Dagur - 08.08.1963, Blaðsíða 8
8
TVÖ SÍLDARSKIP SUKKU
TVÖ síldarskip fórust við Aust-
urland 30. júlí. Það voru Snæ-
fugl SU 20 og Fróðaklettur
GK 250. Mannbjörg varð á báð-
um skipum.
Snæfugl var 79 tonna eikar-
bátur, sænskur. Sagt er, að
hann hafi verið smíðaður eftir
sömu teikningu og Borgey,
Hamar, Bergur og Erlingur IV.,
sem allir hafa farizt „með svip-
legum hætti“. Snæfugl var með
700 tunnur af síld og staddur
7.5 mílur út af Skruð er hann
lagðist á hliðina og sökk á
skammri stund. Veður var
hvasst.
Fróðaklettur var 250 tonna
skip og sigldi Ægir á hann í
svarta þoku, 20 mílur út af
Dalatanga. Tilraun Ægis að
draga Fróðaklett til lands
heppnaðist ekki. Eins og áður
segir varð ekki manntjón. □
Hinn myndarlegi hópur bindindismanna við brottför sína frá Akureyri. Myndin tekin við flug-
stöðina. (Ljósm. E. D.)
Ólík viðliorf í byggingamálum
NORRÆNT húsnæðismálaþing
var háð í Reykjavík fyrri hluta
júlímánaðar. — Þar sem hús-
næðismálin eru jafnan ofarlega
á baugi hjá þeim þjóðum, sem
ekki geta, af veðurfarsástæðum,
komizt af með stráhús eða lauf-
krónur, þykir rétt að benda á
nokkur atriði, sem fram komu
á þingi þessu.
Svíar veita íbúðabyggjendum
85—100% ríkislán af áætluðum
byggingarkostnaði. Lánin eru
veitt til 40 ára og allt til 60 ára
og vextir frá 1958 hafa verið
3.5%. En að sjálfsögðu eru íbúð-
ir þær, sem ríkislánin eru veitt
út ó, miðaðar við húsnæðisþörf
en ekki lúxus. Og þar í landi er
byggingatæknin notuð í þjón-
ustu landsmanna.
Hér á landi fer það að nálgast
kraftaverk, ef fólk með venju-
legar tekjur eignast þak yfir
höfuðið. Hér eru hámarkslán
húsnæðismálastjórnar aðeins
150 þús. krónur út á hvei’ja
ibúð. En það svarar til þess að
mæta hækkunum þeim, sem
orðið hafa í byggingakostnaði
síðustu árin. Meiri er aðstoðin
ekki hér. Lánstími og vextir af
þessu litla láni, þolir heldur
engan samanburð við það, sem
tíðkast hjá nágrannaþjóðum og
dæmi var tekið af hér að fram-
an, frá Svíþjóð.
Má um þetta segja, að ólík
viðhorf séu til húsnæðismál-
anna. Og því miður hefur nú-
verandi ríkisstjórn lýst því yfir,
að hún telji viðunandi séð fyrir
húsnæðismálum fólks með um-
ræddu 150 þús. kr. láni. Um
stefnu hennar verður því ekki
villzt, svo mjög sem þörfin er
þó fyrir aðstoð við hina mörgu,
sem árlega stofna heimili. Q
Enclurreisn Skálholtsstaðar
SUNNUDAGURINN 21. júlí
var mikill viðhafnardagur í
Skálholti. Þá var ný Skálholts-
kirkja vígð. Þar var fjölmenni
mikið, sem eflaust vitnar um
áhuga almennings á því, að
hinn fornfrægi staður verði
vettvangur mikils og lieillaríks
starfs og að þar verði á ný bæði
menntasetur, dómkirkja og
biskupsbústaður.
Þjóðin hefur lagt fram mikla
fjáz-muni til uppbyggingar á
staðnum. Erlendir aðilar hafa
gefið dýrmætar gjafir. Alþingi
og ríkisstjórn hefur afhent þjóð-
kirkjunni Skálholtsstað, ásamt
rausnarlegri meðgjöf.
Kirkj.uráð samþykkti fyrr á
þessu ái'i þá ályktun, að fi’um-
skilyrði endurreisnar í Skál-
holti sé, að þar verði kirkjuleg
miðstöð. Þar verði komið upp
lýðháskóla og menntaskóla og
prestaskóla, enn fremur sumar-
búðum fyrir böi'n og unglinga
og þjálfunaraðstaða fyrir æsku-
lýðsleiðtoga og að endurreistur
verði biskupsstóll í Skálholti. Q
SUNNUDAGINN 28. júlí héldu
Eyfirðingar „bændadag" sinn,
hinn sjötta í röðinni og að þessu
sinni að Laugarborg — hátíð-
legan —. Hinn stóri og mynd-
arlegi samkomusalur félags-
heimilisins var fullskipaður
fólki, bæði bændum og ung-
mennafélögum. En Búnaðar-
samband Eyjafjarðar og Ung-
mennasamband Eyjafjarðar
hafa jafnan staðið fyrir þessum
hátíðahöldum í sameiningu.
Hátíðasöldin hófust með guðs
þjónustu. Séra Benjamín Krist-
jánsson flutti stutta predikun,
en frú Sigríður Schiöth stjórn-
aði söng. Ásgeir Bjarnason, al-
þingismaður, og Ái-mann Dal-
mannsson, foz-m. Búnaðarsam-
bandsins, fluttu ræður. Þrótt-
mikill og fjölmennur bændakór
söng undir stjórn frú Sigi'íðar
Schiöth, og hefur hann ekki áð-
ur sungið opinbei'lega. Karl
Guðmundsson las upp smásögu
og flutti skemmtiþætti og
Kz-istján Kristjánsson sýndi
sjónhverfingar. Að þessum at-
riðum loknum fóru fram íþrótt-
ir undir berum himni og um
kvöldið var dansað.
Þóroddur Jóhannsson for-
maður U. M. S. E. stjórnaði sam
komunni, er fór hið bezta fram.
LÁTLAUS SÖLTUN
Raufarhöfn 7. ágúrt. Hér hefur
verið látlaus síldarsöltun síðan
á sunnudag og útlit fyrir enn
meiri söltun því að hingað eru
alltaf að koma skip. En það
vantar fólk síðan hálfsmánaðar
uppihald varð og fólk fór héð-
an. Búið var að salta um 60
þús. tunnur í gærmorgun. Það
er svipað og í fyrra. 100 þús.
mál eru komin í bræðslu í stað
250 þús. í fyiTa á sama tíma.
Síldin hefur fært sig heldur
norðar og mikið af henni er
mjög gott.
Um 40 m. kantur nýju hafn-
argerðarinnar hefur verið tek-
inn í notkun.
K JÖRDÆMISÞING
KJÖRDÆMISÞING FramsóknarféLganna í Norðurlandskjör-
dæmi eystra, verður haldið að Laugum daganna 31. ágúst og
1. sept. og hefst klukkan 15.00 fyrri daginn. Nánar auglýst síðar.
Minjasafnið á Akureyri opnað
Munir þess eru um 2000 og þeira vel fyrir komið í Kirkjuhvoli
SDMARMÓT FRAMSÓKNARFÉLAGANNA
í NORÐURLANDSKJÖRDÆMI EYSTRA
ÞÓRSHÖFN laugardaginn 10. ágúst klukkan 9. Ræðu flytur Gísli
Guðmundsson. Ásamir og Saga skemmta. Aðalfundur F. U. F.
við Þistilfjörð verður haldinn á undan skemmtuninni og hefst
klukkan 16.00
HINN 17. júlí var Minjasafnið
á Akureyri, sem áður var kall-
að Norðlenzka byggðasafnið,
opnað með viðhöfn, almenningi
til afnota. Klukkan tv'ö þann
dag var margt boðsgesta í safn-
inu og flutti þá formaður safn-
stjórnarinnar, Jónas Kristjáns-
son, ræðu um minjasafnið, til-
DALVÍK laugardaginn 10. ágúst klukkan 9. Ræður flytja Ingvar
Gíslason og Jón Skaftason. Skemmtiatriði: Ámi Jónsson óperu-
söngvari og Jón Gunnlaugsson flytur skemmtiþátt. Gautar leika
fyrir dansi.
SKÚLAGARÐUR laugardaginn 17. ágúst klukkan 9. Ræður flytja
Gísli Guðmunsson og Helgi Bergs. Til skemmtunar: Róbert og
Rúrik, Ólafur Þ. Jónsson ópemsöngvari. Gautar leika.
FREYVANGUR sunnudaginn 18. ágúst klukkan 9. Ræður flytja
Ingvar Gíslason og Helgi Bergs. Róbert og Rúrik, Ólafur Þ.
Jónsson óperusöngvari skemmta. Gautar leika.
Jónas Kristjánsson formaður
Minjasafnsins opnaði safnið
með ræðu.
drög þess og fyrirkomulag. Síð-
an ávarpaði þjóðminjavörður,
dr. Kristján Eldjárn viðstadda
og flutti kveðjur frá Þjóðminja-
safni íslands, sem varð 100 ára
fyrr á þessu ári. Síðan var
safnið skoðað en að því loknu
bauð safnstjómin viðstöddum
til kaffidrykkju á Hótel KEA.
Þar voru ræður fluttar og ám-
aðaróskir.
Hér verða nú rakin nokkzir
atriði um hið nýja safn á Akzxr-
eyri, samkvæmt upplýsingum
formanns við þetta tækifærL
Það voru þeir Þórarinn Eld-
járn á Tjörn og Eiður Guð-
mundsson á Þúfnavöllum, sem
fyz'stir fluttu opinbez'lega þetta
mál, árið 1949, bæði á aðalfundi
Mjólkursamlags KEA og sz'ðan
á aðalfundi KEA. Málið fékk
góðar undirtektir og jákvæðar
ályktanir voru sanzþykktar.
Árið 1951 fékk KEA mjög
hæfan og áhugasaman mann,
Snorra Sigfússon námsstjóra, til
að ferðast um héraðið og skipu-
leggja söfnunarstarfið. Næstu
árin fez-ðaðist hann, ásamt
Helga Eiz-íkssyni bónda á Þóru-
stöðum og Ragnari Ásgeirssyni,
ráðunaut, og safnaði munum.
Þeim varð vel til fanga fyrir
væntanlegt safn. Safnmunir
voru síðan geymdir á Akureyri
á ýmsum stöðum, en voru skrá-
settir að nokkru. Árið 1962 var
(Framhald á blaðsíðu 5.)
Dr. Kristján Eldjám þjóðminja-
vörðurflutti ræðuvið opnimina.
I