Dagur - 06.12.1962, Blaðsíða 5

Dagur - 06.12.1962, Blaðsíða 5
4 S PETREA A. JÓHANNESDOTTIR ATTRÆÐ Merkilegt frumvarp FRAMSÓKNARMANNA GÍSLI GUÐMUNDSSON og fleiri Fram- sóknarmenn hafa lagt fram á Alþingi frumvarp til laga um ráðstafanir til að halda jafnvægi í byggð landsins, og má ætla, að það gæti markað nokkur tíma- mót ef fram næði að ganga. Frv. fel- ur það í sér m. a., að stofna skuli sérstak- an sjóð, er þess verði megnugur, að örva atvinnulíf og framkvæmdir á þeim stöð- um og í þeim landshlutum, þar sem hlut- fallsleg fólksfækkun hefur orðið eða hætta er á að verði. 1 greinargerð með frumvarpinu, sem er ýtarleg mjög, er á það bent, að á Faxa- flóasvæðinu búi nú um helmingur þjóð- arinnar. í landsfjórðungunum vestan- norðan- og austanlands hefur orðið hlut- fallsleg fólksfækkun, jafnvel til höfuð- staðar Norðurlands hefur sú þróun náð. Hið nýja frumvarp segir fyrir um hvem- ig hefja eigi á vegum ríkisvaldsins sjálf- stæða starfsemi til jafnvægis, ekki ólíka t. d. Norður-Noregs áætluninni, sem gerð var til að rétta hlut Norður-Noregs á breiðum grundvelli, auka atvinnu og uppbyggingu þar, og þar með lífsskilyrði fólksins. En þar hafði svipuð saga gerzt og hér hefur verið að gerast, þ. e. fólk og fjármagn leitaði með miklum þunga úr hinum dreifðu byggðum til mann- flestu staða Iandsins. Hér er um svo stórt og umfangsmikið verkefni að ræða, að föst stofnun verður um að fjalla. Gert er ráð fyrir, að jafnvægissjóður fái til umráða 1 %% af tekjum ríkissjóðs ár hvert, í fyrsta sinn af tekjum ársins 1962. Miðað við áætlun fjárlaga fyrir 1962 yrðu tekjur jafnvægissjóðs í fyrsta sinn um 26 millj. kr., en breytast síðan í hlut- falli við tekjur ríkissjóðs, sem á að tryggja það, að starfsgeta sjóðsins hald- ist, þótt verðlag breytist. Einhverjum kann að þykja þetta há upphæð við fyrstu sýn, en að vel athuguðu máli verð ur það varla talið frekt í sakimar farið, þó að lagt sé til, að ríkið verji árlega þessum hundraðshluta af tekjum sínum til að skipuleggja á þann hátt, sem hér er gert ráð fyrir, sókn gegn þeirri öfug- þróun, sem tölurnar hér að framan bera vitni um, og tryggja framtíð þeirra byggða, sem alið hafa upp mikinn hluta þess fólks, sem starfað hefur að upp- byggingu landsins til þessa eða er nú á starfsaldri. Rétt er líka að hafa það í huga, að framlög ríkisins til verklegra framkvæmda víðs vegar um land hafa farið hlutfallslega lækkandi í seinni tíð, miðað við umsetningu fjárlaga. Jafnvægisstofnunin á samkvæmt fmm varpinu að hafa með höndum rannsókn- arstörf, áætlunargerð og ráðstöfun fjár- magns til uppbyggingar á þann hátt, sem frv. gerir ráð fyrir. I því skyni era henni fengin umráð yfir jafnvægissjóði, en um hann er H. kafli framvarpsins. Gert er ráð fyrir, að fjárframlög úr jafnvægis- sjóði verði aðallega veitt sem lán, þegar aðrir lánsmöguleikar hlutaðeigandi að- ila era fullnýttir, og að stjóm sjóðsins ákveði sjálf lánskjörin hverju sinni. Geta þau þá farið að veralegu leyti eftir greiðslugetu. Samkvæmt frumvarpinu má veita slík lán til hvers konar fram- kvæmda, sem að dómi jafnvægisnefndar eru til þess fallnar að stuðla að jafnvægi í byggð landsins, þ. á. m. til kaupa á at- vinnutækjum. □ ÞANN 24. nóvember sl. varð Petrea A. Jóhannsdóttir, fyrr- verandi ljósmóðir í Olafsfirði, áttræð. Petrea er fædd að Litla-Ár- skógi á Árskógsströnd 24. nóv. 1882, er hinn forni fjandi okkar íslendinga, hafísinn, umkringdi mestallt landið og fylgdu í kjöl- far hans eins og svo oft áður, fjárfellir svo mikill, að hallæri varð um land allt, en auk alls þessa geisuðu mislingar víða um land og dó úr þeim fjöldi fólks, einkum konur og börn. Á þessum umbrota- og harð- indatímum er Petrea ljósmóðir borin í þennan heim og hefur sjálfsagt oft orðið að búa við þröngan kost í æsku, þótt sízt sé hægt að merkja það nú á þessari björtu og glaðlyndu konu. Faðir Petreu var Jóhann Jóns son sonur Jóns Gunnlaugssonar á Litla-Árskógi, en móðir henn- ar hét Jóhanna Jónsdóttir, sem var vinnukona þar. Á öðru ári fluttist Petrea með móður sinni vestur í Fljót, en vegna fátækt- ar gat móðir hennar ekki haft hana hjá sér nema skamman tíma og var hún þá flutt aftur á fæðingarhrepp sinn, en þá tóku hana í fóstur hjónin Jó- hann Magnússon og Freygerð^r Árnadóttir, sem bjuggu í Stærri -Árskógi og þar ólst Petrea upp, þar til hún 'varð fulltíða kona. 1904 fluttist hún til Skaga- fjarðar og þar giftist hún 1909 Sæmundi Rögnvaldssyni, Rögn- valdar Þorleifssonar frá Ós- landi. 1910 fluttu þau hjón að Brekkukoti í Óslandshlíð og bjuggu þar í 7 ár. 1917 fluttu þau Sæmundur og Petrea til Ólafsfjarðar og fengu hálfa Burstabrekku til ábúðar. Á þess um jarðarhelmingi byggðu þau bæ strax um haustið, er þau nefndu Hlíð. Þeim hjónum bún aðist vel í Hlíð, Þótt jörðin væri fremur lítil og erfið undir bú, enda voru þau sérstaklega sam- hend um alla hluti. Sæmundur stundaði sjóróðra öll sumur af miklu kappi meðan heilsan Jeyfði, en Petrea sá um búskap- inn ein og gekk þá jafnt að slætti sem öðrum verkum. Vet- urinn 1919—1920 lærði hún ljós- móðurfræði í Reykjavík fyrir Ólafsfjarðarhrepp, og 1. júlí 1920 tók hún við umdæminu og vann óslitið við ljósmóðurstarf- ið þar til 1. ágúst 1956, að hún lét af störfum fyrir aldurs sakir. Við athugun hefur komið í ljós, að Petrea hefur tekið á móti rösklega 800 börnum á þessu tímabili, sem hún starfaði hér sem ljósmóðir. Þetta er ó- venju stór hópur, en margt af þessum börnum er nú fulltíða fólk, sem á börn, er Petrea hef- ur tekið á móti. Frá öllu þessu fólki streymir nú hlýhugur til afmælisbarnsins með beztu heillaóskum og þökk fyrir veitta aðstoð við að líta dagsins ljós. Petrea var mjög farsæl og lán söm í starfi. Átta fyrstu árin, sem hún starfaði hér var hérað- ið læknislaust, ef leita þurfti læknis til aðstoðar við fæðingu var langa sjóleið að fara og oft hættulega á vetrum eða háan og erfiðan fjallveg, en næsti læknir var þá á Dalvík. Það gat þvr oft og tíðum verið tvísýnt, að hjálpin bærist í tæka tíð. Þegar hjálpar þurfti að leita, sem var mjög sjaldan eða að- eins þrisvar sinnum á þessum átta árum, sýndi Petrea óskilj- anlegt þrek og festu í starfi sínu með því að telja kjark í hinar sárþjáðu konur og hug- hreysta þær á allar lundir þar til hjálpin barst. Á þessum erfiðu árum segist Petrea hafa átt allan sinn styrk í því, að hún setti ávallt allt sitt traust á þann, sem öllu ræður og öllum hjálpar. Eftir að lækn- ir settist að í héraðinu, var að- staða Ijósmóðurinnar allt önn- ur, það veitti henni öryggi í starfi. Ég hygg, að Petrea minnist ætíð þessara samstarfsmanna sinna með þakklátum huga fyr- ir veitta aðstoð. Árið 1932 missti Petrea mann sinn, sem búinn var að stríða við vanheilsu í mörg ár. Þau Petrea og Sæmundur eignuðust 3 mannvænleg börn, sem öll eru gift og eiga myndarleg heimili. Þórólfur er þeirra elztur, bú- settur í Keflavík og stundar út- gerð þar, þá er það Rögnvaldur Jóhann einnig búsettur í Kefla- vík, skólastjóri gagnfræðaskól- ans þar og Ingibjörg, búsett í Hafnarfirði. Rögnvaldur dvelur nú í Bandaríkjunum við að kynna sér nýjungar í skólamál- um þar. Ennfremur ólu þau Petrea og Sæmundur upp 4 fóst urbörn. Tvö þeirra tók hún í fóstur eftir að maður hennar féll frá. Sést bezt á þessu hví- líka unun Petrea hefur haft af því að hjálpa þeim, er þess þurftu með. Hún gerði þetta ekki utan við sig eða til að sýn- ast, nei, þar fylgdi hugur máli og þessum fósturbörnum sínum kom hún öllum vel til manns. Petrea er ein af þeim konum, sem ætíð var boðin og búin til að rétta fram hjálparhönd, hve nær sem þess þurfti með. Það var ekki svo sjaldan í hennar starfi, sem engin aðstoð fékkst í heimili sængurlegukonu, og þá taldi hún það sjálfsagða skyldu sína að hlaupa undir bagga, hvernig sem ástæðurnar voru heima fyrir hjá henni. Þá var það ósjaldan, sem hún kom óbeðin á heimili, þar sem veik- indi herjuðu og bauð fram að- stoð sína, er ávallt var þegin me ðþökkum, því vart var hægt að hugsa sér fullkomnari og mjúkhentari hjúkrunarkonu en Petrea var við að hjúkra hinum sjúku. Þrátt fyrir alla þá miklu vinnu, er Petrea leysti af hendi í starfi sínu og utan þess til hjálpar náunganum, átti hún æ- tíð nægan tíma til að hugsa um heimili sitt og uppeldi barna sinna, sem hún stundaði af alúð og með sérstakri móðurum- hyggju, enda bera þau það öll með sér að hafa fengið gott upp eldi. Mér er næstum óskiljan- legt, hvernig hún töfraði fram tímann, það var eins og hún ætti alltaf nægan tíma afgangs, ef til þurfti að taka. Hvíldartími hennar hefur sjálfsagt oft og tíðum verið heldur stuttur, það er eina skýringin. Mönnum finnst nú sjálfsagt, að það sem hér hefur verið tal- ið sé ærið dagsverk einnar konu, en saga Petreu Jóhanns- dóttur er ekki nema hálfsögð. Hún er kona sérstaklega glað- vær og félagslynd, sem hafði æ- tíð óblandna ánægju af því að taka á móti gestum á heimili sínu og blanda geði við þá aðra samfélaga sína í hvers konar félagsskap og vinahóp. Það var eins og hún ætti ávallt nægan tíma afgangs til félagsstarfa, hversu annríkt sem hún átti í sínu aðalstarfi. Petrea gekk fljótt í kvenfé- lagið Æskan eftir að hún flutt- ist til Olafsfjarðar og starfaði í þeim félagsskap af lífi og sál meðan hún var hér. Meðal ann- ars var hún varaformaður þessa félags í nokkur ár og beitti sér mjög fyrir hvers konar mann- úðar- og menningarmálum í byggðarlaginu. Hún var í flestu hrókur alls fagnaðar. Og svo mikið er víst, að varla var sýnd ur hér sjónleikur um margra ára skeið svo að Petrea færi þar ekki með veigamikið hlutverk. Mér, sem þessar línur rita, eru þau hjón bæði sérstaklega minn isstæð á leiksviði, frá því er ég var lítill drengur, vegna þess hvað leikur þeirra var innileg- ur og sannfærandi. Þau voru áreiðanlega bæði leikarar af guðs náð. Petrea starfaði í ýmsum fleiri félögum hér á Ólafsfirði, þó mun ekkert eitt félag hafa .átt jafnmikið af hug hennar og starfsorku sem barnastúkan Áróra, hún var sannkallað óska barn hennar. Petrea var einn af aðalhvatamönnum þess, að barnastúkan var stofnuð hér 1926 og hafði hún gæzlu hennar á hendi að miklu leyti ein frá stofnun hennar og þar til að hún flutti héðan 1956. Áróra starfaði ætíð með miklum blóma undir stjórn Petreu og var oft mikið fjör í félagsstarf- inu. Menn stóðu undrandi yfir því, hvernig hún gat töfrað fram tilkomumiklar leiksýning- ar með þessu unga og óþrosk- aða fólki, en það gerði hún oft og tíðum og það með ágætum árangri. Allt hið mikla og óeigin- gjarna starf, sem Petrea Jó- hannsdóttir hefur leyst af hendi með félagsstarfi sínu til uppeld is- og menningarmála þessa bygððarlags verður seint að fullu þakkað, einkum hvað snertir bindindismálin. Ég hygg að tala þeirra barna og ung- linga, sem Petreu hefur verið falið til gæzlu í barnastúkunni hafi vart verið mikið færri en þau, sem hún tók hér á móti. Og allir þessir unglingar elsk- uðu hana og virtu í félagsstarf- inu. Og aldrei sá ég Petreu á- nægðari en einmitt á félagsfund um, þegar hún hafði hvað flest í kringum sig af „börnunum sínum“, það voru henni ánægju stundir og ég held ekki síður börnunum. Ég vil fyrir hönd okkar allra, sem urðum þeirrar miklu gæfu aðnjótandi að fá að starfa undir stjórn og leiðsögn hennar og njóta þannig þeirra heillavæn- legu áhrifa, er návist hennar veitti okkur, þakka holl og góð ráð, sem hafa orðið okkur heilla drjúgt vegarnesti á lífsbraut- inni. Þá vil ég einnig þakka henni af heilum hug allt það mikla og heilladrjúga starf, sem hún hefur af hendi leyst í þágu Ólafsfjarðar bæði fyrr og síðar. Petrea dvelur nú á heimili Ingibjargar dóttur sinnar í Hafn arfirði umvafin hlýhug ástvin- anna. Þangað leitar nú hugur flestra Ólafsfirðinga til afmælisbarns- ins yfir fjöll og djúpa dali, og ég hygg að við hugsum öll svo líkt til hennar Petreu okkar, að við getum sameinazt í einni kveðju. Við sendum hinni áttræðu heið- urskonu okkar innilegustu kveðjur og beztu heillaóskir og biðjum þess, að hún megi eiga fagurt og friðsælt ævikvöld meðal ástvina sinna. Lifðu ætíð heil, Petrea Jó- hannsdóttir, ljósmóðir. Ólafsfirðingur. SKIPSBROTSMANNA- SKÝLI. SEX MENN láta lífið eftir að hafa komizt í skipbrotsmanna- skýli á Þönglabakka í Fjörðum, vegna þess að búið var að ræna eldsmat og matarvörum! Hver vill hafa annað eins á samvisk- unni? Þessa frétt geta menn bú- izt við að sjá í blöðum og heyra í útvarpi, samanber hinar ófögru lýsingar á umgengni manna í skipbrotsmannaskýlum hér og hvar á landinu, þar sem ýmsu er beinlínis rænt en ann- að brotið eða eyðilagt. Hverjir hér eru að verki skiptir ekki máli, heldur það, hvernig komið verður í veg fyrir slíkt athæfi. Er þá fyrst að athuga þá spurningu, hvers vegna gera fullorðnir annað eins og þetta? Þetta mun gert, fyrst og fremst af forvitni, hugs- unarleysi og af völdum Bakk- usar. Sá, sem þetta ritar, trúir því ekki að skemmdir í skips- brotsmannaskýlurri séu gerðar af mannvonsku. Þetta myndi enginn gera ef honum væru Ijósar þær afleiðingar, sem verknaðurinn getur haft í för með sér. Eða hvaða maður eða kona vildu bera ábyrgð á dauða skipsbrotsmanna ? Bezta vörnin gegn ránura og rupli á þessum stöðum álít ég vera þá, að hafa á mjög áber- andi stað eða stöðum upplýsing- ar um, hvar hver hlutur er og hvað í honum er ennfremuh til hvers hann er ætlaður. Þetta þarf að vera á íslenzku, ensku og þýzku a. m. k. Það þarf einn- ig að gera mönnum ljóst með áberandi hætti, að þama séu allir velkomnir til að hvílast og njóta þess, sem til er, en að ganga þurfi vel um. Skipsbrotsmannaskýlin eiga að vera svo helgúð tilgangi sín- um, að enginn einasti maður, ungur eða gamall, karl eða kona láti sér til hugar koma að ganga þar um án fullrar virð- ingar á þeim staðreyndum, að hvenær sem er getur þá menn að garði borið, sem líf sitt eiga undir því, að allt sem í skips- brotsmannaskýlinu á að vera, sé á réttum stað og í lagi. Þetta þurfa allir að festa sér í minni. P. A. P. KVEÐJA FRA FLORIDA. JÓHANN K. PÉTURSSON, eða öðru nafni Risinn úr Svarfaðar- dal skrifar Degi eftirfarandi bréfkorn: Kæri Dagur. Ég get ekki lengur orða bund- ist en verð að þakka þér fyrir tryggðina að hafa fylgt mér eft- ir í blíðu og stríðu öll þessi ár. Því undraverðara er það, þar sem ég á hana alls ekki skilið. Þú hefur glatt mig öðrum meira og fært mér fréttir að heiman. Nú vil ég koma því á að senda þér greiðslu fyrir blaðið svo að þú þurfir ekki að klæða jóla- köttinn eða að útgáfan þurfi ekki að fara á höfuðið vegna vanskila kaupendanna. Það er gleðilegt að hinn lang- þráði Múlavegur er í fæðingu, því að sannarlega eiga hinir dugmiklu Ólafsfirðingar skilið að komast í vegarsamband. Mér skilst að vegurinn sé kominn út undir hið illa Flag að austan, en út að Ófærugjá að vestan, og að þar standi hnífur- inn í kúnni. Ófærurnar tvær, Ófærugjá og Flagið verða mjög erfiðar og kostnaðarsamt að koma vegi yfir þær. En nú spyr ég: Því ekki að grafa jarðgöng í gegn um Múlann sunnan við Ófærugjá og losna þannig að öllu leyti við Gjána og Flagið? Óvíst er að slík framkvæmd yrði mikið kostnaðarsamari en að fara að glíma við þessar tor- færur á venjulegan hátt. Og jarðgöngin yrðu tryggari vegur. Ég tel því sjálfsagt að þetta yrði athugað vel og rækilega af jarð fræðingum og verkfræðingum, áður en lengra er haldið vega- gerðinni. Þar sem ég hefi aldrei rekið mig á þesa hugmynd neinsstað- ar í blöðum (les að vísu ekki öll blöðin, sem út eru gefin heima), þá leyfi ég mér að bera hana fram. Þá get ég ekki stillt mig um að minnast á blómafrímerkin okkar, sem oft hafa skreytt bréf og blaðapakka að heiman. Þau þykja hér svo fögur og eru svo eftirsótt, að þau eru oft rifin af bréfum mínum og blöðum áður en í mínar hendur kemst. Þetta er nú ekki alveg frómt fremur en hurðarstuldurinn á Kaupangsbakka í sumar! Svo þú sérð, kæri Dagur, að blessuð blómin valda víðar skrafi og skæruhernaði en á meðal okkar spöku og friðelskandi grasafræð inga, Ingimars og Ingólfs. Að endingu þakka ég þér á ný, kæri Dagur, fyrir áralanga tryggð og góða samfylgd og óska þér gengis og langlífis. Jóhann K. Pétursson Rt. 1 Box 132 Limona Florida U.S.A. Dagur þakkar bréfið og send- ir bréfritara beztu kveðjur og jólaóskir, enn fremur þakkar blaðið blaðgjaldið, sem var það rausnarlegasta, sem því hefur nokkru sinni borist. — Ritstj. VITLAUSUSTU HUNDAR í HEIMI. í ÖLLU hinu mikla kynbóta- starfi bænda og bændasamtaka hér á landi á hinum nytsömu tömdu ferfætlingum, er mikinn og góðan ávöxt hefur borið, hef- ur eitt húsdýrið gjörsamlega gleymzt. En það er hundurinn. Hvergi í víðri veröld hefur þetta tryggasta og vitrasta af húsdýr- unum verið smáð og vanrækt jafn herfilega og á íslandi. Af- leiðingin er sú, að íslenzkir bændur hafa orðið að taka á sig hundsverkin. Má raunar segja, að það sé þeim mátuleg hegning fyrir þá vanrækslu, sem þeir hafa sýnt í þessu máli. Hjá fjárbændum í Skotlandi vinna hundarnir margra manna verk við fjárgæzluna. Hundarn- ir gæta hjarðarinnar, reka hana til réttar eftir ábendingum eig- andans, taka jafnvel ákveðnar kindur úr hópnum, eftir fyrir- skipun og koma með þær eða halda þeim föstum. Skozkir fjár hundar eru víða þekktir vegna vitsmuna og mikilla hæfileika til að læra ákveðin störf. Hallgrímur heitinn Þorbergs- son frá Halldórsstöðum í Laxár- dal dvaldi í Skotlandi á yngri árum, og vann þá m. a. við fjár- gæzlu. Hann hafði heim með sér hundinn Don. Eitt sinn var Hall grímur meðal leiðbeinenda á bændanámskeiði í Eyjafirði og fylgdi Don honum þangað. Þeg- ar Hallgrímur lýsti ágæti hinna skozku fjárhunda var honum varlega trúað. Ræðumaður bauðst þá til að sýna viðstödd- um hvernig skozkur fjárhund- ur væri. Var nú farið út á tún, þar sem margt fé var á beit. Hallgrímur bauðst þá til þess að láta hund sinn sækja hverja þá kind, sem viðstaddir óskuðu. Þeir völdu kindurnar og kom seppi fljótlega með þær, sam- kvæmt boði eigandans. Þetta þóttu undur mikil. Á meðan erlendir fjárbændur láta vitra og vel tamda fjár- hunda annast smölun og gæzlu stærri eða smærri hjarða, oft á miklum víðáttum beitilands, hlaupa stéttarbræður þeirra hér á landi ai’gandi og hóandi sig hása um holt og móa, hundlaus ir eða með svo vitlaus hundkvik indi á hælum sér, að oft gera þeir meira ógagn en gagn.. ís- lenkir bændur hafa þá sérstöðu að yfir sumai-mánuðina er allt fé frjálst á fjöllum og heiðum uppi og þarf lítillar umönnunar við. Öðru máli gegnir haust og vor. Þá væri íslenzkum bænd um gott að notfæra sér aðstoð góðra fjárhunda til að létta „fjárragið", sem mai-gan bónd- ann ætlar lifandi að drepa. Það þekkist hvergi nema á íslandi, að tilviljun er látin ráða tímgun hundanna. Þessvegna átti hinn bandai’íski hundavin- ur, sem hér keypti nokkra „ís- lenzka“ hunda um árið og flutti til Kaliforníu, svo bágt með að trúa því að eigendur hundanna neituðu með öllu að gefa upp og staðfesta ættartölur þeirra í svo sem 10 ættliði. Hann taldi tregðu þessa óskiljanlega, trúði því alls ekki að slíkar ættartöl- ur væru torfengnar á okkar ágæta og mikla skriffinnsku- landi. Augu hans opnuðust þó um síðir, þegar hann í einni langferð sinni um landið í hundaleit, sá hvar tík ein í Skagafii-ði nálgaðist veginn með 11 hunda á hælum sér og lofaði þeim að gera út um það sín á millum, hver næstur hreppti hnossið. Maðurinn varð svo hissa, að það datt af honum and litið. Hann stóð augliti til aug- litis við áður óþekkt fyrirbrigði, þrátt fyrir áralöng ferðalög um hnöttinn þveran og endilangan, og með hundarækt sem eins kon ar sérgrein um áratugi. Eftir mjög skai-plegar athugasemdir á þessu fyrirbæri, sem ekki varð véfengt og eftir geðhrifin af hinni fui’ðulegu sjón, spurði hann fylgdarmenn sína mjög alvarlegur í bragði, hvort þeir hefðu séð áður nokkuð þessu líkt. Þeir höfðu aldrei annað séð. Já, hve lengi getur maður ekki séð eitthvað nýtt á íslandi, sem hvergi annai’s staðar í heiminum er hægt að sjá, sagði hinn erlendi hundafræðingur, og mun þá þegar hafa endui’- skoðað þau fi-æði sín um ís- lenzka hunda, sem hann hafði aflað sér í rituðu máli um þessi ágætu húsdýr með mikilli fyr- irhöfn og stöðugum bréfaskrift- um um langt árabil, og notið til, bæði íslenzk söfn og séi’fræð- inga. Þes má geta hér að árangur- inn af fei’ðalögum Bandaríkja- mannsins urðu þó þau, að hann setti upp hundabú með íslenzk- um hundum vestur í Kaliforníu og hefur þessi hundastofn feng- ið viðui’kenningu vestur þar. En svo vandfundnir voi’u hund- ar þessir orðnir, þ e. hundar með hinum gömlu íslenzku ein- kennum, svo sem hringaðri róu, upprétt eyru og viss vaxtar- hlutföll, að leitað var lands- hornanna í milli, allt frá Jökul- dal austur og vestur á Vest- fjörðu, áður en viðunandi úr- lausn fengist og þeir einstakl- ingar fundnir, sem hæfir þóttu til að varðveita þann íslenzka stofn í Vesturheimi, sem er að verða útdauður á íslandi. Hvergi á byggðu bóli eru vit- lausari hundar en á íslandi, gjamma þeir jafnt að mönnum og skepnum sem bílum og flug- vélum, flækjast eins og villidýr milli bæja ag byggða, ei’u illa hirtir, ekki tamdir og ótútleg- ir. Og þeir kunna ekkert til verka, eru hvorki fjárhundar, sporhundar, varðhundar eða veiðihundar. Þeir eru svo marg- víslega blandaðir, að ekki er um neitt sérstakt hundakyn að ræða, heldur óræktuð kvikindi, þótt þar leynist einn og einn góður hundur. Bændur ættu að losa sig við þessar skepnur og fá skozka fjárhunda í staðinn, eða það hundakyn annað, sem enn betur þætti henta að vel athuguðu máli. Eða hvaða bóndi vildi ekki skipta á góðum fjái’hundi, sem t. d. smalaði landareign hans einn, hvenær sem húsbóndinn segði honum það, og hundkvik- indi, sem kann það eitt að gelta og glefsa og gerir hvorugt beð- inn? □ Osmekklega botnað” [ V) í „ÍSLENDINGI“ 2. nóv er smá grein með þessari yfirskrift. Þar er sagt að „Kinnungui’“ hafi skrifað „langhund" í Dag 20. okt. Ekki kann ég þá fræði, sem íslendingur grípur þama til, hvei’nig saman skuli raða hundaheitum og blaðagreinum og veit því ekki, hvort þetta skrif blaðsins ætti að kennast við t. d. rakka, garm eða grey. Blaðið reynir enn að telja sambærilegar greiðslur bænda til bændahallarinnar og til stofn lánadeildar landbúnaðarins. Hins vegar er kannski skiljan- legt, að það fer nú lítið út í samanbui’ð á fullyrðingum sín- um og upplýsingum aðila, sem tæpast vei’ða þarna rengdir og ég vísaði til í gi’eininni frá 20. okt. Helzt virtist blaðið hugga sig við, að enn sé mikið eftir að greiða af byggingarkostnaði Bændahallarinnar. Kannski kann blaðið einhverja formúlu þess, að Vz% gjaldið, sem ákvai’ðað er eftir því, sem fram vindur um byggingarkostn að og lánamál hússins geti sam- tals orðið jafnhátt og 1% af sama stofni, er innheimta skal árlega svo lengi, sem lögin um stofnlánadeildina standa að þyí leyti óbi’eytt. Slík foi’múla væri þá eins konar ný afstæðiskenn- ing, en sú fyrri entist Einstein til heimsfrægðar. Sjálfsagt finnst vai’la sá bóndi eða bændafullti’úi, að ekki telji hann húsið stórkostlegra en svo að í slíkt væri lagt, ef nú væri verið að hefja bygginguna. Meiri ástæða virtist til bjart- sýni þgear byrjað var. En hvað er nú annað fyrir hendi en að ljúka því, sem lagt var af stað með, halda áfram að gjalda til hússins meðan ekki, fást nægi- leg láii, er svo væru greidd af komandi tekjum. Vai’la ætti að þurfa að efast um að tekjumar komi þar sem okkur hefur verið sagt að vegna hinnar ágætu „við reisnar“ sé ísland oi’ðið eitt ó- dýrasta ferðamannaland þessa heimshluta, ferðamannastraum- ur hingað hljóti að stóraukast og þörfin fyrir hótel sé því harla brýn. Hvað sem þessu líð- ur er einkennileg afstaða þeirra ráðamanna, er synja bændasam tökunum um þá fyrirgreiðslu, sem til þarf, svo að húsið verði fullgert og fari að skila þeim tekjum, sem þá er hægt af því að hafa. Er kannski annarra skýringa að leita: Margir muna, að Áburðarverksmiðjan var byggð fyrir alþjóðai’fé — stórfé fengið að láni eða „gjöf“ og eitt- hvað af almennum ríkistekjum. En svo var stofnað hlutafélg. Nokkrir einstaklingar og félög „eignuðust“ 4/10 vei-ksmiðjunn- ar. og líklega í reynd stærri stjórnaraðild fyrir einar 4 milljónir kr. Ýmsir, og þar á meðal ritstjóri íslendings, hafa lýst því hvað þeir hafi átt nota- legar nætur á Hótel Sögu. Sjálf sagt haf sumir gistivinirnir ver- ið af þeirri manngerð, sem finnst sitt pei’sónulega ágæti vaxa hvað mest af því, sem aðr- ir hafa myndarlega gert. Skyldi þá oft hafa dreymt þann sælu- draum, að bændur misstu sitt 100—120 millj. kr. hús, en hægt væri svo að stofna ca 5 millj. kr. hlutafélag, sem „eignaðist“ þarna það, sem bændum væri of gott? Sennilega hefur þá líka di’eymt um dyr, þröngar inn- göngu fyrir almenning, en gal- opnar hinum útvöldu, og væri þeim þar með ánægju falt það fé, sem þörf væri á í bráð fram yfir 5 milljóii’nar. Mai’gt ber í drauma og misjafnlega ráðast þeir, en við skulum hlusta hvað þeir segja upp úr svefninum og sjá hvað setur. íslendingur galar mikið um það, að bændum sé þýðingar- meiri efling lánasjóða sinna en „Melahöllin". Ekki myndi blað- ið vera að segja þai’na nein ný sannindi, en þarna er þetta hálf sannleikur sagður í blekkingar- skyni. Landbúnaðinum er eins og öðrum atvinnuvegum jöfn þöi-f þess, að missa ekki það, sem þegar hefur verið í lagt og að búa við þá aðstöðu og aðgang að fjármagni, að framtíðarþró- unin verði eðlileg. Bændahöllin er aðeins stærsta og gleggsta dæmið um fjölmargar fi-am- kvæmdir bænda, sem byrjað var á af meiri bjartsýni en nú virðist hæfa. íslenzkt þjóðfélag leysir sig ekki frá þeirri sök að búa verr að landbúnaðinum en gerist í nokkru nágrannalandi, með því að leggja skatt á bænd- ur, sem ekki á sér hliðstæðu hjá öðrum þjóðfélagsstéttum. Mikið er til þess reynt að telja sam- bærileg gjöld sjávarútvegsins til stofnlánadeildar sinnar og gjöld bænda til landbúnaðarsjóð anna. Til að athuga þetta nán- ar, er rétt að rifja upp hvernig fram fer verðlagning landbúnað arvara, sem á að færa bóndan- um sama „kaup og mönnum „annara vinnandi stétta“ að meðaltali. Gerð ei’U úrtök úr framtalsskýrslum sjómanna, iðnaðarmanna og vei’kamanna. Það meðaltal, sem þama fæst, er svo fært sem „kaup bóndans“ á næsta ári á rekstrarreikning verðlagsgrundvallarbúsins, sem fulltrúar bænda og neytenda hafa komið sér saman um, eða úrskurðaður var hjá yfirdómi. Hver sem vill getur auðveldlega séð það t. d. í handbók bænda og víða annai-s staðar, að 1% fi-amleiðslugjaldið er ekki talið til útgjalda verðlagsbúsins. Hins vegar eru stofnlánagjöld sjávarútvegs tekin af óskiptu aflaverðmæti og kemur því and vii’ði þeirra aldx’ei til tekna eða gjalda á einkareikningi sjó- mannsins, en viðmiðunai’stéttin — bændur — verða að greiða sín sjóðgjöld af einkatekjum. Frekar mætti segja að %% gjaldið frá neytendum væri sam bærilegt að öðru en því, að það er % lægra og skiptist á marg- falt fleiri. Þessi samanbui’ður er þó líka á brauðfótum. Allir bændur eru að nokkru kaupend ur landbúnaðarvara og greiða þar með hluta af þessu gjaldi. Og svo hefur þannig til tekizt síðastliðin 10—15 ár, að ekki hefur önnur fjárfesting verið hagstæðari almennum neytanda en það fé, sem varið hefur verið til framkvæmda í landbúnaði. Búvöruverð hefur þessi ár hækkað um minna en launa- tekjur, en erfiði fækkandi sveitamanna fai’ið vaxandi. Læt ég svo lokið þessum saman- burði og hefði raunar ekki far- ið að syara þessari svartklausu íslendings, ef niðurlagið hefði ekki verið þar á þessa leið: „Hér hefði þó ekki verið vikið að þessari langloku Kinnungs, ef hann hefði ekki verið svo ó- smekklegur í niðurlagi greinar- innar að víkja að eyfii’zkum bændahjónum, sem ísl. átti við- tal við í sama blaði, ekki um búnaðarmál heldur söngmála- starfsemi húsmóðurinnar. Ekki verður séð nein sérstök ástæða fyrir þennan Kinnung að veit- ast að þeim sæmdarhjónum með kei’skni þótt honum líki ekki sem bezt skrif blaðsins um þjóð. mál, en þau voi’u viðtalinu í Hólshúsum óviðkomandi.“ — Þetta er hið furðulegasta skrif hjá íslendingi. Ólíklegt .er að nokkrum, sem las greina mína —ekki höfundi ísl. klausunnar heldur — hafi dottið í hug að þar væri hæðzt að Hólshúsa- hjónum. Húsfreyjan er vafa- laust ágætur fullti’úi þess hóps, sem við meii-a og minna örðug- ar aðstæður heldur uppi menn- ingarlegu félagsstai’fi í sveitum landsins. Eftir bóndanum er haft, að landbúnaðarstörf séu einna verst launuð af öllum störfum þjóðfélagsins. Þetta finnst mér vera umsögn um búnaðarmál, og bændur vita, að hún fer nærri lægi. Hefði þetta staðið í stjómarandstöðublaði, hefði það kallast rógur um rík- isstjóm og níð um landbúnað- inn og greinarhöfundur veit sig verðskulda hæðnishlátur, þar (Framhald á blaðsíðu 7). ,

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.