Dagur - 26.06.1963, Síða 4
4
5
Þjórsárdalur
er víðfeðmur
ÁÐUR EN lyktin af brenndu holdi
Buddah-munksins á aðaltorgi Saigon-
borgar hvarf úr vitum þeirra þúsunda
manna, sem viðstaddir voru, hafði fregn-
in horist um heim allan og vakið með
mönnum bæði furðu og hrylling. Atburð-
inum um fómfæringu þcssa er svo lýst,
að hinn aldraði Buddah-munkur hafi
tekið sér sæti á torginu, umkringdur
þúsund trúbræðrum og systrum, þá hafi
tveir menn gengið fram og hellt benzini
yfir hann, en hann síðan kveikt í klæðum
sínum með eldspítu. Þessi fóm var færð
til að mótmæla ákveðnum aðgerðum
stjómarvaldanna í S-Vietnam. En hvers
vegna að ryfja upp þetta dæmi frá fjar-
Iægu heimshomi? Ekki eru mannfómir
stundaðar á íslandi, eða hvað? Jú,á ís-
landi er fjölda fólks árlega fómað, þótt
með öðrum hætti sé. Auk beinna dauða-
slysa af völdum áfengisneyslu, er ýmsu
því bezta hjá fjölda æskufólki fómað á
altari drykkjutízku þeirrar, sem enn fer
ört vaxandi í landinu.
Ef nota má öldunginn í Saigon og at-
burðinn, sem við hann er tengdur og
vakti heimsathyggli, til samanburðar við
nútímamannfómir á íslandi, er óhætt að
fullyrða, að þeir eru margir, sem bæði
bera íkveikjuefni og eld að klæðum hins
unga fólks, nú á þessum tímum. Nýlega
fóm þúsundir unglinga í Þjórsárdal til
að skemmta sér, sem landfleygt er orðið.
Olæðingar voru þar í miklum meirihluta
og áfengi svo ótæpt drukkið, að hreint
fjöldaæði greip um sig og allri siðmenn-
ingu, eða venjulegri hegðun fólks varpað
fyrir borð. Það þurfti ekki minna til en
þetta, að öll dagblöð Reykjavíkur tækju
málið á dagskrá, og að nafninu til í um-
vöndunartón. Sýnilegt er þó, að meira
þarf til þess, að almenn vaknmgaralda
rísi gegn áfengisbölinu, svo ónæmir em
íslendingar orðnir í þessu efni, svo lengi
hefur lykt af „brenndu holdi“ legið í nös-
um þeirra, að þeir taka vart eftir henni
lengur.
Þau hundmð, jafnvel þúsundir full-
orðinna manna, sem um hverja einustu
helgi ársins útvega unglingum vínföng
til neyzlu hér á landi, hafa mikið á sam-
vizkunni. Þar eru mennimir, sem bera
eldsneytið að klæðum æskunnar, en sjálf
virðist hún ekki kunna með eldinn að
fara. Fjöldi valdsmanna í þessu landi er
stórlega sekur um vanrækslusyndir, horf
ir á lögbrotin án teljandi afskifta og svo
mætti lengi telja, allt til heimilanna
sálfra, þar sem gælt er við vín eins og
Ieikfang, án þess að það veiti fólki
nokkra lífsnautn. Og um hverja helgi
ársins breiðir Þjórsárdalur sig um land
allt og lífshamingju fólks er fómað, jafn-
vel mannslífum. Þetta em þær mestu
mannfómir, sem nokkru sinni hafa
þekkst á íslandi, þær, sem af manna-
völdum em til komnar og öðrum en okk-
ur sjálfum, verður naumast um kennt.
Þær em jafnframt eitt af mestu vanda-
málum þjóðfélagsins um þessar mundir.
Það vandamál krefst þjóðfélagslegra að-
gerða.
En á meðan leitað er nýrra úrræða,
sem að gagni mættu koma, má benda á,
að með því einu, að framfylgja landslög-
um í áfengismálum, væri stórt skref stig-
ið í rétta átt. □
17. júní 1963
FRÁ því er Ríkisútvarpið 17.
júní 1944 varpaði út yfir lands-
byggðina frá Þingvöllum þeirri
tilkynningu að frá þeirri stundu
væri ísland frjálst og fullvalda
ríki, má óhætt fullyrða, að á
þeirri stundu reis í huga og
hjarta íslendinga sterkari fagn-
aðaralda en nokkru sinni fyrr
eða síðar. Sú fagnaðarstund
gleymist engum.
Varla mun sá íslendingur
vera til, kominn til vits og ára,
að ekki héti því í huga sínum
að vinna þjóðinni og hinu ís-
lenzka ríki af trú og hollustu,
reynast henni góður þegn.
Það verður heldur ekki með
réttu annað sagt en landsmenn
hafi staðið við þetta heit sitt,
þjóðin hefur unnið vel, enda
árangurinn slíkur að ævintýri
er líkast. Hefur þetta oft verið
sagt og það með réttu. En í því
sambandi má ekki gleymast eitt
höfuð atriði, og það er, að ára-
bilið frá 1944—1963 hefir mátt
heita nær óslitið góðæris tíma-
bil en á því höfum við ekki vald
ið í okkar hendi, enda óvíst til
auðnu þó það vald yrði okkur
í hendur lagt, svo glapráðir
sem við mennirnir erum. Mun
það hollast að játa.
í allri þessari velgengni hefir
okkur áreiðanlega meira en
skyldi stigið til höfuðs hversu
gjöful náttúran hefir verið, það
hefir ekki gert okkur þakkláta
yfir velgengninni, þvert á móti.
Við krefjumst alltaf meira og
meira. Styttri vinnutíma, hærri
laun. Barátta milli atvinnu-
stétta og valdastreita stjóm-
málaflokka hefir sífellt færst í
aukana.
Alít þetta fargan hefir klofið
þjóðina og tvístrað, svo eðlileg
samstaða um góð mál alþjóð til
heilla hefir ekki náðst sem
skyldi, en þegar svo er komið
er háski á ferð.
Nú er það fjærri sanni að
telja eðlilegt eða æskilegt að
þjóðfélag sé ein flatsæng þar
sem allir séu á eitt sáttir og eng-
ar kröfur hafðar uppi og fleira
en einni skoðun sé á lofti hald-
ið. Hvorutveggja stríddi á móti
þjóðfélagslegum lögmálum.
Stéttir hljóta alltaf að verða til
í hverju lýðræðislegu þjóðfélagi
og stjórnmálaflokkar einnig.
Til hins verður að gjöra kröfur
að stéttir jafnt sem stjórnmála'
flokkar beiti sanngimi í baráttu
sinni. En einmitt í þessum efn-
um virðist mér að stórlega hafi
hallast á ógæfuhlið hjá okkur
íslendingum um nokkurt skeið,
og skal þá aðallega minnst á
stjórnmálin.
Frá kosningum 1956 og allt til
þessa dags hefir stjórnmálabar-
áttan verið svo ofstækisfull að
langt hefir úr hófi keyrt.
Þegar svo er komið, að stjórn
arflokkarnir á Alþingi taka að
heita má ekki eitt einasta atriði
úr tillögum stjórnarandstöðunn
ar til greina, og stjómarand-
staðan viðurkennir ekki neitt
rétt af því, sem stjórnarflokk-.
arnir gera þá er illa málum
komið. En svona hefur þetta
gengið um skeið, því miður.
Mér er spurn: Hvernig á nokk-
urt þjóðfélag að standast, þegar
fulltrúar þess á löggjafarþingi
beita slíkum vinnubrögðum?
Hér er þörf úrbóta.
Ég þykist fyrirfram vita að
mér verði svarað, að ég farí
með öfgar. Vel ef svo væri.
Nú eru þingkosningar nýaf-
staðnar, og nýtt stjórnartíma-
bil upprunnið. Væri nú ekki
skynsamlegt að taka upp raun-
hæfari vinnubrögð, en verið
hafa um sinn. Lækka illdeilurn
ar, en athuga málin af meiri
víðsýni og ræða þau í mildari
tón en gert hefir verið undan-
farið og öllum sanngjörnum
mönnum hefir ofboðið. Gleði-
legt væri ef inn á þá braut yrði
snúið.
Þórarinn Kr. Eldjám
f dag er 17. júní 1963. Hátíðar
bragur hefir verið yfir þjóðinni
og hátíðarhöld þar sem þeim
varð við komið. Dreifbýlið varð
að láta sér nægja útvarpið til
að fylgjast með. Margt var vel
sagt og skemmtilegt á að hlusta.
En eitt á dagskrá útvarpsins í
fréttatilkynningu tók þó langt
yfir og yljaði um að hjartarót-
um. Tilkynningin um að kjara-
deila sú, er yfir stóð hefði verið
leyst. Það var verðug og gleði-
rík afmælisgjöf á fullveldis-
hátíðinni í dag.
Er það of mikil bjartsýni að
vona að þetta sé upphaf þess,
að þjóðin sé að sjá að sér, og að
ný stefna verði upp tekið bæði
í kjaramálum og stjórnmálum.
Hnefarétturinn og óbilgirnin
verði sett til hliðar, en raunsæi
og samstarfsvilji verði látin
ríkja meira en verið hefir.
Ósk í þá átt vildi ég mega
bera fram á fullveldishátíð þjóð
ar minnar í dag.
Tjörn 17. júní 1963
APASKINNSJAIÍKAR
NYLONKÁPUR
MARKAÐURINN
Sími 1261
Yfir 300 metra langur íshellir inn undir jökulinn, margra metra hár. 30 stiga heitur lækur rennur
eftir hellisgólfinu. (Ljósmynd: J. S.)
Kverkfjallaferð 14.-17. júní sl.
SVO BAR TIL að kvöldi þess 14.
júní þ. á., að liópur manna á 7
jeppum var staddur í Reynihlíð
við Mývatn á leið inn í öræfi og
og var von á 8. bílnum í slóðina
daginn eftir, sem og varð, svo að
32 manna hópur tók þátt í för-
inni; þar af 7 konur. Forustu-
maður var Jón Sigurgeirsson frá
Helluvaði, búsettur á Akureyri
og voru 18 manns þaðan, 7 úr
Ferðafélagi Húsavíkur og 7 á-
hugamenn úr Reykjadal (þar af
1 Hafnfirðingur og 2 kennarar úr
Laugaskóla).
Tilgangur ferðarinnar var að
kanna möguleika á akstri í bílum
suður eftir Krepputungu og inn
með Kverkfjallarana að vestan,
til þess að auðvelda skoðun
Kverkfjallanna, sém eru svo til
inn í miðju landi, en í ýmsu at-
hyglisverð mörgum öðrum svæð-
um fremur. Jafnframt skyldi svo
leitað að sem styztri og greiðfær-
astri leið inn í Hvannalindir, sem
lengi hafa verið litnar liýru auga
af öræfaförum, enda talsverðu til
kostað að komast þangað, með
löngum akstri um Möðrudalsör-
æfi, ferju yfir Kverká og göngu-
brú á Kreppu, sem F. F. A. gerði
1951.
Annar tilgangur ferðarinnar
var svo sá, að skemmta sér, því til
er nokkur hópur manna þeirrar
náttúru, að kjósa fremur flæking
um l'jöll og firnindi í frístundum
sínum, en t. d. Þjórsárdalsferðir,
eins og þær eru stundum fram-
kvæmdar, jafnvel þótt hið fyrr-
nefnda geti kostað nokkra þrek-
raun, fyrirhyggju og sérstakan út-
búnað.
Vegna þeirra, sem áhuga hafa
á svona löguðuin ferðalögum,
skal hér í sem fæstum orðum sagt
nokkuð frá ferð þessari og því,
sem gerði hana mögulega, en það
er að sjálfsögðu brú sú, er áhuga-
menn frá Akureyri, Reykjadal og
Ferðafélagi Húsavíkur smiðuðu
og lögðu á Jökulsá, suður af
Upptippingum, á síðastliðnu
sumri og sem opnaði bílum leið
inn í Krepputungu, í áframltaldi
af mjög sæmilegum akvegi í
Herðubreiðarlindir og þaðan á
Dyngjufjallaslóðir. Var frá þeirri
brúargerð sagt í blöðum í fyrra
og því litlu við það bætt hér.
Hin umrædda brú er lausabrú,
góð yfirferðar öllum jeppabifreið-
um, en getur verið í hættu, ef
Jökulsá vex mikið og sem koinið
getur fvrir þegar á sumar líðpr,
svo að ekki þykir annað þorandi
en að taka hana af eftir hverja
ferð inn í tunguna, enda algert
óráð hvort sem er að fara á færri
en tveim til þrem bílum inn á
þetta stóra öræfasvæði, þó ætla
mætti einstaka fyrirhyggjulitlum
og óvönum ferðamanni slíka fá-
kænsku, en er eitt út af fyrir sig
gild ástæða til upptöku brúarinn-
ar hverju sinni. Sex menn þarf
helzt til jiess að setja brúna á og
þar af einn vanan til þess að
stjórna verkinu og má þá ljúka
því á liA—2 klst., ef rétt er að
íarið og getur sami mannskapur
tekið hana af á ca. 40 mfn. (tók
okkur um 35 mínútur). Getur það
ekki talizt tilfinnanlega langur
tími. Er því alls ekki um annað
að ræða en hópferðir á þessar
slóðir (þó ekki þurfi stóra hópa
liverju sinni og geti auk heldur
með góðri samvinnu sameinað sig
fleiri en einn hópur um aðstoðar-
mann, hver á eftir öðrum), og er
brúin ekki leyfð til afnota nema
með því skilyrði að hún sé tekin
af eftir notkun og gengið frá á
sama hátt og nú er, en þá líka
öllum heimil til afnota áil éndur-
gjalds, nema hvað hver hópur
verður að útvega aðstoðarmann
við brúarlögnina. Hefur Sigur-
geir Þórðarson, Aðalstræti 50 á
Akureyri leyít að vísa á sig sem
liugsanlegan fylgdarmann, þó
ekki geti hann skilyrðislaust ætíð
verið reiðubúinn, en gæti þá
kannske vísað á annan. Snæbjörn
Pétursson í Reynihlíð liefur lof-
að að fy^gjast með þessum málum
og veita upplýsingar og aðstoð
eftir getu, ef um er beðið.
Lagt var af stað frá Reynihlíð
seint á 9. tíma á föstudagskvöldið
og gist í Þorsteinsskála. Lagt af
stað úr skálanum á 9. tíma laug-
ardagsmorguns, brúin lcigð á Jök-
ulsá og ekið inn með Kverkfjalla-
rana, svo langt sem komizt varð
án teljandi vegabóta og þar tjald-
að á, malareyrum við litla lækjar-
sprænu. Um kvöldið var leitað
færra leiða lengra inn með fjöll-
unum og komu aðeins tvær leiðir
til greina. Lá önnur niður lága
en bratta sandbrekku ófæra án
aðgerða og síðan yfir dálitla jök-
ulkvísl, sem sandblevta var í og
þótti leiðin því ekki árennileg.
Ilin leiðin lá ofar og niður allliáa
og bratta hraunbrekku ófæra án
lagfæringar, en áður en gengið
var til náða um kvöldið, höfðu
nokkrir dugnaðarmenn lagað
liana svo að akfær var talin og
bættust þvf enn nær 8 km við ak-
færu leiðina inn með fjöllunum.
Á bakaleið mældist akstursleiðin
frá endastöð í Herðubreiðarlind-
ir 96 km með viðkomu í Hvanna-
lindum, sem reyndist 10 km
krókur (20 k<m aftur og fram), og
því styz.ta leið án viðkomu í
Hvannalindum nálægt 75—76
km. Vegalengdin sem nú var ek-
in úr Hvannalindum er sem næst
25 km að brú og svipað frá brú í
Herðubreiðarlindir.
Á sunnudagsmorguninn 16.
júní var svo ekið á þrem jeppum
úr tjaldstað á leiðarenda (ekls-
neyti leyfði ekki meir), og þaðan
lögðu 11 manns (þar af ein kona)
í göngu á Kverkfjöllin vestan
kverkarinnar. Komust þeir á
toppinn og sáu ofan í ægilegt
ginnungagap og einnig sáu þau
yfir jarðhitasvæðið mikla í dal-
verpi er fullt var af gufu. Veður
var ekki sem verst, en skyggnl
slæmt. — Stærri hópurinn fór
gangandi og í einum jappanum
úr tjaldstað og þangað sem bílar
komust og gengu að Kverkjöklin-
um (15—20 mín. gang frá bílun-
um). Þar mætti þeim eitt af nátt-
úruundrum landsins okkar, og
öllum er sáu, jrótti sem skoðun
þess ein út af fyrir sig borgaði
ferðjna, en það er íshellir, sem
liggur inn undir jökulinn. Er ui>'
6—8 m til loRs fremst og hækkar
langt inn eftir. Lengd hans er ó-
mæld, enda botn ekki íundinn,
en með vissu er hanrt yfir 300 m.
Á þaki háns eru tvö allstór op og
var gengið niður um annað
þeirra. Eftir hellisgólfinu rennur
lækur eða dálítil á (en gólfið er
sums staðar allt að 20 m á breidd)
og rennur með veggjum á víxl,
svo að vaða verður upp eftir ánni
á köflum til þess að komast inn
eftir hellinum. Neðst í öpinu er
_áin köld og ónotaleg berfættum
að vaða, en hlýnar eftir því sem
innar og ofar dregur og endar
með mjög nolalegu baðvatni, um
30° heitu.
Þeir, sem gengu alla leið úr
tjaldstað voru 1 J/q—2 klst., svo að
flestum er fært að ganga þessa
leið, ef annað hvort er knappt uni
eldsneyti eða ef menn vilja hlífa
bílum sínum við hraunbrekk-
unni, sem er nokkuð brött.
Nokkrir leiðangursmanna komu
ekki í hellinn, en skoðuðu annað
umhverfi. Að því loknu hittust
allir í tjaldstað (nema þessir 11
með sína tvo bíla) og að miðdags-
verði loknum var ekið af stað til
Hvaniialinda, því þar skyldi gista
og átti að leita styztu leiðar þang-
að, án þess að aka alla leið norð-
ur að brú. Fannst fær leið yfir á
slóð brúargerðarmanna frá í
fyrra, er þeir óku í Hvannalindir
að afloknu verki. Var hún dálítið
endurbætt og verður að teljast
slarkfær, en hvergi nærri góð alls
staðar. — Tjaldað var í lindunum
við hagstæð skilyrði og komu hin-
ir ferðafélagarnir nokkru síðar.
Eftir kvöldverð var gengið víða
um, bæði sjálft lindasvæðið, sem
er allstórt, austur að Kreppu og
upp eftir Kreppuhrygg.
Á óvart kom það, að mikið sást
af kindaslóðum í lindunum og
var því gerð sérstök leit um allt
gróðursvæðið, án árangurs, en
loks seint um kvöldið fundust
þrjár kindur dauðar í lækjar-
dragi. Var það fullorðin ær með
tvö afkvæmi sín frá fyrra ári, en
gimbrin dóttir hennar lambfull.
Þótti öflum fundurinn ömurleg-
ur. Grcif var tekin um morgun-
inn, fjölmenn jarðarför gerð og
minnisvarði reistur á leiðinu.
Auk þessa fannst svo hræ af mó-
rauðum hrúti, þar skammt frá.
Að morgni þess 17. júní var ek-
ið heim án sögulegra viðburða og
allir ferðafélagar að lokum hress-
ir og ánægðir.
Efalaust finnst einhverjum fátt
um svona ferðaflangs um öræfi
og óbyggðir og tclja fé og tíma
miður vel varið, sem eyðist í bíla-
kostnað, végabætur og sæluhúsa-
byggingar og segja kannske rétti-
lega, að hér sé ekki um hagnýta
starfsemi að ræða, en því er þá til
að svara fyrst og fremst, að jafn-
íramt og vinnutími manna er
styttur frá gamla laginu (en að
því takmarki hefur verið stefnt),
þá fjölgar frí- eða tómstundum
manna og sem nokkru máli hlýt-
ur að skipta hvernig varið er.
Vissulega eru margir þeirrar skoð-
unar, að vel heppnuð ferðalög
séu mcirgum fremur æskileg tóm-
stundaiðja og skemmtiefni. — í
öðru lagi hefur það komið á dag-
inn, og getur hvenær sem er, end-
unartíma. Stöndum við, sem þess-
arar forgöngu njótum í clag, í
stórri þakkarskuld við þessa
urtekið sig, að þekking manna á
óbyggðaleiðum og lagfæring
þeirra, getur gert lífsnauðsynlega
björgunarleiðangra mögulega,
samanber Vatnajökuls björgunar-
ferðin fræga, sem engum hefði
hugkvæmst að framkvæma né ver-
ið það mögulegt, nema fyrir
brautryðjendastarf öræfafara, er
búnir voru að kanna leiðir.
Uppi eru nú sem oft áður
nokkrir menn, sem í orðsins
fyllstu merkingu eru brauðrýðj-
endur og þeirra á meðal er Jón
Sigurgeirsson áður nefndur. —
Hann liefur fyrstur manna ekið
margar leiðir hér norðanlands og
þar með rutt þær brautir, sem nú
eru af mörgum farnar og verða
farnar, en hefðu annars um lang-
an aldur orðið að bíða síns vitj-
menn, sem'þó gera þetta ekki í
liróss- né hagnaðarskyni, en eru
fyrst og fremst að þjóna sínum
eigin áhugamálum.
Það er bæði gaman og lærdóms-
ríkt að ferðast með Jóni. Hans
forsjá hlíta allir fúslega, enda
reynist það svo, að hvarvetna
opnast honurn leiðir, þó lokað
sýnist við fvrstu aðkomu og finnst
manni stundum sem hugboð eða
undirvitúnd sé þar að verki, en
mikil þjálfun og .glögg eftirtekt,
ásamt góðu minni, er efalaust þar
einnig að verki.
Án hans forgöngu og Hauks
Árnasonar á Akureyri, sem hugs-
(Framh. á bls. 7)
Lausabrúin á Jökulsá opnar bílfæra leið í Krepputungu. (Ljósmynd: J. S.)
- Ölsvörin í ÁkureyrðrkðupsfðÖ
(Framhald af blaðsíðu 8)
10. Tómas Steingrímsson, Byggðavegi 116 ............— 66.700.00
11. Kristján Jónsson, Þingvallastræti 22 ...........— 63.700.00
12. Friðgeir Eyjólfsson, Skólastíg 9 ...............— 59.100.00
13. Snorri Kristjánsson, Strandgötu 37 .............— 58.800.00
14. Áki Stefánsson, Þórunnarstræti 113 .............— 58.400.00
15. Oddur,Ágústsson, Strandgötu 45 .................— 53.400.00
16. Baldur Ingimarsson, Hafnarstræti 107B ..........— 53.200.00
17. Friðrik Magnússon, Aðalstræti 15 ...............— 58.000.00
18. Baldvin Þorsteinsson, Löngumýri 10 .............— 50.400.00
19. Brynjólfur Kristinsson, Harðangri...............— 50.200.00
20. Tryggvi Valsteinsson, Lyngholti 10 .............— 50.000.00
21. Jónas H. Traustason, Ásvegi 29 .................— 53.300.00
22. Ásgeir Jakobsson, Löngumýri 24 .................— 49.900.00
23. Gunnar Óskarsson, Ásvegi 30 ................... — 46.500.00
24. Þorsteinn Magnússon, Byggðavegi 92 .............— 46.600.00
25. Sigþór Sigurðsson, Norðurgötu 16 ...............— 45.700.00
26. Guðmundur Karl Pétursson, Eyrarlandsv. 22 .. — 43.800.00
27. Sigurbjörn Þórisson, Hríseyjargötu 19 ..........— 44.200.00
28. Sigurður Gunnarsson, Holtagötu 12 ..............— 43.000.00
29. Kjartan Sumarliðason, Byggðavegi 141 ...........— 40.200.00
Útsvörum einstaklinga var
jafnað niður samkvæmt útsvars
stiga tekjustofnalaganna nr. 69
1962. Við mat á tekjum til út-
svars var farið eftir téðum lög-
um og sömu reglum og á sl. ári
m. a. voru allar bótatekjur frá
almannatryggingum undanþegn
ar útsvari. Ekki var lagt útsvar
á lægri nettótekjur en kr.
25.000.00, þannig að lágmarks-
útsvör eru nú kr. 1.400.00. Á
síðastliðnu ári var ekki lagt á
lægri nettótekjur en kr.
22.000.00 og lágmarksútsvör
voru þá kr. 900.00. Af þessum
ASPARGUS, niðurs.,
margar tegundir
SVEPPIR, niðurs.,
SÚRKÁL, niðurs.
PORK AND BEANS,
niðurs.
SPAGHETTISÓSA
niðurs.
FRUIT SALAD
DRESSING
SALAD CREAM
MAYONNAISE
SANDWICH SPREAD
H P SÓSA
IDEAL SÓSA
CAPERS
OLIVES
PICKLES, súr og sætur
HAMBORGE RELISH
HOT DOG RELISH
SLOTTS SINNEP
FRANSKT SINNEP
HNETUSMJÖR
NÝLENDUVÖRUDEILD
OG ÚTIBÚIN
AUGLÝSH) í DEGI
ástæðum hefur gjaldendum
fækkað nokkuð frá fyrra ári.
Akureyri 19. júní 1963.
Framtalsnefnd Akureyrir
Skattstjórinn í Norðurlandsum-
dæmi eystra.
TAPAÐ
TAPAZT HEFUR
sleggja og spaði á leið-
inni frá Þverárbrú að
Staðarhóli.
Snoni Sigurðsson,
Hjarðarhaga.
BÍLTJAKKUR
tapaðist 19. þ. m. í norð-
anverðri Glerárgötu. Vin-
samlegast skilist á aíigr.
Dags.
BAKÚÐADÆLUR
Kr. 1525.00
MJÓLKURDUNKAR
Kr. 540.00
VÉLA- OG
BÚiÁHALDADEILD
Hinir maigeftirspurðu
R.O.S. BARNASKÓR
komnir í öllum
númerum.
LEÐURVÖRUR H.F.
Strandgötu 5, sími 2794
GÓLFTEPPI
NÝKOMIN.
Stærðir:
2.00x3.00 m.
2.74x3.20 m.
VEFNAÐARVÖRUDEILD