Dagur - 18.01.1964, Blaðsíða 1

Dagur - 18.01.1964, Blaðsíða 1
NÝIR KAUPENDUR fá framhaldssöguna, „GULLNABORGIN“ frá byrjun. Hringið í síma 1166 eða 1167. - ■ ' ...................-'■! VINSAMLEGA LÁT- IÐ VITA EF VAN- SKIL VERÐA Á BLAÐINU. Símar 1166 og 1167. BLINDUR AÐ JAFNAÐI þykja veikindi manna, einkum af völdum smit- næmra sjúkdóma, meiri tíðind- um sæta en hreysti manna og heilbrigði. Á Akureyri er aðeins einn blindur maður á svokölluðum starfsaldri. En hann varð fyrir slysi, bam að aldri. Auk þess eru nokkur-blind gamalmenni. Tala blindra mun því 'óvenju- lega lág hér, og Verður sú gæfa forsjóninni vart fullþökkuð. □ SETTIR f „STEININN“ FYRIR REYKINGAR NÝLEGA var skýrt frá því í sunnanblaöi, að ný auglýsinga- herferð væri hafin, m. a. jafn- hliða kvikmyndum, fyrir auk- inni notkun á vissum sígarettu- tegundum. Eru slíkar auglýs- ingar í fullum gangi í okkar kæra föðurlandi og nýlega stór auknar, samkvæmt sunnanfrétt um. Fyrir nokkrum dögum var birt skýrsla bandarískra vís- indamanna um áhrif sígarettu- reykinga á heilsu manna. Segir þar, að reykingar sé ein aðal- orsök krabbameins í lungum. Jafnhliða bárust þær fréttir, að í bænum Eastland í Texas séu nú sígarettureykingar bann aðar algerlega og varða brot á þessu allt að 43 þús. kr. sektum og 3ja ára fangelsi. þar er þetta mál tekið föstum tökum. Heilbrigðisyfirvöld Bandaríkj anna eru sögð í undirbúningi með einskonar herferð gegn réykingum, og að takmarkað verði mjög leyfi til að auglýsa slíka vöru. Þess ber að minnast, að fyrir tveim eða þrem missirum, sam- þykktu brezk stjórnarvöld mikl- ar verðbreytingar tóbaksvara, létu stórhækka verð vindlinga (Framhald á blaðsíðu 5.) Þelamerkurskólinn, nýr heimavistarbarnaskóli þriggja hreppa, er tekinn til starfa. Skólinn er mikið hús, byggður við heitar uppsprettur á Laugalandi. Þar eru nú rúmlega 80 börn til skiptis. Skólastjóri er Jóhannes Óli Sæmundsson fyrrv. námsstjóri og með honuin tveir kennarar. Nýja skólaliúsið er enn ekki fullgert en vinnuflokkar, 6—12 manns, eru daglega að störfum. Enn er aðeins smávegis handavinna kennd og sundlaugin er ekki í lagi, en bókleg fræði eru kennd af fullum krafti. (Ljm. E. D.) KOMA SIGLFIRZKIR TUNNUSMIÐIR TIL AKUREYRAR? Málið athugað í stjórn tunnuverksmiðjanna og hj á verkalýðsfélögunum á Sigluf. og hér eru einnig athugaðir í þessu sambandi og vonandi að úr ræt- ist. Þess mætti vænta að Siglu- fjarðarkaupstaður hlynni að þessu máli og e. t. v. gætu tunnuverksmiðjurnar sýnt meiri rausn við verkamenn sína. Björn Einarsson verksmiðjustj. á Akureyri, telur ekkert því til fyrirstöðu að taka upp vakta- vinnu í verksmiðjunni hér, með flokk Siglfirðinga, sem uppi- stöðu á annarri vaktinni, hvort (Framh. á bls. 2) ÓSKIR bárust um það frá tunnusmiðum á Siglufirði, eftir bruna tunnuverksmiðjunnar þar, að tekin yrðu upp vakta- vinna í tunnuverksmiðjunni á Akureyri með Siglfirðinga, 25— 30 á annarri vaktinni. Stjórn verksmiðjanna hefur málið í athugun og liefur, að því er hlaðið hefur lauslega fregnað, hoðið 60 kr. uppbót kaups á dag til að mæta nokkru af dvalar- kostnaði Siglfirðinganna á Akur eyri. Eins og er, strandar raunveru lega á því, að Akureyringar geti hýst hina aðkomnu tunnugerð- armenn og selt þeim fæði á svo hóflegu verði, að aðgengilegt þætti. Fyrir liggur tilboð um gistingu og fæði fyrir nálægt 5800 krónur á mánuði pr. mann, en kaup í tunnuverksmiðju er um 9 þús. kr. Aðrir möguleikar „Góðir eiginmenn sofa og „Er á meSan er eru næstu sjónelikirnir, sem sýndir verða á Ak* ara f GÆR varð Eimskipafélag ís- lands 50 ára. Það var stofnað af þjóðarnauðsyn og með sam- eiginlegu átaki ríkra og fátækra í þessu landi. Starfsemin hófst ineð kaupum á Gullfossi, síðan Goðafossi. Síofnun Eimskipafélagsins og kaup fyrstu skipanna, var eitt af stærstu sjálfstæðismálum þjóðarinnar í þess orðs réttu merkingu og hefur cflaust ált noklturn þátt í fullveldi lands- ins 1918. Eimskipafélagið varð einskonar sigurtákn þeirrar framvindu efnahags og atvinnu- mála, er hófst á fyrstu árum aldarinnar og enn er væntan- lega ckki lokið. En í dag er „óskabarn þjóðarinnar“, en svo var félagið oft nefnt, talandi tákn uin samtakamátt þjóðar- innar, þegar hún vill. Saga Eimskipafélagsins í hálfa öld var viðburðarík og hefur svo verið fram á þennan dag. Það valt á ýmsu um skipin, cn þau voru þó lífæð þjóðar- innar — hluti af sjálfstæði lienn- ar. Árið 1960 voru skip Eim- skipafélagsins orðin 10 að tölu, 30 þús. tonn að burðarmagni. Á sl. ári bættust Mánafoss og Bakkafoss við. Fyrsti formaður félagsins var Sveinn Björnsson, síðar forseti. Fyrsti framkvæmdastjórinn var Emil Nielsen. Núverandi stjórn skipa: Bjarni Benedikisson, Einar B. Guðmundsson form., Jón Árna- son, Thor R. Thors, Pétur Sig- urðsson, Páll Sæmundsson og Birgir Iijaran. Framkvæmda- stjóri er Óttar Möller. □ LEIKFÉLAG Akureyrar er nú að æfa sjónleikinn „Góðir eigin- menn sofa heima“. En leikur sá var sýndur í Þjóðleikhúsinu ár- ið 1953 og hlaut ágætar viðtök- ur, sem góður gamanleikur. Leikendur eru 10 og er Jó- hann Ögmundsson leikstjóri. Með veigamikil hlutverk fara: Eggert Ólafsson, Þórhalla Þor- steinsdóttir, Júlíus Oddsson, Þórey Aðalsteinsdóttir og Ólaf- ur Axelsson. Sýningar liefjast strax að sýningum M. A. loknum. Skólaleikur M. A. Menntaskólaleikurinn í ár verður „Er á meðan er“, og mun leikstjóri frá Reykjavík, Jónas Jónasson, væntanlegur einhvern næsta dag til að setja leikinn á svið með nemendum, og búist við frumsýningu um eða eftir næstu mánaðamót. „Er á meðan er“ er eftir þá Kauf- man og Hart, sömu höfunda og sjónleikurinn „Gestur til mið- degisverðar“, sem nemendur M. A. hafa sýnt áður. Formaður Leikfélags M. A. er Jóhann Heiðar Jóhannsson frá Siglufirði. Q FRAMSOKNARMENN! FRAMHALDSFUNDUR um fjárhagsáætlun bæjarins verður í húsakynnum flokksins, Hafn- arstr. 95, á þriðjudaginn. Stef- án Reykjalín er framsögumað- ur, eins og á fimmtudagsfundin- um. En þá var fjárhagsáætlunin og önnur bæjarmál rædd af miklu fjöri. Fundurinn hefst kl. 8.30 e. li.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.