Dagur - 31.08.1963, Blaðsíða 1

Dagur - 31.08.1963, Blaðsíða 1
MÁLGACN FRjVMSÓKNARMANNA Rjtstjóri: Erungur Davíðsson Skrifstofa í Hafnarstræti 90 Símar: Ritstjóri 1166. Auci.. oc afcr. 1167. Prentverk Odds Björnssonar h.f., Akurevri ----------------------------—> Augi.ýsingastjóri Jón Sam- , ÚF.LSSON . ArgANCURINN KOSTAR KR. 150.00. GjALDDACl ÉR 1. JÚLÍ Bladid kemur út á miðvikudög- UM OC Á LAUGARDÖGUM, ÞEC.AR ÁSTÆDA ÞYKIR TIL Laugar í Reykjadal eru menntasetur þingeyinga, sumarfríður og friðsæll staður löngum. Myndin er frá síðasta landsmóti ungmennafélaga þar. (Ljósm. E. D.) Sumarhátíð á Laugum í kvöld I Kjördærtusþmgið hefsl að Laugum í dag f KVÖLD halda samtök ungra Framsóknarmanna í Norður- landskjördæini eystra sumarhátíð að Laugum í Reykjadal, sem hefst klukkan 9 e. h. Stutt ávörp og ræður flytja alþingismennimir Eysteinn Jónsson og Karl Kristjánsson, enn fremur Jón A. Ólafsson varaformaður S. U. F. og Hjörtur E. Þórarinsson bóndi á Tjörn. Þá syngur Erlingur Vigfússon óperusöngvari, og Savanna- tríóið skemmtir, en fyrir dansi leika Gautar. Búist er við fjölmenni á þessa sumarhátíð ungu Fram- sóknarmanna á Laugum í kvöld. Þar mæta um 70 fulltrúar Framsóknarfélag- anna í kjördæminu, bæði eldri menn og yngri f DAG, laugardaginn 31. ágúst, hefst á Láugum í Reykjadal kjördæmisþing Framsóknar- manna í Norðurlandskjördæmi eystra. Fundarstaðurinn er vel val- inn, bæði miðsvæðis í kjördæm- inu og auk þess er menntasetur Þingeyinga hlýlegur staður, Öxnadalsárbrúin gamla hveður dalinn sinn. ÖXNADALSÁRBRÚIN gamla, sem alfaraleið hafði sneitt hjá um sinn, mun í framtíðinni þjóna nýju hlutverki. Hún var dregin af sínum steyptu stöpl- um, sett undir hana hjól og tengd sterkum dráttarvagni. Og nú lagði hin aldna brú upp í langaferð, fyrst niður Þelamörk, síðan fram Eyjafjörð og Sölva- dal og hvarf upp af brún Hóla- fjalls án teljandi tafa. Jarðýta aðstoðaði í mesta bratta vegar- ins framan í Hólafjalli og þrengstu beygjunum. Þar var einnig margt forvitinna ferða- manna til að prófa hinn nýja veg upp á öræfin og sjá hinn óvenjulega flutning. Á Hóla- fjalli er hin fegursta útsýn og ómaksins vert að koma þar í góðu veðri. Kjördæmisþingið hefst að Laug rúmgóður og rólegur. Fundar- störf truflast því lítt af utanað- komandi áhrifum og fundar- gestir kynnast því vel og blanda geði. Mikil nauðsyn er á því, í okkar stóra kjördæmi, að auka félagsleg og persónuleg kynni á svæðinu öllu, allt vestan frá Öxnadal til Langaness, ef sam- eiginleg hagsmunamál, sem eru mörg, eiga að ná fram að ganga. Og víst er um það, að ef norð- lenzk sjónarmið hljóta ekki ör- uggan stuðning einstaklinga og félagasamtaka í þessu kjör- dæmi, mun enn hallast á ógæfu- hlið. Hin öflugu samtök Fram- sóknarmanna í Norðurlands- kjördæmi eystra eru öðrum stjórnmálasamtökum líklegri til verulegra átaþa í sókn og vörn fyrir framtíð hinna norðlenzku byggða og bæja og mega ekki liggja á liði sínu. Þess vegna er mikils vænzt af þingi því, sem hefst á Laugum í dag, og nauðsynlegt að marka þjóðholla stefnu. Öflug hreyfing hefur orðið meðal yngri manna í kjör- dæminu. Á sjötta hundrað ung- ir menn og konur hafa fylkt sér undir merki Framsóknarflokks- (Framh. á bls. 7) Akureyrarbátur sökk á Skjálfanda Þríggja manna áhöfn hans var bjargað (Ljósm. E. D.) Nú er hún komin á áfanga- stað, yfir gljúfur í Köldukvísl. Unnið er að því þessa daga að búa henni nýjar undirstöður. En síðan mun hún auðvelda, margskonar umferð þeirra manna, sem þar eiga leið. Ljósmyndin var tekin að kveldi þess dags, er hin þarfa brú kvaddi sveit sína. HINN 27. ágúst, um kl. 6 síð- degis, kom upp eldur í vélar- rúmi Guðmundar EA 142, þar sem hann var að ufsa- og hand- færaveiðum 10 mílur norðaust- ur af Flatey á Skjálfanda. Þriggja manna áhöfn réði ekki við eldinn þótt hún notaði slökkvitæki og reyndi að byrgja eldinn, enda varð hann strax mikill. Kallað var á aðstoð og komu Sigurbjörg frá Flatey og tveir bátar frá Hrísey strax til að- stoðar. Sigurbjörg tók hinn brennandi bát í tog, en eftir skamma stund sökk hann. En Sigurbjörg ,skilaði möimunum þremur til Húsavíkur. Formaður á Guðmundi var Ólafur Aðalbjömsson og með honum voru Hjörtur Fjeldsted og Knútur Eiðsson, allir frá Ák- ureyri, og sakaði engan þeirra. MET-SÖLTlfN Saltaðar hafa verið 425 þúsund tunnur NÚ ER síldarsöltunin norðan lands og austan orðin 425 þús tunnur og lokið að mesti söltun upp í sölusamninga Verið er að athuga sölumögu (eika í Svíþjóð, Bandaríkjun um og Rússlandi á þeirri síld sem hér eftir kann að veiðasl Það sem umfram er saltað e á ábyrgð sUdarsaltendannj sjálfra. r

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.