Dagur - 10.04.1963, Blaðsíða 4

Dagur - 10.04.1963, Blaðsíða 4
4 V íí&íái íVxAxfcx ■foiftWébTlfrJVffVtflWS GENGISSKRÁNING KRÓNUNNAR f SÍÐUSTU VIKU var til umræðu á Al- þingi sú tillaga á breytingu á lögum, að ekki sé heimilt að breyta skráningu á gengi íslenzkrar krónu, nema að fengnu samþykki Alþingis. f umræðu drap Þór- arinn Þórarinsson m. a. á eftirfarandi at- riði: Hjá öllum siðmenntuðum þjóðum er stefnt að því að halda verðgildi gjaldmið- ilsins sem stöðugustu og forðast breyting ar á skráningu hans, nema fyllstu rök séu fyrir hendi. Löng reynsla sýnir, að þetta er frum- skilyrði og meginundirstaða heilbrigðs efnahagslífs og efnahagskerfis. Þeim þjóðum hefur vegnað bezt efna- hagslega, þar sem þessari grundvallar- reglu hefur verið fylgt. Núverandi ríkisstjóm fslands er hins vegar annarrar skoðunar. Ríkisstjórnin hefur tvífellt krónuna á þessum tíma. Fyrri gengislækkun gat að vissu marki átt rétt á sér, ef menn vildu breyta um efnahagsstefnu, en var hins vegar langtum meiri en nokkur þörf var á. Síðari gengisfellingin, sem var gerð sumarið 1961, var hins vegar tilefnislaus með öllu. AHt, sem síðar hefur komið fram, sann ar, að sú gengisfelling var algerlega ó- þörf. Atvinnuvegirnir gátu fullkomlega risið undir þeirri hóflegu kauphækkun, sem hafði verið sainið um. Iðnaðurinn fékk hana ekki heldur uppbætta að neinu. Sjávarútvegurinn bjó við batnandi aflabrögð og hækkandi útflutningsverð og þurfti því síður en svo á henni að halda. Með þeim kaupsamningum, sem gerðir höfðu verið fyrir frumkvæði samvinnu- félaganna og verkalýðsfélaganna, hafði raunverulega verið lagður grundvöllur að traustu jafnvægi í efnahagsmálum, góðri afkomu atvinnuveganna og vinnu- friði í tvö ár, þar sem samið hafði verið til tveggja ára. Þessum glæsilegu framtíðarhorfum var kollvarpað með gengisfellingunni 1961. 1 stað jafnvægisins, var hrundið af stokk- unum óðaverðbólgu. Hinn 1. júlí 1961 var framfærsluvísi- tala sú, sem stjórnin reiknar með, 106 stig, en 1. marz sl. var hún 129 stig. Hún hefur hækkað á þessum tíma um 23 stig. Framfærsluvísitala vara og þjónustu, sem gefur enn réttari mynd af ástandinu, liefur Iiækkað á sama tíma úr 113 stigum í 147 stig eða um 34 stig, en það svárar til 68 stiga sam- kvæmt gömlu vísitölunni. Á þessum tuttugu ínánuðum, sem eru liðnir síðan gengið var fellt 1961, hefur orðið liér miklu meiri dýrtíðaraukning en nokkru sinni áður á jafn skömmum tíma, þegar undan er skilið samstjórn- artímabil Ólafs Thors og kommúnista sumarið 1942. Enn er þó hvergi nærri séð fyrir end- ann á þessari óðaverðbólgu. Allir kaup- samningar eru Iausir og verkföll geta haf izt þá og þegar. Með gengisfellingunni 1961 voru spari- fjáreigendur leiknir á hinn grálegasta hátt. Þegar gengið var fellt, var innlánsfé í bönkum og sparisjóðum um 3400 millj. kr. Fyrir gengisfellinguna svaraði þetta (Framh. á bls. 7). TRYGGINGAR ILANDBÚNAÐINUM EFTIRFARANDI tillögu til þingsályktunar fluttu nýlega fjórir þingmenn Framsóknarfl., en framsögu hafði Ásgeir Bjarnason: Alþingi ályktar, að skipuð skuli fimm manna milliþinga- nefnd til þess að endurskoða lög nr. 20 1943, um búfjártrygging- ar, svo og lög nr. 8 14. febr. 1961, um Bjargráðasjóð íslands, og miðist endurskoðunin fyrst og fremst við rækilega athugun möguleika á því að koma á fót tryggingum gegn uppskeru- bresti og öðrum áföllum í land- búnaði, með hliðsjón af afla- tryggingasjóði sjávarútvegsins. Skipun nefndarinnar fer þann ig fram, að sameinað Alþingi kýs með hlutbundinni kosningu þrjá menn í nefndina, en Bún- aðarfélag íslands tilnefnir einn manninn og Stéttarsamband bænda annan. Nefndin kýs sér formann. Nefndin skili áliti og tillögum fyrir lok októbermánaðar 1963. Kostnaður við störf nefndar- innar greiðist úr ríkissjóði. Greinargerð. Með tillögu þessari til þings- ályktunar er Alþingi ætlað að hafa frumkvæði um endurskoð- un laganna um búfjártryggingar og laganna um Bjargráðasjóð ís lands, og að leitazt verði við að byggja upp á grundvelli þessara laga allsherjar tryggingastofnun fyrir elzta atvinnuveg þjóðarinn ar, landbúnaðinnn, þar sem bóta greiðslur kæmu til bænda, ef þeir yrðu fyrir tjóni af völdum náttúruhamfara, uppskerubrests vegna kals í túnum, óþurrka eða grasleysis, enn fremur vegna vanhalda í búpeningi. íslendingar munu hafa verið einna fyrstir þjóða til þess að stofna eins konar búfjártrygg- ingar. Á því tímabili í sögu þjóð arinnar, sem nefnt er þjóðveld- istímabilið, voru hreppsfélögin eins konar tryggingafélög. En reglurnar voru þær í sambandi við tjón á búfé, að ef bóndi missti Vá hluta af einhverri bú- fjártegund sinni eða þar yfir, þá skyldu aðrir bændur í þeim hreppi bæta honum hálfan skað- ann. Þetta var einn þáttur af fleirum, sem hin forna hreppa- skipan gerði búendur sam- ábyrga um, að bæta þeim skað- ann, er urðu fyrir stórfelldum óhöppum. Um margar aldir mun slík starfsemi hafa fallið niður hér á landi. Það er ekki fyrr en á þess ari öld, að aftur er hafizt handa um samhjálp, þegar náttúruham farir eða stórskaðar verða á viss um svæðum eða sveitarfélögum, en það var með stofnun Bjarg- ráðasjóðs íslands 1913. Árið 1928 beitti þáverandi for sætis- og atvinnumálaráðherra, Tryggvi Þórhallsson, sér fyrir setningu laga um búfjártrygg- ingar. Þau lög voru síðan endur- skoðuð árið 1943 og aftur 1952 og þá nokkuð breytt. Samkv. búfjártryggingalögunum er ekki skylt að tryggja búfé nema kyn bótagripi, sem notaðir eru í kyn bótafélögum, en hins vegar heimilt að tryggja þar einstaka gripi, sem fengið hafa verðlaun í sýningum og heil kúabú og sauðfjárbú gegn vanhöldum og slysum, er nema meira en 5% á ári. 1 VETTVANGUR SAMVINNUNNAR SÍÐASTLIÐIÐ mánudagskvöld hélt Akureyrardeild KEA fræðslu- og skemmtifund í Borg arbíói og stjórnaði Ármann Dal- mannsson, formaður deildarinn- ar, fundinum. Páll H. Jónsson, forstöðumað- ur fræðsludeildar SÍS flutti á- varp um samvinnumál, og stjómaði síðan fróðlegum spurn- inga- og getraunaþætti. Einnig ræddi hann við frá Sigríði Þor- steinsdóttur, sem verzlað hefur við kaupfélagið í 40 ár. Hún sagöist verzla við kaup- félagið þar sem það væri henn- ar félag, og kaupfélögin væm almenn samtök, sem byggð væm upp með það fyrir augum, að tryggja nauðsynjavömr í landinu á sanngjömu verði. Einnig sagði hún aðstöðu hús- mæðra til matarkaupa og kaupa á öðrum vörum til hcimilanna liafa mikið breyzt til hins betra, frá því að hún byrjaði að verzla við kaupfélagið í búðinni í Hafn arstræti 90, en mest þó við til- komu kjörbúðanna, sem hún taldi hafa reynzt mjög vel. Hún þakkaði starfsfólki kaupfélags- ins fyrir lipurð, og ekki sízt fyr- ir háttvísi við böm, sem mikið væm send í búðirnar. Efst á óskalista frú Sigríðar var að kaupfélagið færi aftur að senda mjólkina heim, eins og gert var hér áður fyrr, og einnig að koma upp kjörbúðarvagni, sem ekið væri í úthverfin í bænum, þar sem erfitt væri að komast í búðir. Kaupfélag Ilafnfirðinga er nýbyrjað á að hafa þess kon- ar bíl í ferðum á milli sinna fé- lagsmanna. í honum eru hafðar 350—400 vörutegundir, og ekið um hverfi þar sem ekki eru verzlanir. Sýndar vom tvær kvikmynd- ir. Onnur þeirra sýnir lífið hjá fólkinu sem býr á Hornströnd- um, og lýsir á athyglisverðan hátt starfi þess við óblíða veðr- áttu, en gjöfula náttúru þessa landshluta. Hin kvikmyndin var finnska samvinnu- og landkynn- ingarmyndin „Þýtur í skógin- um“, sem er afar fögur og fróð- leg mynd. Að lokum þakkaði Jakob Frí- mannsson kaupfélagsstjóri þeim sem að fundinum stóðu, og flutti nokkur hvatningarorð. S. J. Á árunum 1952, 1953 og 1954 greiddi ríkissjóður í búfjártrygg ingarsjóð 100 þús. kr. á ári, alls 300 þús. kr. Á fjárlögum yfirstandandi árs eru 160 þús. kr. til búfjártrygg- inga. Er sú þátttaka ríkisins allt of lítil, miðað við verðlag og gildi peninga nú. Bændum þykja iðgjöld til trygginganna of há, og nota þeir því lítið heim ild laganna um að tryggja bú- stofn sinn. Af þessum ástæðum bera búfjártryggingar sig illa og efnahagur þeirra er bágur. Fyrir nokkrum árum var frv. til búfjártryggingalaga til með- ferðar á búnaðarþingi. Málið var sent búnaðarsamböndunum til athugunar, en þau létu fara fram skoðanakönnun meðal bænda í búnaðarfélögunum um það, hvort þeir vildu skyldu- tryggingu á búfé. Það kom í ljós, að mjög fá búnaðarfélög óskuðu eftir slíku og voru mörg einnig á móti heimildarlögum um búfjártryggingar. Þessi niðurstaða mun hafa verið sprottin af ótta bændanna við að bæta á sig nýjum útgjöld- um. Eðlilegt er, að bændur ótt- ist ný útgjöld. En þeir verða fyrir áföllum, annaðhvort af völdum mikilla vanhalda í bú- fé eða af völdum óhagstæðs tíð- arfars eða náttúruhamfara, bíða oft tjón, sem þeir fá ekki bætt, nema þeir hafi verið tryggðir fyrir slíku. Það er auðvitað einnig hags- munamál þjóðarinnar allrar, að menn þurfi ekki að flosna upp frá starfi sínu og verða ef til vill öreigar, ef óhöpp koma fyrir. Þess vegna er eðlilegt, að þjóð- arheildin styðji með fjárframlög um af sameiginlegu fé ríkisins tryggingar, sem stofnaðar eru til öryggis afkomu þeirra, er eiga lífsbjörg sína að sækja í skaut náttúrunnar. Sjávarútvegurinn, sem er einn höfuðatvinnuvegur íslend- inga, en verður að sækja afla sinn í greipar Ægis og sæta bæði óstöðugri veðráttu og ó- tryggum fiskigöngum, hefur með stuðningi ríkisins tryggt sig að verulegu leyti vegna á- falla af aflabresti. Er það vissu- lega þjóðarnauðsyn. Við undir- búning að allsherjar trygginga- stofnun fyrir landbúnaðinn væri eðlilegt að hafa hliðsjón af fyr- irkomulagi þessara mála hjá sj ávarútveginum. Við endurskoðun laga þeirra, er tillagan gerir ráð fyrir, og við undirbúning að nýrri löggjöf um allsherjartryggingar fyrir landbúnaðinn er sjálfsagt, að fulltrúar bænda eigi hlut að, og þess vegna er gert ráð fyrir því, að helztu félagssamtök þeirra tilnefni sinn manninn hvort í nefndina. DÝR VIÐGERÐ MARGRÉT prinsessa í Bret- landi og maður hennar eru nú flutt í nýviðgerða íbúð. íbúðin er tuttugu herbergi og viðgerð- in, þar til hún þótti hæfa kónga- fólki, kostaði 10 milljónir ísl. kr. S Bótagreiðslur almannatrygginga 1962 í Akur- eyrar- og Eyjaf jarðarsýsluumboðum: Akureyri: mannatr. bar gjaldþegnum og Jóhannes Frímannsson írá Gilsá MINNINGARORÐ Ellilífeyrir kr. 12.144.961.00 sveitarfélögum að greiða: Örorkulífeyrir — 3.637.118.00 Akureyri: Örorkustyrkur — 467.915.00 Endurkræfur Barnalífeyrir — 1.244.426.00 barnalifeyrir kr. 1.611.768.00 Do. endurkr. — 1.61-1.768.00 Iðgjöld hinna Fjölskyldubætur — 8.890.033.00 tryggðu — 5.670.496.00 Fæðingarst. — 648.250.00 Iðgjöld atvinnu- Ekkjubætur og rekenda — 2.463.958.00 lífeyrir — 297.816.00 Iðgjöld bifreiða- Makabætur — 33.220.00 stjóra (sýsla) — 443.289.00 Mæðralaun — 705.706.00 Iðgjöld sjómanna — 397.603.00 10% bætur — 126.217.00 Framl. bæjarins — 3.225.000.00 Slysabætur Framl. bæj. til hækk (Ak. og Ef.) — 624.820.00 unar lífeyris — 364.302.00 Kr. 30.432.250.00 Kr. ! 14.176.416.00 Eyjafjarðarsýsla: Ellilífeyrir kr. Ororkulífeyrir — Ororkustyrkur — Barnalífeyrir — Do. endurkr. — Fjölskyldubætur — Fæðingarstyrkur — Ekkjubætur og lífeyrir — Mæðralaun — 4.646.597.00 1.098.102.00 127.923.00 441.578.00 347.205.00 3.897.306.00 277.410.00 62.299.00 140.346.00 Eyjafjarðarsýsla: Endurkræfur barnalífeyrir kr. 347.205.00 Iðgjöld hinna tryggðu — 2.006.428.00 Iðgj. atv.rek. — 551.296.00 Iðgj. sjómanna — 133.950.00 Framl. hreppa — 1.215.000.00 Til hækkunar lífeyris — 95.854.00 Kr. 11.038.766.00 Samanlagðar bótagreiðslur í bæ og sýslu kr. 41.471.016.00. Á móti þessum bótum al- Kr. 4.349.733.00 Samtals í bæ og sýslu kr. 18.526.149.00 (Tryggingaumb. Ak. og Ef.) Framtíðarhorfur skógræktarinnar DAGUR hefur leitað sér upplýsinga hjá Ármanni Dal- mannssyni, framkvæmdastjóra Skógræktarfélags Eyfirðinga, uin horfur og framkvæmdaáætlanir x skógræktarstarfinu næsta sumar. .....n. Ármann telur að horfur séu á, að ungviði í græðireitum og skógarreitum muni koma vel undan vetri. Dálítið ber þó á skemmdum í sumum furuteg- undum, einkum bergfuru. Ef á- framhald verður á hlýrri veðr- áttu, má búast við að tré Iaufg- ist snemma og er þá nokkur hætta á, að plöntur þoli illa kuldaköst seinna í vor. Skógar- girðingar eru lítið skemmdar eft ir veturinn, enda hefur sjaldan verið sVo lítið um snjóalög sem í vetur. Varðandi framkvæmdaáætlan ir er þess helzt að geta, segir Ármann, að á skógarvarðafundi í Reykjavík í byrjun marz voru gerðar heildaráætlanir fyrir allt landið. Gert er ráð fyrir að sáð verði í 3200 ferm. í gróðrarstöðv unum samanlagt og dreifsetning verði svipuð og sl. ár. Er þetta miðað við, að plöntuframleiðsl- an verði um 1,5 millj. árlega næstu árin. Gróðursetningin í vor er áætluð um 1,2 millj. er skiptist þannig: Skógrækt ríkisins 540 þús. pl. Skógræktarfélög 670 þús. pl. Einstakl. og stofnanir 35 þús.pl. Haustgróðursetning mun svo verða um 300—400 þús. plöntur eða samtals um 1,5 milljón gróð- ursettar plöntur á árinu og þar af allt að helmingur á vegum skógræktarfélaganna. í áætlun þessari er gert ráð fyrir að gróð- ursetning á vegum Skógræktar- félags Eyfirðinga verði yfir 120 þúsund plöntur. Aðalfundur félagsins er ákveð inn laugardaginn 20. þ. m. og verður þá endanlega gengið frá áætlunum á vegum þess og skiptingu milli deilda. Aðalfundur Skógræktarfélags Akureyrar verður í kvöld og aðrar deildir Skógræktarfélags Eyfirðinga munu hafa aðalfundi sína um þessar mundir. Félagið er nú að stækka skógargirðingu sína á Miðhálsstöðum og eitt- hvað mun bætast við af nýjum skógargirðingum í sumar. Áður en skógarvarðafundin- um í Reykjavík lauk í vetur, fóru skógarverðirnir í heim- sókn til Atvinnudeildar Háskól- ans og skoðuðu þar afmælissýn- ingu Atvinnudeildarinnar. Var þar margþættan og góðan fróð- lei kað fá, sem meðal annars gaf til kynna, hve mikil nauðsyn er á sem nánustu samstarfi allra þeirra, sem að ræktun landsins vinna. Á skógarvarðafundinum var ennfremur úthlutað sérprentuð- um fræðilegum ritgerðum um skógrækt. Er önnur þeirra eftir Steindór Steindórsson mennta- skólakennara, en hin eftir Sig- urð Blöndal skógarvörð á Hall- ormsstað. Athuganir Sigurðar á viðarvexti lerkisins í Guttorms- lundi stinga mjög í stúf við skoð anir þeirra, sem eru vantrúaðir á að ræktun barrskóga hér á landi geti orðið til nokkurra nytja. Öruggt má telja, að rækt- un lerkis geti gefið svipaðan ár- angur í Eyjafirði og á Fljótsdals héraði. □ ÞEIR, sem byrjuðu búskap upp úr aldamótunum munu nú horfnir af athafnasvæðinu og flestir fallnir í valinn. Einn af þeim er Jóhannes Frímannsson áður bóndi á Gilsá í Eyjafirði, en hann lézt að heimili sínu 15. marz sl. Jóhannes var fæddur í Gull- brekku 25. marz 1880 og skorti því aðeins 10 daga upp á 83 ár. Foreldrar hans voru Frímann bóndi þar, d. 1930, og kona hans Anna Margrét. Faðir Frímanns var Jóhannes bóndi í Gull- brekku d. 1884, Jóhannesson bónda þar, Bjarnasonar bónda sama stað, Jónssonar eldra i Samkomugerði Jónsonar í Dals- mynni Árnasonar. Móðir Frí- manns var Helga Pálsdóttir bónda á Kolgrímastöðum. Anna Margrét kona Frímanns og móð ir Jóhannesar á Gilsá var Árna- dóttir bónda í Villingadal Pét- urssonar, en kona Árna var Geirþrúður Þorvaldsd. bónda á Eyrarlandi, verður það ekki rakið hér meir, en allt eru þetta merkar eyfirzkar bændaættir. Jóhannes ólst upp í Gull- brekku í stórum systkinahóp, fengu þau allgóða fi-æðslu, því að kennari var tekinn á heimil- ið, en það var nú nokkuð mis- jafnt með börn á þeim tíma, hvað þau fengu að læra mikið. Jóhannes kvæntist árið 1901 eftirlifandi konu sinni Ólínu Tryggvadóttur bónda á Gilsá Ólafssonar. Var hún hin mesta dugnaðarkona. Fóru þau að búa á Gilsá 1902 og fengu hálfa jörð ina, og bjuggu þar allan sinn búskap í 45 ár. Jóhannes dvaldi því alla ævi á þessum tveimur samliggjandi bæjum. Hann mat sveitalífið og sveitina, sem ól hann og fóstraði. Þegar maður rennir huganum yfir búskap hans, verður manni minnisstæð- astur fjármaðurinn, enda voru ýmsir þættir í fari hans sem fjármanns slíkir, að hann stóð þar mörgum framar. Hann var svo næmur og minnugur á svip mót kinda að furðu gegndi. En glöggskyggni hans í því efni var ekki nema einn þátturinn. Ást hans á hjörðinni — hinn vökuli maður, sem í því var fólgin, að rétta líknandi hönd þeim, sem hjálparvana var innan hennar, hvort sem um vanburða ungviði var að ræða eða einhver full- orfðin kind, sem þurfti hjúkrun ar og nærgætni við. Hann gerði nokkuð að því að bæta fjárkyn sitt og fékk af því góðar afurðir. Jóhannes var afkastamikill verkmaður, enda mun hann snemma hafa vanizt mikilli vinnu. Hann var drengskapar- maður hinn mesti og samvizku- samur í öllum viðskiptum við menn. Ekki gaf hann sig mikið að málum á opinberum vettvangi. Þó var hann oft forðagæzlumað- ur, og var hann til þess vel kjör inn, sem líklegt var. Jóhannes hafði gaman af að gleðja sig með kunningjum sín- um, og hafði þá gaman gf að rökræða við menn um ýmis mál. Hann las tölúvert, var kunnug- ur íslendingasögum og kunni ýmislegt utan bókar, sem vel var sagt í íslenzkum skáldskap, bæði bundnu og óbundnu máli. Þau hjónin eignuðust 7 börn, sem öll komust upp, en tvö eru nú látin, Garðar, gagnfræðing- ur, síðar bílstjóri og bóndi á Kolgrímastöðum og Helga, hús- frú á Skáldstöðum og Kolgríma- stöðum. Hin, sem lifa eru: Lára, húsfrú á Gullbrekku, Tryggvi bóndi í Miðgerði, Frímann bóndi á Gilsá, ókvæntur, Anna Margrét, húsfrú á Gilsá og Lilja í Gullbrekku, ógift. Jóhannes hætti búskap -1947, enda var heilsan þá farin að bila. Nú síðustu árin var hann rúmfastur og þrótturinn með öllu þorrinn nú undir það síð- asta. Pálmi Kristjánsson. FERMINGARBÖRN í Ak.kirkju 11. apríl Stúlkur: Aðalheiður Baldvinsd. Eiðsv. 11 Anna G. Ringsted Aðalstr. 8 Auður Guðm.d. Eyrarlandsv. 22 Auður Sigvaldad. Víðimýri 2 Dagný Kristjánsd. Helgam.s. 44 Guðrún H. Þorkelsd. Ásveg 33 Gunnlaug Ragnarsd. Hrafn. 28 Hafdís Þórarinsd. Eiðsvallag. 3 Heiða B. Jónsd. Greniv. 16 Heiðrún Hallgrímsd. Strand. 1 Helga S. Aðalsteinsd. Munk. 28 Inge M. Hansen Lundai-g. 2 Kristín Sigurðard. Munk. 31 Lilja Steinþórsd. Lönguhlíð 45 Margrét Alfreðsd. Grænum. 6 Margrét Björgvinsd. Grænm. 15 Margrét Hallsd. Ásabyggð 2 María S. Guðm.d. Byggðav. 142 Ólöf G. Kristjánsd. Hafn. 35 Ragnheiður Magnúsd. Lækj.g. 2 Sigríður V. Jósteinsd. Aðals. 10 Svandís Júlíusd. Fjólug. 14 Þorgerður Tryggvad. Víðim. 10 Drengir: Birgir Jónsson Gránufél.g. 20 Bjarki Jóhanness. Rauðum. 4 Bjarni B. Arthurss. Austurb. 10 Björn Þórarinss. Heimav. M. A. Egill Jónsson Goðabyggð 3 Grímur Sv. Sigurðss. Þór. 121 Guðjón H. Steindórss. Ránarg. 6 Guðm. Brynj ólfss. Munk. 3 Guðm. J. Hanness. Glerárg. 9 Guðm. Heiðrekss. Eyrarv. 23 Gunnar Aspar Löngum. 11 Gunnar H. Guðm.ss. Greniv. 14 Gunnar B. Skarph.ss. Hafn. 47 Halldór Matthíass. Hamars. 10 Halldór M. Rafnss. Kringlum. 17 Haukur Karlsson Norðurg. 46 Hjalti M. Hjaltas. Gleráreyr. 11 Jakob J. Árnason Hafn. 81. Jósef L. Marinósson Ægisg. 22 Kristján Sv. Sigurðss. Hrauni Pétur Ólafsson, Þórunnars. 103 Sigursveinn J. Hallss. Framnesi Stefán K. Þorsteinss. Greniv. 26 Úlfar Malmquist Strandg. 45 Valdimar Þórhallss. Hafn. 33 Þór Sigurðsson Þingv.str. 18 Kðfli úr framsöguræðu 5 um tillögu Framsóknarmanna um raforkumál, flutt af Gísla Guðmundssyni alþingismanni f. li. allsherjarnefndar sam- einaðs þings 27. marz síðastliðinn. , .... ÉG VEIT, að uppi eru nckkuð misunandi skoðanir á því, hvernig haga beri rafvæð- ingu landsins, og á sá skoðana- munur raunar einnig við ýmsar aðrar framkvæmdir, sem sér- staklega varða landsbyggðina. Sumir telja það skynsamlegt sjónarmið að láta þjóðfélagið ekki leggja fé í framkvæmdir til almenningsnota, fyrr en hægt sé að sýna fram á, að þær geti borið sig fjárhagslega. Sam- kvæmt þessu eiga hin fjölmenn ustu eða fjölmennari og þétt- býlli byggðarlög jafnan að sitja fyrir slíkum framkvæmdum, og þar sem fólki hefur fjölgað nógu mikið, eiga framkvæmdirnar að koma, því að þá má gera ráð fyrir, að þær geti borið sig eða a. m. k. nálgast það að bera sig. En mér er spurn: Hvenær verð- ur það? Hvenær fjölgar fólki þar sem skilyrði vantar, sem nú á tímum teljast undirstaða at- vinnurekstrar og menningarlífs — hvenær fjölgar því nógu mik- ið til þess að það þyki þá eiga rétt til að búa við þessi skilyrði? Ég held, að óhjákvæmilegt sé að leysa þetta mál öðru vísi. Að fyrst verði, þegar eitthvert land svæði, með góð byggðarskilyrði af hálfu náttúrunnar er að ræða, að reyna að gera það sem byggi legast á nútíma vísu. Þá fyrst sé von til að byggð haldist og aukist. Að þar sem orkulindin er farin að streyma, séu líkur til að byggðin þéttist, en þar sem orkuna vantar í strjálbýl- inu, sé hætta á, að það verði enn strjálla. Á landnámsöld reistu menn bæi sína þar sem vatn var nóg, engjar og beitilönd, skógur eða rekafjara. Svo komu nýir tímar og þá þurftu ræktunarskilyrðin einnig að vera til staðar. Og nú er fleira komið til. Hver mundi nú reisa bæ þar sem ekki er von um veg eða sjma ? Þetta vita allir. En það verður ekki hjá því koizt að láta sér skiljast, að nú er að því komið, að hið sama er farið að gilda um raforkuna. Ekki svo að skilja, að enginn muni framar geta hugsað sér að búa í sveit nema hann hafi raf- orku. Það hafa svo sem alltaf verið til engjalitlar og vatnslitl- ar jarðir eða gallaðar jarðir á annan hátt, og búið á þeim samt og stundum vel. En slíkt heyrir til undantekninga. Und- antekningar verða alltaf til og stundu mmargar, en þjóðfélagið verður að miða aðgerðir sínar við hið almenna. Til þess að jörð haldist í byggð eða byggist og til þess að býlum fjölgi, þurfa þessi almennu skilyrði að vera fyrir hendi, sem við hæfi þykja á hverjum tíma. Samkvæmt skýrslum raforku málaskrifstofunnar í árslok 1961 höfðu þá samtals 2408 sveitabýli fengið rafmagn frá samveitum, en 492 höfðu raforku frá vatns- aflsstöðvum, sem þau áttu sjálf. Samtals 2900, sem telja mátti, að hefðu raforku til frambúðar. Samkvæmt þessum sömu skýrsl um höfðu á sama tíma (í árslok 1961) 511 býli raforku frá litl- um dísilstöðvum, einkastöðvum, en 2589 býli höfðu enga raf- orku. Hafa þá 3100 býli annað hvort enga raforku haft eða að- . eins frá dísilstöðvum. Tekið er fram í skýrslunum, að gengið sé út frá, að býlatalan sé 6000. Nú segir raforkumálastjóri í um- sögn sinni til allsherjarnefndar, að hann hafi ekki nákvæma tölu um fjölda sveitabýla í byggð. Úr því þarf auðvitað að bæta áður en lokið er þeirri áætlun, sem þingsályktunartillagan fjall ar um. En sé gengið út frá töl- um raforkuálaskrifstofunnar í árslok 1961 og gert ráð fyrir, að 200 býli hafi fengið samveitu rafvæðingu eða fá einkavatns- aflsstöðvar á árinu 1962, ættu nú 3100 býli að hafa rafmagn til frambúðar, en 2900 að vera án rafmagns eða hafa rafmagn frá litlum dísilrafstöðvum . Hér er um að ræða stórt við- fangsefni, en jafnframt viðfangs efni, sem Alþingi og þjóðfélagið verður að horfast í augu við og ekki þýðir að leiða hjá sér. Þess vegna væntum við þess, minni- hlutamenn í allslierjarnefnd, að hið háa Alþingi samþykki nú tillögu þá, sem fyrir liggur... (Þessi stutti kafli er úr langri ræðu, sem flutt var um mál, sem mörgum a. m. k. á lands- byggðinni þykir miklu skipta. Hin „hlutlausa“ þingfréttastofa ríkisútvarpsins minntist ekki einu orði á þessa ræðu um kvöldið, gat þess ekki einu sinni, að málið hefði verið á dagskrá!) Framtíðarsaga Gröndals NÝR GRÖNDAL hefur skrifað nýja „Heljarslóðarorustu“ og birt í Alþýðublaðinu. Þetta er framtíðarsaga, gerist á árunum 1967—69, að því ei- virðist. Sögu persónur: Bandaríkjamenn, Rússar og nafngreindir íslenzk- ir stjórnmálamenn, þeirra á með al forseti íslands, sem flýr til Grænlands undan Rússum! Reyfari þessi hefur nú verið endurprentaður í Alþýðumann- inum. Tvennt er þarna athygl- isvert: Höf. (Ben. Gröndal) virð ist gera ráð fyrir að landhelgis- miðasamningur við Breta sé enn í gildi árið 1967, og að ný stjórn, sem þá komi til valda, „rifti“ honum! Ennfremur vhð- ist höfundur telja óeðlilegt, að varnarliðið frá Bandaríkjunum fari héðan árið 1969, en það ár fellur sáttmáli Norður-Atlants- hafsbandalagsins úr gildi, þai* sem samningurinn er 20 ár. Q

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.