Dagur - 25.01.1964, Blaðsíða 1

Dagur - 25.01.1964, Blaðsíða 1
NYIR KAUPENDUR fá framhaldssöguna, „GULLNA BORGIN“ frá byrjun. Hringið í síma 1166 eða 1167. Dagu XLVII. árg. — Akureyri, laugardaginn 25. janúar 1964 — 7. tbl. Bændur voru tekjulægsfir NÝLEGA birti Alþýðublaðið framtaldar tekjur hinna ýmsu stétta þjóðfélagsins árið 1962, samkvæmt upplýsingum hag- stofunnar. Kemur þar í Ijós, að bændumir höfðu minnstar tekjur. Tekjur sjómanna, iðnað- armanna og verkamaima, sem leggja á, samkvæmt lögum, til grundvallar búvöruverðinu, voru umrætt ár að meðaltali kr. 126.100,00. Tekjur bænda voru það ár taldar 99 þúsund og þó vantaldir kostnaðarliðir búanna svo sem vextir af rekstrarlán- um, viðhald útihúsa o. fl., sem (Framhald á bls. 5.) í lok frumsýningarinnar á sjónleiknum Jósafat, s. 1. fimmtudag í Laugarborg, vom leikendur klappaðir fram, svo og leikstjórinn, Ágúst Kvaran, sem hlaut, við það tækifæri fagran blómvönd. Stutt umsögn um leikinn er á bls. 2. (Ljósmynd: E. D.) Krókaleiðir sfjómarvaldanna f LEIÐARA BLAÐSINS í dag er vikið að stórvirkjunar- málinu og nokkrum sögulegum staðreyndum í sambandi við Jökulsárvirkjunina. Skal nú drepa á fleiri atriði. Þegar á öndverðu sumri 1963, fór ag kvisast hér, að virkja Þjórsá við Búrfell, hverjir meinbugir, sem á því kynnu að vera. Jafnframt fréttist, að leiða skyldi rafmagnið í tvær átt- ir: Til Reykjavíkur fyrst og fremst, til margs konar nota, en jafnframt norður yfir Sprengisand til Eyjafjarðar — og byggja þar aluminíumverksmiðju, iðjuver í minna lagi. Þetta má þykja liláleg lausn, en myndi þó skapa mikla möguleika og gera kleift að veita Laxárorkunni austur — ef um eitthvað annað væri að ræða en yfir- varps-áætlun, sem síðar yrði sögð óframkvæmanleg af tækniástæðum — þegar búið væri að byggja orkuverið við Þjórsá. Það er e. t. v. ekki tíma- bært að gera flugufregnir slíkar að uppistöðu um þessi mál, þótt' þær kynnu að reynast sannar. Óhagstáeð stjórnmálaskilyrði í landinu virðast vera ógæfa Norður- lands og Austurlands í þessu máli. Þessi skilyrði liafa kannski ekki betra að bjóða en þá hlálegu hugmynd, sem hér hefur verið vikið að. Þau leyfa sennilega ekki t. d. að láta sér koma í hug að byggja aðra áburðarverk- smiðju norðan fjalla — með útflutning fyrir augum, þeg- ar innanlandsþörf væri full- nægt — þótt Gufunesverk- smiðjan sé eins og hún er. En ef aluminiumverksmiðja svíður allan jurtagróður í heilli sýslu, eins og sumir telja sig nú hafa uppgötvað, gerir hún það víst á sama hátt, hvort sem raforkan kemur frá Dettifossi, Laxá eða Búrfelli. □ Ríkisstjórnin virðist ætla að stöðva opinberar framkvæmdir i landinu og gegnir það furðu. Sveitarsjóðum ekki ætlað fé af nýja skattinum STJÓRNARFRUMVARP, sem sumir kalla viðreisn við- reisnarinnar, en aðrir viðaukafjárlög fyrir árið 1964, var til fyrstu umræðu á Alþingi í gær. Samkvæmt því á að hækka smásöluskattinn úr 3% upp í 5%, og er þá svo komið, á þessu ári, að ríkisálögur verða, samkvæmt áætlun, 3000000000 krónur, eða 3 milljarðar. Til samanburðar er fjárlagaumsetningin 1958, sem var 8—900 milljónir króna. Dalvík, 24. janúar. Leikfélagið er að sviðsetja Bör Börsson og er Kristján Jónsson leikstjóri. Formaður leikfélagsins er Rún- ar Þorleifsson. Kvenfélag Hrís- eyjar kom hingað nýlega og sýndi Hreppstjórann á Hraun- hamri, þrisvar sama daginn fyr- ir troðfullu húsi og er það víst met-aðsókn. St. H. Hinni nýju skattaaukningu, sem nema ætti 230—240 milljón um á öllu árinu 1964 , á að verja þannig: Til aðstoðar fiskveiðasjóði og togurum (uppbætur) 128 millj- ónir króna. Til að hækka almannatrygg- ingabætur um 15%, 27 milljón- ir króna. Til niðurgreiðslu á vöruverði innanlands, vantalið í fjárlög- um, 55 milljónir króna. Sveitarfélögin fá ekkert af Blönduósi, 24. apríl. Kvenna- skólinn á Blönduósi er vel sótt- ur og komast færri að en vilja. Forstöðukona er frú Hulda Stefánsdóttir. Nú mun ákveðið að stækka skólann og endur- bæta, ennfremur að byggja kennaraíbúðir. Verður byrjað á framkvæmdum í sumar. í Húnaþingi er snjólaust með öllu og veðurblíða. Bændur beita sauðfé og hrossin sjá um sig sjálf. í nýja félagsheimilinu eru hinum nýja söluskattsviðauka. Útflutningsgjald af þorskaf- nrðum á að lækka úr 6% nið- ur í 4,2% og kemur niður á fisk veiðisjóði, en ríkissjóður á að bæta sjóðnum tekjumissinn. Þá er í 6. grein frumvarpsins ríkisstjórninni veitt heimild til að fresta til næsta árs hvers konar framkvæmdum ríkisins, sem fé er veitt til í fjárlögum og greiðslu framlaga til fram- kvæmda annarra aðila (t. d. liafnarsjóðs). kvikmyndasýningar tvisvar í viku og er það mjög vinsælt. Um helgar eru dansskemmtan- ir, án illinda og óspekta. Leikfélagið æfir Mann og konu, undir stjórn Tómasar B. Jónssonar fulltrúa, og ætlar að sýna leikinn á Húnavökunni, síðar í vetur. Um þessar mundir er verið að bjóða út árnar til stangveiði og virðist ekki vanta áhuga veiðimanna að taka þær á leigu. Ó. Sv. Lítur út fyrir, að hér sé haft í huga, að stöðva opinberar framkvæmdir víðsvegar um land, eftir geðþótta ríkisstjóm- arinnar, og vekur furðu sem von er. □ ÁTTA ÞILFARSBÁT- AR OG TRILLUR Húsavík, 24. janúar 1964. Norð- urlandsborinn er nú kominn í 1500 m dýpi, en ekkert vatn kemur ennþá. Borinn getur borað 1600 m. Ekki er ráðið hvað gert verður, ef ekki fæst vatn á því dýpi. Átta þilfarsbátar róa og nokkrar trillur, en afla fremur lítið. Þó berst töluverður fiskur á land af svona mörgum bátum, þegar róið er. Atvinna er því nóg, enda mikil vinna við hin mörgu hús, sem í byggingu eru, auk vinnunnar við fiskinn. Kvenfélag Mývatnssveitar skemmti okkur ágæta vel með sjónleiknum „Allra meina bót“ og hefur haft hér 4 sýningar á tveim dögum og fengið ágæta aðsókn. Leikfélag Húsavíkur æfir „Meðan sólin skín“. Leikstjóri Hilmir Jóhannesson. Frumsýn- ing verður um miðjan febrúar. BÁTUR FÓRST A MIÐVIKUDAGINN fórst þriðji sildarbáturinn í þess- um mánuði. Það var Jón Garðar frá Garði, 120 tonn að stærð og smíðaður 1960. Áhöfninni, sem komin var í gúmbát, bjargaði Hamravík, giftusamlega. □

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.