Dagur - 11.07.1962, Síða 8

Dagur - 11.07.1962, Síða 8
8 Verið að rannsaka jarð- hitasvæði við Akureyri Möl og sandur sf. við Glerá hefur mikinn og ört vaxandi rekstur. (Ljósni. E. D.) Fyrsii olíuborni vegurinn á Norðurlandi Möl og Sandur h.f. gerir þessa tilraun bráðlega FRÁ því var áður sagt, að fyrir- tækið Möl og sandur sf. á Ak- ureyri hefði í hyggju að gera tilraun með það, að olíubera vegarspotta í tilraunaskyni og að sænskri fyrirmynd á þessu sumri. Blaðið hivti Hólmstein Egils- son, forstöðurnann Malar og sands sf., og spurði hann nánar um þessa fyrirætlan. Hann sagði svo frá: Götuolía er rétt komin hing- að og ef góð tíð verður og tími verður til, verður tilraunin gerð í næsta mánuði. Óákveðið er ennþá, hvar tilraunin verður gerð, en ráðgert að olíubera 500 metra vegarspotta I bænum eða í nágrenni hans. — Líklegt má telja, að bærinn eða vegamála- stjórn kjósi að verða aðilar að þessu, ef vel tekst til í byrjun- inni. Komið hefur til tals, að olíubera flugvöllinn. Einhver þessara aðila mun eflaust sjá sér hag' í félagsskap, ef vel tekst til. Hafið þið þau áhöld, sem með þarf? Við munum fá lánaðan tjöru- pott hjá bænum til að hita olí- una og steypan verður blönduð á steypubílnum okkar hér hjá fyrirtækinu. Olían ásamt íblöndunarefnum verður lögð ofan á malarveginn, tv’ær umferðir, og síðan valtað. Þessi blanda verður 6—8 sm. á þykkt. Verkfræðingur fyrirtæk- is okkar er Magnús Ágústsson Ilólmsteinn Egilsson, framkvstj. og sér hann um hina faglegu hlið málsins. Hvað líður strengjasteyp- unni? Möl og sandur sf. er að byggja stórhýsi við Glerá úr strengja- steypu, sem framleidd er á staðnum, en í þessu húsi er ætlunin að framleiða húshluti úr strengjasteypu og hafa þá til ■ r Síldarmóttakan eystra í stakasta ólestri NÚ er fram komið hver gífurlegur skaði hefur orðið af því ráðleysi ríkisstjórnarinnar, að hafna skynsamlegum tillög- um írá stjórn Síldarverksmiðjum ríkisins, sem miðuðu að því að aúðvelda síldarmóttöku á Austurlandi. Og nú blasir það við í öðru lagi, hverjar afleiðingar það nefur í för með sérj. hver dráttur varfí á lausn verkfalls járniðnaðarmanna. Stjórn Síldarverksmiðjanna gerði um það tillögur, að kont- íð yrði upp öflugum móttöku- og umhleðslustöðvum á Seyð- isfirði og Eskifirði. Þessu hafnaði ríkisstjórnin, en ákvað í þess stað að stækka síldarverksmiðjuna á Seyðisfirði og byggja nýja síldarverksmiðju á Reyðarfirði. En þessar fram- kvæmdir hófust allt of seint og auk þess tafði járniðnaðar- vérkfailið fyrir. Aí þessum sökum þarf enn að bíða eftir að Seyðisfjarðarverksmiðjan geti tekið á mójti síld, og í suinar kemur Reyðarfjarðarverksmiðjan tæplega til nota. Á Austurlandi ríkir því hið mesta áfremdarástand í þess- um málum og tafir hafa orðið á losun skipanna, þótt ekki hafi verið nein „krafísíid“ enn sem komið er. sölu. Er þegar búið að panta nokkur hús úr þessu efni og er verið að steypa undir þau grunnana. Strengjasteypa verð- ur í veggjum og þaki þessara húsa. Þetta lækkar bygginga- kostnaðinn til mikilla muna. — Strengjasteypan hf., sem er sér- stakt hlutafélag undir sömu stjórn og Möl og sandur, annast þessa framleiðslu. Strengja- steypan er notuð í geymsluhús og stærri verkstæðispláss til að byrja með. Fleira í fréttum? Auk þess er búið að stofna (Framhald á bls. 7.) í SÍÐUSTU VIKU kom til Ak- ureyrar GuðmundUr Pálmason, eðlisfræðingur, ásamt 5 aðstoð- armönnum til að rannsaka jarð- hitasvæði í nágrenni Akureyr- ar. Svæðið milli Kristness og Hjalteyrar verður rannsakað að þessu sinni. Rannsóknin byggist á sveiflu- mælingu og eru gerðar töluvert aflmiklar sprengingar og síðan rannsakað, hvemig hljóðið berst eftir berglögunum, en út frá þessu eru dregnar ýmsar á- lyktanir, er að gagni mega koma við síðari leit að heitu vatni. Ætlunin mun vera sú, að fyrsta verkefni Norðurlands- borsins á næsta ári verði hér við Akureyri. Nefnd rannsókn er á vegum jarðhitadeildar raforkumála- stjórnarinnar, og mun hún bæj- Slasaðist um borð SL. SUNNUD AGSKV ÖLD kom til Akureyrar brezkur togari með slasaðan sjómann. — Hafði klippzt neðan af fætinum og var um það búið og látið fylgja í land í von um viðgræðslu. Hinn slasaði maður var háseti og dökkur mjög á hörund. Liggur hann í Fjórðungssjúkrahúsinu. arbúum fagnaðarefni og skiptir miklu máli að það liggi sem ljós- ast fyrir, hvort möguleikar eru á hitaveitu fyrir Akureyrar- kaupstað og að þeir verði not- aðir hið fyrsta, ef til eru. Hinar eðlisfræðilegu ránn- sóknir er meginþáttur þeirra rannsókna, sem gera þarf áður en hafizt verður handa um bor- un. □ AKUREYRINGAR! j GERUM stórt átak í að fegra [ bæinn okkar fyrir afmælið. § Það cru vinsamleg tilmæli, 1 að bæjarbúar bregðist vel \ við og taki almennt þátt í = fyrirhugaðri snyrtiviku, sem = ákveðin liefur verið frá 20. = júlí til 1. ágúst. Er þá gert i ráð fyrir, að menn hreinsi og \ fegri lóðir sínar og mun bær- = inn aka ruslinu burt úr i hverri götu í einu lagi. i Atliygli skal vakin á því, i að bærinn keyrir burt rusl \ ókeypis aðeins þennan tíma. i Tilkynna ber formanni i Fegrunarfélagsins eða heil- i brigðisfulltrúa, þegar hreins- i un liverrar götu er lokið. i Fegrunarfél. Akureyrar. i Hornsieinn laoður a8 sumarbúðunum við Vestmannsvaln Æskufólk frá Skotlandi vinnur að byggingunni Á SUNNUDAGINN var fór fram hátíðleg athöfn er horn- steinn var lagður að sumarbúð- um Þjóðkirkjunnar við Vest- mannsvatn í Aðaldal. Sumar- búðir þessar munu vera þær fyrstu hér á landi, sem beinlínis eru byggðar á vegum Þjóðkirkj- unnar. Níu Skotar og sex íslending- ar vinna þarna kauplaust í þágu hins góða málefnis, kosta sjálfir ferðir sínar, en hafa frítt uppihald á vinnustað. Hluta úr deginum stunda þessi ungmenni guðrækilegar iðkanir. Þennan dag fór hátíðleg guðs- þjónusta fram á Grenjaðarstað að viðstöddum mörgum lcirkju- gestum. í messulok flutti séra Friðrik A. Friðriksson, prófast- ur í Húsavík, ávarp, sem sér- staklega snerti hið útlenda og innlenda æskufólk. Fararstjóri Skotanna, David Reid, þakkaði og kvaðst fagna því, ásamt fé- lögum sínum, að hefja vinnu við byggingarframkvæmdir við Vestmannsvatn. Drengir frá Ak- ureyri léku á lúðra við kirkju- dyr, er guðsþjónustu var lokið, undir stjórn Jakobs Tryggva- sonar. Sumarbúðirnar eru þegar of- urlítið á veg komnar, þótt horn- steinninn væri ekki lagður fyrr. En ráðgert er að þær taki um 40 ungmenni og áætlað að hægt verði að taka þær í notkun á næsta sumri. Þeim var valinn staður á fögrum stað sunnan Fagranesbæjar og blasa við af þjóðveginum. Sr. Olafur Skúla- son, fulltrúi Þjóðkirkjunnar, dvelur á byggingarstað næstu daga. Sr. Pétur Sigurgeirsson lagði hornsteininn og flutti við það tækifæri ávarp, en sr. Sigurður Guðmundsson drottinlega bless- un. Margir einstaklingar, stofnan- ir og félög hafa lagt fram fé til sumarbúðabyggingarinnar, og lítur út fyrir að þær verði að miklu leýti byggðar fyrir þessi frjálsu framlög áhugafólks. Foi-maður kvenfélagsins í Að- aldal, Aðalbjörg Kristjánsdóttir, færði sumarbúðunum að gjöf fagran fána, sem síðan var dreg- inn að liún og blakti þar við hlið hins bláhvíta fána æskulýðsfé- laganna. Skotarnir sungu 23. sálm Davíðs. Samkvæmt teikningum, sem sumarbúðirnar í Aðaldal eru byggðar eftir, verða bygging- arnai- smekklegar, og sú von er við þessa framkvæmd' bundin, að hún hjálpi mörgum æsku- manni til að þræða gæfuveg. □ Séra Pétur Sigurgcirsson leggur liornstein að sumarbúðunum.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.