða sjávai-afui'ða sé á til-
raunastigi hér ennþá. Ef vel
tekst til í þessu efni, má fast-
lega gera ráð fyrir, að hér megi
skapa þróttmikinn iðnað, sem
veiti hundruðum manna at-
vinnu langan tíma ái'sins.
Ég hef héi' að framan minnzt
lauslega á útgei'ð opinna vélbáta
héðan frá Akureyri. Mér kæmi
ekki á óvai't, þótt sú útgerð ætti
eftir að aukast enn til muna
og vei'ða notadrjúg atvinnu-
grein fyrir marga. Mun og inn-
(Framhald á bls. 7)
Fundur B-listans
f SÍÐASTA tbl. Dags var byrj-
að að birta útdrætti úr ræðum,
sem fluttar voru á kjósenda-
fundi B-listans í Borgarbíói sl.
miðvikudagskvöld, en sá fund-
ur var hinn fjölmennasti, er
haldinn hefur verið hér í bæ að
þessu sinni. — Hér á eftir er
haldið áfram útdráttum úr ræð-
um fundarmanna.
Sigurður Oli lirynjólfsson sagði,
að það væri heilbrigt metnaðar-
mál Akureyringa að gera bæ sinn
senx færastan um að gegna hlut-
verki slnu, sem höfuðstaður
Norðurlands á komandi tímum
og vera miðstöð þess, sem unnið
verður að eflingu norðlenzkra
byggða. Hann ræddi sérstaklega
skólamál og önnur menningarmál
bæjarins, og þá m. a. um hættuna
á því, að ungt fólk flyttist burt sér
til náms, með þeirn afleiðingum,
að tengsl þess við heimabyggðina
slitnuðu. Hér Jxyrftu að koma upp
fjórðungsskólar, ]>ar sem hægt
væri að stunda sérnám. Sérhver
fullvaxinn maður, sagði Sigu’rður
Oli, er dýrmæt eign héraði J>ví,
sem hann hefur alizt upp í og
með hvcrjum manni, er á brott
ílyzt, livérfur dýrmætur auður.
Mikil þörf er fyrir vel merintað
fólk, m. a. til að hafa forgöngu
um stofnun og rekstur fyrirtækja
og í }>eim landshlutum, sem missa
af }>essu fólki, er vá fyrir dyrum.
Framsóknarflokkurinn hefur áð-
ur sýnt vilja sinn í verki í þessu
éfni, m. a. með forgöngu um
stofnun menntaskóla á Akureyri
á sínum tíma. Þá vék ræðumað-
ur að J>ví, að bæjarstjórnarkosn-
ingarnar hér og annars staðar
lxlytu eins og á stæði öðrum
]>ræði að snúast um stefnu ríkis-
stjórnarinnar í landsmálum.
Hann sagði, að bin óheillavæn-
legu áhrif „viðreisnarinriar"
segðu til sín í vaxandi nxæli og
myndu }>ó ekki enn íram komin
öll hin skaðlegu áhi'if hennar.
Eins og lofthiti fellur ekki í lág-
mark fyrr en sól er setzt.eins koma
afleiðingar slíkra ráðstafana ekki
að fullu fram fyrr en að alllöngum
tíma liðnum, sagði hann. En hinn
27. maí næstk. J>yrftu kjósend-
ur að setja upp stöðvunarnxerki
fyrir stjórnarflokkana. Hann
sagðist vilja vekja athygli á }>ví,
að }>eir, sem nú byðu sig fram fyr-
ir stjórnarflokkana — þótt i bæj-
arstjórnarkosningum væri —
tafltju á sig ábyrgð á stefnu henn-
ar, og ættu að taka afleiðineun-
’ o o
um af þeirri ábyrgð. Að lokum
sagði hann: Við Framsóknarmenn
á Akureyri göngum sigurglaðir
til kosninganna. Við óttumst
ekki, eins og hinir, að tapa sæti
í kosningunum, lxeldur spyrjum
við hve mikið við munum vinna.
Takmarkið er: Fjórir menn nú
og fleiri næst.
Arnpór Þorsteinsson, sem nú
er í baráttusæti B-listans, ræddi
m. a. um Iiið háværa fjas Sjálf-
stæðismanna um, að Framsókn-
armenn ynnu með kommúnistum
og að af }>ví myndi stafa }>jóðar-
voði. Þeir virðast hafa gleynxt
því, sagði ræðumaður, að Ólafur
Thors myndaði ríkisstjórn 1944
með þessum þjóðhættulegu
var fjölsóttasfur
mönnum og setti í ráðherrastóla
Brynjólf Bjarnason og Aka Jak-
obsson, sem nú er fluttur til Al-
þýðuflokksins. Það er rétt að
þessi fundur viti, að við Fram-
sóknarmenn þekkjum öfgastefn-
urnar til liægri og vinstri. Við
munum, að Sjálfstæðismenn köll-
uðu nasista æskumenn með
„hreinar hugsanir" og við mun-
um líka Stalin-tilbeiðslu íslenzkra
kommúnista. Við höfum lieyrt þá
kalla það hvítt í dag, seiri var
svart í gær, eftir forskrift að
austair Þetta útilokar þó ekki mál-
efnalegt samstarf að vissu marki
til hægri eða vinstri. Hann ræddi
og vmsa þætti í óheillastefnu ríkis-
stjórnarinnár. En aðallega ræddi
liann }><> uni átvinnumál bæjarins,
er hann kvað vera undirstöðu alls
annars. Hann gerði grein fyrir
vandamálum togáraútgerðarinnar
hér og annars staðar og sagði, að
Iausn þess vanda Væri þjóðmál.
En ríkisstjórnin væri ráðþrota og
skipin bundin í höfn. Arnþór
ræddi um Akureyri sem iðnaðar-
bæ, m. a. unx þann möguleika, að
stórauka skipasmíði í bænum og
hinn mikla iðnrekstur á vegum
samvinnuhreyfingarinnar. Hann
sagði, að fyrirtæki samvinnu-
manna hér á vegum KEA og SÍS
hefðu greitt 60 milljónir króna í
vinnulaun á síðasta ári. I því
sambandi sagði hann: Það er sam-
vinnuhreyfingin, öllu öðru frem-
ur, sem hefur bæði fyrr og nú sett
svip á þennan bæ, enda er Akur-
eyri mesti samvinnubær í lieimi,
miðað við íbúatölu. Hvaða bæj-
arfélag á landinu myndi ekki vilja
liafa líka starfsenxi innan sinna vé-
banda? Það er hamingja Akur-
eyrar, að samyinnuhreyfingin hef-
ur fest hér svo djúpar rætur, sem
raun ber vitni. Hann ræddi um
kjaradeiluna í fyrra, giftudrjúgan
þátt samvinnuhreyfingarinnar
norðan lands um lausn þess máls
og hvernig ríkisstjórnin liefði að
ófyrirsynju fellt gengi íslenzku
krónunnar með bráðabirgðalög-
um vegna þeirra hóflegu launa-
breytinga, er þá liefðu átt sér stað.
Margir munu enn minnugir þessa
óhapjxaverks \ stjórnarflokkanna,
og það óttast þeir líka mest nú í
kosningunum, sagði ræðumaður.
Eftir að orðið var geíið frjálst,
tók fyrstur til nxáls Guðmundur
Blöndal. Hann ræddi meðal ann-
ars um togaraútgerðina og þýð-
ingu liennar fyrir bæjai'félagið og
kvað hana hafa greitt 26 milljón-
ir í vinnulaun síðasta ár.
Asgrímur Stefánson ræddi ýms
mál, sem borið höfðu á góma
fyrr á fundinum, þakkaði ræðu-
mönnum og sömuleiðis fundar-
mönnum góða sókn. Hann baS
menn íhuga það, sem sagt væri
um áhrif samvinnuhreyfingarinn-
ar hér annars vegar og um vel-
megun bæjarfélagsins hins vegar.
Hann ræddi nokkuð bai'áttuað-
ferðir andstæðinga og valdbeit-
ingu og hvatti til markvissrar
sóknar.
Jón Kristjánsson ræddi um það,
lxvernig bæinn mætti fegra og
prýða og beindi hvatningarorð-
xun þess efnis til fundarmanna.
Jón Kristinsson tók því næst til
(Fi-amhald á bls. 2)
LITIÐ í
BÆJARBLÖÐIN
Tóma dúsan
SJÁLFSTÆÐISMENN á Akur-
eyi'i og blað þeirra hafa í fjölda
mörg ár notað svonefnd „skatt-
fríðindi“ samvinnufélaganna
sem sérstakt áróðursefni í öllum
kosningum. Nú greiða sam-
vinnufélög sama skatt og gi'óða-
félög í okkar þjóðfélagi. Sumir
Sjálfstæðismenn hafa ekki áttað
sig á bessu breytta viðhorfi og
eru enn að totta þessa dúsu, þótt
hún sé tóm oi’ðin.
Einkennileg rök
Sjálfstæðisrrienn feyna. ,-að
telja sjálfum sér trú um J>að fyr-
ir þessar kosningar, að Akux'-
eyrarbæ stafi hætta af styrk
KEA og starfsemi SÍS! Þeir
segja, að ,SÍS-herrai'nir‘ séu svo
voldugii' í bænum, að ekki megi
kjósa þá í bæjai'stjórn! Sam-
kvæmt þessai’i kenningu ætti
Sjálfstæðisflokkurinn að taka
upp þá baráttu í Reykjavík, að
starfsemi þeii'i'a, sem þar hafa
mestan atvinnurekstur Qg
Morgunblaðið kallar stundum
máttai'stoðir, sé höfuðboi'ginni
hættuleg og beri að útiloka þá
frá áhrifum í borgarstjórninni.
Anmingja Grýla
Sfðan Sjálfstæðismenn á Ak-
ui'eyri hættu að gei’a ráð fyrir
því, að halda fylgi sínu við
næstu bæjai'stjórnai'kosningar,
og búast nú við að tapa einum
manni, búa þeir til „þjóðfylking-
ar“-grýlu sína, eins konai'
hræðu, og hugsa þeir sér að
nota hana mikið í kosningunum
gegn Framsóknarflokknum.
En hér er skotið fram hjá
mai'ki. Fi'amsóknarmenn þekkja
vel hætturnar til hægri og
vinstri. Þeir gera sér það einn-
ig vel ljóst, að í bæjarstjói'n Ak-
ureyrarkaupstaðar næsta kjör-
tímabil hljóta Fi-amsóknai'menn
að vinna með öðrum að fram-
gangi mála, þótt þeir vinni veru-
lega á í kosningunum og bæti
við sig manni, svo sem nú lítur
út fyrir.
Framsóknarmenn hafa ætíð
valið þann kostinn, að láta nxál-
efnin ein í'áða. Það munu þeir
enn gei'a. Þess vegna hafa þeir
hvoi'ki leitað eftir eða léð máls
á samningum til hægri eða
vinstri, og er það hrein blekk-
ing að halda öðru fram. Hins
vegar mega Sjálfstæðismenn
minnast þess, þegar þingflokkur
þeirra kom Einari Olgeii'ssyni í
Norðui'landai'áð og sarria manni
í stjói-n Sogsvirkjunar fyrir
nokkrum dögum, svo að ekki sé
nú nxinnst á það, þegar Ólafur
Tlioi's setti Brynjólf Bjai-nason
og Áka Jakobsson hið næsta sér
í ráðheiTastóla nýsköpunar-
stjórnarinnar frægu.
S j álf stæðisf lokkurinn
og bæjarstjórinn
ÍSLENDINGUR hefur undan-
farið vei'ið með bollaleggingar
um það, að Fi'amsóknarmenn
séu andvígir bæjarstjóranum,
Magnúsi E. Guðjónssyni.
Þetta er tilefnislaust hjal, þvi
að Framsóknarmenn hafa ekki
borið fram neinar ádeilur á
stöi'f hans. Bæjai'stjórinn er vel
látinn maður í bænum.
Hið eina, sem telja má víst
um afstöðu til hans er, að ef svo
illa væi'i ástatt, að Sjálfstæðis-
menn í bænum hefðu meiri
hluta, mundu þeir ekki greiða
honum atkvæði.
Bæjai'stjóraspjall íslendings
kemur nú úr hörðustu átt, þeg-
ar þess er minnst, að það var
aðalkosningamál Sjálfstæðisfl. á
Akureyri 1958, að koma í veg
fyrir, að Magnús E. Guðjónsson
yrði bæjarstjóri.
Það muna vist flestir, að út á
þessa andstöðu gegn Magnúsi
töldu Sjálfstæðismenn sig hafa
unnið eitt sæti í bæjarstjórn-
inni. □
Ætli Gísli Jónsson
viti betur
Sameinuðu þjóðirnar telja
stofnun og stuðning við sam-
vinnufélög fljótvirkustu aðstoð-
ina við þjóðir, sem eru aðstoð-
ar þurfi.
En til eru þeir menn í okkar
landi, sem svo gjöi’samlega eru
háðir andstæðingum samvinnu-
stefnunnar, að þeir telja fátt til
meiri óþurftar en frjáls samtök
fólksins í samvinnufélögum. —
Einn af þessum mönnum er
Gísli Jónsson, kennari. En ætli
hann viti betur en Sameinuðu
þjóðirnar? Og ætli hann viti
betur en hinir almennu borgar-
ar í bæjum og byggðum Eyja-
fjarðar?
FLENZAN VAR DÝR
ÞAÐ MÁ undarlegt heita, hve
landslýðurinn hefur tekið bölv-
aðri flenzunni með miklu jafn-
aðargeði. Við verðum að at-
huga, að við lifum á 20. öldinni,
og nú ei'u læknavísindin komin
á svo hátt stig, að bólusetning
við flenzu og takmörkun á út-
breiðslu hennar eru orðnir al-
gengir hlutir. Eitthvað var að
vísu unnið að rannsóknum á
pest þessari á Tilraunastöðinni
að Keldum, að því er blöð
hermdu, en ekki hefur frétzt um
neinn árangur af því starfi. Það
hefði vel borgað sig fyrir sam-
tök útgei’ðarmanna og fiskvex’k-
enda, að kosta nokki-a lækna til
stai'fa, ef þeim hefði getað tek-
izt að finna sýkilinn og fram-
leiða bóluefni. í vei’stöðvum hef-
ur veikin valdið milljóna króna
tjóni, því að víða hafa bátar leg-
ið við bryggjur vegna veikinda
skipshafna, og í landi hefur vei'-
ið unnið með hálfum afköstum.
í einni verstöð austanlands er á-
ætlað að tapazt hafi 250—300
tonna afli, og er því viðbúið, að
beint tjón á þeim eina stað sé
hátt á aðra milljón ki'óna. Slíkt
má ekki endurtaka sig. Heil-
brigðisyfirvöldin þyrftu að láta
frá sér fara skýrslu um málið,
og athuga þarf strax, hvað gera
þai'f til að fyrirbyggja slíkt í
framtíðinni.. (Sjáv. SÍS.)
'X