Dagur - 23.06.1962, Blaðsíða 8

Dagur - 23.06.1962, Blaðsíða 8
8 r Sjöonda kjörbúð KEÁ opnuð í dag KAUPFÉL. EYFIRÐINGA á Akureyri opnar í dag kjörbúð í Eiðsvallagötu 6, þá sjöundu hér á Akureyri. Nýlenduvöru- deild KEA hefur þá gert 7 af 9 útibúum sínum hér í bæ að kjörbúðum og hefur haft for- ystu í þessu efni, en fleiri hafa komið á eftir. KEA hafði áður brauð- og mjólkursölu í Eiðsvallagötu 6. Hin nýja búð er lítil en þægileg og hefur allar venjulegar ný- lenduvörur á boðstólum. Þar vinna 3 menn, deildarstj. er Árni Jónsson. Stefán Hall- dórsson sá um breytingar á búðinni, en verkstæði Olafs Ág- ústssonar um innréttingar. Með kjörbúðunum er komið til móts við allan almenning, sem fremur vill kjörbúðir en hið eldra fyrirkomulag. Nýja kjörbúðin í Eiðsvallagötu mun þess vegna kærkomin því fólki, sem hennar nýtur. Eimskipafélag Islands h.f, Nátlfari ÞH CO lieitir þetta nýja, glæsilega skip Stefáns og Þórs Péturssona á Húsavík, smíðaður í Moldo í Norcgi. Náttfari er 170 tonn með 660 hestafla Listervél, gengur 11.6 mílur. í bátnum eru öll nýjustu siglinga-, björgunar- og fiskleitartæki. Náttfari mun stunda síldveiðar í sumar. Fegrunar- og hreinlælisvika á Akureyri AKUREYRARKAUPSTAÐUR á 100 ára afmæli síðar í sumar og mun minnast þess með marg- víslegum hátíðahöldum. Bærinn er sumarfagur og yfirleitt snyrti legur, og hann hefur tekið mikl- um breytingum á síðustu árum, í fegurðar átt. Fjöldi húsa var málaður á síðasta sumri, enn- fremur girðingar og margar lóð- ir eru skrúðgarðar í fyllstu merkingu og eigendunum og bænum til sóma. Fegrunarfélagið á Akureyri, sem er einn þarfasti félagsskap- ur í þessum bæ, á hér góðan hlut að og er súrdeig í þessu efni. f fyrrakvöld bauð félagið fréttamönnum, bæjarstjóra og nokkrum öðrum mönnum í feiðalag um bæinn til að líta á þá staði, sem vanhirtir eru og ræða um, hvernig með skuli far ið. Var það hin fróðlegasta ferð. Fyrst og fremst er greinilegt, hve margir aðilar hafa tekið til hendi samkvæmt ábendingum og áskorunum fegrunarfélags og bæjarfélagsins, og eru það góð tíðindi. Ennfremur er það ljóst, að nokkrir aðilar hafa hvorki vilja' eða skilning á þeim sambúðarskyldum, sem þéttbýl- ið hefur í för með sér á þessu sviði. Nú hefur verið ákveðið, að haldin verði eins konar þrifnað- ar- og fegrunarvika á Akureyri, sennilega um miðjan júlí. Fegr- unarfélagið mun hafa samband við þá menn, sérstaklega, sem enn eiga eftir að fullnægja lág- mai’kskröfum um sæmilega um- gengni. Mun heilbrigðisfulltrúi o. fl. vinna að þessu máli fyrir bæjarins hönd, ásamt Fegrunar- félaginu. Þessi hugmynd er góð og verður þessi vika ef- laust til heilla, því að yfirleitt munu borgararnir fagna slíkri viðleitni af heilum hug og leggja sitt fram, hver eftir sinni getu. Þá hefur Fegrunarfélagið í huga að boða til allfjölmenns fundar með einum eða tveim á- hugamönnum úr hverri götu, til skrafs og ráðagerða um fegr- Merkisbændur úr Fnjóskadi NÝLEGA eru látnir tveir merk- ismenn í Fnjóskadal á liáum aldri, þeir Kristján Jónsson í Nesi og Valdimar Valdimarsson í Böðvarsnesi. SLÁTTUR HAFINN í FYRRADAG hafði blaðið spurnir af því, að byrjað væri að slá á Stór-Hamri og Onguls- stöðum, en ekki annars staðar. Hefst sláttur nú með seinna móti að þessu sinni og verður bið á, að heyskapur hefjist al- mennt í héraðinu. í Skagafirði er sláttur hafinn á nokkrum bæjum, en þar þyk- ir einnig síðsprottið í ár. Tún þau, sem nú eru slegin, eða verða það í næstu viku, hafa verið friðuð í vor fyrir á- gangi búfjái’. un og snyrtingu vegna 100 ára afmælis bæjarins. Bæjarbúar munu fastlega vænta þess, að bæjaryfirvöldin noti áhrif sín og jafnvel vald við þá fáu menn, sem ekki verða við óskum Fegrunarfélagsins um þær lagfæringar, sem ekki orka tvímælis. Tökum höndum saman um fegrun bæjarins. □ NÚ í seinni tíð er eigi óalgengt að lesa í blöðum fremur óvin- samleg tilskrif um „Oskabarn þjóðarinnar“, eins og Eimskip hefur oft verið nefnt. Þessi ó- vinsamlegu skrif eru oft í sam- bandi við ýmis smærri sjónar- mið, reksturslegs eðlis, í starf- semi félagsins. Hinu virðist kynslóðin, sem nú er að vaxa upp og taka við af þcirri, er stóð að byggingu Eimskips á sínum tíma, vera bú- in að gleyma: Hversu merkur þáttur í sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar stofnun Eimskipa- félags íslands li.f. var. Hversu merkur þáttur rekstur Eim- skips hefur verið í allri upp- byggingu þjóðlífsins frá stofnun þess til dagsins í dag. Þessa skulum við ávallt vera minnug, án tillits til þess, þótt félagið stígi eitt og eitt víxlspor fram- (Framhald á bls. 5) Konráð Vilhjálmsson fræðimaður látinn NÝLÁTINN er Konráð Vil- lijálmsson, fræðimaður á Akur- eyri, oft kenndur við Hafra- læk, 77 ára að aldri. Konráð var kunnur fræði- maður og skáld. Hin mikla Þing- eyingaskrá hans, sem er ein- stætt verk og geymir ótæmandi fróðleik, mun lengi varðveita minningu hans. Konráðs Vilhjálmssonar mun getið hér í blaðimi síðar. Æskulýðsheimili templara á Akureyri Kristján var áttræður, fædd- ur íj Nesi og átti þar heima alla ævi. Kona hans, Guðrún Stef- ánsdóttir, ættuð af Suðurlandi, lifir mann sinn. Kristján var lengi jarðabótamælingamaður í S.-Þingeyjarsýslu og gegndi mörgum trúnaðarstörfum í sveit sinni. Hann var vinsæll maður og góður bóndi. Valdimar bjó á Böðvarsnesi allan sinn búskap, var og fædd- ur þar og uppalinn. Hann var járnsmiður að mennt og varð hann hjálparhella margra sveit- unga sinna og fleiri vegna þeiiT- ar kunnáttu. Ekkja hans er Svanfríður Sig- tryggsdóttir, ættuð úr Höfða- hverfi. Valdimar var gildur bóndi, með afbrigðum traustur í öllum viðskiptum og drengur góður. □ ÆSKULYÐSHEIMILI templ- ara á Akureyri tók til starfa,að þessu sinni þann 20. október með setningarathöfn í Borgar- bíó, þar sem flutt var ávr.rp og fýnd kvikmynd. Þetta er átt- unda starfsár Æskulýðsheimil- isins. Þar er allfjölbreytt starf- semi, svo sem tómstundagaman í leikstofum heimilisins, lestur góðra bóka í lesstofu, námskeið og klúbbastarfsemi og starfs- fræðsludagur fyrir unglinga. — Skal nú skýrt í stuttu máli frá hverjum þessum þætti. Starf- semi heimilisins fer að mestu fram í Varðborg og hefur það miðhæð hússins til umráða. — Góðtemplarareglan á Akureyri leggur fram fé til þessa tóm- stundastarfs. Heimilinu var slitið í Borgarbíó 29. marz með ávarpi og kvikmynd. Leikstofumar. Leikstofurnar voru opnar tvisvar í viku undir umsjón Helgu Halldórsdóttur, húsvarð- ar, og Valdimars sonar hennar. Voru leikstofurnar opnar til marzloka. Eins og undanfarið var meiri aðsókn að leikstofun- um fyrir áramót, en nokkru minni eftir það. Leiktæki voru svipuð og áður, knattborð, bob, Heiðursborgari látinn FRÚ Margarete Schiöth, heið- ursborgari Akureyrarkaupstað- ar, er látin. Hennar verður get- ið síðar hér í blaðinu. ýmis kúluspil o. fl. Nýtt leik- tæki, tvö knattspil höfðu bætzt við leikáhöldin. Bókasafnið og lestrarstofa. Heimilið á gott bókasafn og var lestrarstofa þess opin tvisv- ar í viku og var Bjarni Hall- dórsson bókavörður eins og áð- ur. Alls voru lánaðár 1650 bæk- ur, þar af 890 fyrir áramót, en 760 eftir áramót. Fyrir áramót voru lánaðar að meðaltali 74 bækur á dag, en 33 eftir áramót. Um 20 nýjar barna- og ungl- ingabækur voru keyptar í safn- ið um áramótin. Einnig fjöl- fræðibókin „Panórama“, en hún er á dönsku. Á árinu barst safn- inu að gjöf barnablaðið „Vor- ið“ frá byrjun, 27 árgangar. — Gefendur voru útgefendur blaðsins. Námskeið og klúbbstarfsemi. Eins og áður fóru fram ýmis tómstundanámskeið á vegum heimilisins. — Má þar nefna 4 námskeið í ljósmyndasmíði og voru nemendur 21. Leiðbein- andi var Hermann Ingimarsson. Þá voru 5 námskeið í pappírs- föndri fyrir börn og voru í þeim 75 þátttakendur. Kennarar voru Sigrún Björgvinsdóttir og Indr- iði Úlfsson. Þá hafði Sigrún Björgvinsdóttir eitt námskeið í myndsaumi og veggteppagerð fyrir stálpaðar stúlkur, og voru þátttakendur 15. Þá var nám- skeið í flugmodelsmíði fyrir drengi. Kennari var Dúi Eð- valdsson. Tveir tómstundaklúbbar störfuðu í heimilinu í vetur. Flugmódelfélag Akureyrar var Framhald á bls. 7. Frá námskeiði í Varðborg í vetur.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.