Dagur - 12.02.1964, Blaðsíða 1

Dagur - 12.02.1964, Blaðsíða 1
ir~" * NÝIR KAUPENDUR fá framhaldssöguna, „GULLNA BORGIN “ frá byrjun. Hringið í síma 1166 eða 1167. XLVII. árg. — Akureyri, miðvikudaginn 12. febrúar 1964 — 12. tbl. VINSAMLEGA LÁT- IÐ VITA EF VAN- SKIL VERÐA Á BLAÐINU. Símar 1166 og 1167. ....J Bóndi lælur léð ella sig, í stað þess að reka það 1; Til hægri fellur Mígandi fram af Björgum, vegurinn liggur um Mígandahjalla. Sjá myndir og !; grein um Múlaveginn á baksíðunni. (Ljósmyndimar tók J. B.) BÆNDAKLÚBBSFUNDURINN SPRENGDI HÓTEL KEA 300 manns hlýddu á málflutning Gunnars Guð- bjartssonar, form. Stéttarsambands bænda SAUÐFÉ má venja á margan hátt, þótt fáum takist það svo, að það létti fjármennskuna til muna. Á Litlu-Hámundarstöðum á Árskógsströnd býr Jón Guð- ~~~~~~~~~~~~~~ JÓSAFAT VEGNA mikillar aðsóknar að !; sjónleiknum Jósafat, sem sýnd ;; ur hefur verið í Laugarborg,;! verður hann enn sýndur á morgun, finuntudaginn 13.!; febrúar, og hefst kl. 8,30. —!| Þetta er allra síðasta sýning á I; þessum vinsæla sjónleik. Á!; siðustu sýningar var aðsókn ? svo mikil, að nokkrir urðu frá;! að hverfa. Aðgöngumiðasala !| og sætaferðir eins og áður. □ Vorveður - Sumarfæri NORÐANLANDS og austan er snjólaust í byggðum og vorveð- ur marga daga. Samgöngur eru hinar ágætustu á landi, því bíl- fært er sem bezt gerist á sumar- degi. Er'það hið mesta hagræði á meðan svo er. mundsson, góður fjármaður og áhugasamur um sauðfjárrækt. Hann kallar á fé sitt úti og læt- ur það elta sig hvert sem er. í vetur missti hann féð á fjall og fann það loks í myrkri um kvöldið. Hann treysti sér ekki til að reka það heim í myrkrinu, en fór sjálfur á undan og allur hópurinn á eftir, allt heim til bæjar. ÞETTA KOM SÉR VEL í STÓRHRÍÐINNI. Eitt sinn var fé Jóns úti, er snögglega skall á hin versta stórhríð. Hann fann fé sitt í svo nefndum Grafarhólum en tókst ekki að reka það heim á leið móti veðri. Hann tók þá sjálf- ur að sér forustuhlutvérkið og féð fylgdi honum fast eftir. Aldrei sá hann nema örfáar kindur á heimleiðinni, þær sem næstar honum voru, og óttaðist hann að eitthvað yrði eftir. En sá ótti reyndist ástæðulaus. Þannig getur verið hagkvæmt að venja sauðfé, auk ánægjunn- ar, sem það veitir fjármannin- um. □ GUNNAR Guðbjartsson form. Stéttarsambands bænda var að- alræðumaður á Bændaklúbbs- fundi á Akureyri s.l. mánudag. Oft hafa bændur fjölmennt á slíkum fundum, en aldrei eins og nú. Má segja að loksins hafi Bændaklúbbsfundur sprengt Hótel KEA. Aðalsalurinn var þétt setinn og margir þurftu að standa. Síðar voru sett borð og stólar, allt fram að fatageymslu og hrökk ekki til. Þarna voru bændur úr öllum hreppum sýsl- unnar og Þingeyjngar fjöl- mcnntu einnig. Samtals voru 300 mánns á fundi þessum. Gunnar Guðbjartsson flutti óvenjulega vel rökstutt erindi um ýmsa þætti landbúnaðarins, einkum verðlagsmál og þróun landbúnaðarmála. Gunnar sagði m. a.: „Ég hef reynt að gera *nér grein fyrir því hvað bændastétt in hafi skilað miklu til þjóðar- búsins, vegna aukinnar tækni, af sinni framleiðsluaukningu 1947—1963. Ég hef komizt að þeirri niðurstöðu, að neytand- inn getur keypt 140 kg. af kjöti og 140 kg. af mjólk sl. ár á móti 100 kg. kjöts og 100 kg. mjólkur árið 1947. M. ö. o.: Bændurnir skila 40% af framleiðsluaukn- ingu til þjóðarbúsins án þess að taka gjald fyrir. Geta aðrar at- vinnugreinar sýnt jafngóða út- komu?“ Á öðrum stað ræðunnar sagði ræðumaður: „Hver bóndi skilar að meðaltali sl. ár um 250 þús. kr. verðmæti. Hver sjómaður skilar sl. ár 300 þús. GUNNAR GUÐBJARTSSON. kr. verðmæti komið á land. Heildarframleiðsla landbúnað- arins fyrir verðlagsárið 1963— 1964 er áætluð 1570 millj. kr. Heildarverðmæti sjávarafurð- (Framhald á blaðsíðu 2). -N Hjá gömlu Glerárstöðinni má taka Glerá úr farvegi sínum. (Ljósmynd: E. D.) Ef Glerá liyrfi af Gleráreyrum fengjust 15-18 dagsl. dýrmætra byggingarlóða AKUREYRINGAR hafa ekki um áratugi sýnt áhuga á því að nota orku Glerár, sem rennur um kaupstaðinn. En áin er þó á dagskrá, nú sem stórt vandamál. Glerá skóp Oddeyri og fellur þar fram til sjávar, og nú er hún „Þrándur í Götu“ allra fram- fara á hinu dýrmæta landi hins norðlenzka höfuðstaðar. Rætt hefur verið, svo sem getið var í síðasta tbl. , um að grjótfóðra nýjan árfarveg 1200 til 1300 metra langan, nokkru norðar en hún rennur nú á leiðinni frá neðstu Glerárbrú og fram í sjó. Nýr farvegur með fyrrnefnd- um hætti kostar 8 milljónir kr. Það er e. t. v. ekki mjög dýr framkvæmd fyrir öflugt bæjar- félag. En þótt horfið yrði að þessu ráði, er Glerá hin óþarf- asta á þessum stað og notar sjálf 15—18 dagsláttur af verð- miklum byggingarlóðum síðasta 1200—-1300 m spottann að sjó. Ennþá er rúmt um byggingar meðfram Glerá á þessu svæði. En það líða ekki mörg ár þar til hver fermetri þessa lands þykir gulls ígildi. Hvað þá 15— 18 dagsláttur af slíku landi. Einmitt þetta land þarf bær- inn að fá. Hann getur að vísu ekki sagt við Glerá, að nú megi hún ekki lengur renna. En hann getur veitt ánni úr farvegi (Framhald á blaðsíðu 7). Ólafsfirði, 11. febrúar. Nú er sumartíð og óvenjulegt þorra- veður. í síðustu frostum kom góður ís á Vatnið og skólamir gáfu nemendum frí til að fara á skauta. Ennþá er aflatregða, en vegna sæmilegra gæfta er nær alltaf róið. Guðbjörg hefur mest feng ið 5—6 lestir í róðri og sótt lengra en minni bátar. Sjómenn álíta að hin þráláta vestanátt eigi sinn þátt í aflatregðunni, en afli glæðist eftir stex-ka norðan- átt. Vegirnir eru eins og á sumar- degi, hér innansveitar. Yfir Lágheiði hefur verið ekið á hjarni, en vegurinn er óruddur. Auk þeirrar atvinnu sem sjáv araflinn veitir, er töluverð bygg ingarvinna. B. St.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.