Dagur - 22.02.1964, Side 8

Dagur - 22.02.1964, Side 8
8 Yeröld hinna mildu möguleika HEIMURINN okkar er fullur a£ möguleikum, sem ekki hafa ver ið nýttir. Þetta er stefið í bók, sem Sameinuðu þjóðirnar hafa nýlega sent á markaðinn. Bók- ■ in er yfirlit yfir þær tillögur og hugmyndir sem fram komu á ■ hinni miklu ráðstefnu Samein- uðu þjóðanna í Genf í febrúar 1963 um það, hvernig nota beri nútímavísindi og tækni þróunar löndunum í hag. 1665 sérfræðingar hvaðanseva úr heiminum komu saman á þessari ráðstefnu til að ræða nálega 2000 vísindalegar skýrsl ur. Árangurinn varð 10 milljón ' orð, sem Sameinuðu þjóðirnar munu nú draga saman í átta bindi, sem verða um 800.000 orð og bera heitið „Science and Technology for Development.” Einstök bindi fjalla um hin ein- stöku viðfangsefni ráðstefnunn- ar, svo sem náttúruauðlindir, landbúnað, iðnað o. s. frv. En fyrsta bindið, „World of Opportunity,” er sem sé alls herjaryfirlit yfir það, hvernig sérfræðingarnir á ráðstefnunni hugsuðu sér, að vísindamenn nútímans gætu leyst vandamál þróunarlandanna. Þar er gerð grein fyrir ástandinu eins og það er nú, reynslu síðustu ára, vandamálum sem upp kunna að koma, hvaða aðferðum sé hægt að beita og hvaða athafnasvið verði að ganga fyrir. Það kemur m. a. fram, að það sem hvert land eða landssvæði verður fyrst og fremst að gera er að ganga úr skugga um, hvaða náttúruauðlindir séu fyr- ir hendi og hvers kyns þær séu: vatn, jörð, málmar, orkulindir, loftslag og mannafli. Grundvall arþörf allrar þróunarstarfsemi er menntun og þjálfun hæfra innlendra manna — manna sem geta tekizt á hendur fram- kvæmd hinna ýmsu áætlana. Onnur atriði, sem rík áherzla er lögð á, eru rannsóknir og vandlega undirbúnar áætlan- ir. □ Hættu allir að reykja í HÓLASKÓLA reyktu bæði nemendur og kennarar mikið, einn nemandinn t. d. 2 pk. á dag. Eri hinn fyrsta febrúar fóru allir í reyktóbaksbindindi og hafa haldið það vel, bæði nemendur og kennai'ar. S. Þ. Þróunarlöndin flytja út mikið map af fimbri og pappír EF neyzlan á timbri, pappír og pappa heldur áfram að aukast í heiminum með sama hraða og áætlað er, er enginn vafi á því, að hitabeltislöndin munu gegna æ mikilvægara hlutverki í út- flutningi trjáviðar og pappírs- kvoðu. Verðlagið mun verða með þeim hætti, að það mundi ekki framar borga sig fyrir Ev- rópulönd að halda áfram að leggja fé í innlenda skógrækt. Það er hinn nýi forstjóri skóg- ræktardeildar Matvæla- og land búnaðarstofnunar S. Þ. (FAO), Finninn Nils A. Osara, sem kemst að þessari niðurstöðu í grein sem hann skrifar í skóg- ræktarrit FAO. „Unasylva.“ Dr. Osara fjallar um vöxt Starfsfræðslan vaxandi í landinu NÚ stendur fyrir dyrum annar starfsfræðsludagurinn, sem hald inn er á Siglufirði. Hinn fyrri var haldinn þar fyrir tveim ár- um. Rotaryfélag staðarins hef- ur gengizt fyrir starfsfræðsl- unni. Ráðgert er að Ólafsfirðing ar vei-ði þátttakendur ef veður leyfir og auðvelt rynist að kom- ast milli þessara nágrannastaða. Þá má geta þess, að hinn 8. marz verður starfsfræðsludagur á Akranesi og 15. marz í Reykjavík. Þá verður fyrsti starfsfræðsludagui'inn haldinn á ísafirði 22. marz. Á Akureyri verður starfsfræðsludagur 12. marz. í haust er fyrirhugað að halda fyrsta starfsfræðsludag- inn á Austurlandi og Vest- mannaeyingar hafa áhuga á að koma á slíkum degi hjá sér. Ólafur Gunnarsson er hinn leiðandi maður starfsfræðslu- daganna og stjórnar þeim með heimamönnum á hverjum stað. Sézt á þessu yfirliti, að á mál þessi er kominn nokkur skrið- ur, vegna vaxandi skilnings á þýðingu starfsfræðslu. Hér er þó aðeins um byrjun að ræða, því eins og háttað er í landi okkar um fjölda starfsgreina, og að starfs- og stöðuval er vissulega vandameira nú en áð- ur, er fræðsla á þessu sviði, í miklu ríkai’a mæli, hin nauð- synlegasta. Það er Æskulýðsráð templara sem annast starfsfræðsludag- ana á Akureyri. Sá, sem nú er framundan er sá fjórði í röð- inni. Ráðgert er að koma upp sýningum á næsta starfsfræðslu degi á Akureyri. □ skógræktar og trjáiðnaðar í þróunarlöndunum. Hann er sannfærður um, að í hitabeltis- löndunum og nálægum svæðum verði hægt að framleiða pappírs kvoðu fyrir aðeins brot af því verði sem hún er framleidd á í Evrópu. Löngu áður en allar þær auðlindir, sem tæknilega væri hægt að nýta í Evrópu, hafa verið nýttar, verður farið að flytja inn pappírskvoðu frá hitabeltinu. En í þessu sambandi er ekki nóg að hugsa um möguleika hitabeltislandanna, segir dr. Osara. Enn eru víðáttumikil ósnortin skógflæmi annars stað- ar í heiminum, og enginn getur spáð um það með nokkurri vissu, hvaða þýðingu vísindaleg ar og tæknilegar framfarir síð- ustu ára hafa í framtíðinni. Viðskiptastefna þróunarland- anna mun sennilega að verulegu leyti hafa áhrif á magn trjá- framleiðslunnar í framtíðinni. Marga erfiðleika verður að yf- irstíga og mikil fjárfesting er nauðsynleg, áður en þessi lönd geti í ríkara mæli framleitt og flutt út tré og trjákvoðu. Skyndi legra breytinga er ekki að vænta, segir dr. Osara, en bætir því við, að FAO muni á næstu árum einbeita sér að þessu verk efni. □ Bör Börson á Dalvík Dalvík 21. febrúar. Björgvin kom í morgun með 35 tonn. Hann og Björgúlfur hafa verið á togveiðum: Björgúlfur kom með 32 tonn fyrr í vikunni. Afl- inn á línu er ennþá fremur treg ur. Um helgina verður Bör Börs son frumsýndur á Dalvík. Leik- stjóri er Kristján Jónsson frá Reykjavík. S. H. ; NYLEGA hrepptu tvær konur á Akureyri DAS-bíla. — Hér er ! ; önnur þeirra, frú Aðalheiður Oddgeirsdóttir, Fjólugötu 12,! ! lijá hinum nýja bíl sínum. En liin konan, frú Ragnheiður Dav- ; ! íðsdóttir, Stórholti 2, hlaut einnig fólksbifreið, en eftir eigin ; ! vah- (Ljósmynd: E. D.) SMÁTT OG STÓRT FISKIÞING f Reykjavík hafa staðið yfir stéttarfélagsþing hinna ýmsu at- vinnuvega. Fiskiþingi er nýlok- ið. Fulltrúar úr Norðurlands- kjördæmi eystra vqru þar: Hólmsteinn Helgason útgerðar- maður á Raufarhöfn, Magnús Gamalíelsson útgerðarmaður í Olafsfirði, Viltýr Þorsteinsson útgerðarmaður á Akureyri og Helgi Pálsson á Akureyri. BÚNAÐARÞING Búnaðarþing hófst nokkru síð ar og situr enn. Fulltrúar héðan úr kjördæminu eru þar: Þórar- inn Kristjánsson bóndi í Holti, Teitur Bjömsson bóndi á Brún, Ketinn Guðjónsson bóndi á Finnastöðum og Helgi Símonar- son bóndi á Þverá. Búnaðarþing starfar nú í fyrsta sinn í Bændahöllinni, og var fjölmennt við setningu þess. Þorsteinn bóndi á Vatnsleysu setti þingið með skörulegri ræðu. Landbúnaðarráðherra gáf í ávarpi sínu þá yfirlýsingu, að ríkisstjórnin myndi ekki verða við ósk Stéttarsambands bænda um að flytja á Alþingi frumvarp það á afurðasölulöggjöfinni, sem bændasamtökin höfðu undirbú- ið og sent henni. ATIIYGLISVERÐAR GREINAR Timinn er nú að birta mjög athyglisverðar greinar um land- búnaðar- og landsbyggðarmál. Ein er eftir Jónas Jónsson land- HELDUR OF MIKIÐ Frá starfsfræðsludegi á Akureyri veturinn 1962. PÓSTSTJÓRN Sameinuðu þjqð anna í New York barst fýrir nokkru pöntun um tvo minja- bæklinga sem samtals kostuðu 2 dollara og 90 cent. Sá sem pantaði var kona í New Orleans og hafði hún lagt með pöntun- inni ávísun sem hljóðaði upp á $1.100.002,90 — sennilega vegna mistaka bankans. „Að vísu er þetta gjafatími ársins,, en yið teljum samt, að einhver tak- mörk verði að vera fyrir gjaf- mildinni,“ skrifaði forstjóri póstþjónustunnar, þegar hann sendi ávísunina aftur til bank- ans. Hún hafði verið gefin út 13. desember. □ búnaðarkandidat frá Ysta-Felli og nefnist „Fræði Gunnars og Gylfa.“ Fyrirsögnin skýrir sig sjálf. Önnur er eftir Magnús Gíslason bónda í Eyhildarholti og nefnist „Gróður og gæfa.“ í þriðja lagi er að liefjast greina- flokkur um landbúnað íslend- inga og landbúnaðarlöggjöf á 20. öld eftir Ágúst Þorvaldsson alþingismann og bónda á Brúna stöðum. Öll landsbyggðin þarf að fylgjast með skrifum þessara mætu manna, enda eru umræðu efni þeirra nú ofarlega á dag- skrá um land allt. AÐALFUNDUR Aðalfundur miðstjómar Fram sóknarflokksins verður settur í Reykjavík 6. marz n. k. Þar eiga sæti 56 fulltrúar kjörnir á kjördæmaþingum Framsóknar- manna, ennfremur fulltrúar, kjörnir á flokksþingi 1963 og alþingismenn flokksins. Ungir F ramsóknarmenn eða samtök þeirra eiga þarna rnarga sérfulltrúa. Alls munu um 90 kjörnir fulltrúar eiga sæti á að- alfundinum, samkvæmt nýju flokkslögunum frá síðasta flokks þingi. Aðalfundirnir eru raunar árleg flokksþing, mun fámenn- ari en þau, sem haldin eru á allt að fjögurra ára fresti. Aðalfund urinn kýs framkvæmdastjórn flokksins og markar stefnu hans og störf í samræmi við lög hans. Miðstjórnarmenn „FFNE“ í Norðurlandskjördæmi eystra eru: Hjörtur Eldjám Þórarins- son á Tjörn, Jakob Frímanns- son Akureyri, Ketill Guðjóns- son Finnastöðum, Valtýr Kristj- ánsson í Nesi, Þórhallur Bjöms son Kópaskeri, Sigurður Jó- hannesson Akureyri og Björn Teitsson á Brún. Varamenn Arnþór Þorsteinsson Akureyri, Jóhann Helgason Leirhöfn, Ás- kell Einarsson Húsavík, Einar Sigfússon Staðartungu, Bjöm Guðmundsson Akureyri, Gísli Pétursson Þórsliöfn og Ágúst Sigurðsson Möðruvöllum,

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.