Dagur - 18.01.1964, Blaðsíða 5

Dagur - 18.01.1964, Blaðsíða 5
4 5 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1166 og 1167 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Bjömssonar h.f. Rúblan lalar ÞJÓÐVILJINN, sem út kom 10 jan. var með hátíðlegu yfirbragði og hafði miklar fréttir að færa, er verma skyldi hin trúu hjörtu í landinu kalda norður við heimsskautsbaug. Það hafði verið mikill dagur í austri, byltingardagurinn sæli 7. nóvember, því að einmitt þá, „á 45 ára afjnælis- degi októberbyltingarinnar miklu“, eins og það er orðað, var opnuð í Póllandi 5500 km. löng olíuveita, sem „á upptök sín austan við Volgu, liggur yfir 18 stórfljót og 440 minni ár, læki og gil og meira en 200 akvegi — meira en einn metri í Jjvermál — á sér engan líka neinsstaðar í heim- inum — er meiri en tvöföld á lengd við liina frægu Arabíuolíuleiðslu og Ilig Inch í Bandaríkjunum — geym- ar sem gætu rúmað 12 hæða hús — Þessi mikla leiðsla er nú ekki að- eins komin til Póllands, segir blað- ið, heldur einnig til Tékko Slovakíu og Ungverjalands og væntanleg til A.-Þýzkalands. Hún heitir: „Olíu- veitulína vináttunnar“, segir Þjóð- viljinn. Siðan segir svo: „Vináttulínan er tekin til starfa. Eins og sameining orkuveitukerfanna í löndum Efna- hagssamhjálparráðsins var Jietta mannvirki glæsilegt dæmi um bróð- urlega samvinnu margra J)jóða með áður óþekktum liætti“. O-jæja. f Vestur-Evrópu er nú víst fyrir hendi eitthvað, sem líka kann að vera Jiægt að kalla „bróðurlega samvinnu margra þjóða“, ef einhverjum sýnist þótt ekki sé nefnt eins hugljúfu nafni og „Efnahagssamhjálparráðið“ í Þjóðviljanum, heldur bara Efnahags bandalagið, og ekki alltaf með mik- illi andagt! Trúlega skilja Jrað flestir, sem líta á hlutina með raunsæi, að hin mikla olíuveita úr Volgubyggð- um, vestur í Mið-Evrópu, er ekki „vináttulína" og ekki nema að nokkru leyti ætluð til flutninga á Jteim nauðsynjavörum, sem olía og benzín eru nú á tímum í daglegu tali. Hún er jafnframt, og trúlega fyrst og fremst eitt af mestu hernaðar- mannvirkjum í veröldinni. Hún er hinn fyrirhugaði, mikli aflgjafi skrið dreka — flugskeyta — og sprengju flugvélastöðva í hugsanlegri styrjöld við Vesturlönd. Þetta hefur stjóm Vestur-Þýzkalands trúlega gert sér ljóst Jjegar hún gerði efni hennar að hernaðarbannvöxu. Sú ráðstöfun reyndist þó árangurslítil, segir Þjóð- viljinn og bætir við talsvert kampa- kátur: „REIKNINGAR ANDSTÆÐ INGA VORRA FENGU EKKI STAÐIST“. Hvað kemur til, að Jxannig er að oxði komist? Er hægt að telja Jxá, sem líta Jxetta mikla mannvirki Rússa hornauga, til „and- stæðinga vorra“ (íslendinga) af Jxeim (Framh. á bls. 7) Sj ávarútvegurinn um áramótin Aflinn á síðasta ári var um 780 þúsund tonn SAMKVÆMT skipaskrá um þil skip og lauslegri áætlun um opna vélbáta, sem stunda fisk- veiðar að staðaldri, var íslenzki fiskiskipaflotinn um síðustu vet- urnætur nálega 76300 rúmlest- ir. Eru þá meðtalin hvalveiði- skipin átta, samtals 2749 rúm- lestir. Fyrir 10 árum, eða árið 1953, var fiskiflotinn 58400 rúm- lestir. Aukning á áratug nálega 18 þús. rúmlestir eða ca. 31%. Þetta segir skipaskráin, en ýmsu mætti við bæta til skýr- ingar. Vera má, að minna sé nú talið af gömlum skipum og aflóga, t. d. togurum, er gert var fyrir 10 árum. Mörg fiski- skip farast eða verða ónothæf ár hvert. Ég hygg að aukning fiskiflotans samkvæmt þessum tölum, sé minni en margur hef- ur gert sér í hugarlund, að hún væri. Nú eru allmörg fiskiskip í smíðum, flest erlendis. Þetta eru yfirleitt stór skip og einkum ætluð til síldveiða á hafi úti. Hið æskilega takmark, að íslend ingar smíði fiskiskip sín sjálfir og gerist skipaútflytjendur, er enn ekki orðið að veruleika, en að því verður væntanlega stefnt. Láta mun nærri, að sjávar- aflinn á árinu, sem leið, hafi verið um 780 þús. tonn af fiski upp úr sjó. Það mun nú vera í þann veginn að verða föst regla að telja allan aflann á þennan hátt í stað þess að telja hann að verulegu leyti „slægðan með haus“ eins .og tíðkast hefir hér á landi, enda er hin nýja fram- talsaðferð í samræmi við al- þjóðaskýrslur. Talinn á sama hátt hefir ársaflinn undanfarin ár verið þessi: Ár 1954 452 þús. tonn Ár 1955 496 þús. tonn Ár 1956 531 þús. tonn Ár 1957 516 þús. tonn Ár 1958 580 þús. tonn Ár 1959 641 þús. tonn Ár 1960 593 þús. tonn Ár 1961 710 þús. tonn Ár 1962 832 þús. tonn Ár 1963 780 þús. tonn (Áætlað magn árið 1963). Til samanburðar við fiskafla okkar íslendinga er þess að geta, að allur fiskafli heimsins, var á árinu 1962 áætlaður 44— 45 milljónir tonna. Japanir, sem eru mesta fiskveiðiþjóð jarðar, öfluðu þá hátt á sjöunda milljón tonna og Perúmenn í Surðu- Ameríku, sem í seinni tíð hafa mokað upp feitfiski til mjöl- Gísli Guðmundsson alþingism. vinnslu eins og kunnugt er, öfl- uðu nærri ins mikið. Sovétmenn veiddu rúmlega 4 millj. tonna og Bandaríkjamenn nálega 3 millj. tonna. Útflutningsverðmæti sjávar- aflans 1963 er nú áætlað um 3500 milljónir eða álíka og 1962, þótt aflamagnið sé minna. Verð hefir verið hækkandi vegna gengisbreytinga og vei'ðhækk- ana erlendis síðustu árin, en framleiðslukostnaður á sjó og landi hefir þó aukizt mun meii'a en því svarar á sama tíma, eða svo er almennt talið. Hin mikla aukning sjávaraflans í heild er öll fólgin í aukningu síldarafl- ans, en þorskaflinn hefir farið minnkandi, enda afli togaranna sáralítill miðað við það, sem áð- ur var. Þorskafli („slægður með haus“) var rúmlega 304 þús. tonn árið 1960, nálega 249 þús. tonn árið 1961, rúmlega 223 þús. tonn árið 1962, en var heldur meiri á tveim fyrstu ársfjórð- ungum 1963, en á sama tíma ár- ið áður. Vetrarvertíðarbátum á þorskveiðum fer fækkandi, en því meiri áherzla lögð á síld- veiðarnar, og hin nýju skip eink um við það miðuð, eins og fyrr var sagt. Það, sem nú vekur sérstaka athygli í sambandi við afkomu sjávarútvegsins um áramótin, eru reksturserfiðleikar vinnslu- stöðvanna, sem breyta þorskafl- anum í markaðsvöru, en um síldarsöltun og síldárvinnslu er minna rætt enn sem komið er, hvað sem síðar kann að verða. Hinn 22.—23. okt. sl. hélt Sölu miðstöð hraðfrystihúsanna auka fund og var þetta gert, eins og komizt er að orði í blaði, sem hún gefur út, „vegna hins alvar- lega ástands, sem skapast hefir í hraðfrystiiðnaði landsmanna“, en í félaginu eru 56 hraðfrysti- hús. Á þessum fundi kom það fram, að miðað við þáverandi ástand byggi hraðfrystiiðnaður- inn við reksturstap, sem næmi 14% af söluverðméeti útflutn- ingsframleiðslunnar. Sjálfur heyrði ég reynda menn á þessu sviði halda því fram um þetta leyti, að reksturstapið væri meira, og síðan hafa a. m. k. sumir liðir reksturskostnaðar hækkað talsvert. Um sama leyti héldu fram- kvæmdastjórar í fiskiðnaði á vegum samvinnufélaganna ann- an fund um þessi mál. Þar var vakin athygli á hinum sérstöku reksturerfiðleikum fiskiðnaðar- ins á Norður- og Austurlandi, en þeir voru þar einkum taldir þessir: 1. Meðalstærð svonefnds stór- fisks að jafnaði miklu minni en í öðrum landshlutum. 2. Óslægður fiskur hlutfalls- lega minna virði en slægður fiskur, þar sem hrogn og lifur nýtast illa eða ekki. 3. Hráefnisöflun erfiðari og ótryggari. 4. Fiskvinnslustöðvarnar yfir leitt smærri, og dreifing fasta- kostnaðar því óhagstæðari. 5. Tækniþjónusta dýrari og lakari. 6. Kostnaður af flutningi rekstursvara og meiri birgða og rekstursvörum hærri. Sérstök athygli var vakin á smáfiskinum, sem er hlutfalls- lega mjög mikill í þessum lands hlutum og dýr í vinnslu, sem kunnugt er. Fundur S. H. (Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna) stakk upp á þessum liðum til úrbóta: 1. Að vextir Seðlabanka fs- lands á afurðalánum verði lækk aðir úr 7% niður í 3% og útlán hans aukin í % af fob-verði. 2. Að útflutningsgjöld, 7.4%, verði afnumin og tekna í þeirra stað aflað á annan hátt. 3. Að aðstöðugjald á fisk- vinnslu verði afnumið. 3. Að tollar á vélum og vara- hlutum til frystingar og annars fiskiðnaðar verði afnumdir. 5. Að frestað verði í eitt ár að innheimta afborganir af slofn- lánum sjávarútvegsins. 6. Að rafmagn til fiskvinnslu verði lækkað. Að lokum var stjórn Sölu- miðstöðvar hraðfrystihúsanna falið að leita umboðs frystihús- anna til rekstursstöðvunar, ef ekki fengist viðunandi lausn mála. Fundurinn, sem haldinn var á vegum samvinnufélaganna, benti að miklu leyti á svipaðar leiðir, taldi þó þörf á að hækka afurðalánin upp í 85% og að vinnslustöðvar fengju „aðgang að lánsfjármagni til þess að end- urskipuleggja vinnslukerfið og til kaupa á nýjum tækjum og búnaði, sem stuðlað getur að aukinni nýtingu vinnuafls og hráefnis". Síldveiði varð á árinu, sem leið, nokkru minni en í fyrra en nýttist betur, þar sem meira var saltað. Það er eitt helzta verk- efnið í sjávarútvegsmálum á komandi árum að reyna að koma því í kring, að sem allra minnst þurfi að bræða af þeim síldarafla, sem gæti orðið verð- mætari vara á annan hátt. Nú síðustu árin hefir tekizt að selja úr landi verulegt magn af fros- inni Suðurlandssíld, og má vera að þar hylli undir nýja og betri tíma í síldveiðimálum, þótt enn hafi ekki þótt tiltækilegt að verka Norðurlandssíldina á þennan hátt. En ef möguleikar skapast til að selja mestan hluta síldaraflans til manneldis, verð- ur að sjálfsögðu að haga veíðuri- um svo sem unnt er í samræmi • við það, þannig að síldin koirii sem ferskust og bezt með farin- á land. Trúlegt er, að afláTnagn- ið yrði þá eitthvað minna en jafnframt verðmeira. Eins og kunnugt er varð báta- afli á sumarveiðum við Norður- land með minna móti á sl. ári, og sumstaðar mátti heita afla- brestur fram á mitt sumar. Af- koma smábátaflotans norð- lenzka í heild hlýtur því að hafa verið mun lakari en undanfarin ár, og haft í för með sér hrá- efnisskort hjá ýmsum'frystihús- um a. m. k. tíma úr árinu. Nú um áramótin hlýtur það að rifjast upp fyrir mörgum, að fyrir svo sem hálfum áratug, á árunum 1957—58, virtist yfir- leitt vera fremur góð afkoma hjá sjávarútveginum, a. m. k. hjá bátaflotanum, og einnig hjá vinnslustöðvunum. Verðbóta- kerfið, sem þá var í gildi og bú- ið var að samhæfa þörfum út- gerðar og vinnslustöðva, að fenginni reynslu, var sniðið eftir mismunandi staðháttum, t. d. hinna svonefndu sérbætur á afla, sem er dýr í vinnslu. Þeg- ar stjórnarvöld landsins fóru að gera sér í hugarlund, að hægt væri að koma á hæfilegri gengis skráningu fyrir sjávarútveginn í öllum landshlutum, var ekki tekið það tillit til staðreynda, sem nauðsyn bar til og aðvör- unum í því efni lítill gaumur gefinn. Verstöðvar og landshlut ar hafa um skeið haft af þessu tilfinnanlcga reynslu. En nú er svö komið, að það eru ekki að- eins.þær verstöðvár, éða þeir - landshlutar, er einkum.nútu sér bótariná, sém nú eru illa staddir. Vandamál vinnslustöðvanna um land allt er orðið stórmál, sem veldur ríkisstjórn og almenn- ingi þungum áhyggjum. Að lok- inni „viðreisn“ virðist þessi vandi vera mun meiri en hann var fyrir fimm árum. G. G. - Settir í „steininn“ (Framh. af bls. 1) en lækka píputóbak að sama skapi. Átti þetta, ásamt opinber- um áróðri, að draga úr sigarettu reykingum. Frá þessu var skýrt hér í blaðinu á sínum tíma. Hin ar nýju bandarísku rannsóknir hljóta að vekja þá spurningu hjá íslenzkum heilbrigðisyfir- völdum, hvað gera beri hér á landi til að draga úr skaðsemi sigarettureykinga, sem enn fara mjög í vöxt, einkum meðal ungl inga og jafnvel barna. Sagt er að von sé tillagna frá Krabba- meinsfélaginu, sem raunar hef- ur áður lagt tillögur sínar fyrir heilbrigðisyfirvöldin, en án ár- angurs. Q ENDURSKINSMERKI ENDURSKINSMERKIN svo- kölluðú, sem nokkrar fatagerð- ir láta setja á vinnuföt og barna úlpur, hafa því miður ekki orð- ið svo algeng sem skyldi hér á landi og hafa þó bjargað mörg- um mannslífum. Þessi litlu merki, sem eru mjög skýr þegar bílljós falla á þau í myrkri, þykja fullorðnum leið og Ijót og vilja ekki nota þau, segjá ennfremur, að það skemmi góð föt að festa þau á. Þetta er mikill misskilningur, því merki eru til, sem menn hafa í vasa sínum en festa á sig lauslega þegar þess er þöff. Dökkklætt fólk á dökkum srij ólausum götum og végum, sézt mjög illa í myrkri og er það kunnara en frá þurfi að segja. Með endurskinsmerki, er vegfarandinn nokkurn veginn viss um, að bílstjórar sjá hann áður en það er of seint. Þetta litla og ódýra merki ætti hver gangandi maður, ungir og gaml- ir, karlar og konur, að nota í umferð bæjanna og á vegum úti, þegar dimma tekur. Bifreiðarstjóri einn, sem ræddi þessi mál við blaðið fyrir skömmu, færði að þessu sterk rök með dæmum úr atvinnu sinni, gömlum og nýjum, og bað jafnframt um, að bent væri á nauðsyn þess að almennt yrðu tekin upp' endurskinsmerkin. Q HÚSMÓÐIR SPYR KONA EIN, sem nefnir sig G. M. P. sendir blaðinu eftirtekt arvert bréf. Hún segir: Fiskur- inn hefur verið sendur óunninn til útlanda og atvinna því sára- lítil hjá þeim, sem áður höfðu vinnu í fiskiðnaðinum. Þetta er búið að vera svona frá því um mánaðamótin sept.—okt. „Guð hjálpar þeim, sem hjálp- ar sér sjálfur“ reit faðir ungrar stúlku sem hafði verið kjörin ritstjóri Leiðólfs, málgagns ung- mennafélags austur í Landbroti. Hvað mundi hann skrifa nú, ef hann t. d. læsi Vísi, þar sem stendur í leiðara: „En engin rök eru fyrir því að íslendingar hafi skaðazt á þessu samkomulagi“ þ. e. undanslættinum við Breta til veiða innan 12 mílnanna. Þetta er þó bæði skaði og skömm, og enn verra þó, að ís- lendingar skuli hafa gloprað þeim rétti úr höndum sér, að Haganesvík 16. jan. Hér er næst- um alautt og allir vegii- innan sveitar eru góðir yfjrferðár og um það bil ökufært yfir Lág- heiði til Ólafsfjarðar. Margt fólk kom hingað heim um jólin en er nú farið aftur. Er það bæði skólafólk og fólk, sem héðan hefur farið í atvinnu- leit. Með færra móti fer þó á vertíð í vetur, eins og kallað er, en til ýmissra annarra starfa. Fyrir helgina gerði hér hvass- viðri mikið. Fuku þá 40 járn- plötur af þaki nýja félagsheim- ilisins, sem er í smíðum. Það geta fært einhliða út fiskveiði- mörkin frá því sem nú er. Fólk má ekki leggja vanga sína flata við slíkum höggum. Ég leyfi mér að beina þeirri áskorun til ungmennafélaganria, í byggðum og bæjum, að þgu bregði skjótt við og boði til ál- mennra funda og beri fram þá áskorun til trúnaðarmanna þjóð arinnar, sem sækja fiskveiðiráð- stefnuna í London, að flytja þar þakkir þeim þjóðum, sem frá upphafi virtu fiskveiðilandhelg- ina hér við land, allt frá 1958, og- skýri jafnframt þau sjónar- mið, að samningurinn við Breta hafi verið nauðungarsamningur og verði að líta á hann sem slík- an, í sambandi við frekari út- færslu fiskveiðilandhelginnar. stendur á Ketilási í landi ný- býlisins Nýrækt. Þarna er fag- ur staður við enda Miklavatns. Bændur hafa fjölgað kúm en sauðfjáreignin mun standa nokk urnveginn í stað. Reglulegir mjólkurflutningar eru komnir á og er mjólkin send til Sauðár- króks. Heilsufar er hér gott. Tölu- vert var um skemmtanir um jól og nýjár. Nú er rólegt, enda fremur fámennt, eftir að svo margt ungt fólk er horfið héðan. H. J. Félagsheimili á Ketilási — Ho-ó, en hve hann sópar inn peningum! segir hún, er Iðunn kemur til hennar. — Hefði ég aðeins helming þess, sem hann rakar að sér á einni viku, bætir hún við. — Hvað myndirðu þá gera? segir Iðunn og styður höndunum á svörtu glerhilluna uppi yfir borðinu. — Þá? segir Sigríður og bítur í blýantinn. — Þá gæti ég auðveld- lega snúið mér að því, sem mig langar mest til af öllu. — Og hvað er nú það? Iðunn hvarflar augum um allt kvenskraut- ið skínandi hvíta í afgreiðsluborðinu. — Syngja! segir Sigríður lágt. — Syngja! Syngurðu? Iðunn horfist í augu við Sigríði. — Söngkennslukonan segir, að ég hafi söngrödd. Þú þarft ekki að segja Björgu þetta eða neinum öðrum, en ég kaupi söngtíma, aðeins einu sinni í mánuði. Ég má ekki við meiru. Launin ná ekki lengra. Sigríður fer aftur að telja peningana. — Nefndu þetta ekki við neinn, segir hún aftur. — Auðvitað ekki, segir Iðunn og lítur hugsi niður á lútandi höfuð Sigríðar. Hún er fremur ljóshærð en dökkhærð. Hárið fellur í eðli- legar bjartar bylgjur um allt höfuðið, með lokk yfir öðru auga. Hör- undið virðist bjart eins og háraliturinn. En augnabrúnirnar eru vitund dekri en hárið. Þær fara vel við augun. Eru augun grá eða blá? Svo virðist sem þau breyti lit. Hún hefir frískan og mjúkan roða í kinn- um. Furðulegt að hún skuli ekki hafa hlotnast meira af gráa boVgar- yfirbragðinu. Hún hefir verið lengst okkar þriggja í borginni, hugsar Iðunn. Nú kemur Björg líka burt að glerborðinu. Hinar hárgreiðslukon- urnar eru á leiðinni út. — Þið ættuð bara að finna, hve þreytt ég er! segir Björg og stígur fæti á stigaþrepið upp að fatageymslunni. Eng- inn í heimi þarf að strita eins og hárgreiðslukonurnar. — Jæja, ef til vill, svarar Sigríður og skellir aftur viðskiptabók- inni. — En það er nú samt sem áður markmið mitt að verða meistari í þessari iðn, segir Björg og brosir dauflega. — Hefði ég bara skildinga! segir Sigríður og fer með Björgu upp í fatageymsluna. En Iðunn stendur kyrr á sama stað. Hún bíður eftir, að umsjónar- stúlkurnar hafi lokið störfum sínum. — Hve þær eiga gott, Sigríður og Björg. hugsar hún. — þeim er ljóst hvers þær óska, og hvað þær ætla sér, og þurfa ekki að efast um, hverja leið halda skuli. — En það verð ég að gera! III. Hálfri stundu síðar gengur Iðunn upp stigaþrepin þrjú að fata- geymslunni. Hún nemur staðar á efsta þrepi, undir hvelfingunni á milli lágu trésúlnanna tveggja. Þar finnur hún ljósarofana og snýr þeim, einu sinni, tvisvar og þrisvar sinnum með stuttu hléi á milli. Það er bæði skrítið og gaman að sjá, hvernig allt hér breytir útliti í ljósaskiptunum, blikleiftrið í glóbjörtum nikkeláhöldunum, djúpi lit- blærinn á flauelstjöldunum, sem breytist í sífellu með ljósbrigðunum. Nú sökkvir hún síðasta ljósið. Glæsilegu skrautljósin í loftinu slokkna, AUÐHILDUR FRÁ VOGI: J GULLNA BORGIN og rökkur ríkir í salnum. Grænu og svörtu litirnir hérna inni renna saman og smáhverfa, en fosforblæ slær á hvíta litinn. Götuljósin fyrir utan senda langa ljósrenninga inn um franska gluggann í biðstofunni og gera hana dularfulla, og hlutir þeir sem i ljósrákum þessum liggja, verða silfurgljáandþóeðlilega blikandi og einkennilega lifandi fyrir augum hennar. Og blikið á tíglagólfinu dýpkar á milli skugganna. Það er eins og Iðunn sé í álögum. Allt umhverfið hefir djúp áhrif á hana. Hún finnur léttan þunga yfir sér, góðan og gleðilegan þunga sem veldur því, að hún hallar sér að annarri trésúlunni. Raunveru- legur heimurinn hljóðnar umhverfis hana. Klukkutifið frá arinhorn- inu er eiria hljóðið, sem berst henni að eyrum. Oll önnur hljóð þagna og hverfa, eiga hér ekki heima. En klukkutifið minnir á hjartslátt, — hjartslátt tímans. Þegar hún stendur þarna og hefir útilokað nær öll hljóð umhverfis sig, lyftist tjaldið frá hennar eigin hugarsviði. Einmitt núna hlýtur hún að geta fundið rétta leið á lífsbraut sinni. Nú verða allar þær götur og gangstígir, sem hún hefir vafrað um hingað til, að sameinast í eina beina braut, sem liggur að ákveðnu marki. Og nú verða allar hinar sundurleitu hugþrár hennar að sameinast í eitt stórt og ákveðið markmið, sem veitir henni frið í hug og hjarta og óróar hana ekki framar. Hve lengi hefir hún nú staðið hérna við trésúluna? Skuggarnir á tíglagólfinu hafa lengst og dýpkað. Og rökkrið er orðið þéttara í sölunum. Musteri hafði Rossí sagt. Musteri, þar sem konur á öllum aldri ganga inn og út. Já, Fegrunarstofnunin hefir orðið musteri Villa Rossí. Það er sennilega einnig musteri hugar hans, hugþrá hans. Jæja, ef til vill það. Hann getur þá verið ánægður. Musterið hans er full- komið. Vegurinn er vel stikaður. Og hann hikar víst ekki lengur. Það þarf ekki annað en sjá hann til að gera sér ljóst, að hann hafi alltaf verið tengdur borg og borgarlífi. En samt er eitthvað furðulegt við Rossí. Á vissan hátt virðist hann rólegur og fastur fyrir. En stund- um verður hún vör einskonar vandræðasvips i augum hans, eins og sé hann að velta fyrir sér einhverri ákvörðun, sem hann ráði ekki fyllilega við. En að vörmu spori er hann sá sami á ný, er hann hefir strokið hönd sinni gegnum hárið. En Iðunn hefði þá stundum séð, að hann var ofurlítið skjálfhentur. Ljósröndin inn yfir gólfið er lifandi og hreyfir sig í samræmi við Ijóskerið fyrir utan, sem sveiflast fyrir vindi. Það er svo friðsælt að standa hérna í þögn og ró eftir allan hávaða dagsins og rafvélasuð- una. Og eftir allt hjalið í viðskiptakonunum, hver í munninn á ann- arri, og ánægjuandvörp þeirra undir æfðum höndum starfskvennanna. En hve hún hefði spjallað mikið í dag! Um allt og ekki neitt. Bara hjalað og malað eins og kurteis gæluköttur við konurnar. Nú er þögnin og kyrrðin henni hrein blessun. Og rökkrið sveipist eins og mjúkar slæður utan um hana. Hún lætur hugann svífa frjálst og frítt, og er sem hana dreymi. Henni verður á ný litið fram í biðstofuna, þar sem Ijósrákin lifir og hreyfist, svo að skuggarnir smjúga öðru hverju í felur eins og ljósfælnar vofur. Þarna blikar á brúðarskrautið, þar sem ljósrékin fellur um það í glerskápnum. Og skrautsteinarnir leiftra eins og smá- eldingar. Iðunni verður hugsað til Bjargar og Sigríðar. Eins og gervi- steinarnir þarna leiftra í ljósrákinni, þannig virðist víst bærinn blika og leiftra í þeirra augum! Hún klæðir sig úr hvíta sloppnum í fata- geymslunni. Ætli það liggi nú ekki bréf til hennar uppi í íbúðinni, frá Jörundi? Það væri þá fyrsta bréfið, sem hún fengi frá honum. Þau hafa ekki þurft að skrifast á fyrr, þessi tvö árin, sem þau hafa verið saman. Eða ef til vill nefnir hún það aðeins eitt ár? Já, því að árið hennar í höfuðstaðnum hafði tengt þau saman miklu nánara en áður. Heima í sveitinni voru þau bæði með í fjölmennum hóp æskulýðsins. En árið sem hún gekk í Fegrunarskólann, voru það aðeins þau tvö, hún og Jörundur. Þá voru þau bæði ókunn og gestir í stórri borg. Þetta olli ef til vill því, að þau héldu svo mikið saman. Þau kærðu sig ekkert um að leita uppi gömlu kunningjana, sem þarna voru fyrir. Þau voru bæði úr sömu sveit og höfðu um svo margt að spjalla. Og svo hittust þau að minnsta kosti þrisvar-fjórum sinnum í viku. Stund- um fóru þau saman á skemmtun. Oftast voru þau heima hjá henni úti á Níelsarbakka hjá Gunnhildi og ívari. Henni fannst víst, að þannig ættu það að vera, að þau skemmtu sér svo vel saman þetta árið. En það er fyrst nú, að Iðunni verður ljóst, hve þetta voru dásam- legir tímar sökum þess, að Jörundur var þarna líka. Jörundur! — Þó að hún aðeins hreyfi varirnar til að mynda nafnið hans, finnur hún sáran söknuð, og henni verður þungt fyrir brjósti. En Jörundur er svo fjarri. Hann er enn á búnaðarskrifstofunni í höf- uðstaðnum. Og hann ætlar að vera þar eitt ár enn, áður en hann snýr heim aftur og tekur við óðalssetri sínu. Hann er einkasonurinn og óðalserfinginn á Hellulandi. Til að sjá er bærinn hans sem meðal herrasetur. Jörundur á þar vel við. Hann er hár og sterkur og karl- mannlegur í hverri hreyfingu. Það lá við, að hún væri upp með sér af því, að hann skyldi una sér við að vera með henni, og aðeins henni, þetta ár í höfuðstaðnum. En Jörundur er þarna framvegis. Hún verður óglöð við hugsunina: Fyrst hún er nú ekki þarna eystra, hver hefir þá komið í hennar stað hjá Jörundi? Nei, nú er hún víst laglega heimsk. Hún þarf víst ekki að hugsa sér, að Jörundur sé svo sækinn í samvistir stúlkna, að hann grípi fyrsta og bezta tækifæri, óðara en hún sé utangátta. Hvers vegna ætti hún að tortryggja hann? Getur hún ekki alveg eins hugsað sér, að Jörundur sé með félögum sínum. Framhald.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.