Dagur - 22.12.1963, Qupperneq 4

Dagur - 22.12.1963, Qupperneq 4
4 VEGIR OG VEGAFE ÁRIÐ 1961 voru opinberir vegir hér á landi samkvæmt skýrslum sem hér segir: Þjóðvegir ........... 8294 km. Sýsluvegir .......... 2388 km. Hreppavegir ......... 1008 km. Akíærir fjallvegir . . 570 km. Samtals voru þetta 12260 km. Tal- ið er að nálega 90% af þessum veg- um megi heita akfærir. En ástand þessara vega er, sem kunnugt er, mjög misjafnt, og mikill hluti þeirra ekki fær nema tíma úr árinu. Brýr á þessum vegum, 10 m. og lengri, voru um 650 talsins í árslok 1961. Tala bifreiða í landinu var 10716 árið 1950. Á næsta ári (1964) er hún af vegalaganefnd áætluð 29000, en var 20256, fyrir fimm árum (1959). Bifreiðum hefir því f jölgað um rúm- lega 170% síðan 1950 og um ca. 45% á fimm árum. Álagið á vegunum hef- ir þó aukist meira en sem þessu svar- ar, því að komið hefir til sögunnar fjöldi bifreiða, sem eru miklu þyngri en áður þekktist yfirleitt hér á landi. í frumvarpi því til vegalaga, sem nú liggur fyrir Alþingi, er áætlað, að tekjur hins nýja vegasjóðs, sem fyrir- hugaður er, verði nálega 245 (244,6) millj. kr. á árinu 1964. Af þessari upjihæð fást nálega 87 (86,8) millj. kr. með hinni fyrirhuguðu skattliækk nu á benzíni, gúmmí og þunga bif- reiðanna. Að öðru leyti er hér um að ræða framlög þau, sem þegar eru áætluð á fjárlagafrumvarpinu fyrir 1964, að meðtöldum brúasjóði og millibyggðavegasjóði. I fljótu bragði kann svo að virð- ast, að hér sé um mjög mikið fjár- magn að ræða, þar sem eru nálega 245 millj. kr. á einu ári til nýbygg- ingar, endurbyggingar og viðhalds vega og brúa hér á landi. En með tilliti til hins stóraukna álags á veg- unum og þeim verkefnum, sem fram undan eru, t. d. að byggja varanlegt slitlag á fjölförnustu leiðum og kosta að verulegu leyti gerð þjóð- leiða í kaupstöðum og kauptúnum, má þetta fé áreiðanlega ekki minna vera. Og í HLUTFALLI við UM- SETNINGU ríkissjóðs og ríkistekna er hér í rauninni ekki um neina hækkun að ræða frá því, sem var fyr- ir ca. fimm árum. Samkvæmt fjárlögum fyrir árið 1958 var umsetnig ríkissjóðs að með- töldum niðurgreiðslum innanlands, brúasjóði og vegasjóði um 890 millj. kr. Til vegamála voru þá veittar, að vega- og brúasjóði meðtöldum, ca. 7814 millj. kr. Samkvæmt fjárlaga- frumvarjiinu fyrir 1964, sem nú ligg- ur fyrir og fyrmefndiri áætlun um hinn nýja vegasjóð, er umsetningin samtals ca. 262614 millj. kr., og á áreiðanlega eftir að hækka, en fram- lög til vegamála (þ. e. tekjur vega- sjóðs og ráðgerð viðbótargreiðsla úr ríkissjóði) áætluð nálega 245 millj. kr. Bæði 1958 og 1964 er um að ræða ca. 9% af umsetningu eða álögum á þjóðina. Þótt gert sé ráð fyrir að ríkissjóður afhendi vegagerðinni tekjur þær, sem liann nú hefir af benzínskatti, þungaskatti og gúmmígjaldi ogrúm- (Framh. á bls. 7) Jól I a - appeismurnar eru væntanlesar á Þorláksdaff. - NÝLENDUVÖRUDEILB K. E. A. ¥1 JÓLABÆKUR KVÖLDVÖKUÚTGÁFUNNAR 1963: SKÁLDKONUR FYRRI ALDA (2. bindi, eftir Guðrúnu P. Hclgadáttur, skólastjóra) Fögur og sérstæð bók, sem mælir bezt með sér sjálf. ÍSLENZKAR LJÓSMÆÐUR (2. bindi, 29 æviþættir og endurminningar) Hér er um að ræða stuttar frásagnir af störfum ljós- mæðra, erfiðleikum og fórnfýsi. ÞVÍ GLEYMI ÉG ALDREI (2. bindi, 19 frásöguþættir af einstæðum atburðum) Allir þættirnir í þessu bindi eru nýskráðir og hafa hvergi birzt áður. KVÖLDVÖKUÚTGÁFAN VÉLSTJÓRA VANTAR á mb. GYLFA II. á komandi vetrarvertíð. Enn frem- ur beitingarmann. — Upplýsingar gefur HREIÐAR VALTÝSSON, simi 2444. S O K K A R 20 og 30 den. KJC fa VEFNA] VÖRUHAPPDRÆTTI ! Verð miðans í I. flokki og við endurnýjun aðeins 50 KRÓNUR AÐEINS HEILMIÐAk ÚTGEFNIR VINNINGAR SKATTFRJÁLSIR Happdrætti S. f. B. S. er við allra hæfi, þeirra, sem spila vilja um stóra vinninga, og hinna, sem kjósa heldur að vinningar séu sem flestir. Kynnið yður vinningaskrána hjá umboðsmönnum happdrættisins. 1964 1 6250 VINNINGAR HÆSTU VINNINGAR hálf milljón krónur LÆGSTU VINNINGAR eitt húsund krónur Þar á milli vinningar á 200 þús., 100 þús., 50 þús., 10 þús. og 5 þús. Samanlögð fjárhæð vinninga: kr. 23.400.ooo.oo FJÓRÐI HVER MIÐI VINNUR AÐ MEÐALTALI Að meðaltali eru útdregnir 1354 vinningar á mánuði hverjum. Umboi KRIÍ RA JÓJ KR KRIST HJÁ B. Árb I M

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.