Dagur - 03.11.1962, Blaðsíða 4

Dagur - 03.11.1962, Blaðsíða 4
4 Dagub Sfétt gegn stétt í SÍÐASTA LEIÐARA Dags var á það bent með rökum, hvernig ríkisstjórnin hefur í þrjú skipti, á tæpum þremur ár- um, sprengt þann ramma, sem settur var við hina yfirgripsmiklu samninga verka- lýðsfélaga og atvinnurekenda, hverju sinni. Ákvæði um, að samningar héldu gildi sínu um lengri tíma, ef vísitala framfærslukostnaðar hækkaöi ekki yfir ákveðinn hundraðshluta, mynduðu allar hliðar rammans. Nú í haust var svo kom- ið, vegna þess að stjórnin hafði í þriðja sinn látið lijá líða að gera nauðsynlegar aðgerðir til að tryggja vinnufriðinn, að forsendur fyrir áframhaldandi gildi samninganna voru fallnar. Nú blasa við vinnudeilur um Iand allt, sem eingöngu á rætur að rekja til versnandi lífskjara launþega í hinum fjölmennu verkalýðs- félögum landsins. Ber að harma það, að núverandi ríkisstjóm hefur ekki borið gæfu til að koma í veg fyrir stöðugan og mikinn ófrið á vinnumarkaðinum, meiri ófrið en áður hefur þekkst í þessu landi. í SUMAR gat síldveiðiflotinn ekki leyst landfestar fyrr en hálfur mánuður var liðinn af vertíð, að ríkisstjórnin greip til örþrifaráða, sem síðan hafa verið mikið deiluefni, m. a. af þeim sökum, að tvenns konar skiptareglur giltu á allri vertíð- inni. Sá lakari fyrir sjómenn var skilget- ið afkvæmi „viðreisnarinnar“. Og nú er mánuður liðinn af síldarvertíðinni við Suð-Vesturland og öll skip ennþá í höfn, vegna deilu um kaup og kjör og virðist ekkert miða í samkomulagsátt. ÍSLAND er á þessu ári eina verulega síldveiðilandið, en annars staðar mátti kallast aflabrestur á þessari fisktegund. Þar er því alveg óvenjulega niikil eftir- spurn eftir síld, bæði á eldri mörkuðum og nýjum, og bæði fyrir sumarveidda síld fyrir Norðurlandi og vetrarveidda sfld. íslendingar hafa gert mikla sölusamn- inga um vetrarsíldina svo hundruðum þúsunda uppmældra tunna skiptir. Og síldin er enn í sjónum, frjáls ferða sinna og sjómenn í landi. Einliverra hluta vegna var síldarleitin liafin í vor, áður en samið var. Síldarfréttimar höfðu örfandi áhrif á samningsaðila. Þær heimt uðu aðgerðir. Nú er ekki slíku til að dreifa, hvernig sem á því stendur. Kannski varðar þjóðina ekkert um frétt- ir frá síldarleitinni á meðan sjómenn og útvegsmenn leita hinnar vandfundnu lausnar. En þegar um jafn þýðingarmik- ið hagsmunamál allrar þjóðarinnar er að ræða, krefst málið tafarlausrar úr- lausnar. Það er ekki aðeins milljónaskaði á degi hverjum, að stunda ekki síldveið- amar, heldur eru einnig hinir góðu mark aðir í hættu vegna vanefnda á gerðum samningum. FJÖGURRA mánaða stöðvun togaraflot- ans í sumar, læknavandamálið, kenn- araskorturinn, átökin við starfsmenn ríkis og bæja, og svo þau allsherjarátök verkalýðsfélaganna, sem nú eru hafin, á rætur að rekja til misheppnaðrar og úreltrar stjómarstefnu. Sú stefna kyndir elda ófriðarins og hinnar skefjalausu stéttabaráttu í landinu, sem orðin er gjörsamlega óþolandi. □ V-----------------------------------------J 1111111 ii ii ■ 11 ■ i ii 111111111 ii 111 ""'JÓNAS JÓNSSON FRÁ HRIFLU:"’.................".. Tómslundavinnð gagnfræðakennarans Steingrímur Níelsson fimmfugur ÞEGAR ég rifjaði upp hinar margháttuðu umbætur og við- reisnarstörf aldamótamanna á Akureyri lét ég að mestu ógetið eins af skörungum þess tíma- bils, Stefáns, sem síðar varð skólameistari á Akureyri. Stef- án hafði sérstöðu, að því leyti, að hann var búsettur úti í sveit í Hörgárdalnum, mikinn hluta starfsævi sinnar, en hafði þó mjög mikil áhrif á menningar- líf Akureyrar samhliða skyldu- störfum sínum. Aðstaða Stefáns var merkileg að því leyti að hann bjó í af- skekktri sveit, Hörgárdalnum. Þó að hann væri mikil áhrifa- maður í sveitinni, sýslunni og landinu var hann á þeim tíma ekki borinn til áhrifa með sér- stöku tignarheiti. Hann var kall aður Stefán á Möðruvöllum eða Stefán kennari og því heiti fylgdu ekki neinir sérstakir töfrar, bundnir við laun eða vald. Þegar Stefán flutti að Möðruvöllum hafði hann að baki stutta en góða sögu. Hann var kominn af listrænni bændaætt í Skagafirði. Hafði í foreldragarði fengið hið bezta uppeldi sveitanna, margþætta vinnu og heimalestur. Um ferm ingu þekkti hann allar jurtir í sveitinni. Síðan kom Latínu- skólinn, fremur leiðinlegur, en gagnlegur og að því loknu ára dvöl í Kaupmannahafnarhá- skóla við grasafræðinám. Á námsárum Stefóns í Kaup- mannahöfn var árferði hið versta á íslandi, hafís og hall- æri. Þúsundir efnilegra manna, karla og kvenna, fluttu til Am- eríku í von um að geta þar num ið land undir betri skilyrðum heldur en heima fyrir. Allan starfstíma Jóns Sigurðssonar höfðu Danir haldið landinu í kyrrstöðuklóm. Ameríkufarirn- ar voru eina lífsbjörg þeirra æskumanna á íslandi sem ekki áttu von jarða að erfðum. Síðan komu vélbátarnir og togararn- ir. Við sjóinn myndaðist þá land nám sem fyrr hefði mátt byrja, ef yfirþjóðin hefði leyft íslend- ingum að njóta gæða landsins og krafta sinna. Nú er stétt gagnfræðaskóla- kennaranna fjölmenn hér á landi. Tala þerra mun innan tíðar skipta hundruðum. Þeir gegna þýðingarmiklum störfum við uppeldi æskunnar í landinu. Laun þeirra eru ekki talin há, sennilega ekki nægilega há, samt er aðstaða þeirra nú á margan hátt betri en Stefáns kennara á Möðruvöllum fyrir aldamótin. Þegar litið er á þessa nýju, stóru stétt, miklij fylk- ingu vel menntaðra manna, þá má vænta af henni mikilla þjóð nýtra starfa og fjölbreyttrar tómstundavinnu. í þeim efnum á það að geta orðið hressandi fyrirmynd fyrir hina nýju stóru stétt að athuga, hvað gagnfræða skólakennarinn á Möðruvöllum gat afkastað fyrir land og þjóð, bæði í skylduvinnu og með tóm stunda störfum við erfið kjör. Verður hér minnzt á þessa starf semi. Ekki svo mjög af því að það þurfi vegna Stefáns Stefáns sonar skólameistara, því að æfi- saga hans er fræg orðin sem vel má vera, heldur af því að for- dæmi hans á að geta orðið til fyrirmyndar og eggjunar nýrri kynslóð, sem þarf að leysa mörg merkileg og vandasöm verkefni í landinu. Stefán kennari kom að Möðru völlum, þegar skólinn var að kalla má í andarslitrum vegna harðæris og andúðar embættis- manna á, að óbreyttir bænda- synir fengju skólamenntun í bóklegum efnum, sem væri vel fallin til að auka sjálfbyrgings- svip þeirra, hroka og þrjózku gagnvart meiri háttar mönnum í landinu, án þes að verða að verulegu gagni fyrir þjóðar- heildina. Oáran tíðarfarsins slot aði síðustu 10 ár 19 aldarinnar. Þau voru að mestu leyti hag- stæð fyrir atvinnu landsmanna. Sú breyting átti að nokkru leyti þátt í því að bjarga lífi norðlenzka skólans, en hitt skipti þó ekki minna, að þegar sem erfiðast var um árferði og aðsókn til skólans og skólinn að fjara út, kom þangað sem kenn- ari ungur og glæsilegur maður, án fjármagns, en gæddur mikilli dirfsku, öflugu hugsjónalífi og skapandi þrótti. Þessum manni tókst með starfi sínu, bæði á Möðruvöllum og á Akureyri, að gefa þessari menntastofnun nýtt líf og hærra takmark í þjóðlíf- inu. Hin miklu og mörgu ólaun uðu tómstundastörf Stefáns kennara voru unnin í sama anda og annarra aldamóta- manna. Þeir vildu reisa við land og þjóð, sem hafði verið í senn vanrækt og kúguð. Þeir urðu af nauðsyn örlaganna að vinna meir en eins manns verk, eða öllu heldur margra manna verk, af því að þjóðin þurfti þess með eins og á stóð þá. Um laun var ekki að ræða nema fögnuð yfir vaxandi velgengni þjóðarinnar og aukinni bjart- sýni og starfshug alls almenn- ings í landinu. Stefán á Möðru- völlum var fríður maður og tignarlegur í framkomu og lát- bragði. Hann og Indriði Einars- son höfðu tamið sér fataburð og tilhald smekkmanna á megin- landi álfunnar. Hið sama gerðu hjá kunnum mönnum, skáldin Björnsson og Kelland. Þótti þessum mönnum vel fara að flytja blæ frá París og höfuð- stöðum álfunnar til norðlægra landa. Sennilega hefði það þótt broslegt ef slík sízka hefði orð- ið almenn, ekki síst hjá ungum mönnum, en enginn reyndi að líkja eftir þessum Skagfirðing- um. Tilhald og smekkvísi Stef- áns kennara, hafði áhrif á skóla piltana á Möðruvöllum án þess að nokkrum þeirra kæmi til hugar að Evróputízkan ætti við daglegar kringumstæður hér á landi. Stefán kennari byrjaði með því að flytja glaðværð og lífs- fjör inn í hinn hálfvanrækta skóla- á Möðruvöllum. Kennsla hans var lífrænt áhugamanns verk. Bújörðin Möðruvellir var í niðurníðslu og borðfélag skóla pilta hafði verið baslbúskapur viðvaninga úr dreifðum héruð- um landsins. Stefán byrjaði á því að taka á leigu stórbýlið Möðruvelli og gera það að stór- búi. Hann tók áð sér yfirumsjón með mötuneyti skólapilta og gerði það að sambýli háttvísra drengja. Þó að Stefán kennari kynni að vera tilhaldsmaður, var hann ekki alltaf búinn þess háttar klæðum. Meðan hann var á léttasta skeiði tók hann töluverðan þátt í heyvinnu á Möðruvöllum og heldur þótti vinnumönnum hans og kaupa- mönnum sópa að „kennaran- um“ þegar hann kom alklæddur olíufötum með sjóhatt og tók á móti torfi uppi í heyjum þegar hlöðurúmið nægði ekki. Möðru- vallabóndinn vissi fullvel að í íslenzkum búskap eiga að fara saman erfið átök og stórmann- leg framkoma þar sem vel er haldið á metnaði bændastéttar- innar. Stefán á Möðruvöllum var grasafræðingur og unni sinni fræðigrein. Á fyrstu starfsárum sínum á Möðruvöllum gerði hann nýja kennslubók í al- mennri grasafræði. Studdist hann þar við ágæta bók eftir kennara sinn í Danmörku, en að mestu leyti er bók Stefáns íslenzk frumsmíði, létt og fræð- andi og ótæmandi um þau efni er máli skipta. Er þessi kennslu- bók í einu langlíf og mikilsvirt við náttúrufræðikennslu hér á landi framar öllum öðrum rit- um um sama efni. Hér var að vísu aðeins um kennslubók að ræða, sem aðeins snerti kennlsu starf, en engin lagabönd hvíldu á gagnfræðakennaranum á Möðruvöllum um að gera í tóm stundavinnu ágæta kennslubók um íslenzka grasafræði handa efnilegum námsmönnum í land- inu. En brátt hófst Stefán handa um annað tómstundaverk miklu stærra. Þorvaldur Thoroddsen fyrirrennari hans á Möðruvöll- um hafði í sumarleyfum sínum á tuttugu árum grundvallað ís- lenzka jarðfræði á vísindaleg- um grundvelli. Stefán gleymdi ekki grösunum, æskuvinunum úr átthögunum. Hann ferðaðist þess vegna um landið allt að sumarlagi um tíu ára skeið og fullgerði síðan eftir aldamótin hina frægu bók sína Flóru ís- lands. Hafði hann þá á þessu árabili kynnt sér, eftir því sem unnt var á þessu tímabili allt gróðurríki landsins og það sem fræðimenn höfðu áður ritað um þessi efni. Það er skemmst frá því að segja, að þetta tómstunda starf gagnfræðakennarans á Möðruvöllum stendur enn og mun standa um ókomnar aldir, sem örugg og traust undirstaða íslenzkra gróðurvísinda. Enn bætti Stefán á Möðru- völlum á sig tómstundaverkum. Hann var í náinni samvinnu við bændur í héraðinu um hvers- konar umbætur í búnaðarmál- um. Frá því verki var nokkuð stórt stig yfir í framkvæmd hans með Páli Briem og Sig- urði búnaðarmálastjóra, þegar þeir stofnuðu félag norðlenzkra bænda, Ræktunarfélagið, og reistu hina miklu gróðrarstöð á Akureyri. Þessir þrímenningar höfðu allir brennandi áhuga fyr ir gróðurmálum landsins og þeir stofnsettu og starfræktu þetta mikla bændafélag, meðan heilsa og orka þeirra entist. Þeir gáfu félagsmönnum sínum í hinum dreifðu byggðum ein- lægan sigurvilja og þrótt til að hrinda með þessum félagsskap í framkvæmd mörgum stórvirkj um í búnaði landsmanna. Rækt-‘ unarfélag Norðurlands er inn- gangskapituli að nýskipun ís- lenzks búnaðar, skógræktar, vélvirkjunar og notkunar tilbú- ins áburðar. Enn átti gagnfræðaskóla- kennarinn á Möðruvöllum eftir nokkurn tíma til nýrra tóm- stunda-anna. Hann gerðist þing maður héraðs síns, Skagafjarð- ar. Á framboðsfundum braut hann hinar venjubundnu víð- tæku reglur kænna þingmanns- efna, sem lofuðu sparsemi á rík isfé. Stefán sagði Skagfirðing- um að það væri svo margt ógert sem þjóðfélagið yrði að vinna við og þetta væri ekki hægt nema með talsvert miklum pen ingum. Þess vegna mundi hann leggja til að skattar væru hækk aðir í landinu til þess að geta komið í framkvæmd miklu meiri umbótum heldur en áður hafði verið. Skagfirðingum lík- aði vel þessi nýstárlega kenn- ing og þeir kusu Stefán á þing um margra ára skeið. Á Al- þingi var Stefán fyrst og fremst góður þingmaður og myndarleg ur forseti efri deildar, en hann var þar að auki þingprýði vegna glæsimennsku, víðtækrar þekk ingar og vakandi áhuga um allar nýtilegar frámfarir í land- inu, en mesta verk hans á þing- mannsbrautinni er tengt norð- lenzka skólanum. Stefán kenn- ari réð mestu um að skólinn var fluttur frá Möðruvöllum til Ak- ureyrar, og að hann varð þriggja vetra skóli og að nem- endur frá Akureyri gátu án sér stakra takmarkana gengið inn í 4. bekk Menntaskólans í Reykja vík. Mest kom stórhugur og smekkur Stefáns á Möðruvöll- um þó fram í því að tryggja framtíð skólans á hinum glæsi- legu völlum ofanvert við Akur- eyrarbæ. Þar var víðlendi mikið og fagurt. Þar var reist með ráði og umsjón Stefáns glæsileg asta skólahús sem þjóðin hafði á þeim tíma reist með eigin efn- um. í skjóli við hina miklu skólahöll er trjágarður fagur, Hann er líka í fyrstu verk Stef- áns. Framkvæmdir Stefáns kennara í skólamálum Norð- lendinga báru í senn vott um listrænan stórhug hans og hóf- saman en þó djarfan metnað fyrir sæmd skólans og norð- lenzkrar æsku, sem þar átti að gista. Þetta greinarkorn á ekki að vera ýtarleg ævisaga Stefáns á Möðruvöllum. Hún er annars staðar skráð, heldur einföld á- bending til samferðamanna hér á landi, lærðu mannanna, menntamannanna, hugsjóna- mannanna og atorkumannanna, sem búa yfir mikilli andlegri orku, prófsigrum, framhalds- námi í öðrum löndum og at- vinnuöryggi á vegum lands og þjóðar. Á Norðurlandi, þar sem 100 (Framhald á bls. 7.) EINI SÖNGVARINN. Þegar ég hugsa til barnsár- anna fyrir fermingu mína, hörðu áranna sjö á níunda tugi 19. aldarinnar, eru mér einkum minnisstæðir hinir fáu, hlýju, björtu og sólríku vor- og sumar morgnar. Þá ómuðu og titruðu heiðloftin blá af fuglasöng, bæði einsöng og samsöng. Ekkert man ég dásamlegra frá þeim árum, en að hlusta á þann yndis lega söng. Sérstaklega fannst mér fuglasöngurinn heillandi eftir marga kalda og ömurlega daga. Það mun almennt viðurkennt að fátt hrífi sálu manna meira, og hafi betri áhrif á þær, en fögur sönglist. Sama gilti um söng beztu söngfugla okkar ef við veitum honum athygli. Und- ir áhrifum söngs, einkum fugla- söngsins á æsku- og unglingsár um mínum, hefir mér fundist hugur minn móttækilegastur fyrir góðar hugsanir. Því miður fara börn höfuð- staðar okkar og kaupstaðanna á ströndum landsins næstum alveg á mis við hinn yndæla fuglasöng. Munu Akureyringar þó njóta hins þýða þrastakliðar meira en íbúar annara kaup- staða, þar eð trjágróður er meiri á Akureyri en í nokkrum öðrum bæ landsins og því til- tölulega meira af þröstum hér en annarsstaðar. Svo sem kunnugt er, er skóg- ÞANN 17. okt. sl. varð Stein- grímur Níelsson bóndi á Æsu- stöðum í Saurbæjarhreppi fimm tugur. Foreldrar Steingríms voru Níels Sigurðsson bóndi á Æsu- stöðum og kona hans Sigurlína Sigtryggsdóttir, en Sigurlína gaf sig mjög að félagsmálum kvenna og öðrum menningar- málum og voru þau hjón víð- þekkt fyrir rausn og höfðings- lund. Kona Steingríms er Sigríður Pálmadóttir frá Gnúpufelli, en móðir Sigríðar var Auður Þor- steindóttir systir Hólmgeirs á Hrafnagili. Þau Auður og Pálmi Þórðarson bjuggu lengi stórbúi á Gnúpu- felli og Pálmi var um skeið odd viti Saurbæjarhrepps. Stein- grímur stundaði nám í Verzlun arskóla íslands, en eftir það var hann við alls konar störf unz hann gerðist bóndi. Steingrímur er vaskleika maður, bjartsýnn, glaðvær, hjálpsamur og hress- andi í viðkynningu. Æsustaðir eru með fríðustu býlum inn-Eyjafjarðar og eiga þau hjón þar góðan hlut að, svo eiga þau þrjá efnilega syni, sem miklar vonir eru bundnar við að taki við staðnum þegar þar að kemur. Búskaparaðstaða á Æsustöð- um er þannig, að til þess að nýta jörðina að fullu, þarf bónd inn að hafa röska menn og um- fram allt góða hesta og þá marga, vegna geymslu sauðfjár á afrétti, sem ekki liggur þó langt undan. En svo vel vill til, að Steingrími er hestamennska arþrösturinn farfugl. En nú eru margir þrestir farnir að skerast ur leik, vilja ekki yfirgefa sinn fagra fæðingarbæ og fljúga njeð félögum sínum til sólríkra suðrænna landa. En veturnir á íslandi eru flest ir ofjarlar þessara litlu, fallegu söngfugla. Hér er þeim búinn kuldi, hungur og dauði, ef þeir njóta ekki hjálpar mannanna, samborgara sinna. Þegar frystir og snjóar eru þeim allar bjargir bannaðar. Ánamaðkarnir, sem eru fæða þeirra á sumrin, draga sig niður í moldina, þegar kóln- ar. Flugurnar, sem þeir munu líka nærast á, hverfa. Og reyni- berin falla af trjánum og graf- , ast undir snjónum. Enda mundu þau hrökkva skammt handa þeim þó þeir næðu í þau öll. Og nú eru þessir vinir okkar, þegar í fyrstu snjóum, komnir í bjargarþrot. Fyr-ir tveim dög- mu sá ég sex þresti á götunni, þeir voru þar að hamast og leit- ast við að notfæra sér lítið stykki af appelsínuberki. En auðvitað náðu þeir engu í sinn soltna maga. Það er synd og minkunn fyr- ir okkur Akureyringa — níu þúsund manns — að láta þessa litlu smælingja líða hungurkval ir og deyja við dyr okkar. Þess vegna vil ég nú skora á húsmæð ur bæjarins, — ég treysti þeim til mannúðarverka — að safna í blóð borin, hefur tamið fjölda af hestum fyrir sjálfan sig og aðra og kunnur áhugamaður á því sviði. Sökum fjallskila og annarra heimilisanna í sveitinni, gat ekki orðið af afmælisfagnaði Steingrímur Níelsson. fyrr en næsta laugardag þ. 20. Þá um kvöldið var mikið fjöl- menni á Æsustöðum og mátti af því sjá hverjum vinsældum þau Æsustaðahjón eiga að fagna enda er þeim sýnt um að taka á móti gestum. Veitingar voru fram bomar, ræður fluttar, og að lokum dansað. Oblandaða ánægju vakti koma Smára- kvartettsins frá Akureyri. Ég, sem þessar línur rita, kom því ekki við að heimsækja af- mælisbarnið fyrr en á mánudag og virtist fagnaðurinn enn vera í fullum gangi. Þökkum við hjónin móttökurnar — já allar móttökur fyrr og nú. Lifðu heill Steingrímur. Ragnar Davíðsson. saman öllum brauðmolum, eink um hveitibrauðsmolum, því þröstunum þykja þeir beztir, mylja þá vel, svo þrestirnir eigi auðvelt með að gleypa þá, og láta svo börn sín gefa þröst- unum þá. Með því vinna þær tvö góðverk: Vekja hjá börnum sínum góðar kenndir, samúð og hjálpsemi við lítilmagnana, sem erfiðast eiga í lífsbaráttunni og forða einu söngvurunum okkar meðal fuglanna frá harmkvæl- um og bana. Ég hef áður bent á að heppi- legast væri að þröstunum væri gefið á einum stað í hverri götu og að börnin í götunni skipu- legðu molagjafirnar, færðu þeim matinn sinn daginn hvert. Annar yndislegur smáfugl og söngvari, sem ekki er bæjarbúi, leitar líka stundum á náðir okk- ar þegar að sverfur á veturna. En hann gerið það ekki fyrr en allt um þrýtur og öll punt- og melstrá eru á kafi í snjó, svo hvergi er fræ að fá. Ég treysti húsmæðrunum á Akureyri líka til að taka þessum þurfandi gestum vel. Láta börn sín einn- ig færa þeim, ef þeir koma, ör- lítið af fuglafóðri, sem fæst í verzlunum bæjarins. Þrestirnir vilja það ekki. Bezt að hafa hvað fyrir sig, því „djarfur er hver um deildan verð,“ Ritað 28. okt. 1962, Guðm. B. Árnason. 5 Magnús Hólm Árnason: LJÚFA VOR Bernskuminningar og ey- firzkir þættir. Prentsmiðja Björns Jónssonar h. f., Ak- ureyri, 1961. ENDA ÞÓTT ráða megi af titil- blaðinu, að bók þessi hafi verið prentuð á síðastliðnu ári, er hún samt nýkomin á markaðinn og get ég ekki stillt mig um að minnast á hana með nokkrum orðum. Höfundurinn er nafn- kunnur og ágætur Eyfirðingur, dóttursonur séra Jakobs Björns sonar í Saurbæ og alinn upp þar á staðnum til fullorðinsára, stálgreindur og fjölfróður og kominn af kraftaklerkum í all- ar ættir. Er hann þá heldur ekki í neinum vandræðum með að halda á penna, enda þótt hann hafi lítt kúldast á skólabekk, en aflað sér þekkingar og mennt unar af eigin rammleik. Bókin hefst á nákvæmri lýs- ingu á gamla bænum í Saurbæ og heimilisháttum þar um síð- ustu aldamót, en sú lýsing gæti einnig átt við mörg meiri hátt- ar heimili á liðnum öldum og hefur því menningarsögulegt gildi. Eins og bezt sést af grunn teikningu þeirri, sem bókinni fylgir, hefur bærinn verið heil veröld að minnsta kosti fyrir börn, þar sem fjöldamargir dimmir draugagangar og rang- halar tengdu saman vistarver- urnar, en á milli stóðu tröll- auknir veggir til að skýla við kuldanum, sem eflaust hefur verið ásækinn í þessum Ijóslitlu og saggafullu bæjum, þar sem þök og veggir drukku í sig regn himinsins. Annars hefur bær- inn að Saurbæ verið með veg- legri prestssetrum á landi hér, þar sem jafnan var mannmargt og ýmiss konar mannfagnaður. Þar voru allir sveitafundir haldnir, og manntalsþing háð. Þar var dansað og jafnvel sýnd ir sjónleikir. Bregður Magnús upp lifandi myndum af lífinu á bænum, þegar lifnaðarliættir voru frábrugðnir því, sem nú gerist, og hvert heimili var eins og ríki út af fyrir sig. Svo koma ýmsar bernsku- minningar höfundarins. Er það engin samfelld ævisaga, heldur einstök atvik, sem mótast hafa fast í hugann. Enda þótt hér sé ekki um neina stóratburði að ræða, er þessi kafli yfirleitt hugðnæmur og skemmtilegur, vegna þess hve höfundurinn skrifar hreint og blæfagurt mál og segir frá á látlausan hátt. Minna sumir þessir kaflar á Bernskuna eftir Sigurbjörn Sveinsson, og er það grunur minn, að ýmsir þeirra eigi seinna eftir að komast í lesbæk- ur barna. Höfundurmn segir réttilega í formála: Það er með- fram vegna þess, að ég álít, að hugsunarháttur sveitabarna sé og verði svipaður því sem verið hefur, að ég skrifa þessar minn- ingar, því að þá þykir mér lík- legt, að börn og unglingar hafi gaman ■ af að kynnast lífi og starfi barnanna eins og það var um aldamótin 1900. Og ég vona að eldri menn hafi gaman, af að líta með mér aftur í tímann og minnast svipaðra atvika frá þeirra eigin lífi.“ Loks eru frágagnir af ýmsum atburðum er gerzt hafa í Eyja- firði og á Akureyri um og eftir síðast liðin aldamót og vísna- syrpa síðast, allt skilmerkilega skrifað og fullt af margvíslegum fróðleik. Hafi höfundurinn beztu þakkir fyrir bók sína. Ég er þess fullviss, að ekki að- eins Eyfirðingar, heldur og margir aðrir munu hafa ánægju af að lesa þessa hugþekku bók. Benjamín Kristjánsson. NÝ BÓK UM DUL- RÆN EFNI „ANDATRÚIN“ svonefnda sætti lengi harðri gagnrýni hér á landi, og á vissulega enn sína andmælendur. Mikilsmetnir menntamenn og andlegir skör- ungar — eins og prófessor Har- aldur Níelsson og skáldið Einar H. Kvaran — voru níddir fyrir afskipti sín af fyrstu tilraunum liérlendis til sálarrannsókna og sambands við annan heim gegn um miðla. Fjöldi íslenzkra kennimanna fordæmdi þá allar slíkar tilraunir, og þeir, sem að slíku „kukli“ stóðu, voru stimpl aðir trúvillingar, en miðlarnir sjálfir svikarar og Satans þjón- ar. Nú er öldin önnur. Verulegur hluti íslenzku þjóðarinnar að- hyllist nú spífitisma. Árlega eru gefnar út bækur um dulræn efni og sambandsstarfsemi yfir landamærin. Bækur um þvílík efni seljast flestum bókum bet- ur. Fólk með skyggnigáfu og aðra dulræna hæfileika er ekki lengur lítilsvirt. Miklu fremur er litið upp til þeirra, sem slík- um gáfum eru gæddir og þær taldar til yfirburða. Þessi breyting stafar af vax- andi frjálslyndi og minnkandi blindri bókstafstrú, en þó vafa- laust mest vegna lækningastarf- semi eftir þessum leiðum og með aðstoð miðla. Svo sem al- kunnugt er, hefur fjöldi fólks hlotið margvíslega hjálp og sumir dásamlega bót meina sinna eftir hinum dulrænu leið- um, enda gerast slík „krafta- verk“ víðs vegar um heim, svo að ekki verður á móti mælt. Er nú farið að skrásetja þessi störf, einkum lækningarnar, og gefa út bækur um þau efni, og hef ég hér handa á milli nýútkomna bók um einn þekktasta miðil íslenzkan, frú Láru Ágústsdótt- ur. Bókin heitir LÁRA MIÐ- ILL, og er færð í letur af séra Sveini Víkingi, en útgefin af Kvöldvökuútgáfunni á Akur- eyri. í þessar nýju bók segir frá miðilshæfileikum frú Láru, skyggnigáfu hennar og starf- semi á þeim vettvangi, en hún er löngu þjóðkunn orðin. Fyrsti kafli bókarinnar er allýtarleg skýrgreining höfundar á dul- rænum fyrirbærum, en slíkt mun ekki að finna á íslenzku annars staðar. Annar og þriðji kafli eru um uppvaxtarár frú Láru og um fyrstu kynni henn- ar af sálarrannsóknum árin 1917—18 hjá Kvarans-hjónun- um í Reykjavík. Fjórði kaflinn er lengstur, enda eru þar vitnis burðir einstakya manna (rúm- lega 40), frásagnir af lækning- um og skyggnilýsingum og ýmis konar dulrænum fyrirbær um. Verður ekki annað séð, eftir lestur þessa kafla, en að Lára Ágústsdóttir muni mega teljast í fremstu röð núlifandi miðla, og ekki einasta á íslandi. Er þesi kafli allur hinn merki- legasti. Fimmti kafli bókarinnar heit ir Fræðslufundur. Hann þykir mér langsamlega merkastur. Þar segir frá einum sambands- fundi með þeim hætti, að ritað er upp eftir segulbandsupptöku það, sem fram fór þar, er fund- ur þessi var haldinn á Akureyri 5. febrúar 1957. í sjötta kaflan- um, Spjallað við Láru, ber margt skemmtilegt og fróðlegt á góma. Er sá kafli með þeim stílsmáta höfundarins, sem all- ir þekkja, ósviknum, en séra Sveinn er einn hinn vinsælasti útvarpsmaður, rithöfundur góð- ur og afburða snjall ræðumað- ur. Allt, sem hann ritar er því mjög aðgengilegt og oftast skemmtilegt aflestrar, jafnvel þótt efnið sé háalvarlegt. í síðasta kaflanum, sem heitir Lokaorð, er yfirlit um störf frú Láru, sem höfundur telur gagnmerkileg, og ræðir hann þar þá vandhæfni og miklu erfiðleika, sem miðilsstörfunum fylgja. Er þar, og í bókinni í heild, margt skarplega athugað og af mikilli nærfærni fjallað um mistök og hættur í störfum miðla, árangurinn af miðils- störfum almennt og vísindaleg- ar niðurstöður. Einkennandi er fyrir þessa bók, hve höfundur hennar fejr varlega í fullyrðingar og af hve næmum skilningi hann fjallar um þessa vandasömu viðleitni til að komast í öruggt samband við verur annars heims og fram- liðna menn. Ofgar og ofstæki er honum víðsfjarri, en áhug- inn sterkur fyrir leitinni að sem fullkomnustum sönnunum fyr- ir framhaldslífinu, en það er hinn rauði þráður bókarinnar. Ég held, að hún verði líka að teljast mjög gott innlegg til þess mikla máls. Kæmi mér ekki á óvart, þótt hún yrði vin- sæl og seldist upp á skömmum tíma. Frágangur á bókinni er yfir- leitt góður, nokkrar prentvillur að vísu, en engar meinlegar. Myndir hefði átt að hafa fleiri, ekki sízt frá líkamningafundum ef þær eru til, sem mér þykir sennilegt. Jóhannes OIi Sæniundsson.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.