Dagur - 04.09.1963, Blaðsíða 1

Dagur - 04.09.1963, Blaðsíða 1
'— 11 —' Málgacín Framsóknarmanna Ritstjóri: F.rlingur Davíðsson SKRIFSTOr- A í Hafnarstræti 90 Símar: Ritstjóri 1166. Aucl. ÓG AFCR. 1167. Pkentverk Odðs Björnssonar h.f., Akurevri w-------— ------------------------------ Augi.ýsingastjóri Jón Sam- ÚELSSON . ArCANGURINN KOSTAR kr. UO.OO. Gjalddagi ER 1. JÚLÍ Blaðið kemur út á midvikudög- UM OG Á LAUGARDÖGUM, ÞEGAR ÁSTÆÐA I'YKIR TIL ______________________________> ir Nor a AKureyrargotum af eftirlitsskipmu Draug, er lá við Torfunef Á MÁNUDAGINN fjölmenntu sjóliðar af eftirlitsskipinu Draug á götum Akureyrar. Margir ÞOKA HAMLAÐI FLUGFERÐUM í GÆR í GÆRKVÖLDI var komin svarta þoka á Norðurlandi og féll flug niður, en margir farþeg ar tóku svefnvagninn til Reykja víkur. Þokur eru tíðar nú í sumar hér norðanlands og hefur áætl- unarflug nokkrum sinnum fallið niður milli Reykjavíkur og Ak- ureyrar af þeim sökum. í gær var bjart fyrir sunnan og austur á Héraði var sólskin fram eftir degi. Veðurstofan spáði kyrru veðri og er útlit fyrir að enn verði góð síldveiði fyrir austan. □ urðu ölvaðir er í land kom. Upphófust þá nokkur róstur þeirra í milli, og einstaka mað- ur varð djöfulóður. Lögreglu- þjónar bæjarins höfðu mikið að gera að þessu sinni. Einn hinna óðu manna réðist á bíl og skemmdi hann eitthvað. Þurfti að járna hann á staðnum og gefa honum síðan sprautu um borð. Lögregluþjónar bæjarins þurftu að beita nokkurri hörku oftar en einu sinni. En þeir skipsmenn, sem lögreglu- og eftirlitsstarfi áttu að gegna gagnvart skipsfélögum sínum, höfðu litla virðingu þeirra og voru margir „afvopnaðir“ og gerðir óvirkir. Hér var sýnilega annarr og lélegri agi en á þýzka skóla- skipinu, sem hér var á dögun- um. □ er mí Góð söltunarsíld verður að fara í bræðslu í FYRRAKVÖLD gaf síldarút- vegsnefnd út þann boðskap að frá og með þeim tíma væri al- menn síldarsöltun óheimil. Hafði þá verið saltað í gerða samninga og engir nýir samn- ingar fyrir hendi. Á laugardagskvöldið var bú- ið að salta 443.447 uppsaltaðar tunnur, bræða 705.508 mál og frysta 30.416 uppmældar tunn- ur. Síðan hefur ’verið sæmílega góð síldveiði, 21 þúsund mál og tunnur á mánudag og 42 þús. mál og tunnur á sunnudaginn. Síldin veiddist, síðustu viku, einkum á tveim svæðum, á Fulltrúar á stofnfundi félaga ungra manna að Laugum. (Ljósmyndastofa Péturs Húsavík) iördæmisþing Framsóknarmanna að Á Sjötta liundrað, ungir menn og konur, m. a. í nýstofnuðum félögum styðja samtökin. Nær 800 manns á sumarhátíð yngri manna sl. laugardag Reyðarfjarðardýpi og á Gerpis- flaki. Þorsteinn Þorskabítur mun næstu vikur leita síldar norðan- lands og austan. Á miðnætti sl. laugardag voru eftirtalin sex skip aflahæst á síldveiðunum samkv. skýrslu Fiskifélags íslands: Sigurpáll, Garði, 24.825, Guð- mUndur Þóröarson, Reykjavík, 22.108, Sigurður Bjarnason, Ak- ureyri, 20.687, Grótta, Reykja- vík, 19.196, Ólafur Magnússon, Akureyri, 18.488, Jón Garðar, Garði, 18.009. HINN 31. ágúst og 1. september var kjödæmisþing Framsóknar- manna í Norðurlandskjördæmi eystra haldið að Laugum í Reykjadal. Þing þetta sátu 70 manns, fulltrúar, hinna ein- stöku félaga, sambandsstjóm- in, alþmgismenn Framsóknar- flokksins í kjördæminu, fyrsti varamaður og nokkrir góðir géstir. ÞIN GSETNING Um kl. 4 síðdegis voru nær allir fulltrúarnir mættir. Valtýr Kristjánsson oddviti í Nesi, formaður samtakanna, setti þingið með ræðu. Forsetar þingsins voru kjörn- ir: Bernharð Stefánsson fyrrv. alþingismaður, Teitur Bjöms- son bóndi á Brún og Þórarinn Haraldsson bóndi í Laufási. Þingritarar-voru: Bjöm'Stefáns son skólaStjóri Ólafsfirði og Óli Halldórsson bóndi á Gunn- arsstöðum. Þessu næst settizt kjörbréfanefnd á rökstóla, en formaður hennar var Björn Guðmundsson. Við athugun kjörbréfanna kom í ljós, að fulltrúar voru 70 talsins — þar band á Laugum á föstudaginn. Þau eru sjö að tölu og telja á sjötta hundrað manns. Öll gengu þau í kjördæmissamband ið, nema eitt, er hafði áður geng ið í það — Félag ungra fram- sóknarmanna á Akureyri. Samband félaga yngri manna eins og það, sem stofnað var á Laugum föstudaginn 30. ágúst er hið fyrsta sinnar tegundar eftir kjördæmabreytinguna 1959, er kjördæmin voru stækk uð. Félög ungra framsóknar- manna, sem hafa stofnað með sér hið nýja samband sín í milli og einnig gengið í kjördæmis- samband Framsóknarmanna í Norðurlandskjördæmi eystra eru: í Eyjafjarðarsýslu, formað- ur Ágúst Sigurðsson, í S.-Þing- eyjarsýslu vestan Ljósavatns- skarðs, formaður Jónas Hall- dórsson og austan Ljósavatns- (Framhald á blaðsíðu 4). Ekkert hey ilmar eins vel í hlöðu og laufhey. Myndin er tekin á Fljótsheiði á sunnudag. Þar höfðu sléttir grávíðiflákar verið vélslegnir. (Ljósmynd: E. D.) Haraldur M. Sigurðsson nýkjör- inn síjómarformaður kjördæm- issanibandsins. af 15 frá félögum ungra Fram- sóknarmanna, sem samþykkt var á þinginu að veita inngöngu í kjördæmissambandið. NÝJU FÉLÖGIN Áður hefur verið sagt frá ný- stofnuðum fél. ungra manna í kjördæminu þessi félög og eldri, stofnuðu sitt eigið sam- Lítil berjaspretta AÐ ÞESSU sinni er berjasprett- an víða mjög lítil og misjöfn að vanda. Öll ber eru óvenju sein- þroska á þessu sumri vegna kúldan'na. Nú þyrpist þó fólk í berjamó. Um 70 bílar komu t. d. með berjafólk í Nesmóa einn nýlið- inn dag. Enn vill á því bera, að fólk úr kaupstöðum fari í leyfisleysi í berjalönd bænda. Sú framkoma er fyrir neðan allar hellur, og veldur óþarfa leiðindum milli fólks í sveit og bæjum. □ Fjölntennt námskeið hjá K.E.A. fyrir starfsmenn sláturhúsa og kjötmatsmenn f FYRRADAG hófst hjá KEA á Akúreyri námskeið Framleiðslu ráðs landbúnaðarins. Þátttak- endur eru einkum sláturhús- stjórar og kjötmatsmenn um 70 talsins. Stjórnandi námskeiðs- ins er Jón R. Magnússon. Námskeiði þessu lýkur á föstudaginn, en daginn áður verður dvalist á Kópaskeri, þar sem nýtt sláturhús er starfrækt. Slátrun hefst á Akureyri 12. september, eða viku fyrr en í fyrra og færra slátrað nú en þá, eða rúml. 35 þús., um 4 þús. á Grenivík og um 9 þús. á Dal- vík. Q

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.