Dagur


Dagur - 07.11.1962, Qupperneq 1

Dagur - 07.11.1962, Qupperneq 1
Mái.gagn Framsóknarmanna Ritstjóri: Erlingur Davíosson Skrifstoi a í I-IafnarstR/ETi 90 Sími 1166. Sf.tningu og frkntun ANNAST PrENTVKRK Ol)DS Björnssonar H.F.. Akureyri >____________________________/ Dagur XLV. árg. — Akureyri, miðvikudaginn 7. nóvember 1962 — 57. tbl. ------------------------------N Auglýsingastjóri Jón Sam- ÚF.LSSON . ÁRGANGURINN KOSTAR kr. 120.00. Gjai.ddagi f.r 1. júr.í BlaöH) KEMUR ÚT Á MHnTKl DÖG- U.M OG Á LAUGARDÖGUM, ÞEGAR ÁST.KÐA ÞVKIR TIL Hátíðaguðsjónusta í Lögmannshlíðarkirkju Mikið síldarmagn fundið fyrir sunnan En enn þá liggja skipin við landfestar - Gifurlegt og óliætanlegt tjón orðið af stöðvuninni í KVÖLD munu verða haldnir fundir víða um land og atkvæði greidd meðal síldarsjómanna um miðlunartillögu sátta- semjara, sem lögð var fram á sáttafundi 4. þessa mánaðar. Samkvæmt miðlunai'tillögunni eru sjó- mönnum boðin 1—2% betri kjör en síð- ustu kröfur þeirra hljóðuðu upp á. LIKUR EKKI TALDAR MIKLAR. Samkvæmt gangi þessa máls að undan- förnu, eru minni líkur taldar á, að fallist verði á sáttatillöguna, þó ekkert skuli um það fullyrt. Hitt er aftur á móti staðreynd, að á meðan hið þrotlausa stríð ríkir á vinnu- markaðinum, meðal annars síldveiðideil- an, finnast firna miklar síldartorfur, svo að segja um allan sjó. RíKISSTJÓRNIN ER RÁÐÞROTA. Blöð ríkisstjórnarinnar eru hætt að bera í bætifláka fyrir hið dæmalausa upplausnarástand í verkalýðs- og kjara- málum, sem hún að nokkru leyti ber ábyrgð á. STJ ÓRNARBLÖÐIN VITNA. Vísir gefur út þann boðskap í fyrradag, að síldarmarkaðir í V.-Þýzkalandi og Rúmeníu séu „glataðir eða stórskemmdir". Morgunblaðið birtir fréttir, stórar fréttir, af síldinni í sjónum og ríkisstjórnin hreyfir hvorki legg né lið, málinu til lausnar, — þótt liún hafi þau ráð í hendi sér og hafi haft undanfarinn mánuð, sem nú er liðinn af vertíð. □ maður á lista Framsóknar- manna í haustkosningunum 1959. Fimmti og sjötti maður, Jakob Frímannsson og Björn Stefánsson, óskuðu ekki að taka sæti á Alþingi. □ vetrarins verður mánudaginn 12. nóvember kl. 9 síðdegis á Hóíel KEA. Rætt verður um „Daginn og veginn“. Frummælandi Hjörtur Eld- járn. □ Fyrstu dvalargestirnir komu þangað á laugard Á LAUGARDAGINN tók hið nýja elliheimili á Akureyri á móti fyrstu vistmönnunum, 8 að tölu. Eldhús stofnunarinnar er ekki tilbúið ennþá og er ekki aðstaða til að taka á móti fullri tölu vistmanna, eða 30 manns, fyrr en lítið eitt síðar. Starfsstúlkur eru 4 talsins, auk frú Ásthildar Þórhallsdótt- ur, sem veitir heimilinu for- stöðu. En þeim verður fjölgað í samræmi við þarfir. Elliheimil- isbyggingin, eins og hún er nú, og ekki rúmar nema um 30 vist- menn, er aðeins fyrsti áfangi stofnunarinnar. En mikil þörf er fyrir góðan dvalarstað aldraðs fólks. □ r Sijórnmála- UM næstu helgi verður biskup- inn yfir íslandi, herra Sigur- björn Einarsson, hér á Akur- eyri. FYRSTI BÆNDA- KLÚBBSFDNDUR f tilefni af 100 ára afmæli Lögmannshlíðarkirkju, verður þar hátíðaguðsþjónusta á sunnu daginn og biskup predikar. Sama dag kl. 8,30 e. h. predik- ar biskup í Akureyrarkirkju. Sungnir verða sálmar eftir séra Mathías Jochumsson, og að lok- inni guðsþjónustu skoðar bisk- up Matthíasarsafn, sem þá verð ur opið í tilefni af afmælisdegi þjóðskáldsins. Sjá nánar í til- kynningum prestanna á öðrum stað í blaðinu í dag. □ Fyrstu dvalargestimir á Elliheimilinu á Akureyri, sem þangað komu á laugardaginn, festa vonandi yndi á hinu nýja heimili. (Ljósmynd: Gísli Ólafsson.) Ellilieimilið á Akureyri opnað r~----------------------- HESTUR GRAFINN ÚR FÖNN í FYRRADAG var hestur frá Akureyri grafinn úr fönn í Öng ulsstaðahreppi. Hesturinn stóð í vatnslitlum skurði og var ekki máttfarinn er hann fannst eftir 5 sólarhringa. NÝR BÁTUR SJÓSETTUR FYRIR helgina var sjósettur nýr 15 tonna bátur í Sandgerð- isbót á Akureyri. Smiðir tveir í bænum, Trausti Adamsson og Gunnlaugur Traustason byggðu hann að öllu því, er að trésmíða vinnu lýtur og voru um það bil eitt ár að ljúka því verki. Teikninguna gerði Tryggvi Gunnarsson skipasmíðameist- ari. Bátur þessi, sem sýnist vera hinn vandaðasti að öllum frá- gangi, er byggður úr eik og í honum er 137 hestafla Volvo- Penta-vél. í honum eru hin venjulegu siglinga- og öryggis- tæki. Smiðirnir hafa selt bát þenn- an, sem Faxi heitir, og eru eig- endur þeir Steingrímur Aðal- steinsson og Bjarni Þorvalds- son, báðir búsettir hér í bæn- um og munu gera hann út héð- an fyrst um sinn. Áður höfðu smiðirnir byggt 9 tonna bát. Þeir hafa nú kom- ið sér upp bráðrbirgðaaðstöðu í Sandgerðisbótinni, en óvíst er ennþá hvort þeir halda báta- smíðinni áfram, að því er þeir tjáðu blaðinu á mánudaginn, er smíði bátsins bar á góma. □ ÚTVEGAÐI VlN - HLAUT SEKT í GÆR var einn af borgurum Akureyrar sektaður um 1350 : krónur fyrir að útvega fólki innan lögaldurs áfengi. Mun hann þó ekki hafa gert það í gróðaskyni. Áður var annar,,, maður sektaður um 1500 krón- § ur fyrir sams konar brot. 1 Er vel, að lögreglan og yfir- ; menn hennar hafa að undan- : förnu tekið fleiri slík mál til i meðferðar. En af nógu er að \ taka, því tugir, ef ekki hundr- j uð unglinga notar áfengi í bæ og héraði um hverja einustu helgi ársins, og á bak við ölvun hvers unglings eru eitt eða fleiri lögbrot fullorðinna. námskeið FRAMSÓKNAR- MANNA EINS og áður var frá sagt, efna Framsóknarmenn í Norð- urlandskjördæmi eystra, til a. m k. tveggja stjórnmála- námskeiða, á Húsavík og Ak- ureyri. Nánar verður sagt frá nám- skeiðunum þegar búið er að ákveða hvenær þau hefjast og á hvern hátt þeim verður hagað. Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Framsókn arflokksins ó Akureyri. □ Vaifýr í Nesi iekur sæfi á Alþingi VALTÝR Kristjánsson, oddviti í Nesi í Fnjóskadal, fór í gær til Reykjavíkur og mun taka sæti á Alþingi í stað Ingvars Gíslasonar, sem verður erlendis næstu vikur. Valtýr í Nesi var sjöundi

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.