Dagur - 27.11.1963, Blaðsíða 5

Dagur - 27.11.1963, Blaðsíða 5
4 9 Baguk Lefrað á vegginn í UMRÆÐUM á Alþingi um frum- varp Framsóknarmanna um ráðstaf- anir til að stuðla að jafnvægi í byggð landsins, komst framsögumaður málsins, Gísli Guðmundsson, m. a. að orði eitthvað á þessa leið: Ef til þess kemur að þjóðin leggur lands- byggð sína í eyði að meira eða minna leyti, t. d. fyrir norðan, austan og vestan, og safnast öll saman suður við Faxaflóa, mun hún ekki lengur verða ein í landi sínu. Einhverjir úti í heimi myndu þá fá áhuga fyrir þessum landshlutum og telja þá I byggilega. I»eir, sem nú þykjast hafa öðru þarfara að sinna en aðkallandi ráð- stöfunum gegn samdrætti lands- byggðarinnar, hafa e. t. v., ef þeir á annað borð liafa gefið þessum orðum nokkurn gaum, hugsað sem svo, að þarna væri um óraunhæfar bollalegg ingar að ræða. En hvað skeður? Hinn 21. þ. m. prentar aðalmálgagn ríkisstjórnar- innar, Morgunblaðið í Reykjavík, þýðingu á grein, sem það segir, að hafi vakið athygli á Norðurlöndum og birzt hefur í blaði einu í hinu þéttbýla eyríki Jamaica í Vestur- heimi. En þar á fólk af „þeldökkum" kynstofnum við mikil landþrengsli að búa. Greinarhöfundur, þarlendur maður, skorar á ríkisstjóm sína, að fara þess á leit við Norðurlönd, að þau taki við svo sem 100 þús. inn- flytjendum frá Jamaica. Höf. ræðir fyrst um Noreg og Svíþjóð og segir síðan: „Og enn get ég haldið áfram. ísland er einnig raunverulega óbyggt land. Þar er óhemja af heitum upp- sprettum, og þar eru ótæmandi möguleikar. Við höfum keypt salt- fisk frá íslandi, og íslendingar hafa látið í ljós samúð sína með öllu lit- uðu fólki“. En það er ekki aðeins þessi „þel- dökka“ eyþjóð í Mexikóflóa, sem nú telur sig eiga við landþrengsli að búa. Slíkar þjóðir munu án efa á komandi tímum vænta „samúðar" hjá þeim, sem ekki hafa tök eða vilja á, að byggja lönd sín. Þær munu eiga erfitt með að skilja, hvers vegna þær megi ekki hagnýta landsvæði, sem hafa verið yfirgefin af öðrum. Austur í Babílon sáu gestir í kon- ungsveizlu fyrir 2500 árum, að ósýni- leg hönd skrifaði á vegginn gullna stafi. Konungurinn fékk til fróða menn að þýða hið gullna letur. Þetta var hin fræga aðvörun: „í nótt verð- ur ríki þitt af þér tekið og gefið öðrum“. Greinin, sem Morgunbl. birtir eft- ir manninn á Jamaica er ekkert dul- arletur. Hún er íslendingum glögg og holl aðvörun, sem allir geta gert sér grein fyrir. Aðvörun um það, að ef íslendingar hætta að byggja land sitt, mun hér að líkindum, áður en langir tímar líða, ekki lengur verða ein þjóð, og þá verður sjálfstæði ís- lendinga einnig hætt. Hér sýnir sig svo, hvort letrið á veggnum hefur einhver áhrif á af- stöðu þings og stjórnar til málefna þeirra, sem móta verður fyrir lands- byggðina. □ Sigurður Krisfinsson Fæddur 2. júlí 1880 - Dáinn 14. nóv. 1963 MINNING ÞANN 14. þ. m. flutti ríkisút- varpið þá fregn, að Sigurður Kristinsson fyrrverandi fram- kvæmdastjóri Kaupfélags Ey- firðinga og síðar forstjóri Sam- bands íslenzkra samvinnufélaga væri látinn. Eigi var þessi dánarfregn þess eðlis, að hún kæmi svo mjög á óvart. Hvorttveggja var, að ald- ur Sigurðar var orðinn allhár, og vitað að heilsa hans stóð tæpt. Engu að síður setti mig hljóðan við þessi tíðindi og sú skynditilfinning greip um sig, að eitthvað væri daprara eftir en áður. Ég ætla að ég hafi ekki verið einn um þetta, heldur einn af fjöldanum, er þekkti Sigurð Kristinsson. Maðurinn var slík- um eðliskostum búinn, að hann varð þeim, sem honum kynnt- ust, einkar kær. Sigurður Kristinsson var fæddur í Öxnafellskoti í Eyja- firði 2. júlí 1880. Foreldrar hans voru hjónin þar, Kristinn Ket- ilsson og Hólmfríður Pálsdóttir. Sigurður ólst upp hjá foreldrum sínum ásamt þrem bræðrum, sem allir urðu landskunnir menn. Fjórtán ára gamall fór Sig- urður úr foreldrahúsum og varð að sjá fyrir sér sjálfur úr því. Á þeim árum var ekki heiglum hent að afla sér menntunar án aðstoðar, en þótt fé væri lítið fyrir hendi, sótti Sigurður um vist á gagnfræðaskóla Möðru- valla og lauk þar gagnfræða- prófi með lofsamlegum vitnis- burði 1901. Næstu ár stundaði hann ýmis störf, bæði til sjós og lands. Réðst til verzlunarstarfa um fjögurra ára skeið við Túliníus- arverzlun á Fáskrúðsfirði, eða til ársins 1906, að hann gekk í þjónustu Kaupfélags Eyfirðinga. Þar starfaði hann til ársins 1924 og hafði þá verið forstjóri félags ins formlega um fimm ára skeið, þó forstjórastörfin leggðust í raun og veru á hann að mestu frá 1915, í fjarveru Hallgríms, bróður hans. Er Hallgrímur Kristinsson lézt 1923, réðst Sig- urður sem forstjóri til Sam- bands íslenzkra samvinnufélaga, og því starfi gegndi hann til árs- loka 1945, en baðst þá undan endurkosningu. Árið 1948 var hann'kjörinn formaður stjórnar SíS og síðan endurkjörinn til ársins 1960, að hann baðst und- an endurkosningu. í ríkisstjórn Islands átti hann sæti sem atv. málaráðherra 1931 í 5 mánuði. Sigurður var kvæntur ágætri og mikilhæfri konu, Guðlaugu Hjörleifsdóttur prófasts Einars- sonar, Undirfelli, Vatnsdal. Þau eignuðust tvo sonu, Hjörleif list málara og Kristin lögfræðing, báðir búsettir í Reykjavík. Hjá þeim hjónum ólst upp Valgerð- ur Sigurðardóttir, sem nú er gift kona og búsett í Reykjavík. Frú Guðlaug lifir mann sinn, en hann lézt 14. nóv. sl. Það er naumast þörf að rekja æviatriði og ætt Sigurðar Krist- inssonar í lengra máli hér, enda án efa gjört af öðrum, er sterk- ari eru á svellinu í þeim efnum. Það er maðurinn sjálfur, er ég vildi minnast að leiðarlokum, eins og hann kom mér fyrir sjónir, og það lífsstarf, er hann leysti af höndum. Það var eitt sinn trú, að miklu réði um ævi manna og lífsstarf, á hvaða augnabliki þeir væru bornir inn í þennan heim. Hvert heldur væri á hamingjustund eða undir heillastjörnu, sem það var stundum nefnt, eða hið gagn stæða. Fáa áhangendur mun nú slík trú eiga á okkar tímum, þó má ef til vill færa þetta til nokkurra sanninda í víðari skiln ingi. Hver tími í lífi þjóða hefir sín viðfangsefni og hugsjónir að vinna að í þágu þjóðfélagsins. Erindi einstaklingsins inn í þennan heim, og lífshamingja hans fer þá fyrst og fremst eftir því, hvaða viðhorf hann tekur til verkefna samtiðar sinnar, af hvað miklum heilindum hann vinnur starf sitt og hversu heilla ríkt starfið reynist. Ut frá þessu sjónarmiði má hiklaust segja að Sigurður Kristinsson væri fædd ur á heillastund, undir heilla- stjörnu og varð hann hamingju maður. Sigurður er fæddur á önd- verðu vakningatímabili í ís- lenzku þjóðlífi. Stórar hugsjón- ir og þjóðfélagshreyfingar eru í uppsiglingu. í loftinu lá einskon ar vorþeyr og vaknandi vonir, um bjartari tíma framundan, bæði í andlegu og efnalegu til- liti. Nú skyldi taka höndum til og láta vonir rætast. Ein þessara hugsjóna var sam vinnuhugsjónin og samvinnu- hreyfingin, er hún fæddi af sér. Barátta samvinnuhreyfingar- innar beindist fyrst gegn út- lenda kaupmannavaldinu í land inu. Þá baráttusögu er óþarfi að rekja hér, það er alkunna. Þeir Öxnafellskotsbræður, með elsta bróður sinn Hallgrím í broddi fylkingar munu strax og þroski og aldur fæx-ðist yfir þá hafa tekið þátt í þeirri bar- áttu, enda er Hallgrímur þegar um aldamótin kominn í fremstu línu og sótti djarft fram. Það er hann, sem stofnar fyrsta Kaup- félagið, er rekur opna sölubúð á samvinnugrundvelli, „Kaup- félag Eyfirðinga". Áður hafði baráttan verið háð í gegnum pöntunarfélög. Hallgrímur Kristinsson hefir ásamt mörgum mikilsverðum andlegum hæfileikum og glæsi- leik hlotið að vera mannþekkj- ari góður, það sannar hið mikla mannvel er hann safnaði í kring um sig, og samvinnufélögin njóta góðs af enn í dag. Hallgrímu^ lét sér ekki sjást yfir bróður sinn, Sigurð, sem hafði þá lokið gagnfræðaprófi, en hafði er hér var komið sögu unnið við verzlunarstörf austur á landi um fjögurra ái’a skeið. Strax og Hallgrímur hefir gengist fyrir stofnun Kaupfélags Eyfirðinga og tekið að sér fram kvæmdastjórastörf, kallar hann Sigurð bróður sinn til starfa við félagið. Sigurður gegnir kalli og ræðst einn starfsmaður hjá félaginu, og þá um leið önnur hönd Hallgríms. Þar með er teningunum kastað. Samvinnu- málunum helgaði Sigurður síð- an hug sinn, hjarta og starfs- ox-ku. Maðurinn var aldrei hálf- ur í neinu. Sigurður Kristinsson. Sennilega hefir Sigurð ekki grunað, er hann gekk í þjónustu Kaupfélags Eyfirðinga að hann yrði innan skamms fram- kvæmdastjóri þess, og enn síð- ur hitt, að starfsferill hans inn- an samvinnusamtakanna yrði í raun og veru nákvæmlega hinn sami og bróður hans, Hallgríms. En sú varð þó raunin. Hann tók við framkvæmdastjórastarfi hjá Kaupfélagi Eyfirðinga, er Sam- band íslenzka samvinnufélaga var stofnað undir núverandi heiti og starfrækt í Reykjavík og Hallgrímur hafði ráðist sem forstjóri þess, og síðan, er Hall- grímur féll frá var Sigurður fenginn til að taka að sér for- stjórastarf SÍS. Það er fjarri mér að fai'a í mannjöfnuð með þá bræður Hallgrím og Sigurð, enda því miður hafði ég ekki haft náinn kynni af Hallgrími. En þeir munu að ýmsu leyti hafa verið ólíkir, sem kom fram í daglegri framkomu og starfsháttum, þó hinn. andlegi grunnur væri þeim sameiginlegur í aðalatriðum. Ég ætla þó, að svo hafi skip- ast málum í starfi þeirra, að þeir hafi hlotið það forystustarf innan samvinnufélaganna er hverjum þeirra var bezt gefið að leiða og leysa farsællega. Hallgrími að kveikja og halda við eldi hugsjónanna og hrinda málunum af stað og fram- kvæmd, en Sigurði að leiða starfsemina yfir erfiðleika og krepputíma. En þetta hlutskipti hlaut Sigurður, bæði sem fram- kvæmdastjóri KEA og sem for- stjóri SÍS. Þetta viðfangsefni mun hafa verið þyngra að leysa en flesta grunar, en þessa þrek- raun leysti Sigurður af hendi með þeim ágætum að ekki verð- ur fullþakkað. Eðliskostir hans komu þá skýrt í ljós, bráð- greind, takmarkalaus elja, æðru leysi, skapfesta og ekki síst vin átta hans og frábær samstaða við starfsmenn sína og Kaup- félagsstjóra út um land allt. Gegnum allt hið velheppnaða starf Sigurðar Kristinssonar í samvinnumálum á íslandi verð- ur nafn hans áreiðanlega á sögu spjöldum samvinnuhreyfingar- innar letrað ljósi letri eins og maðurinn var sjálfur bjartur og hlýr. Það væri auvðvelt og jafnvel freistandi að skrifa langt mál um Sigurð Kristinsson, en ég ætla að það mundi honum sjálf- um fjarri skapi, því ekki hefi ég um langa ævi kynnst öðrum, er yfirlætis, og fordómalausari væri en hann. Ég efast mjög um að honum hafi sjálfum verið eðliskostir sínir Ijósir og van- metið þá, taldi sig lítið eða ekki yfir meðalmennsku hafinn og lítt til forystu fallinn. Slíkt mun að vísu jafnan sjálfsmat góðra og mikilhæfra manna. Hann virt ist ekki skilja hveð því olli að honum væru falin svo stór og vandasöm vei'kefni og hann hlaut. En öðrum var þetta auðvelt að skilja. Hans rólega og góða greind, skapfesta og trúmennska í starfi var öllum ljós, er af honum höfðu nokkur kynni. Þetta, þó ekki hefði komið fleira til voru eiginleikar er hlutu að lyfta honum hátt. Og er þó, ótalinn sá þáttur í eðlis- fari hans, sem allra var sterk- astur og hamingjudrýgstur. Hann átti það hjai-talag, að hann vann traust og vináttu hvers, sem hann stai-faði með. Engan hæfileika er betra að eiga sér óafvitandi en þennan fyrir mann, sem til forystu er kjör- inn. Hann ber þúsundfaldan ávöxt í samstarfinu. Sigurður Kristinsson var vissulega fæddur á hamingju- stundu, undir heillastjörnu. Honum auðnaðist sú hamingja að vera í fremstu línu og fram- herjaröð í bai-áttu fyrir þeirri völdugustu, göfugustu og heilla- ríkustu félagsmálahreyfingu er gengið hefir yfir íslenzka þjóð og um langt skeið í foi'ystu- stöðu. í þeirri baráttu ávann hann sér virðingu og vináttu bæði samherja og mótstöðumanna. Og honum auðnaðist að sjá sam vinnuhreyfinguna standa föst- um fótum í íslenzkum þjóðmál- um, og einn hinn öflugasta afl- vaka í framvindu íslenzkra at- vinnuhátta til bættra lífskjara í þessu landi. Að leiðarlokum senda Ey- firzkir samvinnumenn að dánar beði látins foriixgja og vinar, heitar kveðjur og þakkir, og ég veit að ég má stækka þennan hring og vinahóp og bera kveðj- una og þakkiraar fram í nafni allra norðlenzkra samvinnu- manna. Jafnfi-amt vil ég fyrir hönd okkar allra flytja konu og fjöl- skyldu hins látna hjartanlega samúðarkveðju. Þórarinn Kr. Eldjárn. „DÁINN HORFINN“. Þessi orð Jónasar komu mér í hug þegar ég heyrði lát Sigurðar Kristins- sonar 14. þ. m. Ég hefði og get- að bætt við „Harmafregn". Að vísu er ekki hægt að segja, að lát hans kæmi með öllu á óvart, því hann var kominn á þann aldur þegar jafnan má við slíku búast. Hér í blaðinu verður ræki- lega skrifað um Sigurð af öðr- um en mér. Ég mun því ekki rekja æviferil hans, heldur láta nægja fáein minningar og kveðjuoi'ð. Að sjálfsögðu þekkti ég Sig- urð Kristinsson frá því að hann gerðist starfsmaður Kaupfélags Eyfirðinga árið 1906 og þó enn meira eftir að hann varð fram- kvæmdastjóri félagsins á árs- byrjun 1918. Mest urðu þó kynni okkar eftir að ég var kos- inn í stjórn Kaupfélagsins 7. api'íl 1921. Er mér enn minnis- stætt hvað hlýlega hann bauð mig þá velkominn í stjórnina. Er það og fljótsagt, að mér betri og elskulegri manni hef ég aldrei unnið og þó átt marga ágætis samverkamenn á lífsleið- inni. Um þetta leyti var hið mesta vandræða ástand í hérað- inu (og raunar um land allt). Verð á afurðum hafði verið mjög hátt haustið 1919, eftir því sem þá þótti. Bjuggust margir við áframhaldi á því og miðuðu því úttekt sína við það. Svo hríð féllu allar afurðir næsta ár. Komust þá flestir í skuldir og ekki hvað síst við Kaupfélagið. Nú var það að sjálfsögðu starf Sigurðar, að gera ráðstafanir til að innheimta þessar skuldir. Hann gekk að því verki með festu og einbeitni, en þó með þeirri mannúð og mildi, að fáir eða engir munu þeir vera, sem ekki fundu, að hann vildi þeim einungis vel. Ég get sjálfur um þetta borið, því ég var þá einn af hinum skuldugu félagsmönn- um. Og svo hvarf Sigurður Krist- insson úr Eyjafirði árið 1923, til víðtækai'i starfa í Reykjavík, sem forstjóri Sambandsins og gengdi þeim til ársloka 1945, er hann fékk lausn frá þeim að eigin ósk. Þá sjálfsagt oi'ðinn mjög þreyttur eftir mikla vinnu, því oft mun hann hafa unnið langan vinnudag og jafnvel næt urnar með. Hann var þó kosinn fox-maður Sambandsins árið 1948 og gengdi þeim starfa þar til hann var áttræður að aldri árið 1960. Störf hans í þágu ís- lenzkra Samvinnufélaga þekki ég mikið minna, heldur en störf hans hér og fjölyrði því ekki um þau. Veit þó að hann rækti þau af sömu alúð, drengskap og kostgæfni eins og öll önnur störf sín. Annar þátt í ævistai'fi Sigurð- ar Kristinssonar þekki ég aftur á móti vel. Það er þátttaka hans í stjórnmálum. Á því sviði lét hann að vísu ekki mikið á sér bera, en notadrjúg ui'ðu áhrif hans þar sem annars staðar. Sig- urður fylgdi Framsóknarflokkn- um að málum og átti lengi sæti í miðstjórn hans. Eftir að Tryggvi Þórhallsson rauf þing- ið 14. apríl 1931, hófst hreint uppi'eisnarástand í Reykjavík og stóð í viku. Þá var það (ef til vill vafasama) x'áð tekið, að tveir ráðherranná, Jónas Jóns- son og Einar Árnason, sögðu af sér. Gerði þá Sigurður það fyrir flokkinn að fara í ríkisstjórn- ina með Ti-yggva og var hann atvinnumálaráðherra frá 20. apríl til 20. ágúst það ár. Mikil óeining var í flokknum á flokks þingi hans árið 1933, þegar það skipulag var upp tekið, sem gilt hefur síðan í aðal atriðum. Þá var það þó gei't til sátta, að Sig- urður var kosinn formaður flokksins og gengdi hann því stai-fi í eitt ár. Honum treystu báðir armar flokksins og með réttu. Þetta sama haust vildu Framsóknarflokkurinn og Al- þýðuflokkurinn mynda „vinstri“ stjórn og að Ásgeiri Ásgeirssyni frágegnum, var Sigurði falin stjórnai-myndunin. Tveir þing- menn Framsóknarflokksins skár ust þó úr leik og vildu ekki styðja slíka stjórn vegna skil- yi'ðis, sem Alþýðuflokkurinn setti. Hægt var samt sem áður að mynda þessa stjórn á þing- ræðislegan hátt, en þó óvíst að hún kæmi málum sínum fram í þinginu. Sigurði þótti þessi að- staða of veik og hafnaði því stjórnarmynduninni. Sýnir það bæði hógværð hans og gætni. ÖIl mín kynni af Sigurði Krist inssyni, sem voru töluverð, voru slík, að betx'i og elskulegri mann hef ég aldrei þekkt og að m. k. fáa hans líka, hafi nokkrir ver- ið. Ég segi eins og eitt sinn var sagt um annan ágætismann: „Hann kemur mér jafnan í hug er ég heyi'i góðs manns getið“. Ég sendi ekkju Sigurðar, frú Guðlaugu Hjörleifsdóttur börn- um þeirra og öðrum ástvinum mína innilegustu samúðai'- kveðju. Q Bernharð Stefánsson. í TILEFNI af áttræðisafmæli Sigurðar Kristinssonar, skrifaði ég greinarkorn, sem birtist í Tímanum 2. júlí 1960. Gat ég þar að nokkru ættar hans og athafna hér norður frá. Ætla ég því ekki að endurtaka það hér, enda er því sama efni gerð góð skil í grein um hér að framan. Til viðbótar vildi ég aðeins láta fylgja nokkur fátækleg þakk- lætisorð frá mér. Þó ég í áminnstu greinar- korni bæri fram, til Sigurðar Kristinssonar, þakklæti fyrir mína hönd og sveitunga minna, finn ég sárt til þess, nú, er veg- ir skiljast — um sinn —, hve óendanlega mikla þakkarskuld ég á honum ógreidda fyrir öll hollráðin hans og ástúðina í minn garð, fyrr og síðar. — Síð- ast í fyrravetur, er ég lá sex vikur í sjúkrahúsi í Reykjavik, fórnaði hann tíma sínum til að vitja mín á hvei'jum einasta degi. Slíka ástsemd geta þeir einir metið, sem sjúkir eru fjarri heimili og ástvinum. — Ég, og synir Kristins og Hólmfríðar, vorum uppaldir svo að segja á sama bænum, og jafn vel stundum undir sama þaki. Ég hafði því góða aðstöðu til að gei-þekkja þá, eðli þeirra og upplag. Við vorum systkinasyn- ix', og þó nokkur væri aldurs- munur á sumum okkai', var breytni okkar allra hvers í ann ars gai-ð því líkust sem við vær- um fimmburabræður. Á allri okkar samleið hefur aldrei bor- ið skugga á ástsemd þeirra til mín. Þeta hefur ætíð verið mér óumræðilega mikið þakkarefni. — Þegar við fx'ændur og vinir úr nágrenninu iðkuðum okkar barna- og æskuleiki, kom það stundum fyrir, að kappið í leikn um leiddi suma okkar afskeiðis frá réttum leikreglum. En þeg- ar svo vai'ð, var Sigurði ætíð að mæta með mildum og hógvær- um aðfimxslum og leiðbeining- um, sem umyrðalaust var þeg- ar hlýtt. Við vissum vel að hann gerði sig aldrei sekan um slíkt. Þegar þetta kom fyi'ir, að brögð væri höfð í tafli, var Sig'- urður vanur að segja: „Þetta er ekki að marka“, aldrei stærri oi'ð aldrei sáryrði aðeins föður- leg áminning í fullri vinsemd. Ég rifja þetta upp nú, því einmitt þetta einkenndi allt at- hafnalíf Sigurðar. Heiðarleiki til orðs og æðis í hvívetna, voru þær leikreglur, sem honum voru heilagar. Möguleikar, sem störf hans veittu honum, um að geta notað aðstöðu sína til fram dráttar eigin hagsmunum, freist uðu hans aldrei. Allt slíkt bönn- uðu þær ströngu leikreglur, er hann lifði eftir. Þetta var öllum samferðamönnum hans vel Ijóst. Grandvarleiki hans á öll- um sviðum athafna, skópu hon- um þá skjaldborg, sem skæðar tungur persónulegra árása skirrðust jafnan við að rjúfa. Og þannig var allur starfs- dagur Sigurðar Kristinssonar frá morgni til kvölds. En nú er sumar starfsdagsins liðið. Haustið og lauffallið af lífsmeiði þínum ,vinur, kom o£ snemma, að okkur fannst. Við þráðum að mega lengur njóta hollráða þinna og ástríkis. En sköp hljóta að ráða. Og þegar meiður þinn var að mestu rúinn blaðskrúða sínum, rétti Drottinn lífsins út hönd sína og hóf barnið sitt sér að hjarta. Og við trúum því, ást- vinir þínii', að þar vei'ði lífs- meiður þinn aftur gæddur nýju, litskæru blaðskrúði, og þér gef- inn nýr og fagur starfsdagur. Við fögnum yfir því. Og í þessari trú kveð ég þig, kæri bróðir minn, með heitu, djúpu þakklæti, um leið og ég votta þínum nánustu ástvinum hjartans samúð mína. Hólmgeir Þorsteinsson. Will Durant: RÓMA- VELDI. Fyrra bindi. Jón- as Kristjánsson íslenzk- aði. Bókaútgáfa Menning- arsjóðs. Reykjavík 1963. EINHVER fyrsta bókin, sem ég eignaðist vestan við haf, var Heimspekissaga (The Stoi-y of Philosophy) eftir Will Dui'ant. Ég var lengi búinn að velta þessari bók fyrir mér í bóka- búð og líta hana gii'ndai'auga, en hún kostaði 5 dollara, og það var talsverður skildingur í þá daga, þegar fá mátti góðar bæk- ur fyrir einn. Ekki voru vasarn- ir heldur of þungir af jax'ðnesk- um fjái'sjóðum hjá þeim, sem nýlokið höfðu námi með skuldir á bakinu og þurftu að hefja bú í fjai-lægu landi. Þess vegna hugsaði ég mig um tvisvar, áður en ég fleygði dollai'num fyrir bók um heimspekinga, enda þótt miklir væru, og taldir með mestu ljósum mannsandans. Var ekki nær fyrir fátækan prest að láta sér nægja að lesa sína Hei- lögu ritning, eins og stéttai'bræð ur hans höfðu gert frá ómuna- tíð, og sniðganga „heiðindóm- inn?“ Nú leið fram á aðfangadag jóla. Ég var búinn að semja jóla ræðurnar, og konan var byrjuð að steikja kalkúninn, sem góð- ur vinur hafði sent okkur í há- tíðamatinn. Þá verð ég var við það, að einhver sút er í kon- unni og þegar ég fer að grennsl- ast eftir, hvað að henni gangi, komst ég að því, að hún var óhuggandi yfir því að hafa ekki ráð á að gefa mér jólagjöf. Datt mér nú snjalli'æði í hug. Ég tók seinasta fimm kallinn, sem við áttum í eigu okkar og segi henni, að ef hún tími að fórna þessum peningi fyrir sex hundr- uð blaðsíðna bók um Plató og Kant og aðra menn þvílíka, þá geti hún ekki gefið mér betri gjöf, og með ánægju skuli ég skreppa niður í bæinn, því að enn var ekki búið að loka búð- um, til að draga þessa dýi-mætu bók í búið. Tók þá að hýrna yfir frúnni og setti hún á mig trefil og strút, og þar með gat ég með góðri samvizku keypt bókina. Enn eftir 35 'ar man ég eftir því, hversu sæll ég var í hjarta mínu, þegar ég gekk heim á leið með bókina undir hendinni í 30 stiga frosti og marrandi snjó, undir tindi'andi stjörnum. lega var það vegna þess, hvað Og konan var sæl, þegar ég þetta fyrsta mikla ritvei'k hans hafði keypt fyrir hana þessa fékk góðar viðtökur, að hann jólagjöf handa sjálfum mér. réðst í það stórvirki að ski'ifa Bráðum var hringt til tíða. Þetta menningarsögu veraldar frá urðu gleðileg jól. Og dagana þar upphafi, og er það vei'k nú orð- á eftir sá ég enn til stjai'nanna, ið að minnsta kosti sjö feyki- meðan ég var hugfanginn að mikil bindi, sem jafnast á við lesa þessa dásamlegu bók. Þeirr tvær stórar bækur hvert. Fyrsta ar fjárfestingar hefi ég aldi'ei bindið er um menningai'arf iðrast fremur en annarar, sem Austui'Ianda, annað um menn- til góði'a bóka hefur gengið. ' ingu Grikkja frá 1200 til 146 f. K. Þriðja bindið nefnist: Cæsar and Christ, og fjallar það um sögu Rómverja um 1200 ára bil frá upphafi fram á daga Constantínusar mikla. Þá tekur við saga miðaldakirkjunnai', Renaissancinn, Siðbótartímarn- ir og VII bindi heitir: The Age of Reason. Allt þetta geysilega ritvei'k er skrifað af sömu inn- lifun, snillilegt að efni og orð- Þetta fyrsta stórverk; Will fseri. Durants hafði komið út fyrir Sú bók, sem hér er komin á þrem árum, og síðan verið end- markaðinn í íslenzkri útgáfu, er urprentað milli tuttugu og þrjá- helmingur þriðja bindis: tíu sinnum í stórum upplogum. Cæsar og Kristur. Nær það yfir Það var metsölubók um öll fornsögu Rómverja fram á tíma Bandaríkin, og hvenær skyldi keisaranna. í seinna hálfbind- heimspekirit hafa orðið, það inu verður svo sagt frá uppruna fyrr? Frægð höfundarfnsibarst kristindómsins og hruni róm- langt út fyrir hans hcimaland, verska ríkisins. og var á hvei's manns vörum. Ekki er unnt að lýsa betur Það þótti undut', að svona rit tilgangi höfundar með riti þessu skyldi vera hægt að skrifa um en gert er í formála þessa bind- heimspeki, efni, sem svo mörg- is. En þar er komizt að orði á um tekst að gera óumræðilega þessa leið: leiðinlegt, ef litlir rithöfundar „Rannsókn fornaldar er lítils eru. En hvaða ævintýri vei'ða verð nema hún sé gerð að lif- þó fundin meiri en glíma and- andi sjónleik eða höfð til að ans við dýpstu ráðgátur tilver- varpa ljósi yfir samtíð vora. unnar? Fyrir þeim, sem ást hafa Vöxtur Rómaboi'gar úr vega- á þekkingu og vizku, er ekkei't mótaþorpi í valdstöð heimsins, efni jafnheillandi. afrek hennar að skapa frið og Will Durant er einn af þeim öryggi í öllum löndum milli skyggnu mönnum, sem alla Krímskaga og Njörvasunds og hluti sjá í skýrum og lifandi frá Efrat norður að Hadríans- myndum. Þess vegna hefur múr, atorka hennar við að bera hann líka hæfileika til að gefa menntir fornaldar um öll Mið- öðrum hlutdeild í þekking sinni. jarðarlönd og vestanverða Norð Sumir halda, að lærdóm og urálfu, barátta hennar við að speki sé einkum að finna í þung verja sitt skipulega veldi fyrir lamalegum bókum, skrifuðum á brhngangi umlykjandi óþjóða, tyrfnu leiðinlegu máli. Þetta er langstæð og hægfara hrörnun hrein fjarstæða. Leiðinleg bók hennar og að lokum hi;un henn- eða ritgerð er venjulega illa ar niður í myrkur og ringul- hugsuð eða af ónógri þekkingu. reið — þetta er í sannleika stór- Af því koma leiðinlegheitin. fenglegasta sjónarspil, sem Sannleikurinn er ævinlega mannkynið hefur nokkru sinni miklu meiri heillandi en nokk- leikið. Nema ef vera skyldi sá ur skáldsaga. sjónleikui', sem hófst, þegar Mikið vatn hefur runnið til Cæsar og Kristur mættust fyrir sjávar síðan þessi bók kom út, dómstóli Pílatusar, og sem fram en höfundur hennar hefur ekki var haldið xmz örfáir ofsóttii.* sett Ijós sitt undir mæliker. Lík- (Framhald á blaðsíðu 7). Séra BENJAMÍN Í skrifar um bækur 1__________

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.