Dagur - 21.11.1962, Page 4

Dagur - 21.11.1962, Page 4
4 S Efnahagsbandalagið EYSTEINN JÓNSSON formaður Fram- sóknarflokksins flutti athyglisverða ræðu á Alþingi þegar Efnahagsbandalagið var þar á dagskrá. Fara hér á eftir örfá at- riði hennar efnislega. Efnahagsbandalag Evrópu er stað- reynd, sem smáþjóðir verða að taka af- stöðu til. En fslendingar eru ekki fjöl- mennari en smáborg eða byggðarlag í þeim löndum, sem eru í Efnahagsbanda- Iaginu. Síðan þjóðin öðlaðist fullt sjálf- stæði hefur hún rifið sig upp bæði menn- ingarlega og efnahagslega. Velmegun og uppbygging byggist þó fyrst og fremst á auðugustu fiskimiðum heims, umhverfis landið og aðstöðunni til að verka sjávar- aflann. Það á ekki að koma til mála að örsmá þjóð eins og I slendingar, gangi undir samstjóm í veigamiklum þáttum efnahags-, atvinnu- og viðskiptamála með háþróuðum iðnaðarstórveldum Evrópu. Það jafngilti því að afsala sér alveg yfir- ráðum í þeim málijm, sem samstjóm fjallaði um, því augljóst er, að íslending- ar gætu alls engin áhrif haft í stjóm þessa tröllaukna bandalags. Öðru gegnir með stórveldin. Jafnrétti útlendinga við okkur hér í atvinnurekstri gæti hæglega Ieitt til þess, og myndi vafalaust gera, að íslendingar misstu í einu vetfangi og áð- ur en nokkur vissi hvaðan á sig stæði veðrið, gersamlega tökin á atvinnu-, við- skipta- og félagsmálalífi landsins. í því sambandi nægir að minna á, að í Iöndum, sem mynda Efnahagsbandalagið úir og grúir af fyrirtækjum, sem hvert um sig hafa veltu er nemur allri þjóðarfram- leiðslu fslendinga. En það getur verið okkur erfitt að standa algerlega utan við bandalagið vegna hárra ytri tolla. Finna verður því leiðir til að viðskipta- og menningar- tengsl rofni ekki við þau lönd, sem hafa verið okkur náin á þessum sviðum. Því verður að treysta, að unnt sé að ná þessu marki með sérsamningum um viðskipta- og tollamál, án þess að ganga í banda- Iagið. Enginn veit ennþá hvernig fer um samninga þá, sem ýmsar þjóðir eru að gera við Efnahagsbandalagið. Möguleik- ar okkar í hugsanlegum samningum eru því alls ekki kunnir, eins og nú standa sakir. Við höfum því talið rétt að híða átekta, gagnstætt þeim vinnubrögðum ríkisstjómarinnar t. d. fyrir rúmu ári, þegar hún gaf ýmsum fyrirtækjum á- kveðinn frest til að segja til um, hvort þau vildu að fsland gengi í Efnaliags- bandalagið eða ekki. Málstað íslands er ekki hægt að skýra út á við, fyrr en búið er að ákveða eftir hverju er að sækjast í hugsanlegum samskiptum. Við erum mótfallnir umræðum við einstakar ríkis- stjómir um hugsanlegar leiðir, fyrr en íslendingar hafa gert það upp við sig hverju þeir vilja ná í samningum. Stefn- an á að mótast hér heima, en á ekki að vera mótuð af ríkjum Efnaliagsbandalags ríkja eða bandalagsráðherrum. Það er skoðun Framsóknamianna, að ísland geti ekki gengið í Efnahagsbanda- Iag Evrópu. Ekki af því að fslend eigi ekki samstöðu með vestrænum lýðræðis- þjóðum, heldur af því að það samrýmist ekki sjálfstæðri tilveru svo fámennrar þjóðar að sameinast stórþjóðum í efna- hagsbandalagi, sem flest bendir til, að eigi að verða ríki. Það samræmist ekki íslenzkum sjónarmiðum að gengið sé und ir samstjórnina í meginþáttum. v-------------------------------------J Rösfnvaldur Þórðarson frá Dæli áttræður Hér segir afmælisbarnið frá sjómennsku á yngri árum og langri búskapartíð í Skíðadal HINN 15. nóvember varð Rögn- valdur Þórðarson fyrrum bóndi í Dæli, nú til heimilis í Goða- byggð 14 á Akureyri, áttræður. Þann dag fjölmenntu börn hans, tengdabörn, barnabörn og ýms- ir aðrir á heimili hans til að árna honum heilla og eiga með honum og konu hans, Ingi- björgu Árnadóttur, glaða stund. Húsbóndinn svaraði greiðlega nokkrum spurningum blaðsins, án þes að láta niður falla sam- ræður við aðra gesti, en hús- móðirin annaðist ríkulegar veit- ingar á sinn hæverska hátt. Hefurðu allan þinn aldur alið í Skíðadal, Rögnvaldur? Já, að mestu leyti er það. Er fæddur að Hnjúki og alinn upp þar. Að heiman fór ég 17 ára gamall. Faðir minn vildi ekki kosta mig í skóla eða greiða mér viðunandi kaup og þá skildi með okkur. Ég hélt af stað af heiman með al- eiguna á bakinu. En móð- ir mín fylgdi mér úr hlaði og lagði mér góðar lífsreglur. Fór ég svo til Dalvíkur og réði mig í vinnu til þeirra Friðleifs Jóhannssonar og Jóhanns Jó- hannssonar í Hágerði. Ég var ögn við róðra og svo við ýms önnur störf. Þá var íshroði á firðinum og köld veðrátta. Eftir 12 vikur af sumri fór ég til Þor- steins Jónssonar kaupmanns, sem þá var formaður á árabát og var með honum á sjónum. Hann sótti fast og djarft og fisk- aði vel. Ég hafði fast kaup. Þar- steinn reyndist mér eins og bezti faðir og hjá honum var ég fram að göngum. Nú skipti ég um og hélt til Akureyrar, réði mig til Hallgríms Kristjánsonar málara og vann við síldveiðar í lagnet. Þar gerðist ekkert sögu- legt. Var þá sjómennsku þinni lok- ið? Nei, á útáliðnum vetri varð ég háseti á Júlíusi, 45 tonna kútter, vélarlausum, og fór á honum vestur fyrir land á hand færaveiðar. Við lentum í blind- stórhríð frá Siglufirði og vestur fyrir Húnaflóa. Ég lá bakk í sjóveiki og öðru hvoru gat ég ekki ímyndað mér annað en að allt væri að farast, því svo voru hrópin stundum og köllin. En allt gekk þetta stórslysalaust. Við fórum til Aðalvíkur og bið- um unz upp birti. Smám saman vandist ég sjónum. Við fiskuð- um tölvert, oft langt vestan við land, úti fyrir Vestfjörðum. Einu sinni brast á okkur vit- laust veður, og við sigldum til lands í hríð og stórsjó, því að þá var enn vetur. Svo óheppi- leg^, vildi til þegar við vorum komnir í mynni Patreksfjarðar, en þar er mjög misvindasamt, að gaffallinn á stórsiglunni brotnaði fyrir mistök, sem stöf- uðu af því, að fyrirskipun heyrð ist ekki. Þetta varð til þess, að við náðum ekki að sigla inn fjörðinn og urðum að varpa akkeri. Við vorum flestir undir þilj- um og létum fara vel um okk- ur. En allt í einu kallaði skip- stjórinn, Jón Halldórsson, okk- ur upp á dekk, sjóklædda. Gafst þá á að líta. Okkur hafði rekið upp að landi, alveg upp að brot- inu. Yfir okkur grúfði svartur og tröllslegur hamraveggurinn, sem haugabrimið lamdi án af- láts. Það sagði enginn maður orð og ég þykist vita, að á næstu klukkustundum hafi menn leitt hugan að ýmsum alvarlegum hlutum. En akkerið fékk nú góða festu í bótninum og okkur hætti að reka. En átök in voru svo ógurleg, að maður gat átt von á því á hverri stundu að skipið léti undan. í birtingu lægði veðrið. Þá gát- um við fært okkur, með hjálp ára, því ekki var vélaaflið, en engu mátti muna í það skiptið. Og' víst hefur hún verið mér minnisstæð nóttin sú arna og ekki vildi ég lifa hana öðru sinni. Komust þið oftar í hann krappan? Nokkru síðar vorum við að fiska nokkuð langt undan. Veðr ið var ekki mjög illt. Kallar þá stýrimaður allt í einu: „Varið ykkur piltar.“ Leit ég þá upp og sá ægilegan sjóhnút stefna á skipið. Hann bar við himin og var hvítfyssandi í toppinn. Það orgaði í honum svo að geklc í gegn um merg og bein. Ég greip í það sem hendi var næst til að sogast ekki út þegar hnúturinn skylli yfir. Til allrar blessunar lenti hann skáhallt á kinnungn- um. Höggið var voðalegt og og ætlaði allt um koll að keyra. Strax á eftir kom skipstjórinn upp, grafalvarleg'ur og spurði hvort við værum allir um borð. Reyndist svo vera. Ég get sagt frá því sem dæmi um það heljar högg, sem skipið fékk, að full gellutunna niðri, sem var opin, snerist við svo botninn vissi upp. Nálega ekkert hafði dreifst af innihaldinu. Þetta kann þeim að þykja ótrúlegt, sem ekki sáu það sjálfir, en engu að síður satt. Hvernig gekk þér að spara saman peninga til skólagöngu? Næsta sumar var ég hjá Jak- obi Björnssyni á Svalbarðseyri, á síld. Það var ósköp rólegt sumar. En nú þóttist ég hafa næga peninga fyrir dvöl í Hóla skóla og fór þangað um haust- ið. Sigurður Sigurðsson var skólastjóri þá, og hann hleypti lífi og fjöri í alla hluti. Þaðan útskrifaðist ég eftir tveggja ára nám, árið 1904. Peningarnir entust mér vel og var ég jafn- vel ofurlítið aflögufær. Nokkuð sögulegt fyrir -vest- an? Að náminu loknu fór ég vest- ur í Húnavatnssýslu, ásamt Sig urði bróður mínum og vann við jarðabætur. Við tókum að okk- ur að slétta 10 dagsláttur, 7 fyrir Guðmund í Bólstaðahlíð og 3 fyrir Brynjólf í Þverárdal. Við tókum 120 krónur fyrir dagsláttuna í Bólstaðahlíð, en 130 krónur í Þverárdal. Við höfðum tvo hesta til að plægja þegar búið var að rista ofan af og tvo kaupamenn höfðum við. Við fórum sæmilega út úr þessu með því að slá ekki slöku við vinnuna. Brynjólfur í Þver- árdal var gleðimaður mikill, dvaldist okkur stundum hjá honum við söng og vín. Hann lék mjög vel á orgel. Þetta voru hinar glöðustu stundir. Guðmundur var hinsvegar held- ur þurr á manninn og ekki vildi hann selja okkur fæði. Keypt- um við það hjá húsmanni þar á bænum. Ég hélt nú aftur til átthag- anna. Pabbi bað mig að koma heim og vera hjá sér. Gerði ég það og var svo vetrarmaðui' hjá Jóhanni bróður mínum á Hnjúki, en pabbi var fluttur að Hlíð og bjó þar. Hvenær festirðu ráð þitt, Rögnvaldur? Um þetta leyti urðu mikil þáttaskil í lífi mínu. Þennan vetur dó Árni bóndi Jónsson í Dæli. Ekkja hans, Margrét Gísladóttir, réði mig til sín, og var ég þar tvö ár, sem ráðsmað- ur. En að þeim loknum giftist ég Ingibjörgu dóttur hennar og tókum við þá við búi og bjugg- um síðan í Dæli í 39 ár. Á hvað Iagðirðu mesta áherzlu? Fyrst sneri ég mér að því að slétta, girða og koma upp hlöð- um. Alltaf voru sauðkindurnai' í meiri metum hjá mér heldur en kýmar, og ég hagnaðist mest á búskapnum þegar ég fékk ráðrúm til að fjölga sauð- fénu til muna, eftir að hafði Hnjúk einnig undir. Ég hagnaðist fremur en hitt flest mín búskaparár, lengi lít- ið en meira síðar á árum. Ég hætti að búa fyrr en ég þurfti og rýmdi jörðina. Nokkur ár var ég þó í Dæli eftir þetta, en fluttist svo til Dalvíkur og loks hingað til Akureyrar. Þrátt fyrir mikið amstur oft og einatt við búskapinn í Dæli, sézt þar lítið eftir mig. Helst er það skógarbletturinn, sem ég gerði á efri árum. Þar halda trén áfram að vaxa þótt ég kveðji. Fyrst batt ég allt hey á klakk, síðan komu hestvagnarn ir og var það mikil framför. Ég átti dráttarvél í pöntun þegar ég hætti að búa, og ég sá verk- in hennar og var raunar hrif- inn af. Ég átti mitt starfsskeið fyrir vélaöldina og verða verk mín að miðast við það. Hvað veitti þér mestu ánægju í búskapnum? Mest gaman hafði ég af því í búskapnum, að sjá yfir mikil hey að loknum þurrkdegi og gefa grænt hey á garðann á vetrum. En búskapurinn hjá mér var kapphlaup eða keppni við aðra bændur, bæði um bús- afurðir, heyfyrningar og efna- hag. Það var metnaður minn, að vera framarlega á þessu sviði. Oft átti ég fyrningar, stundum svo miklar, að nægt hefði þótt lítið hefði verið heyj- að í eitt ár. En fyrningar eru betri höfuðstóll en bankainn- stæða. Við vorum aldrei mikil fyrir manni að sjá hjónin og ekki há í loftinu, en stór og stæðilegur hópur afkomend- anna bætir þetta dálítið upp. Nokkrir reimleikar í Skíða- dal? Einu sinni var ég að gefa fénu í Kollugerði, en svo heitir fjár- hús á Hnjúki. Geilar hafði ég grafið í heyið. Stóð ég nú þar, var búinn að gefa á garðana og sópa heyslæðing í geilunum. Ætlaði ég svo fram í fj ál'húsið og út. Þá lokaðist geiliri fyrir framan mig og komst ég hvergi. Varð mér síðast skapfátt og segi stundarhátt: „Hver andsk- otinn sjálfur er þetta, á ég ekki að komast út.“ Sá ég þá sam- stundis fram í tóftardyrnar og var mér leiðin opin. Þegar ég kom út, var maður þar á ferð- inni og átti hann við mig erindi. Grunar mig, að ættmaður hans, allnáinn, nýlega látinn, hafi ver ið á undan komumanni og vilt mér sýn, en með okkur hafði ekki verið vinátta! Eftir að ég hætti búskap og var þó enn í Dæli, hafði ég mest gaman af að aka fólkinu á engj- ar. Eg lærði á bíl á sjötugsaldri og átti sæmilegt ökutæki um skeið. Svo stundaði ég ýmsa vinnu er til féllst, t. d. á Dalvík, fór jafnvel á síld. Nú er sjónin að bila og þá er ekki um annað að gera en að halda að sér hönd um. Mestu hátíðarstundir þínar? Mestu hátíðastundir lífs míns átti ég í kirkju. Þá var hugur- inn móttækilegur fyrir boðskap Ki'ists og það varð oft eins kon- ár uppljómun í sál minni. Eg lagði oft mikið á mig til að kom ast til kirkju, og var það ekki af neinni sýndarmennsku eða for- dild, heldur af því, að þangað taldi ég mig hafa mikið að sækja. Mér þótti verst að áhrif messugjörðanna vöruðu of skamma stund og viku of fljótt fyrir hvers konar veraldar- vafstri og dagsins önn, segir Rögnvaldur. Rétt er að bæta því hér inn í, að Rögnvaldur hafði mikla og fagra tenórrödd, svo óvenjulegt var, og hefði ef- laust náð langt á þeirri braut ef hann hefði sérhæft sig á því sviði. Seldurðu heyfyrningar? Eitt vorið hjálpaði ég bænd- um í Skíðadal, að þremur und- anteknum, um hey og sá ég aldrei eftir því þegar svona stóð á. Þá voru 14 bæir í Skíðadal, en eru nú 7. En ég lét hönd selja hendi og vildi engin eftir- kaup. Hreppurinn varð stund- um að ábyrgjast greiðsluna. Reynslan hafði kennt mér að bezt er að hafa öll viðskipti á hreinu. En nú er að verða lítið um viðskiptin og búsáhyggjurn- ar eru ekki fyrir hendi. Ég er sáttur við guð og menn, og lífið allt, segir Rögnvaldur -Þórðar- son að lokum. Þakkar blaðið fyrir greinargóð svör og flytur honum og hinni ágætu konu hans, beztu kveðj- ur. □ - Frá bókamarkaðinum (Framhald af bls. 8.) heimasæta, sem leikur vel á harmoniku, berst eins og víking ur, og lemur fylliraftana eins og harðan fisk. í upphafi sögunnar er ævin- týraleg viðureign við brjálaðan (?) hval og tvívegis gránar gamanið af völdum ofsaveðurs, svo við liggur stórslysum. En allt fer vel eins og vera ber og söguhetjurnar komast heilar á húfi heim undir haustið og eru reynslunni ríkari erfir dvölina í „Matarkistunni". Strákar hafa vafalaust gam- an af að lesa þesa bók og finna líklega ekki mikið fyrir því, þó að hún sé dálítið feyfaraleg og sumt fái naumast staðizt. Nokkrar prentvillur eru í bókinni, en ekki hættulegar, en sum orðatiltækin verður að telja heldur til lýta, svo sem „glæpon“, „medalía“, „slekti", „herlegheit" og „nockout“. Barna- og unglingabækur þurfa að vera á góðu íslenzku máli, og séu þær ekki beinlínis í ævintýrastíl, eiga þær að vera raunverulegar og túlka fremur hið jákvæða en nei- kvæði. Þessi bók er skemmtileg af- lestrar, full af atburðum, sem gerast hratt og eru ljóslifandi frammi fyrir lesandanum. Víða er laglega að orði komizt, en sums staðar látið vaða á súð- um. J. O. Sæm. „EINN AF MÖRGUM“ og SJOPPURNAR“. EINHVER „Einn af mörgum“, er að klaga mig fyrir ritstjóra „íslendings“, þ. 16. þ. m.; skrifar honum þar laglegt bréf. Ekki veit ég, hvort ritstjórinn ætlar sér að svara bréfinu; varla ætl- ar hann mér það, a. m. k. lét hann mig ekki af þessu vita. En kunningjar mínir vöruðu mig aðsteðjandi hættu og sendu mér blaðið. En það þykja líklega ekki meðmæli með kennaran- um, er ég, að loknum lestri bréfsins, verð að viðurkenna, að ég skil ekki nema lítinn hluta þess, eða á hvern hátt grein mín í „Degi“ gefur tilefni þar, t. d. umræðu skólanema — einhverra, einhversstaðar — um sveltandi börn í Ameríku, og „smitun“ í því sambandi! Ég er hræddur um, að bréfið sé samið og ritað í húmi og ólofti einhverrar holunnar, sem við báðir, eins og flestir aðrir, nefn um „sjoppur“. Ég viðurkenni, að nafnið er ófagurt í máli okk- ar, en mun þar eigi oft „hæfa skel ti'anti"? Ég er þó vanur að láta oi'ðinu fylgja gæsalappir, hvað „Einn af mörgum“ ekki gerir nema öðru hvoru batt er þaö, að ég hefi ritatí hvasst um þessi gróðafyrirtæki í bænum, en þó í fyrri greinum tekið fram, svo að vel mátti skilja, að þær væru ekki allar í sama „gæðaflokki“ eða öllu heldur skaði'æðisflokki, en ég hefi aðeins ritað það, sem ég meina og hefi dæmi um. Ég get skilið, að „þessir mörgu“, sennilega verzlunar- stjórar, séu gramir yfir væntan- legum tekjumissi, en ég tel þá illa stadda, að ota þessum kappa fram á ritvöllinn. Og spyr ég svo alla „hina möi'gu“ hvort nokkur sé í hópnum, sem í ein- lægni vill halda því fram, að umrædd fyrirtæki séu til bless- unar eða góðs þeim, sem til þeirra sækja mest, þ. e. böi'num og unglingum Akui-eyrar? Sé um einn slíkan að ræða í hópn- um, ætti hann að senda ritstjór- anum annað bréf, og setja nafn sitt undir. Hversvegna fer ekki „Einn af mörgum“ nokkrum vel völdum orðum um nauðsyn þessarar „sjoppu“-starfsemi fram undir miðnættið, og heillavænleg áhrif hennar á börn og unglinga sem oft eiga að mæta til starfa í skóla að morgni? Hann hefði átt að benda á eitthvað, sem geti vegið upp á móti áhrifum kennara og skóla, sem hann gef- ur í skyn (atvinnui'ógur!?) að muni stundum miður heppileg. Vissulega er það margt, sem miður fer í skólunum, en kenn- arar eiga þar stundum við erfið leika að etja, já, jafnvel ei-fið- leika með nemendur, sem sækja til annarra „skóla“, t. d. „sjopp- anna“, af meiri áhuga en í skylduskólann. Ég hef átt tal við mai-ga for- eldra urn þessi mál, og ýmislegt um þau heyrt. „Því má ég ekki eins og Siggi, alltaf fær hann peninga og getur keypt það, sem hann vill í „sjoppunni“. Hann gaf mér bæði öl og „tyggi“ í gærkvöld. Og hann bauð mér meii'a að segja sígar- ettu. Jú, ég fer víst út!“ Á þessa leið rausaði einn kl. 9 að kvöldi og hélt lengi áfram. En um síðir valt hann þó út af. En hvorki hann né Siggi mættu á réttum tínxa í skólanum moi'guninn eft- ir! Hvar, heldur þú, „Einn af mörgum“ minn góður, að snáði þessi hafi smitast, og hve langur tími heldur þú að muni líða áð- ur en hann heldur sitt strik, fær sér peninga einhveinveginn, og lætur sér ekki nægja minna en Siggi? Eða finnst þér kannske einu gilda um fi-amtíð svona stráka, ef „sjoppan" þín fær að vera opin og halda sínum hlut? Fyrir fáum árum aðeins tókst, fyrir tilstyrk barnaskólanna, að sig'rast hér á öðru snýkjudýri, lúsinni. Það kostaði þó vissu- lega hörð orð og hótanir við starfslið skólanna af hálfu þeiri-a, sem hjálpa átti, og lengi var líka talið, að lúsin væri manninum nauðsynleg, hún bætti heilsu hans, með því að sjúga úr honum óholla vessa! Ég er hi’æddur um, að þessi bréfritari, „Einn af rnörgum", sé í ætt við þá ofsatrúarmenn á hollustu snýkjudýi'anna. En eigi nú skólai-nir þátt í því, að losa æskuna við peningadfátt- inn og margs konar skaðsemi „sjoppanna" í bænum, mun ég fagna því innilega. En eins og ég tók skýrt fram í fyrri grein minni, má þar ekki vera um neinn hálfleik að ræða. Heyrst hefur, að útlit sé nú fyr- ir, að lokun hjá einum þýði bara opnun hjá öðrum, við svip aða aðstöðu. Því vei'ður ekki trúað að ói'eyndu, að slík fá- • vizka hendi þá, sem þessum málum ráða. Þá fengju fleiri en „Einn af mörgum“ ástæðu til að ski-ifa bréf í bræði. Ég sé ekki neina ástæðu til þess, að benzínsölur hafi þessa sérstöðu, fremur en sumir þeir, sem nú hafa, en eiga að missa um áramót. Samkomuhús og kvikmyndahús, ættu svo alls ekki að fá að selja á kvöldin, öðrum en þeim, sem eru í hús- inu það kvöldið. Ef nauðsynlegt virðist vera að hægt sé að ná í þessar tóbaks- og sælgætisvörur ■ að kvöldinu, ætti bærinn að hafa þá sölu á hendi, um opinn glugga á 2—3 stöðum í bænum. Ágóðanum varið til bættrar aðstöðu til heilla börnum og unglingum í bænum. En um þessi mál fjallar vitanlega Æskulýðsráð Akureyrar, og er vonandi, að það nái þar sæmi- legri lausn, svo að bæði „Einn af mörgum“ og kennarinn fái betur við unað, en nú horfir. Jónas Jónsson frá Brekknakoti. ÁVARP TIL ÁSKELS SNORRASONAR flutt af Haraldi Hallssyni í kveðjusamsæti við brottför Áskels frá Akureyri KÆRU heiðursgestir, hr. Áskell Snorrason tónskáld og fjöl- skylda og aðrir samkomugestir. Það er ávallt gott, — mikið fagnaðai-efni, að eiga þess kost að gleðjast með góðum vini á stund gleðinnar, það lyftir hug vorum til hærri og fullkomnari staða, gefur innsýn til guðlegrai' foi'sjónar. Og hvað er það, sem okkur mannanna börnum er meira virði eða nauðsynlegra en göfgi í hugsun sálarlífsins, frið- ur, sannur innri friður. Vinir mínir, — þótt hér í kvöld leiki bros á vörum og blik í augum, þá er þessi kveðjustund öðrum þræði blandin söknuði, sviða og ti-ega. Þar á ég við þann rót- gróna eiginleika mannsins, sem fylgt hefur honum frá alda öðli, eigingirnina. Enn hefur mönnum ekki tek- izt að þjálfa hugsunina súó, að tiltækilegt reynist að 'leggja þann löst til hliðai'. Já, ég gat þess áðan, að þessi stund væri blandin söknuði, sviða og frega, sem hægt er að færa á lista eig- ingirninnai'. Og sviðinn á þær orsakir að þessu sinni að við ei'um að sjá á bak Áskeli Snorrasyni ' og fjölskyldu, þessum samborgururri okkar, sem eru búnir jafix miklum, góð um og fjölhæfum gáfum, sem raun ber vitni, eins og liðin ár sanna okkur. Nú er haust, þótt veðráttan síðustu daga svipi meira til júlí en októbers, svo breytileg getur íslenzk veðrátta verið. Tæplega getum við vænzt áframhaldandi grósku og vaxtarmáttar jai'ðar- gróandans á þessum tíma árs. Lauf trjánna er fallið, þau hafa svifið af greinum, föl og mátt- vana og leitað skjóls í skauti jarðar, sameinast uppruna sín- um. Aldursskeið blóma og ti'játeg unda er að vissu leyti áþekkt mannsæfinni, að lifna, vaxa og dafna, blikna, fölna og deyja að lokum. Það er hið óumbreytan- lega lögmál lífsins. Maixnsæfin varir misjafnlega lengi, sumir eldast ekkert þótt áruixum fjölgi að baki þeirra, eru ávallt jafn ungir í anda og hugsun, hafa hlotið í vöggugjöf hið góða veganesti: Hugsjóna- eld og manngöfgi kæi’leikans. Eiixn þeirra manna er Áskell Snorrason, hann virðist lítt láta á sjá, þótt æfiárin séu að verða nokkuð mörg. Hann er hin ti-austa bjöi-k sem óx upp úr grósku norðlenzkrar sveita- menningar, í skjóli hái'ra fjalla. Hann er hinn trausti meiður og stendur því traustum fótum, þéttur á velli og þéttur í lund, sannur drengskapai'maður. Til Akureyrar kemur hann fulltíða maður, og á þessum stað hefur hann unnið lífsstarf sitt. Auðg- að menningu Akureyrar og al- þjóðar með vizku sinni og hug- sjónaeldi athafnamannsins, — skapað andleg verðmæti, — listaverk. Það ber okkur að þakka af alhug. Það er gott að fyrirhitta á lífsleiðinni menn, sem gæddir eru jafn mikilli útgeislun sem Áskell Snorrason. Ég tel mig meiri gæfumann en ella, vegna þess að ég var svo lánsamur fyr ir nokkrum árum að ky*xast Áskatli Sixorrasyni of fjölskyldu hans. Að síðustu. Viixir mínir, Ás- kell Snorrason og fjölskylda. Ég þakka kæi'lega liðin ár, og ykkur fylgja mínar iixnilegustu hamingjuóskii', um gæfu og gengi á nýjum stað, í Stór- Reykjavík, höfuðborg Islaixds. Lifið heil. VEGNA ÞRENGSLA bíður mikið lesefni, nx. a. að- sendar greinar. Greixxarhöfuixd- ar eru vinsamlega beðnir að taka tillit til hins takmarkaða rúnxs í blaðiixu. GÓÐ JOLAGJÖF ÞÁ SÖGÐU ÞEIR: Vér viljum fara til og byggja. Og þeir styi'ktu hendur sínar til hins góða verksins. (Nehem. 2,18) Hvatningai-orðin fóru frá manni til manns. Á dögum Nehemía spámanns voru margir í Jerusalem. sem tóku höndum saman til að vinna ætlunarvei'k- ið. Þess háttar verkefni blasa einnig við oss. Þann 28. maí s. 1. var hafizt handa við byggingu sumarbúða hjá Vestmanna- vatni í Aðaldal, sem er einn þátturinn í endurreisnarstarfi kirkjunnar, æskulýð til heilla og blessunar. í sumaibúðum dvelja flokkar dögum og vikum saman úti í náttúrunnar ríki undir handleiðslu trúai'leiðtoga, sem hafa það hiutverk að inn- ræta æskunni trú á Krist og fagrar dyggðir. Æskufólk úr Hólastifti mun einkum sækja þessar búðii'. Byggingin varð fokheld í haust. Framhald verksins bíður og er nxikið verk óunnið. Til þess að standast straum af kostn aðiixum, þui’fa söfnuðir á Noi'ð- urlandi, að „styrkja hendur sín- ar til hins góða verksins“ og rétta starfinu hjálparhönd. Þannig hefir kii'kjulegt starf vei'ið unnið. Æ. S. K. vill beina þeirri ósk til safnaðai'fólks að styðja sumai'búðinxar. Sú hug- mynd hefur komið fram, að það verði gert um þessi jól með 50 króixu gjöf, sem hver einstakl- ingur myndi gefa, og viljum vér vekja athygli á hugmyixd- inni. Ef slík jólagjöf kæmi al- mennt, nxyndi í’ætast fram úr f j árhagsörðugleikum. Sóknar- arprestar og blöðiix munu fus- lega veita gjöfum móttöku og koma þeim til foi'm. byggiixgai’- nefndar séra Sigurðar Guð mundssonar prófasts að Greixj- aðarstað. Tökum höndum sam- an. Hugsjón jólanna er að Jesús Kristur fái að komast að í hjarta mannsins og umskapa það til hins fullkomna lífs. Það er takmark sumai'búðanna og hver sem leggur stein í þá bygg ingu er að taka þátt í samstai'fi um það góða verk. Gleðileg jól. Æskulýðssamband kii'kjunxx- ar í Hólastifti. - Ránið í kránni (Framhald af bls. 8) Jón Ingimarson leikur kail- inn í kránni, mikinn óþokka í sjóxx og rauxx, mjög hressilega allt til enda og hefur sjaldan gert betur. Árni Böðvarsson leikur mið- ur heiðvirðaxx kaupsýslumann. Hjá hoixum bregður fyrir góð- um leik, en vantar úthald og innlifun. Frú Ingibjörg Rist leikur koixu kaupsýslunxaixixsins og gerir það nxjög vel. Herniann Ingimarsson og Mattliías Gestsson leika gex'fi- í'æningja, lítil hlutvei'k. Hinxx snxekkvísi leiktjalda- málari, Aðalsteinn Vestixxann, skilaði vel síixunx hlut og ljósa- nxeistariixn, Ingvi Iljörleifsson, eiixixig sínuixx. Q

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.