Dagur - 08.08.1963, Blaðsíða 2
2
Sjóslysasöfnunin
Áltariskross
Frostastöðum 16. júlí. — Síðast-
liðinn sunnudag var Rípur-
kirkju í Skagafirði færður að
gjöf gripur einn dýrmætur og
forkunnar fagur. Er það altaris-
kross (sólkross) úr málmi, af
keltneskri gerð. Gefendur eru
Ólöf Guðmundsdóttir, Ríp í
Hegranesi, Lovísa Guðmunds-
dóttir og Einar Guðmundsson
Ási í sömu sveit og Kristbjörg
Guðmundsdóttir á Sauðárkróki.
Gefa þau kirkjunni krossinn til
minningar um foreldra sína,
Guðmund Ólafsson, oddvita og
sýslunefndarmanna, og Jó-
hönnu Einarsdóttur, konu hans,
er um langan aldur bjuggu að
Ási við rausn og höfðingsskap,
en á þessu ári eru eitt hundrað
ár liðin frá fæðingu þeirra.
Eins og fyrr segir er kross
þessi gullfagur gripur og eykur
mjög á helgiblæ og prýði altar-
isins og kirkjunnar allrar. Þar
sem krosstrén mætast er málm-
hringur, táknmynd sólarinnar.
Á endum krosstrjánna eru tákn
myndir um guðspjallamennina
en á krossinum sjálfum hangir
kristslíkneski. Krossinn stend-
- Málvcrkasýning
(Framhald af bls. 1.)
Stefán Stefánsson er talin
höfundur íslenzkrar grasa-
fræði. Hann samdi, eftir
margra ára rannsóknir, Flóru
íslands, sem út kom 1901 og
síðar handhæga kennslubók í
sömu grein, Plönturnar.
Stefán gerðist ungur kennari
við Möðruvallaskóla og rak þá
stórbú á skólajörðinni varð síð-
ar skólameistari á Akureyri og
athafnamaður í fjölþættum fél-
agsmálum á Norðurlandi, sem
hér yrði of langt upp að telja.
Næsta hefti af Ársriti Rækt-
unaríélags Norðurlands verður
helgað minningu Stefáns skóla-
meistara og grasafræðingar á
Akureyri helga fyrsta hefti að
nýju riti um grasafræði, minn-
ingu hans.
Hugmyndasamkeppni
(Framh. af bls. 1).
þó mjög marga möguleika.
Tillöguuppdráttur nr. 18
hlaut samhljóða lof dómnefndar
og fyrstu verðlaun, kr. 100 þús.
Höfundar eru Gunnlaugur
Halldórsson og Manfreð Vil-
hjálmsson arkitektar Bessa-
staðahreppi. Önnur verðlaun
hlaut uppdrátutr nr. 4. Höfund-
ar hans voru Haukur Viktors-
son verkfr.nemi frá Akureyri
og Helgi Hjálmarsson arkitekt
Reykjavík. Önnur verðlaun
voru 50 þús. kr. Þriðju verð-
laun 25 þús. kr. hlaut Sigurður
Thoroddssen Hafnarfirði. Bær-
inn keypti þess utan 2 upp-
drætti, annan eftir Reyni Vil-
hjálmsson og Stefán Jónsson,
en hinn eftir Guðmund Samúels
son. Hinar mörgu hugmyndir
er fram komu í samkeppni
þessari, geta eflaust orðið nokk
■urt leíðarljós í skipuragsmálurri
bæjarins, og er þess full þörf.
ur á all háum fæti og á fótstétt-
ina er letrað: 100 ára minning
hjónanna í Ási, Guðmundar
Ólafssonar og Jóhönnu Einars-
dóttur, — frá börnum þeirra.
Sr. Þórir Stephensen á Sauð-
árkróki, sem jafnframt þjónar
Rípursókn, veitti gjöfinni mót-
töku og þakkaði gefendum
þann hlýhug til kirkjunnar og
þá ræktarsemi við minningu
merkra foreldra, sem gjöfin
lýsti. Þá mælti einnig nokkur
orð Þórarinn Jónasson í Hróars-
dal og flutti þakkir fyrir hönd
sóknarnefndarinnar.
Þess er einnig vert að geta,
að á sl. vetri gáfu hjónin Lovísa
Guðmundsdóttir og Jón Sigur-
jónsson í Ási Rípurkirkju hök-
ul, til minningar um son sinn,
Ingimar. Er það hinn mesti
kjörgripur og kvaðst sr. Þórir
Stephensen ekki áður hafa séð
svo fagran hökul. mhg —
Mörg skip eru á leið-
inni með síld
Vopnafirði 6. ágúst. Búið er að
salta 14 þús. tunnur á 4 plönum
hér. Auðbjörg er hæsta stöðin
með rúml. 5 þús. tunnur.
A. m. k. 9 skip eru nú á leið-
inni hingað með síld og nóg að
gera. Búið er að taka á móti
rúml. 30 þús. málum í bræðslu.
Mikið var veitt af hákarli í vor
og sumar, og enn stundar einn
bátur þessar veiðar. Markaður
er nógur. Þorskveiði er lítil, en
glæddist þó mjög síðustu 10
daga júlímánaðar, en ógæftir
hömluðu veiðum þá, að nokkru.
Fékk skot í höfuðið
Vopnafirði 6. ágúst. Á þriðju-
daginn var, 30. júlí, varð það
slys hér í Vopnafirði, að riffil-
kúla lenti í höfuð 16 ára pilts
frá Þórshöfn, er hér dvelst í
sumar.
Nokkrir unglingar höfðu
skroppið út úr þorpinu til að
æfa sig í því að skjóta í mark.
Á heimleiðinni vildi óhappið til
í bifreið. Hljóp skot úr einum
rifflinum, sem af mistökum var
hlaðinn. í gær komst pilturinn
til meðvitundar, eftir viku-
tíma. □
SKINNHANZKAR
margir litir.
SLÆÐUR, m. teg.
VERZLUNIN DRÍFA
Sími 1521
HVÍTAR
DÖMUBLÚSSUR
mjög mikið úrval.
Nýjar gerðir væntanleg-
ar næstu daga.
VERZLUNíN DRÍFA
Sími 1521
SIGURPALL KOM
MEÐ 2200 TUNNUR
Ólafsfirði 6. ágúst. Sigurpáll
kom í gær með 2200 tunnur
síldar og var mest af aflanum
saltað en hitt fór í frystingu.
Búið er að salta á 11. þús. tunn
ur á 3 söltunarstöðvunum.
Þorskveiði er lítil en ufsa-
veiði nokkuð mikil, en ufsinn
er smærri en í fyrra. Minni
dekkbátarnir stunda ufsaveið-
arnar, enn fremur eru 3 trillur
"saman um nót. Bændur eru bún
ir með fyrri sláttinn og hefur
heyskapur gengið sæmilega.
Létu Blesa ....
(Framh. af bls. 1)
um fyrir brúna meri fylfulla og
komu með hana að austan. Ekki
var ljóst er síðast fréttist,
hversu bóndi bryggðist við
bralli þessu, er ekki var með
hans ráði gert. □
Segulmagnað
SÁPUHALD
VÉLA- OG
BUSAHALDAÐEILD
Mjólkurflutninga-
BRÚSAR
ALUMINIUM
30 lítra, kr. 665.00
40 lítra, kr. 740.00
Lækkað verð.
Enn fremur:
MJÓLKURVOGIR
25 kg. á kr. 410.00.
VÉLA- OG
BÍLASALA HÖSKULDAR
Volkswagen árg. ’50—’63
Opel Record árg. ’55
’59 og ’61
Úrval af alls konar 4ra
og 5 manna bílum.
Chevrolet, 6 m., ’41—’55
Chevrolet station, árg. ’58
Ford, árg. ’46—’58
Alls konar skipti svo sem:
Ford árg. ’55 og minni
bíl. Skipti á Volkswagen
árg. ’63 eða Ford Anglia
árg. 63 á Landrover
benzín árg. ’62 eða ’63.
Alls konar önnur skipti.
BÍLASALA HÖSKULDAR
Túngötu 2, sími 1909
STARFSFÓLK Ú. K. E., Dal-
vík, gaf kr. 17.150.00 til sjóslysa-
söfnunarinnar. Hér koma nöfn
gefenda:
Baldvin Jóhannsson, Stefán
Hallgrímsson, Friðjón Kristins-
son, Hilmar Daníelsson,
Tryggvi Jónsson, Guðmundur
Einarsson, Valdimar Sigtryggs-
son, Pálmi Jóhannsson, Anton
Angantýsson, Sigurður Ragn-
arsson, Birnir Jónsson, Arn-
grímur Stefánsson, Hörður Sig-
fússon, Eiður Steingrímsson,
Heiðar Árnason, Hörður Krist-
geirsson, ICristinn Jónson, Jón-
as Hallgrímsson, Halldór Jó-
hannesson, Gunnar Jónsson,
Birgir Sigurðsson, Stefán J. T.
Kristinsson, Kristín Klemenz-
dóttir, Vilhelm Þórarinsson,
Áðalbjörg Jóhannsdóttir, Stef-
án Jónsson, Björn Gunnlaugs-
son, Snorri Arngrímsson, Kari-
tas Kristinsdóttir, Frímann Sig-
urðsson, Ragnheiður Guðjóns-
dóttir, Signý Gestsdóttir, Rósa
Sveinsdóttir, Ingigerður Jóns-
dóttir, Jóhanna Jóhannesdóttir,
Sigríður Jónsdóttir.
Aðrir gefendur:
Haukur Kristinsson og frú Dal-
vík kr. 500, Steingrímur Jóns-
son Grímsnesi Dalvík 500, Bessi
Guðlaugson Húsavík 1000,
Gunnar Jóhannsson Bárugötu
7 Dalvík 1000, Heimilisfólkið
Steinsstöðum Dalvík 500, Heim-
ilisfólkið Skeiði Svarfaðardal
1000, Sjúklingur á Kristneshæli
3.500, „Víðir Þ H 210“ Grenivík
1000, „Búi EA 100‘ Dalvík 1000,
Frá almennri söfnun í Árskógs-
hreppi 30.000, Frá Slysavarnafé
lagi Árskógshrepps 10.000,
Heimilisfólkið Uppsölum 1700,
Björgvin og Guðrún Mörk Dal-
vík 1500, Agnar og Lára Völl-
um Svarfaðardal 500, Sigurlína
og Stefán Miðbæ Svarfaðardal
300, Svanhvít Jónsdóttir Akur-
eyri 200, Frá Ytra-Hvarfi Svarf
aðardal 300, Þórlaug Oddsdóttir
Brekku Svarfaðardal 400, Gest-
ur Sigurðsson Dalvík 500, Karla
deild Slysavarnafélags Dalvík-
'félagið Vaka Dalvík 5000, Val-
ur Harðarson Dalvík 1000,
Rannveig og Jón Jarðbrú Svarf-
aðardal 500, Ó. Þ. 500, Vilhelm
Sveinbjörnsson Dalvík 1000, Ó-
löf Stefánsdóttir og Ómar Jóns-
son Reykjavík 1000, Rögnvald-
ur og Ingibjörg frá Dæli Svarf-
aðardal 1000, Jón Jóhannesson
Hæringsstöðum Svarfaðardal
500, Gunnar og Kristín Dæli
Svarfaðardal 500, Röðull hf. Dal
vík 10.000 N. N. 200, Kvenna-
deild Slysavarnafélags Dalvík-
ur 10.000, Gunnar Pálsson Dal-
vík 2000, Jón Jónsson og frú
Dalvík 1000, Ingólfur Jónsson
og frú Dalvík 1000, Helgi Þor-
steinsson og frú Dalvík 1000,
Árni Arngrímsson og frú Dal-
vík 1000, Árni Guðlaugsson og
frú Dalvík 500, Sveinn Frið-
björnsson Efstakoti Dalvík 500,
Þorsteinn Jónsson frá Hrafns-
staðakoti Svarfaðardal 1000,
Frá Siglfirðingum 81.117, Frá
sjómannaméssu í Ólafsfirði
4375, Frá skipshöfninni „Sæ-
þór“ Ólafsfirði 1000, Frá K. S.
Dalvík 1000, Zophonías Júlíus-
son Jarðbrú Svarfaðardal 600,
Heimilisfólkið Árbót Dalvík
500, Elías og Friðrika Dalvík
1000, N. N. 200, Frá Húsavík
18000, Slysavarnadeild kvenna
Ólafsfirði 4000, N. N. 500, B. G.
H. Gunnlaugsdætur 300, Frá
sjómannadeginum Dalvík
15,566,50, innifalið í upphæð-
inni er gjöf frá: Vilhelm Guð-
mundssyni 300, Ingólfi Jóns-
syni 300, Sigurði Jónssyni 300,
Gunnari Friðrikssyni 100, An-
ton Angantýssyni 168, Læknis-
fjölskyldan Árgerði Dalvík 3000
Alls hef ég tekið á móti kr.
358.608,50 — þrjú hundruð
fimmtíu og átta þúsund sex
hundruð og átta og 50 aurum.
Þessar gjafir eru af alhug þakk-
aðar.
Stefán Snævarr.
Sjóslysasöfnunin 1963
SIÐAN 26. júní hefur verið af-
hent á skrifstofu blaðsins eftir-
farandi: R. D. kr. 200, N. N.
100, U. M. F. 1000, B. og G.
500, E. A. 100, N. Þ. 100, B. H.
500, S. K. Ö. 5000, J. B. 100,
H. S. 200, N. N. 1000, S. S. J.
200, S. J. 100, A. H. S. 500, S. H.
500, R. J. 200, G. S. 100, E. 100,
N. N. 500, A. B. 100, A. H. 50,
J. M. 50, Þ. G. 200, E. S. 100,
J. og J. 100, K. S. A. 5000,
Mæðgur 400, S. J. 100, B. J.
200, M. 200.
Skrifstofa blaðsins hefur alls
tekið á móti kr. 66,350,oo.
íslenzkur námsmaður
lilaut verðlaun
UNGUR íslenzkur námsmaður
hér í borg, Vilhjálmur Hjálm-
arsson, er leggur stund á húsa-
gerðarlist við Edinburg School
of Architecture, hlaut sérstök
verðlaun fyrir frábæran náms-
árangur, er skóla var slitið
sem ' héi' um ræðir, eru The
Andrew Grant Travelling Schol
arship og nema um 120 sterl-
ingspundum. Skal styrknum
varið til tveggja mánaða kynn-
isferðar um helztu borgir Vest-
ur-Evrópu, og ber styrkþega að
leggja áherzlu á að kynna sér
helztu nýjungar í evrópskri
húsagerðarlist. Vilhjálmur
hafði áður notið ferðastyrks úr
sama sjóði.
Vilhjálmur er sonur Hjálm-
ars Vilhjálmssonar, ráðuneytis-
stjóra í Félagsmálaráðuneytinu,
og konu hans, Sigrúnar Helga-
dóttur. Hann varð stúdent frá
Menntaskólanum á Akureyri
1958. Vilhjálmur er kvæntur
Borghildi Óskarsdóttur og eiga
þau eina dóttur, unga.
(Frá Fél. ísl. stúdenta í Skot-
landi.)
Dagur
kemur næst út miÍJv ikudaginn
14. ágúst.
•ur 5000, Þ 500, Kvenfélagið Til- ])ann 28. f. m. Verðlaun þaú,
iraun Svarfaðardal 5000' Kvetí'-