Dagur - 15.01.1964, Blaðsíða 8

Dagur - 15.01.1964, Blaðsíða 8
8 Áhugasamir unglingar á radió-námskeiði. Kennari Arngrímur jonannsson. Starf Æskulýðsráðs bæiarins er fjölþætt, en nær þó ekki til nógu margra unglinga Fréttamönnum gefnar upplýsingar um starfið SÍÐDEGIS á laugardaginn bauð Æskulýðsráð Akureyrai’kaup- staðar fréttamönnum bæjai’ins, svo og formönnum ýmsra félaga staðarins, til viðræðu á Hótel KEA. Formaður ráðsins, séra Pétur Sigurgeirsson bauð gesti velkomna og veitti ýmsar upp- lýsingar, en Hermann Sigtryggs son æskulýðsfulltrúi rakti starf- semi x-áðsins á liðnu ári, sem hér er birt á eftir og afhenti fréttamönnum eintak af nýút- komnu 36 síðu riti um æsku- lýðsstarfsemina á Akui’eyri. Er þar getið íþróttamannvirkja í bænum og félaga yngra og eldra fólks. Eru félagsheitin yfir 20 að tölu, tilgangs þeirra og viðfangs efna getið, svo og stjórnenda þeii-ra. Þetta er góð handbók, það sem hún nær. Formála ritar séra Pétur Sigurgeirsson. Félög, sem hér um ræðir eru öll menn- ingarlegs eðlis. Eins og sjá má á skýrslu þeiri’i, sem hér fer á eftir, er starfið mai'gt á vegum Æsku- lýðsráðs Akureyrar. En það stai'f er þó hvergi nærri nóg, og eru „hinir villuráfandi ungling- ar“ sönnun þess: Skýrslan hljóðar svo: „Æskulýðsráð skipa: Formað- ur Pétur Sigurgeirsson, Björn Baldursson, Einar Helgason, Eiríkur Sigui'ðsson, Haraldur Sigurðsson, Sigurður Oli Brynj- ólfsson, Tryggvi Þoi'steinsson. Fundir æskulýðsráðs á árinu voru 32 og þar tekin fyrir þau málefni sem undir það heyra. Aðalverkefni ráðsins var að standa fyrir námskeiðum, tóm- stundastarfi og skemmtunum fyrir unglinga. Á árinu voru alls 8 námskeið. Dansnámskeið 24. jan.—5. marz. Kennari frú Margrét Rögnvaldsdóttir, nem- endur 160. Hjálp í Viðlögum 24. jan.—25. febr., kennai'ar Ti-yggvi Þoi'steinsson og Guðmundur Þorsteinsson, nemendur 40. Námskeið í teikn. og meðferð lita 25. jan.—3. marz, kennari Einar Helgason, nemendur 37. Sjóvinnunámskeið 5. marz—4. apríl, kennarar Bjöx'n Baldvins- son, Helgi Háfdánarson og Þor- steinn Stefánsson, nemendur 30. (Framhald á blaðsíðu 7). (búðarlán verði fveir þrið hlufar kosfnaðarverðs þriðju hluta af byggingar- EINAR ÁGÚSTSSON, ásamt öllum þingmönnum Framsókn- arflokksins, flytja á Alþingi, af hálfu Framsóknarflokksins eftir farandi tillögu til þingsályktun- ar: „Alþingi ályktar að kjósa fimm manna nefnd hlutbund- inni kosningu til þess að endui'- skoða öll gildandi lög um lán- veitingar til íbúðabygginga í landinu. Nefndin skal gera tillögur að nýrri löggjöf í þessum efnum, er m. a. hafi það markmið: að auka lánveitingar til bygg ingar nýi-i-a íbúða, svo að unnt vei'ði að lána til hverr ar íbúðar af hóflegri stærð, hvar sem er á landinu, tvo kosnaði; að jafna aðstöðu manna tilJ lánsfjár þannig, að heildar ; lán geti orðið svipað til; hvei-s manns, miðað við; sömu stæi'ð íbúðar, hvar; sem hann er og hvar sem' hann býr; ! að greiða fyrir mönnum með ! lánveitingum til að endur- J bæta íbúðir svo og að J kaupa íbúðir til eigin nota; ; að lækka byggingarkosnað í; landinu. Nefndin leggi.tillögur sínar, ef unnt í-eynist, fyrir Alþingi það, er nú situx-, en að öðrum’ kosti fyrir næsta reglulegt Alþingi." (Framh. á bls. 5) Nokkrar skyndimyndir teknar á fundi Æskulýðsráðs. í GÆR lenti 11 ára drengur fyr- ir bifreið hjá Litla-Garði á Akureyri. Drengurinn hlaut nokkara skx-ámur en meiddist ekki alvarlega. í fyrradag varð einn bifreiðaárekstur í bænum. SMÁTT OG STÓRT TEKINN AF LÍFI AÐ EIGIN ÓSK. Austan við tjald — í Búlgaríu — gerðist það um áramótin, að maður nokkur úr utanríkis- þjónustunni var dæmdur til dauða og tekinn af lífi, að eigin ósk! Lífslöngunin virðist verá minni þar en hér — og „síma- sambandið1 við Stalín ekki með öllu af tekið. UPPKASTIÐ FRÁ 1908. Reykjavíkurblöðin, einkum Morgunblaðið, ræða „uppkast- ið“ frá 1908 af miklum móði. Er niálið sótt og varið og eiga eftir- komendur eða frændur látinna stjórnmálamanna drjúgan þátt í þessum umræðum. Tilefnið er Ævisaga Hannesar Hafsteins, 2. bindi, sem Kristján Albertsson sendi á bókamarkaðinn fyrir jólin. Ritdeilur þessar hófust á því, að blaðamaður við Mbl, Sigurður A. Magnússon, endur- sagði í stuttu máli dóma Kristj- áns um andstæðinga „uppkasts- ins“, og kom það ýmsum af stað, sem ekki voru búnir að lesa bókina. Ævisaga Hannesar er mjög læsilegt rit, en ýmsum þykir nú vanta álíka læsilegar ævisögur um dr. Valtý Guð- mundsson, Bjöm ritstjóra og fl„ sem voru á öndverðum meið við Hannes Hafstein í stjórnmála- baráttunni um aldamótin og á fyrsta tugi þessarar aldar. KOMMUNISMINN LAND- PLÁGa. Halldór Kiljan Laxness var að því spurður í útvarpsviðtali, hvort rétt væri eftir honum haft, að hann teldi kommunis- mann „landplágu“ í mörgum löndum. Hann sagðist hafa kom- Alþjóðlegt skákmót í Reykjavík SKÁKFÉLAG Reykjavíkur gekkst fyrir því alþjóðlega skák móti, sem frá hefur verið sagt í fréttum og hófst í gærkveldi, og efnt var til í mimiingu Péturs Zoplioníassonar. Meðal keppenda eru: Gabrind asheli og Tal (Rússland) Johannessen (Noregur) Glig- oric (Júgóslavíu) Wade (Bret- land), og svo að sjálfsögðu Frið- rik Olafsson, Ingi R. Jóhanns- son og aðrir snjallir íslenzkir skákmenn. Skákmenn um land allt munu fylgjast með skákmótinu eftir föngum, og er nauðsynlegt að gera þeim það svo auðvelt og mögulegt er, bæði með aðstoð blaða og útvai’ps. Q fyrir bíl Önnur bifreiðin skemmdist dá- lííið, en menn sem í þeim voi'u, sakaði ekki. Fyrir nokkx'um dögum, féll maður einn af skellinöðru og fór úr axlai'lið. Q izt svo að orði, að kommunis- minn væri ein af landplágunum í þessu landi. I Egyptalandi væru plágurnar 10, sem kunn- ugt væri. FÁLKAKROSS. Eðvarð Sigurðsson fékk um áramótin fálkakross hjá yfir- völdunum, fyrir störf í þágu verkalýðsfélaga, en Bjöm okk- ar Jónsson ekki. Hins vegar hef ur Bjöm skrifað all-fyrirferðar- mikla áramótagrein í Verka- manninn, og er liún athyglis- verð. Misminni er það samt hjá Birni, að Alþýðubandalagið hafi haldið „hlutfallslegu fylgi sínu“ í kosningunum sl. vor. Það tapaði, að því er bezi verð- ur séð, talsverðu atkvæðamagni (hlutfallslega) í landinu, og tveim þingsætum af tíu, öðru vegna þess að þingmaður féll, en hinu til Þjóðvarnarmanna vegna samninga um framboð. En úr því að minnzt er á fálkakross ber þess að geta, að Akureyringar eru svo sem ekki alveg afskiptir í því efni. Hraut einn slíkur í fang Eyþóri Tóm- assyni fyrir störf í iðnaðar- og félagsmálum og hefði átt að vera búið að krossa þann mann fyrir löngu, fyrir hið ágæta súkkulaði og fleiri skyldar vör- ur, sem vel standa undir ein- um krossi. ATHUGA ÞARF HVAR „SÖKIN“ LIGGUR. Misminni Bjöms Jónssonar, samanber greinina hér að ofan, eða misgáningur skiptir þó ekki miklu máli, því honum er sýni- lega ljóst, að kosningaúrslitin voru óhagstæð fyrir Alþýðu- handalagið. Hann segir beinlín- is, að nú þurfi að athuga „hvort eða að hve miklu leyti það sé okkar sök“, að svo fór sem fór, og að nú þurfi að „byggja upp Alþýðubandalagið frá grunni“. í greinarlok kallar hann þessa uppbyggingu Alþýðubandalags- ins „mál dagsins, mál ársins, sem nú réttir okkur liönd sína“. I þessari grein B. J. er fjallað urp verkfallsmálin í vetur og lausn þeirra nokkuð á annan hátt en Einar Olgeirsson gerði í Þjóðviljanum á gamlársdag, og ekkert gefið í skyn um hugs- anlega samvinnu „komma“ við Ólaf Thors og Bjarna Benedikts son. Ymsir líta á kafla í þessari grein B. J. sem svar við ára- mótagrein E. O. Ekki verður þó talið líklegt að E. O. og Co. láti sinn hlut, enda munu þeir telja austrið sín megin. ÞOLA EKKI AÐ HEYRA HANA NEFNDA. Það er eitt af tímanna tákn- um, að ýmsir þeirra, sem hrifn- astir voru af „viðreisninni“ á sínum tíma, þola nú varla að heyra hana nefnda, og draga sig í hlé eða ganga þegjandi á brott þegar liana ber á góma. En „viðreisnarstjómin14 streit- ist nú við að „lifa sjálfa sig“ og hefur trúlega eitthvað nýtt á prjónunum til að leggja fyrir Alþingi, þegar fundir hefjast á ný, 16. janúar. I i S4

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.