Dagur - 05.01.1963, Side 8
8
Lénliarður fógeti
á Dalvík!
Sitthvað úr Reykjadal
LEIKRITIÐ Lénharður fógeti
hefur átt einna mestum vinsæld
um að fagna af verkum Einars
H. Kvaran,og jafnan hefur þótt
ástæða til þess að fara á stúfana
og skunda í leikhús, þótt um
langan veg væri, ef frétzt hefur
af fógetanum á sviði og svo er
enn.
Leikfélag Dalvíkur hefur nú
sýnt fógetann fyrir fullu húsi
nú um nokkurt skeið undir
stjórn Steingríms Þorsteinsson-
ar, sem um þetta leyti á þrjátíu
ára leikafmæli.
Þet'ta er í annað skipti, sem
Steingrímur stjórnar Lénharði
fógeta, enda er enginn viðvan-
ingsbragur á uppsetningunni.
Helzt mætti finna að staðsetning
um í mannmörgum senum, sem
þó verða að skrifast á reikning
hins litla sviðs.
Steingrímur leikur jafnframt
eitt af aðalhlutverkunum, Lén-
harð fógeta, erlendan yfirgangs-
segg, sem í skjóli konungsvalds
ins fer um byggðir landsins,
rænandi og ruplandi. Steingrími
tekst ágætlega að lýsa þessum
slæga hermanni, sem svífst
einskis, hvort sem hann fer með
blíðmælgi eða beitir valdi. Leik-
ur hans er heilsteyptur og ör-
uggur, og alloft tekst honum að
skapa eftirminnileg atriði af
litlu tilefni. Einna bezt tekst
honum upp í þriðja þætti, í að-
förinni að Ingólfi bónda á Sel-
fossi.
Torfa Jónsson, sýslumann í
Klofa leikur hinn gamalreyndi
leikari, Hjálmar Júlíusson. Skil
ar hann því hluverki nokkuð
vel, en skortir dálítið festu og
alvöru, þegar tekið er tillit til
hversu mikið hvílir á hlutverk-
inu. Hjálmari tekst vel að sýna
höfðingjann í Torfa og er bezt-
ur í viðtölum við Lénharð.
Helgu, konu hans, leikur Kol-
hrún Amgrímsdóttir. Fer hún
vel méð hlutverkið að öðru
leyti en því, að hún mætti
gjarna sýna dálítið meiri hörku,
sérstaklega í fimmta þætti.
Vilhelm Þórarinsson leikur
bóndann á Selfossi, Ingólf að
nafni. Vilhelm er öruggur á
sviði og á vel heima í gerfi
þessa stolta íslenzka bónda.
Beztum tökum á hlutverkinu
nær hann þó í orðaskiptunum
við þá Lénharð og Eystein í
þriðja þætti.
Svanhildur Björgvinsdóttir
leikur Guðnýju, dóttur Ingólfs,
föngulega gjafvaxta heimasætu.
Svanhildur skilar sínu hlut-
verki vel. Það sem á skortir í
reisn vinnur hún upp með prýð
isgóðum leik þegar mest á reyn-
ir.
Með hlutverk Magnúsar Ólafs
sonar, fósturson biskupsins,
fer Anton Angantýsson. Anton
er beztur í byrjun leiksins en
veldur hlutverkinu ekki til
fullnustu þegar líður á. Til
dæmis er hann ekki eðlilegur í
uppgjörinu við Guðnýju og
skortir einnig nokkuð á radd-
styrk.
Eystein Brandsson úr Mörk
leikur Jóhann Daníelsson. Ey-
steinn er ungur bóndasonur,
fullhugi hinn mesti og fram-
gjarn. Jóhann fellur vel inn í
hlutverkið, og leikur það hressi
lega en er þó nokkuð misjafn.
Hann má gæta sín með fram-
sögn.
Heildarsvipur leiksins er yfir-
leitt góður, jafn hraði og hvergi
dauðir punktar. Þó finnst mér
furðulítill hávaði, þegar hús-
(Framhald á blaðsíðu 7).
Ingólfur og Guðný.
(Vilhelm og Svanhildur).
Eysteinn úr Mörk, Guðný, Lénharður.
(Jóhann, Svanhildur, Steingrímur).
Laugum 31. des. 1962. Árferði
mun mega teljast rétt í meðal-
laði. Vetur fyrstu mánuði árs-
ins var fremur snjóléttur, en
gjafafrekur. Sjóalög voru mest
um mánaðarmótin marz-apríl
og fyrstu dagana í apríl. Voru
þá helzt erfiðleikar með mjólk-
urflutninga úr hreppnum á yfir-
standandi ári. Vorveðrátta var
fremur góð, þó gerði slæmt
hret síðari hluta maímánaðar.
Heyskapartíð var allgóð meiri
hluta júlímánaðar, en ágúst-
mánuður var nær samfelldur
óþurrkakafli. Þurrkar komu
fyrstu daga september, en ann-
ars var sá mánuður rysjóttur,
oft næturfrost óvenjuhörð og
jafnvel hríðaráhlaup. Um og
eftir miðjan október brá til
óvenjulegra hlýinda. Komst þá
hiti upp í 12—14 stig að stað-
aldri fáeina daga. Síðustu mán-
uði ársins hefur tíðarfarið ver-
ið snjólétt og gott, og nú um
jóladagana auð jörð að mestu
og stillt veður. Bregður í því
efni öðruvísi við en undanfarin
ár. Við lýsingu tíðarfars skal
því svo bætt, að kalskemmdir
voru óvenjumiklar í túnum í
hreppnum síðast liðið vor. Verð
ur því helzt jafnað til harðinda-
ársins 1949. Mjög misjafnar
voru skemmdirnar eftir jörðum,
sumstaðar nær engar, en skiptu
hekturum á öðrum. Einstaka
bændur létu vinna kalblettina
upp og fengu af þeim einhvern
heyfeng áður en sumri lauk.
Ræktunarframkvæmdir munu
hafa verið með minna móti í
hreppnum, en sá, sem þetta rit
ar hefur þó ekki handbærar
tölur um þetta efni.
Byggingai'framkvæmdir voru
tölverðar, en að miklu leyti
voru þær framkvæmdir bundn-
ar við nágrenni Laugaskóla. Þar
var byggt eitt íbúðarhús, sem'
tekið var til íbúðar nú í haust,
stækkað annað hús, svo að þar
Slys í Bárðardal
Stórutungu í Bárðardal, 4. jan.
í gær varð það slys á Lundar-
brekku að Hjördís Kristjáns-
dóttir húsfreyja brenndist tölu-
vert mikið. Hún hrasaði með
sjóðandi fitupott og skvettist
fitan á andlit henni, handlegg
og brjóst. Þóroddur Jónasson
gerði að sárunum til bráða-
birgða en síðan var konan fhitt
í sjúkrabíl til Akureyrar.
• Á gamlárskvöld var hér einn
ig sjúklingur á ferð og var flutt
ur á Fjórðungssjúkrahúsið á Ak
ureyri. Það var húsfreyja á
Bólstað og eignaðist hún erf-
ingja með nýjárskomunni.
Mislingar bárust að Stóru-
völlum. Veiktist kona, er kom
frá Reykjavík. Þegar voru
nauðsynlegar varúðarráðstafan-
ir gerðar og hefur veikinnar
ekki orðið vart annars staðar.
Margt fólk, bæði eldra og yngra
liggur undir mislingum í Bárðar
dal. Af þessum sökum voru
ekki mannfundir haldnir um
jólin, svo sem annars hefði oi'ð-
ið.
Nýlega fóru menn héðan suð
ur á fjöll í sauðaleit, allt suður
á móts við Helgastaði. Bílfæri
var gott, enda nær alveg snjó-
laust. Engar fundust kindurnar,
en 9 kindur vantar á Mýri og
Bólstað og'hyggja menn að þær
séu einhvers staðar lifandi,
hversu sem gengur að finna
þær.
Tvær útigengnar kindur komu
sjálfar heim í Sandhauga nú
nýlega. □
Komu færantli hendi
Húsavík, 4. jan. Allt fór hér
friðsamlega fram um jól og ára-
mót. Tvær brennur voru tendr-
aðar á gamlárskvöld. Höfðu
Völsungar aðra á Húsavíkur-
túni, en hina drengir úr suður-
bænum, á Stórhóli. Farin var
blysför að brennu Völsunga og
lúðrasveitin lék þar áður
en kveikt var í. Mikill mann-
fjöldi var þar saman kominn.
Sá leiðindaatburður gerðist, þeg
ar loga tók í brennunni, að villi-
köttur hljóp þar út úr logunum.
Lögreglan stytti kvalir hans.
Dansleikir voru á tveim stöð-
um. Tvær íþróttasýningar voru
haldnar í íþróttahúsinu á milli
jóla og nýjárs. □
Síðdegis í gær komu hingað
gestir, færandi hendi í flugvél
Björns Pálssonar. Þeir voru:
Baldvin Jónsson, form. Lands-
bankaráðs, Steingrímur Stein-
þórsson, fyrrverandi ráðherra,
bankaráðsmaður og Svanbjörn
Frímannsson, aðalbankastjóri.
Þeir verða viðstaddir opnun
Landsbankaútibúsins hér á
morgun og áttu í dag viðræður
við ráðamenn Sparisjóðs Húsa-
víkur. En Sparisjóðurinn renn-
ur undir hið nýja útibú. Útibús-
stjóri verður Sigurður Pétui'
Björnsson.
í tilefni opnunarinnar hefur
Landsbankinn ákveðið að færa
Áhaldasjóði Sjúkrahúss Húsa-
víkur að gjöf 100 þúsund krón-
ur.
Útibúið verður opið kl. 11—12
og 12,45—15 hvern virkan dag,
nema á laugardögum kl. 10—12.
Ekið yfir Lágheiði
Ólafsfirði, 4. jan. Veðrið hefur
verið dásamlegt hér, eins og
annars staðar á Norðurlandi um
jólin og áramótin.
Það er algert einsdæmi, að
mikil bifreiðaumferð hefur ver-
ið um Lágheiði að undanförnu.
Þar var þó engum snjó rutt.
Síðast í gær var þar ekið keðju
lausum bílum.
(Framhald á blaðsíðu 7).
bættist við ein íbúð og fokhelt
gert verzlunarhús fyrir útibú
Kaupfélags Þingeyinga og
barnaskóli að Litlu-Laugum. í
viðbyggingu við aðalbyggingu
Laugaskóla voru gerðir nýir
stigar milli hæða. Var það veru
leg enduibót á húsnæði skólans.
Byrjað var á tveimur nýbýlum,
á Fljótsbakka og Ingjaldsstöð-
um. Á hinu fyrrnefnda var
byggt íbúðarhús, viðbót við
eldra hús á jörðinni, á hinu síð-
arnefnda var reist hlaða. Kirkja
á Einarsstöðum var máluð utan
og innan og fleiri endurbætur
gerðar á henni.
Engar framkvæmdir voru í
vegagerð innan hreppsins á ár-
inu.
íbúafjöldi í hreppnum samkv
æmt þjóðskrá 1. desember 1962
(Framhald á blaðsíðu 2).
Eggert Stefánsson
látinn
EGGERT hafði dvalizt á sjúkra-
húsi í ítalíu í haust, en kom
heim þaðan fyrir jólin. Mun
hann hafa ætlað að koma til ís-
lands á þessu ári, m. a. til að
ganga frá útgáfu ritgerðasafns
eftir sig.
Eggert varð 72 ára. Hann
varð bráðkvaddur að heimili
sínu í borginni Schio á ítalíu
um hádegisbilið s. 1. laugardag,
29. desember. □
FIMMTUGUR:
SVAVAR HELGASON
HINN 26. desember varð Svav-
ar Helgason forstjóri Smjörlík-
isgerðar KEA á Akureyri
fmmtugur. Færir blaðið honum
og heimili hans beztu heillaósk-
ir í tilfni afmælsins.
Svavar Helgason hefur frá 15
ára aldri unnið hjá fyrirtækjum
eyfirzkra samvinnumanna.
Fyrstu 10 árin starfaði hann
við mjólkuriðnaðinn og var
einn þeirra manna, sem settu
niður fyrstu mjólkurvinnsluvél-
arnar í nýstofnuðu Mjólkursam-
lagi KEA er lengi síðan varð
fyrirmynd í íslenzkum mjólkur
iðnaði í landinu.
Eftir 10 ára starf við mjólk-
uriðnaðinn hóf Svavar starf
við Smjörlíksgerð KEA og hef-
ur unnið þar síðan, eða um ald-
ai'fjórðungsskeið, síðustu 13 ár-
in sem fox'stjóri þess fyrirtæk-
is. □