Dagur - 14.07.1962, Blaðsíða 7

Dagur - 14.07.1962, Blaðsíða 7
r ureynnp BORGAR EINS og bæjarbúum er kunn- ugt, hefur Akureyrarbær ákveð- ið að efna til sögusýningar í til- efni 100 ára afmælis kaupstað- arins á þessu sumri. Undirbún- ingur sýningarinnar er nú kom- inn vel á veg, en þó þykir enn nokkuð' á skorta, að nægilegs úrvals mynda hafi tekizt að afla. Sögusýningarnefnd vill því beina þeim eindregnu tilmælum til Akureyrínga, bæði þeirra, sem hér eru búsettir, og brott- fluttra, að þeir athugi, hvort þeir eigi ekki í fórum sínum myndir — ekki sízt gamlar, — sem fengur væri að á fyrirhug- aðri sýningu og þeir væru fúsir að lána í þessu skyni. Einkum vill nefndin benda á þessa efnis- flokka: Naf nkunnir borgarar, ekki sízt á 19. öld — Ökumenn, vagn- ar og sleðar — Starfshópar — Gömul eða horf in hús — Gömul skip — Gamlir bílar — Verzlun fyrri tíma, kaupstaðarferðir — Húsbrunar — Skrúðgarðar, gamlar myndir og nýjar—Leik- sýningar, ekki sízt, ef einhver ætti myndir frá sýningu á „Helga magra" 1890. Ekki þarf að taka fram, að fu'llum skilum er heitið á öllum myndum, munum og öðru sýn- ingarefni, er lánað verður til sýningarinnar. - „Ölíumálið" (Framhald af bls. 5.) ig: Ákærður Haukur greiði 5/10 hluta kostnaðarins, ákærður Jóhann Gunnar 2/10 hluta, á- kærðir Helgi, Skúli, Ástþór, Jakob og Karvel greiði in solid- um 2/10 hluta og ákærður Vil- hjáhnur 1/10 hluta. » Dóminum ber að fullnægja með aðför að lögum. Guðm. Ingvi Sigurðsson. Gunnar Helgason, 26/6 1962. Þessir dómfelldir hafa þegar óskað áfrýjunar: Jóhann Gunn- ar Stefánsson, Helgi Þorsteins- son, Skúli Thorarensen, Ástþór .Matthíasson, Jakob Frímanns- ,son, Karvel Ogmundsson. og • Vilhjálmur Þór. . ? Þeir, sem vilja sinna þessum tilmælum sögusýningarnefndar, eru vinsamlega beðnir að snúa sér til Haralds Sigurgeirssonar, bæ j arstj óraskrifstofunni, símar 1139 og 1915, eða Sverris Páls- sonar, Möðruvallastræti 10, sím- ar 2870 og 1957. Sögusýningarnefnd. Um Jökiilsárvirkjun MEÐ tilvísun til þess, sem rætt var um raforkumál í útdrætti, sem Dagur birti 23. júní sl., úr ræðu, sem ég flutti á sambands- þingi Framsóknarfélaganna á Laugum, vil ég taka það skýrt fram, að við þingmenn Norður- landskjördæmis eystra og land- kjörnir þingmenn úr kjördæm- inu stóðum allir saman að flutn- ingi tillögu þeirrar um að „und- irbúa virkjun Jökulsár á Fjöll- um til stóriðju", er samþykkt yar á Alþingi 22. marz 1961, og að við höfum síðan haft samráð um að ýta á eftir framkvæmd þingsályktunarinnar, svo og um fleira, sem verða mátti til fram- dráttar því málefni, sem hér er um að ræða. Gísli Guðmundsson. Afgreiðslan opin frá kl. 6.30. Simi 1500 \ 1 kvöld kl. 8.30: . I LÆKNIRINN OG | | BLINDA STÚLKAN ! = Amerísk stórmynd í litum. I \ Aðalhlutverk: = Gary Cooper, Maria Schell, : § Karl Malden. 1 | ORFEU NEGRO j I Hátíð j blökkumannanna | i Heimsfræg stórmynd j i í litum. i Blaðaummæli: i i „Að öðrum myndum clöstuð- ! ; um er óhætt að fullyrða, að j i „Orfeu Negro" sé ein sú | l bezta, sem hér hefur lengi j | sézt." Ó. S. Vísir. i „Þessi mynd er listaverk : É vegna þess að hún er ótrú- i lega sönn. Hún er lofsöngur l til lífsins og ástarinnar, sem i menn ættu ekki að þurrka i úr huga sér að sinni eftir að } hafa séð hana." H. E. Alþ.bl. i Sýnd aðeins einu sinni enn i á suroiudagskvöldið 'kl. 8.30. Rætt við tvo skagfirzka bænáur (Framhald af 8. síðu.) Þar er dálítið byggt í sumar og veitir hvort tveggja ágæta at- vinnu þar á staðnum. Einnig er þar undirbúin malbikun gatna. Bændaförin austur um land pg allt til Jökulsár á Breiða- merkursandi, sem alls stóð í 8 daga með á annað hundrað þátt- takendum úr nær öllum hrepp- um Skagafjarðar, heppnaðist svo vel, að ógleymanleg mun verða. Að því stuðlaði veðui- blíða, sem við vorum svo hepp- in að njóta á allri ferðinni. f öðru lagi voru viðtökur fólksins svo ágætar, að segja má, að við værum borin á höndum af stétt- arbræðrum okkar. Skagfirðing- ;, ar xoru .þeir fyrstu, sem í hóp'r ferð heimsóttu Austur-Skafta'- fellssýslu og dvöldum við þar Garðyrkjuritið 1962 Bindindismannaraót ÁRSRIT Garðyrkjufélags ís- lands er komið út. Ritstjórinn, Ingólfur Davíðsson skrifar greinarnar: Hollusta grænmet- is, Sjúkdómar og jurtakynbæt- ur, Blómasýningar og kennslu- blóm, Víða er pottur brotinn, þáttur um grös á Látraströnd og Á Patreksfirði, og fleira. Jón Rögnvaldsson skrifar um plöntur í grasadeild Lystigarðs- ins á Akureyri, Háfliði Jónsson á þarna greinar um: Vísir að grasgarði í Reykjavík, Staldrað við í Stafangri og Frumvarp til laga um kirkjugarða. Sveinn Jndriðason skrifar um blóma- sölu og meðferð afskorinna blóma. Óli Valur Hansson skrif- ar fréttapistil, og margt fleira er í þessu nýútkomna og myndar- lega riti. ? að Reykjaskóla UM Verzlunarmannahelgina hafa bindindissamtök landsins árlegt mót sitt, nú í Reykja- skóla. Þar eru húsakynni rúm, tjaldstæði.nóg og aðstaða öll hin bezta. Mótið verður sett á laugar- dagskvöldið og verður þá kvöld- vaka og dansleikur, en á sunnu- daginn guðsþjónusta og síðan skemmtiferð umhverfis Vatns- nes. Þennan dag, að kveldi, verður önnur kvöldvaka og margt fleira til skemmtunar. Undirbúningsnefndin hvetur stúkur, bindindisfélög kennara, bindindisfélög ökumanna og öll önnur slík félög að fjölmenna á mót þetta. D þrjá daga í góðum fagnaði. í hópi hinna skagfirzku voru 38 hjón auk annarra karla og kvenna, giftra og ógiftra. Þá létu þeir þess báðir getið, Gísli Magnússon og Jón Jóns- son, að frk. Ingibjörg Jóhanns- dóttir á Löngumýri, hefði gefið Þjóðkirkjunni skóla sinn að Löngumýri, jörð og húsakost. En þetta tilkynnti biskup ís- lands á prestastefnunni í vor. Húsmæðraskóli verður áfram á Löngumýri og Ingibjörg verður þar forstöðukona eins og verið hefur. Og fyrirhugað er að á- fram verði þarna sumarbúðir Þjóðkirkjunnar. En fyrstu sum- arbúðir Þjóðkirkjunnar hér á landi vorú einmitt á þessum stað og hafa.ve'rið'síðan 1954. En Ingibjörg Jóhannsdóttir hef- ur starfrækt skóla sinn um langt árabil með miklum dugnaði og með aðstoð samfélagsins að nokkru. Þá tjáðu hinir skagfirzku bændur blaðinu einnig, að fyrir- huguð væri heimavistar-barna- skólabygging í Varmahlíð fyrir þrjá eða fjóra barnaskóla sýsl- unnar. Þar er töluvert af heit- um uppsprettum, en ekkert hafa þær verið rannsakaðar með það í huga, að auka magn hins heita rennslis. Blaðið þakkar þessar upplýs- ingar. rj MESSAÐ í Akureyrarkirkjunk. sunnudag kl. 10.30 f.h. Sálm- ar nr. 17, 327, 354, 318 og 680. Sr. Stefán Snævarr annast guðsþj ónustuna. HJALPRÆÐISHERINN. Major Óskar Jónsson og Ingibjörg Jónsdóttir stjórna samkomu í sal Hjálpræðishersins sunnu- daginn 15. júlí klukkan 8.30 e.h. Allir hjartanlega velkomn- ir. — Hjálpræðisherinn. NOKKRAR SMÁTELPUR héldu útiskemmtun í garði hér á brekkunni fyrir nokkrum dög- um, og fengu við það nokkurn aðgangseyri. Þær hafa nú af- hent elliheimilissjóði upphæð- ina, 345.00, krónur, og þakkar stjórnin fyrir. DAGUR. Símar: 1166 ritstjórn, 1167 auglýsingar og afgreiðsla (nýr sími). Færið nýja núm- erið, 1167; inn í símaskrána. VÍSAN HANS BALDURS. — Prentvillupúkinn, sem aldrei tekur sér sumarfrí, gerði vís- una hans Baldurs á Ófeigs- stöðum, er hann orti til Ragn- ars Ásgeirssonar, að hrein- ustu endaleysu, eins og sjá mátti hér í blaðinu fyrir skömmu. Svona er vísan rétt: Ekur rjóðum fljóðafans, ; fjörgast blóð í æðum manns. Stækkar óðum hróður hans hann er bróðir forsetans. HJÓNAEFNI. Nýlega opinber- uðu trúlofun sína ungfrú Hrafnhildur Frímannsdóttir, afgreiðslumær, Þingvallastr. 14, Akureyri, og Sigurberg Sigurðsson, iðnnemi, Setbergi Akureyri. Frá Áfengisvarna- nefnd kvenfélaganna Áfengisvarnanefnd kvenf élaga á Akureyri hefur á fundi sínum 25. júní 1962 gert svo hljóðandi ályktun: „Áfengisvarnanefnd kvenfé- laga á Akureyri skorar á lög- reglustjóra Akureyi'arbæjar að láta fara fram ýtarlega rann- sókn á leynivínsölu í bænum, ^vo að ljóst verði ,hvar og af hverjum hún er stuhduð. Eins og vitað er, má ekki selja ungmennum innantuttugu og «ins árs vín í Áfengisverzlun ríkisins né annars staðar, þar sem vín er selt lögum sam- kvæm.t. En þar sem drykkju- skapur unglinga er nú mjög á- berandi, er augljóst, að til eru þeir staðir, þar sem vínið er auðfengið. Hér þarf að spyrna við fótum, áður en dýpra sekk- ur í svaðið. Leynivínsala er ó- lögleg, og hana verður að upp- ræta. Taka verður málið föstum tökum og sýna enga linkind. — Þess væntir Áfengisvarnanefnd kvenfélaga á Akureyri fast- lega." Eiginkona mín og móðir okkar JÓRUNN SIGURjÓNSDÓTTIR frá Litlu-Brekku í Hörgárdal, andaðist í Sjúkrahúsinu á Akureyii 12. júlí. — Út- förin verður ákveðin síðar. Hermann Sigurðsson. Brynhildur Hermannsdóttir. Finnur Hermannsson. Hólmfríður Jónsdóttir. I ÓSKAR GÍSLASON, kunnur maður í sambandi við kvik- myndatökur, er hér á ferð og sýnir Bakkabræður í Borgar- bíói kl. 5 á laugardag og aftur á sunnudag, og myndina Síð- asti bærinn í dalnum kl. 5 á sunnudaginn. - VARAR VH) AÐILD AÐEBE (Framhald af bls. 1.) aði eins og járn- og málmfram- leiðslu. ) Bráðabirgðaundanþágur EBE skipta ekki máli ,heldur þær undanþágur, sem eru varanleg- ar, varða grundvallaratriði og eru tryggar. Aðeins það að hefja samninga um fulla aðild er hættulegt lít- illi þjóð efnahagslega. Það veld- ur strax margs konar ákvörðun- um í atvinnulífi þjóðarinnar. Það verða gerðar framkvæmdir ogfjöldibreytinga í framleiðslu- háttum til þess að aðhæfa efna- hagslíf landsins ástandinu í EBE. Þjóðin er því ekki frjáls að taka lokaákvörðun, því fáir mundu þora að fá þessar breyt- ingar teknar aftur. Eins og EBE er byggt upp hlýtur það að hamla á móti vel- ferðarþi-óun, þrátt fyrir fögur orð. Skattar á fyrirtækjum verða lágir, ríki og sveitarfélög fá minna fé til félagsmála, kaup- in-u verður haldið niðri og reynt að hafa taumhald á launþegum. Auðhringarnir munu f á einstakt tækifæri á kostnað hins óbreytta borgara og einnig smáatvinnu- rekenda. EBE er árangur sérstakrar gerðar efnishyggju, sem hefur þróazt mjög áberandi í grónum iðnaðai'löndum á Vesturlönd- um. Af þessu hefur leitt þróun, sem leiðir til óþreyju og spenn- ings, samtímis því, að fólk til- biður hávaðann, viðbjóðinn og fjarstæðurnar í öllum listgrein- um. EBE hlýtur að leiða Vest- urlönd enn lengj;a ,á þessari ó- gæfufer.ð, þar sem peningasjón- armiði og samkeppnishugsun er hreykt yfir allt annað. Takmark- ið með öllum framförum er ekki aðeins bætt lífskjör, heldur menning, andi og siðgæði. Það er sú lífslist að hjálpa öðrum. EBE er þriðja tilraunin til þess að koma á þýzku drottin- valdi í Evrópu, en vinnubrögðin eru eftir því, sem við á á hverj- um tíma. Lokaorð prófessorsins. „Einu raunsæju og ábyrgu viSbrögðin, sem koma fil greina fyrir þjóðir Norðurlanda, er að bíða og sjá hvað setur, ef þær vilja hugsa um sína eigin fram- tíð og framtíð heimsins, bíða þar til staðreyndtrnar hafa sannfært Norðurlandabúa um innsta eðli EBE í efnahagsmál- um og stjómmálum yfirleitt. Það er ekkert í Rómarsamn- ingnum, sem segir, að þau lönd, sem dragi að gerast aðilar, nái lakari kjörum."

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.