Dagur - 26.09.1962, Blaðsíða 5

Dagur - 26.09.1962, Blaðsíða 5
4 5 r....................... Daguk Gelslunin hættuleg VÍSINDIN Iiaía opnað niannkyninu nýja undraheima með hverjum sigrinum öðr- um meiri á síðustu árum. Má þar fyrst til nefna kjarnorkuna og síðan geimvísind- in. Talið er, að vísindalegir sigrar, sem þegar hafa verið unnir, muni gjörbreyta mannlífinu urn veröld alla á skömmum tíma, þótt frá sé talið landnám á öðrum hnöttum. Nú stendur yfir sleitulaust kapphlaup stórvelda heimsins um yfirburði — og jafnvel yfirráð utan jarðarinnar, — þar sem hinar nýbeizluðu orkulindir eru miskunnarlaust notaðar. En í sambandi við notkun kjarnorkunnar liafa vísinda- menn varað við hættulegum geislunum. Vísindanefnd S.Þ. hefur birt aðra skýrslu sína um álirif kjamageislunar. Þar segir að þar sem menn þekki engin ráð til þess að liindra skaðleg áhrif geislunar í andrúmsloftinu vegna kjamorkuspreng- mga, þá muni það gagna bæði núlifandi kynslóðum og komandi kynslóðum heimsins að hætt verði öllum kjarnorku- vopnatilraunum. I niðurstöðum nefndar- innar segir, að fullsannað sé nú, að geisl- un hafi margvísleg skaðleg áhrif, jafnvel þótt ekki sé um að ræða nema lítið magn, og í því sambandi nefna vísindamennim- ir m.a. krabbamein, hvítblæði og arf- genga eiginleika, en stundum sé erfitt að greina afleiðingar geislunar frá öðrum orsökum. Vísindanefndin segir, að af dæmum, sem kunn séu af rannsóknum, sé rétt að álykta, að jafnvel lítilfjörleg geislun geti haft skaðleg áhrif á arfgenga eiginleika. Maðurinn hafi ávallt búið við tiltekið magn geislunar í náttúrunni og viðbótargeislun af manna völdum sé minni enn sem komið sé. Hins vegar beri að fylgjast með þess- ari viðbótargeislun af hinni mestu ná- kvæmni. Hún stafi m. a. af því, að and- rúmsloft alls heimsins hafi verið meng- að mismunandi Ianglífum geislavirkum ögnum frá kjamorkuvopnatilraunum. — Sérstaklega ber að gefa þessu máli gaum, segja vísindamennimir, vegna þess, að áhrif sérhverrar minnstu geislaaukning- ar koma ekki í Ijós áratugum saman, þegar um sjúkdóma er að ræða, og ekki í margar kynslóðir, þegar um ræðir skað- leg áhrif á arfgenga eiginleika. Þessi skýrsla Vísindanefndarinnar er 442 bls., eða helmingi lengri en hin fyrri, sem birt var 1958. AHsherjarþingið skip- aði nefndina 1955 og í henni eru fulltrú- ar 15 landa. Svíþjóð er eina Norðurland- ið, sem á fulltrua í nefndinni. Hinar tíðu kjarnorkusprengingar í austri og vestri, sem gerðar eru í þágu vísindanna, að þvi er sagt er, er einn þátturinn í hemaðarkapphlaupi stór- veldanna. Hver einasta sprengja raskar hinu náttúrlega geislunarjafnvægi og raunar veit enginn ennþá, hvaða áhrif viðbótargeislunin, sem þegar er orðin, í framtíðinni. Vera má að „friðarsprengjurnar“, sem sprengdar eru á eyðimörkum eða ísbreið- um í tilraunaskyni, beri í sér tortímingu og dauða, þótt síðar kæmi fram. Þótt menn fagni hinni öru framvindu vísinda og hvers konar tækni, virðist sönn menning og andlegur þroski mann- kynsins ekki vera eins hraðfara á þroska- brautinni. Á meðan svo er, eða bilið breikkar enn meira, er ægikraftur kjarnorkunnar eins og eggjárn í óvitahöndum. V-------------------------------- *>iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiHiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiHiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiitiriiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiMiniiiniiiiiiiiiiiiii'ii* Tvö meginmál Siglfirðinga | Ræ„ yjð sjö)ugan myndasmið eru samgöngumálin og útgerðarmálin, segir Jóhann Þorvaldsson í viðtali við blaðið JÓHANN ÞORVALDSSON, skólastjóri á Siglufirði leit inn á skrifstofur Dags á mánudag- inn, og var tækifærið notað til að leggja nokkrar spurningar fyrir hann, en hann svaraði þeim góðfúslega. Hefur ekki verið leiðindaveð- ur á Siglufirði í sumar? Nei, öðru nær. Veðrið hef- ur verið hið ákjósanlegasta,hæg norðanátt lengst af og svo hag- stætt að tæplega hefur nokkurt skip eða bátur þurft að liggja við bryggju veðurs vegna, eins og algengt er þó á sumrin. Hins vegar munu bændur bera minna lof á norðanáttina og þurrkleys- ið og er það skiljanlegt. Siglufjörður var mikill síldar- bær í sumar? Aldrei hefur eins mikið bor- izt af síld til Siglufjarðar og í sumar, að minnsta kosti ekki um fjölda ára. En stundum hef- ur verið saltað meira, þess minnist maður frá hinum gömlu og góðu dögum, þegar allt var vitlaust í síldinni og henni var bókstaflega mokað úr sjónum. Söltunarstöðvar voru nú 20. Aðkomufólkið hefur verið geysilega margt? Onei, raunar var það færra en stundum áður. Og sú breytni hefur á orðið, að fæstir eru leng- ur en 3 vikur eða mánuð í mesta lagi. Þetta kemur til af því, að undanfarin ár hefur síldarsölt- unin aðeins staðið í þrjár vikur eða svo, og í öðru lagi er ástæð- an sú, að mest af aðkomufólk- inu er hér aðeins í sumarleyfi. Þess vegna varð mikill hörgull á fólki síðari hluta ágústmánað- ar, þegar söltun var leyfð á ný nú í sumar. Aðkomufólkið er að meginhluta verzlunar- og skrif- stofufólk og fólk í annarri fastri atvinnu, sem drýgir tekjur sín- ar með því að skreppa til Siglu- fjarðar. Hver ■ eru mestu áhugamál Siglfirðinga um þessar mundir? Ég vil nefna tvö þau stærstu. Annað er Strákavegur og hitt eru útgerðarmálin. Um Stráka- veginn er það að segja, að hann er búinn að vera á döfinni í 5 ár. Vegur hefur verið lagður frá Siglufirði út að væntanlegum jarðgöngum. Og í sumar hefur verið unnið að vegagerð að vest- an, frá Heljartröð út Almenn- inga, en þar er illt vegarstæði og seinunnið. Þessi leið er um 13 km. En jarðgöngin sjálf eru áætluð um 900 metrar. Þennan veg verður að gera á næstu tveim árum. Ófremdar- ástandið í vegamálum og ein- angrunin, sem af því leiðir, leggur stein í götu allra fram- kvæmda í kaupstaðnum. Það virðist naumast eða alls ekki hægt að koma neinum atvinnu- vegi á laggirnar á Siglufirði, nema úr þessu verði bætt hið bráðasta. Allir þingmenn kjördæmisins fluttu fyrir síðustu þinglok til- lögu um þessa framkvæmd, þar sem áherzla var lögð á, að ljúka verkinu á tveimur árum. Tillag- an dagaði uppi. En sjálfsagt verður hún flutt í þinginu á ný nú í haust. Siglfirðingar treysta því, að sömu menn standi sam- an í þessu mikla hagsmunamáli Siglfirðinga og fylgi því fast eft- ir. — En hvað segirðu um útgerðar- málin? Þau eru í rústum. Þetta verð- ur ljóst, ef við berum okkur saman við næstu nágranna okk- ar, Ólafsfjörð, sem hefur mikla útgerð og dafnar vel. Það sýnist undarlegt, að Siglfirðingar geti ekki gert út báta eins og Ólafs- firðingar. Þótt Siglfirðingar séu sagðir sjá fátt nema síld og Siglufjörður sé byggður upp af síld, ætti reynslan að hafa sann- að það áþreifanlega hér á landi, að síldin ein leggur ekki farsæl- an grunn að neinu bæjarfélagi, nema fleiri komi til. Má í því sambandi einnig minna á Seyð- isfjörð. Það er djarft að treysta á eitt spil, jafnvel þótt á því sé síldarhreistur í bak og fyrir. Á Siglufirði eru 3 frystihús. En ekkert þeirra tekur á móti þorski á meðan á síldveiðum stendur. Þar með er möguleik- um kippt undan þorskveiði að sumrinu. Bærinn átti Elliða og Hafliða. Síldarverksmiðjur rík- isins ráku þessa togara fyrir bæinn, og högnuðust á að taka á móti fiskinum í eigin frysti- húsi, en bærinn tapaði á útgerð- inni og gerir enn. Elliði sökk í fyrra og það vill tæpast neinn kannast við að eiga Hafliða. — Annað hvort þarf bærinn að eiga fiskiskipin og frystihús, eða láta togarann af hendi við Ríkisverksmiðjurnar. Við höf- um vonað það tvö síðustu árin, að Emil sjávarútvegsmálaráð- herra gæfi úrskurð í þessu efni um eignayfirtöku verksmiðj- anna á þessum eina togara, sem eftir er. En ekki bólar enn á úr- skurðinum. Búið er að stofna nýtt hluta- félag, sem þegar hefur keypt Pál Pálsson frá Hnífsdal, 70 tonna bát. Og fljótt eftir að Ell- iði fórst, ákvað bæjarstjórn að kaupa tvo eða þrjá fiskibáta og eru kaup á þeim í undirbúningi. Páll Pálsson verður í vetur leigður Ríkisverksmiðjunum og enn fremur Hringur, 60 tonna stálbátur Daníels Þórhallssonar, útgerðarmanns. Hver er liclzti iðnaður á Siglu- firði? Hann er nú sáralítill og ein- hæfur. Niðurlagning síldar er góð nýjung, sem hefði þurft að setja á laggirnar fyrir 15 árum. Varan er góð, en framleiðsla hennar er ennþá of dýr. Þá hef- ur Egill Stefánsson reykt síld og lagt niður síld nokkur síð- ustu ár, einkum fyrir innlendan markað. Og Siglufjarðarskarð varð ó- fært í nótt? Já, og kom engum á óvart. Siglufjarðarskarð getur lokast á lítilli stundu á hvaða árstíma sem er. Enda er þetta enginn vegur og hefur raunar aldrei verið fær vegur nokkru venju- legu farartæki. Þetta er hálf- gerð þrælatröð og hefur aldrei annað verið. Fjölgar fólki á Siglufirði? Nei, því fækkar með hverju ári, sem líður. Erfiðai’ samgöng- ur og einhæfir atvinnuvegir hrekja fólkið frá Siglufirði. En margt er gott um Siglufjörð. Hvergi er oftar logn en þar og þar býr gott fólk, bæði kjark- mikið og frjálsmannlegt. Blaðið þakkar skólastjóranum, Jóhanni Þorvaldssyni, fyrir hin greinargóðu svör. □ GUÐMUNDUR TRJÁMANNS- SON, ljósmyndari á Akureyri, varð sjötugur 16. septembei' sl. Af því tilefni ■ var skroppið á Ijósmyndastofuna hans í Skipa- götu 12 og rætt við hann nokkr- ar sekúndur í einu, á milli þess sem hann deif myndaplötum í framkallara eða fixer. Og þótt afmælisbarnið sé bæði heyrnar- laus maður og mállaus, þarf það engan veginn að spilla samræð- um. Pappír og blek er ætíð til- tækt, og þeir, sem kunna fingra- mál, eru heldur ekki í neinum vandræðum. Auk þess er Guð- mundur svo næmur og fljótur að skilja, að sjaldan þarf að segja orð eða setningar til enda. Við Eyjafjörð búa 12—14 heyrn- arlausir menn og konur, er þannig eru frá fæðingu. En það virðist ekki koma þeim veru- lega að sök. Og sannast að segja er stundum hvíld í því, að tala við mállaust fólk. Það hefur öðl- azt næmi a öðrum sviðum, er eftirtektarsamt, minnugt og oft búið sérstæðum hæfileikum. Guðmundur er fæddur í Fagranesi í Oxnadal. Foreldrar hans voru Rósa Sigurðardóttir og Trjámann Guðmundsson, bú- endur þar, síðar í Bandagerði og fleiri bæjum í Glæsibæjar- hreppi. Þegar Guðmundur var 8 ára fór hann suður á málleys- ingjaskólann á Stórahrauni, sem er nálægt Eyrarbakka, til Gísla Skúlasonar, prests, sem kenndi mállausum börnum. Þá var eng- in slík stofnun til í Reykjavík, en kom síðar, og var Guðmund- ur þar síðustu árin. Guðmundur var 18 ára, þegar hann fluttist með foreldrum sín- um til Akureyrar og hefur átt þar heima síðan. Ljósmynda- smíði lærði hann fyrst hjá Hall- dóri Arnórssyni, en síðan hjá Hallgrími Einarssyni. Lengi vann hann hjá Jóni Sigurðssyni, ljósmyndara, hér í bæ, eða þar til Jón fluttist suður. Þá keypti Guðmundur Ijósmyndastofu hans og hefur rekið hana síðan. Og hann hefur gert mörg krafta- verkin um dagana með ljós- myndavélinni og í högum hönd- um — gert margt miður frítt FÓLKIÐ VILL DAVÍÐ Margir hafa í viðtölum við blaðið um það spurt, hvers vegna hátíðarræða Davíðs skálds frá Fagraskógi væri ekki birt í Degi. Og í bréfum hefur einnig verið að þessu vikið jafnvel í aðfinnslutón. Dagur hefur, a. m. k. síðasta áratug, jafnan beðið skáldið frá Fagraskógi um birtingarleyfi á þeim ræðum, er það hefur opin- berlega flutt, og svo var einnig í þetta sinn. Ef vandinn væri sá einn að ljá þessum ræðum rúm í blaðinu, ættu lesendur Dags átt þær allar á prenti. En á- kvörðun í þessu efni er ekki í höndum Dags eða neins annars en þjóðskáldsins sjálfs. Blaða- menn hafa ekki átt greiðan að- gang að þessu eftirsótta efni og blaðaviðtölum hefur hann hafnað síðustu áratugi við önn- ur blöð en Dag. Lesendur þessa blaðs hafa því ekki sérstaka á- stæðu til umkvartana í þessu efni, nema síður væri. Og að sjálfsögðu stendur blaðið opið, ef skáldinu snýst hugur og leyfi fæst til birtingar á hátíðarræð- unni, og væri blaðinu fátt meira fagnaðarefni. Ymsum fannst Akureyrarhá- tíðin of lítil andans hátíð, þótt hún tækist ágæta vel á margan hátt. Óumdeild reisn í þessu efni var þó hátíðarræða þjóð- skáldsins, en höfundurinn var sjúkur og gat ekki flutt hana sjálfur. Ræðan naut sín því ekki af þessum sökum. Samt vakti hún feikna athygli, og fólk vill fá að lesa hana í næði, og vonar einlæglega, að hún verði bii’t. En blaðið getur því miður ekki gefið önnur svör við fyrrnefnd- um fyrirspurnum og óskum en hér hafa verið rakin. □ AÐ ÞEKKJA GRÓÐURINN Fátt námsefni þykir leiðin- legra í skólum en grasafræðin, mun það einkum stafa af því, að í þessari námsgrein er aðeins stuðzt við myndir til skýringa — stundum lélegar. Sumarið er auðvitað í'étti tíminn til grasa- fræðikennslunnar, en þar rek- um við okkur illilega á sklpu- lagið. Þessi námsgrein er, sem aðrar, kennd á vetrum. Hins vegar þykir flestum unglingum gaman að fræðast um gróður jarðar, þegar komið er út í nátt- úruna, gengið um holt og móa með greinargóðum fræðara. Við þá fræðslu opnast nýr heimur. Hver þúfa, laut eða jafnvel að- eins mosavaxinn steinn getur orðið hrein opinberun — heil veröld, full af lífi og ævintýr- um. Þeir, sem séð hafa inn í þennan ævintýraheim, ganga aldrei síðar með lokuð augu yfir gróna jörð. Um þetta leyti árs þykir mörgum landið fegurst, vegna hinnar fjölskrúðugu litadýrðar gróðursins. Enn er þó tími til að afla sér nokkurrar þekkingar á gróðri, ef vilji er fyrir hendi. Á Akureyri eru til góðir grasa- fræðingar og ýmsir aðrir, sem leiðbeint gætu fólki á smá- gönguferð um nágrennið. Aðrir myndu ef til vill vilja kynnast sjávargróðri. Sennilegt er, að margir myndu þakka þeim fé- lagsskap eða einstaklingum, sem beittu sér fyrir slíkri fræðslu. Þeir, sem ekki óskuðu lengri eða skemmri gönguferða, gætu náttúrlega fundið flestar ís- lenzkar tegundir plantna á ein- um stað, þ. e. í Lystigarðinum! Yngstu nemendurnir eru þeg- ar setztir á skólabekk. Hefur hin einstaka aðstaða hér í bæ, þar sem eru skrúðgarðar, grasgarð- ur og fagurgróið umhverfi hvert sem litið er, verið hagnýtt til þess að opna augu barnanna fyrir dásemdum gróðursins — undirstöðu alls lífs á jörðu? Og verður eldri börnum og ungmennum framhaldsskólanna leiðbeint í þessu efni áður en vetur konungur sezt að völd- um? Q FYRIRSPURN Bæjarbúi biður fyrir eftirfar- andi fyrirspurn til bæjarins: Verður gert við handriðin við svonefndan Menntaveg, áður en vetrar? Búið er að taka niður girð- ingu, sem lá upp brekkuna og fólk studdist oft við í hálku. Er því enn meiri þörf á handriðinu við Menntaveginn. — Þetta er mikið farin leið bæði af börn- um, skólafólki og þeim, sem sækja skemmtanir ofan af brekku — og þessi leið er oft hættuleg vegna hálku. □ ÚR DÝRARÍKINU Ritstjóri Alþýðumannsins var svo reiður í gær, að hann gleymdi rökunum,en uppnefndi Dag og kallaði „hlöðukálf“. — Vonandi verður framhald á þessari hugkvæmni ritstjórans, og ef hann heldur sig við dýra- ríkið, gæti hann fundið skemmti leg nöfn á bæjarblöðin. Q andlitið að hinu fegursta. — Kona Guðmundar er Kristín Sigtryggsdóttir. — Börn þeirra eru: Sigtryggur, Rósa, Hólm- fríður, Hanna og Lilja. Hvað er þér minnisstæðast á lönguni Ijósmyndaferli? Sennilega er það ferðin til Færeyja. Ég vann þá hjá Jóni Sigurðssyni og hann sendi mig í Ijósmyndaferð til Færeyja. Ég ferðaðist þar allmikið, tók mik- ið af myndum og kynntist mörgu fólki. Þetta er mín eina utanlandsferð, en enginn þykir maður með mönnum, sem ekki hefur siglt til annarra landa. En þessi Færeyjaferð verður senni- lega að nægja mér. Þá minnist ég með gleði margra skólastaða á Norðurlandi, þar sem ég hefi komið til að taka myndir og búa til skólaspjöld. Hvarvetna hefur verið tekið vel á móti mér. Hverjir hafa verið mestir erf- iðleikar á ævi þinni? Ég var heilsulaus í tvö ár og gat ekkert unnið. Þá voru börn- in lítil og þröngt í búi. En svo lagaðist þetta og síðan er ekki undan neinu að kvarta. En hvað viltu segja af því, sem þér hefur þótt skenmitileg- ast? Þetta er persónuleg spurning, og ég vil svara henni á þann hátt, að mér þykir skemmtilegt að hafa nóg að gera, eiga á- nægjuleg skipti við menn og konur hér á ljósmyndastofunni og svo er alveg dásamlegt, að hvíla sig heima hjá sér að góðu dagsverki loknu. Hvað gerirðu Iielzt í tóm- stundum þínum? Ég les flest blöð, sem ég get fengið, og vei’ið getur að ég lesi þau betur en margir aðrir. En ég er ekki ánægður með allt, sem í blöðunum stendur. Á með- an maður var yngri, var það ein mín bezta skemmtun að dansa, eins og ungra er siður. Hverja er skemmtilegast að mynda? Það er alltaf gaman að taka myndir. Minnst gaman er að krökkunum, kannski vegna þess, að ég get ekki talað við þá. Krakkar eru orðnir svo ófeimnir og stundum óþægileg- h'. En falleg eru börnin og gaman að fást við myndirnar af þeim — þegar myndatökunni sjálfri er lokið. Nokkuð sérstakt, Guðmund- ur, að lokum? Nei, ekkert, nema að ég er þakklátur fyrir ágæta aðsókn á stofuna hérna og ég er þeim þakklátur, sem oft hafa greitt götu mína í mörgum efnum. Blaðið þakkar Guðmundi fyr- ir svörin, og óskar þess, að hann megi enn lengi halda starfs- kröftum sínum óskertum. Blað- ið þakkar enn fremur fyrir marga góða fyrirgreiðslu á Ljósmyndastofu Guðmundar Trjámannssonar, og ágæta við- kynningu um fjölda ára, og sendir hinum sjötuga heiðurs- manni og heimili hans beztu af- mælisóskir. Q ATHYGLIS Martinus: LEIÐSÖGN TIL LÍFS- HAMINGJU. Þorsteinn Halldórsson þýddi. — Útgefandi: Prcntsm. Leiftur hf. Nýlega eru komnir út á ís- lenzku nokkrir fyrirlestrar eft- ir Martinus, lífsspekinginn danska, sem mörgum er hér að góðu kunnur. Martinus er ein- lægur íslandsvinur og var hér nýlega á ferð í fjórða sinn. Fyr- irlestrarnir eru í ágætri þýð- ingu Þorsteins Halldórssonar. Þeir, sem kunnugir eru Mar- tinusi, vita, að hann er sérstæð- ur persónuleiki. Þekking hans á andlegum lögmálum og mann- lífinu er sennileg og raunhæf. Kenningar sínar um heims- myndina og mannlífið kallar hann andleg vísindi. Hann er mesta Ijúfmenni, víðsýnn og laus við kreddur og þröngsýni. Grundvöllur kenninga hans er kærleikurinn. Hann varar við að ala í brjósti óvildai’hugs- anir til annarra, því að það komi í veg fyrir allar andlegar fram- farir, Hann leggur áherzlu á það, að menn kenni ekki öðrum um ófarir sínar í lífinu. Skýr- inganna sé að leita hjá mannin- um sjálfum, og leitast beri við að bæta hegðun sína og þrosk- ast í því sem gott er. Það sem einkennir þessa fyr- irlestra Martinusar er rökrétt hugsun. Hann beinir máli sínu til hugsunar en ekki tilfinninga. Andleg mál vill hann fremur rannsaka að leiðum vísinda en trúarbragða. Þó eru í ritum hans að finna djarflegar og snjallar skýringar á ýmsu í Biblíunni, enda metur hann hana mikils. Hér skulu nefnd nokkur heiti fyrirlestranna: Musteri sálar- innar, Vitund og hamingja, Ör- lagaleikur lífsins, Andleg leiftur og Óeðlileg þreyta. Af þessum heitum fyrirlestranna má sjá, að hér eru mörg forvitnileg efni tekin til meðferðar. í fyrirlestrinum um óeðlilega þreytu, segir hann: „„Hvað er Íbíiaf jöldi kaupstað- anna 1. des. 1961 (Samkv. yfirliti Hagstofunnar.) YERÐ BÓK þá hin óeðlilega þreyta? Hún er fyrst og fremst afleiðing hinna ofsalegu breytinga, sem gerist í lífi nútímamannsins. Hugsana- hæfileiki hans er í hraðfara þróun og sívaxandi notkun. Hann er ofhlaðinn í hlutfalli við það, hversu maðurinn er ennþá frumstæður frá alheims sjónarmiði.“ í öðrum fyrirlestri um andleg leiftur stendur: „Maðurinn hef- ur athafnafrelsi, svo að honum lærist að þekkja lögmál tilver- unnar, en auðvitað verður hann líka að taka afleiðingunum. af gjörðum sínum. Það er fyrst, þegar hann hefur með sérstakri breytni öðlazt nægilega reynslu með tilliti til deyðandi eða lífg- andi áhrifa athafna sinna og hugsana, og þá rrteiri eða minni ábyrgð, sem fylgir mismunandi, hugsunarhætti og breytni, að Yfirlýsing að í „ALÞÝÐUMANNINUM“, sem. út kom í dag (25. sept.), er birt „frétt“, sem segir, að Framsókn- armenn í Eyjafirði hafi í Sumar og haust leitað til nokkurra bænda í héraðinu til framboðs við þingkosningar á næsta ári. Segir Alþm., að m. a. hafi verið leitað til Hjartar á Tjörn, Ket- ils á Finnastöðum og „jafnvel talað um Arnþór Þorsteinsson eða Jakob Frímannsson í sæti Garðars heitins, sem fulltrúa eyfirzkra bænda!“ „Frétt“ þessi er, vægast sagt, hinn mesti rangsnúningur. Að sjálfsögðu munu állir Fram- sóknarmenn hér um slóðir æskja þess, að eyfirzkur bóndi verði í kjöri á lista Framsóknar- flokksins í Norðurlandskjör- dæmi eystra, en hitt er alrangt, að leitað hafi verið til þeirra bænda, sem Alþýðumaðurinn nefnir, en báðir myndu þeir vissulega sóma sér vel sem frambjóðendur og þingmenn, enda í hvívetna góðir fulltrúar eyfirzkra bænda. Þaðan af síð- ur hefur komið til greina, að þeir Arnþór Þorsteinsson eða Jakob Frímannsson tækju sæti Garðars Halldórssonar, sem fulltrúar eyfirzkra bænda! hann verður hæfur til að nota þetta frelsi sitt á rökréttan og ástútlegan hátt. Sjálfsmorðing- inn mun í næstu jarðvist lenda í svipuðum kringumstæðum og þeim, sem kom honum til að fremja sjálfsmorð í síðustu jarð- vist sinni. Það er ekki refsing heldur eðlileg afleiðing þeirra orsaka, sem hann sjálfur er valdur að. Verndararnir hafa að vísu sefjað burt hinar myrkvu hugsanir, en orsök þeirra geta þeir ekki numið burt.“ Martinus hefur sett fram heimsmynd sína og skoðanir í hinu mikla verki sínu „Bók lífsins“. Kenningar hans eru kynntar af áhugamannahópum víða um Evrópu. En auk þess í Indlandi, Japan og Bandaríkj- unum. -— Hér á landi er þetta fyrsta bókin, sem út kemur um lífsskoðun Martinusar. Eiríkur Sigurðsson. gefnu tilefni ir fulltrúar Framsóknarfélags Eyjafjarðarsýslu, hafa fariðþess á leit við mig, að ég verði í kjöri að nýju við alþingiskosn- ingarnar á næsta ári og ekki neðar en í 3. sæti listans, þ. e. „sæti Garðars Halldórssonar“. Annað hefur ekki gerzt í fram- boðsmálum af hálfu Eyfirðinga og ekki við aðra talað sem vænt- anlega frambjóðendur en mig. Vænti ég, að ritstjóri Alþýðum. geti unnt mér þessa trausts og vona, að hann vandi síðar betur til frétta af framboðsmálum okkar Framsóknarmanna. Svar mitt við beiðni Eyfirð- inga skiptir ekki máli hér og varðar að sinni aðeins sjálfan mig og þá, sem við mig töluðu. Hins vegar taldi ég rétt og skylt að skýra frá þessu, þar sem „frétt“ Alþýðumannsins er úr lausu lofti gripin. Akureyri, 25. sept. 1962. Ingvar Gíslason, alþingism. Lét setja mannimi sinn í „Steininn“ Reykjavík ......... 73388 Akureyri............ 8957 Hafnarfjörður ...... 7310 Kópavogur .......... 6681 Keflavík............ 4852 Vestmannaeyjar . .. 4702 Akranes ............ 3913 ísafjörður ......... 2694 Siglufjörður ....... 2630 Húsavík ........... 1584 Neskaupstaður .... 1482 Sauðárkrókur ....... 1249 Ólafsfjörður ........ 940 Seyðisfjörður ....... 742 Alls 121124 Hins vegar voru aðeins 58934 íbúar í kauptúnum og sveitum, en alls á landinu 180058. Svo sem kunnugt er, var Garðar heitinn Halldórsson í 3. sæti á lista Framsóknarflokks- ins við síðustu kosningar og hlaut kosningu, sem 4. þm. kjör- dæmisins og einn af þremur þingmönnum Framsóknarfl. Ég undirritaður var í 4. sæti list- ans og tók sæti Garðars á Al- þingi, er hann lézt í marzmán. 1961. Garðar heitinn mátti óum- deilanlega kallast „fulltrúi ey- firzkra bænda“, og engum er ljósara en mér, að sæti hans sem slíks var og er vandskipað, ekki sízt, ef lagður er þrengsti skilningur í merkingu orðsins. Þó vil ég, að það komi nú fram, að réttir og til þess kjörn- I bænum Litlahamri í Noregi varð lögreglan nýskeð að hand- taka mann, sem var að brjótast inn til konu sinnar að næturlagi. Þau höfðu búið saman í mörg ár, en giftu sig loksins í fyrra. En skömmu síðar var „ævintýr- ið úti“. Konan vildi ekki lengur við manninum líta og lokaði hann úti. Honum hugkvæmdist þá að klifra upp húsvegginn og komast inn til konunnar um einn gluggann. En þá hringdi konan á lögreglustöðina, og lög- reglumenn komu óðar og’ stungu húsbóndanum í drykkjumanna- geymsluna. Og daginn eftir varð hann að greiða sekt fyrir heim- sóknina til eiginkonunnar!

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.