Dagur - 27.11.1963, Blaðsíða 1

Dagur - 27.11.1963, Blaðsíða 1
. ... ./ Málgagn Frí\ms6knarmanna Kjtstjópa: Erungur Davídsson Skrifstofa í Hafnarstræti 90 Símar: Ritstjóri 1166. Auci.. OG: afcr. 1167. Prkntvfrk Oows Björnssonar h.f., Akurevrí AutU.ÝSÍNOÁSTJÓRl JÓN SÁM- ■ ' ÚÍX.SSÓN ..ÁliGANCURlNN KOSTAIÓ. KR-. 150,00; GJa'lpdac.i er 1. Jijlí BlaOID; KEjíUR VT Á,MIÐVIKÍJÍ>Ö0 VM OO Á•'LAt.’ÓAliiKKU'M, . ' ' - ; ÞEGAR ÁSTÆIÍÁ I-YKIR Tl!. 1 ^ . * - i’ J> V.L* • .. . I OPINBER ÁRÁS Á LANDBÚNAÐINN Allir minnast forsetakosn- inganna 1960, en þá var kosn- ingabaráttan mjög hörð og lauk með sigri Kennedys. Hann tók við embætti í árabyrjun 1961. Síðan óx vegur hans til hinnztu stundar. Stefna hans, sem hann lýsti einarðlega er hann vann embættiseið sinn, og sem hann skoraði á alla frjálsa menn að fylgja, var: Að berjast gegn verstu óvinum mannkynsins; harðstjórn, fátækt, sjúkdómum, Ráðherra notar falsrök á Alþingi í sl. viku ÞAU líðindi gerðust á Alþingi sl. miðvikudag, að ríkisstjórnin sagði bændastétt landsins stríð á hendur, samanber ræðu Gylfa ráðherra, sem telja verður einskonar stefnuyfirlýsingu ríkisstjórn- arinnar. í fyrsta lagi sendi ráðherrann bændum þá kveðju sína, að ís- lenzkur landbúnaður væri illa rekinn. Það þóttist hann sanna með því, að hér fengju bænd- ur hærra verð fyrir mjólk en stéttarbræður þeirra í nágranna löndunum. íslenzkur landbún- aður væri ekki samkeppnishæf- ur við erlendan landbúnað. Það myndi borga sig fýrir þjóðina að flytja inn landbúnaðarvörur. Landbúnaðurinn stæði iðnaði og sjávarútvegi langt að baki, hvað framleiðni snerti og væri hagvextinum fjötur um fót. Þá gerði ráðherrann tölulegan sam anburð á mjólkurverði hér og á Norðurlöndum, eins og það hefði vefið 1961. Mjólkin á ís- HEIMUR HARMI LOSTINN John F. Kennedy Bandaríkjaforseti myrtur SÍÐDEGIS Á FÖSTUDAGINN, 22. nóvember, barst sú frétt um heiminn, að forseti Bandaríkjanna, John F. Kennedy, hefði þann dag fallið fyrir byssukúlu launmorðingja í Dallas í Texas. Forset inn ók í opnum vagni ásamt konu sinni, frú Jacquelina og J. Connally ríkisstjóra í Texas og var á leið til sjúkrahúss eins og ætlaði að flytja þar ræðu, er riffilkúlur dundu á bifreiðinni. Kúla hæfði hægra gagnauga forsetans og var það banaskot. Tvær kúlur særðu ríkisstjórann, en bann er nú talinn úr lífshættu. Tilræðismaðurinn, var síðan skotinn til bana í höndum lögregl- irnnar af óbreyttum borgara. forseta. Erlendar fréttir bera það með sér, að um heim allan ríkir harmur. Utför forsetans fór fram á (Framh. á bls. 2) John F. Kennedy forseti var aðeins 46 ára. Hann var 35. for- seti Bandaríkjanna og sá fjórði í því embætti, sem var myrtur. Hann var fyrsti kaþólski for- seti Bandaríkjanna, gekk ung- ur í Demokrataflokkinn, var í herþjónustu 1941—1945 og gat sér frægð þar fyrir frábært hug- rekki. Skip hans var siglt nið- ur af japönum, en Kennedy tókst að bjarga flestum skips- félögum sínu, þrátt fyrir hættu- legt sár, sem síðan þjáði hann lengi. Þingmaður varð hann 1946 og til öldungadeildarinnar var hann kjörinn 1952, þá að- eins 35 ára gamall. styrjöldum og kynþáttamisrétti. Þessari stefnu var hann trúr og í krafti hennar varð hann mest- ur leiðtogi allra hinna fijálsu þjóða, virtur og dáður um heim allan. Aldrei hefur fráfall nokkurs erlends þjóðarleiðtoga snortið íslendinga jafn djúpt og almennt og lát Kennedys Bandaríkja- Miiiiiimiiiiiiiiiiuiimimmiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiin landi hefði kostað kr. 4.76 og verið kr. 1.26 dýrari. íslenzkir neytendur hefðu það ár greitt fast að 120 millj. kr. meira fyrir sama magn mjólkur en neyt- endur á Norðurlöndum, og fleira sagði ráðherrann í sama dúr, t. d. það, að bændum þyrfti að fækka. Segi menn svo að ekki sé til dyranna gengið, eftir að bænd- ur hafa á opnum vettvangi oft og mörgum sinnum, sýnt fram á það með rökum, að landbún- aðurinn byggi ekki við þá að- stöðu frá þjóðfélagsins hálfu, sem viðunandi væri. En svar það, sem nú var loks umbúðalaust gefið, er hnefa- högg í andlit allra þeirra, sem landbúnað stunda eða þýðingu landbúnaðar fyrir framtíðar- heill allrar þjóðarinnar, skilja. En rétt er að gera sér þess grein, að þótt ráðherra standi í dýrum og hafi fyrir hönd ríkis- stjórnarinnar hótanir í frammi og tölur á hraðbergi, sem vitni eiga að bera um vanvirðu bænda, eru bæði tölur hans og Nýr presfur í Hríseyjarprestakalli Hrísey 25. nóv. f gær var nýr prestur vígður til Hríseyjar- prestakalls. Það er séra Bolli Gústafsson frá Akureyri og mun hann þjóna kirkjunum tveimur, Hríseyjarkirkju og Stærri-Árskógskirkju með bú- setu í prestsbústaðnum í Hrísey. Séra Fjalar Sigurjónsson, sem hér hefur þjónað undanfarin ár, flytur nú í Suðursveit og þjónar Kálfafellsstað. í Hrísey er mjög dauft yfir atvinnulífinu, því lítið sem ekki sum önnur rök úr lausu lofti gripin. Sveinn Tryggvason hefur hrakið fullyrðingar Gylfa um mjólkurverðið og verð fleiri bú vara, svo gjörsamlega, að ráð- herrann stendur frammi fyrir alþjóð eins og illa gerður þing- maður og ómögulegur ráðherra. Sveinn birtir t. d. núverandi mjólkurverð 12 landa, þeirra á meðal Norðurlönd. Nokkuð af mjólkurfitunni er tekið úr (Framh. á bls. 2). er hægt að sækja sjóinn, enda kemur það út á eitt því ekkert fiskast, að heitið getur. Verkalýðsfélagið hefur háft bingókvöld tvisvar sinnum við sæmilega aðsókn. Töluverður snjór er í eynni. Rjúpurnar eru heilög dýr í Hrísey og aldrei skotnar. Þær eru því mjög gæfar og eru stundum hér í blómagörðunum og á götunum og eta jafnvel með hænsnum. □ Tekur sætiá Alþingi HJÖRTUR ÞÓRARINSSON bóndi á Tjörn, fyrsti varaþing- maður Framsóknarmanna í Norðurlandskjördæmi eystra, tók í gær sæti á Alþingi vegna fjarveru Ingvars Gíslasonar næstu vikur. Hjörtur hefur ekki áður átt sæti á Alþingi.n Gamla rafstöðin Nýlega samþykkti Rafveitu- ; ; stjóm Akureyrar, að gefa i : Iðnskóla bæjarins og vænt- ; : anleguin tækniskóla gömlu i I Glerárstöðina; rafstöðina. ! : sem byggð var við Glerá ár- i i ið 1922. Glerárstöðin er enn : : nothæf. Þar eru tvær vatns- ; i vélar og disilstöð að auki, i i sem framleitt geta saman- i ; lagt 300 k\v. Þetta er mikil i gjöf og verður eflaust mörg- ; um að gagni. □

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.