Dagur - 27.02.1963, Síða 8
8
Leikfélag Akureyrar frumsýnir Tehús ágústmánans á morgun, fimmtudag. Hér eru leikarar og J
starfsinenn Leikfélags Akureyrar á æfingu. (Ljósm. Eðvarð Sigurgeirsson).}
MERK STOFNUN 100 ÁR A
FYRIR rúmri öld fundust
nokkrir merkir munir úr sögu-
aldarkumli hjá Baldursheimi í
Mývatnssveit, og komust þeir í
hendur Jóns Sigurðssonar al-
þingismanns á Gautlöndum og
Arngríms Gíslasonar málara.
Munir þessir, sem fundust 1860
og 1861, urðu stofnmunir Forn-
gripasafnsins, ásamt allmörgum
fornum gripum séra Helga Sig-
urðssonar, síðar prests á Melum
í Melasveit.
Fram að þeim tíma höfðu er-
lendir ferðamenn látið greipar
sópa um forna muni hér á landi
og íslendingar höfðu engan ann
an samastað fyrir þá en safn
konungs í Kaupmannahöfn. Tal
ið er, að úrslitum um íslenzkt
fornminjasafn hafi ráðið sköru-
leg grein Sigurðar Guðmunds-
sonar málara, er birtist í Þjóð-
ólfi 24. apríl 1862. En hinn 24.
febrúar árið eftir var safnið
formlega stofnað og það átti því
100 ára afmæli sl. sunnudag.
Hefur þess verið minnzt í blöð-
um og útvarpi.
Fornminjasafnið, sem síðar
hlaut nafnið Þjóðminjasafn ís-
lands, er nú í mörgum deildum,
telur tugþúsundir safnmuna og
þjóðminja og nýtur virðingar,
sem merk og þýðingarmikil
stofnun.
Alls hafa 7 menn veitt safn-
inu forstöðu. Þeir eru: Jón
Árnason, Sigurður Guðmunds-
son, Sigurður Vigfússon, Pálmi
Pálsson og Jón Jakobsson. Árið
1908 tók Matthías Þórðarson við
safnvörzlu og hafði hana á
hendi til 1947. Þá tók við Krist-
ján Eldjárn og hefur gegnt því
starfi síðan.
Fyrst var safnið' til húsa á
lofti dómkirkjunnar, þá í hegn-
ingarhúsinu til ársins 1881 að
það fluttist í nýja Alþingishús-
ið. Árið 1899 fékk safnið inni í
Landsbankahúsinu eldra, en
síðan í Safnhúsinu við Hverfis-
götu árið 1908. Nú er það í
glæsilegum húsakynnum í
næsta nágrenni Háskólans.
Dr. Kristján Eldjárn þjóð-
minjavörður ritaði ágæta bók
um safnið í tilefni afmælisins,
bókin er í endurprentun.
Þótt ísland hafi skemur verið
í byggð en nágrannalönd okkar,
og sögulegar heimildir því ó-
slitnar og sæmilega öruggar,
eru hér næg verkefni fornleifa-
rannsókna.
En sjálft er þjóðminjasafnið
hin gleggsta mynd af sögu þjóð-
arinnar og lífsháttum hennar,
sem til er á einum stað og al-
menningur á aðgang að.
Fjölmenni í Hlíðarfjalli
SKÍÐARÁÐ Akureyrar hefur
veitingasölu um helgar í Skíða-
hótelinu í Hlíðarfjalli. Svo virð-
ist, sem fólki líki þetta vel. En
mörg hundruð manns hafa
brugðið sér upp í Hlíðarfjall síð
ustu sunnudaga og notið útivist
ar. Mikið er enn ógert við hótel
bygginguna. En þó er ekki of-
Afli Akureyrar-fogaranna 1962
mælt, að þar séu húsakynni þeg
ar hin glæsilegustu. í ráði er
að leigja út svefnpokapláss í
hótelinu um helgar og verða þá
væntanlega kvöldvökur fyrir
gesti.
Sl. sunnudag, þann 24. febr.
kl. 14.00 var haldið skíðamót í
Hlíðarfjalli. Var það flokkasvig,
og tóku fjórar sveitir þátt í því.
Þrjár frá Akureyri og ein úr
Menntaskólanum. Brautarlengd
var 250 m, fallhæð 85 m og 35
hlið.
Úthalds Afli Veiði- Afli pr. Samt. Veiðif Þai' af < ; Leikar fóru þannig að A-sveit
dagar alls kg dagar veiðid. lýsi alls sigl. í ! Akureyringa sigraði á 354.8 sek.
Kaldbakur 165 722.592 86 8.450 18.866 6 6 | ! samanlagt, en sveitin var skipuð
Svalbakur 235 1.514.669 148 10.217 20.304 12 5 i ; þessum mönnum: Otto Thulini-
Harðbakur 209 1.335.052 129 10.309 21.855 11 5 i ; us, Magnúsi Ingólfssyni, ívari
Sléttbakur 245 1.479.448 150 9.830 37.470 13 6 i ! Sigmundssyni og Reyni Brynj-
Hi'ímbakur 77 421.809 54 7.810 4.223 5 1 ; ! ólfssyni. f öðru sæti varð sveit
Samtals 931 5.473.570 567 9.655 102.718 47 23 : ; Menntaskólans á 387.2 sek. sam-
Ath. Þyngd afla er miðuð við slægðan fisk með haus, annan en ! > anlagt, en sú sveit var skipuð
karfa, sem er óslægður, og saltfisk upp úr skipi, en þyngd hans er
tvöfölduð.
Ráðstöfun afla:
Selt erlendis í 23 söluferðum 2.936.270 kg. Selt innanlands utan
Akureyrar 43.065 kg.
Losað á Akureyri:
Selt nýtt úr skipunum 700 kg., umhlaðið til útflutnings 60100 kg.,
selt Krossanesi, úrgangsfiskur 52150 kg., til vinnslu hjá Ú. A.
2381285 kg„ samtals 2.494.235 kg. Alls 5.473.570 kg.
Framleiðsla og útflutningur:
Útflutt og selt: 26.721 kassi eða 676 smál. freðfiskur, 33 smál.
skreið, 19 smál. óv. saltfiskur, 9 smál. v. saltfiskur, 88,343 smál. lýsi.
Birgðir 31. des. ea. 2.379 kassar eða 53 smál. freðfiskur, 57 smál.
skreið, 0 smál. óv. saltfiskur, 25 smál. v. saltfiskur, 14,375 smál.
lýsL i — .!___________
eftirtöldum mönnum: Guð-
mundi Tulinius, Eiríki Ragnars-
syni, Birni R. Bjarnasyni og
Theodór Blöndal. í þriðja sæti
varð C-sveit Akureyringa á
401.6 sek. samanl., en B-sveit
Akureyringa var dæmd úr leik.
Skíðaráð Akureyrar sá um
mótið. Ovenju margt áhoi'fenda
var á mótinu, enda hið fegursta
veður. □
Baguk
kemur út laugardaginn, 2. marz.
Nítján býli í Eyjafirði fá rafmagn
Sölvadalur og Garðsárdalur ekki á framkv.skrá
SAMKVÆMT upplýsingum Ing
ólfs Árnasonar rafveitustjóra,
munu 19 bændabýli í framan-
verðum Eyjafirði fá rafmagn nú
í vikunni .Verða þau tengd raf-
magnsveitum ríkisins á orku-
veitusvæði Laxárvirkjunar. Þá
verður rafveituframkvæmdum
lokið í Eyjafirði fram, því að
ekki er áætlað að leiða rafmagn
í Sölvadal eða Garðsárdal. Hér
er um merkan áfanga að ræða,
sem verður fagnað heilshugar
þótt margir hefðu vænzt þess,
að fyrr hefði verið.
Bæir þeir, sem nú fá rafmagn
eru þessir. Að austan: Æsustað-
ir, sem þó verða ekki tengdir
fyrr en síðar á árinu, Arnarstað
ir, Arnarfell, Grænahlíð, Hólar,
Hólakot, Vatnsendi og Tjarnir. .
Vestan ár: Nes, Gilsá I, Gilsái.;
II, Gullbrekka, Skáldsstaðir, Ár
tún, Jórunnarstaðir, Leyningur,
Villingadalur, Torfufell og Hóls
gerði. Þá hefur rafmagn verið
leitt í Hólakirkju.
AÐRAR FRAMKVÆMDIR
Ennfremur fékk blaðið þær
upplýsingai' hjá Ingólfi Árna-
syni, að raforkuráð hefði gert
tillögur um þessar raforkufram-
kvæmdir í nágrannabyggðum:
í Hörgárdal frá Lönguhlíð að
Flögu, en á því svæði eru 14
bæir. í Skíðadal frá Dæli að
Klængshóli og kæmu þar 6 bæ-
ir til viðbótar. í Fnjóskadal frá
Hrísgerði að Melum, en þar er
um að ræða 13 bæi. Og enn ger-
ir raforkuráð að tillögu sinni,
- að .lagtrverði rafmagn á Tjör-
"nesi'frá Húsavík að Máná. □
Nýr skákmeistari Norðurlands -
Freysteinn Þorbergsson frá Siglufirði
Til vinstri: Freysteinn Þorbergsson og Jón Þór. (Ljósm. J. Stef.).
SKÁKÞINGI Norðlendinga,
sem hófst á Akureyri 10. febr.,
var slitið sl. laugardag, 23. febr.,
með viðhöfn á Hótel KEA.
Á þinginu voru 28 keppend-
ur, 11 í meistaraflokki, 7 í fyrsta
flokki og 10 í öðrum flokki.
Teflt var í Landsbankasaln-
um. Skákstjórar voru Haraldur
Bogason og Haraldur Ólafsson.
Freysteinn Þorbergsson varð
skákmeistari Norðurlands,
hlaut 9 vinninga af 10 möguleg-
um. Lárus Johnsen skákmeist-
ari frá Reykjavík, er tefldi sem
gestur, fékk sömu vinningatölu.
Jón Þór fékk 7 vinninga, Ólafur
Kristjónsson 614, Halldór Jóns-
son 6 og Hjörleifur Halldórsson
5 vinninga.
í fyrsta flokki sigraði Hauk-
ur Jónsson með 5% vinning.
Guðmundur Búason fékk 414
vinning og Snorri Sigfússon 314
vinning. Haukur flyzt nú upp í
meistaraflokk.
í öðrum flokki sigraði Tryggvi
Pálsson, fékk 7 vinninga, næst-
ur Þorgeir Steingrímsson með
614 vinning. 3.—4. sæti skipuðu
Jóhann Sigurðsson og Ævar
Ragnarsson með 6 vinninga.
Tryggvi flyzt nú upp í fyrsta
flokk.
í hraðskákkeppninni voru 40
keppendur. Keppendum var
fyrst skipt í 3 riðla og komust
14 í úrslit. Þar urðu úrslit þau,
að í 1.—3. sæti urðu Lárus
Johnsen, Halldór Jónsson og
Helgi Jónsson með 9 vinninga
hver. Fjórði varð Júlíus Boga-
son með 8V2 vinning. Halldór
og Helgi tefldu til úrslita og
sigraði Halldór. Halldór Jóns-
son er því hraðskákmeistari
Norðurlands 1963.
Mótið fór hið bezta fram.
í II. flokki voru nokkrir ung-
ir drengir, sem þóttu standa sig
rneð prýði. En sennilega mun
Jón Þór hafa komið skákmönn-
um mest á óvart að þessu sinni.
r
V estur-Islendingar
RÚMLEGA eitt hundrað íslend-
ingar og afkomendur íslendinga
í Vesturheimi hafa ákveðið að
heimsækja ísland í sumar. Hóp-
urinn er væntanlegur hingað
um miðjan júní og mun dveljast
hér þar til í byrjun júlímánaðar.
. „Ströndin11, þjóðræknisdeild
Islendinga í Vancouver, hefur
, skipulagt ferðina.
Mjög margir þátttakendur í
hinni fyrirhuguðu íslandsferð
hafa látið í ljós óskir um að
hitta hér ættingja og vini. Q