Dagur - 14.07.1962, Síða 4

Dagur - 14.07.1962, Síða 4
4 5 ÞURFA BÆNDUR AÐSTOÐ? TÆPLEGA berast svo fréttir utan af landsbyggðinni' sérstaklega norðanlands, að ekki sé getið kalskemmda í ræktuðu landi. Það er staðreynd, sem við blasir, að víða eru þessar skemmdir svo stór- kostlegar að veruleg vandræði eru óhjá- kvæmileg og bústofnsskerðing óumflýj- anleg nema önnur úrræði komi til. ís- lendingar eru ekki óvanir skemmdum á ræktuðu graslendi, og um þær var fjall- að hér í blaðinu fyrir stuttu, eðli þeirra og orsakir. En á síðari árum munu þær ekki hafa verið eins miklar og nú í heil- um byggðalögum. Nauðsynlegt er að kalið sé rannsakað nú í sumar á fræðilegan hátt, til þess að gefa megi bændum nothæfar leiðbeining- ar. Hér kemur til dæmis mjög til álita, að hve miklu leyti megi verja liin lialla- litlu lönd kali. En verulegur hluti ný- ræktanna liin síðari ár, hefur verið gerð- ur á uppþurrkuðu flatlendi. — Einnig þyrfti að rannsaka kalþol grastegund- anna, áhrif tilbúins áburðar og margt fleira, er varpað gæti ljósi á orsakirnar. Bændafélögin, búnaðarsamböndin, Búnaðarfélag íslands og ríkisstjórnin mega ekki láta sumarið líða án þess að þessar rannsóknir fari fram og vill blað- ið í þessu sambandi sérstaklega vekja athygli á, að ákveðnar óskir um þetta þurfa að berast frá bændunum sjálfum og samtökum þeirra. Þá er einnig nauðsynlegt að láta gera heildarmælingu á kalskemmdunum, og athugun á uppskcrubresti af þeirra völd- um. Sennilegt mætti telja, að nokkur á- hugi væri fyrir því, að samfélagið styddi á einlivern liátt við bakið á þeim bænd- um, sem orðið liafa fyrir mestu tjóni af framangreindum ástæðum. Til þess að gera mönnum ljóst, að hér er um veru- legt vandamál að ræða og mikla skerð- ingu á afkomumöguleikum margra bænda, má benda á, að fast að lielming- ur túnanna hjá sumum bændum í verstu kalsveitunum, gefur litla sem enga upp- skeru í sumar, vegna skennndanna. Svo er ástatt víða á Norðurlandi a.m.k. að síðasti vetur var mjög gjaffrekur og fymingar því Iitlar sem engar til að mæta lélegu heyskaparári. Þá bætist það við, að heyskapur byrjaði að þessu sinni viku til háfum mánuði síðar en venja er til, og því litlar líkur til þess, og raunar þegar útilokað, að góð spretta á hinu ó- skemmda landi geti hætt upp hin skenmidu ræktarlönd, þótt engu skuli spáð um heyskapinn að öðru leyti. Á síðari árum hefur hvers konar sain- hjálp og aðstoð hins opinbera við þá farið mjög í vöxt. Þótt um það megi dcila, að hve miklu Ieyti er hægt og æskilegt, að tryggja einstaklingana gegn hvers konar óhöppum, verður því ekki neitað, að samhjálpin bætir lífskjör þeirra, er þess þurfa lielzt með, og gerir mannlífið fegurra. En óhætt mun að fullyrða, að bændastéttinni eða einstök- um bændum er engin hætta búin af of- rausn þjóðfélagsins, þótt það bætti að einhverju leyti hið stórkóstlega tjón á ræktuðum löndum, sem hvarvetna blas- ir við á hinum norðlenzku kalsvæðmn. Spurningu þeirri er liér er varpað fram í fyrirsögn, verður að svara játandi. v----------------------------------J DÁLÍTIÐ RABB í VETUR sá ég grein í Degi með yfirskriftinni: Nú ákalla þeir íhaldið. Tilefnið var grein í Morgunblaðinu eftir Hermóð Guðmundsson, bónda í Árnesi. Ég kaupi ekki Morgunblaðið, en fæ stóra slatta af því, Tímanum, komma- og kratablöðum hér úr næstu húsum svona af og til. Allar þessar ^egundir loga ágæt- lega og þéna mér vel við að koma glóð í miðstöðvarketilinn. Og vitanlega geri ég mér gott af þessu andans fóðri eftir því sem lyst og tími leyfir, áður en ég rétti því eldspýtuna. En því miður sá ég ekki þessa grein Hermóðs, en eftir því sem Dagur segir, hefur hann ekki lýst vel afkomuskilyrðum okk- ar, sem enn búum í sveitum okkar feðrafróns, og skoraði á sína góðu goða í Sjálfstæðis- flokknum að rétta okkar skörð- ótta hlut. Já, Dagur. Þetta með afkom- una var biti handa þér og kem- ur heim við það, sem þú og Tíminn hafið sagt okkur síðan viðreisnartímabalið hófst, og svo varstu svo elskulegur, að láta okkur vita um ástæðuna fyrir þessu ólánsstandi. Það var nú verri sálmurinn fyrir mig, sem ekki hef kosið mann á þing í lengri tíma. Ég er alveg hætt- ur að opna útvarpið fyrir stjórn- málaumræðum, veit hvað ég fæ í hlustirnar, fæ að heyra í prýði- lega mælskum manni, ekki vantar það. En hvaða ósköp eru þetta? Hann er að lýsa kol- svörtu fressi með hárbeitt manndrápshorn út úr öllum skönkum, hvítglóandi sjónir og eiturspúandi hvoft, sem muni steindrepa niður alla viðreisn í landinu, ef það verður ekki kveðið niður hið. snarasta, og rökstyður mál sitt svo óskap- lega vel, að það er ekki hægt annað en trúa honum eins og glænýju grásleppuneti. En nú byrjar annar, líka prýðilega mælskur, og hann segir, að skepnan sé ekki fress, heldur fannahvítur gæðingur með töfrandi kynbombu á hryggn- um. Og hann muni færa öll- um landslýð auð og algleymis- auð, og hann færir ekki lakari rök fyrir máli sínu en fress- maðurinn. Og ég loka mínu tæki, alveg jafngáfaður og þeg- ar ég opnaði fyrir okkar hæst- virtu. En nú skulum við leyfa okkur að skreppa úr ólánsstandinu aftur í blessaða birtuna og yl- inn bjargráðatímans. Þá var nú Framsókn sæl með brosandi glímukappa í forsæti. Það lá líka vel á krötum, og hann Emil Jónsson, sem vissi og hafði lengi vitað, að við bændur stór- grætldum, stofnsetti blómabú á fornu höfuðbóli við suður- ströndina og græddi þau voða feikn, að frægt varð um allt land. Það lá líka vel á komm- um. Þeirra ástkæri félagi, mann- vinurinn mikli Jósef Stalin, var að vísu dáinn, en það fór prýði- lega um hann, lá vel smurður á viðhafnarbörum, í viðhafnarreit langt austur í sælu Rússíá. Já, þá voru góðir tímar. Mogginn var að vísu ekki alltof sæll, en komst vel af. Þó stjórnin væri dásamlega góð, tókst henni ekki að snúa á þá gömlu speki, að enginn gerir svo öllum líki, og verkföll voru af og til, og þá var kauði kátur og tútnaði vel út eins og púkinn á bitanum forð- um. Nú er honum skrattalega við öll verkföll. Undarlegt er þetta. Fyrsta verk stjórnarinnar var vitanlega það sama og ann- arra stjórnarherra nú um stundir, að lækka rostann í krónuskrattanum, sem alltaf vill vera svo stór upp á sig. Það gekk nú vel, og það getum við bændur vottað. Við þurftum að kaupa svo mikið af allra handa krami og dóti, ef við viljum ekki verða að saltstólpa, eins og kvinnan forðum. En sá góði maður, Sverrir Gíslason, sem aldrei hefur fótbrotið flugu, sagði okkur, að séð yrði fyrir okkar hlut, og það var líka gert. Kjötkílóið hækkaði um nokkra verðmikla aura og sömuleiðis mjólkurlítrinn. Þá var mikil tæknimenning. Þá lærðu menn að snúa á kíghóstann. Hann var settur í flugvél og flogið með hann hátt upp í loftið og þar dó hann. Og þá var flugfélag, sem skuldaði okkar ríka ríkissjóði talsverða upphæð, og nú datt því í hug, að losna mætti við þann drösul með því að svífa nógu hátt og langt, og bauð fjárhagsráði okkar stórgöfuga Alþingis ókeypis far í það mikla tilraunaflug, og þar sem þeir ráðagóðu menn, rem í því ráði lögðu fram sín ráð, voru mjög samvizkusamir og förnfu.sir, þá lögðu þeir það á s:'na blæfögru bossa að bæla s.elin alla leið til páfans í Róm, sem fagnaði þeim hið bezta. En þótt þessir loft- englar væru ei með vængi út úr sínum herðiblöðum, hafði hann enga atvinnu við að veita þeim aflausn, en vel veitti sá mikli kirkjunnar pamfíll þeim í mat og miði. Þessi nýtízkulegi þátt- ur í þjóðlífi voru gafst afbragðs- vel. Félagið skuldlaust og þátt- takendur voru sæmdir hinni forsetalegu nærbuxnaorðu fyrir sitt ágæta botnsstarf. — Ég gleymdi að geta þess, að Péturs- kirkjuprestur í Mývatnsþingum var með í hinni miklu för, gam- aldags klerkur, sem borgaði sitt pláss úr sínum eigin pung. Þá fengu hinar miklu framá- og bardagahetjur okkar bænd- anna þann mikla innísigblástur, að byggja yfir sig himingnæf- andi virki til að bæta sína víg- stöðu, sem lengi var búin að vera svo aðþrengjandi, að þeir sátu eða stóðu fastir, hvort þeir voru fullir eður lítt fullir, en meður því, að rauðagullið góða er efnis- og orkulind halla og hreysa, er frá grunni skal reisa, þurfti að ná því óbilandi tökum. En hvar? Jú, vitanlega hjá okk- ur bændunum, sem þeir börð- ust fyrir með algerlega ryðfrí- um stál- og andans vopnum, og myndu fyrirsjáanlega græða ennþá meira við þeirra stórum bættu vígaferlastöðu. En nú höfðu þessir framsæknu for- ustusauðir sveitanna slæman grun um, að lítið rauðagull mundi að sækja í okkar grip- tengur og Bretagull sömuleiðis, þar sem latsauðasölutímabilið var fyrir stórum mannsaldri horfið í aldanna skaut. En þeir vissu líka, að fyrir þeirra miklu kúnst brandana björtu var hátt á okkar fráfærnaniður- lögðuskyrsáum af verðmiklum bankóseðlum, og nú var að tína saman sitt lítið úr hverjum hinna víðu gáma, sem sátu í fósturjörðinni að hálstaui upp, án þess að nota áberandi langa putta eða særa hið dýrmæta lýðræði holund. Og ekki brást vit okkar vina. Þeim voru vel kunn þau vísindi, að þar sem kötturinn kemur sínum haus, kemur hann og daus, og undir þessum þekkingargeisla skyldi sigla knerrinum heilum í höfn. En bændum um norðanvert landið barst njósn af ætlan þessari, söfnuðu liði og neituðu að greiða vígisgjöldin, töldu sig hafa nóg með sína bankóseðla DAGINN OG VEGÍNN I luma áð gera, sendu síðan sína vitr- ustu og göfugustu metin á bún- aðarþing. En þótt þeim væri ekki vits vant, voru þeir flestir farnir að mást og slakna við allra handana bardús á yfir- borði vorrar foldar, og mesta uppstandseðii þar af leiðandi úr þeim gufað. Um þessa hluti var okkar reykvísku framámönnum vel kunnugt, og notfærðu sér á þann hátt, að stinga þeim í sína rúmgóðu vasa eftir smá mýk- ingu, að undanskildum fjórum eða fimm, sem voru svipað skaptir og Hrólfur forðum' daga. Við urðum ekki margir til að andmæla. Ég sendi Tímanum smá athugasemdir, stílaðar til vinarins okkar fyrr en daginn, Steingríms Steinþórssonar, en fyrir þær fannst ekki pláss í sem okkar hæstvirtu lögfestu virkistollinn. En Freysgoði vorra tíma, Gísli Kristjánsson, sagði okkur, þess- um fáu rösklega til syndanna á forsíðu í sínu ágæta blaði. Mús- arholumenn, músarholusjónar- mið og eitthvað fleira. En hina, sem.sögðu nei, en héldu sér svo saman, gerði hann að víðsýnum höfðingjum. Ekki varð ég undr- andi. Hafði heyi't dásamlega kvarnahljómlist úr þeirri átt fyrr, en ætli Freysgoðinn spil- aði sínar hljómplötur í frjálsu landi, ef landar hans hefðu allt- af tekið yfirgangi og arðráni með því bara að halda sér sam- an. Þá þetta skeði, var sveit- ungi minn í S.-Þing. nýbúinn að byggja stórmyndarleg útihús, tók stórt lán, hafði um áttatíu þúsund í brúttótekjur. Af því þurfti hann að greiða í vexti og afborgun milli þrjátíu og fjöru- tíu þúsund. Svo gerðu áburðar-, fóðurbætis- og verkfærakostn- aður drjúgt skarð í það, sem hann hafði fyrir sig og sína stóru fjölskyldu að leggja. — Hreppsnefnd sveitarinnar vildi hafa sitt og lagði á hann 250 kr. útsvar, játaði þó, að það væri 250 kr. of mikið, en 800 kr. skatt ályktaði búnaðarþing rétt vera að skella á kónann. Síðast sá ég þennan fyrrverandi nágranna minn í sláturhússvinnu á Húsa- vík, og þar voru fleiri miðaldra bændur og eldri. Mér fannst þetta heldur nöturlegt, vissi, að þrátt fyrir vélakost höfðu þeir lagt hart að sér við heyöflun. En þótt kaupið sé ekki hátt í sláturhúsum okkar við það,sem margir bera úr býtum, var þeim víst vel kunnugt, að þeir höfðu langtum hærra tímakaup við að farga fénu en fóstra það upp. Voru komnir í aðra og rétt- hærri stétt og fengu kaupið sitt greitt að fullu eftir mánuðinn. Þetta voru nokkrar minning- ar frá bjargráðatímanum. En eru bjai'gráðin úr sögunni? Nei, ekki aldeilis. Þau voru að verki á búnaðarþingi í vetur, þegar það samþykkti að framlengja virkisskattinn í fjögur ár og sýndi þarmeð, að vasatusku- menningu þeirrar samkundu hefur ekkert hrakað. En góðir hálsar, er þetta blárófan á kisu, eða er það rófa, sem þið ætlið að tylla í kerru til að hirða í nokkurra ára skatt af þessum fjórum liðum? En hvað eru bændur búnir að greiða mikið til virkisins mikla, sem kallað er bændahöll? Og hvað er gert ráð fyrir að taka mikið af okk- ur næstu fjögur ár? Og hvað eigum við að fá í staðinn? Spyr ókunnugur. Hef ekki heyrt né séð á þetta minnzt. Svo gerðist það, sem hlaut að gerast. Viðreisnarstjórnin með Ingólf frá Hellu í broddi fylk- ingar labbaði sig í hina dásam- lega hreinu slóð Búnaðarþings. Það var ekki erfitt. Hún lá ekki yfir hæsta garðinn og ekki þann lægsta, heldur þann, sem bara er til í orði. Enda gekk vel að lögfesta á okkur þrælahels- ið. Gerið svo vel, bændur góð- ir! Borgið tvö prósent af nettó- tekjum í stofnlánasjóð, svo ætl- um við að lána ykkur krónurn- ar, sem þið greiðið í hann, með okkar sanngjörnu viðreisnar- vöxtum. Þægileg lausn, og því í ósköpunum fá ekki aðrarstétt- ir þjóðfélagsins að njóta því- líkra dásemda? Þessu tók okkar göfga bún- aðarþing illa, að undanskildum vasatuskum íhaldsins, og var það ekki eðlilegt? Á það ekki mest í þessum fáu flugum sveit- anna? Og á það ekki mest með að drepa sínar eigin flugur? Jú, \’itanlega. En einn kemur öðr- um fremri. Og það var ekki gert rr.eira með nei-ið búnaðnrþings, en ályktanirnar, sem frá því hvína einsog skeyti úr vélbyssu og hafna oftast hjá þeim gamla i tunglinu. Mogginn birti viðtal og mynd af Húnvetningi fyrir nokkru síðan, sem var að taka sæti á Alþingi sem varatittur. Mjög efnilegum manni, sem virtist fara vel í vasa og tekur fagn- andi við þrælahelsinu hjá sín- um kæru. Það skemmir víst ekki gripinn, að hann getur átt von á að sjá hann hjá afkom- endunum á deginum mikla. — Þetta er gömul og góð aðferð lijá Mogga, koma með viðtöl við vasatuskur sínar í skipstjóra- stétt, þegar verið var að sneiða af landhelginni í ránskjaft Bret- ans. Annar Húnvetningur, Jón Benediktsson, skrifaði grein í Moggann og tók svo vel og réttilega í Framsókn, að rit- stjórarnir verða aldrei menn til að gera svo vel, þótt eitthvað af þeim sé atómljóðaverðlauna- gripir. Og Mogginn var svo á- nægður, að hann malaði lengi eftir átið á þeim góða feng. En hann malaði ekki af bitan- um, sem hann fékk frá frétta- ritara sínum, Hermóði bónda í Árnesi, nasaði bara af honum í hálfan mánuð og sendi síðan heim í föðurtún sem versta ó- æti, sem ekki mætti sjást á nokkru borði fyrr en eftir dúk og disk. En Tírninn var svo göf- ugur í sinni stjórnarandstöðu að birta greinina, og ég þakka hon- um fyrir af því að hún er ágæt og ekkert sýkt af vasamennsku nútímans. — Hingað og ekki lengra, segir Hermóður. Áður en íhaldið smeygði á okkur fjötrunum, og áður en hallar- forkólfar framlengdu sinn ráns- skatt, og getum við ekki látið þessi orð verða að veruleika? Jú, svo sannarlega höfum við vopn í höndum til þess, og ég þakka yklcur, bændur í Gríms- nesi, fyrir að þið höfðum dáð til að minna á bað nú nýlega. Sé ekki ástæða til að þakka bún- aðaríélögunum, sem hafa verið að senda mótmæli við hinum og öðrum rangindum og ekki er gert meira með en krunk í gömlum krumma norður á Rifs- tanga. En hvaðan kemur okkur forustan? Ekki frá okkar reyk- vísku forkólfum eftir reynsl- unni. Nei, hún verður að koma úi' okkar stétt, og það eruð þið, bændur á Suður- og Vestur- landi, sem hafið brandinn í höndunum, og ekki skal ég trúa að við, sem fjær búum, látum okkar eftir liggja. Skrúfa fyrir mjólkurleiðsluna til Reykjavík- ur, það er allt og sumt. Og við getum fljótlega farið að semja um okkar mál eins og frjálsir menn. Og þá skulum við rétta íhaldinu aftur helsið, sem það smeygði á okkur, og við skulum ráða sjálfir, hvað við gerum við bændahöllina og við skulum semja um sama verð á ríkisraf- magni um allt land, og við skul- um kaupa eða ráðstafa áburðar- verksmiðjunni áður en hún verður gerð að féþúfu manna, sem kjósa að verma sitt hræ við annarra eld. Og við skulum láta lagfæra verð á dráttarvélum og öðrum tækjum, sem okkur eru nauðsynleg, svo að við losnum við að kaupa þau notuð og úrelt frá grannþjóðunum. Og við skulum ekki láta svíkja af okk- ur verkalaunin, sem við vinn- um fyrir alla daga ársins, virka sem helga. Og er ekki fyllsta á- stæða til að hætta að hafa reyk- víska vasatusku á oddinum í okkar kjaramálum? — Hvað finnst ykkur, bændur? Er ekki kominn tími til fyrir okkur, sem framleiðum mjólk og kjöt og annað góðmeti, að hætta að láta fara með okkur eins og hunda, sem taka upp þann sið að ráfa um bithagann og rífa fé á hol? Eiðum, S.-Múl., 20. maí 1962. Páll Guðmundsson. •IHHHIHHHHHHHHM IIHiniHHIIHHHI IDagurI kemur ekki út næstu 3 vik- ur, vegna sumarleyfa í prentsmiðjunni. DÓMUR var upp kveðinn í sakadómi Reykjavíkur í síðustu viku í hinu svokallaða olíu- máli, sem höfðað var gegn Hauki Hvannberg og fleiri. — 1 dómsniðurstöðu segir: Ákærður Haukur Hvannberg sæti fangelsi 4 ár. Ákærður Jóhann Gunnar Stef- ánsson, greiði kr. 250.000.00 í sekt til ríkissjóðs og komi varð- hald 12 mánuði í stað sektar- innar, verði hún eigi greidd inn- an 4 vikna frá birtingu dóms þessa. Ákærðir Helgi Þorsteinsson, Skúli Thorarensen, ÁstþórMatt- híasson, Jakob Frímannsson og Karvel Ogmundsson, greiði hver um sig kr. 100.000.00 í sekt til ríkissjóðs og komi varðhald 7 mánuði í stað hverrar sektar, verði sektirnar eigi greiddar innan 4 vikna frá birtingu dóms þessa. Ákærður Vilhjálmur Þór, greiði kr. 40.000.00 í sekt til rík- issjóðs og komi varðhald 3 mán- uði í stað sektarinnar, verði hún eigi greidd innan 4 vikna frá birtingu dóms þessa. Stjórn Olíufélagsins hf. greiði f.h. félagsins kr. 29.240.00 í rík- issjóð, ásamt 1% ársvöxtum frá 16. desember 1958 til greiðslu- dags. Stjórn Hins íslenzka steinol- íuhlutafélags greiði f.h. félags- ins kr. 251.586.00 í ríkissjóð, á- samt 7% ársvöxtum frá 16. des- ember 1958 til greiðsludags. Ákærður Haukur Hvannberg greiði Hinu íslenzka steinolíu- hlutafélagi $135.627.29, krónur 51.933.42 og £11.079.-11-08, á- samt 7% ársvöxtum frá 9. marz 1962 til greiðsludags. Ákærður Haukur Hvannberg greiði skipuðum verjanda sín- um, Benedikt Sigurjónssyni, hrl., málsvarnarlaun, að fjár- hæð kr. 65.000.00. Ákærðir Jóhann Gunnar Stef- ánsson, Helgi Þorsteinsson, Skúli Thorarensen, Ástþór Matt- híasson, Jakob Frímannsson og Karvel Ögmundsson greiði in solidum málsvarnarlaun skip- aðs verjanda síns, Guðmundar Ásmundssonar, hrl., að fjárhæð kr. 55.000.00. Ákærður Vilhjálmur Þór greiði málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Sveinbjarnar Jónssonar hrl. að fjárhæð kr. 25.000.00. Ákærðir greiði einnig annan kostnað af sökinni, þar með tal- in málsóknarlaun skipaðs sækj- anda, Ragnars Jónssonar, hrl., að fjárhæð kr. 80.000.00, þann- Framhald á bls. 7. ÞÚ SKALT EKKI .... Hér á Akureyri eru tveir stað- ir til að þrífa bíla og eru báðir mikið notaðir, enda hinir þörf- ustu fyrir hina mörgu bílaeig- endur þessa bæjar. Olíufélögin hafa þvottaplan við Strandgötu og Bifreiðaverkstæðið Þórsham- ar hf. annað,sem einn þátt þjón- ustu sinnar við marga við- skiptavini. Það vakti sérstaka athygli fyrr í sumar, hve góð aðstaða var í þessu efni við Þórshamar. Til dæmis voru þar burstar úr nylon og gúmmí með gegnumrennandi vatni, mjög góðir, ennfremur sérstök ílát fyrir rusl. Þetta var að sjálf- sögðu þakklátlega þegið og svo er enn, en þó með ofurlítið mis- jöfnu hugarfari. Nokkrir úr hópi viðskiptavina, sem koma þarna til að þrífa bíl- inn sinn, en það þurfa margir að gera og oft í okkar mikla rykbæ, litu þvottakústana slíku girndarauga, að þeir gleymdu boðorðinu: Þú' skalt ekki stela. Bílkústarnir hurfu, svo að tæp- lega hafðist við að bæta í skörð- in. Hver þvottakústur af þess- ari gerð kostar um eða yfir 300 krónur. Hinir almennu borgar- ar vilja að sjálfsögðu hafa hina fuljkomnustu þjónustu,en verða þá um leið að virða hana án undantekninga, þá sjaldan að um hana er að ræða. í sambandi við bifreiðarnar í bæ og nágrenni, má geta þeirr- ar nýjungar, að á Akureyri eru nú tvær bílaleigur starfandi í sumar og sýnist þeirra full þörf, þrátt fyrir mikla bílaeign bæj- arbúa. Þá geta borgararnir fengið bíla sína þvegna og bónaða fyr- ir sanngjarna þóknun, svo sem áður var auglýst hér í blaðinu á sínum tíma, og er vert að benda á þá nýjung, þar sem einnig er um góða þjónustu að ræða. Við látum þessu spjalli lokið í dag með því að minna alla bif- reiðaeigendur, sem margir munu ferðast nokkuð næstu vikur, á að flýta ekki för sinni á kostnað öruggs aksturs, og að tillitssemi á þjóðvegunum þarf að aukast. □ FEGRUNARVIKA Á AKUREYRI Þótt Akureyringar séu með réttu stoltnir af fegurð bæjar síns, einkanlega þá, sem á ein- hvern hátt er tengd þeirra eigin verkum og forsjóninni eflaust þakklátir fyrir bæjarstæðið, vantar þó mikið á, að sú fegrun, sem í þeirra valdi stendur að hafa áhrif á, sé alls staðar ákjós- anleg. Fyrir dyrum stendur 100 ára afmæli kaupstaðarins og er margs konar undirbúningur að hátíðahöldunum í fullum gangi. Á vegum bæjarins eru að sjálf- sögðu valdið í þessum efnum, einnig mátturinn og eflaust dýrðin líka. Hér í bæ er þrótt- mikið Fegrunarfélag, eins kon- ar samvizka bæjarins á þeim sviðum er nafnið bendir til og sagðar hafa verið fréttir af. — Þetta félag er eitt hið þarfasta í bænum. Verkefnin eru óþrjót- andi, og með réttu má benda á marga hluti, sem þetta félag hefur komið til betri vegar. — Gott eitt er um þetta að segja, og enn meiri gleðitíðindi eru það, hve vel flestir borgarar bæjarins bregðast við óskum fé- lagsins og yfirvaldanna um að mála hús sín, þau er þess þurfa með, fjarlægja ónýta skúra og hvers kyns rusl, sem víða angr- ar augu vegfarenda, gera við girðingar og lóðir o. s. frv. Sem heild mun bærinn talinn mjög þrifalegur á íslenzkan mælikvarða, gróðurríkari en aðrir bæir, veðursælli og gædd- ur nokkrum virðuleikablæ, sem vel hæfir höfuðstað Norðlend- ingafjórðungs. Því er það bæði auðveldara og eftirsóknarverð- ara að láta hann skara meira fram úr í þeim efnum, sem í mannlegu valdi stendur. Og auðvitað má það ekki henda okkar norðlenzka höfuðstað, og sízt á hátíðastundum, sem kom fyrir höfðingsmanninn, er gleymdi að þvo sér á bak við eyrun. Þess er að vænta, að eftir sumarleyfið geti blaðið frætt lesendur sína um dagskrána varðandi 100 ára afmæli Akur- eyrarkaupstaðar, sem haldið verður hátíðlegt í ágústlok. Allir bæjarbúar eru hvattir til að taka fullan þátt í auglýstri fegrunar- og hreinlætisviku, — síðustu viku júlímánaðár. - SÍÐUSTU FRÉTTIR (Framhald af bls. 1) svæði ekki fundizt svo nærri landi í sumar. Ein torfan var grunnt í sjó, en þar var þá ekk- ert veiðiskip. Allt þaðan og vestur á Stranda grunn eru átuskilyrði góð og síldar hefur orðið vart í Reykja- fjarðarál. Yfirborðssjórinn er kaldur, en þegar kemur ofan fyrir 20 faðma er sjórinn sízt kaldari en venjulega. nþingíð haldið IÐNÞING ÍSLENDINGA, hið 24. í röðinni, var haldið á Sauð- árkróki dagana 20.—23. júní. — Þingið var sett af forseta Lands- sambands iðnaðarmanna, Guð- mundi Halldórssyni, kl. 10 f. h. á miðvikudag. Þingforseti var kosinn Adolf Björnsson, form. Iðnaðarmannafélags Sauðár- króks, og varaforsetar þeir Sveinn Tómasson, Akureyri, og Skúli Jónasson, Siglufirði. Síð- ar þennan dag heimsótti Bjarni Benediktsson, iðnaðarmálaráð- herra, þingið og ávarpaði þing- fulltrúa og gesti. í fylgd með’ ráðherranum var ráðuneytis- stjórinn, Brynjólfur Ingólfsson. Um kvöldið kl. 9 lagði hópur- inn — um 120—130 manns — af stað út í Drangey á flóabátnum Drang. Flestir klifu eyna og nutu mikilleik Drangeyjar, sem er svo margþættur og' stórkost- legur. Ber margt til að Drang- eyjarferð verður hverjum þátt- takanda ógleymanleg með öllu — stórkostleg náttúrusmíði, fuglalífið og sinfónía þess, saga Grettis, landsýn og sólarsýn um Jónsmessuleytið. Ég hef fyrir satt, að sumir þátttakenda liafi gerzt skáldlegir, kastað elli- belgnum og orðið þróttmiklir og ástfangnir sem ungir væru fyrir mikilleik staðarins. Á meðan gestirnir dvöldu í Drangey sýndi Jón Eiríksson, bóndi á Fagranesi, þeim bjargsig, en hann er vanur sigmaður og stundar sig' í Drangey á hverju vori. — Úr Drangeyj arferð var komið heim um klukkan 4 um nóttina. Á fimmtudag var unnið að þingstörfum fyrri hluta dags, en eftir hádegi bauð Kaupfélag Skagfirðinga þingfulltrúum og konum þeirra í ferðalag um hér- aðið. Voru heimsóttir margir merkir sögustaðir í Skagafirði og sagan rakin af leiðsögumönn- um. í boði kaupfélagsins þágu gestir allir rausnarlegar veiting- ar í félagsheimilinu að Ökrum í Blönduhlíð. — Sömuleiðis var hverjum þátttakanda gefin bók- in „Skín við sólu Skagafjörður“ til minningar um ferð þessa og Skagafjörð. Um kvöldið bauð Iðnaðar- mannafélag Sauðárkróks full- trúum og fleiri gestum til mat- arveizlu og kvöldvöku í Bifröst. Meðal skemmtiatriða var saga Iðnaðarmannafélags Sauðár- króks, rakin stuttlega af- Jó- hanni Guðjónssyni, upplestur Eyþórs Stefánssonar og söngur Iðnaðarmannakórs. . Á föstudaginn sökktu þing- fulltrúar sér niður í þingstörf, ræddu mál af kappi og af- greiddu. Þann dag eftir hádegi bauð Iðnaðarmannafél. Sauðárkróks konum þingfulltrúa í skemmti- ferð út á Skaga. Rómuðu kon- urnar þessa ferð mjög og voru í alla staði hinar ánægðustu með hana og höfðingsskap skag- firzkra iðnaðarmanna. Hitt mun einnig vera rétt, að fylgdar- sveinarnir, sem með þeim fóru til leiðsagnar og aðstoðar voru enn ánægðari með Skagaferð- á Sauðárkróki ina, þótt þeir hefðu af skiljan- legum ástæðum ekki eins hátt um það. Konunum var og sér- staklega sýnd hin fallega kvik- mynd „Skín við sólu Skagafjörð- ur“. Störfum Iðnþingsins lauk fyr- ir hádegi á laugardag. Á þing- inu voru mörg merk mál rædd og afgreidd, þótt þeirra verði ekki getið hér. Þess má þó geta, að m. a. var samþykkt að stofna lífeyrissjóð iðnaðarmanna og fyrsta stjórn hans kosin. — Til sjóðsins gaf Þórir Jónsson, for- stjóri, Reykjavík, kr. 30.000.00 sem stofnframlag. Á þessu ári á Landssamband Iðnaðarmanna 30 ára starfsafmæli. Var þess minnzt á margan hátt á þing- inu. í tilefni af því voru þrír menn sæmdir heiðursmerki iðnaðarmanna úr gulli, Tómas Vigfússon, Reykjavík, Guðm.H. Guðmundsson, Reykjavík, og E. Höstmark, Noregi. Þinginu var slitið með loka- hófi og hádegisverðarboði, sem bæjarstjórn Sauðárkróks hélt fulltrúum og gestum á laugar- daginn. Hófst hófið kl. 12.30 og var risið upp frá borðum kl. 3.30. Hófinu stjórnaði forseti bæjarstjórnar Guðjón Sigurðs- son. Þetta hóf var hið ánægju- legasta í alla staði. Voru marg- ar loflegar ræður fluttar og rök- ræður einnig, svo að engum leiddist, þótt setan yrði alllöng. Héldu síðan gestir og aðkomn- ir fullti'úar á brott, flestir á- nægðir að ég hygg, með dvölina í Skagafirði þessa fjóra dagaum Jónsmessuleytið 1962. G. I. - Ræktunin í S.-Þing. (Framhald af bls. 8) sonurn kynbótanautsins Loft- fara hjá SNE, þeirra Rauðs í Reykjadal, Eyfirðings í Aðal- dal, Blakks í Kinn og sonarsona Loftfara: Rands í Hálshreppi og Kiljans í Kinn. Náskyldur Loftfara var Sturla í Mývatns- sveit og undan honum er nú einn afurðahæsti systrahópur landsins. Af þessum athugunum má slá því föstu, að Kluftastofn- inn á mjög vel við þingeyska kúastofninn bæði með tilliti til afurðahæfni og byggingalags. Horfur eru nú á því, segir Skapti að lokum, að hér fari eins og annars staðar, að þegar bændur eru komnir upp í 20 kýr og þar yfir, þá þykir þeim tímafrekt að sækja félagsnautin og vilja heldur hafa nautkálfa sjálfir. En þegar svo er komið, er erfitt fyrir félögin að fá við- unandi grundvöll fyrir starfsem- ina, og þá vill svo fara, að meira og minna er alið undan óvöld- um nautum. í þessu sambandi sagði ráðunauturinn, að óhjá- kvæmilegt væri að vinna að undirbúningi sæðingarstöðvar, eða eins konar útibús frá sæð- ingarstöð SNE á Akureyri. Blaðið þakkar Skapta Bene- diktssyni fyrir allar þessar upp- lýsingar úr nágrannasýslu okk- ar, og ber fram hinar beztu ósk- ir til handa landbúnaðinum.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.