Dagur - 09.08.1962, Blaðsíða 2

Dagur - 09.08.1962, Blaðsíða 2
Frá Hólaskóla í Hialtadal UmútsvarsálagninguáÁk. 1962 Viðtal við Árna G. Pétursson, skólastjóra NÝR skólastjóri er tekinn við störfum á Hólum í Hjaltadal. Það er Árni G. Pétursson frá Oddsstöðum á Sléttu. Hann hef- ur verið aðalkennari í búfjár- rækt þar á staðnum í 10 ár og er því staðháttum öllum vel kunnugur. Hinn nýi skólastjóri tók 'kandidatspróf við Búnaðarhá- skólann í Höfn, en hafði áður stundað nám í Svíþjóð, og hefur síðan farið í námsferð til Banda- ríkjanna. Árni er kvæntur Guð- nýju Ágústsdóttur frá Raufar- höfn og eiga þau hjón 4 dætur. Hólaskóli virtist í andarslitr- um á síðasta skólaári. Það mun ákveðin ósk bændastéttarinnar, og alveg sérstaklega norð- lenzkra bænda, að Hólaskóli, annar af tveim menntasetrum íslenzkra bænda, verði ekki nið- ur lagður, heldur efldur í mikil- vægu hlutverki í þágu elzta at- vinnuvegarins í okkar landi. Blaðið sneri sér til hins nýja skólastjóra fyrr í sumarog lagði fyrir hann nokkrar spurningar. Hvað er nýjast í búnaðar- fræðslunni? Lög fyrir bændaskóla eru nú til athugunar og breytinga hjá stjórnskipaðri nefnd. Að sjálf- sögðu verða bændaskólarnir að fylgjast með breyttum viðhorf- um og þróun í landbúnaðarmál- um. Búast má við, að aðsókn að yngri deild skólannafariminnk- andi, ef skyldunámi er fram- fylgt. í yngri deild bændaskóla og fyrsta bekk miðskóla er námsefnið svipað í höfuðdrátt- um. Eru ráðagerðir um miðskóla- deild á Hólum? Hér í Skagafirði er að verða skortur á miðskólaplássi og hef- ur verið óskað eftir því, að mið- skóladeild yrði komið upp hér á Hólum. Eins og ég sagði áðan, ■er auðvelt að hafa saman 1. ;bekk miðskóla og yngri deild ibændaskóla, en hvort af því íverður í vetur, fer eftir aðsókn :að búnaðarnámi við skólann, .en iþeir nemendur ganga að sjálf- Isögðu fyrir. Þess veghá er það mjög áríðandi, að umsóknir um nám við búnaðarskólann berizt ■ sem allra fyrst. í vetur verða teknir inn nemendur í yngri-, eldri- og bændadeild, en svo iköllum við þá deild, sem nem- jendur ljúka búnaðarnámi við á einum vetri, en námsefni henn- !ar og eldri deildar er að miklu ; leyti það sama. KVEÐJA UM leið og ég kveð Eyjafjörð og Alcureyri — líkast til í síðsta sinn - þakka ég hrærður í huga vinum mínum og vandamönn- um þá innilegu alúð og gest- risni, sem okkur hjónum hefur verið sýnd við þessa heimsókn okkar til æskustöðva minna. — Megi guð og góðar dísir greiða ;ykkar leið til endaloka. Allt fyrir ísland. Rósmundur. Hvað getur skólinn tekið marga nemendur? Hólaskóli getur tekið 35 nem- endur, eftir reglugerð eiga þeir að vera 18 ára, hafa unnið eitt ár í sveit, en frá þessum ákvæð- um má veita undanþágu. Þá skulu nemendur hafa óflekkað mannorð og séu ekki haldnir smitandi sjúkdómi. Nemandi þarf að hafa ábyrgð fullveðja manns fyrir allri greiðslu, sem stafar af dvöl hans við skólann. Frá þessu ákvæði getur þó skólastjóri veitt undanþágu. — Árni G. Pétursson, skólastjóri. Yngri deildar nemendur þurfa enga - sérstaka undirbúnings- menntun, en nemendur bænda- deildar þurfa helzt að hafa lok- ið miðskólaprófi, en frá því á- kvæði hafa þó oft verið veittar undanþágur, þegar um þrosk- aða nemendiú' er að ræða. Skólinn hefst 15. október og lýkur 1. maí. Nemendur fá fría kennslu, húsnæði, ljós og hita, en borga bækur, fæði og þjónustu. Mat- arfélag er starfandi. Kennarar við skólann? Kennarar skólans eru: Vigfús Helgason, búnaðarkennari, Jón Friðbjarnarson, smíðakennari, Páll Sigurðsson, íþróttakennari og sr. Björn Björnsson, stunda- kennari. Sem stendur er óveitt ein búnaðarkennarastaða við skólann. Ráðsmaður skólabús- ins er Sigurður Haraldsson frá Hellu. Mun hann kenna hesta- tamningar og fleira. Hvað viltu segja um búskap- inn? Á Hólum eru um 550 fjár. Nú eru í gangi ullarrannsóknir og tilraunir í sambandi við lita- erfðir sauðfjár. Þessar tilraunir eru gerðar af Bændaskólanum á Hólum og Búnaðardeild At- vinnudeildar Háskólans, undir umsjón Stefáns Aðalsteinsson- ar. Mestan áhuga í þessu sam- bandi hefi ég á, hvernig hægt sé að útrýma gulu hárunum úr ullinni, og eru í gangi víðtækar tilraunir um það atriði. Ef við framleiðum hreinhvíta ull, sem að líkum er auðvelt, verður ull- in miklu verðmeiri og betri. Þá er hér starfandi hrossa- kynbótabú með 44 hross og um 70 nautgripir. Eru sérstakar framkvæmdir í sumar? , -• ® í sumar er unnið að viðgerð á Hóladómkirkju, en hún verður 200 ára næsta sumar. Hjá^skól- anum er fyrirhugað að fullgera nýtt mjólkurhús og enduébæta v m Íí’ vatnsaflstöð staðarins, sem var úr sér gengin. J. Hvað viltu segja almennt um búnaðarfræðsluna? "t.ar Ég tel nauðsynlegt fyrir alla þá, sem ætla að leggja s^uiid á landbúnað að ljúká náini • frá bændaskóla. Landbúnaðúr er orðinn það margbrotin atvinnu- '•*ÚV ’ , ■•"1*1 ffit' grein, að það þarf góða mennt- un og þekkingu, ef vel á að fara. Bórvdinn þarf sjálfur að kunna goð skil á fóðrun. áburð- arþörf og meðferð véla, og þar eiga bændaskólarnir að vera til aðstoðar pg leiðbeiningar þeim, sem þá sækja. Vegna hinnar öru vélvæðingar landbúhaðar- ins þarf að stórauka þúvéla- kennslu við skólana, bæði' bók- lega og verklega. Þá tel ég eðli- legt að halda námskeið við skól- ana fyrfr. bændur og aðfa þá, sem landbúnað stunda, til þess að kynna þeim þær nýjúngar, sem fram.koma á hverjum tíma. Það þurfa að vera mikíu.nán- ari tengsl en. hafa verið til þessa á milli tilraunastöðva, ráðu- nautaþjónustu, bændaskóianna og bændanna sjálfra. Þessir að- ilar eru öf einangraðir Iwér frá öðrum og þekkja of lítið hver til annafs starfsemi. Til dæmis tel ég höfuðnauðsyn fyrir, starf- semi skólánna, að sem'ríánast samstarf náist við bændurna sjálfa. Skólarnir geta margt af þeim lært og trúlega eitthvað kennt þeim. Skólarnir þíipfa að vitaá hverjum tíma, hvar-skór- inn kreppir að í búnaðarfræðsl- unni, og það vita bændurnir bezt. Því vil ég biðja bændur að auka kynni við Hólaskóky.segir skólastjórinn að lokum, og þakkar blaðið svörin og—óskar honum og Hólastað góðrar framtíðar. ÚTSVÖRUM einstaklinga var jafnað niður samkvæmt út- svarsstiga, er greindar er í 32. gr. laga um tekjustofna sveitar- félaga nr. 69, 1962. Útsvars- skyldar tekjur einstaklinga eru hreinar tekjur til skatts samkv. lögum nr. 79, 1962, að frádregnu fyrra árs útsvari, ef það hefur verið greitt að fullu fyrir 1. jan. 1962. Niðurjöfnunarnefndin sam- þykkti að nota heimild 32. gr. til að fella niður útsvarsálagn- ingu af þeim tekjum, sem eru lægri en svo, að útsvar af þeim næmi 1000 krónum. Jafnframt samþykkti nefndin skv. heimild í 33. gr., 2. málsgr., að undan- þiggja útsvarsálagningu allar bætur almannatrygginga. Með hliðsjón af bráðabirgða- ákvæðum nýju útsvarslaganna, staflið e, samþykkti nefndin að víkja frá ákvæðum skattalaga um frádrátt svo sem hér segir: a) Að útsvarsleggjatekjur giftra kvenna, sbr. 3. gr. 1. nr. 70, 1962, þannig að helmingur tekna þeirra verði leyfður til frádráttar, þó ekki af hærri upphæð en 30 þús. kr. b) Varðandi 11. gr. b, 2. málsgr. skattalaga, þannig að leyfa ekki að flytja tap milli ára til frádráttar. c) Varðandi 12. gr. d, skattalaga að leyfa ekki til frádráttar gjafir til líknarmála og þess háttar. d) Varðandi 14. gr. skattalaga, að leyfa aðeins til frádráttar sérstaðan sjómannafrádrátt, er nemi 1500 kr. á mánuði og þeir, sem ekki hafi matseld um borð hafi aðeins hálfan fæðisfrádrátt. e) Varðandi 17. gr. 2. málsgr. skattalaga, að leyfa ekki frá- drátt til útsvars skv. þeirri grein (varasjóðsfrádráttur). Framangreindur útsvarsstigi fyrir einstakliriga, er sem hér segir: 1 15— 20 þús. kr. greiðist kr. 200 af 15 þús. kr. og 14% af afg. 20— 25 - - - - 900 - 20 - - - 16%'- - 25— 30 - - 1700 - 25 - - 18% - - 30— 40 - - 2600 - 30 - - - 20% - - 40— 50 - - 4600 - 40 - - - 22% - - 50— 60 - - 6800 - 50 - - - 24% - - 60— 100 - - - - 9200 - 60 - - - 25% - - 100 þús. kr. og þar yfir 19200 - 100 - - - 30% - - □ Fjölskyldufrádráttur var veitt- ur, eftir að útsvar hafði verið reiknað út eftir framangreind- um stiga, svo se mhér segir: Fyrir eiginkonu kr. 8Ö0.00, og fyrir börn innan 16 ára kr. 1000.00 fyrir fyrsta barn, kr. 1100.00 fyrir annað barn o.s.frv. stighækkandi um kr. 100.00 fyr- ir hvert barn. Síðan voru öll útsvör félaga og einstaklinga lækkuð um 50%. Útsvör félaga eru tvenns kon- ar: a) Útsvar af tekjum. b) Útsvar af eign. Útsvarsskyldar tekjur félaga eru hreinar tekjur til skatts, að frádregnu fyrra árs útsvari, sem á Fyrsti togarafisjkurinn kemur hingað í » * 4 9 greitt hafði verið fyrir 1. janúar síðastliðinn. Af 1—75 þús. kr. greiðist 200 kr. af 1 þús. og 20% af aggangi. Af 75 þús. kr. og þar yfir greiðist 15000 kr. af 75 þús. og 30% af afgangi. Auk framanritaðra gjalda til bæjarsjóðs voru lögð á aðstöðu- gjöld, sbr. lög nr. 69, 1962, skv. áður auglýstri gjaldskrá, sbr. 3. kafla laga nr. 69, 1962. Bæjarstjórinn á Akureyri, 20. júlí 1962. j Útsvörin á Húsavík | SKRÁ um niðurjöfnuð útsvör (aðalniðurjöfnun) 1962 var lögð fram nýlega. — Alls var jafnað niður kr. 4.884.100.00 á 508 T3 SAMKV. viðtali við Andrés Pétursson, forstjóra ÚA, í gær, eru tveir AkureyrartOgararnir farnir á veiðar, þeir Svalbakur og Sléttbakur og Harðbakur heldur á miðin í dag — eftir mánaða stöðvun alls togaraflot- ans. Kaldbakur og Norðlendingur munu liggja í höfn þar til eftir síldarvertíð, ef að líkum lætur. Svalbakur kemur með :góðan afla í dag, fyrsta togaráfiskinn, eftir hið langa hlé. Síðasta tog- aralöndun á Akureyri var 25. marz og hefur ekki séðst hér togarafiskur síðan. Enn er ósamið við yfirmenn togaraflotans, en þeir hafa ekki boðað verkfall og gilda um launakjör þeirra eldri samning- ar. dag Sæmilega gekk að ráða áhafn- ir á togarana þrjá. □ - SILDVEIÐIN (Framhald af bls. 1.) 10.124, Hringver 12905, Ingiberg Ólafsson 10.222, Jón Garðar 11.767, Jón á Stapa 10.159, Leif- ur Eiríksson 12.923, Ólafur Magnússon, Ak. 15.935, Pétur Sigurðsson 11.529, Seley 15.070, Sigurður, Akranesi 11,343, Sig- urður Bjarnason, Ak. 11.020, Þorbjörn, Grindavík 13.502, Sunnutindur 10.376, Skírnir 12.882 og Sæfari, Sveinseyri 13.506 mál og tunnur. Um helgina var hvöss norðan- og norðaustanátt og öll skip í vari. Q igj aldenduri, Gj aldehdVviv.íiafði fjölgað um 60 á árinu. Lögð voru á tekju- og eigna- útsvör samkvæmt lögboðnum á- lagningastiga og lækkuð síðan. um Í5%. Þessi stigi er 16% lægri en lagt var á eítir 1961, en þá voru útsvör lækkuð frá hon- um um 26% og hefði verið hægt að lækka nú frá honum um 31% útsvör. Miðað við sömu tekjur eru útsvör nú 5% lægri en 1961. Skrá um aðstöðugjöld, sem koma í stað veltuútsvaranna áð- ur, fyrir 1962 var lögð fram ný- lega. Alls námu aðstöðugjöldkr. 1.150.200.00 á 65 gjaldendur. Á- lagningastigi aðstöðugjalda var í meginatriðum sami og endan- leg veltuútsvör voru 1961. Sam- anlögð útsvör og aðstöðugjöld nema nú kr. 6.035.100.00, en voru 1961 kr. 4.155.000.00 eða hafa hækkað um 1.880.000.00, þótt gjaldstigar hafi ekki hækk- að. Framhald á bls. 7.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.