Dagur - 31.08.1963, Blaðsíða 8
8
LönduiirbiS á Raufarhöfn
Mörg skip fengu góðan afla í fyrrinótt
Speilvirki framin í Bægisárhyt?
Þar liggur bleikjan dauð í hundraðatali
SVO BAR TIL á laugardaginu,
að fólkið á Bægisá i Hörgárdal
sá hundruð dauðra silunga í
svonefndum Bægisárhyl í
Hörgá.
En fáum dögum áður hafði .
mikið af silungi, bleikju, gengið
í ána og í nefndan hyl. Þar of-
an við er hindrun, þegar Hörgá
er vatnslítil svo sem nú er. En
þegar svo stendur á, safnast oft
mikið af silungi í Bægisárhyl-
inn.
Baldur Þorsteinsson bóndi á
Bægisá, sagði blaðinu svo frá í
fyrradag, að útlit væri fyrir, að
hér hefðu spellvirkjar verið að
verki og sprengt í hylnum, því
hvergi var þar net að finna eða
(Framhald á blaðsíðu 4).
SUNDLAUGIN á Laugalandi á
Þelamörk, sem sumir kalla
Jónasarlaug er trú sínu hlut-
verki. Hún er rammlegá girt
og hitinn kemur úr iðrum jarð-
ar.
Þar skammt frá og fjær á
myndinni er risin myndarleg
bygging, heimavistarbarnaskóli,
sem þrír hreppar standa að.
Vonir standa til, að kennsla
hefjist þar nú í haust, hvort
sem skólinn verður settur á
„réttum“ tíma eða eitthvað síð- .
ar.
Tveir menn hafa sótt um
skólastjórastöðu hins nýja skóla,
og eru það þeir Jóhannes Oli
Sæmundsson og Sæmundur
Bjamason. Yfirvöldin hafa ekki
ennþá veitt starfið, en tæplega
ætti það að dragast lengi úr
þessu. Ekki hefur heldur verið
skipaður eða settur nýr skóla-
nefndarformaður hins nýja
skólahverfis, sem nú nær yfir
Óxnadals- Skriðu og Glæsibæj-
arhrepp.
Væntanlega verður nánar
sagt frá Laugalandsskólanum
nýja, um það leyti að kennsla
hefst þar.
Lengst til vinstri á myndinni
er íþúðarhúsið á Laugalandi.
Akureyrax-bær lét á sínum
tíma bora eftir heitu vatni á
þessum stað, og varð árangur
góður fyrir eldri og yngri mann-
virki staðarins. Q
Raufarhöfn 30. ágúst. Við feng-
um að sjá síldina aftur. í nótt
komu 20 skip með um 12 þús.
mál og í gær 25 skip með 15—18
þús. mál. Síldin veiðist um 60
mílur út af Raufarhöfn. Hún er
smá og blönduð. Saltað var í
nótt á öllum plönum, en fólk
er fátt og mjög mikið gengur
úr síldinni, svo söltunin er ekki
mikil. Hér er komin löndunar-
bið og eitthvað af skipum fer
vestur til Siglufjarðar, Búið er
að salta 73.787 tunnur og bræða
150 þús. mál. Söltunin er aðeins
Ráðstefna um réttindi barna
MEÐAL þeirra efna, sem rædd
eru á svæðisbundinni ráðstefnu
Sameinuðu þjóðanna í Varsjá
dagana 6. — 19. ágúst, eru hin
skaðlegu áhrif sem ákveðnar
glæpa- og hryllingsfrásagnir í
myndablöðum, útvarpi, sjón-
varpi og á kvikmyndum, hafa
Byggrækfin í S.-Þingeyjarsýslu
Akrarnir eru 60 ha að stærð og kornið nær góð-
um þroska ef hlýtt verður í vcðri á næstunni
BYGGRÆKTIN í Suður-Þing-
eyjarsýslu, sem hófst í fyrra og
er félagsræktun allmargra
bgenda, gaf lítið í hönd þá. Sáð
var í sömu akra í vor, samtals
60 ha. á tveim stöðum, Öxará og
Einarsstöðum.
skurðar- og þreskivél og enn
fremur kornþurrkara.
Ekki hefur þess verið getið,
að gæsir hafi sótt í kornakr-
ana. □
MÍKÍL HEY OG GÓÐ
á börn. Efni ráðstefnunnar er
„réttindi barnsins". Þátttakend-
ur verða frá 25 aðildarríkjum
Sameinuðu þjóðanna eða sér-
stofnana þeirra í Evrópu. Meðal
þeirra eru háttsettir embættis-
menn í félagsmálastarfi ein-
stakra ríkja, prófessorar í lög-
um, fulltrúar ákæruvaldsins og
uppeldisfræðingar.
Umræður ráðstefnunnar
munu fara fram á grundveíli
yfirlýsingarinnar um réttindi
bamsins, sem samþykkt var af
Allsherjarþinginu 20. nóvember
1959. í 10 liðum kveður yfirlýs-
ingin á um rétt bamsins til þess
m. a. að njóta sérstakrar vernd-
ar, að fá tækifæri til að þrosk-
ast á he'ilbrigðan og eðlilegan
hátt við frjálsar og mannsæm-
andi aðstæður og að alast upp
„í anda skilnings, umburðar-
lyndis, vináttu þjóða á milli,
friðar og alþjóðlegs bræðra-
lags“.
Til að komast að niðurstöðu
um, hvernig bezt verði stuðlað
að framkvæmd þessara mark-
miða, ræðir ráðstefnan m. a.
vandamál eins og: vanrækslu
eða grimmd, læknishjálp, leikir
og dægradvalir, vangefin börn
og loks skaðlegar skemmtanir.
Skapa hryllingskvikmyndir
afbrotmaenn?
í skýrslu sem samin hefur
verið fyrir ráðstefnuna af dr.
John R. Rees, sem er forseti
World Federation for Mental
Health, segir að ekki hafi verið
færðar sönnur á það, að afbrota
menn verði til vegna slæmra
kvikmynda og hryllingssagna.
Það séu djúpstæðari þættir í
sál barnsins sem fái útrás í árás
(Framh. á bls. 2).
minni en á sama tíma í fyrra
og helmingi minni bræðslusíld
en þá var.
Hæstu söltunarstöðin er Ósk-
arsstöð með 17.348 tunnur, þá
Óðinn með 14.176 og þriðja í
röðinni er Hafsilfui' með 12.871
tunnur.
Þorskafli hefur verið tregur
í allt sumar. Nú hefur brugðið
til hlýrri veðráttu. Q
li Dagui
. KEMUR NÆST ÚT MID- j|
:: VIKUDAGINN 4. SEPTEM-;;
I<»
BER. i|
ELDUR ÁHipGANS
Ófeigsstöðum 28. ágúst. Okkur
líður vel í Kinn, en óþarflega
finnst okkur kalt um nætur.
Yfirleitt er kartöflugras gjör-
fallið. Það verður létt haust-
vinna við garðávextina að þessu
sinni.
Hér hafa ungir Framsóknar-
menn stofnað félag og fundur
var haldinn í félagi okkar,
hinna eldri. Hér er eldur á
hverjum fingri áhuga og sam-
heldni í baráttunni fyrir vel-
farnaði lands og þjóðar.
Heyskapur er þokkalegur orð
inn þó háarspretta væri víða lé-
leg vegna kuldanna. Hér er ver-
ið að ræða um vatnasvæði
Skjálfandafljóts, með laxveiði
fyrir augum. Q
Kornið stendur vel og akrarn-
ir eru fagrir yfir að líta. En enn
þá vantar a. m. k. hálfsmánaðar
hagkvæma veðráttu fyrir
kornið. Á fimmtudagsnótt-
ina gerði 3ja stiga frost og kann
það að hafa skemmt kjarnana,
þótt ekki sé það fram komið.
Uppskeruvinna hefst þegar
kornið, sem nær eingöngu er
bygg, tví- og sexraða, er þrosk-
að. Bændur eiga góða korn-
Bíllimi endastakkst
FÓLKSBIFREIÐ úr Eyjafirði,
sem um stund stóð mannlaus
við Gamla spítalann á Akur-
eyri, rann allt í einu af stað
niður brekkuna en endastakkst
síðan í snarbröttum kanti eða
brekku ofan við Hafnarstræti
29, en staðnæmdist þar. Q
Svarfaðardal 29. ágúst. Heyskap
er að Ijúka í Svarfaðardal. Hey
eru mikil, því spretta var góð.
Heyin hafa ekki hrakizt til
skemmda, bæði vegna kuld-
anna og þess að úrkomur hafa
ekki verið miklar. Háarsprettan
var víðast hvar fremur lítil. —
Súgþurrkun er mjög víða og
auðveldar að miklum mun hey-
verkunina.
Útlit er víðast slæmt hvað
snertir kartöfluuppskeru. Kart-
öflugrasið féll í mörgum görð-
um í júlí og svo voru einnig
næturfrost í ágúst. Slægjufagn-
aðurinn er á næstu grösum og
er aðeins fyrir innansveitar-
fólk.
Minkar hafa gert vart við sig
í sumar. Lítið veiðist í Svarfað-
ardalsá og fuglalíf fer þverr-
andi. □
Þessi mynd var í sumar tekin í Glerárhverfi á Akureyri, suður yfir Gefjunar-hverfið og hæðir þær,
sem bærinn hefur teygt byggð sína á. Milli hinni lágu og löngu verksmiðjuliúsa og hæðanna, renn-
ur Glerá og er orka hennar enn þá ekki nýtt að nokkru ráði, þótt hún renni um kaupstaðinn og búi
yfir mikilli orku til rafmagnsframleiðslu. — Norðan Glerár er land sérlega fagurt og tilbreytingu
landslagsins lítil takmörk sett. Þar eru nú byggðir að þéttast og íbúðahverfi að rísa. En klettaborg-
imar mörgu, sem þar eru, munu reyna á hugkvæmni og skipulagsgáfu þeirra, sem nýbyggingum
ráða þar á komandi árum. (Ljósmynd: E. D.)