Dagur - 25.01.1964, Blaðsíða 5

Dagur - 25.01.1964, Blaðsíða 5
4 5 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1166 og 1167 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Bjömssonar h.f. mammmmmmmmmmammmmmmmmmm Stórvirkjun í deiglunni UM ÞESSAR MUNDIR eru liðin f jögur ár síðan Gísli Guðmundsson, Karl Kristjánsson og Garðar heitinn Halldórsson fluttu á Alþingi tillögu um virkjun Jökulsár á Fjöllum og láta fara fram athugun á möguleik- um til að nota orku frá væntanlegu raforkuveri til framleiðslu á útflutn- ingsvörum. Þeim var það þá kunn- ugt, að rannsóknir og byrjunaráætl- anir í sambandi við virkjun Jökuls- ár voru á sínum tíma mun lengra komið en annars staðar og að hún var a. m. k. af sumum fræðimönn- um talin álitlegust til stórvirkjunar íslenzkra fallvatna. Þeir gerðu sér og fulla grein fyrir því, að ef beizluð yrði hin mikla orka Jökulsár, og þótt ekki væri um meira að ræða en Dettifoss, gæti það skapað tímamót í atvinnulífi Norður- og Austurlands og verið ómetanlegt átak í þá átt áð stuðla að jafnvægi í byggð landsins. Þess má geta, að nú upp á síðkastið benda líkur til, að önnur þingeysk vötn komi einnig til greina. Ári síðar gerðist það svo í þessu máli, að allir þingmenn Norður- landskjördæmis, ásamt þeim Bjart- mari Guðmundssyni og Friðjóni Skarphéðinssyni, stóðu að flutningi nýrrar tillögu, sama efnis. Sú tillaga var samþykkt án mótatkvæða, sem ályktun Alþingis 22. marz 1961. Þegar á árinu 1960 komu fram skeleggar ályktanir frá sýslunefnd- um, fjórðungsþingi og fleiri aðilum, málinu til stuðnings hér norðan- lands, en á árinu 1962 er sýnt var, að raforkuyfirvöldin höfðu, þrátt fyrir yfirlýstan vilja Alþingis einkum áhuga á rannsóknum við Þjórsá — reis sannkölluð áhugaalda um Norð- ur- og Austurland. í því sambandi má sér í lagi nefna ályktun bænda- fundar á Fljótsdalshéraði 19. febr. og frá fulltrúafundi sveitarfélaga í báðum Þingeyjarsýslum á Húsavík 11. apríl. Var áskorunum beint til hlutaðeigandi alþingismanna. Akur- eyringar og Eyfirðingar lögðu mál- inu lið. Þá gerðist sá sögulegi atburð- ur, að þingmenn af öllu Norður- og Austurlandi héldu fund í Alþingis- húsinu 17. apríl 1962 og ákváðu að beita sér fyrir fundi á Akureyri um sumarið, þar sem mættir yrðu 3—5 fulltrúar frá hverju sýslu- eða bæjar- félagi norðanlands og austan. Sá fundur var haldinn með þeim ár- angri, sem nýlega hefur verið vikið að hér í blaðinu. (Framh. á bls. 7). SNJOMOKSTUR O. FL. Að öðru leyti en því, sem nú hefir verið nefnt, rennur fé vegasjóðs til þjóðvega og að einhverju leyti til fjallvega og sæluhúsa svo og til stjórnar vegamála. í því sambandi er rétt að taka fram, að 1. grein laganna mælir fyrir um, að jarð göng og ferjubryggjur og vetr- arvegir teljist til ,,vega“, og snjómokstur til vegaviðhalds. En vegamálastjóra er heimilað að binda snjómokstur því skil- yrði „að allur slíkur kostnaður eða nokkur hluti hans verði endurgreiddur með framlagi úr héraði“. VEGAAÆTLANIR. Eitt af aðalnýmælum laganna iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiimiidiiiiiiiit 11111111111111 ii iiiiiiiii'iij GÍSLI GUÐMUNDSSON, alþingismaður | • MlllllllllllllllllllllllllllllllllllMMIIIIIIIimillllll 1111*11111 vegalögin mun að sjálfsögðu verða að verulegu leyti undir því kominn, hvernig vegamála- stjórn og alþingismönnum tekst að leysa þann vanda, fyrst til bráðabirgða á þessu ári og síð- ar til lengri tíma. FJARHAGUR VEGAGERÐ- ARINNAR, SKATTAR A UM- FERÐ, O. FL. Framlög ríkisins (vegasjóðs- ins) ættu samkvæmt lögunum að verða nál. 55% hærri en þau hefðu orðið samkvæmt fjárlaga- frumvarpi ríkisstjórnarinnar. Þegar kaupstaðir, kauptún, og mmimmmmmmimmmmmmmmmmimiimm* bandi a. m. k. 200 millj. króna af ríkissköttum, sem innheimt- ir eru af umferðinni í landinu (innflutningstollum og leyfis- gjöldum af bifreiðum og vara- hlutum o. s. frv.) en fyrir nokkr um árum gerðu allir skattar af umferðinni (þ. á. m. þeir, sem ríkissjóður hefur nú látið af hendi) ekki betur en að standa . undir kostnaði við vegamálin. Nú er auðvitað í sjálfu sér ekk- ert við því að segja, þó að skatt- ar af umferð séu látnir standa undir almennum þörfum ríkis- sjóðs að einhverju leyti, ef ætla má, að vegamálin komist í ur, og jafnvel ekki úr vegi, að þær hefðu verið til umraeðu hjá almenningi milli þinga. Þetta nefni ég m. a. til skýringar á tillögum okkar Helga Bergs, sem felldar voru, um endur- skoðun laganna í kjörinni milli- þinganefnd og í samráði við vegamálastjóra, að tveim árum liðnum. Ég hygg, að landsbyggð- in þui’fi framvegis að vera vel á verði gegn þeim samdrætti valds, sem nú er stefnt að, sjálfrátt og ósjálfrátt, á ýmsum sviðum og búast mátti við í kjölfar hinnar nýju kjördæma- skipunar. í seinni tíð liggur víða í loftinu tilhneiging til þess að rýra áhrif þingfulltrúa hinna einstöku landshluta og auka að sama skapi áhrif ríkis- SOGNIN UMAMLET DANAPRINS HARMLEIKURINN HAMLET byggist á gamalli sögu um Amlet Danaprins, sem skráð var af Saxo 1581. Sögnin er á þessa leið: NYJU \ eru hinar svokölluðu vegaáætl- anir, sem á að gera til 4 ára og endurskoða á 2 ára fresti. Vega málastjóiú „semur í samráði við sýslunefndir framkvæmdaáætl- un fyrir sýsluvegi“, sem háð er samþykki ráðherra, en um „sam ráðið“ við sýslunefndirnar, hversu því skuli hagað, er ekki nánar ákveðið. Ræði ég það mál ekki nánar. — En áætlun um þjóðvegi og fjallvegi skal leggja fyrir Alþingi sem tillögu til þingsályktunar „samtímis frum- varpi til fjárlaga" það ár, sem um er að ræða. Þessi áætlun kemur í stað hinna árlegu fjár- veitinga í fjárlögum til ein- stakra vega og brúa, vegavið- halds, stjórnar vegamála o. s. frv., svo og úthlutunar úr Brúa- sjóði, sen nú er lagður niður. í 11. gr. laganna segir svo: „í vegaáætlun skulu taldir all ir þjóðvegir svo og nýbygging- ar þjóðvega á þeim tíma, sem áætluninni er ætlað að gilda. Ennfremur áætlaður kostnaður við vegaviðhald og annar kostn aður Vegagerðar ríkisins á sama tímabili. í vegaáætlun um nýbyggingar skal vera sundur- liður áætlun um heildarkostnað hvers mannvirkis, kostnað þess á öllu áætlunartímabilinu og á hverju ári þess.“ Áætlunin öðlast gildi, þegar Alþingi hefir samþykt hana með þeim breytingum, sem það kann að vilja á henni gera, og verður vegasjóðnum ráðstafað samkvæmt henni. BRÁÐABIRGÐAAÆTLUN 1964. Gömlu vegalögin eru nú úr sögunni og engin ákvæði í fjár- lögum um ráðstöfun fjár til einstakra vega (eða brúa) á þessu ári. Lögin mæla svo fyr- ir, að sérstök bráðabirgðaáætl- un fyrir árið 1964 skuli lögð fyr- ir Alþingi svo fljótt sem unnt er, og fjallar þingið væntanlega um þessa bráðabirgðavegaáætl- un til eins árs í vetur. Sá vandi, sem ráðstöfun eða úthlutun vegafjárins hefir í för með sér, er í því enn óleystur, og dóm- ur landsbyggðarinnar um nýju sýsluvegasjóðir hafa fengið sinn hluta verður hækkunin til þjóð- vega (og fjallvega) að líkindum 30% miðað við áætlanir vega- laganefndar. Sú hækkun má vissulega ekki minni vera þegar litið er á núverandi ástand þjóð vegakerfisins, hraðvaxandi •MIIMMMMMMMIMMMMMMIMIMIIMMMIMMMMIMMMIIII* I SÍÐARI HLUTI I •■'IIIMIIIIIIIIII IIIIIIIIIIIIIIIIIMIIIIMMMIIII fjölda og þunga ökutækja og aukna flutningaþörf vegna breytinga á framleiðsluháttum sumsstaðar á landinu, að ógleymdri dýrtíðinni, sem enn heldur , áfram að smækka hverja krónu, sem varið er til framkvæmda. Bifreiðir eru nú sagðar ca. 29 þús. og hefir fjölg að um nál. 9 þús. eða 45% síð- an 1959. Halldór Sigurðsson alþm., sem er mjög vel að sér um þau mál, skýrði frá því í umræðum á Alþingi í vetur, að ríkissjóður héldi enn eftir, þrátt fyrir samþykkt nýju vegalag- anna og yfirlýsingar í því sam- viðunandi horf. Úr því sker reynslan, hverju nýju vegalög- in fá áorkað í þeim efnum. NOKKUR ORÐ AÐ LOKUM. Sumt af hinum nýju vegalög- um kann að orka tvímælis eða vera mjög undir framkvæmd- inni komið. Þingmenn, sem ekki fengu aðstöðu til að fylgjast með undirbúningi málsins, höfðu of skamman tíma til um- hugsunar í því annríki, sem var á þingi um þetta leyti við af- greiðslu fjárlaganna o. fl. og litla eða enga möguleika til að kynna málið reyndum áhuga- Og forystumönnum í kjördæm- um sínum og fá álit þeirra. Þó samkomulag ■ sé æskilegt og allir þingmenn tækju þátt í því að þessu sinni, er svo snöggsoð- in löggjöf um flókinn og við- kvæman vanda ekki til eftir- breytni framvegis. Aukning á fj árf ramlögum til vegamála þoldi enga bið, en hinsvegar hefði vel mátt fresta flestum þeim breytingum, sem hér er um að ræða, um nokkrar vik- - Villiminkur og minkapelsar (Framhald af blaðsíðu 8) í uppboðshöll einni í Dan- mörku, mikilli skinnamiðstöð, eru minkaskinn árlega seld fyr- ir milljarða íslenzkra króna. Sjálfir framleiða Danir hálfa milljón skinna árlega. í kvenkápu þarf 60—80 minka skinn, og úr vönduðum t. d. svörtum, völdum skinnum, kost ar kápan 120—180 þús. ísl. kr. Minkapels er eitt mensta kven- djásn í nálægum löndum. Dan- ir einir selja fyrir hundruð millj. kr. og eru það drjúgar gjaldeyristekjur. Þar í landi fer minkaeldið mjög vaxandi, því tízkan hefur enn ekki snúið bakinu við skinnum. Á 6 þúsund minka búi er fóð- ureyðslan 2 tonn á dag. Fóðrið er að mestu leyti fiskúrgangur, sem gnægð er til af við hvert frystihús á íslandi. Á minkabúi er hleypt til í maí, en sláturtíðin fer fram í nóvember sama ár. Þá eru skinnin bezt. Umsetningin er því ör. Vonandi halda íslendingar á- fram baráttunni við villta mink inn, þótt útilokað sé nú talið, að útrýma honum með þeim að- ferðum, sem tiltækar þykja. En það virðist jafnsjálfsagt að reyna að hafa hans einhver not, svo sem Danir hafa og aðrar ná- grannaþjóðir, þ. e. flytja inn verðmæta minkastofna til loð- skinnaframleiðslu með íslenzku fóðri. Að vísu er alltaf sú hætta fyrir hendi, að dýr sleppi úr búri, eins og dæmin sanna. En þar sem minkur er landlægur orðinn og ekki von um algera útrýmingu, getur þetta tvennt farið saman. Það er a. m. k. miklum mun hyggilegra, en að loka algerlega augunum fyrir öðru en skaðsemi villiminks, og láta möguleika í minkarækt sem vind um eyru þjóta. Q stjórna, ríkisstofnana og flokka- miðstöðva í höfuðborginni. Þótt svo vel vilji til, að dugandi starfsmönnum ýmissa ríkisstofn ana, t. d. á vegamálaskrifstofu, sé nú treystandi til góðra hluta og kunni vel til verka, er það eigi að síður hlutverk Alþingis, og ekki framkvæmdavalds, að setja lög, en landsbyggðarinnar að gæta þess sem ekki hefur ver ið af henni tekið og auka sjálf- stæði sitt fremur en minnka. En það er önnur saga, sem víkja má að síðar. Q RORIK Danakonungur gerði bræðurni Horvendel og Fenga að undirkonungum á Jótlandi eftir dauða föður þeirra. Hor- vendel réðist í víking og gat sér mikinn orðstýr m. a. felHrhamr í einvígi Noregskonung. Þegar Horvendel kom til hirðar Ror- iks konungs gaf hann konungi góðar gjafir og bað sér til handa dóttur hans Geruth. Það mál var auðsótt og með henni fékk Horvendel soninn Amlet. En frændur eru frændum' verstii’ og svo mjög öfundaði Fenge bróður sinn af velgengninni, að hann myrti Horvendel og kvæntist síðan ekkju bróður síns. Þegar Amlet sá hversu sam- viskulaus föðurbróðir- hans var fannst honum ráðlegast að þykj ast vera geðveikur og lagðist í sekk og ösku eins og títt er tal- að um í fornum ævintýrum. f öllu, sem hann sagði var þá tví- ræð merking því Amlet vildi ekki fara með ósannindi og mátti því við nánari athugun ganga úr skugga um, að mikill vísdómur var jafnan fólginn í tilsvörum hans þótt þau virtust vera vitfirringsleg fljótt á litið. Fange treysti aldrei Amlet og lét því jafnan falska og flað- urslega njósnara fylgjast með gerðum hans. M. a. átti eitt sinn að lokka Amlet til að sýna sinn innri mann með því að láta unga stúlku, sem honum var kær verða á vegi hans úti í skógi. Góðvinur Amlets hafði í hálfkveðinni vísu vai-að hann við og þar er kært hafði verið milli Amlets og stúlkunnar allt -frá bernskudögum þeirra, var vandalaust fyrir hann að fá hana til að segja það eitt sem honum hentaði. Lymskasti ráðgjafi Fenge bauðst til að fela sig í herbergi ’TJeruth drottningar meðan hún raedi við son sinn og skreið hann undir rúm drottningarinn- ar. Einnig við þessu sá Amlet, hann fór galandi eins og hani um herbergið, hoppaði upp í rúmið og nísti bitru'vopni gegn- ■ um. svikarann, sauð hann síðan, brytjaði í smábita og gaf hann svínunum. Ekki þorði Fenge að drepa Amlet því hann. úttaðist reiði konu sinnar og tengdaföður. Þess í stað sendi hann trúnað- armenn sína með hann til Eng- lands og á rúnakeflum, sem þeim voru fengin voru fyrir- mæli til Bretakonungs um að drepa Amlet. Amlet komst yfir rúnakeflin á leiðinni og breytti fyrirmælunum í þá átt að félag- ar hans skyldu af lífi teknir. Á Bretlandi sýndi Amlet slík- an skarpleika að Bretakonung- ur gaf honum orðalaust dóttur sína en félagar hans voru drepn ir. Ári síðar sneri Amlet heim til Danmerkur og kom til hallar Fenges þegar verið var að drekka grafaröl Amlets sjálfs en daginn hafði hann sjálfur á- kveðið í samráði við móður sína áður en hann fór til Eng- lands. Amlet þóttist þá enn á ný vera kjáni og skenkti drjúg- um áfengu öli í bikara manna, þannig að allir urðu ofurölvi. Kveikti hann síðan í höllinni og brenndi inni góðvini Fenges en sjálfan hann drap Amlet með sverði. Næsta morgun er fólk safnað- ist saman við brunarústimar og fann lík Fenges hélt Amlet mikla ræðu og lýsti víginu á hendur sér. Var hann þá þegar til konungs tekinn. Þegar Amlet hafði þetta gert fór hann aftur til Englands en þegar Bretakonungur fékk þess ar fréttir komst hann í mikinn vanda því Fenge hafði verið fóstbróðir hans og bar honum því að hefna hins látna. Sjálfur vildi Bretakonungur ekki mein gera tengdasyni sínum, en sendi hann til Skotlands til að biðja handa konunginum Skotadrottn ingar, sem Hærmdrude hét, en hún var þekkt að því að taka öllum biðlum mjög illa svo þeir þurftu ekki að kemba hærurn- ar. ■ Drottning var slungin mjög og náði meðan Amlet svaf for- láta skildi hans og bréfinu frá Bretakonungi. Á skildinum gat hún lesið alla frægðarsögu Am- lets og lék hún nú sama leik og hann hafði áður leikið og breytti bréfi konungsins þann- ig, að hann bað drottningar handa Amlet en ekki handa sjálfum sér. Voru drottning og Amlet gefin saman og hélt Amlet síðan til fundar við Breta konung en hafði með sér her Skota. Amlet var nú kvæntur tveim konum og reyndust báðar hon- um trúar meðan hann lifði, en hin fyrri varaði mann sinn við svikum föður síns. SIó nú í bar- daga milli liðs Amlets og Breta konungs og hafði Amlet miklu minna lið og féllu allmaygir úr liði hans. Snemma næsta morg- un batt Amlet þá dauðu í öllum hertygjum á hesta og þótti Bretum nú illt í efni,.þegar lið . það, sem þeir höfðu fellt kvöld- inu áður veitti þeim aðför að morgni. Barst nú flótti í liði Bretakonungs og var hann sjálf ur veginn á flóttanum. Amlet var nú á hátindi veld- is síns en brátt hallaði undan fæti og féll hann fyrir Vinglet, er síðar gekk að eigá Hærmdru de, sem með mestum ákafa hafði svarið Amlet tryggðir bæði lífs og liðnum. Um þetta segir Saxo í lok kaflans um Amlet: „Svona fer með öll kerlingar- loforð. Þau dreifast eins og hismi í vindi og sökkva eins og bylgjur í hafið. En hver skyldi líka vilja treysta konuhjarta, það skiptir um skoðun eins og blómið fellir blöð, eins og ein árstíð tekur við -af annari og atburðir afmá hvers annars spor.“ Þeir, sem lesa eða sjá Hamlet Shakespeares sjá þegar, að að- alefni leiksins er komið beint frá Saxo. Hlutverk Shakespear- es hefur einkum verið að færa söguna í leikrænan búning sviðsins, gera persónurnar skýr ari með því að' leggja þeim fleiri orð í munn en kom fyrir hjá Saxo, ber þar hæst vísdóm Hamlets. Leiknum í leikritinu er bætt við, þar sem bróður- morðið er leikið til þess að ganga algerlega úr skugga um hver hinn seki sé. Þá er og' vof- unni bætt við hjá Shakespeare en hinsvegar er hinni bráð- snjöllu frásögn af komu Amlets til hix-ðar Bretakonungs sleppt enda lítt til sóma bi'ezku kon- ungsfjölskyldunni en last um hana var vitanlega óhugsandi á dögum Shakespeares. Þjóðleikhúsið frumsýndi Ham let Shakespeares í þýðingu Matthíasar Jochumssonar á annan í jólum. Olafur Gunnarsson. - Bændur tekjulægstir (Framh. af bls. 1) ætla má að sé 20—30 þúsund kr. Tekjur bænda árið 1962 hafa því vart verið yfir 70—75 þús- und kr. Og enn hefur hlutur bænda þó versnað. Hann vildi sennilega, að fegrunarmusterið sitt skyldi lýsa og Ijóma þannig í augum kvenna, að þær yrðu að leita þangað! Iðunn lýkur morgunverðinum. Hún er að flýta sér og má engan tíma missa. Hún ætlað að nota daginn á sinn hátt. Hún fer inn og vekur Björgu og færir henni mat í rúmið. Rjúkandi gufan úr kaffi- bollanum losar um svefn Bjargar. — Æ, að þú skulir geta fengið af þér að vekja mig, segir hún og sýpur drjúgan sopa úr kaffibollanum. — Að þú skulir geta fengið af þér að liggja hérna í draumórum, þegar heimurinn fyrir utan er svo dásamlega fagur, svarar Iðunn og dregur frá glugganum. — Sjáðu sólskinið! Líttu upp í logandi geisla- veldið! Er ekki sem þú sjáir inn um gættina á sjálfu Himnaríki! —Æ, hve þú ert hamingjusöm að vera svona morgunhress, segir Björg. — En veiztu hvað, Iðunn? segir hún og ýtir frá sér matar- bakkanum. — Alla virka daga þrái ég sunnudaginn, þrái að fá að hvíla mig rækilega. Svo kemur sunnudagurinn. Eg sef vel, eins og núna. En áður en ég fer á fætur á sunnudagsmorgni, kvíði ég fyrir löngum iðjulausum deginum, sem framundan er. — Gæti ég þá ekki gengið út mér til skemmtunar, munt þú hugsa, lesið í bók, hallað mér útaf á dívaninn, ef mig langi til þess, og svo framvegis. Jú, sei- sei-jú. Tíminn líður auðvitað. En þú mátt trúa því, að ekkert kvöld er ég jafn-þreitt og einmitt á sunnudagskvöldin. Ekkert annað kvöld óánægðari með sjálfa mig. Þetta er kannski sökum þess, að ég taki daginn ekki réttum tökum. Eða af því mér finnst ég of þreytt til að hvíla mig. Ég þoli varla að setjast fyrir og hvíla mig. Þá verð ég alveg hvíldarlaus og öll eins og á spani. Ég get ekki skýrt þér frá, hvernig mér finnst þetta. Það er alveg eins og ég sé að búast við, að eitthvað sérstakt skuli koma fyrir mig, eitthvað óvenjulegt, eitt- hvað sem aðeins getur skeð í bænum, og ef til vill aðeins á sunnu- degi. Og þegar nú samt ekkert skeður, verð ég svo uppgefin og þreytt! — Er það þá eitthvað ævintýri, sem þú bíður eftir? segir Iðunn og brosir. — Þú getur kallað það, hvað sem þér sýnist, segir Björg. Ég veit að þér muni þykja ég heldur en ekki barnaleg, heimsk og auðtrúa. Jú, reyndu ekki að neita því! Þér finnst það samt. Ég er viss um það. Ég sé það í augunum á þér og í brosinu þínu. En ég fyrirgef þér það fúslega, því þú skilur mig víst ekki, hvort sem er. Þú ert borgarstúlka. Við sveitaæskan hugsum öðruvísi, eigum víst aðra drauma og vonum víst ýmislegt, sem ykkur bæjarbörnunum þykir barnalegt og blátt áfram hversdagslegt. — Nú held ég þú sért helzt til dómhvöt, Björg, segir Iðunn al- varlega. Munurinn er víst ekki eins mikill, og þú heldur. Hvað ætli við bæjarbúar vitum um hugsanir ykkar úr sveitinni? Og hvað ætli þið vitið um okkur og okkar hugsanir? Það verða aðeins ágizk- anir einar á báða vegu. Sveitaæskan elzt upp í sveitinni. Þess vegna þráir hún ef til vill borgina, heldur að þar sé að finna alla dýrð og dásemdir þessa heims. Og borgaræskan ber fremur hlýjan hug til sveitarinnar og sveitalífsins, þráir einna helzt volduga náttúruna, sem verður svo lítið vart í borg og bæ. Og hvorir tveggja stefna AUÐHILDUR FRÁ VOGI: GULLNA BORGIN sennilega að sama marki og miði. Manneskjan þráir oft og einatt það, sem henni er fjarri. Þannig er það víst með mig. Og sennilega með þig líka, Björg. Eða ertu ekki sammála þessari munnvarps- predikun minni? segir Iðunn að lokum og tekur bakkann af rúmi Bjargar. — Jæja var þetta þá bara munnvarps-ræða! segir Björg og hlær og fer fram úr rúminu. — Það segja nú allir samsætisræðumenn, og hafa þó búið sig rækilega undir ræður sínar. Björg skellir blaut- um þvottapokanum á bústnar kinnar sínar. — Jæja, þá förum við, segir Iðunn skömmu síðar. Hún er göngu- klædd og er að setja upp alpahúfuna. — Þá segjum við það, svarar Björg með hárgreiðuna á kafi í bjarta hárinu sínu þykka. — Þú ætlar víst að hafa gát á mér í dag, þykist ég vita. — Já, eitthvað í þá áttina, játar Iðunn. — Og ég sem hafði hugsað mér að sitja í japanska stólnum í dag og bíða þar ævintýrsins, segir Björg og bælir niður í sér hlát- urinn. — Láttu bara japanska svertingjann eiga sig í dag, segir Iðunn og bíður óþolinmóð eftir Björgu. — Og er ekki betra, að þú litir að ævintýrinu þínu í bænum, heldur en að bíða sitjandi í svörtum stól eftir því? bætir hún við. — Hafðu þökk fyrir holl ráð! segir Björg og leggur greiðuna loks frá sér. — Ég held ég fari bara berhöfðuð, segir hún. Niðri við hliðið nema þær snöggvast staðar til að koma sér sam- an um, hvert halda skuli. Ég tek við stjórn, segir Iðunn. — Þú skilur víst, að mér er þetta allt að því hátíðleg athöfn að ganga hér um bæjargöturnar. Nú eru sjö ár síðan ég gekk um þær götur, sem við eigum að fara um núna. Það liggur við að mér verði hverft við, hve þú ert hátíðleg, segir Björg. — Já, ég hefði ef til vill átt að fara þetta einsömul, segir Iðunn, eins og henni detti eitthvað í hug. — Nei, segir Björg. Henni finnst seytla um sig snefill af alvöru Iðunnar. — Ég vil gjarna labba með þér um bæinn, — en eigum við ekki að vera sammála um, að ég sé sem allra fáorðust? Fái aðeins að njóta sunnudags-friðarins, sólskinsins og þess, sem þú eflaust get- ur sagt mér frá því, er þú átir hér heima. — Elsku skrítna Björg mín, segir Iðunn og tekur í handlegginn á henni. — Þér skal verða að ósk þinni. — Ekki grætur barn, þá allt er eftir því látið, segir Björg bros- andi og horfir upp í heiðríkjuna. Þær ganga síðan út, og Iðunn ræður förinni. Hún sýnir Björgu ýmsar kunnar byggingar, meðal annars barnaskólann, — þar sem ég labbaði út og inn í sjö ár, segir Iðunn. Síðan segir hún Björgu ýmislegt frá þeim árum. Og nú höldum við áfram þessa götu, segir Iðunn, og beygjum hérna um hornið. — Þarna langt frammi á milli háu trjánna er stórt hvitt timbur- hús, segir Björg. Eigum við að fara þangað? — Já, líttu vel á þetta hús, segir Iðunn, og hugsaðu þér, að þetta var heimili mitt nær alla barnæsku mína. Þú skilur því, að það veldur mér bæði gleði og sorg að sjá það aftur. Nú segir Iðunn Björgu margt frá bernskuárum sínum í þessu hpsi. Og þá sérstaklega sorgarsöguna um dauða Kristins bróður síris. Hann hefði smitast af berklum í menntaskóla ásamt fleiri nemendum. Og það var gamall yfirkennari, sem hafði verið smitberinn árum sam- an. Iðunn þegir um hríð, tekur svo í handlegginn á Björgu og segir: -— Jaeja, komdu nú, við höldum áfram. Ég hefi ekki meira að gera hérna. Nú hefi ég séð aftur bernskuheimili mitt og rifjað upp endurminningarnar. En aðalþættir endurminninganna eiga ekki lengur heima i húsinu. Þess vegna er mér sama um það núna. Fólk- ið mitt er þar ekki framar. Það eru manneskjurnar, sem mynda end- urminningarnar og gæða þær lífi, en ekki húsin sjálf og hlutirnir. Þess vegna kæri ég mig ekkert um að koma hingað aftur. Ég verð aðeins að sjá það aftur. Þetta er víst bara fluga í kollinum á mér. En ef til vill stuðlar það samt að því að hjálpa mér til að átta mig á sjálfri mér. Björg lítur upp á Iðunni og skilur ekki, við hvað hún muni eiga. Iðunn sér þetta á henni og brosir ofurlítið. Síðan halda þær áfram ofan í miðbæinn. Iðunn og Björg eru nú komnar ofan í þröngu göturnar fyrir ofan Torgið. Iðunn segir nú Björgu frá allmörgum skringilegum körlum, sem hér voru á ferð á bernskuárum hennar. Sérstaklega voru fjórir þeirra henni minnisstæðir, og átti hver sína sögu. Þar var listmálar- inn, óregluræfill mesti. Annar var leikarinn tötralegi. Þessir tveir sátu oft saman á bekknum undir álmtrénu gamla á Elmivegi. En venjulega flýttu þeir sér burt, þegar Riis gamli, konsúll, kom labb- andi, lotinn og lútandi. Áður var hann herjans mikill burgeis og stór- höfðingi bæjarins, tók á móti konungum og stórhöfijingjum á vegum bæjarins, safnaði listaverkum og barst mikið á. En svo ruglaðist hann í kollinum á sínum efri árum og varð athlægi æskulýð bæjarins. Nú safnar hann grásteinum á götunni og fyllir alla vasa sina. Þá var sá fjórði, sem oft settist á bekkinn undir gamla álmin- um. Strákarnir kölluðu hann „Hjaltlandsjálkinn“, eða þá „Ottann á Elmivegi.“ Framhald.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.