Dagur - 08.01.1964, Page 4

Dagur - 08.01.1964, Page 4
4 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1166 og 1167 Ritstjóri og ábyrgöarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Björnssonar h.f. Úr ófarabálki „viðreisnarinnar" i. ÞEGAR núverandi ríkisstjórn kom til valda í nóvembermánuði 1959, birti hún yfirlýsingu um þá stefnu, er hún mundi fylgja í stjórnartíð sinni. í athugasemdum með stjómar- frumvarpi til laga um efnahagsmál, sem lagt var fyrir Alþingi 1959— 1960, var þessari stefnu lýst og liún áréttuð. Þar segir meðal annars: „f stefnuyfirlýsingu þeirri, sem ríkisstjórnin birti, þegar hún tók við völdum í nóvember sl., taldi hún það höfuðverkefni sitt að koma at- vinnulífi þjóðarinnar á traustan og heilbrigðan grundvöll.“ Enn fremur segir þar: „Er það megintilgangur þeirrar stefnubreytingar, sem ríkisstjórnin leggur til, að framleiðslustörfum og viðskiptalífi landsmanna sé skapað- ur traustari, varanlegri og heilbrigð- ari grundvöllur en atvinnuvegirnir hafa átt við að búa undanfarin ár“. Og enn segir: „Það er stefna ríkisstjórnarinnar, að það sé og eigi að vera verkefni samtaka launþega og atvinnurekenda að semja um kaup og kjör.“ I framsöguræðu um efnahagsmála- frumvarpið 1960 sagði forsætisráð- herra m. a.: „Hins vegar eru engin ákvæði um að lögbinda grunnkaup, enda telur ríkisstjórnin, að það eigi að vera hlutverk samtaka launþega og atvinnurekenda að semja um kaup og kjör.“ í sömu ræðu segir forsætisráðherra það vera höfuðtil- gang allra þessara aðgerða: „Að leit- ast við að krefjast þeirra einu fórna af þjóðinni, sem með öllu eru óum- flýjanlegar til að sporna gegn at- vinnuleysinu, og gæta þess jafnframt gaumgæfilega, að þeirn verði alls ekki íþyngt, sem minnst hafa burðarþol- ið.“ Viðskiptamálaráðherra sagði við sömu umræðu m. a.: „Meginefni heildartillagna ríkisstjórnarinnar er því annars vegar að leggja traustan grundvöll að heilbrigðu atvinnu- og viðskiptalífi og hins vegar að endur- skipta þjóðartekjunum þannig, að byrðarnar, sem bera verður í bráð vegna endurskipulagningar efnahags kerfisins, dreifist af fyllsta réttlæti á þjóðfélagsþegnana. Þetta er sumpart alger þjóðarnauðsyn og sumpart fyllsta réttlætismál.“ Framsögumaður meirihluta fjár- hagsnefndar sagði m. a. þetta: „Okkar markmið er frelsi, þeirra (þ. e. stjórnarandstæðinga) markmið er ríkisafskipti. Milli þessara mark- miða og leiða á þjóðin að velja.“ (Framh. á bls. 7) GULL í GAMALLI SLÓÐ Aldraður maður á margar skuldir að gjalda, sem ekki verða greiddar í krónum. Hann hefur notið margra gæða, sem ekki verða keyptar. Engir munu þó skuldugri á þennan hátt en þeir, sem nú eru rosknir og muna báðar aldirnar, hina 19. og 20. — tvenna tíma gjörólíka. Það sem var um þúsund ár og það, sem verða mun. Þeir komu úr eyðimörku þrenginga og inn í fyrirheitna landið. Við hinir rosknu munum nú svo margt, sem alarei mun aftur verða og aldrei framar eiga hliðstæðu. Þessir breytinga- og byltinga- tímar hafa skapað marga ein- stæða menn. Minningin um þá má ekki hverfa. Einn slíkra var Jón Haralds- son á Einarsstöðum í Reykjadal. Um hann hefur lítið verið ritað, sem geymast mun. Mér hefur fundizt hann liggja óbættur hjá garði. Nú hefur úr þessu verið bætt. Ekkja Jóns, Þóra Sigfúsdóttir á Einarsstöðum, hefur gefið út bók, sem honum er helguð. Karl Kristjánsson alþingis- maður hefur valið úr handrita- safni Jóns og ritað æviminningu hans. Nú glymja daglega frá útvarpi margendurteknar auglýsingar um bækur. Á sunnudögum eru lesnir valdir kaflar bóka og jafnan reynt að vekja forvitni hlustenda. Þessar bækur eru flestar útgefnar af fjársterkum bókaforlögum. Ekkja Jóns Har- aldssonar hefur hvorki yfirlæti eða fjárafla til dýrra auglýsinga. Þess vegna vil ég vekja eftir- tekt á bókinni og Jóni Haralds- syni. Ekki verður hjá því kom- izt að endursegja sumt af því, sem Karl Kristjánsson segir í inngangi. Einarsstaðir standa á hæð í miðjum dal og horfa mót suðri. Þétt bæjaröð er með báðum hlíð um. Þegar komið er á heiðar- brún að austan eða vestan, blas- ir bærinn beint við sjón. Þetta er landnámsjörð, glöggt dæmi þess hve fornmönnum var sýnt um að velja fögur bæjarstæði, og vel í sveit sett. Jörðin kem- ur mjög við sögu. Þeir, sem miklu voru ráðandi í héraði, kepptust um að ná í Einarsstaði. Gull sögunnar eru þar falin í gömlum slóðum. Ættin, sem nú situr Einarsstaði, kom þangað fyrir hálfri annarri öld. Lang- afi, afi og faðir Jóns bjuggu þar á undan honum. Á seinni hluta 19. aldar komu Einarsstaðir mikið við félags- sögu. Þar voru stofnuð fyrstu bændasamtökin í héraðinu 1854 og þau endurreist 1882. Bæði Þjóðhðið og Huldufélagið risu á Einarsstöðum. Karl Kristjáns- son segir, að Jón Haraldsson hafi ekki verið búgróðamaður, heldur búyndismaður. Þetta hef ur hann tekið að erfðum. Sigur- jón afi hans og Haraldur faðir hans hafa sett .önnur sjónarmið hærra en gróðann. Hins vegar átti vorgróður félagslífsins hjá þeim skjól og athvarf. Þess vegna safnaðist ekki auður á Einarsstöðum. Ungu bændurnir urðu að taka við þungum skulda böggum með Einarsstaðaeign- um. Jón Haraldsson var fæddur 1888. Hann missti föður sinn, þegar hann var 18 ára. Móðir hans hélt áfram búi við þröngan hag. Jón var eldri sonurinn. Hann var í Hólaskóla tvo vetur eftir lát föður síns og heima á sumrin. Umsjón búsins lagðist þegar á hans herðar. Hann kvæntist 1911 og tók þá strax við búinu. Þar bjó hann til dauðadags 1958 og hafði þá haft umsjá bús á Einarsstöðum meir en hálfa öld. Sögu Jóns rekur Karl Kristjánsson nánar í inn- gangi bókarinnar. Ég minnist Jóns í 50 ár, frá því við vorum saman á Hólum veturinn 1907—1908. Hann var öllum mönnum glaðari. Gleði hans átti sér djúpar rætur bjart- sýnis á lífið. Hún var svo djúp- tæk og þrekmikil að hann hreif okkur með! Hugur hans var óvenjulega frjór og hugkvæmni mikil. Ég var með Jóni í stjórn Bændafélags Þingeyinga frá stofnun þess, þar til hann and- aðist. Hann átti frumkvæði að mörgum ályktunum þess félags, sem vöktu mesta eftirtekt al- mennings. Hann vakti t. d. fyrst- ur máls á stofnun byggðasafns Þingeyinga og var þar ötull bar áttumaður, unz það x-eis á Grenj aðarstað. Hann vakti fystur máls á fleiri framfara- og menningar- málum héi-aðsins. Hitt skal ját- að, að Jón var ekki laginn að afla sér fylgis, sem leiddi til metorða eða mannafon-áða. Til þess var hann of sérstæður, og ekki samningamaður, sem undi hálfum hlut. Hann var ekki strá ið, sem hneigir sig og beygir fyr- ir goluþyt almenningsálitsins. Jón var frægur fyrir skopsög- ur sínar. Kom þar listhæfnin vel í ljós. Snilldin og listin er oft í því fólgin að vera glöggur að skilja aukaatriði frá aðalatrið- um, finna kjarna hluta, atburða eða manneðlis feykja burt af kjarnanum öllu hismi. Jón átti skáldlegt innsæi á séi-kenni manna. Skopsögurnar bii-tust ekki í bókinni. Þær myndu ekki njóta sín þai\ fslenzkt skop er oftast staðbundið og persónu- bundið, og svo var um gaman- sögur Jóns. Gleðitöfrar og hinn smitandi áfengi hlátur Jóns gæddi sögurnar lífi og sál. í end ursögn yrðu þær svipur hjá sjón. Bókin „Gull í gamalli slóð“ hefst á ritgerð Karls Kristjáns- sonar um Jón Haraldsson. Þegar útvai-psumræður heyr- ast frá Alþingi bíða margir þess með óþreyju hvort Karl Kristj- ánsson komi þar fram. Hann er þar rökvís og harður bardaga- maður fyi-ir sínu máli. Það eru nú fleii-i. En þó er Kai'l þar sér- stæður meðal þingmanna. Mál hans stutt, skýrt og mótað, ekki orði of eða van, víða með list- rænni snilld og snjöllum sam- líkingum. Þannig er allt, sem Kax-1 ritar, og greinin um Jón Haraldsson er engin undantekn- ing. Karl hefur ásamt börnum Jóns og ekkju valið til útgáfu úr þeim blöðum, sem Jón lét eftir sig. Fæst af þessu hafði áð- ur verið prentað, en mai-gt af því flutt á samkomum í hérað- inu. Lengsta ritgei-ðin heitir „Frá gömlum dögum.“ Handrit sitt kallaði Jón uppkast og hefur aldrei frá því gengið. Grein þessi er 44 blaðsíður. Þetta er stói-fróðleg lýsing á lífinu í lok 19. aldar, og er ungum heppilegt að bera saman við nútímann. Þröng voru þá ævikjöi-in, jafn- vel á stórbýlum, og kemur það vel fram í niðurlagi kaflans. Jón segir hér fi-á mörgu fólki, sem hann þekkir og kemur þar fram snilld hans að bregða upp myndum á fáum orðum. Einna minnisstæðastir verða mér móð- urforeldrar hans, Halldói-a Ás- mundsdóttir, systir Einai-s í Nesi og Jón Olafsson frá Rifkelsstöð- urn í Eyjafirði. Ég man hann vel, stórbx-otinn mann og hetju- legan. Þá er einnig minnisverð frásagan um Jónas, sem úti varð, og um fleira fólk þó. Næst ber að geta þriggja frásagna- þátta urn samtímamenn höfund- ar: Þætti af Gísla bónda og pósti í Pi-esthvammi, Laxamýrarhjón- um og Helga bónda í Hólum í Laxái-dal. Þessir þx-ír þættir eiga sér vai-la hliðstæðu í bókmennt- um okkar. Þai-na er sönn en skáldleg lýsing og hnitmiðuð og stuttoi-ð. Þessir þættir eru líka bókmenntaperlur, hver um sig og munu lifa og ef til vill verða öðrurn höfundum til fyrirmynd- ar. Næst vil ég nefna fjórar smá- sögur, sem bókin geymir. Auð- sæ eru þar áhrif frá Þorgils gjallanda. En Jón heldur sínu sjálfstæði og myndi hafa orðið hlutgengur smásagnahöfundur og skipað sæti í bókmenntasögu, ef hann hefði lagt þetta fyrir sig. í einni sögunni, „Nýja sveit- in“ nýtur skopgáfa Jóns sín ágætlega. Jón Haraldsson var mikill hestamaðui'. Nokkrir smáþættir og kvæði eru um hesta. Ein frá- sögn er í bókinni um dulrænt fyrii-bæri og nefnist „Hesturinn á Hríshálsi.“ Hún er sérstæð og sómir sér meðal dulrænna sagna. Allir Þingeyingar minnast kvæða Jóns um látna menn. Oft flutti hann einnig minningar- ræður við húskveðjur eða jarð- ai-fai-ir, og þótti vel takast. Þá flutti Jón einnig ræður eða kvæði í afmælishófum einstakl- inga eða stofnana. Jón var ætíð fundvís á niðui-stöðu og hlýr. Margt af þessu er í bókinni en allt er það stutt og mótað af sérkennum og verður því ekki leiðigjarnt. Bezt og hlýjust finnst mér kveðjan, sem hann var að flytja til Lilju í Glaum- bæ, þegar andlát hans bar að höndum, í Einarsstaðakirkju 18. apríl 1958. Kvæði Jóns eru flétt- uð inn á milli hins óbundna máls í bókinni. Jón var mjög ljóðhagui-, og öll eru kvæðin vel kveðin og voru raunhæf og féllu vel inn í hug manna á líðandi stund, í sorg og gleði, þar sem flest þeirra voru flutt. En Jón var frumlegra skáld í lausu máli en ljóðum. Oft var talað um þingeyzku skáldin, svo sem Sandsbiæður, Indriða á Fjalli og Sigurð á Arnarvatni, Jón Þorsteinsson og Þorgils gjall- anda. Ekki hefur Jón á Einars- stöðum verið talinn í þeirra hópi. Ég tel hann eiga þar sess, og ekki lægstan. „Gull í gamalli slóð“ má ekki vaiita í nokkra þingeyska bóka- hillu. Allir, sem unna íslenzkri heimilismenningu, verða að kaupa þá bók. Yzta-Felli 13. des. 1963. Jón Sigurðsson. ÁRVISSAR TEKJUR ÁFENGIS- og tóbaksverzlun rík isins er talin hafa hagnazt um 1 millj. kr. hvern virkan dag að meðaltali síðasta ár. Er sú verzl- un árviss og vaxandi. Á Þorláks dag nam áfengissalan 5 millj. kr. Samþykkt áfengisvarnarráðs um að skora á ríkisstjórnina að láta „loka“ á meðan verkföll stæðu og frá var sagt í útvarpi, hafði þær afleiðingar, að langar biðraðir mynduðust hvarvetna við opinberar vínverzlanir af ótta við áfengisleysi í koldimmu skammdeginu — og atvinnuleys inu! P 5 vel með, og enn er hann hinn virðulegasti maður að sjá. Churshill er nú orðinn 89 ára gama'll- Hann var ekki með vind ilinn, enda bannaðar reykingar í deildin;ú. Stjórnai-c'ndstæðingar ■ sitja vinstra megf.n en stjórnarstuðn- ingsmenn hægra megin. Fleira, bæjarsíýóri, sem þér er ofarlega í huga eftir ferðina? Við skoðuðum stöð þá í Corn- wall, sem reist var til að annast móttöku sjónvarps, símtala, firð- ritunar og fl. frá Telstar, gervi- hnettinum bandaríska, sem skotið var á loft 1962. Stöðvar eins og þessi, verða eflaust marg ar í framtíðinni, í sambandi við sjónvarpið og margskonar þjón- ustu aðra. Ekki er ólíklegt, að hér á landi verði slík stöð reist innan skamms tíma. Hún kost- aði um 80 milli. ísl. króna. Uppbygging Lundúna eftir stríðið? Við kynntum okkur dálítið, undir ágætri leiðsögn gestgjafa okkar, uppbyggingu þá, er borg- aryfirvöldin í London létu gera. Búið er, frá stríðslokum, að byggja yfir hálfa milljón manna eða sem svarar yfir sextánda hvern borgarbúa. Þar er mest af nýbyggingunum, sem áður voru fátækrahverfi og illa fóru í stríðinu svo sem í East End. Nýju raðhúsin og fjölbýlishúsin þar, eru að mestu leyti tveggja og þriggja herbergja íbúðir. Það eru þeirra „bæjarhús“ og leigð fyrir sanngjarna þóknun. T. d. tveggja herbergja íbúð fyrir 1300 krónur á mánuði. Norðlenzkir bæjarsljórar í Breflandi (Framhald af blaðsíðu 8). sérstakt fiskimálaráðherra- embætti. Ráðherrann benti þá m. a. á, að jafnvel fiskveiðideil- una við íslendinga hefði verið unnt að leysa án þessa embætt- is. Forsætisráðherrann kemur vel fyrir, er léttur á fæti og snarlegur en ekki sérstaklega tilkomumikill. Brosið er honum mjög tiltækt, svo sem hinar mörgu myndir, sem hvarvetna birtast í blöðum, bera lika með sér. Þingmenn hafa ekki ákveðin sæti, eins og á Alþingi íslend- inga, og þingmennirnir eru miklu fleiri en sætin. Þingmenn verða að gera sér það að góðu, ef þeir ætla að skrifa á blað, að gera það á hnjánum, því borð eru engin. Við voru svo heppnir þennan dag, að sjá hinn aldna og fræga stjórnmálaforingja, sjálfan Churshill. Hann er heið- ursþingmaður í neðri málstof- unni og var studdur af tveim mönnum inn í salinn. Hann er þreytulegur, en virtist fylgjast Nýtt verzlunarhvcrfi í Plymoutli. Ráðhúsið t. h. og turninn bakvið. á kirkju heilags Andrésar sézt ú Kynntust þið nokkuð skóluni? Við heimsóttum tvo skóla. Annar var fyrir 5—11 ára börn, hinn fyrir 12—16 ára börn. Barnaskólinn var í úthverfi Lundúnaborgar, rúmaði 250 nemendur og var, að því er bezt varð séð, bæði skóli, vinnuheim- ili og dagheimili. Þarna eru börnin frá því klukkan 9 á morgnana til klukkan 3 e. h. og borða hádegisverð í skólanum. Þarna er mjög margt af „lituðu“ fólki, og þar eru engin kynþátta vandamál til. Námið fer að miklu leyti fram sem allskonar vinna, svo sem skólastofurnar báru líka með sér. Og næstum í hverri skólastofu var lifandi dýr, einhverrar tegundar. Heimavinna er lítil í slíkum skólum. Á hverjum morgni er sameiginleg bænastund og söng- ur. Skólastjórinn var myndar- leg kona og skólinn hennar ef- laust til fyrirmyndar um margt. Hinn skólinn var fyrir pilta og stúlkur á aldrinum 12—16 ára. í Bretlandi er ekkert samræmt skólakerfi, eins og hér er og skólastjórar og skólanefndir á hverjum stað því að mestu sjálf- ráðir um kennsluna. í þessum skóla gátu nemendur að veru- legu leyti sjálfir valið sér náms- efni. Góðir nemendur komast því langt. Var líka auðséð á verkefnum, svo sem í stærð- fræði, hve sumir voru ótrúlega langt komnir, miðað við aldur. Auk móðurmálsins er franskan hvarvetna kennd. Er það rétt, að rík áherzla sé lögð á dreifingu búsetunnar? Nýjar iðnaðarborgir er byggð ar til að létta á höfuðborginni og þar eru lægri skattar og ódýrari lóðir. Bracknell er t. d. ný iðn- aðarborg um 60 km. frá London. Þar bjuggu aðeins 2 þús. manns fyrir fáum árum, en nú um 50 þús. manns. Þarna er allt skemmtilega skipulagt. Þessi iðnaðarbær var byggð- ur á skógarsvæði og á þann veg, að skógurinn setur mikinn svip á bæinn, sem er hinn fegursti. Mikið talað um ísland og íslendinga? Já, og það mjög að vonum. Heimsókn forsetans okkar til Bretlands var ofarlega á dag- skrá og svo var Surtsey mikið frétta- og umtalsefni, svo vart mátti á milli sjá. Ég hafði nokkr ar myndir að gosinu með mér og vóru þær rifnar út úr höndun- um á mér, ef svo mætti segja. Þessi ferð var í alla staði hin ánægjulegasta og fróðlegasta fyrir okkur Islendingana og öll fyrirgreiðsla eins og bezt verður kosið, segir bæjarstjórinn, Magnús E. Guðjónsson að lok- um og þakkar blaðið viðtalið. - Ný hljómsveit... (Framh. af bls. 1). upptekin, var stiginn dans af miklu fjöri. Nýstofnuð hljóm- sveit þriggja unglingspilta héð- an úr dalnum lék fyrir dansin- um og mun þeim hafa tekizt það mjög vel. Og má vafalaust mikils af þeim vænta framveg- is. G. V. ítalskur listamaður, einn eða fleiri, bar þetta nafn. Framburður þess var ef til vill öðruvísi. Villi Rossí er víst enginn Itali. Hingað til strandstaðarins hafði hann komið fyrir liðugu ári. Frá Ameriku, sögðu verkafélagar hennar í stofnuninni. Rossí talar góða norsku með dálitlum amerískum málblæ. Nei, Iðunn kemst ekkert lengra áleiðis í greiningu sinni á Villa Rossí, ekki að svo stöddu. Og í dag er laugardagur, annsamasti dagur vik- unnar í öllum deildum. Grænhélaða klukkan á svarta flísa-arninum slær öðru hverju dauf högg. Þá er liðinn biðtími andlitsgrímunnar, sem hún biður eftir. Hún gengur yfir að hvílubekknum hægra meg- in við spegilvegginn. Konan hefur blundað. — Frú Gilde! segir Iðunn lágt. Konan reynir að geispa undir grimunni og opnar augun. Iðunn tekur fram sótthreinsuðu andlits- þurrkumar. Hún þurrkar og útmáir öll för grímunnar á andlitinu og vætir síðan strengt hörundið með andlitsvökva. Frú Gilde liggur al- veg kyrr og róleg, og er sem hún njóti hverrar snertingar fingranna, sem leika um andlit hennar. Að lokum smyr Iðunn vægu dægursmyrsli á andlit frú Gilde. Hör- undið sýgur smyrslið í sig og verður blædekkra en áður. Þessi blær yngir andlitið. Frú Gilde biður um að fá að líta á sig i einum litlu handspeglanna. Iðunn réttir henni einn þeirra. Myndin aftan á speglinum er ofur- litið ævintýri: hvitir svanir á bláu vatni. Og inni á ströndinni standa tvö ungmenni i fornaldar-búningum. Umhverfis þau eru alls konar tré og blómaskrúð i fjölbreyttum litum. En frú Gilde kærir sig ekkert um bakhlið spegilsins. Henni er aðeins umhugað um að horfa í spegil- glerið. Þar sér hún sjálfa sig í nýrri og endurbættri útgáfu. — Já, þetta lítur prýðilega út. Það getur vissulega ekki orðið betra, segir hún ánægð. Þér kunnið handtökin, ungfrú Falk, segir hún, kinkar kolli og rís upp af bekknum. — Já, ég vona það, segir Iðunn og brosir. Brosið til viðskiptavin- anna, hafði Rossí sagt einu sinni. Minnist þess, að þeim geðjast vel að brosi, en ekki að flissi. Þér þekkið sjálf mismuninn, ungfrú Falk, hafði hann bætt við. Já, hún veit mismuninn. Bros getur glatt mann og gert hann ham- ingjusaman. En fliss getur hryggt hinn sama og gert hann leiðan. Iðunn bíður, unz frú Gilde hefir lokið að klæða sig, drepur höfði og brosir til hennar á ný, áður en hún fer á brott. Á leiðinni fram í biðstofuna kemur Iðunn í tal við eina hárgreiðslukonuna. — Hún er þá loksins búin núna, hún frú Gilde, segir konan íbyggin. — Já, segir Iðunn. Hver er hún annars, þessi frú Gilde? — Æ-i, já annars! Það er satt. Þú veizt það ekki, þú sem ert svo að segja ný af nálinni hérna! — Jú, sei-sei. Ollum bænum er svo sem vel kunnugt, að frú Gilde er til, og hver hún er. Hún hefir verið leik- kona. Nú er hún ekkja stórkaupmanns nokkurs. Lars Gilde hét hann, þegar hann dó. — Var hann þá vanur að skipta um nafn? Iðunn áttar sig ekki almennilega á þessu. — Já, ég held nú það! Hann hét nú reyndar líka Lars Eiríkur Jóhann Gilde. í fyrsta skiptið, sem hann varð gjaldþrota og fór á AUÐHILDUR FRÁ VOGI: GULLNA BORGIN hausinn, kallaði hann sig eftir á E. Gilde h.f. í annað skiptið J. Gilde h.f. og í þriðja skiptið L. Gilde. Siðan beið allur bærinn í háspani eftir fjórðu veltunni, og hvaða upphafsstaf hann myndi þá nota. En í þess stað hallaði hann sér útaf og andaðist, og lét allmikið fé eftir sig. — En hvað er þá um konu hans? spyr Iðunn. Henni skilst, að hár- greiðslukonan hafi eitthvað í pokahorninu um hana líka. -— Hja, það fór nú víst ekki vel á með þeim, segja þeir sem því voru kunnugir. — Já, en hún virðist þó vera svo fín og alþýðleg, grípur Iðunn fram í. — Oftast viðsjárverðasta fólk, eins og þú veizt. En verstur er sá gállinn á henni, hve mjög hún sækist eftir því sterka. — Drekkur hún! Það liggur að Iðunn verði skelkuð. — Já, svo er nú sagt. Þau hjónin héldu hvort sína leiðina, síðustu árin sem hann lifði. Hann átti sina vini, og hún sína. — Aumingja manneskjan! segir Iðunn og flýtir sér fram í biðstof- una. Hún fylgjir síðan nýjum viðskiptavini inn í deild sína. í þetta sinn er það fremur ung og vel klædd frú. Hún er svo teprulega tilgerð arleg, að jaðrar við hreinan klaufaskap. Iðunni er ljóst, að þessi frú vill sýna opinberlega, hve hér sé fín og menntuð hefðarfrú á ferð- inni. Hún reynir meira að segja að apa eftir og stæla tónblæ og mállýzku höfuðstaðarins.* Iðunn hjálpar nýkomnu frúnni úr gráu pels-kápunni og vísar henni inn að sama græna hvílubekknum. Hún hjálpar henni einnig úr borg- undarlita módellkjólnum. Frúin virðist all-þunnrifjuð og eldri, þegar hún er rúin mesta skrautinu. En engu líkara, en að glæsifugl hafi verið reyttur. Iðunn tekur að nudda frúna. Hún lætur gómana strjúka gætilega um holdgrönn kinnbein hennar. Hún strýkur létt, en með sterkum hreyfingum, sléttir úr hrukkum um munn og höku, strýkur á vissan hátt frá nefrótinni og út að gagnaugum. — Þér eruð nýkomin hingað? spyr frú Röst. Nafnið hennar er skráð gullstöfum á handtösku hennar. * Hér ber að hafa í huga, að mállýzkur Noregs og málbrigði eru afar mörg og margvísleg. Allmikill munur á „austlenzku“ og „vest- lenzku“ og máli annarra landshluta. Einnig á milli héraða, og jafnvel einstakra sveita. — Sama er að segja um helztu borgir landsins. Hver hefir sinn málblæ, og jafnvel mállýzku. — Já, svarar Iðunn. — Ég hefi verið hér í hálfan mánuð. ■ — Nýlega útlærð? — Já, frá fegrunarskóla í Osló. — Jæja! Ég finn, að þér eruð sterk í fingrunum. — O-jæja. — Það liggur við, að Iðunn ætli að segja eitthvað meira. Það er svo auðvelt að spjalla, þegar aðeins tvær einar eru saman, segja frá fleiru en maður hefir ætlað sér, og ætti ekki að gera. En nei! Hún á aðeins að svara kurteislega og brosa fallega, listrænt meira að segja. Það á alls ekki að tala í trúnaði við viðskipta-frúrnar! Villi Rossí hafði að vísu ekki sagt neitt um þetta. En kennarar fegrunarskólans höfðu tekið þetta með eins og hverja aðra námsgrein og fræðslu. Já, og er stundir liðu, myndi hún og hinar stúlkur stofn- unarinnar verða jafn gervimennskar stælingar-drósir til að sjá, eins og til dæmis flauelsblómin á borðunum í öllum stofunum: hérna græn flauelsblóm í svörtum skrautleirs-krukkum. Allt átti að vera í litasamræmi. Jafnvel blómin máttu ekki vera Iifandi, því þá myndu þau ráða litum sinum sjálf. Og þá ættu þau ekki við hér. Þau myndu spilla litasamræmi stofnunarinnar. Sjálf var hún klædd hvítum einkennisbúningi eins og allar hinar, því hvítt átti hér heima. Nú er hún ekki framar Iðunn Falk eins og heima hjá sér. Hún er aðeins ein stúlknanna hjá Villa Rossi. Hvít- klædd kvenpersóna, sein daglega aðstoðar aðrar kvenpersónur til að verða stælingar-drósir og gervimennskar í útliti að litum og linum. Að hugsa sér til dæmis allar þær augnabrúnir, sem hún snurfusar á hverjum degi. Þéttar og fallegar augnabrúnir eru reyttar. Raftöngin litla er oft á ferðinni, klippir gráðugt upp hár eftir hár úr þessum augnabrúnum. Það sem áður var fagurt handbragð skaparans, á nú að umskapast í fegurðarsnautt verk mannshanda og tækja. Allt hið sér- kennilega í andliti kvenna á að hverfa. Allar eiga að verða hver ann- arri líkar, én tillits til svipeinkenna og yndis í andlitsdráttum. Það er sama hvernig fer með það. Tízkan krefst þess að hafa samskonar augnabrúnir, gerðar eins og útbreiddir vængir með strikum ofanvið brúnir þær, sem þegnar voru í vöggugjöf. Þessir gervi-vængir veita andlitunum sérstæðan, en sam- eiginlegan undrunarsvip. Iöunn gerir hlé í nuddinu. Frá Röst hefir blundað ofurlítið, og lætur Iðunn hana því hvíla sig stundarkorn. Hún skolar hendur sínar og lítur á klukkuna. Að tæpum tíma liðnum er dagsverkinu lokið. Þá er hún frjáls og frí og á sig sjálf, það sem eftir er dagsins. En til hvers á hún annars að nota tímann? Er nokkuð annað fyrir höndum en að labba upp í vistarveru sína í annarri hæð fegrunarstofnunar- innar, borða og spjalla við hinar tvær stúlkurnar, sambýlissystur sínar. Sigríður fer annars sennilega heim á Flataströnd um helgina. Og ef til vill fer Björg einnig í einhverja áttina. Það er aðeins Iðunn, sem er einmana mitt í þéttbýlasta bæjar- hlutanum. Hún er orðin ókunnug hér í bænum. Þekkir engan, eða þekkir ef til vill marga. Og margir þekktu hana síðast. En nú er hún fullorðin, tuttugu og eins árs stúlka. Sennilega þekkja þau hana ekki aftur. Hún var aðeins f jórtán ára, þegar hún fór héðan. Framhald.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.