Dagur - 03.11.1962, Qupperneq 7
7
TÓMSTUNDAVINNA GAGN-
FRÆÐAKENNARANS
(Framhald af blaðsíðu 5).
ára bærinn er höfuðsetur, má
nú tclja í mörgum tugum ef
ekki hundruðum, álitlega og
þroskamikla menn, sem hafa
miklu betri aðstöðu heldur en
Stefán á Möðruvöllum til að
ynna af hendi fyrir þjóðfélagið
mikla tómstundavinnu. Þar eru
fjöldamargir löglærðir menn,
eins og Klemens og Páll Briem
Fréttir úr nágrenninu
(Framhald af bls. 8.)
Hér var lélegur afli í haust,
þar til farið var að leggja net,
norðvestur af bryggjunni, mjög
skammt undan landi. Þá aflað-
ist vel, 10—12 tonn á bát og stóð
svo um vikutíma. Nú fást 2—3
tonn.
Séra Árni Sigurðsson er að
flytja til Neskaupstaðar, var
kosinn þar nýlega lögmætri
kosningu.
Snjór er mjög lítill hér. □
Gegnum nálarauga
Fnjóskadal, 2. nóv. Gamla brú-
in á Fnjóská í Dalsmynni var
sett á hina breiðu og traustu
undirstöðu, sem nýju brúnni er
ætluð. Er því fært þar yfir þótt
ekki hafi lokið smíði hinnar
nýju. Sýnist nú gamla brúin
svo sem eins og nálarauga þótt
þar sé troðist í gegn á úlföldum
hins nýja tíma.
Vaðlaheiði var hefluð í fyrra-
kvöld og nú er skotvegur til
Húsavíkur.
Allt fé er á gjöf og þykir held
ur snemmt. □
voru á sinni tíð, þar er fjöldi
lækna, sem getur fetað í fót-
spor Guðmundar Hannessonar,
ef ekki vantar stórhuginn, þar
eru tæknifræðingar, prestar,
sem mega líta á fordæmi Jónas-
ar frá Hrafnagili og séra Matt-
híasar um andleg tómstunda-
verk, og þar er mikill fjöldi
gagnfræða- og menntaskóla-
kennara, stéttarbræðra Stefáns
á Möðruvöllum. Ef þessir menn
bera saman aðstöðu _sína til á-
hugaverka til eflingar hag lands
og þjóðar, þá hafa þeir margfalt
betri aðstöðu í því efni heldur
en hinn mikli gáfu- og atorku-
maður, sjálfboðaliðinn frá
Möðruvöllum, sem hér hefur
verið sagt frá. Sumir segja að
engin verkefni bíði nú þessara
fjölmenntuðu vel skólagengnu
manna, en það er ærinn mis-
skilningur. Verkefnin biða alls
staðar, bæði stór og mörg. Þór-
arinn á Tjörn í Svarfaðardal
hefur nýlega bent á í blaði,
þann mikla vanda fyrir ungu
bændastéttina, sem á að taka
við hinum stóru, dýru vélyrktu
búum og jörðum feðra sinna,
en hafa til þess lítinn fjárstyrk.
Ég læt mér nægja rúmsins
vegna að nefna fáein mál alger-
lega af handahófi, en hvert
þeirra er svo mikilvægt, að líf
þjóðarinnar er undir komið að
úr þeim leysist vel og heppilega
innan tíðar. Ég nefni námsþreyt
una í skylduskólunum. Hinn al
menna drykkjuskap allra stétta,
ungra og gamalla, svo að segja
um allt land. Ég nefni hve erfitt
er að halda jafnvægi í þjóðarbú-
inu, nema með því að hafa bú-
settan í landinu erlendan, vin-
veittan her, sem má græða á.
Athugulir menn horfa með
kvíða á sið giftra kvenna að
vinna mjög utan heimilis til
fjáröflunar, en koma börnum
sínum í skyndigeymslu og
sleppa þeim síðar í sjoppur og
á sjálfa götuna til frekara náms.
Þá má horfa með ugg á sveita-
heimilin, þar sem oft er engin
húsmóðir eða ef betur gengur
karl, kona og smábörn. Bömin
fara fljótt burtu í vinnu annars
staðar. Það vantar yl andans og
tilfinninganna í þessi heimili,
þar sem yfirþreyttir foreldrar
komast 'með naumindum yfir
daglegu störfin. Víða er ekkert
rúm fyrir gamla fólkið nema í
geymsluhúsum kaupstaðanna,
þar sem.beðið er eftir frið dauð-
ans.
Hér er þörf fyrir andlega tóm
stundavinnu. Mörg hundruð ís-
lendinga, karla og kvenna,
hafa hæfileika til að sanna mátt
sinn og manndóm í verki. I því
efni gæti dugmikil kennarastétt
vísað veginn.
TIL SÖLU:
Ford Junior í góðu lagi.
Uppl. í síma 1462.
Möðruvallakl.prestakall. Mess-
að í Glæsibæ sunnudaginn 4.
nóv. kl. 2 e. h. Sóknarprestur.
FRA ÆSKULÝÐSHEIMILI
TEMPLARA. Bamabókasafn
heimilisins verður opið til út-
lána á miðvikud. kl. 5—7 e. h.
Lestrarstofa er opin á sama
tíma. Bókasafnið verður opn-
að miðvikudaginn 7. nóv. kl.
5 síðdegis.
ÁHEIT á Munkaþverárkirkju.
Frá ónefndri konu kr. 300,00.
Með þakklæti móttekið. Sókn
arprestur.
LESSTOFA íslenzk-ameríska
félagsins, Geislagötu 5 Ak-
ureyri. Útlán á bókum, blöð
um og hljómplötum: mánu-
daga og föstudaga kl. 6—8
síðd. Þriðjud. og fimmtud.
kl. 7.30—10 síðd. Laugard.
kl. 4—7 síðd.
ELDRI-DANSA
KLÚBBURINN
Dansleikur í Alþýðuluis-
inu laugardaginn 3. nóv.
(í kviild) kl. 9. Miðasala
hefst kl. 8 e. h.
Stjórnin.
HEFILBEKKUR
óskast til kaups.
Sími 2162.
Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð, við andlát
og jarðarför móður minnar
ELÍNAR H. LYNGDAL.
Reynir L. Magnússon.
GÓLFTEPPI - WILTON - GÓLFTEPPI
Þeir, sem ætla að TEPPALEGGJA lijá sér fyrir jólin, Jiurfa að hafa samband við okk-
ur, sem fyrst, vegna gífurlegrar eftirspurnar á WILTON-TEPPUM frá ÁLAFOSSI.
Tökum mál og leggjum teppin.
HJÓNAEFNI. Nýlega opinber-
uðu trúlofun sína Hjördís
Indriðadóttir, SkeiðsfossL og
Haukur Jónsson, Brunastöð-
um. Ennfremur Hanna Mar-
onsdóttir, Skeiðsfossi og Árni
Sæmundsson, Olafsfirði. Enn-
fremur Sigfríð Dóra Vigfús-
dóttir, Víðivöllum 14 og Jó-
hannes J. Pálsson, Reykhús-
um, Hrafnagilshreppi.
FRÍMERKJAKLÚBBUR æsku-
lýðsheimilisins í Varðborg
byrjar starfsemi sína n. k.
miðvikudag 7. nóv. kl. 8 e. h.
Rætt um vetrarstarf o. fl.
FLÚÐIR og STRAUMAR halda
sameiginlega árshátíð að
Hótel KEA, 10. nóv. Sjá aug-
lýsingu um hátíðina á öðrum
stað í blaðinu í dag.
TIL SÖLU:
Fótstigin Alfa-saumavél.
Verð kr. 800.00.
Uppl. í síma 2656.
ÚTSALAN
í VERZLUN AR-
MANNAHÚSINU
er frá kl-. 1—6 næstu viku.
VERZL. ÁSBYRGI
ÞYKKAR, ÍTALSKAR
kvenpeysur
Verð kr. 652.00.
VERZL. ÁSBYRGI
„ T H E R M 0 S “
HITAGEYMAR
HITAKÖNNUR
og GLER
VÉLA- OG
BÚSÁHALDADEILD
RYÐFRÍTT STÁL:
AUSUR
FISKSPAÐAR
KJÖTGAFFLAR
STEIKARSPAÐAR
VÉLA- 0G
BÚSÁHALDADEILD