Dagur


Dagur - 20.11.1963, Qupperneq 4

Dagur - 20.11.1963, Qupperneq 4
4 Enn í sama knérunn SVO SAGÐI spakur maður íorðum, að ekki skyldi vega tvisvar í sama knérunn. En það er oftar en einu sinni og oftar en tvisvar, sem gengið hefur verið á hlut bænda í löggjöf og landsstjórn undanfarin ár. Það er til dæmis um kostnaðarhækkun \ ið framkvæmdir og vélvæðingu bú- anna, að dráttarvél, sem kostaði 32 þús. kr. árið 1958, kostar nú 88 þús. kr. Vextir af föstum lánum í Bún- j aðarbankanum hafa liækkað um þriðjung vegna „viðreisnarinnar“. Áhrif bænda á verðlagningu land- búnaðarvaranna hafa verið minnk- uð. Lagður hefur verið sérstakur lánsfjárskattur á bændur o. s. frv. Að þessum efnum hefur oft verið vik ið hér í blaðinu. Eitt er það enn, sem að vísu hefur verið vikið að, en þó sérstök-ástæða til að ræða miklu nánar: Að hið svonefnda jarðræktarframlag hefur minnkað stórkostlega í hlutfalli við hinn aukna framkvæmdakoslnað. Jarðræktarframlagið, samkv. 2. kafla, er greitt út á ræktun, girðingar um ræktarlönd, áburðargeymslur, heyhlöður og garðávaxtageymslur. Gildandi ákvæði um framlag eru í jarðræktarlögunum frá 1955 með einni undantekningu þó. í lögunum frá 1955 og eldri lögum stendur, að ríkissjóður greiði verðlagsuppbætur á framlagið samkvæmt vísitölu fram- færslukostnaðar. En samkvæmt „við- reisnarlöggjöfinni“ frá 1960 átti sú verðlagsuppbót að falla niður. A. m. k. hefur núverandi landbúnaðarráð- herra túlkað löggjöfina á þá leið. Fyrir nokkru var, sem kunnugt er, búið að tvöfalda ríkisútgjöldin frá því, sem þau voru fyrir 5 árum og mun þess skammt að bíða, að um þreföldun sé að ræða. En samkvæmt ríkisreikningunum hefur jarðræktar framlag ríkisins í lieild, samkv. 2. kaffa, verið: Árið 1959 13.7 milljónir króna Árið 1960 13.5 milljónir króna Árið 1961 13.1 mHljónir króna Árið 1962 12.0 milljónir króna Hver ríkisreikningur sýnir það framlag, sem greitt er úr ríkissjóði, fyrir framkvæmdir næsta ár á undan reikningsárinu. Samkvæmt því er það framlag, sem greitt var út á „við reisnar“árunum 1960 og 1961 mun lægra en það, sem greitt var út á framkvæmdir áranna 1958 og 1959. Að nokkru leyti stafar þetta af því, að dregið hefur úr framkvæmdur í sveitum vegna dýrtíðarinnar og óhag stæðrar afkomu hjá bændunum. Það mun láta nærri að nýrækt í túnum og aðrar framkvæmdir, sem hér er um að ræða, hafi á árinu 1962 í opinberum stofnunum landbúnað- arins verið metnar sem næst þriðj- ungi dýrari en þær voru metnar 1959, og enn dýrari hafa þær orðið á þessu ári. En jarðræktarframlagið er jafn hátt að krónutali á hverja framkvæmdaeiningu og var 1959 — engin vísitöluuppbót greidd. Jón Siggeirsson F. 13. júlí 1884 - D. 16. okt. 1963 MINNING JÓN SIGGEIRSSON, bóndi í Hólum í Eyjafirði, lézt á Krist- neshæli miðvikudaginn 16. októ ber síðast liðinn og var jarð- sunginn í Hólum á fyrsta vetr- ardag, 26. sama mánaðar. Jón var fæddur á Hálsi í Eyjafirði 13. júlí árið 1884 og var því rösklega 79 ára, er hann lézt. Foreldrar hans voru hjónin Sig geir Sigurpálsson og Aðalbjörg Jónsdóttir. Mér er ókunn ætt Siggeirs, en sjálfur mun hann hafa verið duglegur verkmað- ur, hafði yndi af leiklist og lék talsvert í Eyjafirði á yngri ár- um. Aðalbjörg var dóttir Jóns Pálssonar, bónda á Helgastöð- um, systir Páls Árdals skálds, en móðursystir Kristínar Sigfús dóttur skáldkonu. Aðalbjörg var valinkunn sæmdarkona, prýðilega gefin, skáldmælt, með menningu ættar sinnar í blóð- inu. Jón ólst upp hjá foreldrum sínum á nokkrum bæjum í Eyja firði, þó lengst á Stekkjarflöt- um, þar sem foreldrar hans bjuggu um skeið. Þrátt fyrir fá- tækt fór Jón í Gagnfræðaskól- ann á Akureyri og lauk þaðan prófi vorið 1906, og í æsku lærði hann nokkuð að leika á harmon íum. Varð þetta hvort tveggja honum drjúgt veganesti. Eftir nám gerðist Jón barnakennari nokkur ár, en stundaði kaupa- vinnu á sumrum. En árið 1916 kvæntist hann Geirlaugu Jóns- dóttur Jónssonar, bónda í Hól- um, og konu hans, Kristjönu Pétursdóttur. Er Geirlaug mikil atorku- og búkona og reyndist manni sínum traustur förunaut- ur. Þau hjón hófu búskap í Hól- um árið 1917 og bjuggu fyrst lengi í tvíbýli, þar af nokkur ár á móti föður mínum. En árið 1942 toku þau við allri jöi’ðinni °g bjuggu þar ein eftir það. Þeim varð fjögurra barna auð- ið, og eru þau öll á lífi. Brynj- ólfur er bifreiðarstjóri á Akur- eyri, Ólafur stendur fyrir búi móður sinnar í Hólum, Valborg er húsfreyja á Akureyri og Rafn bóndi í Hólum. Jón var mjög lengi vegaverk- stjóri í Svarfaðardal og Eyja- firði og fórst það starf hið bezta úr hendi. Kirkjuorganisti var hann á nokkrum kirkjum í firð- inum, þar á meðal í Hólum frá 1918 til 1956. Hann átti lengi sæti í hreppsnefnd og sóknar- nefnd, var formaður lestrarfé- lags sóknarinnar, farkennari og prófdómari á barnaprófi og gegndi fleiri trúnaðarstörfum, þótt hér varði ekki upp talin. Hann mun ekki hafa haft mikil bein afskipti af stjórnmálum, en var jafnan eindreginn samvinnu maður. Fyrir fimm árum veiktist Jón heiftarlega og dvaldist lengstum á Kristneshæli eftir það. Að vísu virtist hann ná sér af þeim sjúkdómi, en upp úr honum tók að ágerast annar sjúkdómur, sem mun hafa átt sér alllangan aðdraganda og lagði hann að lokum í rúmið. Jóu Siggeirsson sór sig mjög í móðurætt um útlit, skapgerð og hæfileika. Hann var fremur hár vexti, miðað við sína kyn- slóð, í grennra lagi, en þó karl- mannlegur, alla ævi holdskarp- ur, andlitsfallið reglulegt, svip- urinn hýrlegur og aðlaðandi. Fasið var frjálsmannlegt og snið fast, yfir honum hvíldi notaleg ró, höfuðburðurinn oft líkur því sem ‘hann hlustaði úr fjarska. Framkoma hans var með meiri heimsborgarabrag en títt er um menn, sem ala aldur sinn í fá- menni, hann var ófeiminn, en yfirlætislaus, glúpnaði ekki fyr- ir neinum, en tranaði sér ekki heldur fram, naut sín og sómdi sér, hvar sem hann kom. Hon- Jón Siggeirsson. um var yndi að samneyti við menn og veraldargæði vel að skapi. Jón fór sér aldrei óðslega, var ekki fljótur að koma sér að verki, en þrautseigur og aðsæt- inn, þegar hann var kominn á skrið. Hann æðraðist ekki, hvað sem að höndum bar, setti sig ekki í ófæru að þarflausu, en tók því, sem verða vildi, var forsjáll kjax-kmaður. Hann hafði gott taumhald á skapi sínu, og ég sá hann aldrei missa stjórn á sér, en ef hann skipti skapi, kenndu menn af honum kulda fi-emur en reiði, og þá gátu fá, en hnitmiðuð orð hans verið ó- notalega beitt. Hann sagði það, sem honum bjó í brjósti, eða þagði ella, hann var hreinlynd- ur og undirhyggjulaus. Jón átti metnað í minna lagi til að kynda undir hæfileikum sínum, og hefur mér oft verið sagt, að það sé býsna algengt einkenni á Eyfirðingum. Hann sóttist ekki eftir mannvirðing- um eða mannaforráðum, en skor aðist ekki heldur undan þeim störfum, sem honum voru fal- in. Hann lét sér nægja að halda hlut sínum, leitaði á engan að fyi-ra bragði, en lét ekki heldur troða sér um tær. Hann var fyr- irmyndar sambýlismaður og nágranni, óhlutdeilinn, frábitinn smámunasemi og krit, gestris- inn og glaður heim að sækja, hjálpsamur og umtalsgóður og lagði manna minnst eyru að sveitarslúðri. Mér fannst hann hafa óvenjulítinn áhuga á göll- um og ávirðingum náungans, og ég heyi-ði hann aldrei niðra manni. Hann var ekki fljóttek- inn til vináttu, en heill vinur vina sinna og ótrauður málsvari þeiiTa, ef á reyndi. Jón var ekki ýkja margmáll hversdagslega, gat jafnvel ver- ið þegjandalegur með köflum, og stundum mun þunglyndi hafa sótt á hann. Þó að hann væri félagslyndur og að sumu leyti heimsmaður, var hann dulur um sjálfan sig, talaði aldrei í mín eyi-u um líðan sína eða tilfinningar og gei-ði lítið úr kvillum sínum. Oftast man ég þó eftir Jóni glöðum og i’eifum, reiðubúnum að taka þátt í um- ræðum, alvarlegum eða gaman- sömum, eftir því sem á stóð, og þá gat oft teygzt úr skrafinu. Alvara hans var karlmannleg, gamansemin hressileg, tónninn í hlátrinum dálítið svalur. Hann hafði næmt auga fyrir skopleg- um hlutum, en háðskan mundi ég ekki kalla hann, til þess var skopið of meinlaust. Hann henti gaman að sjálfum sér ekki síð- ur en öðrum, en sá raunar hið broslega fremur í atburðum og aðstæðum en einstaklingunum, sem við tíðindi voru riðnir. Þeg ar Jón var í essinu sínu, var hann manna skemmtilegastur, og ef ég ætti að nefna þá menn, sem ég hef mesta ánægju af að ræða við um ævina, yrði hann einn í hópi þeirra. Jón gerðist bóndi og sat í þeirri stöðu til æviloka. Ekki virtist mér hann beinlínis hneigður fyrir búskap, en hann hafði prýðilegt verksvit, var vel virkur og lagvirkur, og gekk vel undan honum, vann af skyldurækni það, sem vinna þurfti, var snyrtimenni í um- gengni og sá að öllu leyti vel fyrir ráði sínu. Hann hafði gott bú og gagnsamt, fyrst lítið, sem von var til, en það stækkaði jafnt og þétt með árunum, eink- um eftir að búskaparhættir tóku að færast í nútímahorf og börn- um þeirra hjóna óx fiskur um hrygg. Á búskaparárum hans hafa Hólar tekið algerum stakkaskiptum, svo sem raunar flestar jarðir í Eyjafirði á und- arförnum áratugum. Jón reynd- ist því einskis eftirbátur í bú- skap, þótt hugurinn stæði frem ur til annars, og læt ég mér þó ekki gleymast hlutur konu hans og sona i framkvæmdunum í Hólum. Áhugamál átti Jón mörg, með an hann hélt fullri heilsu, og hann naut þess mjög að ræða þau við vini sína í tómstund- um. Þau snerust miklu fremur um málefni en menn, og var það í samræmi við áhugaleysi hans á ávirðingum annarra. Hann fylgdist vel með stjórn- málum og öðru því, sem gerð- ist kringum hann, las bækur af ýmsu tæi, eftir því sem hann náði til, en safnaði ekki bókum, hugleiddi á marga vegu það, sem hann las eða heyrði og leit- aði svara. í viðræðum var hann hófsamur, varði skoðanir sínar fimlega og öfgalaust og lét meir Montreal. Rúmlega 2400 sjó- mílna langur, brynjaður sæ- símastrengur var nýlega tekinn í notkun til að auðvelda flugið yfir Norður-Atlanzhafið. Hann var lagður að tilhlutan 17 ríkja, meðal þeirra Danmerkur, ís- lands, Noregs og Svíþjóðar, og eru öll ríkin aðilar að Alþjóða- flugmálastofnuninni, ICAO. Danskt fyrirtæki tók þátt í að búa til sæsímastrenginn og leggja hann. Strengurinn er í rauninni í tveim hlutum. Annar liggur frá Bretlandi til fslands, og hinn milli íslands og Kanada. Hann liggur frá Skotlandi um fsland og Grænland til Nýfundna- lands. Hann var lagður sam- kvæmt áætlun, sem gerð var á ráðstefnu ICAO í París árið 1959. Þar komust menn að þeirri niðurstöðu, að augljós- asta og brýnasta þörfin á endur- bótum í flugsamgöngum væri á Norður-Atlanshafs-svæðinu. Sambandið milli flugeftirlits- stjórnast af rökhugsun en til- finningum. í Jóni var listræn æð, svo sem hann átti kyn til í móður- ætt. Hann var vel skáldmæltur, en mun ekki hafa ræktað þá gáfu, eins og vert hefði verið, og lét lengstum lítið á henni bera. Líklega hefur tónlist átt sterkust ítök í honum, einkum þegar leið á ævina. Hann sat þá löngum við hljóðfæri sitt og samdi sönglög. Honum var ljóst, að hann hefði getað náð lengra í tónsmíðum, ef hann hefði hlot- ið meiri tónlistarþjálfun í æsku, meðan hugurinn og eyrað er næmast, en hann setti það ekki fyrir sig. Lög sín mat hann af sömu hógværð og önnur verk sín, kom þéim lítt á framfæri af sjálfsdáðum og sagði sér væri sama, þótt þau færu öll með sér í kistuna. Margir lagvísir menn hafa samt haft af þeim á- nægju, sum hafa verið flutt af kórUm, og verðlaun hlaut hann í samkeppni um lagasmíð. Hann stundaði tónsmíðar af innri þörf, glíma við tóna og hljóma varð lionum í senn ástríða, un- aður og athvarf. Ég leiði engum getum að því, hvort Jón hefði orðið farsælli maður við önnur störf en bú- skap, en nokkru meiri metnað- ur hefði að líkindum beint hon- um ó aðrar brautir, enda hefðu hæfileikar enzt honum til að velja um margt. Hann sagðist una hlutskipti sínu vel, og ég lít svo á, að hann hafi verið gæfumaður, eftir því sem verða má í brigðulum heimi. Hann átti góða konu og gæðabörn, var vinsæll og virtur af sveit- ungum, vann virðingarverð og nytsöm störf af skyldurækni, og hann lifði alltaf andlegu lífi og átti að minnsta kosti á seinni árum ríflegar tómstundir til að sinna hugðarefnum sínum. Hann var merkilegur og minn- isstæður maður og skipaði lífs- sæti sitt með sóma. Hann skil- ur eftir sig spor, sem ekki mást, í hugum þeirra, sém kynntust honum, og því dýpri sem kynn- in var meiri. Um það get ég borið fyrir sjálfan mig. Ég þakka aldavini mínum, Jóni Siggeirssyni, samvistiiTiar og allri fjölskyldunni alúðina og gestrisnina, sem ég naut ávallt í Hólum. Ekkjunni og börnun- um votta ég samúð mína. Benedikt Tóniasson. stöðvanna á þessu svæði hefur truflazt af ótölulegum útvarps- bilunum, vegna þess að útvarps- sendingar og loftskeyti verða fyrir áhrifum frá norðurljósun- um. Þetta hefur ekki aðeins haft í för með sér mikla erfið- leika fyrir flugeftirlitið, heldur hefur það einnig leitt af sér óþarfa seinkun fyrir farþega og aukaútgjöld fyrir flugfélögin. Hinn nýi sæsímastrengur ger- ir flugeftirlitinu í Gander, Reykjavík og Prestwick— sem hefur sameiginlega umsjón með öllu flugi yfir Norður-Atlans- hafi — kleift að vera í stöðugu sambandi innbyrðis, eins og gtarfsmennirnir sætu hlið við hlið við sama borð. í sæsímastrengnum er ein lína fyrir talsamband og fjórar fyrir fjarrita. Verkið var unnið af Store Nordiske Telegraf- Selskab í samvinnu við eitt brezkt og eitt kanadískt fyrir- tæki, O Nýr símastrengur BÆKUR FRÁ KVÖLDVÖKUÚTGÁFUNNI íslenzkar Ijósmæður, II. bindi, þættir og endur- minningar. ÉG skal viðurkenna það, að þegar fyrst kom til orða að safna saman frásöguþáttum um íslenzkar ljósmæður, vakti það nokkurn efad huga mér, hversu það fyrirtæki mundi heppnast. Yrðu þetta ekki hversdagslegar frásagnir, líkar hver annarri og leiðinlegar? Það mun hafa verið séra Björn O. Björnsson, sem hóf að safna þessum þáttum af sinni alkunnu hugkvæmni og mun Norðri hafa ætlað að gefa þá út. En líklegast hefur það útgáfufélag hugsað líkt og ég, því að aldrei komu þættirnir. Loks tók Kvöldvökuútgáfan að sér að gefa þá út og fékk séra Svein Víking til að búa þá til prentunar. Kom fyrsta bindið út í fyrra. Er skemmst frá því að segja, að reyndin varð öll önnur en ég hugði. Bókinni var ágætlega tekið og það að verð- leikum. Nú er II. bindið komið út, og hygg ég þetta rit muni vinna sér álíka vinsældir og Söguþætir landpóstanna gerðu á sínum tíma og af eðlilegum á- stæðum. Þetta eru hugðnæmar frásagn ir og lifandi myndir úr lífi og reynslu þjóðarinnar úr mörg- um héruðum og frá ýmsum tím- um. Og vegna þess að tímarnir breytast og mennirnir með, eru þessar mannlífsmyndir frá- brugðnar hver annarri, yfirleitt skemmtilega skrifaðar, hvort heldur þær eru ritaðar af ljós- mæðrunum sjálfum eða eftir þeim. En umfram allt verða þessir þættir ógleymanlegir vegna þess að þeir eru sannar sögur um íslenzkar mannkosta- konur, dugmiklar, kjarkgóðar og fórnfúsar, sem unnu sitt mannúðar- og líknarverk við hin erfiðustu skilyrði og án þess að mögla. Þær unnu ekki fyrst og fremst vegna kaupsins, sem aldrei var teljandi, lengi 60 krónur á ári og 3 krónur fyrir að taka á móti hverju barni. Þær unnu sitt mikla þjónustu- starf í þágu lífsins af rausn og líknarlund hjarta síns og vegna þess að verkið þurfti að vinnast, og lögðu á sig ótrúleg- asta erfiði í ferðalögum og næt- urvökum. En þó að starf þetta gæfi lítinn pening í aðra hönd, gaf það annað, sem var gulli betra: Eflingu mannkostanna og þakklæti og vinarhug þeirra, sem miskunnarverkið var unn- ið á. Og það eru líka laun, sem betra er að öðlast en að fara á mis við. Því gleymi ég aldrei. Frá sagnir af minnisstæðum atburðum. II. bindi. Gísli Jónsson bjó til prentunar. Annað bindi þessa ritsafns, sem Kvöldvökuútgáfan hóf að gefa út á síðastliðnu ári, er einnig komið á bókamarkaðinn. Er þetta safn nú alls orðið um fjörutíu frásagnir, margar skrif aðar af þjóðkunnum rithöfund- um og um atburði, sem vöktu mikla athygli á sínum tíma, eða höfðu á einn eða annan hátt djúp áhrif á sagnamennina. Þetta eru smásögur, sem hafa Séra BENJAMÍN j| skrifar um ji bækur þann mikla kost að vera sann- ar, margar hverjar skrifaðar með ágætum, um atburði, sem höfundunum voru ógleymanleg- ir og lesandinn fylgist líka með af lifandi áhuga. Hversu mikil- vægt það er að eiga slíkar frá- sagnir eftir sjónarvotta, getum vér gert oss í hugarlund af því, ef einhvers staðar fyndist frá- sögn eftir Kára Sölmundarson af Njálsbrennu eða öðrum vá- veiflegum atburðum á söguöld, sem sagnir voru fyrst skráðar um eftir tvö eða þrjú hundruð ár. Mundi slíkt plagg án efa varpa nýju ljósi og skýrara yf- ir söguna eins og vitnisburðir sjónarvotta ávallt gera. 1 þessu bindi eru t. d. frá- sagnir af Talisman-slysinu 1922, grýtingu Alþingishússins 30. marz 1949, björgun áhafnarinn- ar af flugvélinni Geysi af Vatna jökli, stórbrunanum á Oddeyri 1906, og ísavetri við Eyjafjörð 1918. Einnig eru þarna dulræn- ar sögur og jafnvel hrikaleg- ustu draugasögur, sem ekki standa að baki mörgu því bezta, sem skráð hefur verið í þeirri grein. Nokkrar frásagnanna eru um persónulega reynslu rithöf- undanna, en eru þó ekki síður minnilegar og vel skrifaðar eins og t. d. Harmur haustsins, eftir Jórunni Olafsdóttur, sem fjall- ar um „skynlausar skepnur" í sláturtíðinni, ritgerð, sem ætti að kohiast inn í barnabækur. Ég skil ekki, að nokkrum (Framhald af blaðsíðu 8). Föst verzlun hófst á Þórshöfn skömmu fyrir aldamótin síð- ustu, en áður verzluðu þar lausakaupmenn á skipum á sumrin, svo og Gránufélagið. Fram á fimmta tug þessarar aldar fór þar, eins og víðar, öll út- og uppskipun á vörum og fólki á bátum milli skips og lands. Og allt þar til nú hefur þurft að afgreiða stærri skip á þann hátt. Talsverð vélbátaútgerð hefur verið á Þórshöfn og er í vexti, Síðustu daga hefur verið unnið við línulagningu frá Þórshöfn og að Gunnarsstöðum af þrem sunnanmönnum og 8—10 heima mönnum. Átti því verki að vera lokið í sumar, en var geymt vetrinum og því óvíst, að lína manni geti leiðzt að lesa þessar frásagnir, fjölbreytilegar að efni og forvitnilegar. Kvöld- vökuútgáfan hefur verið heppin með val útgáfubóka. Hún hefur einkum valið þjóðlegt efni, sem þjóð vorri hefur löngum verið hugstætt. Enn er von fleiri bóka af því tagi þaðan. í þessu sambandi má ekki gleyma tíma- ritinu: Nýjar kvöldvökur, sem í seinni tíð hefur að langmestu leyti helgað sig ýmiss konar þjóðfræði, ævisögum og ættar- tölum, og hefur í því efni mjög notið aðstoðar Einars Bjarnason ar ríkisendurskoðanda, sem ó- hætt er að segja að sé mestur ættfræðingur á landi hér, síöan Hannes Þorsteinsson leið. Sá galli er þó á því riti, og brotið er leiðinlegt og pappír í lélegra lagi. □ Þrj ár Setbergsbækur BLAÐINU voru að berast þrjár nýjar bækur frá Bókaútgáf- unni Setberg sf. í Reykjavík. Afreksmenn eftir hinn lands- kunna ritstjóra og rithöfund Jónas Þorbergsson, fjallar um æviþætti merkra manna, drauma og dulræn fyrirbæri. Bók þessi skiptist í fjóra höf- uðkafla: Sá fyrsti er um afreks- menn, annar um Kristján ríka í Stóradal og dirfskubrögð hans, þriðji kaflinn og megin- hluti bókarinnar er um Jónas Sveinsson í Bandagerði og sá fjórði um drauma hans og ýms dulræn efni. í straumkastinu heitir önnur Setbergsbók og er eftir Vil- hjálm S. Vilhjálmsson blaða- mann og rithöfund. í þessari bók eru 33 þættir, viðtöl og frá- sagnir af sjómönnum og útgerð- armönnum, og má segja, að þar kenni margra grasa. Viðtölin eru frá 37 ára blaðamannsferli höf. og hafa öll birzt áður. Litli Reykur heitir þriðja Set bergsbókin og er myndskreytt barnabók, sem Vilbergur Júlí- usson endursagði. Q þessi færi þeim 12 bæjum raf- magn fyrir jól, sem lofað hafði verið. Fé er víðasthvar komið á gjöf. Á snjóinn bætir næstum á hverjum degi. Sama og ekkert er róið vegna stopulla gæfta. Nú er læknislaust í Vopna- firði og verður því hinn góði læknir okkar að gegna því læknisumdæmi ásamt sínu. Það er of mikið fyrir einn lækni, einkum þegar vegir eru lítt eða ekki færir bifreiðum og allar ferðir því bæði tímafrekar og erfiðar. Illfært er nú til Vopna- fjarðar. Vegalengdin frá Fagra- dal í Vopnafirði til Krossavíkur í Þistilfirði er um 160 km, en innan þeirra takmarka þjónar nú Friðrik læknir, meðan lækn islaust er í Vopnafirði, . □ - ESJA LAGÐIST AÐ BRYGGJU Á ÞÓRSHÖFN iii i n iiniiiiiiiiiiiMiiniiiiiiiiii iii 111111111 iiiii 1111iii111111111111.ini iiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiii ii JÓNAS JÓNSSON FRÁ HRIFLU: Bezta veraldarsaga á tmigu stórþjóða UM MÖRG undanfarin ár hefur amerískur sagnfræð- ingur og ritsnillingur unnið að því að rita í nokkrum bindum sögu menningarþjóð anna frá upphafi ritaðra heimilda fram að stjórnar- byltingunni miklu. Höfund- ur þessa verks heitir Will Durant. Hann hefur ferðast tveim sinnum umhverfis jörðina og auk þess dvalizt oftsinnis í þeim löndum, þar sem söguefnin eru flest og mest. Nú í haust geta íslenzkir bókavinir sannreynt hvort þessi tilþrifamikli rithöfund- ur hrífur hug greindarfólks á fslandi með svipuðum hætti og í stórlöndum heims ins. Þessi tilraun verður enn auðveldari hér á landi fyrir það, að menntamálaráð gef- ur bókina út sem félagsbók og mjög ódýra. Er vel til út- gáfunnar vandað um þýðing- una, pappír, prentun, mynd- ir og band. Tilgangur þeirra sem standa að útgáfunni er að feta í spor Jóns Sigurðs- sonar og samherja hans í stjórn Bókmenntafélagsins þegar þeir dreifðu til bóka- vina um allt land mannkyns- sögunni í mörgum bindum. Þá bók ritaði Páll Melsteð á Bessastaðamál þeirrar tíðar. Saga Páls og fornsögulestur á sveita- og bæjaheimilum hafði gagngerð áhrif á rit- færni almennings í landinu og svo getur farið enn. Náms fólk í skólum landsins kynn- ist þar við skyldustörfin söguheimildum, þar sem leggja verður megin áherzl- una á að muna óteljandi sundurlaus smáatriði, ártöl, heiti þjóðhöfðingja o. s. frv. Bók Durants breytir í engu um skólasöguna, en allir eiga heimili og flestir nokk- urn bókaforða. Þar á hin nýja saga heimá. Önnum kafið fólk grípur tómstundir, opnar söguna og finnur heill andi mynd af mannlífinu. Því að það er alltaf eins. Fólkið á Bergþórshvoli og Hlíðarenda er hversdagsleg- ar, mannlegar verur eins og lesendur Njálu, sem verða hugfangnir af frásögninni af því að mannvit og ritsnilld- arsagnaritun lyftir þessari fjarlægu tilveru á hátt stig í heimi sögu og listar. Saga Durants er góð þó að hún geti ekki og eigi ekki að vera ný Njála. Ef lán er með, getur slík útgáfa vakið söguáhuga landsmanna, sem hefur óneitanlega dofnað síð an fornsögurnar hættu að vera lifandi bókmenntalind á ótal heimilum. Innan tíðar mun einn af hinum starfsfúsu og vel rit- færu Norðlendingum segja lesendum Dags hvernig hon- um Iízt á þessa tilvonandi heimalesbók á mörg hundr- uð heimila í byggð og bæ á íslandi. O IIIIIIIMIIIII - AFLATRYGGING SJAVARUTVEGSINS (Framhald af blaðsíðu 8) ur oftar en einu sinni verið til umræðu á fiskiþingi og þar komið fram ýmsar tillögur, til breytinga. Útgerðarmenn og sjó menn víðs vegar um land eiga talsvert erfitt með að fylgjast með starfsemi sjóðsins og starfs reglum. Stundum þykir af- greiðsla bóta ganga nokkuð seint, þótt fé sé fyrir hendþ og kann það að stafa að einhverju leyti af því, að útgerðarmenn geri sér ekki Ijóst, að ætlazt sé til, að þeir sendi sjóðsstjórn eða umboðsmanni hennar aflaskýrsl ur, hvort sem sótt er um bætur eða ekki, og haldi, að skýrslur til annarra opinberra aðlia nægi. Er það raunar vorkunn- armál, því að skyldur til skýrslu gjafar eru svo margar orðnar hér á landi, að leikmenn í skýrslugerð eiga fullt í fangi með að uppfylla þær allar. Á þessu ári hefur borið nokkuð á kvörtunum út af starfsemi sjóðs ins, a. m. k. í sumum landshlut- séu á rökum byggðar, og ef svo reynist, hvort göllum á lögun- um sé þar um að kenna. Það fyrirkomulag orkar tví- mælis að láta bátaútgerð og tog araútgerð hafa sameiginlega aflatryggingu á þann hátt, sem lögin frá 1962 gera ráð fyrir. Með tilliti til þess, sem sagt hefur verið hér að framan, þyk- ir tímabært, að nú fari fram gaumgæfileg athugun á 14 ára reynslu trygginga hér á landi og að sem flestum, er hlut eiga að máli, verði gefinn kostur á að láta uppi álit sitt og færa rök fyrir nýmælum, sem uppi hafa verið og uppi kunna að verða, þegar endurskoðun er hafin. Það er stórmál fyrir þjóð félagið að draga úr áliættu fisk- veiðanna, eftir því sem unnt er og á skynsamlegan hátt, og þá ekki sízt með tilliti til þess, að hægt sé að hagnýta fiskimiðin sem víðast við landið, án þess að menn hljóti slík áföll, þegar illa árar á sjónum, að þeir bíði þess ekki bætur. Allmikið fjár- magn er nú fengið aflatrygginga sjóði í þessu skyni, en því meira sem það fjármagn er eða verð- ur, því meira máli skiptir, að lagaákvæði um starfsemi hans séu sem raunhæfust og svo vei úr garði gerð sem unnt er. Q

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.