Dagur - 04.01.1964, Side 4

Dagur - 04.01.1964, Side 4
4 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1166 og 1167 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Bjömssonar h.í. FJARLOGIN 1964 FJÁRLÖGIN — þ. e. fjárhagsáætl- un ríkissjóðs fyrir árið 1964, voru afgreidd frá Alþingi fyrir jólin. Þessi lagabálkur er nú, sem fyrr, í raun- inni heil bók 90—100 folio-síður (stórarkabrot). Sú bók er að vísu í fárra höndum og mun ekki þykja girnileg til lestrar. Eigi að síður mun hún að líkindum hafa meiri áhrif hér á landi á þessu ári, en nokkur önnur bók, sem út kom á árinu sem leið. Þetta eru milljarðafjárlög eins og fjárlögin í fyrra, en þó mun hærri nú en þá. Samkvæmt þessum f járlög- um verða álögur á þjóðina á hinu nýbyrjaða ári (skattar, tollar, gróði ríkisverzlana o. fl.) nálega 2700 milljónir króna. Hér vantar þó við- bótina við benzín- og bifreiðaskatt, samkv. nýju vegalögunum, því að sú viðbót, sem er áætluð nál. 87 millj. kr. var ekki tekin inn í tekjubálk fjárlaganna. Alls eru því álögurnar á þessu ári áætlaðar nál. 2783 millj. kr. Þegar Framsóknarflokkurinn stóð síðast að afgreiðslu fjárlaga (fyrir ár- ið 1958) var niðurstöðutala þeirra, að viðbættum niðurgreiðslum úr út- flutningssjóði, 882.5 millj. kr. Fjár- lagaupphæðin hefur því gert talsvert betur en þrefaldast á þeim tíma, sem núverandi stjórn hefur farið með völd. Þessi gífurlega hækkun fjárlag- anna, endurspeglar, að verulegu leyti hina miklu röskun, sem orðið hefur í efnahagslífi þjóðarinnar af völdum viðreisnardýrtíðarinnar, sem ríkisstjórnin skapaði með stefnu sinni og ræður nú ekki lengur við — og minnkandi kaupmætti íslenzkrar krónu. Það kom glöggt fram í fjárlaga- umræðunum á Alþingi, að fjármála- ráðherranum er að byrja að verða órótt út af hinum háu tölum fjár- laganna. Til þess að gera minna úr hækkuninni, en hún raunverulega er, greip hann til þess óyndisúrræðis að bera RÍKISREIKNING ársins 1958 saman við FJÁRLÖG 1964, en sá samanburður er ekki raunhæfur, þar sem ríkisreikningur er alltaf hærri en fjárlögin. Hitt er svo sérstakt áhyggjuefni nú um áramótin, að þótt fjárlögin séu nú komin hátt á þriðja milljarð- inn, verður því miður ekki betur séð, en að hér sé aðeins um bráða- birgðaafgreiðslu að ræða. Upphæð sú, sem í fjárlögum er ætluð til nið- urgreiðslu á vöruverði innanlands, nægir hvergi nærri til að standa á þessu ári straum af þeim niður- greiðslum, sem átt hafa sér stað und- anfarið. Talið er, að aukafjárlög eða nýjar efnahagsráðstafanir komi til meðferðar á Alþingi, þegar það kem- ur saman 16. janúar. □ Noráienzk HÉR fara á eftir nokkur annáls- brot frá liðnu ári, einkum norð- lenzk, til upprifjunar. Janúar. Gestur Guðmundsson, svarf- dælskur tenórsöngvari, hélt söngskemmtun í Varðborg á Ak ureyri. Frá því er greint í fréttum að 55 menn hafi farizt á árinu 1962, þar af 11 í umferðarslysum og 35 drukknuðu. Fyrstu daga mánaðarins fund ust 5 útigengnar kindur við Gönguskörð í Garðsárdal. Þær voru vænar og fráar á fæti. Lénharður fógeti leikinn á Dalvík við góða aðsókn. Svo snjólétt var, að ekið var t. d. yfir Lágheiði við Ólafsfjörð Vopnfirðingar berjast við vatns- skort. Verða að breyta lífsvenj- um sínum af þeim sökum. Víða vatnsskortur í sveitum og vatni ekið, sumstaðar um nokkuð lang an veg, handa fólki og búpen- ingi. Nýr barnaskóli tekinn í notk- un í Mývatnssveit. Hann stend- ur við Álftavog. Hekla varð frá að hverfa, er hún ætlaði að brjótast gegnum ís á Akureyi-arpolli. Skautasvelli er haldið opnu við íþróttavöllinn og það meira sótt af ungu fólki en aðrir stað- ir. Samkvæmt ákvæðum í lögum hækkaði kvennakaup. Dauðaslys urðu í Skriðum í Fagradal austur. Þrekmælir sá, sem íslending- ar hafa verið prófaðir með í Reykjavík og á Akuréyri, segir landa þreklitla og fást fáir til að trúa því þrekleysi. Á Akureyri voru 10 menn teknir fastir vegna ölvunar við akstur fyrsta hálfa mánuð árs- ins. Tíu dauðaslys urðu í landinu í janúarmánuði. Þeirra á meðal nokkur vegna ölvunar. Æskulýðsráð Akureyrar tók til starfa. Það er skipað 7 mönn- um, þar af 3 kosnum af bæjar- stjóm. Hermann Sigtryggsson ráðinn framkvæmdastjóri Æsku lýðsráðs og íþróttaráðs. Mislingar ganga um sveitir, herja meðal annars á nemendur Laugaskóla. Verkakvennafélagið Eining og Verkamannafélag Akureyrar- kaupstaðar sameinast í Verka- lýðsfélagið Einingu. Fjárhagsáætlun Akureyrar samþykkt. Útsvör og aðstöðu- gjöld 34,8 millj. kr. Björn Guðmundsson kosinn formaður Framsóknarfélags Ak ureyrar. Nýtt bifreiðaverkstæði, Baug- ur h.f., tekur til starfa. Stórbruni á Melum í Fnjóska- dal. Kjördæmisþing Framsóknar- manna haldið á Akureyri og framboð ákveðin. Nemendur Barnaskóla Akur- eyrar hljóta mikið lof fyrir ó- venjugóða frammistöðu í sam- keppni um teikningar. Febrúar. í febrúarmánuði lentu 50 bíl- ar í árekstrum á Akureyri. Á sama tíma var slökkvilið bæjarins kallað út 12 sinnum. Búnaðarsamband Eyjafjarðar tók Bændaklúbbinn upp á sína arma. Silungurinn í Höfðavatni vest ur í þúsundatali frosinn í ísnum. Vatnið er þó ekki botnfrosið. Smyglað vín og heimabrugg- að áfengi finnst hjá leigubíl- stjóra einum á Akureyri af hinni mestu tilviljun. Félagsráðsfundur KEA sóttur af 30 fulltrúum, haldinn 12. febr úar. Valtýr Þorsteinsson útgerðar- maður greiddi á árinu 1962 12,7 millj. krónur í vinnulaun. Skipt um aflvél í Snæfellinu á Akureyri, eftir 20 ára notkun gömlu vélarinnar. Mánafoss kemur til Akureyr- ar og lagðist klaufalega að bryggju. Straumfaxi bætist í íslenzka flugflotann. Námskeið í mælskulist haldið á Svalbarðsströnd, undir leið- sögn séra Sigurðar Hauks Guð- jónssonar. Byrjað á hafnarframkvæmd- um í Hrísey og sprengd Sela- klöpp í uppfyllingu. Akureyringur „reri í sel“, fékk kampsel og mink. Sami maður á mink fyrir kunningja heima hjá sér, segir að hann drepi allar rottur og betra sé að hafa einn mink en margar rott- ur. Sjóvinnunefnd stofnuð að frumkvæði Æskulýðsráðs. Ársþing eyfirzkra ungmenna- félaga haldið á Melum. Þar er gróska í félagsmálum. Nítján býli í Eyjafirði fá raf- magn. Freysteinn Sigurðsson frá Siglufirði varð skákmeistari Norðurlands. Veitingasala hafin í Skíðahót- elinu í Hlíðarfjalli. Hallarekstur varð hjá ÚA og nam hann um 3 millj. kr. Marz. Tehús ágústmánans sýnt á Ak ureyri við góða aðsókn. Rætt um að taka ull af fé í marz, til að fá betri ull. Tveir Rússar uppvísir að njósnuni hér á landi. Þeir voru sendir til sinna föðurhúsa. Æskulýðsheimili var stofnað á Siglufirði. Nýtt stálskip, 225 tonna, kom til Dalvíkur. Eigandi Egill Júl- íusson. Tengdapabbi sýndur í Ólafs- firði. Kirkjuvika vel sótt á Akur- eyri. Lélegar brunavarnir Sam- komuhússins á Akureyri til um ræðu, en úrbætur litlar gerðar. Asíuinflúenzan breiðist um landið. Tízkuskóli starfar á Akureyri mn tíma, undir stjórn Sigríðar Gunnarsdóttur. 5 anná Auðunn EA 157 sjósettur á Akureyri. „Pétur kominn heim“, nefnist sjónleikux-, sem sýndur er í Freyvangi um þessar mundir. Heimafólk leikur. Ný handfæravinda, norsk, kynnt hér á landi. Stjórnmálakynning hafin í Menntaskólanum á Akureyri. Plastbátar framleiddir á Blönduósi, allt að 15 feta langir. Norðurlandsborinn kominn í mikinn en þurran hita á Húsa- víkui-höfða. Hann fluttur í Bjarnarflag í Mývatnssveit. Ákveðið að opna nýja ferða- skrifstofu á Akureyri, Ferða- skrifstofuna Sögu. Drukkinn knapi ríður um veit ingastofu á Akureyri. Stórbruni varð á Hvammi í Þistilfirði. Nýjar mjólkurflöskur teknar í notkun á Akureyri. í þeim er litað gler. Jöi-ð skelfur ákaflega. Upptök in talin úti fyrir Skagafirði. Danskennsla á nokkrum stöð- um í sveitum, m. a. í Svarfaðar- dal og í Möðruvallasókn. Apríl. Fjalla-Eyvindur leikinn á Sauðárkróki við góða dóma. Fornmannadys finnst í landi Syðra-Krossaness. Mokafli á Laufásgrunni um skeið. [sorot Framboðsfundir í algleym- ingi. Brynjólfur veitingamaður gef ur út lítinn en laglegan ferða- mannapésa um Akui'eyri og ná- grenni. Brezkur togari renndi 6 metra inn í brýggju á Oddeyri. Þingeyskir bændur fengu kr. 4,90 fyrir mjólkurlítrann. Ný veitingastofa opnuð í Varð borg. Þar eru sýnd málverk og klessumyndir. KÞ heldur aðalfund sinn í Mý vatnssveit. Maður týnist af opnum báti á Eyjafirði. Dalvíkingar kaupa tvo mótor- báta. Mývetningar sýna „Mýs og menn“ heima og heiman, m. a. í Freyvangi. Leikarar fá góða dóma. Fyrsta námskeið í logsuðu og rafsuðu haldið á Akureyri. Sexfætt lamb fæðist á Neðri- Vindheimum. Fé flæddi og fennti á Hraun- um í Fljótum, alls um 20 kindur. Víða berast fréttir um mun lélegri afla en árið áður. Ný búfjárræktarstöð tekur til starfa á Blönduósi. Tunnuverksmiðjan á Akur- eyi'i framleiddi um 55 þúsund tunnur, sem flestar eru geymd- ar á Dagverðareyri. Feiknalegt „gufuskot“ í bor- holunni í Bjarnarflagi. Banaslys varð í umferðinni á Akureyri. Stjórnmálin efst á baugi hjá mörgum þennan mánuð. Okufantar ógna umfei'ðinni í höfuðstað Norðurlands. Júní. Nýjar varpstöðvar súlunnar fundnar í Stórakarli í Læknis- staðabjai'gi á Langanesi. Þar eru 100 hreiður. Mót fei'mingarbarna haldið í Hrísey. Þann dag voru á sjötta hundrað manns í eynni. Ofsalegir vatnavextir víða á Norðurlandi. Hitinn fór upp í 25 stig. Flugmenn komnir í verkfáll, sem hófst annann hvítasunnu- dag. Áttunda kjörbúð KEA opnuð á Akui'eyri. 190 fulltrúar sitja aðalfund KEA, auk stjórnar og gesta. Koi'ni aftur sáð í aki'ana við Oxará og á Einarsstöðum. Margir minkar veiddir í gildr ur í Mývatnssveit. Hið mikla Þjórsárdalsævin- týri vakti athygli ýmsra manna. Á Austurlandi er gæsastríð háð af fullri alvöru. Hinn 9. júní kosið til Alþingis. Strandamenn heimsækja Ey- firðinga í svonefndri bændaför. Frá MA voru brautskráðir 67 stúdentar. Tugur manna sektaðir á Ak- ureyri fyrir brot á umferðarlög- um. Jai-ðskjálftamælar komu til Akureyrar. Verkföllum afstýrt með 7,5% kauphækkun. Mislingar herja mjög í Svarf- aðai'dal og víðai'. Sláttur hafinn í Eyjafirði. Maður féll af hestbaki og höf- uðkúpubrotnaði. Þura í Garði er látin. Júlí. Kjaradómur felldi úrskurð sinn, og fólust í honum 40— 45% launahækkanir til opin- berra stai'fsmanna. Skozkir fræðimenn slá tjöld- um í Þorvaldsdal á Árskógs- strönd. Bændadagur haldinn í Laug- arborg á vegum búnaðarsam- taka og ungmennafélaga. Konur frá Akureyri fjöl- menna í Öskju og komu þaðan óskemmdar. Síldarstúlkur streyma til síld- arsöltunai'stöðvanna. Nýtt samkomu- og veitinga- hús opnað á Akureyri, kennt við Sj álfstæðisflokkinn. Ný veitingastofa opnuð í Hó- tel Akui'eyi'i. Göt detta á gömlu Fnjóskár- brúna við Vaglaskóg. Bjarndýr skotið í Hornvík á Hornströndum. Vestur-fslendingar, 60—70 manns, heimsækja Akureyri, Færeyingar koma til Akur- eyrar, leika og syngja. Samtímis voi'u 14 flugvélar á Akui'eyrai'flugvelli hinn 1. júlí. Skálholtskix-kja vígð með mik illi viðhöfn. Hún og staðurinn afhent þjóðkirkjunni. Ágúst. Spellvirki framin í Bægisár- hyl. Skóli byggður á Laugalandi á Þelamörk. Úrslit hugmyndasamkeppni um skipulag miðbæjarins á Ak- ureyri gerð kunn. Fyrstu álagildrurnar lagðar í Eyjefirði af Pétri Hoffmann, en án árangurs. Tilraun gerð á Skagafirði til að sökkva mótorbát, en tókst ekki. Aldarafmælis Stefáns Stefáns sonar skólameistara minnzt á Akureyri. Þórunn og Askjenazi í heim- sókn í höfuðstað Norðurlands. Minjasafnið á Akureyri opnað almenningi með viðhöfn. Loftur Baldvinsson, nýtt 225 tonna stálskip, kom til Dalvík- ur. Sundlaug, með hituðum sjó, tekin í notkun í Hrísey. Nýtt póst- og símahús tekið í notkun á Dalvík. Jarðskjálfti á takmörkuðu svæði í N.-Þingeyjarsýslu. Maður villtist frá konu við Dettifoss og lá úti. Konan gekk áleiðis til byggða. Öxnadalsárbrúin gamla flutt suður yfir fjöll og sett á Köldu- kvísl. Þríburar, frískir og tápmiklir, fæddust þeim hjónum Valtý í Nesi í Fnjóskadal og Kristínu Sigurðardóttur, konu hans. Rjúpnastofninn athugaður vís indalega á nokkrum stöðum hér á landi, m. a. i Hrísey. Góðaksturskeppni haldin á Akureyri í fyrsta sinn. íslenzk kona, Guðrún Bjarna- dóttir í Ytri-Njarðvíkum, varð hlutskörpust á Langasandi og hlaut „ungfrú-alheims-titilinn.“ Þýzka skólaskipið Gorch Foch kom til Akureyrar undir seglum. Kjördæmisþing Framsóknar- manna hófst á Laugum 31. ágúst. Akureyrarbáturinn Guðmund ur EA 142 sökk á Skjálfanda. Menn björguðust. September. Ölvaðir Norðmenn aðsóps- miklir á götum Akureyrar. Á iðnsýningu SÍS í Reykjavík vöktu Akureyrarvörurnar mikla athygli. Lyndon B. Johnson varafor- seti Bandaríkjanna kom til Reykjavíkur. Gunnar Guðbjartsson kosinn form. Stéttarsambands bænda. Hæstiréttur settur á Akureyri og fjallaði um Grundar-mál. Séra Björn Helgi Jónsson kos- inn prestur á Húsavík. Unnið að töku landbúnaðar- kvikmyndar á vegum SÍS o. fl. Kvikmyndatökumenn danskir. Norðanáhlaup olli tugmilljóna tjóni hjá bændum. Október. Stöðumælar settir upp á Ak- ureyri. Svartir menn skemmta Akur- eyringum öðru hverjú. Undirbúningsdeild tæknideild ar sett í fyrsta sinn á Akureyri. Hátt á þriðja þúsund manns í skólum á Akureyri. Laxaseyði sett í Fnjóská, Eyja fjarðará og Hörgá. Fjórir sjoppueigendur á Ak- ureyri kærðir vegna óhlýðni við settar reglur. Fyrsta tilraun gerð með notk- un olíumalar í höfuðstað Norð- urlands. Nýtt mjólkursamlag tók til starfa í Vopnafirði. Grímseyingar öfluðu 1700 tonn af ufsa á sumrinu. Starfsfræðsludagur haldinn á Húsavík, sá fyrsti þar. Sólfaxi brann á Grænlandi. Bátinn Þorvald frá Litla-Ár- skógssandi rak yfir þveran fjörð og braut á Grenivíkur- fjöru. Ofsarok af suðri og suðvestri olli skemmdum víða á Norður- landi. Mestum á Barká í Hörg- árdal. Nóveniber. Svarfdælingar selja mikið af töðu til bænda í Árneshreppi. Frumvarpið um lögbindingu kaupgjalds vekur andúðaröldu og var síðan dregið til baka. Þrettándakvöld sýnt á Akur- eyri. Ný eyja mynduð af neðansjáv argosi skammt frá Vestmanna- eyjum, nefnd Surtsey. Hólafélag stofnað í Skagafirði, til endurreisnar Hólastað. Ólafur Thors segir af sér en Bjarni Benediktsson tekur við embætti forsætisráðherra. (Framh. á bls. 7) Ferfættur Peking-andarungi skreið úr eggi .á Lóni (fugiabú). Ofsaveður olli mörgum og hörmulegum sjóslysum. Hrímfaxi fórst í Noregi á páskadag. 65 manna hópur skólanem- enda frá Vesterás í heimsókn til Akureyrar undir fararstjórn Olav Stenström skólameistara. Margir fóru á flokksþing Framsóknarmanna í Bændahöll inni, sem hófst 27. apríl. Húsbruni varð á Stóra-Vatns- skarði 19. apríl. 500 nemendur Akureyrarskól anna samtímis í Hlíðarfjalli einn daginn. Þar er Skíðahótelið eins konar miðstöð. Stúdentafélagið kynnnir skáld verk Gunnars Gunnarssonar í MA. Olíu dælt í sjóinn skammt frá Akureyri, og fuglar drepast unn vörpum. Vinna hefst við Flatasker á Árskógsströnd. Þar verður ný bátahöfn. Eyjafjarðarsýslu skipt í tvö dýralæknishéruð. Aðalfundur Mjólkursamlags KEÁ haldinn. Bændur fengu kr. 4,97,6 fyrir lítrann við stöðv- arvegg. Oddgeir ÞH 222, sem er nýtt stálskip 190 tonn, smíðað í Hol- landi kom til Akureyrar. Eig- andi Gjögur h.f. Maí. Tryggvi Helgason flugmaður byrjar áætlunarflug til Gríms- eyjar. Tónlistarfélagið á Akureyri 20 ára. I. Grænt, svart og hvítt. Sanii litblær á öllu, án tilbrejrtinga. Enginn dekkri litblær, enginn ljósari. Sterkari litur myndi ekki eiga við hér. Hann myndi þykja óviðeigandi, ráðríkur, ruddalegur. Hann myndi virðast sem falskur tónn í samræmu tónverki, tilgangslaus litur. Tilgangslaus? Iðunn endurtekur orðið í huganum, veltir því fyrir sér. Er þá nauðsynlegt, að litir hafi einhvern tilgang. Nægir þá ekki, að þeir séu sterkir eða daufir, og fallegir. Að þeir hylji litvana fleti og hluti, gæði þá lífi! Litirnir hjá Villa Rossí í Fegrunarstofnun hans, snyrtistofunni nýju, hafa sitt að segja. Henni er það kunnugt. Villi Rossí hafði sagt henni það í fyrsta sinn og hún steig fæti inn fyrir dyr á þessum sérkennilegu stofum hans. Nú er hálfur mánuður síðan morguninn þann. Hún hafði verið snemma á fótum, því þetta var fyrsti dagurinn hennar héma. Hún man þetta allt svo vel. Villi Rossí var samt þegar kominn í hvíta sloppinn sinn, er hún kom. Hann var þar aleinn. — Ungfrú Falk, hafði hann sagt. — Þér eruð nýliði hér. Nú skal ég sýna yður deildina yðar. Hann hafði tekið laust í handlegg hennar og leitt hana inn yfir fagurgljáandi tíglagólfið í biðstofunni. Svört og þung flauels-tjöld aðskildu deildirnar. Hann hafði ýtt glerhurð til hliðar, og þá stigu þau inn á svart flísagólfið. Hann hafði numið staðar og sveiflað hendi: — Hér er yðar vinnustofa, ungfrú Falk, deild hörunds- og fóta- snyrtingarinnar. — Þakk, hafði hún þá sagt, og vissi ekki öðru að svara í svipinn. Ef til vill hefði hann séð á henni, hve hissa hún varð, er þau fóru um þessar stofur. Og það var engin furða. Hvílík tilhögun, skipulag og smekkvísi í einu og öllu, og hvilíkt samræmi í litavali! Þetta gat beinlínis gengið fram af manni. Og þó var hún nýkomin úr ein- um allra bezta snyrtiskóla höfuðborgarinnar. Villi Rossí hafði numið staðar og virt hana fyrir sér. Hann hafði spennt greipar hvítra og fagurmótaðra handa sinna og sennilega séð, hvað henni bjó í brjósti, og litið á hana brosandi spurnaraugum. — Hve smart! hafði hún sagt með aðdáun. — Allt í grænum, svörtum og hvítum lit! — Smart? hafði hann endurtekið. Og nú brosti hann ekki. Munnur hans hafði orðið að mjóu, rauðu striki. Hafði hún þá sagt einhverja vitleysu? Smart var þó vissulega rétta orðið um allt þetta í stofnun- inni hans. — Smart! endurtók hann. — Svo yður þykir þetta smart? Þetta er lélegt orð, ungfrú Falk, meiningarlaust órð. Hvað merkir það svo sem? Alls ekki neitt á þessum vettvangi! — Já — en, ég á við, — hafði hún sagt, hálf efins. Hún hafði ekki skilið, hvað hann átti við. — Já, þér meinið eflaust það sama, sem allir aðrir meina, er þeir beita þessu orði. Eg meina allt annað með öllu því, sem þér sjáið hér inni. Lítið til dæmis á litblæina þrjá, sem ég nota hvar- I AUÐHILDUR FRÁ VOGI: | ! GULLNA BORGIN I ? ■ l vetna. Grænt, svart og hvítt. Haldið þér að ég hafi látið málarana nota þessa litina, af því að ég hafi hugsað mér að það yrði smart? Einmitt með þessum litum? Þér vitið eflaust — hvert einasta og minnsta litbrigði merkir eitthvað nýtt, eitthvað sérstakt fyrir list- málarann. Hann notar ekki litina sökum þess, að þeir séu fallegir. Hann dýfir ekki pensli sinum í litinn, fyrr en hann veit, hvað hann ætlar sér. Hann hefir vissan tilgang með hverjum nýjum lit, sem hann smyr á léreftið. — Eg hefi líka vissan tilgang með litunum hérna í snyrtistofun- um mínum. Kannist þér við máltækið: Ljósgræn er vonin væn? Það gerið þér eflaust. Þetta máltæki olli því, að ég valdi ljósgrænt. — Hversvegna, haldið þér? Hún hafði ekki svarað þessu, vildi ekki grípa fram í fyrir honum. Þetta var mjög forvitnilegt. Hann hafði svo haldið áfram: — Eg skal reyna að skýra fyrir yður, hvað ég á við: — Fegrun- arstofnun má líkja við musteri. Musteri, þar sem konur á öllum aldri ganga inn og út, fagrar konur og miður fagrar, allar tegundir kvenna. Engin er of gömul til að líta hér inn. Engin of ung. Allar eiga þær sitt eigið sérstæða leyndarmál um heimsókn sína í þetta musteri. Þær leggja í sölurnar tíma sinn og peninga, já, fórna svo að segja hverju sem hugsazt getur fyrir þetta eina. Fyrir guðsgjöf þá, sem þær vona að hlotnast hér, fegurð, eða þá að minnsta kosti dálítið af henni. Konur eru þolinmóðar, sterkar, þegar um fegurðina er að ræða. Hjá þeim er sérstök, sterk tilfinning, sem þolinmæðinni veldur: VONIN. — Allar konur vona hitt eða þetta á ævi sinni, helzt eitthvað sérstakt, út af fyrir sig. — Já, en allar konur geta þó ekki haft sérstaka ástæðu til að sækja fegrunarstofur, hafði hún sagt. — Ef til vill ekki. En ég held nú samt, að grunntónn vonarinnar búi með mörgum, mörgum konum. Já, ég veit það er svo, bætti hann við. Og ljósbrún augu hans blikuðu sterkt. Hann hafði horft framhjá henni inn í spegilvegginn að baki henni. En hann náði frá gólfi til lofts, og var skipt í örsmáar rúður. Og er hún leit þangað, höfðu alls konar ljósbrigði þyrlazt fyrir augum hennar. — Jæja, ungfrú Falk, nú skiljið þér víst ljósgræna litinn hérna? hafði hann sagt og snúið sér að henni. — Já, ég býst við því, hafði hún svarað. — Allar konur eiga sér draum, hafði hann sagt. Hann fitlaði við silkisnúrurnar í fortjaldinu. Var sem hann vildi ekki horfast i augu við hana. — Draum, sem þær nefna ekki við nokkurn mann. Og allar vona þær, að draumurinn sá muni einhverntíma rætast. — Ef til vill eigum við þátt í því að framkvæma áætlanir þeirra. Til dæmis þér og ég og ungfrúrnar fimm hérna stofnuninni. Sé svo, hvílir þung ábyrgð á okkur, bætti hann við með glensi. — Ljósgrænt merkir von. Og vonin varir, meðan lífið endist. — En svarti liturinn, hvað merkir hann þá? hafði hún spurt. — Svart? Hann horfði á hana stórum augum. — Svart, það er liturinn, sem ég nota í hæfilega umgerð. Allt þarfnast einhverrar um- gerðar. Fagurt málverk verður enn fegurra, þegar það er sett í ramma. En auðvitað verður hann að samsvara því. Þannig er það einnig með manneskjuna. Til dæmis fötin, sem við klæðumst. Þau verða að samsvara okkur sjálfum, fara okkur vel, hvorki vera óvönd- uð né litlaus, en heldur ekki of glæsileg og áberandi. Því þá sjáum við aðeins „rammann“, en ekki það, sem í honum er. — Og hviti liturinn hérna inni merkir þá víst hreinlætið almennt? hafði hún sagt. — Já, hafði hann svarað. Hvítt merkir hreinleika. Það er liturinn, sem notaður er bæði í lífi og dauða. Það er sá litur, sem konur nota við sérstaklega hátíðleg tækifæri. Eða ættum við ef til vill heldur að segja: Það er sá litur, sem allar konur dreymir að bera við eitt sérstakt tækifæri ævi sinnar. — Allar konur dreymir þó varla beinlínis um brúðarkjól? hafði hún árætt að segja. — Nei, ef til vill ekki, hafði hann svarað og opnað glerhurðina. — En samt sem áður bera margar konur þennan draum sinn í leyni. Ef til vill einmitt þær konurnar, sem sízt mætti ætla .... — Jæja, velkomin til vinnunnar, ungfrú Falk! hafði hann svo sagt, og glerhurðin lokazt að baki lionum. Furðulegur maður, hafði hún hugsað með sér eftir á, og hugsaði þá sérstaklega um samtal þeirra. Furðulegur maður, hugsaði hún á ný. Og þá var það útlit hans, sem vakti fyrir henni. Var það rödd hans, sem hún fyrst veitti athugli? Hvorki dimm né björt, og mjög breytileg, svo að stundum var sem heyrði hún tvo menn tala, er raddskipti hans gerðust. Eða var það ef til vell fríður, roðaður munn- ur hans og löngu bráhárin, sem konur gætu öfundað hann af. Eða þá rauðbrúnt hárið, þykkt og slétt. Nei, hún hafði aldrei séð hans líka. Enda hafði hún ekki enn fyrirhitt svo marga nýstárlega karl- menn á ævi sinni. Það varð hún að viðurkenna fyrir sjálfri sér. En svo datt henni annað í hug: Þegar þau Rossí gengu saman um tigla- og flisa-gólfin hérna inni fyrsta daginn, tók hún eftir því, að hún heyrði sitt eigin fótatak miklu skýrara en hans. Hann hafði víst verið léttstígari en nokkur kona. Hver var hann annars, þessi Villi Rossí? Nafnið virtist svo út- lenzkulegt. Að svo stöddu var ókleift að giska á þjóðerni hans. —■ Rossí? — Hvaðan kannaðist hún við það nafn. Hún hafði velt því fyrir sér. Og nú vissi hún það. Framhald.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.