Dagur - 08.08.1963, Blaðsíða 1
MÁI.GAGN FRAMSÓkNARMANNA ;
RnsTjÓRi: Erlingur Davíðssön
Skrifstofa í Hafnarstr.oi 90
Sími 1166: Setmncu og frenti. n
ANNAST PrENTVERK OdOS
• Bjornssonar h.f., Akureyri
___;___________________—-
XLVI. árg. — Akureyri, fimmtudaginn 8. ágúst 1963. — 45. tölublað
iz' ■ ' ‘
' J AtCI.ÝSlNGASTJÓRI :JÓN SaM-'" :.
'J.jS'ELSSpN. . Á'RGÁNGURINN- KÓsTAR''.
Ír. ‘I5Ó.00. GjalddacéjS I. JÚlí
.BlADIII KEMUR'ÚT Á ÁriIÍVlKl DÖG-
UM OG Á LAUCÁRIHJGÚM, . -
h;gar ástæða T'YKite til
Síldaraflinn 673,711 mál og tunnur sl. laugard.
Var í fyrra á sama tíma 1.413.064 mál og tn.
SAMKVÆMT skýrslu Fiskifé-
lags íslands um síldveiðamar
til miðnættis sl. laugardag, var
lieildaraflinn þá orðinn 673.711
mál og tunnur, en var á sama
Engin vandræðahelgi
Verzlunarmannahelgin var eng-
in vandræðahelgi á Akureyri.
Umferð var þó mjög mikil en
gekk greiðlega. í Vaglaskógi
voru nokkrir menn fjarlægðir
sökum óspekta, og þrír teknir
fyrir meinta ölvun við akstur.
(Umsögn lögreglunnar)
UNGIR FRAMSOKN-
ARMENN!
STOFNFUNDUR samtaka fél-
aga ungra framsóknarmanna í
Norðurlandskjördæmi eystra,
hefst að Laugum föstudaginn
30. ágúst kl. 20.30
Á laugardagskvöldið 31. ágúst
verður samkoma haldin á veg-
um S. U. F. og hinna nýstofn-
uðu samtaka, að Laugum. □
tíma í fyrra 1.413.064 mál og tn.
En síðan hefur veiði verið tölu-
verð. í gærmorgun hafði t. d.
verið tilkynnt um afla 70 skipa
með 58.300 mál og tunnur, sól-
arhringinn á undan, og vitað
var um töluverða veiði árdegis
í gær.
Heildaraflinn nú skiptist
þannig: I salt 270.426 uppsaltað-
ar tunnur (í fyrra 255.289 tn.).
í bræðslu 381.111 mál (í fyrra
1.130.490 mál).
Til frystingar 22.174 upp-
mældar tunnur ( í fyrra 27.366
tunnur).
Oll síldin veiðist á „austur-
svæðinu".
Afli skipa, sem fengið hafa
10.000 mál og tunnur eða meira:
Grótta, Reykjavík, 12958.
Guðm. Þórðarson, Rvík, 13144.
Halldór Jónsson, Ólafsv., 10336.
Héðinn, Húsavík, 10823.
Jón Garðar, Garði, 11299.
Ólafur Magnússon, Ak., 10000.
Sigurður Bjarnason, Ak., 13468.
Sigurpáll, Garði, 12261.
Sæfari, Tálknafirði, 12105.
Þorbjörn, Grindavík, 10316.
Verkfall blaðamanna stendur enn
Blaðamannaverkfallið stendur
ennþá. Það hófst á miðnætti 31.
júlí sl. í gær hafði sáttasemjari
LETU BLESA FYRIR
BRÚNA MERI!
SÚ FRÉTT barst úr Fnjóska-
dal, að bóndi á Hróarstöðum
hafi komið blesóttum hesti á
tamningastöð í Reykjadal.
Tamningamenn brugðu sér síð-
ar austur á Fljótsdalshérað og
brölluðu þeim blesótta í skift-
(Framhald á blaðsíðu 2).
t
Erlent skemmtiferðaskip með 4—500 forvitna gesti, er nýlunda á Akureyri. Meðfylgjandi mynd-
ir voru teknar í sumar og skýra þær sig sjálfar. — En viðdvölin var mjög stutt, svo stutt, að
fólkinu gafst ekki einu sinni kostur á að kaupa sér minjagripi og þaðan af síður að kynnast
hinum fagra norðlenzka bæ. Þessi stutta heimsókn var gagnslaus fyrir báða aðila. Hún er
táknrænt dæmi um það ástand sem hér hefur ríkt og ríkir enn. Vaxandi fjöldi erlends fólks
heimsækir Norðurland. Þetta fólk fer allt um Akureyri, vegna samgangnanna. En Akureyringar
horfa á það með hendur í vösum, að aðrir njóti að mestu hagnaðar af viðskiftum við það. Akur-
eyri þarf að nýta hina stórkostlegu möguleika í sambandi við ferðafólk, betur og meira en nú
er gert. Til þess hefur okkar norðlenzki höfuðstaður hin beztu skilyrði. (Ljósm. E. D.)
Úrslit hugmyndasamkeppni á Akureyri
Bæj arsjóður greiddi 100 þús. kr. í I. verðlaun
ekki boðað til fundar. Blaða-
mannafélag Islands fór fram á
hliðstæðar kjarabætur og Kjara
dómur dæmdi fréttamönnum
ríkisútvarpsins.
Blaðamannafélag Islands
sýndi ritstjóra Dags þá vinsemd
að veita honum undanþágu þótt
hann sé félagi þess. Útgáfu-
stjórn Dags gaf og sitt sam-
þykki, upp á væntanlega samn-
inga. Útkoma blaðsins nú, er
því eins og áður var ráðgert
og verður það vonandi eftir-
leiðis. Mikið efni hefur safnast
fyrir og eru þeir, sem bíða birt
ingar greina beðnir velvirðing
ar á því. □
MÁNUDARINN 29. júlí bauð
bæjarstjóm Akureyrar frétta-
mönnum blaða og útvarps að
vera viðstaddir opnun sýningar
á 15 uppdráttum í hugmynda-
samkeppni þeirri um skipuleg
miðbæjarins á Akureyri, sem
Dagur hefur áður sagt frá, og
ákveðið var á 100 ára afmæli
bæjarins á síðasta ári, að efna
ta.
Hinir 15 uppdrættir þöktu
marga veggi í húsakynnum
Gagnfræðaskólans, og eru þar
margar hugmyndir bæði
skemmtilegar og nýstárlegar.
Bæjarstjóri Magnús E. Guð-
jónsson flutti ræðu við þetta
tækifæri, enn fremur Zophon-
ías Pálsson skipulagsstjóri, for-
maður dómnefndar er „lýsti
dómum“.
Dómnefnd skipuðu: Stefán
Stefánsson bæjarverkfræðingur
og Stefán Reykjalín fyrir bæj-
arins hönd, Zophonías Pálsson
f. h. skipulagsnefndar ríkisins,
og Gunnlaugur Pálsson og
Bárður ísleifsson f. h. Arki-
tektafélags íslands.
Svæði það í bænum, sem hug
myndasamkeppnin fjallar um,
takmarkast af: Eiðsvallagötu og .
framlengingu til sjávar, Smára-
götu og framlengingu í Brekku-
götu, að vestan Brekkugata,
Oddeyrargata, Kaupvangs
stræti, Eyrarlandsvegur að
Spítalastíg og þaðan til sjávar.
Þetta svæði er um 45 ha. að
stærð, auk mögulegra uppfyll-
inga, að mestu byggt, en gefur
(Framh. á bls. 2)
Sýning á málverkum Kristínar
Aldarafmæli Stefáns skólameistara
Ætluðu að sökkva bát sínum
En liann flaut þótt botnlokur væru opnaðar
SÁ ATBURÐUR varð á Skagafirði um helgina, að þrír sjómenn
á dekkbátnum Guðrúnu 1S 558 gerðu tilraun til að sökkva bátnum
út á rúmsjó. Þeir hafa stundað handfæraveiðar að undanförnu
frá Sauðárkróki og hefur bát þeirra tvívegis verið bjargað af
Andvara á Sauðárkróki, í annað skiftið naumlega. Vél Guðrúnar
var þá biluð og báturinn kominn mjög nærri landi
Að þessu sinni var einnig um En áhöfnin fór í gúmbát og
vélarbilun að ræða — úr-
bræðslu —. Áhöfnin gerði, inn-
anfrá, gat á síðu bátsins, skar
sundur kælivatnsslönguna og
skrúfaði frá botnlokum.
Guðrún fylltist því að sjó.
sendi út neyðarkall.
Aldan frá Sauðárkróki bjarg-
aði mönnunum þremur og flutti
til Sauðárkróks og dróg Guð-
rúnu til hafnar, því hún sökk
ekki þótt full væri af sjó. Vél-
in er mjög létt. Við yfirheyrslur
hjá bæjarfógeta Sauðárkróks,
gátu bátverjar engar viðhlýt-
andi afsakanir gefið á fram-
ferði sínu, og viðurkenndu að
hafa ætlað að sökkva bátnum.
Þeir voru ekki eigendur hans.
Aldan og Andvari hafa gert
kröfu til björgunarlauna. Rann-
sókn er ekki að fullu lokið.
Sjómennirnir eru Skagfirð-
ingar, nýlega þangað fluttir.
(Samkv. samtali við skrif-
stofu bæjarfógeta á Sauðár-
króki.)
HINN 28. júlí s. 1. var opnuð
sýning á um 20 síðustu málverk
um frú Kristínar heitinnar Jóns
dóttur, á Gildaskála KEA.
Dætur listakonunnar, Hulda
og Helga Valtýsdætur og eigin-
menn þeirra stóðu fyrir sýning-
unni og við opnunina flutti
Helga ávarp, og gat þess þá,
auk þess að minnast móður
sinnar, að 1. ágúst í sumar væru
100 ár liðin frá fæðingu Stefáns
Stefánssonar, skólameistara og
afa þeirra systra. í tilefni þess
gæfu systurnar Menntaskólan-
úm á Akureyri eitt af málverk-
unum, olíumynd af fjárrekstri.
Þórarinn Björnsson skóla-
meistari þakkaði gjöfina.
Á sýningunni var m. a. mynd
af Stefáni skólameistara. Marg-
ir höfðu mikla unun að mál-
verkasýningu Kristínar, og
nutu hennar heilshugar. Frú
Kristín var eyfirskrar ættar, frá
Amarnesi í Arnarneshreppi.
Hún andaðist 1959, og var kona
Valtýs Stefánssonar ritstjóra, er
lezt snemma á þessu ári.
Á aldarafmæli Stefáns skóla-
meistara komu ýmsir ættingjar
og aðdáendur saman á Akur-
eyri til að minnast hans, og
þessa merka afmælis mun víða
verða minnst á þessum tíma-
mótum. (Framh. á bls. 2)
r
Alagildrur lagðar
NÝLEGA var fyrsta álagildran
lögð við Eyjafjarðará, í síki
neðan Eyrarlands. Þar gætir
flóðs og fjöru og þar taldi Pétur
Hoffmann Salómonsson, er
gildruna lagði, líklegt að yrði
vart, ef um einhvem ál væri
að ræða á þessum slóðum. Ekki
kom neitt í gildruna að þessu
sinni, en síðar verður þó full-
reynt.
Pétur Hoffmann veiddi í
fyrra 2 tonn af ál á Suð-Vestur
landi og var aflakóngur á þeirri
vertíð.
í fyrra voru álagildrur lagðar
í tjöm eða síki við Svarfaðar-
dalsá, nálægt Sökku. I þær
veiddist silungur og 3 minkar
en enginn áll.