Dagur - 09.08.1962, Blaðsíða 1

Dagur - 09.08.1962, Blaðsíða 1
Mái.gag.n Framsóknarmanna Ritstjóri: Eri.incur Davíðsson SkRIFSTOFA í MAl NARSTR.tTI 90 Sími 1166. Sf.tnincu og rrkntun ANNAST PrUNTVKRK OdDS liJÖRNSSONAR H.F., AkUREYRI Auclýsingastjóri Jón Sam- • ÚF.LSSON . ÁrCANGURINN KOSTAR kr. 120.00. Gjalddagi ER 1. JÚLÍ Bi.ADIO KEMUR ÚT Á MIDVIKUDÖC- UM OC Á I.AUGARDÖCUM, ÞKGAR ÁSTÆÐA ÞYKIR TU. Frá síðasfa bæjarsfjórnarfundi Á BÆJARSTJÓRNARFUNDI 17. júlí voru m. a. eftirfarandi á- kvarðanir teknar: 1) Bæjarstjórn heimilar bygg- inganefnd skíðaskálans að taka 500 þús. kr. lán til að fullgera skíðaskálann og gera við veginn þangað. Lánið verði endurgreitt með fjárframlögum til skíða- skálans á næstu fjárhagsáætlun. 2) Bæjarstjórnin samþykkti fyrir sitt leyti reglugerð fyrir norðlenzka byggðasafnið á Ak- ureyri. 3) Jóhanni Gauta Gestssyni veitt leyfi til að reka knatt- borðstofu á 2. hæð hússins Skipagata 16, sem byggt verður í sumar. Leyfið er afturkallan- legt með 6 mánaða fyrirvara. 4) Bæjai-verkfræðingi var fal- ið að auglýsa starf bygginga- fulltrúa laust til umsóknar frá 1. okt. En núverandi bygginga- fulltrúi, Jón G. Ágústsson, einn af beztu starfsmönnum bæjar- ins, hefur sagt upp starfi sínu. (Hvers vegna?) 5) Vísað var til bæjarráðs til- lögu um að bæjarverkfræðingi og bæjarstjórn verði falið að gera tillögui' um skipulag „tæknideildar“ bæjarins. 6) Samþykktar voru tillögur ÁLITLEG VERZLUN AMARO-BÚÐIN er nú flutt í stórhýsið Hafnarstræti 99, þar sem áður voru Bólstruð hús- gögn. Þarna er mikið og gott húsnæði á fyrstu hæð og að- staða hin ágætasta til að verzla. Þessi verzlun er ein hin full- komnasta vefnaðarvöruverzlun hér á landi. □ SALTAÐ Á NÝ'Í SÍLDARSÖLTUN var bönn- i uð, þegar veiði stóð sem hæst, | útveginum til hins mesta i skaða. Það gerðist 27. júlí. 1 Þá höfðu yfir 50 þús. tunnur f verið saltaðar umfram það, er i sala hafði tekizt á erlendis, en i samningar stóðu ýfir við i Rússa. { Síðla dags 7. ágúst var sölt- i un leyfð á ný. Hafði þá Síldar- | útvegsnefnd tekizt að selja í Rússum 80 þús. tunnur. Verð- i ið er eitthvað hærra en síðast- i liðið ár. i En ef síldveiðar halda á- j fram, verður fljótt lokið við i söltun upp í þessa samninga. i Stöðvast þá söltun á ný, nema i aðrar ráðstafanir komi til. Það vekur undrun, hve j markaður vestan hafs virðist i þröngur fyrir þessar afurðir. i Þarf það mál nánari athugun- i ar við. i leikvallanefndar, sem kosin var fyrr í sumar, en formaður þeirr- ar nefndar er Páll Gunnarsson, kennari. Tillögur nefndarinnar voru: a) Girt verði og lagað svæðið vestan Kringlumýrar og norð- an Kambsmýrar, komið þar upp leiktækjum og þannig bætt ,úr brýnustu þörf í sumar. b) Hafnar verði nú þegar framkvæmdir við vallargerð sunnan Aðalstrætis 23 og það leikvallarsvæði girt traustri girðingu. c) Leitað verði eftir landi fyr- ir bráðabirgðaleikvöll á Suður- Brekkunni, t. d. sunnan Þrúð- vangs. Jafnframt leggur nefnd- in til, að gerður verði framtíðar- leikvöllur norðan raðhúsanna, sunnan Norðurbyggðar. d) Nefndin leggur til, að skipulagt verði svæðið austan Löngumýrar með það fyrir aug- um, að þar komi gæzluleikvöll- ur til frambúðar. e) Nefndin var sammála um, að bæta leiktækjum á völlinn í Glerárhverfi og telur jafnframt nauðsyn að koma upp leikvelli við Þverholt í náinni framtíð. f) Nefndin æskir þess, aðbætt verði aðstaða unglinga til í- þróttaiðkana á opnum svæðum. f erindum er lögð voru fram af byggingarnefnd sést m. a. að Bragi Sigurjónsson sækir um lóð f. h. Alþýðuflokksins á Ak- ureyri undir félagsheimili sunn- an Smáragötu. — Var erindinu vísað til skipulagsnefndar. □ Síldarsöltun á Húsavík. (Ljósm.stofa Péturs, Húsavík.) Búizt við fjölmenni á Akureyri þegar kaupstaðurinn minnist 100 ára afmælis síns 29. ágúst næstk. UNNIÐ er af kappi að undir- búningi 100 ára afmælis Akur- eyrarkaupstaðar, sem verður Ingvar Gíslason. Héraðsmót Framsóknarmanna HÉRAÐSMÓT Framsóknar- manna verður haldið að Laug- arborg í Eyjafirði nk. sunnudag, 12. ágúst, og hefst kl. 9 e.h. Ræður flytja alþingismenn- irnir Ingvar Gíslason og Ólafur Jóhannesson, varaform. Fram- sóknarflokksins. Jóhann Kon- ráðsson syngur einsöng og að lokum verður dansað. Einar Sigfússon, bóndi í Stað- artungu, formaður Framsóknar- félags Eyjafjarðarsýslu, stjórnar samkomunni. Allt framsóknarfólk í bæ og byggð er hvatt til að sækja sam- komuna. Miðar verða seldir við innganginn. □ Samkoma í Skúlagarði. NK. LAUGARDAGSKV., 11. ágúst, kl 9 e. h. verður haldin samkoma Framsóknarmanna í Skúlagarði í Kelduhverfi. Ræður flytja alþingismennirn- ir Ingvar Gíslason og Ólafur Jóhannesson. Jóhann Konráðs- son syngur einsöng og að lok- um verður dansað. \ Síðari samkomur. UM aðra hélgi, 18.—19. ágúst nk., eru ráðgerðar samkomur að Laugum í Reykjadal (18. ág- úst) og Dalvík (19. ágúst). Ræðumenn verða Karl Kristj- ánsson, alþingismaður, og Dani- el Ágústínusson, fyrrv. bæjar- stjóri á Akranesi. Góð skemmtiatriði og dans. — Nánar auglýst síðar. □ hátíðlegt haldið hinn 29. þ. m., en þá standa hátíðahöldin hæst, en verða fleiri næstu daga. Iðnsýning mikil verður í ný- byggingu Amaro hf., þar sem sýndar verða iðnvörur frá fjöl- mörgum fyrirtækjum á Akur- eyri. Sögusýning verður í 12 vist- arverum í Gagnfræðaskólanum, vandlega undirbúin. íþróttir skipa virðulegt sæti á hátíðahöldunum. Davíð Stefánsson frá Fagra- skógi mun flytja hátíðaræðuna. Bærinn hefur boðið 30-—40 gest- um, innlendum og erlendum, en búizt er við fjölmenni víða af landinu, og hafa gistihús og greiðasölustaðir verið búnir undir það. Finnskur kór, auk heimakór- anna, mun syngja, hátíðafund- ur verður í bæjarstjórn, vígt Elliheimilið nýja, dansað, flug- eldum skotið, farin blysför um bæinn o. s. frv. Hátalarakerfi verður sett upp í miðbænum. Mesta hátíðasvipinn setja' Ak- ureyringar sjálfir á bæ sinnmeð hvers konar fegrun, er nú fer fram. Um næstu helgi mun hátíða- nefndin skýra blaðamönnum nánar frá hátíðadagskránni. Bókaútgáfa sú, er bærinn hafði ákveðið, fellur niður að sinni. Nauðsynlegt er, að allir bæj- arbúar sameinist um, að gera afmælishátíð þessa svo vel úr garði sem nokkur kostur er á. □ Síldaraflinn 1.4 millj. mál og 1n. Ólafur Jóhaimesson. SAMKVÆMT skýrslu Fiskifé- lagsins um síðustu helgi, var síldaraflinn þá orðinn 1.413.064 mál og tunnur, en var á sama tíma í fyrra 1.197.525 mál og tn. Búið var að salta 255.300 tunn- ur, í bræðslu komin 1.130.400 mál og um 27.000 í frystingu. Aflahæstu skipin eru: Höfr- ungur II. 17.020 mál og tunnur, Víðir II. 16.771, Helgi Helgason, Vestm. 16.688, Guðm. Þórðarson 16.349, Eldborg 16.476, Akra- borg, Ak. 10.905, Anna, Sigluf. 12.801, Árni Geir, Keflav. 10.914, Auðunn, Hafnarf. 11.676, Berg- vík 11.814, Björgúlfur, Dalvík 11.818, Björn Jónsson, Reykjav. 11.432, Dofri 10.017, Einar Hálf- dans 10.213, Gjafar 13.184, Guð- bjartur 10.014, Guðbjörg, ísaf. 10.344, Guðrún Þorkelsdóttir 14.417, Gullver 11.035, Hafrún, Bolungavík 12.343, Haraldur, Akranesi 12.020, Héðinn 12.986, Helga, Rvík 12.266, Helgi Flóv. 12.142, Hilmir 11.540, Hólmanes (Framhald á bls. 2) NÝ MATSTOFA KAUPFÉLAG EYFIRÐINGA opnaði nýlega matstofu í Hafn- arstræti 89 og er hún á vegum kjötbúðar KEA. Borð og stólar eru þarna fyrir 44 og veitingar, sem á boðstólum eru, eru mat- ur og kaffi, og afgreiða gestirnir sig sjálfir og er það nýlunda hér í bæ. Soðin kjötmáltíð kostar frá 26 krónum og molakaffið 3 kr. bollinn. Aðsókn hefur verið mjög mik- il, enda margt manna í bænum um þessar mundir.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.