Dagur - 27.11.1963, Blaðsíða 2

Dagur - 27.11.1963, Blaðsíða 2
2 - OPINBER ÁRÁS Á LANDBÚNAÐINN (Framh. af bls. 1) neyzlumjólkinni í flestum þess- um löndum, sem ekki er gert hér. Umreiknað í íslenzka pen- inga er útkoman þessi: Svíþjóð kr. 7.69 pr. lítra England — 7.57 — — Luxemburg — 6.73 — — V.-Þýzkaland — 6.94 — — Belgía — 6.31 — — Frakkland — 6.19 — — ísland — 5.95 — — Holland — 5.83 — — ítalía — 5.83 — — Danmörk — 5.64 — — Austurríki — 5.28 — — Noregur — 4.80 — — Mjólkin er víðast greidd nið- ur með almannafé, en þær greiðslur eru inntar af hendi í alls konar formi og eftir marg- víslegum leiðum. Því miður brestur mig gögn til þess að gefa yfirlit um þetta atriði. Þar sem ég þekki einna bezt til, í Noregi, eru þessar niðurgreiðsl- ur veittar sem bein niður- greiðsla á verðinu sjálfu, sem smábýlastyrkur, staðaruppbæt- ur, flutningastyrkir, hluti af söluskatti landbúnaðai'afurða o. s. frv. Hinar beinu niðurgreiðslur á verði mjólkur og mjólkurvara í Noregi á árinu 1962 voru sem hér segir: 1. Á innvegið mjólkurmagn samlaga 2. - rjóma 3. - mjólkurbússmjör 4. - Geitmysuost 5. - Sveiserost 6. - Gaudaost Hér hjá okkur er ekki greitt á innvegna mjólk mjólkursam- laga, en aðeins á selda mjólk og smjör. Niðurgreiðslan á selda mjólk er hér kr. 2.72 pr. lítra og á smjör kr. 34.35 pr. kg. Með því að um 88 millj. lítra var inn vegið í mjólkursamlögin hér á s.l. ári, en aðeins 38 milljónir lítra selt sem neyzlumjólk, sam- svarar niðurgreiðsla Norðmanna að niðurgreiðslan hjá okkur ætti að vera rösklega 5.60 á hvern lítra seldrar mjólkur. Hið óniðurgreidda verð í Noregi, væri þá 5.60 -}- 4.80 = 10.40 hver lítri, en hér hjá okkur 5.95 -(- 2.72 —! 8.67 hver lítri. Til viðbótar þessum mismun kemur svo niðurgreiðsla Norð- manna á rjóma og osti, en þær vönrr eru ekkert greiddar nið- ur hérna. Svo koma allar þær óbeinu greiðslur, sem áður er á minnzt, en ekki eru tök á að kryfja til mergjar í bráð. Samanburður á smásöluverði kjöts er öllu erfiðari. Bæði er tegundavalið þar miklu meira og svo er smásöluálagning á kr. 2.58 pr. Itr. _ H.78 — — — 25.78 — — — 15.99 — — — 15.87 — — — 15.51 — — kjöti frjáls í flestum löndum Vestur-Evrópu, og því geysi- lega mismunandi frá einni búð til annarrar og jafnvel frá degi til dags. Samkvæmt ársskýrslu Land- brukets PrisSentral fyrir árið 1962, var smásöluverð á fyrsta flokks lambasteik að meðaltali í Oslo 12.26 n .kr. eða um 75 krónur íslenzkar. Hér hjá okk- ur kostar hv’ert kg. í lambslær- um í 1. flokki kr. 53.25. Við þetta íslenzka verð má svo bæta niðurgreiðslunni um 10 krón- um á hvert kg. Nautakjöt í steikur kostaði í smásölu í Osló að meðaltali á árinu 1962 n. kr. 19.06 eða um 114 krónur íslenzkar. Nú er svipað kjöt selt hér á kr. 87.00, samkvæmt auglýsingu Félags Smásöluverzlana í Reykjavík. Hins vegar er heildsöluverð á bezta nautgripakjötinu hérna nú kr. 33.80 hvert kg., en í Osló var meðaiheildsöluverðið árið 1962 kr. 8.69 norskar kr. pr. kg. eða rösklega 52.00 krónur ís- lenzkar. □ HEIMUR HARMI LOSTINN (Framh. af bls. 1) mánudaginn. Minningarguðs- þjónustur fóru fram um gjör- völl Bandaríkin. Lýndon ■ B: Johnson vann embættiseið sinn þegar eftir lát forsetans. Hann heimsótti ísland fyrir skömmu. Vorið 1961 átti sá, er þessar línur ritar, kost á því að sitja blaðamannafund með Kennedy forseta. í dagbók minni frá þeim degi, 12. apríl, er þetta skrifað: Forsetinn er stundvís ' ' ' 9 maður. Hann gengur inn á svið- ið á mínútunni kl. 4, eins og boðað var. Allt datt í dúnalogn og viðstaddir heilsuðu með því að rísa úr sætum. Forsetinn er léttur í spori, vel vaxinn, rífur meðalmaður á hæð. Hann er ungur og fullur af orku, hik- laus og drengilegur. Spurning- um rignir yfir hann. Hann svar- ar hverri spurningu fljótt og ákveðið. Hundruð fréttamenn, ljósmyndarar, sjónvarpsmenn og kvikmyndatökumenn varð- veittu hvert orð, hverja hreyf- ingu forsetans. Síðan ég sat þennan fund vestra hefur hver stórviðburð- urinn rekið annan, þar sem Bandaríkjaforseti hefur komið við sögu og mjög oft í forystu- hlutverki, sem mannasættir og þjóða. Þar fór vitur maður, drenglundaður og djarfur, sem nú er syrgður um allan heim. MIÐSTÖÐVARKETILL kolakyntur. til sölu. ■Enn irenrur: Ðívan, 90 sm. breiður. Odýrt. Lundargata 4. ' TAPAÐ BÍLKEÐJA (stór, ein föld) tapaðist sl. laugar- dag í bænum. Vinsamleg- ast geri aðvart á afgr. blaðsins. Bifreiðaeigendur, atliugið! HRÍMSKÖFUR KEÐJUTENGUR KEÐJUKRÓKAR, margar stærðir KEÐJULÁSAR, stórir og litlir KEÐJUR, m. stærðir KEÐJUÞVERBÖND KRÓKAR í langbönd ÞOKULUKTIR RÆSIVÖKVI VATNSEYÐIR í benzín RAKAVARI fyrir rafkerfi SPANSGRÆNUVARI fyrir rafgeyma RYÐOLÍA GLUGGALÖGUR „MOLY“ á gír, drif og mótor MÓÐUVARI VATNSKASSAÞÉTTIR BLOKKARÞÉTTIR LJÓSAKÚPLAR, (i v. og 12 v. RAFÞURRKUR, (j v„ 12 v. og 24 v. MIÐSTÖÐVAR, 6 v. og 12 v. MIÐSTÖÐVA- MÓTORAR, (j v., 12 v. og 24 v. HÁSPENNUKEFLI, 6 v. og 12 v. FROSTLÖGU R AFTURLUKTIR ÞRÝSTISPRAUTUR VÉLA- 06 BÚSÁHALDADEILD ELDRI DANSA Iv L Ú B B U R 1 N N Dansað verður í Alþýðu- búsinu laugardaginn 30. nóvember kl. 9 e. h. Húsið opnað kl. 8 sama kvöld fyrir miðasölu. Stjórnin. » u W 1 §88 wSV* Y ' TG UV : ' GÍTARMAGNARI TIL SÖLU í Fjólugötu 12, uppi. - BARNAVAGN Pedegree með tcisku til sölu. Upplýsingar í Hafnarstræti 53 (niðri). BARNARÚM Vöndtíð barnarúm með færanlegum botni og hlið til SÖlll. Sírni 1793. SKÍÐI, SKÓR og annað tilheyrandi til sölu, ódýrt. Sími 2689 kl. 4—5.30 næstu daga. TIL SÖLU: Sófaborð, eldluisborð, dívan, hægindastóll, allt sem nýtt. Enn fremur: Amerískur rafmagnsgítar. Philips-grammofónn, með innbyggðum magnara. Til sýnis eftir kl. 6 e. h„ Lögbergsgötu 9, niðri. sími 2325. Góð RAFHA-ELDAVÉL TIL SÖLU. Uppl. í síma 1483. TIL SÖLU: 4Ú2 tonns dekkbátur, með 3ja ára Ajax-vél og Elagh lisksjá. Lest þiljuð með alum- inum. Upplýsingar hjá Ingólfi Þorsteinssyni, B. S. O. Reglusöm stúlka ÓSKAR EFTIR HERBERGI, sem fyrst. Uppl. í síma 2525. ÍBÚÐ ÓSKAST Ung bjón óska eftir lítilli íbúð til leigu sem allra fyrst. Uppl. í síma 2619. ÍBÚÐ TIL SÖLU! Tvö herbergi, eldliús, geymsla og þt ottaliús. Hagstætt verð. Útborgun eftir samkomu- lagi. O Ingólfur Guðmundsson, Langholti 2. ATVINNA! Ungur, reglusamur mað- ur óskar eftir atvinnu. Hefur bílpróf. Nánari uppl. í síma 2568. ATVINNA! Vantar riiska og ábvggi- O j oo iega afgreiðslustúlku í desember. Bókabúð Jóh. Valdemarsson. Gardínugormar Gasluktir Gúmmídyramottur (jrána J., Mureijrí Simi 2393 Nýkomnar vörur INNISLOPPAR, karlmanna NYLONSTAKKAR, tvöfaldir HATTAR - HÚFUR HANZKAR, fóðraðir KULDAÚLPUR MATRÓSAFÖT Stærðir 2—7 Flautur — Kragasett DRENGJA-SKYRTUR hvítar, verð frá kr. 57.00 DRENGJA-FÖT Stærðir frá no. 7 HERRADEILD

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.