Dagur - 05.02.1964, Síða 2

Dagur - 05.02.1964, Síða 2
2 ÁBENDING VEGNA athugasemclar Gunn- aas Schram símstjóra við frétt í „Degi“, um ástæðuna fyrir lokun símans á Hótel K. E. A., vil ég benda á eftirfarandi: E-rtt af því fyrsta sem ég tók mér fyrir hendur, er ég hafði tekið Hótel K. E. A. á leigu, var að ganga á fund símstjóra og óska eftir, að hótelið fengi nýtt skiptiborð og færði f-ram sem ástæðu, að borð það, sem fyrir væri í hótelinu, væri sí- fellt að bila og þrátt fyrir stajiz lausar' viðgerðir og eftirlit Landssímans, virtist það aldrei geta verið í fullkomnu lagi. Símstjóri kvað öll vandkvæði á að verða .við þessari ósk minni og bar ýmsu við, t. d. að ekki værí hægt að fá svona borð. Það ge-tur vel verið, að á því séu einhverjh' annmarkar, en vai'la ge.ta þeir verið tæknileg- ir. Á sama tíma og annarhver krakki gengur með glymjandi útvarpstæki upp á vasann og smástrákar hafa fyrir tóm- stundagaman að smíða sendi- og móttökutæki og ganga beint í verzlanir og kaupa allt sem til þarf og barnaleikföng flest orðin rafknúin, þá getur Lands- síminn, að sögn símstjóra, ekki útvegað skiptiborð fyrir Hótel K. E. A. Það væri fróðlegt, ef sím- stjóri vildi upplýsa, í hverju annmarkar þessir eru fólgnir. Á þeim tíma, sem ég hef haft hótelið á leigu, hef ég komið aftur inn á þetta mál við sím- stjórann með sama árangri. Við þig, Gunnar, vil ég segja þetta: Það var aldrei ætlan mín, að fara út í blaðadeilur við þig út af þessu máli, satt bezt að segja bjóst ég alls ekki við þeirri þrákelkni frá þér í þessu sambandi, að tii þess kæmi. Og sízt af öllu hefði ég talið það í mínum verkahring, að kasta steini að öldnum og virðulegum borgara þessa ágæta bæjar. Ég verð að segja þér eins og er, að athugasemd þín kom mér mjög á óvart. - Sjónprófunartæki (Framhald af blaðsíðu 8). ánægja að afhenda öllum bæjar- barnaskólunum og skólalækni þessi tæki til eignar og afnota. Idgnnes, J, .iýlagnússon þakk- aði Lionsklúbbnum þessa góðu og verðmætu gjöf og þann hug, sem þarna væri sýndur hinni uppvaxandi kynslóð í bænum. Jóhann Þorkelsson skólalæknir tók einnig til máls og þakkaði gjöfina. Væri mikill fengur í þessu tæki fyrir heilsugæzluna í barnaskólunum. Að lokum sýndi Baldur Jónsson, hvernig hin nýju sjónprófunartæki eru notuð. Q — Norðurlandsborinn (Framhald af blaðsíðu 1). •borun næst á eftir Húsavík. En það er mála sannast, að undir- búningsrannsóknum á Akur- eyri er langt frá því lokið enn- þá. Hinsvegar hefur bæjarstjórn ítrekað beiðni um, að þeim rann sóknum verði hraðað eftir föng um, svo sem sérfræðingum þyk- ir nauðsynlegt. En þær rann- sóknir eru bæði jarðfræðilegar og þurfa ennfremur að byggjast á borunum með minni bor, áð- ur en Norðurlandsborinn verð- "ur settur hér upp. □ Gunnar, ég held að þú hafir sagt ósatt gegn betri vitund. Mér var kennt þegar ég var drengur, að það kæmi ljótur blettur á tunguna í manni ef maður segði ósatt. Ég held ein- mitt, að það hafi komið svoleið- is blettur á tunguna í þér, þeg- ar þú settir athugasemdina í „Dag“ í síðustu viku, og ef eitt- hvað er að mai'ka það, sem lieyrzt hefur á göiunni, þá muntu hafa haft eitthvað af svona blettum fyrir. Ég er ákveðinn í að fá þá fyrirgreiðsiu eina í þessu vandamáli mínu, sem Landssím anum sæmir og ef þú skyldir taka þér fyrir hendur, að standa í vegi fyrir mér, þá er ekki við mig að sakast, þótt um þig kunni að hnjóða meðan á þeirri bará-ttu stendur. Til réttlætingar á því, sem á undan er gengið og hér hefur verið skrifað, læt ég fylgja hér með yfirlýsingar undirritaðar af fyrrverandi og núverandi starfsstúikum mínum, sem unn- ið hafa við margumrætt skipti- borð, og leyfi ég mér á þeim forsendum, að lýsa þig ósann- indamann að því, sem stendur í athugasemd þinni í „Degi“ út af frétt í sama blaði, nema því aðeins, að þú getir hrakið téðar yfirlýsingar, sem staðlausa stafi. Með fulhi virðingu, Brynjólfur Brynjólfsson. YFIRLÝSING ÉG undirrituð votta, að Bryn- jólfur Brynjólfsson hefir á með an ég starfaði sem hótelstjóri að Hótel K.E.A., lagt fyrir mig, að neita að greiða símreikning og leigu fyrir símaborð Hótels- ins, á þeim forsendum, a5 það væri bilað, hvað ég tilkynnti Þorvaldi Jónssyni sem sá um að viðgerð færi fram, svo það kom aldrei til, að reikningar væru ógreiddir. Bergþóra Kristinsdóttir. YFIRLÝSING VIÐ undirritaðar, sem höfum unnið við símaskiptiborðið á Hótel K.E.A., vottum, að það var á þeim tíma, sem við unn- um við það, þráfaldlega bilað og hið versta við að eiga. Aðalbjörg Kristjánsdóttir. Steinunn Stefánsdó.ttir. . Snjólaug Bragadótíir. Bergþóra Kristinsdóttir. Erla Oddsdóttir. Þuríður Baldursdóttir. Nýr og grjót-fóðraður farvegur Glerár (Framhald af blaðsíðu 1). önnur áætlun nær þriðjungi dýrari verður ekki gerð að um- talsefni að sinni. Hins vegar má það ekki dragast mjög lengi að tryggja rennsli Glerár um Ak- ureyri, vegna nýtingar landsins norðan hennar og sunnan. Gömul áætlun Halldórs Hall- dórssonar um að færa Glerá úr farvegi sínum nálægt gömlu rafstöðinni, og veita henni í Jötunheima, hefur víst lítt ver- ið rædd um þessar mundir, og var hún þó a. m. k. skemmtileg. Eflaust verða tillögur Sigurð- ar Thoroddsen og e. t. v. fleiri, mjög á dagskrá eftirleiðis. Gefst þá væntanlega tilefni til nánari umræðna. □ LÖGREGIl'MÁL Á AKUREYRI OG YFIRLIT yfir kær-ur til embættis bæjar- fógetans á Akureyri og sýslu- mannsins í Eyjafjarðarsýslu ár- ið 1963. I. SÉRREFSIBROT. 1. Ölvun á almannafæri (þar í ólögmæt xneðferð unglinga á áfengi 30) 394 2. Ölvun í heimahúsum 22 3. Ölvun við akstur 73 4. Smy gl 2 5. Bifreiðaslys og árekstrai- 39 7 fi. Umferðaiagabj'ot: of hraður akstur 8ö ólögleg staða bifreiða 233 stöðumælakærur 291 akstur án réítinda 3 2. Brunarannsóknir 4 3. Rannsóknir vegna sturl- unar manna 3 ólögl. ljósaútbún bifr., ofhleðsla bifr. o. fl. 150 ----763 7. Lögreglusamþykktarbrot: (ólöglegt hundahald, ágangur búfjár) 14 8. Brot á friðunarlögum, ólögl. meðferð skotvopna og brot á lögum um lax- og silungsveiði 9 9. Landhelgisbi'ot 1 1675 II. ÝMSAR SAKADÓMS- RANNSÓKNIR. 1. Rannsókn vegna voveifi- legs dauðdaga, þar af 2 vegna bifreiða 8 4. Rannsóknir vegna slysa á mönnum o. fl. 16 5 Barnaverndarmál (spellvirki einkum) 19 50 IU. ALMENN HEGNINGA- LAGABROT. 1. Líkamsárásir 18 2. Skjalafals 2 3. Tékkasvik 2 4. Eignaspjöll 15 5. Innbrot 10 6. Hnupl 30 7. Brot gegn valdstjórninni 3 80 Alls 1805 í drykkjarvafnið minnka fann- Eí fluor er setf skeiMidir um 50-69 prósent segir norski prófessoriim A. Syrrist UM ÞESSAR mundir dvelur í Reykjavík Arvid Syrris pró- fessor í barnatannlækningum, í boði Háskóla íslands. Hann heldur fyrirlestra fyrir almenn- ing og tannlæknastúdenta við Háskólann og -hefur nýlegt sagt í blaðaviðtali þar syðra, að hann teldi brýna nauðsyn á að setja fluor í drykkjarvatnið til að minnka tannskemmdir fólks Fluorbæting í neyzluvatn væri nú víða gerð og gæfis.t mjög vel, þótt enn stæðu um það deilur. Prófessorinn gat þess, að í Svíþjóð hefðu tannskemmdir minnkað um 50—60% (þ. e. þörfin fyrii' tannviðgerðir) þeg- ar árangurinn af notkun fluor- bætingunni var komin í ljós eft ir margra ára notkun. Hvenær verður mál þetta tek- ið til alvarlegrar athugunar a£ ráðamönnum Akureyrarbæjar? Svipuð hefur reynslan orðið í öðrum löndum, m. a. vestan- hafs. □ A-sveit Akureyrar. Frá vinstri: ús Ingólfsson. Reynir Pálmason, Reynir Brynjólfsson, fvar Sigmundsson og Magn- (Ljósmynd: K. H.) SkÍÐAMÓT í HLÍÐARFJALLI SKÍÐATOGBRAUT Skíðaráðs Akureyrar var formlega tekin í notkun s.l. laugardag. í tilefni þess efndi Skíðaráðið tii skíða- móts með þátttöku frá Ólafs- firði, Siglufirði, Reykjavík og Akureyri. í uppliafi mótsins ávarpaði Ólafur Stefánsson form. Skíða- ráðs Akureyrar keppendur og gesti, bauð þá velkomna og lýsti því yfii' að skíðaiogbraut- in væri nú opnuð almenningi. f sama bih var brautin sett í gang og fyrstu farþegarnir tóku sér far með henni upp snar- bratta fjallshliðina. Voru það tveir ungir piltar, félagar úr Þór og KA, Akureyri. Kvaðst Ólafur vona að þessi bætta að- staða í skiðalandi Akureyrar, yrði til þess að auka áhuga fólks fyrir almennri iðkun skíða íþróttai'innar. Togbrautin var í gangi meðan á mótinu stóð og reyndist ágætlega. Úrslit mótsins urðu þessi: Svig karia: sek. 1. Svanberg Þórðarson Ó. 105,7 2. ívai' Sigmundssson A. 109,2 3. Þorbergur Eysteinss. R. 115,2 4. Einar Jakobsson Ó. 116,9 Keppendui- voru 30. Svanherg sýndi jafna leikni í báðum ferð- um og sigraði örugglega. Svig kvenna: sek. 1. Árdís Þórðardóttir S. 87,0 2. Karól. Guðmundsd. R. 102,4 3. Marta Guðmundsd. R. 102,7 4. Sigríður Þ. Júlíusd. S. 114,5 Ekki fleiri keppendur. Árdís sýndi mikla yfiriburði og fór brau-tina vel og örugglega. Hún er aðeins 16 ára gömul. Svig drengja 11—15 ára: sek. 1. Aðalst. Bernharðss. Ó. 42,1 2. Árni Óðinsson A. 42,5 3. Ingvi Óðinsson A. 45,8 4. Guðmundur Ólafsson Ó. 46,6 Keþp'endur voru ■ 11. Aðal- steinn náði beztum brautar- tíma í fyrri umferð og varð það bonum til sigurs. Sveilakeppni í svigi: sek. 1. A-sveit Akureyrar 417,1 2. A-sveit Siglufjarðar 455,8 3. A-svei± Ólafsfjarðar 464,3 4. A-sveit Reykjavíkur 590,7 Þrjár svei.tir urðu úr leik. Sveit Akureyrar skipuðu: Magn ús Ingólfsson, R/eynir Brynjólfs son, ívar Sigmundsson og Reyn ir Pábnason. Náðu þeir allir ágætum tíma em Magnús bezt- um 99,5 sek. Næst bezta tíma fékk Hjáimar Stefánsson Siglu- firði, 99,6 sek. I bæjarkeppni í s.vigi milli Ak ureyrar og Ólafsfjarðar sigraði Akureyri. Keppnin fór fram á laugardag og sunnudag. Báða dagana var óhagstætt veður, hvasst suðvest an, snjóél öðru hvoru og kalt.Q

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.