Dagur - 19.12.1962, Page 1

Dagur - 19.12.1962, Page 1
----------------------------> Máií.agn Framsóknarmanna Rjtstjóki: Erungur Davíðsson ■Skrifstoi a í Hafnarstræti 90 Sími 1160. Sf.tningu og pRentun annast Prf.ntverk Odds Björnssonar h.f., Akureyri Dagur XLV. árg. — Akureyri, miðvikudaginn 19. desember 1962 — 67. tbl. f .................. ................. Auci.ýsinga.stjóri |ón Sam- Oklsson . Argangurinn kostar kr. 120.00. Gjalddagi FK 1. JÚLÍ Bladid kf.miir út á midvikudög-. OM OG Á l.ÁUCARDÖGUM, ÞKGAR ÁST.FÐA ÞYKIlt TIL ■■ Dómnefndarmenn bæjarins, Stefán Stefánsson MATSTOFAN, Hafnarstræti 89, sem opnuð var í júlí í sumar SEGIR TIL og Stefán Reykjalín, skýra frá þessari keppni Á HÁTÍÐAFUNDI bæjarstjórn ar Akureyrarkaupsaðar hinn 29. ágúst í sumar, var samþykkt að efna til hugmyndasamkeppni um skipulag miðbæjarins á Ak ureyri. í framhaldi af því hefur nú verið efnt til þessarar sam- keppni, samkv. auglýsingum í blöðum og útvarpi. Samkvæmt fyrrgreindri sam- þykkt bæjarstjórnar kaus bæj- arstjórnin þá Stefán Stefánsson þæjarverkfræðing og Stefán Reykjalín byggingameistara til að sitja í dómnefnd fyrir bæjar- ins hönd, en Arkitektafélag ís- lands tilnefndi tvo menn, þá Gunnlaug Pálsson arkitekt og Bárð ísleifsson arkitekt, og Skipulagsnefnd ríkisins til- nefndi Zophonias Pálsson skipu lagsstjóra sem fimmta dóm- nefndarmann. Stefán Stefánsson og Stefán Reykjalín eru nýlega komnir frá Reykjavík, þar sem dóm- nefndin kom saman og vann að undirþúningi nauðsynlegra gagna i þessu sambandi. Blaðið hitti þá að máli og lagði fyrir þá nokkrar spurningar um þetta mál. Hvaða svæði bæjarins nær þessi samkeppni yfir? Svæðið er 45 ha að stærð auk væntanlegra uppfyllinga og af- markast að norðan af Eiðsvalla- götu og framlenging hennar til sjávar, Smáragötu og framleng- ing hennar í Brekkugötu. Að RÁÐNIR TIL STARFA Á BÆJARSTJÓRNARFUNDI í gær vai' Hermann Sigtryggs- son íþróttakennari, kosinn fram kvæmdastjóri Æskulýðs- og í- þróttaráðs Akureyrarkaupstað- ar með 9 atkvæðum gegn 2. vestan takmarkast svæðið af Brekkugötu, Oddeyrargötu, Kaupvangsstræti, Eyrarlands- vegi og Spítalastíg og þaðan til sjávar. Að austan og sunnan takmarkast svæðið af Akureyr- arhöfn. Hver er tilgangurinn? Að fá fram hugmyndir að skipulagi og byggingarfyrir- komulagi þessa miðbæjarsvæð- is, auk uppfyllingar og nýtingar hennar fyrir aukin hafnarmann virki o. fl. Ilvaða möguleika sýnist ykkur þetta svæði geta gefið frá því, sem nú er? Á Oddeyri er mikið af göml- um húsum, sem hljóta að víkja fyrir nýjum í náinni framtíð. Þar gefst því góður kostur á endurskipulagningu. Brekkurnar og miðþærinn eru að miklum hluta bundið af eldri byggingum og mannvirkj- um, sem frá okkar sjónarmiði (Framh. á bls. 8). Dömuveski og gólf- dregli stolið í bænum NÝLEGA hvarf dömuveski úr fatageymslu starfsfólks í gos- drykkjagerðinni Flóru, og í því voru rúmlega 700.00 krónur í peningum. Drengur á ellefta ári var valdur að þessu og var þýf- inu skilað. Þá vildi það til í mið bænum, að gólfdregill, innpakk- aður, um 8 þús. króna virði, sem gleymdist úti yfir helgina, hvarf. Ekki voru börn að verki þar, því að tvo sæmilega hrausta menn þarf til að lyfta honum upp á bíl. Ekki hefur dregillinn fundizt, eða sökudólgarnir, að því er lögreglan tjáði í gær. □ og er eini veitingastaðurinn á Akureyri með sjálfsafgreiðslu- fyrirkomulagi, er mjög vinsæll og mikið sóttur. — Ilér er Jónína Pálsdóttir, afgreiðslustúlka, með kökutöngina á lofti og Sólveig Kristinsdóttir tekur á móti greiðslunni við kass- ann. Viðskiptavinurinn er að þessu sinni Hallgrímur Tryggvason, prentari og umbrotsmaður Dags um þessar mundir. — Það hefur komið mörgum bæjarmönnum vel í jólaösinni að skjótast þangað inn til að fá sér mat eða kaffi, þegar mest er að gera og engum tíma má eyða til ónýtis. Ferðafólk kann líka að meta sjálfsafgreiðsluna ásamt því, að geta notið góðrar gistingar á gistihúsum bæjarins og þeirra veitinga, sem þar, og annars staðar í bænum, er til reiðu. VIÐREISNARDÝRTÍÐIN SÍN MJÖG VINSÆLL STAÐUR Á AK. Hugmyndasamkeppni um miðbæinn á Akureyri Fjárlögin 25% hærri en í fyrra og hafa hækkað um nál. 150% síðan viðreisnarstjórnin tók við Hermánn. Knútur. Á sama fundi var Knútur Otterstedt verkfræðingur, kjör- inn rafveitustjóri, en hann var eini umsækjandinn um þá stöðu. Ennfremur samþykkti bæjar- stjórn að ráða Sigurð Halldórs- son skrifstofustjóra Rafveitunn- ar. F J ÁRL AG AFRUM V ARPIÐ fyrir árið 1963 var til 2. um- ræðu föstudaginn 13. þ. m. og fór atkvæðagreiðsla fram dag- inn eftir. Er þá eftir ein um- ræða, en ekki er gert ráð fyrir, að hún breyti miklu um heild- ai-niðurstöðu fjárlaganna. Við umræðurnar á fimmtudaginn lá fyrir sérálit frá fulltrúum Fram sóknarflokksins í fjárveitinga- nefnd þingsins, alþingismönn- unum Halldóri Ásgrímssyni, Halldóri E. Sigurðssyni og Ing- vari Gíslasyni, og var Halldór E. Sigurðsson framsögumaður þeirra umræðna. í framsögu- ræðu hans og nefndaráliti Fram sóknarmanna, kom margt af því fram, sem hér fer á eftir. Niðurstöðutala fjárlaganna mun verða um 2200 milljónir króna. Fjárlögin eru þá ca. 445 milljónum eða nál. 25% hærri en í fyrra en nál. 150% hærri en þau voru árið 1958. í lok þess árs (1958) tóku núverandi stjórnarflokkar við völdum. — Fjárlagatölur undanfarinna ára eru þessar: Fyrir árið 1958 882,5 millj — — 1959 1146.0 — — — 1960 1501,8 — — — 1961 1588,7 — — — 1962 1752,0 — í þessu felst það, að ríksálög- ur á þjóðina hafa samkv. fjár- lögum hækkað um meira en 1300 millj. kr. eða nál. 150% á 5 árum. Þeirri skattahækkun, sem þarna er um að ræða, hef- ur aðallega verið komið í kring sem hér segir: 1. Gengisskráningu hefur ver ið breytt tvisvar sinnum (1960 og 1961) þannig, að innflutnings verð vara hefur stórhækkað og þar með tolltekjurnar. 2. Lagður hefur verið á nýr innflutningssöluskattur (8,8%). 3. Lagður hefur verið á al- mennur söluskattur. 4. Innflutningsgjöld, sem áð- ur runnu í útflutningssjóð, hafa verið lögð til ríkissjóðs að veru legu leyti. 5. Benzínskattur hefur verið hækkaður. En hér er ýmsu við að bæta. Jafnframt því, sem ríkisálögurn. ar sjálfar hafa hækkað, hafa gjöld til ýmissa ríkisstofnana einnig hækkað, þannig að þyngsli ríkissjóðs af rekstri þeirra hafa ekki aukizt eins og ella hefði orðið. Símagjöld hafa hækkað síðan 1958 um 40—50%, póstgjöld um 70—80%, flutnings kostnaður hjá ríkissikpum um 60—80%, raforkuverð hjá rík- (Frahmald á blaðsíðu 5).

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.