Dagur


Dagur - 18.01.1964, Qupperneq 8

Dagur - 18.01.1964, Qupperneq 8
8 A klettastöllum við sjóinn er gott að tylla sér, því margt ber bar fyrir augu. (Ljósm. E. D.) Starfsþjálfun í Bandaríkjumim 1 landbúnaðiiium MÖRG undanfarin ár hefur íslenzk-ameríska félagið haft milligöngu um að aðstoða unga rrienn og konur við að komast til Bandaríkjanna til starfsþjálf- unar. Er þessi fyrirgreiðsla á vegum The American-Scandina- vian Foundation í New York. Höfuðtilgangui’inn með þessum ferðum er, að menn geti aflað sér aukinnar þjálfunar og kynnt sér nýjungar í starfsgrein sinni. Um margs konar störf er að ræða, en nú er einkum leitað eftir umsóknum um ýmis störf í landbúnaði og garðyrkju. Myndi starfstímabilið hefjast á vori komanda og vara 12—18 mánuði. Nauðsynlegt er, að umsækj- andi hafi talsverða reynslu í starfsgrein sinni, og hann verð- ur að hafa sæmilegt vald á enskri tungu. Að jafnaði skulu umsækjendur ekki vera yngri en 22 ára. Fá starfsmenn greidd laun, er eiga að nægja fyrir SÍLDARVERTfÐIN SL. SUMAR. Endanlegar tölur um sumar- síldveiðarnar 1963 fyrir norðan og austan liggja nú fyrir. En tölurnar, sem Dagur birti í haust, voru bráðabirgðatölur, og þó mjög nærri því, sem reynzt hefur. Til sumarslídveiðanna voru skráð 226 skip, meðalstærð 109 rúmlestir, en tvö þeirra fengu dvalarkostnaði, en gréiða sjálfir ferðakostnað. Nánari upplýsingar verða veittar í skrifstofu íslenzk- ameríska félagsins í Reykjavík, sími 17266 og hjá form. ísl,- ameríska félagsins á Akureyri, sími 2500. □ engan afla, hafði þó annað 33 en hitt 45 daga úthald, samkv. skýrslum. Meðalafli á skip varð 7787 mál og tunnur, og eru þá þau tvö skip meðtalin, sem ekkert fengu. í fyrra (1962) var tilsvarandi skipafjöldi 224 og meðaltalsafli 10.897 mál og tunnur. Úthalds- dagar voru að meðaltali 87,2 dagar en 74,8 í fyrra (1982). f salt fór rúmlega 463 þús. tunnur (uppsaltaðar), í bræðslu 1265 mál og í frystingu um 33 þús. uppmældar tunnur. Er þá ótalinn aflinn á AkureyrarpoIIi, 387 mál í bræðslu og 1772 upp- mældar tunnur, sem nýtt var á annan hátt. Heildarverð, sem útgerðin fékk fyrir síldaraflann upp úr sjó var um 335 millj. króna, en var 413 millj. kr. árið 1962. GREINAR JAKOBS JAKOBS- SONAR. I tveim síðustu töluhlöðum Ægis birtist mjög fróðleg grein eftir Jakob Jakobsson fiskifræð- ing, um svonefnd veiðarfæra- þing, er Matvæla- og landbún- aðarstofnun Sameinuðu þjóð- anna hélt í London sl. ár. Hefur Jakob einnig sagt frá ráðstefnu þessari í útvarpinu. Þarna mætti f jöldi fróðra manna frá fiskveiðiþjóðum, báru sam- an bækur sínar og skýrðu frá rannsóknum og nýungum. Þarna var m. a. fjallað um efni í veiðarfæri, skuttogara, línu- veiðar, herpinótaveiðar, fiski- leit, veiðarfærarannsóknir, sál- arfræði fiska, sem svo mætti kalla og svo frv. Frá því er skýrt, að Bretar eru farnir að senda 180 rúmlesta togara, sem ekki hafa nema 5 manna áhöfn, og að Rússar hafa síldarsöltun- (Framhald á blaðsíðu 2). Skiplusl i heimsóknum Lómatjörn 16. jan. Við sjávar- síðuna hefur gengið fremur illa og varð aflinn miklu minni sl. ár en árin á undan. Fjórir dekk- bátar réru héðan síðasta ár og tveir þeirra, Víðir og Sævar réru í dag en fengu lítinn afla. Frá Grenivík eru einnig gerðar út nokkrar trillur. Stóru bátarn- ir, Oddgeir, Áskell og Vörður eru á þorskveiðum við Suður- land. í sumar var gerður vegur að fyrirhugaðri höfn og var það töluvert mannvirki. En nýja höfnin á að vera austur í krókn- um, við Akurlæk. Rífa þurfti FRÁ LÖGREGLUNNI í GfflR var ekið á ljósastaur og bíllinn töluvert skemmdur. Ökumaður var tekinn fastur vegna g'lannafengins aksturs. Á miðvikudaginn var slökkvilið kallað að Brautarhóli í Glerár- hverfi, en þar hafði kviknað í miðstöðvarherbergi. Litlar skemmdir urðu. Smávegis á- rekstrar hafa orðið og eina nótt ina var ekið á mannlausan bíl í Kringlumýri. Þar urðu nokkr- ar skemmdir. □ gamallt fiskmóttökuhús KEA vegna vegagerðarinnar. Við bíð- um eftir því að vitamálastjórn- in láti hefja hafnarframkvæmd- ir. Fyrsti áfanginn verður mik- ill grjótgarður í sjó fram. Til hafnarinnar hafa verið sam- þykktar tvær fjárveitingar, 300 þús. í fyrra og 250 þús. krónur nú. Heyskapur varð sl. sumar í tæpu meðallagi. Túnin hafa ekki enn náð sér eftir kalskemmdirn- ar. Garðávextir voru nálægt meðallagi og meiri en víða ann- arsstaðar í haust. Dilkar voru sæmilega vænir hér í hreppn- um í haust. Fnjóskárbrúin nýja er mikil samgöngubót og erum við ánægðir yfir þeirri framkvæmd. Kvenfélagið Hlín og íþrótta- félagið Magni æfðu sjónleikinn Aumingja Hönnu og sýndu bæði hér heima og í Hrísey. Hrísey- ingar heimsóttu okkur með sinn leik, Hreppstjórann á Hraun- hamri. Leikstjóri þeirra var Kristján Jónsson en okkar leik- stjóri var Steinunn Bjarnadótt- ir. Því miður urðu sumir leikar- anna að fara í burtu vegna at- vinnu sinnar og hefðu sýningar annars orðið fleiri. FRA BÆJARSTJORN AÐALMÁL bæjarstjórnarinnar um þessar mundir er að sjálf- sögðu hin nýja fjárhagsáætlun bæjarins fyrir yfirstandandi ár. Fyrri umræðu um áætlunina er lokið. Heildartölur í ýmsum greinum hennar voru birtar í síðasta blaði, og verður nú get- ið nokkurra annarra mála, sem bæjarstjórn fjallaði um á síð- asta fundi sínum. Lögreglumönnum fjölgað. Bæjarráð samþykkti að ráða til viðbótar í bænum einn lög- regluþjón, frá 1. júní n. k. að telja. Yfirlögregluþjónn og bæj- arfógeti höfðu farið fram á, að bætt yrði þrem mönnum í lög- reglulið, einkum með tilliti til styttingu vinnutímans og auk- inna starfa í bænum.- í sambandi við ráðningu lög- ' regluþjóna og gífurlega hækk- un kostnaðar á fjárhagsáætlun vegna löggæzlu, er rétt að geta þess, að í lögregluliði Akureyr- ar eru tveir menn, sem tekið hafa laun sín úr ríkissjóði. Nú , verður sú breyting á, að allir lögreglumenn fá laun sín úr bæjarsjóði, samkvæmt nýjum lögum, en ríkissjóður greiðir eftir á vissan kostnaðarhluta lög gæzlunnar. Matthías Einarsson og Páll Rist; sem fengið hafa laun sín frá ríkinu, munu hér eftir fá þau greidd úr bæjar- sjóði. Leggur bæjarráð til, að nefndir menn verði hér eftir fastróðnir hjá bænum. Laun samkv. 12. launaflokki. Brunavörður. Slökkviliðsstjóri fór þess á leit, að fastráðnum brunavörð- um væri fjölgað um tvo, og jafn framt myndu brunaverðir ann- ast sótun, vinna að eftirliti eld- færa og þá yrðu tveir menn á vakt hálft árið til öryggis. Bæj- arráð lagði til, að ráðinn yrði einn brunavörður. Strætisvagnagjöld hækka. Bæjarróð samþykkti að leggja til við bæjarstjórn eftirfarandi hækkun á strætisvagnafargjöld- um: Einstök fargjöld fullorðinna verði 5 krónur en barna kr. 2.50. Tíu miða blokkir fullorð- inna 36 krónur en barna 15 krónur. Leit að heitu vatni. Bæjarráð ítrekar beiðni til Raforkumálastjórnarinnar um, að hún láti fara fram leit að heitu vatni hið fyrsta, og að undirbúningi verði hraðað, svo sem sérfræðingar telji þurfa, áð- ur en stóri Norðurlandsborinn kemur. Beiðni frá Ú. A. Útgerðarfélag Akureyrar h.f. sækir enn um aðstoð, nú um sjálfskuldarábyrgð bæjarsjóðs ó láni að upphæð 1 millj. kr. hjó Samvinnutryggingum, sem greiðist með jöfnum afborgun- um á 10 árum — og ennfremur er um það sótt að bærinn ábyrg- ist einnar millj. króna víxillán hjá Útvegsbankanum, til greiðslu á yfirdráttarláni hjá bankanum, sem bærinn er í ábyrgð fyrir. Bæjarráð sam- þykkti beiðnir þessar. Skíðakennari. Bæjarráð leggur til, að ívar Sigmundsson verði ráðinn skíða k'ennari í Hlíðarfjalli frá 1. jan. að telja. Laun 7430 krónur á mánuði og að Ingólfur Magnús- son taki laun við íþróttahúsið yfir vetrarmánuðina, samkv. 12. launaflokki. Eftirvinna greiðist hvorugum þessara manna. Bifreiðastyrkir. Og enn samþykkir bæjarráð, að 2 þús. kr. bílastyrk á mánuði fái: Bæjarverkfræðingur, bygg- ■ ingafulltrúi, aðstoðarmaður bæj- - arverkfræðirigs, verkstjóri R.A., eftirlitsmaður raflagna og tengi- . maður R. A. í öðrum flokki hinna lánsömu starfsmanna bæjarins, sem bæj- arráð leggur til að fái 1500 kr. bílastyrk á mánuði, eru: Bæjar- stjóri, rafveitustjóri, umsjónar- maður raflagna, garðyrkjuráðu- nautur, yfirlögregluþjónn, slökkviliðsstjóri, vatnsveitu- stjóri og æskulýðs- og íþrótta- fulltrúi. Amtsbókasafnið. Bókasafnsnefnd hefur lagt fjárhagsáætlun sína fram fyrír 1964 og áætlar tekjurnar svo: Framlag úr ríkissjóði 205 þús., framlag úr sýslúsjóði 22 þús., framlag frá Akureyrai'kaupstað 440 þús. og húsaleigutekjur 18 þús. krónur. Gjaldamegin eru launagreiðslur áætlaðar 250 þús. kr. og bækur og bókband 315 þús. kr. hæstu liðirnir. Amtsbókasafnið verður nú opið lengur en áður eða kl. 2—7 hvern virkan dag. Lárus Zophoníasson hefur verið ráð- inn aðstoðarbókavörður. □ SEXTUGUR HERMANN STEFÁNSSON menntaskólakennari á Akur- eyri varð sextugur í gær. Hann dvelur í Reykjavík um þessar mundir, nýkominn af sjúkra- húsi þar og á góðum batavegi eftir uppskurð. Hermann er hug myndaríkur, félagslyndur og góðgjarn maður, hið mesta glæsimenni í sjón og drengur góður. Dagur sendir honum.hin- ar beztu afmæliskveðjur og óskir um skjótan og fullan bata.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.